Lyfin virka á Iðu , allavega núna

 100000003

 

 

Það er svo greinilegt að lyfin virka á hana. Strax fyrsta daginn tveim tímum eftir töku fórum við í göngutúr og það var greinilegur munur á henni Iðu minni.

Í gær fór ég svo í göngutúr með hana og eins og vanalega hafði ég hana lausa, hún gengur vanalega hægar en ég blessunin. En þegar við vorum í kvöldgöngunni hljóp mín gamla Iða á eftir ketti, hún hljóp ofan í á og var bara svona líka hress. Á meðan ég kallaði á hana gat ég ekki annað en hlegið því þetta var alveg dásamleg tilfinning. Ég hafði hana svo í bandi restina af túrnum. Hver veit hvað hún gat fundið upp á. Það koma skokkarar, hestar og fl sem hún gæti fundið upp á að hlaupa á eftir.

Þessir tveir dagar eftir að lyfin komu hafa verið eins og að sjá hana endurfædda. Frábært á meðan er. Veit alveg að þetta gæti verið stuttur tími, en við getum þá öll notið þess tíma sem er.31363k07paiew5u

Annars hefur lífið snúist um Iðunni og Lappa litla sem er abbó.

Eins og sést á fyrri færslu hef ég áhyggjur á hversu mörg dýr deyja eiginlega að ástæðulausu, eða eigendur verða þreyttir á þeim, eru að fara í ferðalag, eða hvað sem er annað.

Vinkona mín fann tildæmis kassa með fullt af kettlingum í þegar hún var í göngutúr um daginn.

Hver hefur ekki heyrt um apana í Japan sem finna upp á einhverju snilldarlegu  og svo allt í einu fara apar í annarri heimsálfu að gera það sama. Þetta er fyrir mér tákn um það að dýrin eru tengd á innri plönum, og kalla ég það fyrir að hafa sameiginlega sál. Eins og við manneskju höfum hver sína sál (þessu trúum við mörg) þá vil ég meina að dýrin séu hópsál. Þannig að hvert dýr kemur með reynslu frá því lífi sem þau lifa upp í hópsálina.

Margar (flestar)dýrategundir koma með mjög einhliða lífsreynslu. Tökum sem dæmi húsdyr eins og grísi. Hvaða lífsreynslu koma þeir með aftur og aftur ?

 Í Danmörku einni eru ca 25 miljón svín !! Það eru bara 100.000 svín sem lifa lífrænt og úti í náttúrunni við góðar aðstæður í Danmörku.
Eitt er að allir þessir grísir, sem flestir lifa ömurlegu lífi, annað er þegar þeim er slátrað ! Oft er keyrt með grísina langa vegu, til Þýskalands eða Póllands, því það er ódýrara.Það er keyrt með ca 2,9 milljón smágrísi á ári frá Danmörku til slátrunar í öðrum löndum.Á suður Jótlandi tékkaði lögreglan á einum degi 11 bíla sem voru fullir af smágrísum, af þessum ellefu höfðu sex vandræði með vatnsleiðslur til að gefa grísunum vatn á leiðinni. þetta var um sumar, þar sem hitinn getur farið yfir 30 stig, getur maður ímyndað sér hvernig grísirnir hafa það. Það hefur verið mikil umræða um þetta hérna, vegna þess að það er keyrt í einum rykk, til að spara tíma. Oft standa þessi grey eins og síld í tunnu hvert ofan á öðru í allt upp í 20 til 30 klukkutíma áður en þau koma i sláturhús, þar sem þau eru rekinn áfram með rafmagnsstöfum, sem gerir þau vitstola af stressi og hræðslu
døde grise

Þeir grísir sem lifa lífrænu lífi, fá miklu mannúðlegri meðferð. Þeim er slátrað á nærliggjandi sláturhúsi, og þau eru ekki rekinn áfram með rafmagnsstaf til slátrunar! það mikilvægasta er að á meðan þau lifa að þau fái gott og sæmandi líf ! Við vitum öll að það er mikilvægt fyrir nýfædd dýr að vera hjá móðurinni eins lengi og mögulegt, hjá móðurinni fá þau móðurmjólkina sem styrkir þau meðal annars fyrir sjúkdómum,þau fá hlýju, einnig læra þau hvernig á að haga sér og vera. Hvolpar og kettlingar eru ekki teknir frá fyrr en 8 vikna gamlir. Hjá grísum eru ungarnir bara 3 vikna þegar þeir eru fjarlægðir frá móður sinni, þetta er gert þó svo að vitað sé að þetta kemur til með að valda vandamálum seinna, t.d. að naga halana og eyrun hvert á öðru.EEEN  grísamamma þarf að komast eins fljótt og hægt er "í gang"og þess vegna er ekki hægt að bíða lengur   það gefur pening ! Oft er halinn klipptur af litlu grísunum innan við 2 til 4 daga án deyfingar og þeir eru oft geldir á deyfingar

Hvaða reynslu koma þessir grísir með upp í sálina, það þarf ekki klókan mann til að sjá það.

100,000 sem koma með jákvæða lífsreynslu  héðan frá Danmörku.

Hversu margir eru verksmiðjuframleiddir í Danmörku : 25 milljón !!

Hversu margar gyltur (þá er ég bara að tala um gyltur) látast á ári vegna vanrækslu í Danmörku : 20.000

Svona mætti lengi telja.Ég meina að við manneskju höfum mikla ábyrgð þarna á að dýrin hafi möguleika á að fá sem besta lífsreynslu hér á jörðinni, eins og mannfólkið. Við höfum bara verið allt of upptekinn á okkur sjálfum, okkar velferð og þar að leiðandi gleymt á hvaða kostað við oft lifum því lífi sem við lifum.

Ég hugleiddi áður en ég tók ákvörðun með Iðu mína, og mín upplifun var sú að miklu fleiri hundar á jörðinni fara með erfiða lífsreynslu og þjáningarfullan dauða  með sér héðan en jákvæðan og út frá því tók ég ákvörðunina að hún færi á góðan hátt þegar við fyndum að tíminn væri komin.jesus-christ

Ég veit að oft er erfitt að skilja þessa hugsun sem ég hef, en ég veit líka að mörg ykkar hafa sömu hugsun.

Kærleikurinn til alls lífs á jörðu er uppskriftin af betri heimi.

Ljós til ykkar og góða og fallega helgi til ykkar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Steina mín, þú ert falleg manneskja.

hafðu líka góða helgi 

jóna björg (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 17:11

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott að Iðu líður betur.

Eigðu góða helgi með þínum

Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 18:40

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála gott að Iðu líður vel, og ég skil alveg hvað þú ert að tala um.  Því miður þá flokkar manneskjan flóru og fánu fyrir utan sumar manneskjur sem óæðri verur en fólk, og þá sumt fólk.  Ég þoli til dæmis ekki, þegar mitt fólk er að planta út, og skilur eftir litlu plönturnar, eða þær sem hafa brotnað.  Ég segi við þau, það á að gróðursetja öll blómin, þessi litlu eiga að fá tækifæri til að vaxa og dafna og verða stór og sterk.  Maðurinn minn segir að þetta sé rug í mér að maður eigi að henda veikari plöntum, og það á að drepa dýrin sem eru veikari en hin.  En ég bara vil ekki horfa á þetta þannig.  Það eiga allir að fá sitt tækifæri.  Og það kostar ekkert að setja þessi litlu niður, því ef þau deyja þá er það bara þannig, en þau hafa átt sitt tækifæri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2007 kl. 20:20

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra cesil, gæti ekki verð meira sammála þér. það er borin allt of lítil virðing fyrir lífinu  í hvaða mynd sem er. en vonandi þegar hlutirnir eru sagðir aftur og aftur þá fer fólk að skilja, það er sem betur fer að gerast mikil vakning hjá fólki í sambandi við hvað það borðar, það sem fólk borðar er bæði dýr og plöntur. þannig að þá verður gefin meiri gaumur að hvernig þeim málum er háttað. að sjálfsögðu er þetta að eigingjörnum ástæðum en það kemur dýrunum og plöntunum vel. Það er byrjunin.

knús til ykkar

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 21:33

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er svo nærandi fyrir sálina að lesa skrifin þín.Þú hefur svo heilbrigða sýn á raunveruleikann og færð alla vega mig til að huga að því sem betur má fara

Ég las það í kommentaboxinu hjá Guðmundi að þú værir frá Vík í Mýrdal...Maðurinn minn hann Árni Pálmason er frá Kerlingardal.

Mínar bestu kveðjur

Solla Guðjóns, 15.6.2007 kl. 21:58

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra solla, hann árna þekkti ég mjög vel í gamla daga  !! kalli bróðir hans var í bekk með mér.þeir voru báðir alveg yndislegir

ég bið alveg kærlega að heilsa þeim báðum. heimurinn er lítill, ekki stærri en að við getum passað vel upp á hann !

takk fyrir falleg orð til mín

ljós og knús til þín 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 22:16

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Mikið er ég glöð að Iðunni líður betur Frábært að hún sé að elta kisur! ég hef áhyggjur af henni Perlu minni því hún er hætt að nenna að elta kisurnar. Hún Perla mín sem klárlega hefði fengið ofvirkni greiningu ef hún væri mannvera 'Eg tek undir með þér hvað varðar slæma meðhöndlun á dýrum. Fullorðin hæna í búri hefur rými sem svarar til A-4 blaðs Ég var með fimm hænur um tíma og þær voru frábærir karakterar. svolítið líkar okkur mönnunum því miður voru með einelti á veiklulega hænu, og ef eitthvað nýtt kom í garðinn einsog sumarblóm þá var nú aldeilis fjör hjá þeim, virkilega forvitnar og athugular, ein hagaði sér einsog hundurinn minn og vildi fá að vera inni hjá mér og hún tók á móti gestum! Algjör brandari! en hún var ein af tveimur sem voru íslenskar.   En við getum huggað okkur við það að Jesús elskar öll dýrin og ekki fellur einn spörfugl til jarðar án vitundar Guðs, hvað verður um sálirnar þeirra, þá legg ég þær hér með í Drottins hendur í Jesú nafni Guð blessi þig og fjölskyldu þína sem og ykkur öll önnur hérna

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.6.2007 kl. 22:24

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gott að vita að Iðu líður betur Takk fyrir þessi yndislegu skrif. Ég held að kjöt af glöðum dýrum fari betur í maga okkar mannanna heldur en kjöt af hræddum og stressuðum dýrum. Bara mín skoðun. Annars borða ég lítið kjöt Knús til þín

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.6.2007 kl. 22:28

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Mikið er ég glöð að Iðunni líður betur Frábært að hún sé að elta kisur! ég hef áhyggjur af henni Perlu minni því hún er hætt að nenna að elta kisurnar. Hún Perla mín sem klárlega hefði fengið ofvirkni greiningu ef hún væri mannvera 'Eg tek undir með þér hvað varðar slæma meðhöndlun á dýrum. Fullorðin hæna í búri hefur rými sem svarar til A-4 blaðs Ég var með fimm hænur um tíma og þær voru frábærir karakterar. svolítið líkar okkur mönnunum því miður voru með einelti á veiklulega hænu, og ef eitthvað nýtt kom í garðinn einsog sumarblóm þá var nú aldeilis fjör hjá þeim, virkilega forvitnar og athugular, ein hagaði sér einsog hundurinn minn og vildi fá að vera inni hjá mér og hún tók á móti gestum! Algjör brandari! en hún var ein af tveimur sem voru íslenskar.   En við getum huggað okkur við það að Jesús elskar öll dýrin og ekki fellur einn spörfugl til jarðar án vitundar Guðs, hvað verður um sálirnar þeirra, þá legg ég þær hér með í Drottins hendur í Jesú nafni Guð blessi þig og fjölskyldu þína sem og ykkur öll önnur hérna

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.6.2007 kl. 22:32

10 Smámynd: Karl Tómasson

Textinn þinn og skrif eru falleg.

Vonandi gengur allt vel með fallegu Iðunni.

Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 15.6.2007 kl. 23:31

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir falleg skrif öll sömul og að deila sögum með okkur.

kæra guðrún ég er svo sammála þér með blessuðu hænurnar þær eru órtúlega líkar okkur manneskjum. var með margar áður en fuglainflúensan koma en þegar .ær áttu að vera lokaðar inni ákváðum við að það væri dýramishandling og þær voru sendar inn í hænusálina blessaðar.

ljós til þín 

kæra margrét. ég er sammála, það getur ekki verið góð orka í dýrir sem hefur haft mikla hræðslu og mikla vanlíðan í sínu lífi. og það hlýtur að hafa áhrif á kjötið.

ljós og kærleikur il ykkar allra á fallegum laugardagsmorgni

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.6.2007 kl. 06:46

12 Smámynd: www.zordis.com

Allar verur, ljós eda lífsandi eru eining sem enginn faer rofid!  Hamingjan og kaerleikurinn er betri ferdalangur en umhverfi svínanna sem zú lýsir!

Ég svaf einu sinni med hálfdanskri fraenku minni á lestarstöd zegar vid ferdudumst um Jótland (önnur saga) en vid vorum vaktar upp af öskrandi gríslingum sem verid var ad stugga vid milli 04-05 um morguninn.  Hraedilegt alveg ad heyra hljódin í zeim!

Eigdu yndi á gódum degi!

www.zordis.com, 16.6.2007 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband