Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Styrktu ljós þitt og heilaðu sjálfan þig,

Vitund þín veit að þú ert ljósmiðill.
Ljósvera í birtingu manns (konu).
Eingin er eins og þú.
Eingin getur komið í staðin fyrir þig.
Þú ert einstakur (stök).
Þú gefur orku með því að vera.
Styrktu ljós þitt og heilaðu sjálfan þig,

og þannig heilar þú jörðina er þú fæddist á.

MeditationLotus


það er svo heitt svo heitt

anemone_after_rain_

Í dag er heitt, og hefur verið mjög heitt undanfarna daga.

Við höfum haft fullt af gestum, og það hefur verið yndislegt. Það hafa komið þrjú holl. Síðustu fóru á sunnudaginn. Ég var á fundi allan sunnudaginn, en Gunni og Sól fóru með gestunum á ströndina. Rachel vinkona Sólar og Greg pabbi hennar.

 

 

 

Sólin átti góðan afmælisdag.

Takk fyrir allar kveðjurnar frá ykkur.

 

Hún varð jú 10 ára, og ég held að hún hafi fengið 7 eða 8 blóm í afmælisgjöf. Flest fráBillede 2406 vinkonunum.

 

Í dag var svo vinna og aftur vinna. Gerði vaktplan fyrir næsta hálfa ár. Vetrinum er að ljúka þannig að mikið er að ganga frá, skrifa rapport um hvern nemanda og fl..

Ég er ansi hamingjusöm þessa dagana, þó svo ég getir orðið smá fúl í augnablik, léttir til um leið.

Allar rósirnar mínar eru í blóma, hver annarri fallegri, þær keppast um fegurð.

Í kvöld fer ég í þerapí  ummm dejligt.

Í dag fórum við með hana Iðunni okkar til dýralæknisins, hún er með slæma gikt blessunin. Ég hef verið að gefa henni lýsi, og segir læknir að það geri henni mikið gagn. Við verðum að sjá hvað gerist. Fengum hitt og þetta af ráðum og að gefa henni.Billede 2455

 

 

Hún er orðin 11 ára þessi elska. En ég er viss um að hún á mörg ár eftir

Er hún ekki dásamleg ?

 

 

 

 
Góður vilji  Að vilja vel, það er það sem við mannkyn þurfum að beina athygli okkar á.

Að vilja vel fyrir sig, nágranna sína, vini sína, landa sína, bræður sína og systur, dýr, náttúrunna, jarðarbúa.

Ef allir þróa upp góðan vilja þannig að það verði hluti af eðli manns, þá leysast flest vandamál jarðar.

Þegar þróað hefur verið  upp Góðan Vilja,

Þá þróast upp  Kærleikur, Alheimskærleikur.l_9face0d85154f61f26a0e26bf15d726f

 

 Læt þetta duga í dag, er hálf sljó vegna hita.

Ljós og Kærleikur til ykkar


Gaman Gaman


Þetta er góð leið til að fá samband við sálina sína

 s_50ff63a60c24c2d2ec502bdaa63292fd

 

Það er mikið um að vera. Í gær komu Hlynur Kittý og börn í heimsókn til okkar. Þau buðu okkur út að borða í gærkvöldi og við áttum yndislega stund með þeim. Of stutt, en dásamlegt. Í morgun fóru þau svo  til Feneyja til að fara á Feneyjasýninguna, og svo ætla þau að vera í Berlin allt sumarið. Mjög stutt heimsókn, en frábært að hitta þau.

Hlynur og Kittý eiga Lóu sem er líka 10 ára eins og Sigrún Sól okkar, og þær skottur Sól og Lóa urðu bestu vinkonur um leið. Þær þekktust þegar þær voru litlar, en hafa ekki sést í langan tíma, en urðu eins og pottur og panna strax. Það var gaman að upplifa.

 

Á morgun koma Ylfa, Halli og börn, þau verða í þrjá daga, okkur hlakkar til.

Það verður semsagt ekki mikil skrif á næstunni.

Í kvöld fer ég á fund með hugleiðsluhópnum mínum, það verður gott.ros99

Á fimmtudaginn á fallega Sólin afmæli, 10 ára. Hún fékk afmælisgjöf frá okkur sem hún valdi sjálf... risastóran kaktus. Stór kúla með flottum göddum. Hún fékk nýjasta diskinn með Björk frá mömmu og pabba, og hann er spilaður endalaust, sem ekki er slæmt því þetta er mjög flottur cd.

Það er gott að hugleiða, bæði fyrir fullorðna, en líka fyrir börn. Hérna er hugleiðsla sem Sólin mín hefur gert af og til í ca tvö ár. Við gerum þetta saman,

Ég segi :

Sól ,lokaðu augunum,

sjáðu fyrir þér Sólina.

Sjáðu Sólina fyrir þér sem Sálina þína

Segðu nú:

Sól,

Skín á andlit mitt,

Núna,

Og alla eilífð.

 9821009

Þetta er góð leið til að fá samband við sálina sína. Tekur ekki nema augnablik. Þeir sem ekki eru vanir að hugleiða gætu gert þetta daglega bæði fullorðnir og börn.

Megi Sólin skína á ykkur, nú og alla eilífð.

Ljós

Steina

 


G8, myndlist og eplaplantekran !

t_rose1

Dagurinn í gær var alveg frábær. Kirsten nemandi minn var með lokasýningu sem var mjög góð. Það kom mikið af gestum, ég hélt ræðu . Það voru blóm , gjafir og hrós. Á þessu getur Kirsten lifað lengi og kemur til með að gefa henni betra sjálfsálit.

Á eftir fórum ég og Morten vinur minn á Rundgang á Kunstakademíunni. Það er vorsýning á verkum nemenda. Það var voða gaman. Siggi minn sýndi okkur staðinn og verkin. Það var svolítið fyndið því að fyrir ekki svo mörgum árum dróg ég hann með mér á allt mögulegt, sýningar , fundi og samveru í kríngum Kunstakademíuna hérna í DK og líka þegar ég var í Kunstakademíunni í Dusseldorf. Þá var hann lítill kútur og fór allt þetta með mömmu sinni. Núna er hann nemandi þarna og sem betur fer kunnugur þessum heimi, Núna var það hann sem fylgdi  okkur, og það var góð upplifun.

Eftir Rundgang fórum við að skoða sýningar á Amager, þar eru opnuð nokkur spennandi gallerí sem við fórum á. Á einum staðnum var gömul vinkona mín að sýna Michela sem ég hef ekki hitt í 10 ár. Við vorum með vinnustofu saman þegar ég bjó í Kaupmannahöfn. Núna ætlum við að taka þráðin upp aftur, sem verður gaman.

Það var gaman að skoða þessa nýju staði, þeir eru gott mótspil við önnur gallerí sem eru á Islands Brygge.

Í dag er Siggi minn að fara til Þýskalands að mótmæla á G8 fundinum. Hann fer eins og hann hefur áður gert í Kanínubúning þar sem hann deilir út rósum til bæði lögreglu og mótmælanda. Síðast þegar hann gerði þetta á Norrebrø  þá kom heil grein í að mig minnir Information um ferðir þessarar bleiku kanínu, sem dansaði og söng fyrir fólk og gaf rauðar rósir. Svo var þessi líka flotta mynd af honum !Siggi að mótmæla

 Vonandi fer allt vel í Þýskalandi. Set þetta með :

 

Dear Steinunn Helga,

In less than a week, G8 leaders will have the power to save millions of lives by fighting global disease and extreme poverty. All they have to do is fulfil the promises they already made to the world's poorest people.

Next week's G8 summit in Germany is do or die time, not just for the G8's promises, but for the millions of people who depend on them. It's not too late to do something.

Please sign the petition calling on the G8 to get back on track to keep their historic promises to the developing world. The commitments which have been kept are already saving millions of lives, but if every G8 country were to live up to its promises, we could save many more.

We are closing in on one million signatures from around the world on this crucial petition, please act now to push us over the edge before the G8 summit.

The G8 promised to make poverty history. Let's hold them to it, it's our promise too.

Please take action by signing the petition calling on the G8 to renew their commitments to the world's po
orest people.

Thank you for your voice,

Josh Peck, ONE.


Um síðustu helgi héldum við eplaplantekru vorfest. Það var voða gaman. Það komu ekki svo rosalega margir vegna þess að það hafði verið svo mikið rigningaveður.

Eplaplantekran er ekki svo langt héðan. Gunni (minn) Ulla og Alison eru með þessa plantekru, og að sjálfsögðu við fjölskyldumeðlimir. En þau standa fyrir þessu, og svo eru fullt af meðlimum. Eða ca 40 í allt.20061028093611_6

Dalurinn heitir Dumpedalen. Við erum með um 200 eplatré. Það sem gert er er að týna þessu dásamlegu epli, hver sortin á fætur annari. Svo á haustinn er gerður  eplasafi sem er hægt að kaupa fyrir lítinn pening. Eplasafinn  er hreinn, eplin eru kaldpressuð, safinn er grófsigtaður og aðeins hitaður í 85 gráður. Svo tappaður á flöskur. Engin rotvarnarefni og hann bragðast af paradís.

Það eru aktífir meðlimir sem borga eitthvað lítið fyrir að vera með, og svo 4 krónur fyrir hvern líter af most. Svo eru þeir sem er ekki aktæifir, þeir borga meira fyrir að vera meðlimir, og eitthvað meira fyrir safann.

Þetta er alveg frábært framtak, og er ekki hugsað sem gróðafyrirtæki, en þannig að þetta sé samvinna að einhverju góðu.

Við höfum ekki keypt djús í allan vetur, bara eplasafann blessaðan.

Ég vona að í framtíðinni verði fl svona samvinnudæmi, sem gerir það að við deilum hvert með öðru því sem náttúran gefur.20061028092109_6

Eplatrén þarna eru ca 80 ára gömul, og allt er lífrænt, það hefur aldrei verið úðað eitri þarna. Ég hef nokkrum sinnum hugleitt  þarna og það er mikið líf á öðrum plönum.  Hver veit hvað hægt væri að gera ef samvinna næðsit ! Hægt er að sjá fl. myndir hérna

20061028100322_5

Í dag ætla ég að vinna í garðinum mínum, sem er svo dásamlegur. Ég finn að ég þarf að fá ró eftir allan fjöldann í stórborginni í gær.  Ég er orðin soddan sveitalubbi.

Ljós og Kærleikur til ykkar allra.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband