Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

það hvíslaði lítil mús í eyrað hans aftur og aftur

untitled-1Mér líður eins og allt hafi verið í draumi, og í drauminum hafi vitneskju og upplifun verið hvíslað að mér. Ég er svo á tveim fótum hérna heima að reyna að finna út úr hvað er raunveruleiki og hvað er ekki raunveruleiki.

Hvað gerðist í raun á ráðstefnunni, og hvað gerðist í ekki raunheimi.

Ég hugsa og hugsa og vil helst ekki láta trufla mig.
Ég læðist út í garð, og vil ekki sjást af nágrönnum mínum, vil vera ein í hugsununum og lifa upp aftur og aftur. Ég er hrædd við að hrapa inn í raunveruleikann og ekki komast inn í hina vitundina aftur. Það er notalegt að bara vera og engin að tala við, vera ég í hinu innra og í hinu ytra.
Lappi minnir á sig, ég hugsa til hans skilaboð, strýk honum og brosi, og við erum í því yndislega sambandi án orða allan daginn.

Ég svaf til kl eitt í dag, fór að sofa klukka þrjú í nótt. Var  að kíkja á ykkur, ég er svo hrifinn af þeim samskiptum sem hægt er að hafa á netinu, það minnir mig á hin innri heim, telepatí en með sjónrænum (hinu líkamlega auga) stöfum, orðum og myndum.

Ég er ekki alveg ákveðin hvenær ég vil stýga alveg niður úr huganum, ekki í dag og ekki á morgun.

Ég á að fara á fund á morgun, en ætla að aflýsa komu minni, vil ekki niður alveg á morgun.
Ég ætla að læðast eins óséð og ég get í göngutúr með Lappa, og njóta þess að ganga leiðina okkar sem er löng meðfram ánni, næstum því inn í næsta bæ.

Við hugleiddum í Washington þrisvar á dag, langar dásamlegar hugleiðslur, við deildum hvert með öðru því sem við upplifðum.

Við vorum næstum því hundrað, og við hlustuðum með athygli og virðingu hvert á annað, það var öruggt að vera þar og deila upplifunum með hinum, það fann maður .
Við unnum grúppuvinnu saman í smá hópum. Við ræddum alvarlegt, við hlógum svo tárin runnu, við sýndum hvert öðru áhuga og fundum það samband sem allt mannkyn er tengt í. toosee

Ég hitti Bruce og Linda. Þau eiga heima í USA. Þau búa í einhverskonar samfélagi þar sem allir eru í tengslum við náttúrunna. Bruce sagði mér sögu sem er sönn, hann sagði mér reyndar margar sögur, en ég ætla að deila einni af þeim með ykkur.

Þar sem þau búa er á sumrin alltaf sofið í tjöldum. Einu sinni þegar þau fjölskyldan voru að fara að sofa var mús í tjaldinu. Þau gátu ekki náð henni og reyndu að fara að sofa með músina í tjaldinu.
Það gekk ekki vel, músin var allsstaðar og truflaði nætursvefninn. Bruce þeyttist um tjaldið og reyndi að ná músinni, en hún vildi ekki nást.

Að lokum ákvað Bruce að hugleiða og reyna að ná sambandi við músina. Hann hugleiddi og náði sambandi við músina. Hann spurði hvað væri að og hvort hún vildi ekki yfirgefa tjaldið.
Svo nær hann ú hugleiðslunni að fanga þessa setningu :

Mig vantar !
Meira heyrði hann ekki.
Hann segir svo við músina: Ef ég set peysu eða teppi út til þín, viltu þá yfirgefa tjaldið.

Músin samþykkir það.

Bruce og fjölskyldan fara að sofa, og þegar þau vakna er músin horfin. Leið svo einhver tími .
Svo kemur músin aftur ekki bara inn í tjaldið, en nagar í hárið á honum alveg við eyrað.  og sama ævintýri hefst um nóttina, Bruce reynir að ná músinni til að láta hana út en ekkert gengur .

Hann vaknar aftur og aftur við að músin pillar við hárið í kringum eyrað á honum.
Ákveður hann þá að hugleiða: hann spyr músina hvað sé að ?
Þú settir enga peysu eða teppi út fyrir mig. Hann verður furðu lostinn því það var jú rétt, hann hafði ekki gert það.
Þau finna gamla peysu sem þau setja út og daginn eftir var músin farin út úr tjaldinu.images

Mér finnst þessi saga svo dásamleg, og svo margt annað sem hann sagði sem var svo dásamlegt.

Núna er laugardagur börnin í næsta húsi eru í fótbolta við pabba sinn, gleðin yfir sumarfríi skríkir um hverfið. Lappi minn liggur hérna við fæturna mínar, ég ætla að klæða mig í sokka og skó og fara í göngutúr sem ég finn að hann er að bíða eftir.

Ég lofaði honum því í morgun í gegnum hugann. Þessi leið er góð, þegar við tölum sitthvort tungumálið.
Kærleikur til ykkar allra


svona smá halló eftir heimkomuna

_MG_8510

Ég las svolítið svo fallegt og satt sem ég vil byrja á að deila með ykkur:

The greatness of a nation and its moral progress can be judged by the way its animals are treated.

Ég og Lappi erum ein heima !

Við vorum að keyra Sól og Gunna á flugvöllinn. Við Gunni komum heim frá Washington í gærmorgun, lentum klukkan rúmlega átta um morguninn og leiðin lá strax í vinnuna.
Ég hafði næstum ekkert sofið í flugvélinni þessa átta tíma sem það tók að fljúga.
Það var nauðsynlegt að fara í vinnuna, síðasti dagurinn og opið hús með vorsýningu. Það kom fjöldi manns.

Ég var í lagi fram eftir degi og gat verið fókuseruð á það sem ég var að gera, en um ca 12 leitið var ég farinn að sjá tvöfalt. Lagaði mér sterkt sterkt kaffi og drakk og drakk kaffi til að halda mér í gangi.
Þegar heim kom var ég örmagna en hélt mér vakandi eitthvað frameftir. Þurfti að fara yfir ýmislegt vegna vinnunar sem var áríðandi að gera en gat hreinlega ekki fókuserað á neitt._MG_8444

 

Vaknaði svo klukkan ca eitt í nótt fór yfir þessi bréf og bókhald sendi það sem senda þurfti og fór svo aftur að sofa. IMG_8486

Ég er núna í sumarfríi þar til um miðjan ágúst fyrir utan einn dag þar sem ég þarf að fara í skólann og leiðbeina flutningsfólkinu hvað á að senda í nýja skólahúsnæðið sem við förum í.

Ferðin til USA var einu orði sagt frábær frá upphafi til enda. Margar upplifanir stórar og reynsluríkar. Þetta er annað sinn sem ég fer á þessar ráðstefnur og það er eins og vitundin og skilningurinn opni sig og víkki eftir þessi mót.

Ég ætla ekki að skrifa um neitt núna langar á flakk til ykkar og sjá hvar þið eruð í lífinu !

Á morgun eða á sunnudaginn skrifa ég um eitthvað af því sem ég upplifði.

Gunni skrifar um yndislega reynslu sem við fengum og ef þið viljið lesa það þá er það hérna

Skoðið endilega þetta fallega myndband af móður okkar miklu sem hefur allt líf á í sinni meðvitund líka þig  !

Núna kíki ég á ykkur elskulegustu bloggvinir 


Washington DC

_MG_8132

Alveg  er þetta ótrúlegt, ég ligg hérna á hótelhelbergi í Washington DC kl sex um morgun og get ekki sofið.
Ég hef verið vakandi frá því klukkan fjögur.
Ég hef verið óvenju lengi að jafna mig á tímamismun og sennilega er eteriski kroppurinn minn eitthvað ekki alveg á sínum stað.

Það hefur verið mikið að gera hjá okkur. Við komum tveim dögum fyrir fyrstu mætingu á ráðstefnuna.

Þá fórum við og skoðuðum hitt og þetta, þó aðallega sýningar.
Gunni og ág vorum í New York í október og þess vegna höfum við verið að líkja þessum borgum saman, og það er langt á milli. Þetta eru alveg rosalega ólíkar borgir.

Á föstudaginn er síðasti dagurinn á ráðstefnunni og eftir það höfum við nokkra daga til að spóka okkur.

Ég hef ekki mikið að segja um sjálfa ráðstefnuna ennþá, nema að það hafa verið alveg magnaðar hugleiðslur.

Dagurinn í gær var fyrsti dagurinn og það var spennandi. Það voru tvær magnaðar hugleiðslur og svo unnið í grúppum. Aðalefnið er í raun grúppuvinna. Hvernig við mannkyn verðum betri grúppa, hvernig getur þín opnað fyrir heiminum, eða þetta er svoleiðis sem ég túlka það, það eru sennilega aðrir sem myndu koma með langa þeoríu um þetta efni.

Ég finn mikið fyrir ólíkum kúltur. Ég er að sjálfsögðu mikið með dönum, og þar er ég eins og fiskur í vatni, en meiri hlutinn af þeim sem eru hérna eru ameríkanar.
Þar er mikil munur á okkur ísbúum og þeim. Ég finn mikið fyrir því í grúppuvinnu.

Ég kynnti okkar grúppu fyrsta kvöldið og læt fylgja með hvernig ég gerði það :

Vi are from The One Earth Group : Gunnar, Lisbeth Annette and I
The  name represents our thought that we work for:

One World
One Life
One Earth

Vi work for a better world: Right Human Relations– between humans – between animals and humans – between the earth and humans. If one can focus on this, then everybody can join our work.
The One Earth Group work  in all kingdoms and want to be involved in
the beautiful things that happen on earth and also what needs more attention. We try to make an impact where it is possible and try our best to serve the Devine plan, from what we do, to what is needed
The One Earth Group work  in all kingdoms and want to be involved in
the beautiful things that happen on earth and also what needs more attention. We try to make an impact where it is possible and try our best to serve the Devine plan, from what we do, to what is needed.
We meditate upon the relations between the deave kingdom, humanity, the animal kingdom, the plant kingdom and the mineral kingdom. We read books and articles which have been written about the different kingdoms and we try to relate our esoteric knowledge to the writings.

Í gærkvöldi var svo farið út að borða, en ég var of uppgefin og var heima að horfa á Animal Planet, hvað annað.

Það er alveg rosaleg heitt hérna 38 til 40 stiga hiti og mjög rakt.
Núna ætla ég að drekka teð mitt og borða mangó. Gunni biður örugglega að heilsa, hann er að strauja.

Ljós og Kærleikur til ykkar allra. Ég kíki við á ykkur í kvöld,_MG_8206_MG_8150




ég er þakklát fyrir að geta lifað í sorg og gleði samtímis í dag...

5682Núna er mánudagur, á föstudaginn förum við Gunni til Washington og verðum þar í tvær vikur.

Við verðum viku með fullt af öðru fólki sem vinnur að því sama og við, sem trúir því að með hugleiðslu sé hægt að gera heiminn að betri stað að vera í. Við verðum ca 100 saman frá öllum heiminum og hugleiðum meira og minna allan tíman, og svo verður ýmislegt annað mjög þroskandi og gott. Svo verðum við hjónakornin viku ein að dúllast.

Ég verð nú að segja að ég hlakka til, en þó er eins og það svo oft er að það koma hlutir sem skyggja á  það að hlakka eins mikið til og þegar manni hlakkaði til þegar maður er barn.

Stundum minnir lífið á sig á erfiðan hátt, og þá verður maður að takast á við það á eins góðan hátt og manni er mögulegt í þeim þroska sem maður nú hefur á þessari stundu .

Ég hef þó reynt að vera í núinu í dag, og láta sársaukann vera  í bakgrunninum á meðan það er mögulegt.
Hjartans vinur minn, sem er systir mín á innri plönum, missti systur sína í þessu lífi á hörmulegan hátt í fyrradag.
Svo hörmulegan, sem skilur aðstandendur eftir í þvílíkum sársauka og örvæntingu að það tekur tíma að komast upp úr þeim hugsunum og ásökunum sem varla eru óumflýjanlegar. Þessi vinur minn er sterk og dásamleg og hefur ekki látið bugast þó svo að öll fjölskyldan hennar hafi farið á þennan hátt, eitt af öðru.

Systkini og foreldrar.

Vonandi getum við sem erum með henni og hjá, verið henni sá styrkur sem hjálpar henni úr sársaukanum. Hún fer með okkur til Washington, ef að Guð leyfir.

Það er skrítið að hugsa til þess að þegar maður er áhorfandi að svona áföllum, þá verður maður meðvitaður um dýrmæti lífsins. Dýrmæti þess að vera þar hvert fyrir annað, alveg þar til yfir líkur.

Vera saman eins og það sé síðasti dagurinn alla daga.

Það er erfitt að muna það í daglega lífinu, en af og til er maður “sem betur fer minntur á það”

Ég á það til eins og flestir held ég að vera fókuseruð á morgun, en ef dagurinn í dag er síðasti dagurinn fyrir mig, eða einhvern sem er mér kær, þá hef ég spillt síðasta augnablikinu.

Við höfum haft það inni í okkar lífi hérna, að dauðinn beið við dyrnar og vildi fá einn fjölskyldumeðlim með, sem betur fer fór betur en á horfði. Þetta vakti okkur virkilega til vitundar um það að allt getur gerst, nú á eftir , eftir smástund, seinna ,á morgun eða einhvern annan dag. Þetta vorum við meðvituð um í nokkur ár eftir þessa lífsreynslu.

En svo fer allt að verða ósköp öruggt, og þetta fjarar út, og maður fer að kaupa sér öryggi með hinu og þessu sem er á einhvern hátt eins og kaup að eilífu lífi.
Maður getur ekki dáið frá nýju húsi, nýjum bíl, nýjum buxum.5663

En við gleymum að nota tíman betur saman, nota peninga í að vera, upplifa eitthvað saman, sem ekki endilega er efnislegt, en huglægt, jafn huglægt og lífið og dauðinn er, eða Kærleikur og draumar.  Það sem gefur okkur minningu sem engin getur tekið frá manni, eða er með til að hjálpa okkur að sjá hvert annað, ekki sjá hvert annað í gegnum vörulista !

Ég er að sjálfsögðu hluti af þessu öllu saman, finnst gaman að kaupa hitt og þetta, kaupa saman inn fyrir hitt og þetta sem veitir augnabliks gleði, og svo ekki meira. Það er gaman að skoða og velja, það er gaman alveg að kassanum, og svo fara vörurnar í poka, og Bummmm, það er strax farið að hugsa um það sem getur veitt næstu fullnægingu.

Það sem ég finn að gerir mig glaðasta er þegar við í raun erum ekki að gera neitt, bara sitjum drekkum te, tölum um daginn og veginn, hlæjum saman, eitthvað sem kostar ekkert en fyllir mig ánægju. Þetta væri gott að muna á meðan á kaupunum stendur.

Í janúar keyptum við risastórt sjónvarp, tipp topp kvalitet, ekki yfir neinu að kvarta og hönnunin er alveg frábær. Svo kemur það fyndna, við horfum næstum aldrei á sjónvarp, ég fer einhvernvegin í vont skap ef ég sit og horfi á sjónvarpið. En við afsökum okkur með því að það er alltaf gaman að sjá náttúrulífsmyndir í góðum gæðum, tónleika og ef það eru góðar bíómyndir.  Ég get ekki annað en hlegið að sjálfri mér yfir svona tilbúinni þörf. 

5684Ég hef sagt ykkur frá verkjunum í liðunum mínum sem ég hef átt við að stríða. Stundum átti ég hreinlega erfitt með gang, og að halda á hlutum, vegna verkja í hnjánum og fingrunum. Nú skuluð þið bara heyra eitt sem er svo gott og frábært. Ég var í þerapí hjá honum elsku þerapístanum mínum á mánudaginn var, og akabadabra, verkirnir horfnir !!!! Eftir marga mánuði, finn ég ekkert til. Ég er aum í liðunum, en ég hef enga verki. Svona er nú gott að vera með góðan þerapísta.

Þetta verður sennilega síðasta færsla fyrir ferðina yfir hafið, skrifa kannski þar ef ég hef tíma.

Set mynd af mér með nýju sólgleraugun sem ég keypti í dag, mikil þörf fyrir þessi gleraugu.

Svo kemur það sem er spaugilegt, ég sé svo illa, að það er næstum ómögulegt fyrir mig að vera með sólgleraugu.
Blessi ykkur öllFoto 342
 


Mikið varð ég leið yfir þessari frétt !

images

Ísbirnir eiga ekki auðvelda daga núna, þeir berjast fyrir lífi sínu. Það gæti verið liðin tíð eftir ekki svo mörg ár að sjá ísbjarnarmömmu með ungana sína á selaveiðum. Hver hefur ekki notið náttúrulífsþátta þar sem hún er á veiðum með ungana sína á ísbreiðunni, þar sem lyktnæmið er svo ótrúlegt að hún getur fundið lykt af sel á löngu færi og í gegnum ísinn.

Þessi mögnuðu dýr sem á svo fallegan hátt falla svo vel inn í umhverfið sitt.Ísbjarnar kallinn blessaður sem vandrar um á íssléttunni sem tákn um styrk og fegurð.

Það bendir allt til þess að þetta verði í framtíðinni bara það sem hægt er að upplifa á myndum.

Amerískar rannsóknir vísa að eftir 100 ár, með þeirri meðferð sem Móðir Jörð fær, þá verða engir ísbirnir á Jörðinni, þeir verða hreinlega útdauðir.

images-1Við vitum að lífsviðurværi þeirra er fæði í hafinu, og til að ná í það vandra þeir út á ísinn. En þegar engin ís er þá er erfitt fyrir þá að finna sér fæðu.

Núna í vorinu kemur ísbjarnarmamma út úr snjóholunni með ungana sína til að kenna þeim að lifa með þeirri náttúru sem þeim er sköpuð. Oftast er lífið ekki auðvelt fyrir þessa litlu unga, og oftast lifir bara annar hver ungi. Hvernig verður það núna, það lifa ekki margir ungar í þeirri fæðuvöntun sem er fyrir þessi blessuðu dýr

En núna er lífið erfiðar en áður, eins og lífið næsta ár verður erfiðara en í ár.187095A

Ísbjarnarmamma hefur ekki möguleika á að synda á haf út til að finna fæðu fyrir sig og ungana, en það getur ísbjarnarkallinn.

Hann getur synt langt, mjög langt, stundum í marga daga og stundum alla leið til ísland, það sem loksins er fast land undir fótum eftir marga daga á sundi og þarna vonast hann eftir fæðu, en það er ekki tekið vel á móti ísbjörnum á Íslandi, þeir er bara sí svona, skotnir.

Oft drukkna ísbirnir þegar valið er á milli þess að synda á haf út, eða leita fæðu í landi. Það er samt ekki erfitt að reikna út að þegar valið er að synda út í óvissuna og vonast eftir fæði,og synda í í marga daga, þá er ekki fæði í landi !

Ég hef velt mikið fyrir mér hvaða örlög bíða þessara frábæru dýra.

Það eru að gerast spennandi hlutir þrátt fyrir allt, og líka sögulegir, sem sumum finnst kannski ekkert spennandi, en það finnst mér. Því að þessi þróun er óumflýjanleg.

Í dýragarðinum í Berlín í þýskalandi  og fleiri löndum eru litlir ísbjarnarungar fóstraðir upp af einstaklingum, sem taka litlu birnina í fóstur.

Þetta er ekki alltaf vel liðið, og við segjum oft að dýr séu dýr, ennnn þessi dýr eru að verða útdauð og ég geri mér fulla grein fyrir að þetta er allt um peninga sem dýragarðarnir eru að hugsa um.
Það sem ég hef á tilfinningunni að sé að gerast er að á milli manna og þessara viltu dýra myndist tengsl, og það sem ég trúi er að hver dýrategund er tengd á innri plönum, eins og allt mannkyn er tengt á innri plönum og við svo í stærra samhengi erum tengd öllu lifandi hér á Jörðinni.
Ekki ætla ég alveg að fara út í þetta, en verð að láta smá útskýringu fylgja sem skýrir það sem ég er að segja. Vonandi.images-4

Þessi tengsl  sem myndast held ég að hafi mikla þýðingu fyrir þróun hjá ísbirninum, og hjá okkur mannkyni.

Þegar dýr umgangast manneskjur hækkar vitundarstig dýrsins.
Þegar við elskum dýrin og sínum og gefum þeim allan þann Kærleika sem við höfum í okkur, hefur það ekki bara áhrif á það dýr sem við höldum að mótaki Kærleika, en alla þá dýrategund sem þetta dýr er sprottið frá.

Tökum sem dæmi litla Kurt í dýragarðinum í Þýskalandi .

Hann fær mikla ást og umhyggju frá þeim sem passar hann, þessi ást og kærleikur streymir í gegnum litla Kurt og frá honum í einskonar brunn af orku, eða sameiginlega sál allra ísbjarna og þó svo að við séum ekki sammála um allt, getum við verið sammála um það, að ekki veitir af !
Við sjáum fleiri dæmi um það að ísbirnir eru að nálgast aðrar tegundir á jákvæðan hátt !
Til dæmis hunda, það hefur sést á mörgum stöðum að ísbirnir leika við og kela við sleðahunda. Þetta er eitthvað sem ekki hefur verið upplifað áður.

Það er sorglegt þegar valið er að aflífa dýr, án þess að reyna að finna annan möguleika.

Þetta var einn ísbjörn !
Hvað var gert við Keikó ?

Blessun til allra dýra á Jörðinni !!


mbl.is Ekki fleiri bjarndýr í Skagafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

elska skaltu allt eins og sjálfan þig....

 _MG_7739

Veðrið er alveg frábært,  blómin eru falleg ,sól sól sól !!!
Við fórum í gær að vatni hérna rétt hjá með kvöldmatinn og vorum þar með Sigyn, Albert og börnunum þeirra. Sigyn er elsta dóttirin á bænum.

Þarna vorum við til kl átta um kvöldið að synda leika okkur og borða góðan mat. Það er alveg frábært að hafa svona paradís í bakgarðinum.
Við ákváðum að hittast þarna allavega einu sinni í viku og borða kvöldmat saman og leika okkur í vatninu.

Núna er ég að taka til og spjalla við nágranna minn sem af og til kemur hlaupandi inn og  sem hefur mikla þörf á að koma og spjalla um allt það sem gerist í lífi hennar.

Ég hef skrifað um hana áður, þá á þeim stað að ég gat ekki haldið hana út.
En ég get séð núna að það dugir ekki að vilja vera eitt með öllum heiminum og halda svo þeim sem mest þurfa á samskiptum að halda vegna einmannaleika og þar að auki eru nágrannar manns, frá sér.
Það er nefnilega svo auðvelt að vilja vera góður við börnin i Afríku en klofa svo yfir þá sem liggja á tröppunum manns og láta sem maður sjá ekki þörfina.

Hún nágranni er einmanna, og á við mikil andleg vandamál að stríða og þess vegna getur fólk ekki haldið hana út. En sem manneskja sem boðar frið á Jörðu og að við séum öll bræður og systur tók ég mig í hnakkadrambið og opnaði dyrnar mínar fyrir henni og nú er hún hérna af og til allan daginn.

Hún borðar með mér hádegismat ef ég er heima og svo spjöllum við um alla heima og geima. Hún hefur átt viðburðarríkt líf og ég er þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að heyra um það.

Hún hjálpar alveg heilmikið og er góð við Sólina okkar og dýrin.

Núna stelur hún ekki fleiri kisum svo þær eru í öruggum höndum. Hún er ALGJÖR einstæðingur og þannig má það ekki vera. Ég þarf að æfa mig í að segja til og frá og það er hollt fyrr mig.

Hérna eru nokkrar myndir frá yndislega deginum í gær.
Knús í krús

_MG_7933_MG_7885_MG_7897IMG_7918_MG_7823IMG_7930 _MG_7769


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband