Ég hélt ég hefði ansi mikla stjórn á tilfinningum mínum !

 

 

f_2999225648

En í dag hefur annað sýnt sig.

Hérna áður fyrr grét ég mikið og oft. Núna í nokkur ár, eða síðan ég fór að vinna með sjálfa mig, bæði með hugleiðslu , þerapí og meðvitað að skoða mig og orsakir gjörða minna, græt ég næstum aldrei, nema þegar ég heyri eða sé að dýr eiga það erfitt, þá brestur þetta smá.

 Það er ekki þannig að ég sé á móti því að gráta, en fyrir mig er það mikilvægt að tilfinningarnar stjórni mér ekki, en að ég stjórni tilfinningunum, á því er stór munur. En eins og áður segir hef ég aumt hjarta fyrir dýrum.

Ennn í dag hef  átt frekar bátt, og átt svolítið erfitt með sjálfa mig.   Við Gunni  fórum með hana elsku Iðunni okkar til dýralæknisins um daginn. Iðunn er á 12 ári og er sem sagt komin með gigt. Þegar við vorum hjá dýralækninum sagði hann að við þyrftum að athuga þann möguleika ef hún ekki lagaðist af öllu því sem við fengum hjá honum að senda hana inn í eilífðina. En eins og ég mundi orða það inn í hundasálina.

Ég tjáði honum það að við gengjum alla leið, og þá meina ég að hún  ÆTTI að deyja úr elli. Hann dýralæknirinn (sem er svo dásamlegur) bað mig að lofa að að hún fengi þá verkjalyf allan tímann svo hún þjáðist ekki.

 Að sjálfsögðu lofaði ég því.

Ég hef nefnilega haft þá skoðun að of margir hundar, kettir og fl. dýr væru oft líflátinn of snemma, og fyrir mér er dauðsprosessin mjög mikilvægur hjá öllu lifandi. Það er mikilvæg reynsla að hafa með sér þegar farið er héðan, og meina ég þá eðlilegur dauðsprosess.

Þessu hef ég haldið fram og ekki hugsað um þann möguleika að grípa fram í fyrir hendurnar á því á mínum dýrum.

Ég hef svo sannarlega fengið augngotur, en látið mér fátt um finnast, fólki má finnast það sem það vil.

En í nótt svaf Iðunn ekki og hún fann mikið til. Á leiðinni í vinnuna fór ég að hugsa þessi mál, það er nefnilega svo hollt að lenda í bæði sársauka og erfiðleikum, því þar koma möguleikar til að flytja sig í þroska, og það held ég að ég hafi gert. VONANDI.20050525061021_0

Ég hringdi í hana Beggu vinkonu mína úr farsímanum (veit að það er ólöglegt, en ég keyri sveitavegi og þar er engin umferð, afsökun)

Sagði það sem ég var að hugsa og grét á meðan, því það varð svo raunverulegt þegar það var sagt hátt. Við ræddum þetta fram og til baka og það var ákveðin léttir.

Það sem ég hugsaði var auðvitað það sem allir segja að fyrir hvern er ég að halda henni í lífi ef hún bara þjáist ? Jú að mínu mati er mikilvægt að hún upplifi dauðsprosessinn og sú jákvæða reynsla fari með upp í sálina þegar hún fer héðan, en ef reynslan er ekki jákvæð , heldur bara þjáning ? Held ég að það séu fl. hundar sem fara héðan á jákvæðan hátt en á neikvæðan hátt, er ég þá að hugsa um alla hunda á jörðinni ?

Örugglega miklu fleiri sem fara héðan með kvalir en sem bara sofna í faðmi þeirra sem elska hann/hana.

Hvaða lífsreynsla er þá mikilvæg að ég láti hana Iðunni mína fara með þegar hún fer héðan ?

Jú út frá þessu reiknisdæmi er meiri þörf á að fá jákvæða upplifun.

Billede 2519Þegar ég var komin inn á þessa hugsun létti mér mjög mikil,  þó að fullt að sársauki kæmi upp því að ég bar í mér hræðslu að þurfa að horfa upp á hana þjást í langan tíma.Billede 667

Þegar ég kom í vinnuna hringdi ég í Gunna og sagði honum hugsanir mínar. Honum létti mikið því að hans skoðun var sú að Iðunn ætti ekki að þjást þar til hún færi og var ákveðin í að við myndum diskotera þetta þegar við kæmum heim. Hann hringdi svo í dýralæknirinn og pantaði sterkara verkjarlyf fyrir Iðu.

Eftir vinnu fór ég svo til dýralæknisins og fékk sterkari verkjarlyf og sagði jafnframt á meðan ég stóð og grét að við myndum að sjálfsögðu ekki láta hana þjást en ég vildi svo gjarna fá sumarið með henni. Ég á sjö vikna sumarfrí og þá erum við bara heima, sem gerir möguleika á að fara í göngutúra og njóta nærveru .

Þetta skildi dýralæknirinn að sjálfsögðu mjög vel, en sagði svo að auðvitað gæti hann ekki lofað að hún hefði það gott yfir sumarið.

Við ræddum svo þann möguleika að þegar að því kæmi að hún gæti ekki  meira að hann kæmi heim til okkar. Að sjálfsögðu, var svarið.

Þetta er sko ekkert auðvelt fyrir okkur  hérna á bæ.Billede 2521

En lífið er jú fallegt og ég/við get/getum valið  hvernig /við veljum að sjá þessa hluti.

Ljós og Kærleikur til ykkar allra.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

æ Steina mín, þetta er erfitt og þú ert að fara í gegnum sorgarprósess með fallegu Iðunni.  Kær kveðja til Beggu , hún bregst aldrei.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.6.2007 kl. 15:44

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Æi, æi...  Erfið staða sem þú ert í! Ég viðurkenni að ég hef áhyggjur af að lenda í einhverri svona ákvarðanatöku með litlu yndislegu tíkina okkar. En svona er lífið, upphaf og endir.

Kært knús héðan úr sólinni á Als 

Guðrún Þorleifs, 13.6.2007 kl. 18:07

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Svo lengi sem þú ferð eftir hjartanu gengur þetta upp hjá þér.  Það er meira en að segja það að láta svæfa dýrin sín.  Knús

Ester Sveinbjarnardóttir, 13.6.2007 kl. 19:21

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk fyrir að deila þessu með okkur, elsku Steina.

Sendi kærleik og sólargeisla til þín og þinna

SigrúnSveitó, 13.6.2007 kl. 19:53

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég sendi þér samúðarkveðjur vegna þess sem þú þarft að takast á við.  Það er sárt að horfa upp á vin sinn tryggan og trúan, þjást.  Fullkomið traust og tröllatrú á sínu fólki er aðalsmerki hundsins.  Gangi ykkiur sem best að vinna úr þessu Steina mín.  Sendi þér ljós og kærleika.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2007 kl. 20:42

6 Smámynd: www.zordis.com

Med tár í hjartanu les ég um Idunni, fallegu tíkina ykkar!  Ég trúi ad grátur hreinsi og gefi gull til handa zeim sem grátid er fyrir!  Vona ad blessun Idunnar sé henni til minni zjáninga og ad naerveran sídustu stundir ykkar séu gódar!  Vid laerum og lifum.  Ást og fridur til zín

www.zordis.com, 13.6.2007 kl. 21:51

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Finn mikið til með ykkur. Ég á eina 10 ára gamla tík hana Perlu, og hún er farin að þreytast töluvert, en ég stend ekki enn frammi fyrir þessari ákvörðun, þú átt alla mína samúð.  Má nota gigtarkrem á hunda? ég er sjálf með gigt og oft geta þessi krem og smyrsl sem maður fær í apótekinu hjálpað. Svo gæti gagnað fyrir Iðunni að fá hitapoka og nudd á slæmu staðina

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.6.2007 kl. 22:04

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Elsku stelpan mín.Ég tel að sú ákvörðun sem þú ert búin að taka núna sé sú rétta.Að lina þjáningar Iðunnar.... æji tárþ

Solla Guðjóns, 13.6.2007 kl. 22:47

9 Smámynd: Karl Tómasson

Einu sinni átti ég frænku sem átti 26 flögrandi páfagauka um allt hús, tvo hunda og ótal ketti. Hún var eins og þú dýravinur. Ég elskaði þessa góðu frænku mína og ég elska dýravini, ég ólst líka upp við það að bera alltaf virðingu fyrir dýrum.

Ég er svo ánægður með að bera þessa tilfinningu svo sterkt í brjósti. Við mannfólkið getum lært svo margt af dýrunum.

Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 13.6.2007 kl. 23:11

10 identicon

ég gæti ekki verið meira sammála þér, við lifum til að deyja og dauðinn á að vera sem eðlilegastur, eins og fæðingin. En stundum þurfum við líka að taka erfiðar ákvarðanir og þá er það hugsunin á bakvið sem telur. 

Gangi þér vel með þetta allt saman, ljós og kærleikur til ykkar og Iðunnar  

jóna björg (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 16:58

11 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Æ ég þekki þessa tilfinningu, en við áttum einu sinni hund sem var orðinn gamall og lúinn en elskaður af öllum.

Ég veit ekki hvort þú hefur prófað að gefa Iðu glucosamine, en það er efni sem er gott fyrir gigt og slit og er verið að skrá það sem lyf hér á landi fljótlega af því það hefur reynst svo vel og veit ég að hundum og hestum hefur verið gefið það.  Það er til i heilsuverslunum og eitthvað í apótekum. Síðan er gott að gefa hundum smá lýsi, eða hörfræolíu sem virkar vel fyrir liðina sem dæmi. Var að vinna í Heilsuhúsinu hérna sjálf og hef kynnt mér þessi mál talsvert. Vona að þú takir þessu innskoti vel, en gangi ykkur allt í haginn. Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 14.6.2007 kl. 18:02

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ljúfust!


Ég efast ekki um að þú tekur rétta ákvörðun, en erfið verður hún hver sem hún verður.
Þú átt alla mína samúð. Ég skil svo vel hvað þú ert að ganga í gegnum.

Vonandi geturðu átt sumarið með Iðu.

Hrönn Sigurðardóttir, 14.6.2007 kl. 20:18

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir frábærar kveðjur til mín og minna.

kæra margrét, ég fékk hjá dýralækninum lyf sem heitir næstum það sama, og við fórum á netið eftir að ég las kveðjuna þína og þetta er sennilega sama vikning. en ætla að tala við dýra. iða hefur fengið lýsi og ég sé að það hefur hjálpað á tímabilum, en sennilega ekki þegar verst er. takk fyrir góð ráð sem eru vel þeginn.

kæra guðrún ég hef ekki heyrt þetta með gigt, og sennilega ekki auðvelt að bera á þegar maður er með svona mikil pels, nema að raka pelsinn. en þetta með nudd er sennilega gott. ég gef henni oft heilun og finnst henni það mjög gott.

knús til ykkar allra og einu sinni enn TAKK

ljós til ykkar

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 13:38

14 Smámynd: halkatla

ég sendi ykkur alla mina bestu strauma í von um að þið njótið sumarsins saman

við hugsum svo svipað um dýrinn, þú ert með magnaðar pælingar og ég er svo sammála mörgu. Um að gera að hugsa fallega til dýranna, ég held að við lærum svo mikið af þeim. Dýr eru líka bara svo falleg, og þau væru ekki í sköpunarverkinu ef þau hefðu ekki sérlegan tilgang og sess innan þess.  

halkatla, 15.6.2007 kl. 16:52

15 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Æ hvað ég skil þig. Guð blessi þig og styrki í þessu. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 20.6.2007 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband