Við erum ekkert voða góð við jörðina, við erum heldur ekkert voðalega góð hvert við annað.

 zzzzBolt

Við viljum sjaldan horfast í augu við að það sem við gerum og að það sem við segjum hefur áhrif í kringum okkur. Við höfum áhrif þegar við segjum eitthvað vont við aðra og um aðra. Við höfum líka áhrif þegar við segjum eitthvað fallegt við aðra og um aðra.

Þegar við kaupum sápur sem eru með sterkum efnum í, sjampó sem eru með sterkum og hættulegðum efnum í, krem, ilmvötn, snyrtivörur sem eru með eiturefnum í, og dýr hafa verið pínd í tilraunum til að framleiða þetta.Við kaupum ódýrar matvörur, við lokum augunum fyrir því hversvegna eru þessar vörur svona ódýrar, hver blæðir fyrir að við getum haft það svona gott.

Við viljum meira og meira, en viljum helst ekki breita neinu, borga meira, vera meðvituð.

Hvers vegna ekki ?

Jú það tekur aðeins lengri tíma að vera meðvitaður, það þarf að setja sig inn í hin ýmsu mál, og hvað er í hverju af því sem við kaupum.

En hvað veldur því að við hugsum svo skammt sem við gerum ? Hugsum okkur veröldina öðruvísi en hún er. Hugsum okkur að við lifum í sátt og að við gefum hvert öðru pláss á jörðinni, og möguleika á að lifa. Allir hafa mat, jafn mikið. Ekki eins og núna að sumir hafa svo mikið að það er ekki fræðilegur möguleika að þeir nokkur tíman þó þeir yrðu 100,000 ára gamlir gætu notað það allt, þó svo þeir gerðu aldrei neitt annað en að versla. Aðrir deyja úr hungri, selja börnin sin bæði til vændi eða bara til annarra.04-irak-born-228

En að peninga flæða eins og orka frá einum til annars án þess að verða að stíflu hjá þeim sem vilja meira.

Það er til nóg að alsnægtum á jörðinni svo að allir geti haft það gott, bæði menn og dýr. En það myndast blokkeringar í flæðinu sem hafa  áhrif á allt jarðlíf, þessi blokkering er græðgi, og ég vil hafa allt, hugsunin.

Ég veit að þessi hugsun mín um að svona geti þetta verið er í dag, eins og við erum sem manneskjur mjög óraunveruleg. Það er allt of mikil þörf fyrir það veraldlega.

Ég er sjálf engin undantekning, mér finnst gott að eiga pening í banka (á samt aldrei neinn pening í banka) Ég á heima í yndislegu húsi, sem ég vil ekki flytja frá. Ég vinn oft of mikið, þó svo að ég vinni ekki fulla vinnu. Ég nota af og til ekkert sérlega góðar vörur, þegar fjárhagurinn er slæmur, eða þegar ég hef ekki umframorku til að hugsa um svona hluti.

Ég er sannfærð um að ef við værum betri að deila með öðrum, ekki bara í orði, en líka á borði, þá myndum flest vandamál heims leysast á ekkert svo löngum tíma. Ef við létum okkur nægja það næst besta af og til en gæfum það besta frá okkur þá finnum við strax mikla beitingu hjá okkur.

2mwfp1d

 

 

Ég er með brest sem ég er að vinna á. Þetta er brestur sem ég hef alltaf pínu skammast mín fyrir, enda ekkert skemmtilegur. En núna tala ég opinskátt um hann, og geri grín af honum. Þegar ég geri þetta þá verður þetta ekki eins hátíðlegt, og verður ekki að vandamáli. Þessi brestur er níska, ég á það til að spara saman, og nurla með peninga og þegar ég var verst sat ég hreinlega á aurunum.

En núna til að vinna á þessu, gef ég frá mér pening, og borga alltaf meira en ég finn að ég vill. Með tímanum hef ég fundið að þetta er að verða minna og minna og að endingu fer þetta. En það besta er að núna finnst mér þetta fyndið, og við hérna heima og vinir mínir gerum öll grín af þessu hjá mér.

Þannig gæti maður gert í sambandi við að gefa frá sér til annarra, byrja í því smáa, gefa nágranna, meira en maður vill, ef maður vill aldrei gefa neitt, gæti það bara verið bros, því það kostar ekki neitt.

Brosa oftar, gefa betlara meira en maður vill, ekki koma með fullt af afsökunum fyrir að gefa ekki eins og t.d „hann drekkur þetta bara allt út“ Ef maður hugsar svona takið eftir tilfinningunni sem kemur, hún er ekki alveg góð. Þegar maður hefur gert þetta í smá tíma þá tekur maður aðeins stærra skref og svo koll af kolli.

Það er svo mikill tendens bæði hérna á blogginu og úti í samfélaginu að fókusera á hvað aðrir gera og segja og gera ekki og segja ekki, þetta er að mínu mati alveg kolvitlaust. Við eigum að fókusera á hvað við sjálf gerum og gerum ekki, við erum verkefnið ekki hinir. Hinir hafa sitt eigið verkefni.mother_theresa_big

Ef við höldum áfram á þessari braut, þá endar illa.

 

Smá falleg saga sem ég hef reindar sett inn áður, en fallegar sögur skal maður lesa oft

Tveir vinir voru á göngu í eyðimörkinni.

Einn daginn fara þeir að rífast og annar slær hinn í hausinn.

Sá sem er sleginn í hausinn verður ferlega reiður og skrifar í sandinn: Í dag sló vinur minn mig í hausinn

Þeir ganga áfram og koma að fallegum stað með litlu vatni. Þeir ákveða að baða sig í vatninu. Hann sem hafði verið slegið í hausinn  var að þvi kominn að drukkna. Vininum tókst að redda honum frá drukknun, og dregur hann að landi. Þegar hann rankar við sér skrifar á hann á stein.sem stóð rétt hjá:  Í dag bjargaði besti vinur minn lífi mínum

 
Björgunarvinurinn verður ansi hissa, og segir: þegar ég slóg þig í hausinn skrifaðir þú í sandinn – nú þegar ég hef bjargað lífi þínu skrifar þú á stein. þá svara hinn : Þegar einhver gerir eitthvað slæmt á hluta okkar , eigum við að skrifa það í sandinn, þar sem fyrirgefningarvindurinn getur blásið það í burtu. Þegar einhver gerir okkur gott skulum við grafa það i steininn, þar sem enginn vindur getur blásið það í burtu. Lærðu að skrifa sársauka þinn í sandinn en gleðina á steininn.

 

Ljós og friður til ykkar héðan frá Lejre

22070176_m


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

frábær grein, upplífgandi að heyra um þínar reynslur og nauðsynlegt að vera áminntur um að vera vakandi fyrir þessu öllu saman. Ég geri of mikið af því að sofa.  

halkatla, 26.6.2007 kl. 13:07

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er alltaf gott að heimsækja þig. Takk fyrir þetta

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 15:00

3 Smámynd: Sylvía

god paeling, einsog Jon Gnarr sagdi ta tyrftum vid ad versla allt okkar i budum einsog Yggdrasil ef ad vid viljum gera rett og borga rett verd fyrir voruna.

Sylvía , 26.6.2007 kl. 16:15

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Yndisleg færsla! Takkkkk!

Guðríður Haraldsdóttir, 26.6.2007 kl. 18:36

5 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Fékk gæsahúð við lesturinn... segi bara eins og sagt er ... Amen!

Lúðvík Bjarnason, 26.6.2007 kl. 18:38

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Fallegar hugsanir frænka sæl. Einmitt thegar eg skrifa thetta komment eru Sol og Bjorgulfur ad rifast um fjarstyringuna og madurinn thinn ad segja: Sigrun Sol a heima herna, hun rædur yfir fjarstyringunni!! Eg tharf ad fara fram og taka blautt handklædi til ad flengja hann med!!!

Held nu samt ad hann se ad grinast en ætla ad lata eins og honum se alvara.... :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.6.2007 kl. 19:40

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sjáumst við brátt elsku vinkona?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.6.2007 kl. 20:14

8 Smámynd: Karl Tómasson

Það er gaman og gefandi að vera blogg vinur þinn.

Ljós til þín

Steina mín.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 26.6.2007 kl. 20:26

9 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Vilborg Eggertsdóttir, 27.6.2007 kl. 00:38

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Frábær grein Steina mín! Ljós til þín og Guð blessi þig!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.6.2007 kl. 23:14

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Bestu kveðjur

Solla Guðjóns, 28.6.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband