Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Fegurðin í náttúruríkjunum

wijr.jpgEr allt að fara H. til, hugsa ég oft á dag í þeirri krísu sem herjar á heiminn ! En ég reyni að minna mig á það sem er mikilvægt, að muna sérstaklega á þessum tímum, tímum hruns og uppbyggingar sem var og er óumflýanlegt.  En ég ætla ekki að skrifa um það. En annað sem alltaf gleymist á svona tímum sem nú.

Besta dæmið eru leyfðar hvalveiðar, sem er mér óskyljanlegt, en segir í raun svo margt um mitt litla land, Ísland.  

 En ég ætla heldur ekki að skrifa um það.

það er svo margt mikilvægt í lífinu sem ég get stjórnað með hugsuninni einni og það ætla ég að einbeita mér að, á meðan þetta ástand varir.

Ég held að flest okkar sem lifum í þessu ástandi beinum hugsununum á einhverjum tíma í burtu frá því stóra, til þess smá, því við uppgötvum að það smáa er líka það stóra, og skiptir ekki minna máli en annað, því allt hangir saman, hvort sem okkur líkar það eða ekki  !

Eitt er það sem aldrei er gefin nógu mikill gaumur að, það eru litlu bræður okkar og systur frá náttúruríkjunum sem lifa oft í miklum hörmungum.

Mörg þeirra eru á mörkum þess að deyja út og önnur eru í þvílíkri fjöldaframleiðslu, bara til að fæðast og vera slátrað, án nokkurrar virðingar fyrir því lífi sem þau bera í sér.

 Hugrenningar mínar fara  til þeirra, sem hafa ekkert til þeirra þjáningar unnið. Nema bara að vera til og að vera samferða okkur í þróuninni hérna á Jörðinni.
Flest okkar njóta afurða þeirra á einn eða annan hátt. Meðal annars maturinn okkar, fötin okkar. Gleðin sem þau gefa okkur í samskiptum okkar við þau.

Ber þá að nefna undurfegurð náttúrunnar sem við njótum í því landi sem við búum í, eða ferðalögum okkar til annar landa. Ekki má gleyma gleðinni við að njóta samveru við dýrin eða bara að horfa á þau í þeirra lífi.

 Mig langar að bjóða þér með mér í smá ferðalag!

Lokaðu aðeins augunum, bara smá stund:
Sjáðu Jörðina fyrir þér í huganum, sjáðu Jörðina fyrir þér með öllu því lífi sem á Jörðinni er. Renndu huganum yfir fjöll og dali, vötn og skýin fallegu á himninum, sem er í öllum regnbogans litum, allt það sem heldur jörðinni saman og í jafnvægi og gerir hana mögulega til að lifa á , elska á og vera á.
Sjáðu nú trén, grasið, blómin og gróður hafsins, allt það sem gefur okkur súrefni til að geta lifað á Móður Jörð.

Einbeitum okkur svo að dýraríkinu með allri þeirri fegurð sem þar er. Við sjáum dýrin á sléttunum, við sjáum dýrin í hafinu, við sjáum fugla himinns, við sjáum heimilisdýrin í fangi eiganda sinna umvafinn Kærleika á báða vegu, við sjáum húsdýrin okkar, beljur, hesta, kindur, grísi og hænur sem við hugsum ekki í einingum,  í matvörum eða peningum, heldur sjáum við sem lifandi verur sem hafa jafnan rétt til Móður Jarðar, Lífsins og við höfum.  Við sjáum gleðina og sorgina sem þau gefa okkur í þeim samskiptum sem við höfum með þeim, sem er með til að þroska okkur sem einstaklinga og gefa okkur fæði og klæði í lífinu.

Ekkert að því er sjálfsagt eða sjálfgefið.

Nú sjáum við nýja mynd innra með okkur. Við sjáum Jörðina, en engin dýr, hafið er þögult, sléttan er hljóð, ekkert tíst frá himninum, engin dýr að gæla við  eða gefa hlýju til þeirra sem á þurfa að halda! Hvað þýðir það fyrir okkur ? Ekkert kjöt, engin mjólk, engin föt, engin skordýr til að frjóvga trén og blómin, en það er ekki allt sem þau gera fyrir okkur, ef við hugsum um allt hitt sem við fáum frá þessum litlu bræðrum okkar og systrum.

Getum við sem manneskjur lifað án dýranna og plantnanna hérna á Móður Jörð ?

Hugsum svo aðra hugsun inn í hugann: Jörðin eins og áður með öllu því lifandi sem er, nema mannkyninu !

Það myndi sennilega ganga betur, en eitt getur ekki án annars verið, svoleiðis held ég að lögmálið sé. En það er umhugsunarvert að spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar, hver þarf á hverjum að halda hérna á Jörðinni. Sú hugsun ætti að fá okkur til að sýna náttúruríkjunum bæði þakklæti og virðingu fyrir þá hjálp og Líf sem þau gefa okkur svo við höfum möguleika á að þróast og lifa hérna á Jörðinni.
Við höfum möguleika á að gefa eitthvað til baka,  fyrir allt það sem þau gera fyrir okkur.
Það er svo einfalt og það kostar okkur ekkert annað er þrjár sekúndur, eða kannski minna, eða meira

Áður en við tökum fyrsta bitann af máltíðinni okkar frá dýraríkinu, eða plönturíkinu, segðu í hljóði:

Takk fyrir að fórna þér fyrir mig !

Einu sinni var falleg hefð á mörgum heimilum, kannski er tími til komin að taka þá hefð upp aftur.

Kærleikur og Ljós til ykkar allra


Allt er lifandi í mörgum víddum, við þurfum bara að trúa

_mg_4768.jpgKæru öll, langt er síðan síðast, en þannig er það og verður sennilega oft frameftir. Ég kom heim frá London í gær þar sem ég var í viku í gömlu klaustri með systrum mínum og bræðrum frá heiminum. Við vorum í kringum hundrað saman frá 4o löndum. Yndislegt, yndislegt, yndislegt !

Núna sit ég í eldhúsinu mínu og nýt þess að vera komin heim í vant umhverfi og heimilishljóð sem eru svo kunnug, eins og hluti af mér sjálfri.

Ég hafði svo margar upplifanir þessa viku, svo margt nýtt sem spírar inni í mér og þarf tíma til að vaxa frá hugsunarformi í skýrari hugsunarform þar til ég get fengið það niður í manifestation !

Þetta var ráðstefna um Krists Kærleikann í allavega myndum og formum. Við hugleiddum tvisvar á dag, alveg magnaðar hugleiðslur ! Við unnum saman í stórum hópum og litlum hópum. Við dönsuðum og við sungum !

Ég fór einn dag til London. Þá var ég samferða ungu fólki frá Brasilíu sem ég svo var með það sem eftir var dags og fékk frábært samband við.

Ég fór í morgungöngutúra út í náttúrunna, ein með sjálfri mér til að bjóða daginn velkominn og vera hluti af náttúrunni.

Í gær fór ég í síðasta morguntúrinn, sem var lengri en hinir. Ég upplifði svolítið svo fallegt inni í mér sem erfitt er að útskýra, en þessi upplifun fékk mig til að dansa með náttúrunni og fyrir. Ég byrjaði líka að syngja og ég söng fyrir móður jörð. Ég hef ekki upplifað svona tilfinningu áður en ég vil bera hana í hjartanu mínu það sem eftir er.

Ég hafði líka aðra upplifun sem magnaðist dag frá degi, það var trúin, að trúa á að allt er lifandi og ég er hluti af hinu eina lífi.

Ég hef vitað þetta alltaf, en eitt er að vita með lægri tilfinningum, annað er að upplifa og sansa það í öllum víddum !

Ég upplifði að ég talaði við Móður Jörð og hún talaði við mig. Ég talaði við trén og þau töluðu við mig. Ég sá Krist í trjánum, blómunum, dýrunum í öllu sem ég mætti og sá.Ég horfði á Krist í augum þeirra sem vorum með mér þarna.

Ég sá að þau sáu Krist í mér.

Ekkert verður eins og áður Því ég TRÚI á Meistarana sem hjálpa okkur mannkyni í okkar ferð, Krist, ég trúi á Shambala, ég trúi á Búdda, ég trúi á Engil Friðarins, ég trúi á Syntesens Avatar ég trúi á  Þig og Mig !!!! Ég upplifði og sá víddir, fleiri en við getum ímyndað okkur en þó var það svo raunverulegt sem þessar þrjár sem ég upplifi nú að ég sit í.

Ég trúi á Eitt Líf, Einn Andardrátt.

Kærleikur til ykkar allra og megi Ljósið vera með ykkur og í á Páskunum


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband