Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Er að fara í sumarfrí kæru bloggvinir !
28.6.2007 | 16:00
Kæru bloggvinir, það er komið sumarfrí og mörg verkefni bíða mín í þessar vikur.
Ég ætla að hugleiða vel og lengi eins oft og mögulegt er. Sól fer til Íslands að hitta vini og ættingja, og ég tala nú ekki um að halda móðurmálinu við. Þannig að ég hef góðan tíma til að sökkva mér í innri heima. Þess ætla ég að njóta.
Ég ætla að vinna að myndlist, mála, teikna, og hitt og þetta. Vinnustofan bíður núna og okkur hlakkar báðum til að vera saman í abstraktheiminum.Gunni er fullt að vinna, og líka í fríi.
Ég þarf líka að skrifa greinar. Ein sem verður ansi viðamikil um dýr og trúarbrögð. Ef einhver ykkar hefur eitthvað spennandi efni sem ég gæti notað, eða linka, endilega sendið mér línu steinunnhelga@gmail.com ég yrði voða voða þakklát.
Eins og ég hef áður sagt hérna á blogginu þá er ég með í hópi sem vinnur að því að hjálpa dýrunum, hluti af þessu verkefni er að ég sendi út fréttabréf til hóps af fólki. Í gær sendi ég nýtt bréf út (án dönsku, vonandi getið þið samt lesið það) Set bréfið hérna inn, og vona að þið gefið ykkur tíma til að lesa. Þið hafið allavega góðan tíma, ég kem til baka úr fríinu um miðjan ágúst.
Ég fer í nokkur smá ferðalög hingað og þangað. Svíþjóð, í Danmörku og til Kasse á Dokumenta
Elska kvöldgöngur með hundana á ströndinni. Allt þetta ætla ég að gera í þessar vikur, og örugglega mikið meira.
Ég veit að ég á eftir að kíkja stundum inn á bloggið en ég ætla ekki að hafa hugann við það.
Ég hlakka til að vera í þessu dásamlega sambandi við ykkur í haust. Munið að vera góð hvort við annað, ykkur sjálf og allt .
Gleðilegt sumar og Ljós og Kærleikur til ykkar allra.
p.s. guli hringurinn er lógóið okkar í dýrahópnum.
Kære brødre og søstre!
Nu er det tid til en ny dyreart! Igennem vores meditationer fornemmer vi, at det aktuelle dyr er kvæg. Dvs. køerne, tyrene og kalvene.
Det er et stort emne, når det gælder kvægs liv og velvære. Men vi holder os til det, som er I Danmark og det, som er aktuelt.
I Danmark er der kun 57.000 økologiske malkekøer, men 596.000 konventionelle malkekøer. Og vi kan kun være enige om, at det slet ikke er tilfredsstillende i et land, som er så rigt som DK.
Alle økologiske køer skal på græs i mindst 150 dage om året.
Når en økologisk ko kommer på græs, har den rigtig god plads at boltre sig på. Typisk vil der være 1.000 m2 pr. ko altså en god parcelhusgrund. Så heldigt er det ikke med konventionelle køer fordi der ikke er noget krav om, at de skal på græs eller have adgang til motion.
Undersøgelser viser, at cirka hver 3. ko (31 procent) aldrig kommer ud under åben himmel, og tendensen ser desværre ud til at stige. Det skyldes, at besætningerne bliver større og større, hvilket gør det mere besværligt at få køerne ud og hjem til de daglige malkninger.
Der er ingen tvivl om, at det er en nydelse for køerne at have adgang til friske græsmarker, frisk luft og mulighed for motion.
Taberkøer: kaldes de køer der har svært ved at klare sig i konkurrencen med de øvrige køer. De er så at sige taberne i den moderne malkekvægsproduktion. Taberkøer er kendetegnet ved at være halte og magre, have sår og trykninger samt være beskidte, have et dårligt hårlag og en lav mælkeydelse.
I nogle besætninger udgør taberkøerne helt op til 10 % af det samlede antal køer. Typisk har taberkoen fungeret dårligt længe, uden at der er grebet ind. Nogle landmænd sender ligefrem de svagelige taberkøer til slagtning i stedet for at aflive dem med det samme. Taberkøer har 6 gange større risiko for at dø eller blive aflivet end andre køer.
Der er især mange taberkøer i besætninger, hvor køerne ikke kommer på græs om sommeren. Risikoen for at ende som taberko er faktisk dobbelt så stor i de besætninger, hvor køerne ikke lukkes ud på græs, som i besætninger der anvender afgræsning.
Rapporten, der udkom i 2006, er finansieret gennem Grosserer Ludvig Berlins og frk. Marie Poulsens Fond. Den er udarbejdet af forskere fra Det Jordbrugsvidenskabelige Fakultet ved Århus Universitet og er baseret på den seneste forskning på området.
I rapporten belyses problemerne i malkekvægsproduktionen, såsom høj dødelighed, intensiv avl for høj mælkeydelse, ben- og klovlidelser, store besætninger, taberkøer, manglende kælvningsbokse og køer, der aldrig kommer på græs.
Velfærdsrapporten dokumenterer med al tydelighed, at malkekøerne betaler en urimelig høj pris for strukturudviklingen i det danske landbrug. Sammen med Det Dyreetiske Råds Udtalelse om malkekvæg, som blev offentliggjort i februar 2006, vil rapporten være med til at danne grundlag for en lovgivning vedr. hold af malkekvæg.
Kalve: Kalve født af malkekøer tages typisk fra moderen efter maksimalt et par døgn og ofte inden for 24 timer. Det står i skarp kontrast til kvæg, som lever under naturlige forhold. Her er det normalt, at kalven dier, indtil den er mere end et halvt år gammel.
Når koen og kalven skilles ad, reagerer de begge med øget aktivitet og uro samt ved at kalde på hinanden. De forsøger at blive genforenet.
Det økologiske landbrug lægger særlig stor vægt på, at dyrene kan udvise naturlig adfærd. Kalves suttebehov i forbindelse med mælkeoptagelse skal opfyldes i den økologiske produktion.
Økologiske kalve skal have dækket deres behov for social kontakt. Også mens de er helt små og stadig fodres med mælk. Derfor skal økologiske kalve opstaldes i grupper allerede fra de er 1 uge gamle - og ikke først efter 8 uger, som det er tilfældet for konventionelle kalve.
Kvæg er flokdyr og har derfor et stort behov for social kontakt med artsfæller.
Malkekvæg er den eneste store husdyrproduktion, som endnu ikke er dækket af lovgivning.
Rodeo: blev heldigvis aflyst i Danmark, men det foregår mange steder i hele verden:
"Rodeo er et angstfremkaldende inferno af larmende mennesker og fremmede lugte, som dyrene ikke har nogen mulighed for at flygte fra, men som de tværtimod tvinges ind i centrum af.
Rodeoens kombination af fysisk og symbolsk undertrykkelse af dyr ligger langt ud over, hvad der bør forekomme i et civiliseret samfund".
Vi sender tekst efter Britt Collins om Rodeo.
Cowboy brutalitet
31.juli 2005
Oversættelse af COWBOY BRUTES
Rodeodyr bliver udsat for slag og afstraffelser
Af Britt Collins
Publikum jubler, mens rodeodyrene bukker med rytterne, uden at vide, at bag arenaen, bliver dyrene udsat for modbydelig brutalitet.
Begivenheden bliver annonceret som en hård test af mandsmod mod
utæmmede dyr fra det vilde vesten, men de fleste af de medvirkende heste,
køer og tyre er skrækslagne husdyr.
For at sikre sig, at dyrene ser vilde ud og agerer rigtigt i arenaen, bliver
de pisket i dagevis og med spark og afstraffelse bliver de drevet til raseri
og de bliver påsat pinefulde lyskeremme.
Tony Moore fra Fight Against Animal Cruelty in Europe tog ud for at se
rodeo I Europa under cover. Han sagde: "Det ligner lidt sjov, men sandheden
er, at man får ganske almindelige husdyr til at se ud, som om de er vilde ved
at torturere dem".
I Berlin afslørede gruppen mange brutale metoder, der fik tamme dyr til at se
ondskabsfulde ud. Tony sagde: "De lader hestene og tyrene stå med en lyskerem
- en rem spændt stramt omkring lysken, hvilket får dem til at bukke vildt".
Tony og hans gruppe var også vidne til, at små kalves og tyres haler brutalt blev vredet rundt, hvilket skader deres rygrad. Han sagde:
"Dyrene bliver brutalt behandlet, for at få dem til at kaste sig ind i arenaen, men tit bliver de så stresset, at de kollapser".
"Jeg så en tyr med vildt opspærrede øjne desperat prøve at finde en vej væk. Han tømte tarmene af lutter rædsel".
Stuvet sammen i små beskidte fangfolde, ventede hestene, tyrene og kalvene på at skulle optræde flere gange om dagen. Der blev set dyr med åbne sår efter at sporer var blevet hakket ind i kødet på dem.
Den mest brutale del af rodeo er calf-roping. Tony siger: "Kalve bliver fanget med lasso omkring halsen og bliver kastet til jorden med en frygtelig kraft.
Tit mislykkes kastet og kalven bliver fanget i et ben eller omkring maven, med skæbnesvangre skader til følge".
Brækkede ben er helt normalt i arenaen. De skadede dyr bliver kørt direkte til slagteriet.
Tony, der opfordrer til et forbud mod rodeo, siger: "Så længe folk er villige til at betale for at se rodeo, opmuntrer de til dyremishandling. Det er meget vigtigt at boykotte rodeo".
Tyrefægtning. Turister fra hele verden besøger tyrefægtningsarenaer og holder derved gang i den blodige tradition både i Spanien, Portugal og Frankrig.
På trods af en voksende modvilje hos spanierne er antallet af tyrefægtninger næsten fordoblet i det sidste årti. I 1998 fandt 1700 kampe sted, hvori 40.000 tyre blev dræbt. Til glæde for publikum bliver dyrene stresset, udmattet, såret og dræbt.
I Europa er der hvert år hundrede af tyrefægtninger i Frankrig og Portugal. Tyrefægtningsindustrien arbejder konstant på, at udbrede blodsporten. Nylige forsøg på at etablere tyrefægtning, er eksempelvis i Estland, Egypten og på Cuba.
EU giver også støtte til at opdrætte tyre, som bliver brugt i kampene.
Som vi kan se af dette lille afsnit, er der stort behov for at sende healing energi til denne dyreart som er plaget af menneskers behov over hele jorden.
Kærlighed og Lys til jer alle sammen.
DEAVEKingdom.
Frans af Assisi (1182-1226) er en legendarisk person, som man har fortalt om gennem generationer. Alt omkring Frans var ifølge hans opfattelse en broder eller en søster. Deri understregede han sin store respekt for og kærlighed til alt levende skabt af Gud. Dermed er f.eks. fuglene og alle dyr, vinden, solen og månen ligeværdige med Frans selv de er hans brødre og søstre!
Vi kan i dag året 2007, lære meget af Frans af Assisi. Og vi synes, at det er meget passende, at sende noget fra ham med i dette nyhedsbrev. Vi håber, at I nyder det ligeså meget som vi gør. Her er to meget smukke fortællinger om mødet mellem Frans og fuglene og mellem Frans og ulven. En prædiken for fuglene:
En dag var Frans og to af hans rejseledsagere vandret over en mark, hvor der stod nogle træer, og i disse træer og på marken under, sad der et væld af trækfugle. Frans standsede og betragtede fuglene. Så sagde han til sine brødre: Vent lige her. Jeg vil holde en prædiken for vore søstre, fuglene. For os i dag, kan det synes som en ret besynderlig tanke men for Frans var det den naturligste sag i verden. Han havde altid følt en særlig samhørighed med al Guds skabning. I hans øjne var alt gennemtrængt af Guds kærlighed, og hvis man talte i kærlighed, kunne man tale med alt omkring sig. Derfor hilste Frans alt og alle, han mødte, som brødre og søstre i Gud.
Frans gik stille hen mod fuglene, som sad på marken. Da han begyndte at tale, fløj alle fuglene, som sad i træerne ned til ham, og ingen af dem rørte sig, selv om hans kutte ind i mellem rørte ved flere af dem. Søstre fugle, sagde han, I skylder Gud megen lovsang, for Han har skabt jer og givet jer vinger og triller. Han har givet jer fjer, så I kan varme jer, og føde til at stille jeres sult. Han har givet jer kilder at drikke af og bjerge til at skjule jer i. Han har givet jer træer at bygge rede i, og luften til, at I kan bevæge jer frit i den. I har meget at takke Gud for. Han må elske jer højt, så glem ikke at synge Hans pris!
Da Frans var færdig med sin prædiken og sin opfordring til at prise Gud, velsignede han fuglene med korsets tegn. De fløj derefter samlet op i træerne og kvidrede smukt i ét kor.
Og efter det kors, Frans havde tegnet, delte de sig i fire flokke: den ene fløj mod øst, og den anden mod vest, og den tredje mod syd, og den fjerde mod nord, og hver flok fløj ud i verden, mens de lovsang Gud. Og dette skulle betyde, at ligesom Frans, der på sit legeme skulle bære Kristi korsmærke (blev stigmatiseret i 1224, dvs. mærket med sår på hænder, fødder og i brystet, ligesom Jesus fik ved korsfæstelsen se nedenstående link); havde prædiket for fuglene og gjort korsets tegn over dem, hvorefter de havde delt sig i et kors og var fløjet til de fire verdenshjørner under sang; således skulle forkyndelsen af Kristi kors bæres ud over den hele verden. http://da.wikipedia.org/wiki/La_Verna_(Toscana)
Broder Ulv
En anden dag var Frans i byen Gubbio og prædike. Der fortalte man ham om en farlig ulv, som hærgede området. Ulven havde dræbt adskillige mennesker og folk turde ikke gå uden for byen af frygt for ulven.
"Jeg vil gå ud og tale med ulven sagde Frans. Byens borgere kravlede op på hustage og bymure for at se, hvad der ville ske. Det varede heller ikke længe, før ulven kom farende med fråde om munden. Frans standsede, gjorde korsets tegn og sagde: Et øjeblik, broder Ulv! I Kristi navn forbyder jeg dig, at gøre mig eller nogen anden fortræd. Ulven standsede, lod hovedet synke og begyndte at lytte efter. Frans fortsatte: Broder Ulv, du har dræbt mange dyr ja, endog adskillige mennesker skabt i Guds billede. Du fortjener en grusom død, og det er grunden til, at folk hader dig. Men jeg ønsker, at du skal slutte fred med dem og love, at du ikke længere vil gøre dem fortræd.
Ulven lagde sig ved Frans fødder for at vise sin lydighed. Frans fortsatte: Broder Ulv, hvis du lover det, kan jeg love dig, at ingen nogensinde skal gøre dig fortræd, og at du aldrig skal sulte igen. Gubbios indbyggere vil give dig mad lige til din dødsdag. Giv mig nu din pote som tegn på, at du går med på betingelserne. Ulven løftede højre pote og lagde den blidt i Frans hånd. Så gik de sammen afsted til Gubbio. På byens torv prædikede Frans en vidunderlig prædiken med ulven liggende ved sine fødder. Fra den dag af gjorde ulven ingen fortræd, og Gubbios indbyggere sørgede for, at den altid fik mad.
Frans af Assisi er miljø- og dyrevenlig helgen - og Skytshelgen for hele Italien
(I 1979 blev Frans erklæret for miljøbevægelsernes skytshelgen)
FRANS AF ASSISI
Sangen om broder sol Solsangen (1224-26)
Allerhøjeste, almægtige, gode Herre,
din er al ære, lov og pris og al velsignelse,
dig alene, du Højeste, tilkommer de,
og intet menneske er værdig at nævne dig!
5 Lovet være du, Herre, med alle dine skabninger,
især hr. Broder Sol,
som skaber dag, og du oplyser os ved ham,
og han er skøn og strålende med stor glans,
På dig, du Højeste, er han et billede!
10 Lovet være du, Herre, for Søster Måne og Stjernerne,
på himlen har du skabt dem, klare og kostelige og skønne.
Lovet være du, Herre, for Broder Vind
og for luften og skyerne og godt vejr og al slags vejr,
hvorved du opholder alle dine skabninger.
15 Lovet være du, Herre, for Søster Vand,
hvilken er såre nyttig og ydmyg og kostelig og kysk.
Lovet være du, Herre, for Broder Ild,
ved hvem du oplyser natten,
og han er skøn og liflig og kraftig og stærk.
20 Lovet være du, Herre, for vor søster, Moder Jord,
som opholder os og bærer os
og frembringer alskens frugter og farvede blomster og græs.
Lovet være du, Herre, for alle dem, som af kærlighed til dig
tilgiver deres fjender
og udholder skrøbelighed og trængsel;
25 salige de, der i fred holder ud til det sidste,
thi du, Allerhøjeste, vil give dem den evige krone!
Lovet være du, Herre, for vor søster, den legemlige Død,
som ingen levende kan undfly.
Vé dem, der dør i dødssynd.
30 Salige de, som har virket din allerhelligste vilje,
thi dem kan den anden død ikke gøre noget ondt.
Lover og priser Herren, og takker ham,
og tjener ham i stor ydmyghed.
Følgende afsnit omkring Solsangen, er et udpluk fra flg. hjemmeside:
www.kirketjener.grejsdalen.dk/Frans/preghiere.html
Denne hymne er skrevet af Frans af Assisi i løbet af hans to sidste leveår - 1224-1226. Den er skrevet på italiensk - i umbrisk diakekt - og er således et af de første værker skrevet på folkesproget og ikke latin. G. K. Chesterton har sagt, at vidste man ikke andet om Frans, så kunne man rekonstruere det meste ud fra denne hymne. Den indeholder det væsentligste af Frans' budskab. Den er ikke en hyldest til naturen, men en hyldest til Gud gennem skaberværket. Og tror man, at den er skrevet på en solskinsdag på en af Umbriens enestående smukke bjergsider med udsigt over den disede Spoletodal, så tager man fejl. Da Frans skrev den var han næsten fuldstændig blind, han var plaget af sygdom og var døden nær. Men netop derved bliver den en endnu stærkere hyldest til den Almægtige. Digtet er skrevet i tre omgange. Hovedparten i 1224, men strofen om dem der tilgiver blev tilføjet i forbindelse med en ulykkelig strid mellem Assisis borgmester og biskoppen. Frans lod nogle af sine brødre synge sangen inklusive denne strofe for de stridende parter, og som et resultat heraf forligede de sig igen. Strofen om søster død tilføjede Frans kort tid før sin egen død. Medens han lå i den celle i Portiuncula nær Assisi og afventede døden sang han gentagne gange solsangen sammen med broder Angelo og broder Leo. Broder Elias, der ledede franciskanerordenen på dette tidspunkt forargedes over den megen syngen ved Frans' dødsleje. Det var upassende, mente han: "Der går jo vagt herudenfor, og de tror ikke, du er en hellig mand, når de stadig hører sang og spil fra din celle". Men Frans svarede ham: "Ved den Hellig Ånds nåde er jeg så inderlig forenet med min Herre og Gud, at jeg vel kan have lov at glæde mig og frydes i ham!"
Den oprindelige melodi kendes ikke længere. I et af de ældste manuskripter er der afsat plads til noder, men de er desværre ikke blevet indføjet. Johannes Jørgensen har oversat Solsangen til dansk i 1895 i en meget tekstnær udgave. I 1978 gendigtede Johannes Johansen den i en fri udgave til en melodi fra Köln 1623. Hans udgave er optaget i Tillæg til den Danske Salmebog som nr. 755, og Salmebogskommissionen har optaget den som nr. 17 i Betænkningen "Forslag til Ny Salmebog" (under afsnittet "Troen på Gud Fader - Skabelsen og Forsynet").
Kuthumi
Farao, profet og præst i det Nye Kongedømme ca. år 4160 før Kristus i Ægypten. Pythagoras, græsk filosof i det sjette århundrede f.kr. ved hans flugt til Babylon blev han af profeten Daniel indviet i den indre lære om "Jeg er den Jeg er" givet til Moses. Han lærte desuden om musik, astronomi og den hellige videnskab om invokationer. Han skabte senere et broderskab af indviede i Crotona i det sydlige Italien og grundlagde en mysterieskole. Kuthumi er verdenslæreren, han forener østens og vestens tankegang. Kuthumi ser som en af sine væsentligste opgaver at få menneskeheden til at betragte sig som en enhed, ligesom han medvirker til at åbne menneskers hjertechakra.
Kuthumi har bl.a. inkarneret som den græske filosof Pythagoras og som Apostlen Johannes - en af de tre apostle som stod Jesus særlig nær. Og som han selv skal have fortalt om mødet med Jesus: - Han var rar og med et indre lys, så man fik lyst til at følge ham til verdens ende. Hvor han var, lyste du også selv op. Han kunne også blive vred, når han så den uretfærdighed, der var omkring os, for han var menneskelig som vi var og bestod af alle kødets følelser.
Senere inkarnede han som Frans af Assisi, hvor han besluttede at efterleve evangeliet bogstaveligt. Han gav al sin ejendom til de fattige og levede en tid som eneboer, inden han drog ud for at prædike og lave socialt arbejde. Han blev grundlægger af Franciskanerordenen. Kuthumi har levet som Shah Jahan og byggede, til minde om sin hustru, et af verdens vidundere, Taj Mahal i Indien. Endelig levede han som Tibetansk munk i Himmalaya, hvor han arbejdede sammen med grundlæggerne af Teosofien.
netspirit.dk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Við erum ekkert voða góð við jörðina, við erum heldur ekkert voðalega góð hvert við annað.
26.6.2007 | 12:58
Við viljum sjaldan horfast í augu við að það sem við gerum og að það sem við segjum hefur áhrif í kringum okkur. Við höfum áhrif þegar við segjum eitthvað vont við aðra og um aðra. Við höfum líka áhrif þegar við segjum eitthvað fallegt við aðra og um aðra.
Þegar við kaupum sápur sem eru með sterkum efnum í, sjampó sem eru með sterkum og hættulegðum efnum í, krem, ilmvötn, snyrtivörur sem eru með eiturefnum í, og dýr hafa verið pínd í tilraunum til að framleiða þetta.Við kaupum ódýrar matvörur, við lokum augunum fyrir því hversvegna eru þessar vörur svona ódýrar, hver blæðir fyrir að við getum haft það svona gott.
Við viljum meira og meira, en viljum helst ekki breita neinu, borga meira, vera meðvituð.
Hvers vegna ekki ?
Jú það tekur aðeins lengri tíma að vera meðvitaður, það þarf að setja sig inn í hin ýmsu mál, og hvað er í hverju af því sem við kaupum.
En hvað veldur því að við hugsum svo skammt sem við gerum ? Hugsum okkur veröldina öðruvísi en hún er. Hugsum okkur að við lifum í sátt og að við gefum hvert öðru pláss á jörðinni, og möguleika á að lifa. Allir hafa mat, jafn mikið. Ekki eins og núna að sumir hafa svo mikið að það er ekki fræðilegur möguleika að þeir nokkur tíman þó þeir yrðu 100,000 ára gamlir gætu notað það allt, þó svo þeir gerðu aldrei neitt annað en að versla. Aðrir deyja úr hungri, selja börnin sin bæði til vændi eða bara til annarra.
En að peninga flæða eins og orka frá einum til annars án þess að verða að stíflu hjá þeim sem vilja meira.
Það er til nóg að alsnægtum á jörðinni svo að allir geti haft það gott, bæði menn og dýr. En það myndast blokkeringar í flæðinu sem hafa áhrif á allt jarðlíf, þessi blokkering er græðgi, og ég vil hafa allt, hugsunin.
Ég veit að þessi hugsun mín um að svona geti þetta verið er í dag, eins og við erum sem manneskjur mjög óraunveruleg. Það er allt of mikil þörf fyrir það veraldlega.
Ég er sjálf engin undantekning, mér finnst gott að eiga pening í banka (á samt aldrei neinn pening í banka) Ég á heima í yndislegu húsi, sem ég vil ekki flytja frá. Ég vinn oft of mikið, þó svo að ég vinni ekki fulla vinnu. Ég nota af og til ekkert sérlega góðar vörur, þegar fjárhagurinn er slæmur, eða þegar ég hef ekki umframorku til að hugsa um svona hluti.
Ég er sannfærð um að ef við værum betri að deila með öðrum, ekki bara í orði, en líka á borði, þá myndum flest vandamál heims leysast á ekkert svo löngum tíma. Ef við létum okkur nægja það næst besta af og til en gæfum það besta frá okkur þá finnum við strax mikla beitingu hjá okkur.
Ég er með brest sem ég er að vinna á. Þetta er brestur sem ég hef alltaf pínu skammast mín fyrir, enda ekkert skemmtilegur. En núna tala ég opinskátt um hann, og geri grín af honum. Þegar ég geri þetta þá verður þetta ekki eins hátíðlegt, og verður ekki að vandamáli. Þessi brestur er níska, ég á það til að spara saman, og nurla með peninga og þegar ég var verst sat ég hreinlega á aurunum.
En núna til að vinna á þessu, gef ég frá mér pening, og borga alltaf meira en ég finn að ég vill. Með tímanum hef ég fundið að þetta er að verða minna og minna og að endingu fer þetta. En það besta er að núna finnst mér þetta fyndið, og við hérna heima og vinir mínir gerum öll grín af þessu hjá mér.
Þannig gæti maður gert í sambandi við að gefa frá sér til annarra, byrja í því smáa, gefa nágranna, meira en maður vill, ef maður vill aldrei gefa neitt, gæti það bara verið bros, því það kostar ekki neitt.
Brosa oftar, gefa betlara meira en maður vill, ekki koma með fullt af afsökunum fyrir að gefa ekki eins og t.d hann drekkur þetta bara allt út Ef maður hugsar svona takið eftir tilfinningunni sem kemur, hún er ekki alveg góð. Þegar maður hefur gert þetta í smá tíma þá tekur maður aðeins stærra skref og svo koll af kolli.
Það er svo mikill tendens bæði hérna á blogginu og úti í samfélaginu að fókusera á hvað aðrir gera og segja og gera ekki og segja ekki, þetta er að mínu mati alveg kolvitlaust. Við eigum að fókusera á hvað við sjálf gerum og gerum ekki, við erum verkefnið ekki hinir. Hinir hafa sitt eigið verkefni.
Ef við höldum áfram á þessari braut, þá endar illa.
Smá falleg saga sem ég hef reindar sett inn áður, en fallegar sögur skal maður lesa oft
Tveir vinir voru á göngu í eyðimörkinni.
Einn daginn fara þeir að rífast og annar slær hinn í hausinn.
Sá sem er sleginn í hausinn verður ferlega reiður og skrifar í sandinn: Í dag sló vinur minn mig í hausinn
Þeir ganga áfram og koma að fallegum stað með litlu vatni. Þeir ákveða að baða sig í vatninu. Hann sem hafði verið slegið í hausinn var að þvi kominn að drukkna. Vininum tókst að redda honum frá drukknun, og dregur hann að landi. Þegar hann rankar við sér skrifar á hann á stein.sem stóð rétt hjá: Í dag bjargaði besti vinur minn lífi mínum
Björgunarvinurinn verður ansi hissa, og segir: þegar ég slóg þig í hausinn skrifaðir þú í sandinn nú þegar ég hef bjargað lífi þínu skrifar þú á stein. þá svara hinn : Þegar einhver gerir eitthvað slæmt á hluta okkar , eigum við að skrifa það í sandinn, þar sem fyrirgefningarvindurinn getur blásið það í burtu. Þegar einhver gerir okkur gott skulum við grafa það i steininn, þar sem enginn vindur getur blásið það í burtu. Lærðu að skrifa sársauka þinn í sandinn en gleðina á steininn.
Ljós og friður til ykkar héðan frá Lejre
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
fallegra er en fallegt á sunnudegi í Lejre
24.6.2007 | 13:55
Hér er sunnudagurinn fallegur.
Ylfa liggur í brúna sófanum og les í bók !
Gunni , Halli og börnin eru á eplaplantekrunni að slá gras.
Ég sit við tölvuna og skrifa smá færslu, þvæ þvott, spjalla af og til við Ylfu, sest smá út í sólina og spjalla smá við hundana, spjalla smá við Ylfu........
Ekta dásamlega rólegur sunnudagur.
Í gær var jónsessuhátíð í Lejre, við borðuðum dásamlegan mat með Nis og Ulrikka (smá ókeypis reklame fyrir þau) og börnunum þeirra og Sólinni okkar. fórum svo með þeim á Jónsmessuhátíðina í Felix Það var alveg dásamlegt.
Megið þið njóta dagsins eins og ég.
Ljós og kærleikur til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
anda inn og anda út, það er málið
22.6.2007 | 14:55
Á mánudaginn: andaði ég inn, hugleiddi í rauða stólnum við gluggann, fór í vinnuna kom heim, út með hundana, hugleiddi í rauða stólnum við gluggann, borðuðum, las í bókinni Kristen Gnosis eftir C.W Leadbeater og fór að sofa.
Á Þriðjudaginn hugleiddi ég í rauða stólnum við gluggann ég, fór í vinnuna, var á fundum, kom heim fór í göngutúr með hundana, borðuðum, hitti hugleiðsluhópinn minn og fór að sofa.
Á miðvikudaginn: hugleiddi ég í rauða stólnum við gluggann ég, fór í vinnuna, gerði skýrslur um nemendur fyrir sveitafélöginn, kom heim, fór út með hundana í göngutúr. Hugleiddi í rauða stólnum við gluggann , borðuðum, las í bókinni Zahir eftir stórskáldið Paulo Coelho og fór að sofa
Á fimmtudaginn : hugleiddi ég í rauða stólnum við gluggann, fór í vinnuna, fórum til Malmö í sumarferð, sáum snilldarsýningu í Malmö Listasafninu eftir listamanninn William Kentridge. kom heim, lagðist í brúna sófann með góða stórateppið kl. 19,00 og svaf til 11,00. Fór upp í svefnherbergi, hlustaði á leðurblökurnar, og sofnaði svefni hinna þreyttu.
Á föstudaginn, í dag : hugleiddi ég í rauða stólnum við gluggann, fór í vinnuna, tók Christoffer og og Kirsten með til Rov´s Torv. Náðum í prentarann flotta, keyptum ketil, fengum okkur gott að borða, fórum svo aftur í skólann, kom heim, hugleiddi í rauða stólnum við gluggann, settist hérna og skrifaði. Fer í matarboð á eftir, og
ég anda svo út.
Friður Ljós veri með ykkur og í ykkur og munið að anda reglulega að anda út og anda inn.mæli með að þið skoðið heimasíðuna: www.breathing.dk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Það sem mér finnst svo gott við þessa mynd !
20.6.2007 | 16:02
Fékk leyfi hjá syni mínum að birta þessa mynd. Þetta er eitt af verkunum sem hann gerði fyrir vorsýninguna á Kúnstakademíunni. (hann er á fyrsta ári) Það sem mér finnst svo gott við þessa mynd , eða það sem ég les úr henni, er mikilvægi þess að vera í jafnvægi á báðum stöðum. Í veraldlega heiminum og þeim andlega.
Þetta er alltaf spurning um að finna jafnvægi, því bæði er jafn mikilvægt, Jarðlífið, og Andlega lífið. Við höfum öll mikilvægu hlutverki að gegna á báðum stöðum.
Set líka mynd af unga listamanninum með. (það verður hann ekki ánægður með, hehe)
Ljós og Kærleikur til ykkar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fyrsta viðtal við Michael Moore í 5 og 1/2 ár
19.6.2007 | 16:35
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Jarðarberjate og skítugt eldhús
19.6.2007 | 13:42
Komin heim eftir vinnu. Þetta er síðasta vikan mín fyrir sumarfrí og ég hlakka svo til að fara í frí .
Þegar ég kom inn í húsið hérna áðan var búið að gera jarðaberjate handa mér. Það voru Sól og Andrea vinkona hennar . Þarna stóð fallegi tebollinn með rauðu te í. En hvað sá ég ? Jú eldhúsið var á hvolfi. Þær höfðu að sjálfsögðu skilið allt eftir sig hér og þar. Hvað gerist svo með mig, ég verð pirruð út af draslinu, en ekki glöð vegna tesins. Ekki svo gott.
Gat ekki alveg hamið mig þegar þær komu svo ánægðar inn
og sögðu : við erum með svolítið handa þér !
Ég sagði: þið þurfið að ganga frá eftir ykkur.
Þær sögðu: viltu ekki sjá ?
Ég kreisti fram bros: jú að sjálfsögðu, ennn þið verið að muna eftir að þegar þið eruð að gera eitthvað í eldhúsinu, að ganga frá eftir ykkur!
Fékk tebollan, sit með hann hérna við hliðina á mér, og teið er volgt, bragðast ekkert sérlega vel, en þetta er Guðadrykkur, gerður frá hjartanu !
Verð að segja þeim það.
Þessi litla snúlla okkar er lötust við að taka til, að ganga frá á eftir sig.
Einhvernvegin verður hún að læra það, en án þess að vera þvinguð.
Í kvöld ætlum við að hafa húsfund, þar sem að sjálfsögðu allir koma með sitt sem betur má fara. Þetta gerðum við mikið þegar eldri krakkarnir bjuggu heima, en hún Sólin okkar hefur einhvernvegin ekki verið inni í þessum málum. Hún er svo svífandi í sínum tónlistarheimi, og hefur bara fengið að vera þar, fær það alveg áfram en þarf aðeins að vera í jarðsambandi.
Allar vinkonur hennar Andrea, Cicilia og Vera eru svona, og þegar þær hafa verið hérna er ekki alltaf jafn gaman að koma heim.En þær búa alltaf eitthvað til handa mér sem stendur á borðinu með fallega skrifaðri kveðju til mín. Því má ekki gleyma.
Við fórum á flóamarkað um helgina, ekki frásögufærandi nema að við keyptum fiðlu handa Sól. Við höfum annars leigt fiðlu handa henni. En þarna var ein, frekar ný (þó það sé ekki alltaf kostur) gerð í Englandi og kostaði 1400 ddk (ca 15,000 isl) þetta vorum við ánægð með. Fiðlan er sem ný og fallega rauð brún, í fallegum kassa. Við fundum líka flotta allt flautu þarna sem við keyptum handa henni á 30 ddk. (ca 300 isl) Við vorum ánægð með þetta þegar heim var komið.
Við fórum með hundana á ströndina á sunnudagskvöldið sem er gott fyrir þá , og sérlega gott fyrir Iðu, en hún var nú ekkert að láta þvinga sig til að synda, en Lappi synti eins og óður.
Núna ætla ég að hugleiða seinnipartshugleiðsluna mína, áður en ég þarf að fara að gera fullt annað, þvo þvott, planta nokkrum blómum, ganga frá, fara með hundana í göngutúr, vaska upp eftir matinn(er svo heppinn að Gunni eldar alltaf, og þá meina ég ALLTAF .
Ljós og Kærleikur til ykkar allra.
Frá mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þvílík fegurð í dansi hests og konu
16.6.2007 | 16:50
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Lyfin virka á Iðu , allavega núna
15.6.2007 | 16:33
Það er svo greinilegt að lyfin virka á hana. Strax fyrsta daginn tveim tímum eftir töku fórum við í göngutúr og það var greinilegur munur á henni Iðu minni.
Í gær fór ég svo í göngutúr með hana og eins og vanalega hafði ég hana lausa, hún gengur vanalega hægar en ég blessunin. En þegar við vorum í kvöldgöngunni hljóp mín gamla Iða á eftir ketti, hún hljóp ofan í á og var bara svona líka hress. Á meðan ég kallaði á hana gat ég ekki annað en hlegið því þetta var alveg dásamleg tilfinning. Ég hafði hana svo í bandi restina af túrnum. Hver veit hvað hún gat fundið upp á. Það koma skokkarar, hestar og fl sem hún gæti fundið upp á að hlaupa á eftir.
Þessir tveir dagar eftir að lyfin komu hafa verið eins og að sjá hana endurfædda. Frábært á meðan er. Veit alveg að þetta gæti verið stuttur tími, en við getum þá öll notið þess tíma sem er.
Annars hefur lífið snúist um Iðunni og Lappa litla sem er abbó.
Eins og sést á fyrri færslu hef ég áhyggjur á hversu mörg dýr deyja eiginlega að ástæðulausu, eða eigendur verða þreyttir á þeim, eru að fara í ferðalag, eða hvað sem er annað.
Vinkona mín fann tildæmis kassa með fullt af kettlingum í þegar hún var í göngutúr um daginn.
Hver hefur ekki heyrt um apana í Japan sem finna upp á einhverju snilldarlegu og svo allt í einu fara apar í annarri heimsálfu að gera það sama. Þetta er fyrir mér tákn um það að dýrin eru tengd á innri plönum, og kalla ég það fyrir að hafa sameiginlega sál. Eins og við manneskju höfum hver sína sál (þessu trúum við mörg) þá vil ég meina að dýrin séu hópsál. Þannig að hvert dýr kemur með reynslu frá því lífi sem þau lifa upp í hópsálina.
Margar (flestar)dýrategundir koma með mjög einhliða lífsreynslu. Tökum sem dæmi húsdyr eins og grísi. Hvaða lífsreynslu koma þeir með aftur og aftur ?
Í Danmörku einni eru ca 25 miljón svín !! Það eru bara 100.000 svín sem lifa lífrænt og úti í náttúrunni við góðar aðstæður í Danmörku.
Eitt er að allir þessir grísir, sem flestir lifa ömurlegu lífi, annað er þegar þeim er slátrað ! Oft er keyrt með grísina langa vegu, til Þýskalands eða Póllands, því það er ódýrara.Það er keyrt með ca 2,9 milljón smágrísi á ári frá Danmörku til slátrunar í öðrum löndum.Á suður Jótlandi tékkaði lögreglan á einum degi 11 bíla sem voru fullir af smágrísum, af þessum ellefu höfðu sex vandræði með vatnsleiðslur til að gefa grísunum vatn á leiðinni. þetta var um sumar, þar sem hitinn getur farið yfir 30 stig, getur maður ímyndað sér hvernig grísirnir hafa það. Það hefur verið mikil umræða um þetta hérna, vegna þess að það er keyrt í einum rykk, til að spara tíma. Oft standa þessi grey eins og síld í tunnu hvert ofan á öðru í allt upp í 20 til 30 klukkutíma áður en þau koma i sláturhús, þar sem þau eru rekinn áfram með rafmagnsstöfum, sem gerir þau vitstola af stressi og hræðslu
Þeir grísir sem lifa lífrænu lífi, fá miklu mannúðlegri meðferð. Þeim er slátrað á nærliggjandi sláturhúsi, og þau eru ekki rekinn áfram með rafmagnsstaf til slátrunar! það mikilvægasta er að á meðan þau lifa að þau fái gott og sæmandi líf ! Við vitum öll að það er mikilvægt fyrir nýfædd dýr að vera hjá móðurinni eins lengi og mögulegt, hjá móðurinni fá þau móðurmjólkina sem styrkir þau meðal annars fyrir sjúkdómum,þau fá hlýju, einnig læra þau hvernig á að haga sér og vera. Hvolpar og kettlingar eru ekki teknir frá fyrr en 8 vikna gamlir. Hjá grísum eru ungarnir bara 3 vikna þegar þeir eru fjarlægðir frá móður sinni, þetta er gert þó svo að vitað sé að þetta kemur til með að valda vandamálum seinna, t.d. að naga halana og eyrun hvert á öðru.EEEN grísamamma þarf að komast eins fljótt og hægt er "í gang"og þess vegna er ekki hægt að bíða lengur það gefur pening ! Oft er halinn klipptur af litlu grísunum innan við 2 til 4 daga án deyfingar og þeir eru oft geldir á deyfingar
Hvaða reynslu koma þessir grísir með upp í sálina, það þarf ekki klókan mann til að sjá það.
100,000 sem koma með jákvæða lífsreynslu héðan frá Danmörku.
Hversu margir eru verksmiðjuframleiddir í Danmörku : 25 milljón !!
Hversu margar gyltur (þá er ég bara að tala um gyltur) látast á ári vegna vanrækslu í Danmörku : 20.000
Svona mætti lengi telja.Ég meina að við manneskju höfum mikla ábyrgð þarna á að dýrin hafi möguleika á að fá sem besta lífsreynslu hér á jörðinni, eins og mannfólkið. Við höfum bara verið allt of upptekinn á okkur sjálfum, okkar velferð og þar að leiðandi gleymt á hvaða kostað við oft lifum því lífi sem við lifum.
Ég hugleiddi áður en ég tók ákvörðun með Iðu mína, og mín upplifun var sú að miklu fleiri hundar á jörðinni fara með erfiða lífsreynslu og þjáningarfullan dauða með sér héðan en jákvæðan og út frá því tók ég ákvörðunina að hún færi á góðan hátt þegar við fyndum að tíminn væri komin.
Ég veit að oft er erfitt að skilja þessa hugsun sem ég hef, en ég veit líka að mörg ykkar hafa sömu hugsun.
Kærleikurinn til alls lífs á jörðu er uppskriftin af betri heimi.
Ljós til ykkar og góða og fallega helgi til ykkar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Ég hélt ég hefði ansi mikla stjórn á tilfinningum mínum !
13.6.2007 | 15:27
En í dag hefur annað sýnt sig.
Hérna áður fyrr grét ég mikið og oft. Núna í nokkur ár, eða síðan ég fór að vinna með sjálfa mig, bæði með hugleiðslu , þerapí og meðvitað að skoða mig og orsakir gjörða minna, græt ég næstum aldrei, nema þegar ég heyri eða sé að dýr eiga það erfitt, þá brestur þetta smá.
Það er ekki þannig að ég sé á móti því að gráta, en fyrir mig er það mikilvægt að tilfinningarnar stjórni mér ekki, en að ég stjórni tilfinningunum, á því er stór munur. En eins og áður segir hef ég aumt hjarta fyrir dýrum.
Ennn í dag hef átt frekar bátt, og átt svolítið erfitt með sjálfa mig. Við Gunni fórum með hana elsku Iðunni okkar til dýralæknisins um daginn. Iðunn er á 12 ári og er sem sagt komin með gigt. Þegar við vorum hjá dýralækninum sagði hann að við þyrftum að athuga þann möguleika ef hún ekki lagaðist af öllu því sem við fengum hjá honum að senda hana inn í eilífðina. En eins og ég mundi orða það inn í hundasálina.
Ég tjáði honum það að við gengjum alla leið, og þá meina ég að hún ÆTTI að deyja úr elli. Hann dýralæknirinn (sem er svo dásamlegur) bað mig að lofa að að hún fengi þá verkjalyf allan tímann svo hún þjáðist ekki.
Að sjálfsögðu lofaði ég því.
Ég hef nefnilega haft þá skoðun að of margir hundar, kettir og fl. dýr væru oft líflátinn of snemma, og fyrir mér er dauðsprosessin mjög mikilvægur hjá öllu lifandi. Það er mikilvæg reynsla að hafa með sér þegar farið er héðan, og meina ég þá eðlilegur dauðsprosess.
Þessu hef ég haldið fram og ekki hugsað um þann möguleika að grípa fram í fyrir hendurnar á því á mínum dýrum.
Ég hef svo sannarlega fengið augngotur, en látið mér fátt um finnast, fólki má finnast það sem það vil.
En í nótt svaf Iðunn ekki og hún fann mikið til. Á leiðinni í vinnuna fór ég að hugsa þessi mál, það er nefnilega svo hollt að lenda í bæði sársauka og erfiðleikum, því þar koma möguleikar til að flytja sig í þroska, og það held ég að ég hafi gert. VONANDI.
Ég hringdi í hana Beggu vinkonu mína úr farsímanum (veit að það er ólöglegt, en ég keyri sveitavegi og þar er engin umferð, afsökun)
Sagði það sem ég var að hugsa og grét á meðan, því það varð svo raunverulegt þegar það var sagt hátt. Við ræddum þetta fram og til baka og það var ákveðin léttir.
Það sem ég hugsaði var auðvitað það sem allir segja að fyrir hvern er ég að halda henni í lífi ef hún bara þjáist ? Jú að mínu mati er mikilvægt að hún upplifi dauðsprosessinn og sú jákvæða reynsla fari með upp í sálina þegar hún fer héðan, en ef reynslan er ekki jákvæð , heldur bara þjáning ? Held ég að það séu fl. hundar sem fara héðan á jákvæðan hátt en á neikvæðan hátt, er ég þá að hugsa um alla hunda á jörðinni ?
Örugglega miklu fleiri sem fara héðan með kvalir en sem bara sofna í faðmi þeirra sem elska hann/hana.
Hvaða lífsreynsla er þá mikilvæg að ég láti hana Iðunni mína fara með þegar hún fer héðan ?
Jú út frá þessu reiknisdæmi er meiri þörf á að fá jákvæða upplifun.
Þegar ég var komin inn á þessa hugsun létti mér mjög mikil, þó að fullt að sársauki kæmi upp því að ég bar í mér hræðslu að þurfa að horfa upp á hana þjást í langan tíma.
Þegar ég kom í vinnuna hringdi ég í Gunna og sagði honum hugsanir mínar. Honum létti mikið því að hans skoðun var sú að Iðunn ætti ekki að þjást þar til hún færi og var ákveðin í að við myndum diskotera þetta þegar við kæmum heim. Hann hringdi svo í dýralæknirinn og pantaði sterkara verkjarlyf fyrir Iðu.
Eftir vinnu fór ég svo til dýralæknisins og fékk sterkari verkjarlyf og sagði jafnframt á meðan ég stóð og grét að við myndum að sjálfsögðu ekki láta hana þjást en ég vildi svo gjarna fá sumarið með henni. Ég á sjö vikna sumarfrí og þá erum við bara heima, sem gerir möguleika á að fara í göngutúra og njóta nærveru .
Þetta skildi dýralæknirinn að sjálfsögðu mjög vel, en sagði svo að auðvitað gæti hann ekki lofað að hún hefði það gott yfir sumarið.
Við ræddum svo þann möguleika að þegar að því kæmi að hún gæti ekki meira að hann kæmi heim til okkar. Að sjálfsögðu, var svarið.
Þetta er sko ekkert auðvelt fyrir okkur hérna á bæ.
En lífið er jú fallegt og ég/við get/getum valið hvernig /við veljum að sjá þessa hluti.
Ljós og Kærleikur til ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)