Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
5 mínútur pása, á pásu, efni um Wesak Hátíðina fyrir þá sem vilja.Ljós og Friður til ykkar
25.4.2007 | 13:39
The Full Moon of the Buddha
The day of the Festival is to be known as the "day of safeguarding" whilst the two succeeding days are called the "days of distribution." These words mean something different to the Hierarchy of Masters than they do to us and it is fruitless (as well as forbidden) to elucidate them in their deepest meaning. They mean, however, five days of a most intensive effort in service, leading to the renunciation of all which could hinder our usefulness as channels of spiritual force. It means that after due preparation, dedication and upward striving for the first two days, on the day of the Festival itself we simply regard ourselves as the recipients of, or the custodians of, as much of that inflowing spiritual force as we can possibly hold. As channels, we must be prepared to forget ourselves in the service of touching, containing and holding force for the rest of humanity. We must regard the Festival itself as a day of silence (I refer to an inner peace and silent solemnity that can be preserved unbroken though the individual may be serving through speech and spoken interest), a day of service carried forward entirely on esoteric levels, and of complete self-forgetfulness in the remembrance of humanity and its need. During that period, two thoughts only will hold our constant attention-the need of humanity and the necessity of providing a group channel whereby the spiritual forces can be poured through the body of humanity under the expert guidance of the chosen members of the Hierarchy.
For two days prior to the full moon, we will hold the attitude of dedication and service and seek to assume that attitude of receptivity to that which our soul will impart which will make us of use to the Hierarchy. The Hierarchy works through groups of souls, and the potency of this group work is to be tested out. These groups in their turn contact and feed the waiting dedicated attentive personalities. On the day of the full moon, we attempt to hold ourselves steadily in the light. We will not formulate to ourselves what will happen nor will we look for results or for tangible effects.
On the two succeeding days, the focus of our attention will be steadily turned away from ourselves but also from the inner subjective planes to the outer world, and our efforts will be to pass on, or to pass through, that measure of spiritual energy that may have been contacted. Our work then in this particular and peculiar field of cooperation will then be ended.
This effort of the Hierarchy is a five days' effort, preceded by a most intensive period of preparation. The work of getting ready for the opportunity starts for the Hierarchy exactly at the hour when "the sun began to move northward." But They tire not as do human beings and it is not possible for the human aspirant to keep up so long a period of preparation, no matter how deep his devotion.
When the Great Lord was on Earth, He told His disciples that successful spiritual effort of a healing nature went not forth except by prayer and fasting. Will you ponder on these words? This is a group effort towards a vast group healing and by prayer (sanctified desire, illumined thought and intense aspirational longing) and by the discipline of the physical body for a short period and for a definite objective, the work can be done.
What is it that should be accomplished at each momentous full moon in May? I shall state the objective sequentially and in the order of their importance, and with as much clarity and brevity as this abstruse subject permits.
- The releasing of certain energies which can potently affect humanity, and which will, if released, stimulate the spirit of love, of brotherhood and of goodwill on the earth. These energies are as definite and as real as those energies with which science occupies itself and calls the "cosmic rays." I am speaking of real energies and not of emotionally desired abstractions.
- The fusion of all the people of goodwill in the world into an integrated responsive whole.
- The invocation and the response of certain great Beings, Whose work can and will be possible if the first of the objectives is achieved through the accomplishment of the second objective. Ponder on this synthesis of the three objectives. By what name these Living Forces are called is entirely immaterial. They can be regarded as the Vice-Regents of God, Who can and will cooperate with the Spirit of Life and of Love upon our planet, the One in Whom we live and move and have our being. They may be regarded by certain thinkers as the Archangels of the Most High, Whose work has been made possible through the activity of Christ and His body of disciples, the true and living Church. They may be regarded by others as the guiding heads of the planetary Hierarchy, Who stand behind our planetary evolution, and Who seldom take an active part in the world activity, leaving it to the Masters of the Wisdom except in the time of an emergency such as this. By whatever name we call Them, They stand ready to aid if the call comes forth with sufficient strength and power from the aspirants and disciples at the time of the May full moon and the June full moon.
- The evocation from the inner side of a strenuous and one-pointed activity on the part of the Hierarchy of Masters, those illumined Minds to Whom has been confided the work of world direction. A responsiveness is desired and can be effective between the following three groups:
- The waiting and (at this time) anxious Hierarchy-anxious because even They cannot tell how humanity will react and whether men will be wise enough to avail themselves of the proffered opportunity. They stand, organised under the direction of the Christ, the Master of all the Masters, and the Teacher alike of angels and of men. He has been constituted the direct intermediary between the earth and the Buddha, Who is, in His turn, consecrated intermediary between the entire waiting Hierarchy and the attentive Forces.
- The New Group of World Servers, composed at this time of all those sensitive and consecrated servers of the race whose objective is world peace, who aim at the establishing of goodwill on earth as the basis for future living and world expansion. Originally, this group was composed of a handful of accepted disciples and consecrated aspirants. Its ranks have been opened - . . to all those people of goodwill who are willing to sacrifice themselves for the helping of humanity, and who see no separating bar of any kind, but feel alike to the men of all races, nationalities and religions.
- The masses of men and women who have responded to the ideas which have been set forth, and who react favorably to the objective of international understanding, economic interdependence and religious unity. When these three groups of thinkers and servers are brought en rapport with each other, and when the three groups can be aligned, even momentarily, much can be accomplished; the gates of the new life can be opened, and the inflow of the new spiritual forces can take place. Such is the Group objective and idea.
May I now make an inquiry? Of what importance is this full moon of May to you personally? Does it seem to you of sufficient importance to warrant your utmost effort? Do you really believe that on that day there can truly come a release of spiritual energy of sufficient potency to change world affairs, provided that humanity plays its part? Do you really believe, and can you stand practically to that belief, that the Buddha on that date, in cooperation with the Christ, and with the Hierarchy of Illumined Minds, plus the proffered aid of some of the Thrones, Principalities and Powers of Light, Who are the higher correspondence of the powers of darkness, stand waiting to carry out God's Plans, when given the right and the permission of men? Your major job at this time is not to wrestle with the powers of evil and the forces of darkness, but to awaken an interest in and mobilise the forces of light in the world today. Resist not evil, but so organise and mobilise the good, and so strengthen the hands of the workers on the side of righteousness and love that evil will find less opportunity.
If you have faith as a grain of mustard seed in what I have told you, if you have staunch belief in the work of the spirit of God and in the divinity of humanity, then forget yourselves and consecrate your every effort, from the time you receive this communication, to the task of cooperation in the organised effort to change the current of world affairs by an increase in the spirit of love and goodwill in the world during the month of May. ( Esoteric Psychology, Vol. II pp. 687-692)
Here is something so beautiful
23.4.2007 | 10:42
Here is something so beautiful -- showing human animal
cooperation, it indicates what will be possible in the new world
that's coming.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sharks Vs. Polar Bears ( Earthday 2007 )
22.4.2007 | 11:00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Smá pása ! ljós og friður !
20.4.2007 | 19:01
Í dag kom frumburðurinn minn til Danmerkur, með fjölskylduna sína, eiginmann og Lilju og Aron.
Þau komu að skoða hús og í heimsókn.Þau stefna að því að flytja hingað í ágúst. Ég passa barnabörnin sem eru dásamleg. Aron sefur, og Lilja er að teikna, þannig að ég hef tíma til að blogga smá. Þau verða hérna hjá mér til mánudags. Á morgun ætlum við svo öll sömul í tívolí og við ætlum að hitta Sigga þar og eiga stund saman.
Á sunnudagskvöldið koma svo Gunni og Sól heim frá Íslandi.
Á mánudaginn byrjar undirbúningur minn bæði andlegur og líkamlegur fyrir ferðina til Genf (ég flýg á sunnudeginum). Það er fullt af efni sem ég þarf að lesa og ég ætla að taka smá út hreinsun á kroppnum þessa viku líka. Einnig þarf ég að fá harmoni á hugann. Ég verð svo viku í Genf. Þetta verður mjög spennandi. Við hittumst yfir hundrað manneskjur frá öllum heiminum og hugleiðum saman. Markmiðið er meðalannars að finna út úr því hvað er þörf mannkyns.Þjáning mannkyns og hvað er hægt að gera. Einnig hugleiðum við um kærleikann. Ég held að það verði mikil orka í þessum hugleiðslum.
Aðalatriðið er að á þessum tíma er Wesak hátíðin, Fullt tungl er 2 Maj kl 12,10 í Genf. Sá tími er mjög mikilvægur fyrir allt mannkyn. Ég vil mæla ef þið hafið möguleika á að þið setjist niður og hugleiðið á þeim tíma. Gott er að byrja 20 mínútum áður en það er fullt tungl og svo allavega í 10 mínútur lengur. Þeir sem gera það endilega lát heyra hvað þið upplifðuð. Þetta er góð leið til að fá Guðdómlegar hugmyndir.
Wesak festin er alltaf við fullt tungl í Maj mánuði og þá hugleiða þeir sem eru virkir í þeim málum, tvo daga fyrir fullt tungl. Mikil orka er í tvo daga fyrir fullt tungl og tvo daga á eftir. Þar að segja 5 daga. Þetta gerði ég að sjálfsögðu líka í fyrra með þeim sem ég hugleiði og les esoterisk fræði með.
Ég gaf mér góðan tíma í fyrra í að undirbúa mig undir þetta með lestri um Wesak Festin og fl.. Þetta tekur og gefur mikla orku, þannig að það tók mig dálítinn tíma að komast í jafnvægi aftur eftir hátíðina. Þetta var mjög gott fyrir mig því á þessum tíma getur maður fengið hugmynd um hvað næsta ár ber í skauti sér. Þessi hefð er mjög gömul.
Maður segir að á tímanum sem er fullt tungl, birtist Búdda í dal i Himmalajafjöllum sem heitir Wesak dalurinn. Búdda birtist þarna i 8 mínútur og blessar jörðina. Þessi dalur er til, og þeir sem eru æfðir í hugleiðslu eru með á þessari hátíð (meðvitaðir) í Wesak dalnum. Það segir að þarna komi fjöldinn allur af pílagrímum í líkama sínum á hverju ári og eru við þessi hátíðarhöld. Kristur birtist einnig og er við þessi hátíðarhöld, og fleiri stórir meistarar, sem eru með í hjálparstarfsemi við þróun mannkyns. Gerð hefur verið kvikmynd um þetta, og sá ég hana með hugleiðslu vinum mínum á sunnudaginn..
Eftir þessa hátið í fyrra fann ég mun á hugleiðslunum hjá mér. Mér fannst ég komast fljótar og dýpra inn í hugleiðsluna og ég fann mjög mikið fyrir þeim orkustraumum sem ég fór í gegnum.
Ég hafði mjög sterka tilfinningu fyrir því í langan tíma á eftir að ég hafði fengið Blessun.
Fyrir mig er þetta stór stund, enda ein af stærstu hátíðum á árinu.
Þegar ég byrjaði að hugleiða fyrir bara nokkrum árum, þurfti ég að draga mig á eyrunum í gang. Þetta var eins og að fara að gera hreint, ég fann allt mögulegt annað að gera, en slæma samviskan var þarna alltaf og bankaði og bankaði. Þannig að ég dröslaðist alltaf í gang, seinni part dagsins.
Núna í dag get ég ekki án þess verið. Ég hugleið reglulega tvisvar á dag og þegar ég þarf eitthvað stórt , eins og til dæmis fund í sambandi við eitthvað mikilvægt, nota ég mikinn tíma til hugleiðslu, því að ég finn mikinn mun á einbeitingunni hjá mér það sem eftir er dags.
Núna ætla ég að sinna barnabörnunum mínum elskulegu.
En eins og fram hefur komið fyrr í færslunni, þá verður mikið annasamur tími hjá mér næstu tvær vikurnar, þannig að það verður ekkert blogg hjá mér. Ég rek nefið inn af og til að bara að kíkja, en bara stutt.
Ljós og friður til ykkar og ég sendi ykkur hugsun á þessu einbeitingar tímabili mínu sem er framundan
Lífið er oftast bara svo dásamlegt
17.4.2007 | 13:55
Lífið er bara oftast svo dásamlegt. Sólin skín og fuglarnir syngja. Var að koma úr vinnuni, sem ég er svo ánægð með. Nemendurnir eru svo duglegir og gera svo frábær verk.
Í gær kom Siggi minn (sonur minn) til mín. hann var að koma frá Íslandi og kom hingað seinni partinn.
Við borðuðum góða grænmetissúpu og hvítlauksbrauð. Á eftir fórum við með hundana í göngu í kvöldsólinni. Við gengum meðfram ánni, og þar voru viltu rabbabararnir að koma upp allsstaðar. Ungar stúlkur riður á íslenskum hestum meðfram ánni líka. Iðunn gamla sem áður fyrr var mjög spennt fyrir hestum, gekk í rólegheitum á undan okkur, og sá hvorki nér heyrði í hestunum. Á leiðinni heim, heilsaði Lappi upp á vin sinn labradorhundinn sem á heima rétt hjá. Þeir voru mjög glaðir að hittast. Múmín rauða kisan okkar gekk að sjálfsögðu með eins og alltaf.
Við Siggi ræddum heilmikið esoterisk fræði, sem er okkar beggja áhugamál, og myndlist sem er líka okkar beggja áhugamál.við ræddum meðal annars, Den Gode Vilje, Góðan Vilja, hvað er hann og hvað þýðir hann, hvar er munur á honum og Kærleikanum, hvaðan kemur Kærleikurinn
..
Í dag sit ég skrifa nokkar línur á bloggið, hlusta á klassíska músik, og nýt lífsins dásamlega sem er á öllum plönum.Ég sé að allt er að springa út, blóm, tré og það sem vill. Fuglarnir dansa fyrir hvern annan, og byggja hreiður. Kisurnar mína lúra í sólinni, fylgjast með hvar hreiður eru byggð. hundarnir mínir liggja fyrir framan húsið mitt og passa að enginn komi inn án minnar eftirtektar.
Ég bara er, og nýt þess að vera.
Hef hlegið mikið í dag með nemendunum mínum og kennurum.
Lokaverkefni er framundan hjá nemendunum. Vorsýningin. ákveðið var að ágóði sýningarinnar færi til Dýraverndunar félags Danmerkur. og ég get svarið að það var ekki ég sem hafði áhrif, kannski á innri plönum, en ekki verbalt.
Við ræddum líka um hvernig náttúran hefur það, Kínverjar ef þeir færu að nota klósettpappír, hversu mörg ár tæki það þá að nota öll tré í heiminum, 20 ár sagði einhver. við vildum vita hvað nota Kínverjar í staðin fyrir kósettpappír ? Sumir sögðu svamp, aðrir sögðu jólatré, og enn aðrir sögðu sérgerðan kaktus.
Andinn er léttur og góður í skólanum. Nemendur sem ekki hafa alltaf haft það auðvelt, vilja ekki láta vorkenna sér, segja að sér sé ekki vorkunn...
Fer á fund í kvöld með hópnum mínum,
Sendi inn þessa fallegu sögu um snillinginn Einstein, fekk hana á öðru bloggi, hjá Guðmundi.
Ljós, Friður og Kærleikur til ykkar allra
This has a thought provoking message no matter how you believe. Does evil exist?
The university professor challenged his students with this question. Did God create everything that exists?
A student bravely replied yes, he did!
God created everything? The professor asked.
Yes, sir, the student replied.
The professor answered, If God created everything, then God created evil since evil exists, and according to the principal that our works define who we are then God is evil.
The student became quiet before such an answer.
The professor was quite pleased with himself and boasted to the students that he had proven once more that the Christian faith was a myth.
Another student raised his hand and said, Can I ask you a question professor? Of course, replied the professor. The student stood up and asked, Professor, does cold exist?
What kind of question is this? Of course it exists. Have you never been cold? The students snickered at the young mans question.
The young man replied, In fact sir, cold does not exist. According to the laws of physics, what we consider cold is in reality the absence of heat. Everybody and every object is susceptible to study when it has or transmits energy, and heat is what makes a body or matter have or transmit energy. Absolute zero (- 460 degrees F) is the total absence of heat; all matter becomes inert and incapable of reaction at that temperature. Cold does not exist. We have created this word to describe how we feel if we have too little heat.
The student continued. Professor, does darkness exist?
The professor responded, Of course it does.
The student replied, Once again you are wrong sir, darkness does not exist either. Darkness is in reality the absence of light. Light we can study, but not darkness. In fact we can use Newtons prism to break white light into many colors and study the various wavelengths of each color. You cannot measure darkness. A simple ray of light can break into a world of darkness and illuminate it. How can you know how dark a certain space is? You measure the amount of light present. Isnt this correct? Darkness is a term used by man to describe what happens when there is no light present.
Finally the young man asked the professor. Sir, does evil exist?
Now uncertain, the professor responded, Of course as I have already said. We see it every day. It is in the daily example of mans inhumanity to man. It is in the multitude of crime and violence everywhere in the world. These manifestations are nothing else but evil.
To this the student replied, Evil does not exist sir, or at least it does not exist unto itself. Evil is simply the absence of God. It is just like darkness and cold, a word that man has created to describe the absence of God. God did not create evil. Evil is not like faith, or love, that exist just as does light and heat. Evil is the result of what happens when man does not have Gods love present in his heart. Its like the cold that comes when there is no heat or the darkness that comes when there is no light.
The professor sat down.
The young mans name Albert Einstein
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ég ber ábyrgð á því sem ég skrifa hérna og þið berið ábyrgð á því hvernig þið takið því sem ég skrifa hérna
15.4.2007 | 16:11
Dagurinn alveg yndislegur, þau sem ég hugleiði með komu og við vorum að undirbúa ferðina okkar til Genf. Við áttum góðan dag þar sem við náðum miklu. Lásum það sem lesa þurfti og áttum yndislega hugleiðslu. Þau voru að fara núna, Í kvöld ætla ég að slappa af og horfa á sjónvarpið, get það næstum aldrei vegna tímaskorts. Elena sem er með mér í hugleiðsluhópnum kom í gærkvöldi og sátum við og spjölluðum til kl. Ca 2. Þegar við svo vöknuðum í morgun, þurfti að ná fullt af hlutum áður en fólkið kom. En þetta náðist sem betur fer allt í tíma.
Ég sé á því sem ég hef verið að skrifa undanfarið að þetta er svona flokkaskipt, þannig ætla ég nú ekki að hafa það alltaf, en hef samt einn hluti, sem passar vel með hinum fyrri, og ætla ég að skrifa svolítið um það. Þar að segja Ábyrgð.
Að axla ábyrgð, Við erum svo góð að taka yfirborðslega ábyrgð á fjölskyldum okkar þó svo að við munm ekki alltaf eftir því að það fylgir ábyrgð öllu því sem við segjum, hugsum, og tökum því sem er sagt við okkur. Sem þýðir að við tökum sjálf ábyrgð á því hvernig við tökum þeim hlutum sem eru sagðir við okkur. Við berum mikla ábyrgð á því sem við hugsum, sérstaklega vil ég meina að við eigum að vera mjög meðvituð hvað við hugsmum um fólk og segjum, því það er mikill máttur í hugsunum, og orðum. En svo kem ég að öðrum viðameiri hlutum. Þá höfum við SKOÐUN, en tökum ekki ábyrgð, og ég velti fyrir mér hér og nú, hver er munurinn, Jú við höfum skoðun á hinu og þessu í heiminum, við höfum skoðun á að allir eiga að vera jafnir, allir eiga að hafa mat í magann, og þak yfir höfuðið, allir eiga að fá mannsæmandi laun fyrir vinnuna sína. Öll dýr eiga að vera frjáls og útigangandi, og helst borða lífrænt fæði og ekki vera nærð hvort á öðru, dýra hitt og dýra þetta. Það er örugglega enginn í vafa um þessa hluti. Þá kemur að hinum þættinum. Hvað er að taka ábyrgð, Við tökum hreinlega ekki ábyrgð. Þegar við förum út að versla, kaupa flestir það ódýrasta. Við kaupum ódýran kjúkling, 5 í pakka á engan pening, það eru garanterað búrdýr sem hafa aldrei sólina séð, eða snert annað en steypt gólf. Við förum í verslanir það sem hægt er að kaupa ódýrt, t.d er hérna í DK, verslun sem heitir Søstrene Grene, eða eitthvað þess háttar. Voða ódýr, fullt af flottum hlutum, en spyrjum við okkur sjálf, af hverju er þetta svona ódýrt? Það er orðið svo mikið af ódýrum vörum um allt að það er næstum óhuggulegt hversu ódýrt er að lifa. Þá spyr ég, hver borgar brúsan. Þegar við tökum ábyrgð, ættum við í hvert sinn sem við verslum og sjáum kakó á 5 kr. Dk að spyrja okkur sjálf, hver borgar þetta svo ég geti lifað svona ódýrt. Við heyrum um fólk í Kína sem fær 6000 ísl kr í mánaðarlaun, það er ekki skrítið að öll stóru fyrirtækinn flytji þangað. Við heyrum um barnaþrælkun á Indlandi og fl stöðum, vitum við hvort við erum að styðja barnaþrælkun eða ekki þegar við alltaf förum eftir því ódýrasta.. Við tökum heldur ekki ábyrgð á jörðinni sem við lifum á. Við kaupum ódýrasta þvottaefnið (eða það sem hefur bestu lyktina) við kaupum óendanlega mikið klósettpappír. Við hendum og hendum, en hvert fer allt það sem við hendum?
Ansi skondið að ég sé að skrifa um þetta, því ég ætlaði í raun að skrifa um annarsskonar ábyrgð, eða ábyrgð í starfi, verkefnum, og þess háttar. Ég hef alltaf verið mjög góð að hafa skoðun á hinu og þessu, setja hluti í gang, vera driffjöðurinn í bakgrunninum, þarna hef ég haft það fínnt. Einnig hérna heima, er það Gunni sem þarf að fara út og tala við bankann, smiðinn, og allt það sem hefur með heimilið að gera útávið. En ég segi honum að gera þessa hluti. : Gunni þú verður að fara að tala við pípulagningamanninn, bara dæmi. Ég hef ekki verið sú sem fer út og redda þessu, en ég sé til að þessu sé reddað. Svona hefur þetta verið í flestum listaverkefnum sem ég hef tekið þátt í, ég fæ hugmyndina, set fólk í gang, en er sjálf í bakgrunninum. Þetta er þó orðið öðruvísi í skólanum þar sem ég er skólastjóri. Í byrjun voru það tveir aðrir og ég sem störtuðum skólanum, og við stjórnuðum saman, því sem þurfti að stjórana, en núna er skólinn orðin miklu stærri og þar af leiðandi varð að breyta forminu. Núna er það sem ég stjórna og tek ábyrgð, en ég vil bara taka það fram að komast þangað að þora að taka þessa ábyrgð, var þyrnum strá leið. Ég þurfti faktiskt að komast þangað að finna út úr að það er í lagi að gera misstök !
Áður sá ég þetta mikið sem sjálfsagðan hlut að vera í bakgrunninum, en núna sé ég þetta í stærra samheingi. Þetta er flótti frá því að taka ábyrgð! Í því smáa og í því stóra. Þetta er virkilega hlutur sem ég verða að vera fókuseruð á. Ég hef alltaf talið mig mikið meðvituð um dýravernd, barnaþrælkunina, og þess háttar, hef allavega haft mikla skoðun á þessu. En þegar ég borðaði kjöt þá keypti ég oft ódýran kjúkling, búrkjúkling. Ég kaupi oft vörur í ódýrum verslunum, en fæ oftar og oftar samviskubit! En það er ekki nóg. Ég er hluti af þessu öllu saman og ég verð að vera með til að bera ábyrgð á því sem er að gerast í heiminum, Jafnt í smáu sem stóru. Ég vil vera fókuseruð/meðvituð á ábyrgð á öllum plönum! Eigum við ekki öll að gera það? Það er ekki nóg að hafa skoðun á því hvernig heimurinn er orðinn í dag og það eru flestir sem hafa, Hátt !
Sannleikurinn er að mínu mati sá að við berum öll ábyrgð á því hvernig hlutirnir eru í heiminum í dag, hungur, og þjáning, misjöfn lífsgæði, ill meðferð á dýrum og margt margt fleira. En það er ekki mitt að dæma, það er mitt að skoða hvað er það sem ég get gert öðruvísi til að vera með til að breyta því sem breyta þarf hjá mér, sem breiðsir sig svo út til annarra sem einnig verða meðvitaðir og svo breiðist þetta út eins og hringur í vatni
Ég er mjög upptekin af því sem gerist í heiminum, og mjög upptekin af þvi hvað ég get gert til að gera heiminn betri stað að vera í. Finnst reyndar ekkert annað eins mikilvægt og spennandi og það. Þess vegan vinn ég með mig með það fyrir augum að ég vil vera með til að lyfta okkur á jörðinni yfir í það jákvæða. Ég vinn með mig, og reyni að verða betri manneskja og fá tilfinningu fyrir því að við erum öll eitt, og að við komum hvert öðru við. Þá lyftist meðaltalið á jörðinni pínu, pínu, pínulítið hærra. Ef við hver fyrir sig vinnum með okkur, gerum okkur að betri manneskjum, þar sem við sjáum okkur sem hluta af heildinni og stefnum öll að sama máli að gera heiminn að góðum heimi, þá komumst við hægt og rólega yfir í jákvæða meðaltalið. Ég held að við öll höfum miklu meiri ábyrgð en við gerum okkur grein fyrir. Ég veit að auðvitað er fullt af góðu fólki á jörðinni, en flest pössum við okkur sjálf, viljum sem minnst vita af öðrum en okkur, fjölskyldunni og nánustu vinum og hversu góð erum við þá? Kannski er það þess vegna sem allt er að fara Andsk... til hérna í heiminum.Við þurfum að vera meðvitarði um hvernig heimurinn hangir saman. Þannig að það sem ég vildi óska og ég vona að þið sem lesið þetta, hugsið aðeins um hver er okkar ábyrgð sem einstakings. Það er ekki nóg að sitja í sínu eigin húsi, íbúð og gagnrýna hvernig heimurinn er orðinn, við þurfum öll að vera með til að lyfta þessu verkefni. Hugsið ykkur ef bara 50 prósent af jarðarbúum, inni markvisst að því að gera sig að betri manneskju, og upplifa sig sem hluta af einu lífi, þessi 50 prósent umgangast kannski ekstra 20 prósent, þá erum það 70 prósent, , þessi 70 prósent umgangast, 20 í viðbót þá erum við 90 prósent, og þá erum við strax kominn upp í 100 prósent . Þá erum við komin í alheimskærleika/Eitt líf. Þar sem við öll finnum okkur hluta hver af öðru. Mörg af ykkur hugsa örugglega þetta er ansi naívt, en það er líka leið til að taka ekki ábyrgð. Um leið og maður stendur afsíðist og hæðist, þá tekur maður afstöðu, Þetta höfum við gert of lengi, nú held ég að ef einhverntíma, þá sé tími breytinga miklivægur. NÚNA,
Ég vona að sem flestir vilji vera með. Hvað er mikilvægara í lífi allra en Alheimsfriður.
Ef ekki í þessu lífi, þá því næsta.
Róm var ekki bygð á einum degi.
<!--[if !supportLineBreakNewLine]-->
<!--[endif]-->
En einhversstaðar verðum við að byrja og hvers vegna ekki í dag?
Þetta er ekki svo flókið, hver sem við erum , hvar sem við erum, hverrar trúar sem við erum, þá er þetta allt um að finna kjarnan í Kærleikanum, hann finnum við bara ef við vitum hvað það er sem þarf að gera til að komast þangað, það er heldur ekki svo flókið, þú þarft ekki að vita svarið, en þú þarft að vita hvað þú vilt spyrja um. Því svarið liggur í hverjum og einum !
Sumt af þessu hef ég skrifað áður, en sumir hlutir eru bara þannig að það þarf að segja þá oft.
Ljós til ykkar allra frá mér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.4.2007 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Reiðin og krafturinn
13.4.2007 | 22:18
Er núna ein heima, Gunni og Sól fóru til Íslands í dag og verða í 9 daga.Og í dag þegar ég kom heim úr vinnuni var 30 stiga hiti fyrir framan húsið !!!
Ég hef verið að velta fyrir mér í dag og í gær hvað ég ætti að skrifa um, hvað er það sem ég rekst á bæði á bloggheimi og í daglega lífinu. Það er nefnilega oft góður innblástur í bæði hvað er mikilvægt fyrir mig að vinna með,eða minna mig á, en gæti einnig verið innblástur fyrir einhver ykkar að lesa.
Ég ætla að skrifa um skapið, reiðina og kraftinn.
Þó svo ég verði ekki oft reið í dag, þá þekki ég svo vel þessa tilfinningu sem læðist inn og hitar upp kroppinn, gefur smá hita í höfuðið og magann. Reiðin er kraftur, sem hægt er, að mínu mati að umbreyta í jákvæðan kraft.
Ég hef af mínum nánustu verið þekkt alla tíð fyrir mitt rosalega skap.
Hef varla verið í húsum hæf vegna skapofsa. Hugsa oft til blessaðra foreldra minna og systur sem hafa þurft að lifa með sitt af hverju. Þetta var ekki auðvelt, hvorki fyrir mig, né þá sem umgengust mig.
Bara sem dæmi að í gegnum mörg ár þjáðist ég af þeirri hugsun að ég væri á vitlausum stað, eins og að ég væri að spila hlutverk, en ég væri í vitlausi mynd og þar af leiðandi væri ég í vitlausu hlutverki. Þettað framkallaði mörg skapofsaköst, mikla sorg, mikinn lífsleiða, sem börnin mín og mínir nánustu þurftu að lifa við.
Mamma mín sagði mér síðast þegar ég var á Íslandi að þegar ég var lítil og fékk ekki það sem ég vildi varð ég svo brjáluð að ég hljóp upp í flekkjum, það var engin leið að ráða við mig :o))
Þannig að ég hef allt mitt líf verið að troða þessu skapi mínu í kassa og setið ofan á lokinu svo skapið kæmist ekki út.Því þetta skap var rangt og mátti ekki vera þarna. Við þetta hef ég notað ómælda orku.
Ég var svo á dagsnámskeiði hjá Gordon Davidson í Kaupmannahöfn fyrir tveim árum þar sem við unnum að því að skilja okkur sjálf, út frá undirmeðvitund, persónu og sál. Áttum við þá hver fyrir sig að segja hvað það var í fari okkar sem við litum á sem okkar versta óvin. Ég var fljót til að svara og sagði að ég væri með svo hræðilegt skap , sem hefði ollið mér og mínum nánustu, miklum raunum. Þessi yndislegi maður leit brosandi á mig horfði í augun á mér og sagði: ÞETTA ER GJÖF!! Ég fann að ég varð eitthvað einkennileg inni í mér, en fann samt einhverja gleði yfir því, sem er svo stór hluti af mér, gæti ég kannski sæst við. Við ræddum svo þessa hluti fram og til baka.
Í hugleiðslu á eftir áttum við að sjá fyrir okkur það sem við meintum að væri versti óvinur okkar. Ég sá að sjálfsögðu REIÐINA sem risastóra eldkúlu. Ég upplifði þessa eldkúlu í dálítinn tíma, skoðaði hana og velti henni fyrir mér. Eftir dágóða stund fór kúlan að breytast, formaði sig öðruvísi og fékk annan lit, sá ég svo að allt í einu varð eldkúlan að risa stóru LJÓSI , jafn stór og eldkúlan var. Þarna sá ég að í raun var þetta sami krafturinn, en það eru mismunandi leiðir að nota hann.
Það eru tvær hliðar á öllu, gott og vont, sorg og gleði, og så videre. Ég hef rosalegt skap, skapið er kraftur, sem hægt er að nota jákvætt, og neikvætt, ég hef oft notað þennan kraft jákvætt, en alltaf bara hleypt kraftinum út úr kassanum pínu lítið í einu, því ég hef verið svo hrædd um að missa stjórn á kraftinum. Ég notaði kraftinn þegar ég skildi við fyrri manninn minn, valdi að hætta á Kópavogshæli þar sem ég hafði unni í mörg mörg ár. Ég notaði kraftinn þegar ég var í Myndlista og handíðaskólanum í Reykjavík, ég notaði kraftinn þegar ég og Gunni fluttum til Danmerkur með Sigga og Sigyn, með íbúð í mánuð, enga vinnu, enga dönsku ekki neitt, ég notaði kraftinn þegar ég fór til Þýskalands, fór á milli Lista Akademía og sótti um inntöku, þrátt fyrir aðvörunarorð frá Íslandi að það þýddi ekkert að sækja um í Þýskalandi þegar maður væri yfir 30 ára. (ég var þá 34 ) Ég notaði kraftinn þegar ég var þessi 3 ár í Dusseldorf , bjó í Danmörku, en ferðaðist fram og til baka milli DK og Þýskalands.,
Ég hef líka mjög oft notað neikvæðu hliðina, verið skapvond, reið það versta er þegar ég hef verið vond og óréttlát við börnin mín, foreldra mína eiginmann og vini mína. Þarna og oft annarsstaðar notaði ég Kraftinn. ( jákvæðu hliðina og neikvæði ) En það sem gerðist núna, á þessu námskeiði hjá Gordon var að það sem hafði verið skapgerðargalli, og pínt mig svo mikið í öll þessi ár, fékk núna aðra merkingu, þetta var GJÖF þegar ég hafði tekið hann/Kraftinn í sátt og gert hann að hluta að mér. Núna hef ég tekið Kraftinn fram, og þori að vera með honum. Ég nota hann mikið. Sérstaklega í þeirri andlegu leit sem ég er í núna. Hann kemur að miklu gagni núna þegar ég hugleiði. Ég finn að ég get stjórnað honum. Ég finn að ég er ekki krafturinn, en ég get notað hann þegar ég vil og þarf á að halda. Hann er hluti af mér, en hann er ekki ég. Það að geta ekki stjórnað honum er svipuð tilfinning og að vera með brjálaðan hund sem ekki er hægt að ala upp. Hann er hluti af manni, en er samt ekki maður sjálfur, við lokum hann bara inni, þá eru enginn vandræði og hann gerir ekki pínlega hluti þegar aðrir sjá til. En að vera með hund sem er vel upp alinn og maður þekkir og það vel að maður veit hvernig maður á að bregðast við öllum merkjum frá honum og hann bíður og vonast eftir að geta gert eitthvað fyrir húsbónda sinn, er yndisleg tilfinning sem gefur öllum í kringum hann mikla gleði (ég veit allt um þetta með hunda af eigin raun. Á tvo: Iðunni og Lappa).
Það sama er með skapið og í raun og veru allt það sem við höfum hver fyrir sig í okkur. Ég held að það besta sé að skoða það sem hrærist í manni, virða það og elska, og allt í einu einn daginn er það ekki okkur fötur um fót, heldur það sem á samleið með okkur í þessu lífi.
Vonandi gefur þetta allt saman einhverja meiningu fyrir ykkur. Þetta að uppgötva að svona stór hluti af mér væri gjöf var eins og segja já við hinum helmingnum af manni sjálfum!
Maður verður heill. Með allan þennan kraft!
Það eru enginn takmörk fyrir því sem við getum gert saman,
ég og hann/Krafturinn!
Ljós til ykkar frá mér
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Hvað getur hjónabandið gert fyrir þig ?
10.4.2007 | 06:47
Hjónaband og sambúð, oft hefur það verið bölvað basl hjá mér. Er líka gift í annað sinn. Ég get sagt með báða þessa kæru menn að þeir hafa hjálpað mér mest af öllum. Hjálpað mér að slípa kanta í persónuleikanum, sem ég hefði ekki gert, hefði ég búið ein allt mitt líf.
Ég hugsa oft til fyrstu áranna, með mínum fyrri manni. Ég var alveg hroðalega hrædd um að vera svikin, ég var bundin og hlekkjuð í tilfinningar mínar. Ég hélt dauðahaldi í hann, með miklum látum, það var eins og ég vissi að einn daginn væri þetta búið og það yrði svo sárt. Ég kveið því alla okkar sambúð. Ég reyndi með öllum mögulegum og ómögulegum ráðum að hindra það óumflýjanlega, setti fullt af reglum, þú mátt ekki þetta þú mátt ekki hitt. Hélt að ef ég hefði fingurnar í öllu gæti ég stjórnað þessu. En var allan tímann þegar ég hugsa til baka að hræðast endalokin, að verða meidd. Skrítið í dag að hugsa um þetta. Því núna er þetta allt mjög lógiskt fyrir mér.
Ég og hann vorum að klára ákveðin karmisk bönd sem þýddu sársauka á tilfinningalífinu, sem hjálpuðu mér ennþá eitt skref í þroskanum. Þegar ég lít til baka er ég mínum fyrrverandi mjög þakklát og ég sé hversu mikinn greiða hann hefur gert mér. Eitt var sem hann hafði, sem ég aldrei þurfti að hafa áhyggjur af. Það var að hann hafði stjórn á peningamálum. Fullkomna stjórn.
Eftir þetta hjónaband ákvað ég að vera ein og ekki láta særa mig aftur.Á þessum tíma sem ég var ein ca 6 ár sá faðir minn um mín peningamál, þannig að ég hafði enga ábyrgð á þeim málum. En viti menn: Ég hitti hann Gunna minn. Þegar við hittumst var eins og svona ætti þetta að vera, við áttum að vera saman. En þetta var oft hreint helvíti. Ég tók allt frá fyrra sambandi yfir í seinna samband. Núna ætlaði ég sko að vera á vagt, og hann mátti ekki hitt og hann mátti ekki þetta. Ég stjórnaði öllu, og fannst að núna gæti ekkert komið óvænt uppá og eyðilagt. Ég vissi samt innst inni að við yrðum saman restina af okkar lífi. En samt, allur er varinn góður.
Hann var ljúfur sem lamb, í fyrstu... Hann hafði þó galla sem voru svo erfiðir fyrir mig, og sem ég virkilega þurfti að taka á mínum stóra til að geta haldið út. Hann hafði ekki stjórn á peningamálum. Ég reyndi allt til að breyta þessu. ALLT! Nema að kíkja á sjálfa mig. Ég hótaði og ég hótaði, ef hann ekki tæki sig á í peningamálum þá... Skrítið að hugsa um þetta núna. Því núna get ég séð að á þessum sviðum, peningamálum vantaði mig að þroska sjálfa mig, ég hafði alltaf haft einhvern sem sá um þessa hluti fyrir mig, og núna var ég svo heppinn að fá mann sem var eins og ég í þessum efnum, hans vandamál var bara að ég tók það sem sjálfsagðan hlut að hann gerði þetta. Ég gerði mér svo hægt og rólega grein fyrir að ef ég einhverntíma ætlaði að losna út úr peningavandamálum yrði ég að sýna einhverja ábyrgð. Ég vissi að við gætum alveg borgað það sem þyrfti að borga, en að þetta lægi ennþá dýpra. Og það þyrfti ég að horfast í augu við.
Við fáum hvert verkefnið á eftir öðru og við fáum það þangað til við leysum það. Þannig að núna deilum við hjónin ábyrgðinni. Og ég hef yfirblik yfir hvernig staða okkar er. Ekki eins og strúturinn sem stingur höfðinu í sandinn og heldur að þá sé allt ok. Þetta var harður lærdómur,fannst mér þá en í raun ekki harðari en annað sem ég hef tekist á við Ég sé í dag að þetta var bara nýtt verkefni sem ég þurfti að ákveða að leysa.
Eins og ég skrifaði fyrr var Gunni minn eins og lamb í byrjun, lét mig bara ráða svona til að sjá hvernig hlutirnir færu held.ég. En einn daginn fór minn maður að hafa skoðun á hinu og þessu og fór hitt og þetta, það gerðist ekkert vont, en ég var svo hrædd. Þegar við til dæmis fórum á þorrablót , hafði ég arnaraugu á honum, til að ekkert færi fram hjá mér, var fljót að misskilja og halda allt mögulegt. Þetta var að sjálfsögðu mjög erfitt fyrir okkur bæði. Ég hef svo smám saman þurft að sjá að ég hafði vandamál og ég yrði að leysa það ef ég ætlaði hreinlega að vera hér á jörðinni. Ég varð fyrir það fyrsta að treysta honum og einnig að sjá hann sem sálfstæða manneskju sem væri ekki hluti af mér, en hann hafði sínar eigin meiningar og hann gat í raun gert það sem hann vildi. Hann þurfti t.d ekki að taka til ef honum fyndist ekki þörf á því. Ef mér finndist skítugt hérna heima, er það ég sem geri eitthvað í því. Því ef honum finnst það ekki, þá finnst honum það ekki. Ef hann vill á þorrablót og gera allt mögulegt, þá má hann það. Ég ræð engu um það. Þvílíkur léttir!!! Allt í einu var eins og öll bönd losnuðu. Hann gat gert það sem hann vildi, ég get gert það sem ég vil.
Ég fer aldrei út að skemmta mér, finnst það bara ekkert gaman. Á hann þá aldrei að fara út að skemmta sér. Ef ég sneri dæminu við. Hann ræður öllu, og vill að við gerum hitt og þetta, og ég verð líka að gera það. Nei, þá er betra með frjálsan vilja. Við gerum það sem við hver fyrir sig viljum (ég og Gunni), og oftast er það þannig að við viljum það sama, en stundum viljum við ekki það sama. Og það er fínt.Ég sé núna samhengið í þessu út frá stærra perspektífi. Ég sé minn fyrrverandi hjálpa mér með að vinna með tilfinningar mínar, sem gætu heitið að eiga! Hann sýndi mér svart á hvítu að við eigum ekki hvort annað. Við eigum samleið stundum stuttan tíma til að kenna hvort öðru og klára karma. Svo er það stundum búið. Gunni kenndi mér að bera ábyrgð og að sleppa. Það er svo mikill léttir að finna að maður á samleið, en við eigum ekki hvort annað. Ég finn mjög sterkt þá tilfinningu að ég hef ábyrgð á mér, en er hluti af öllu öðru, en ég ræð ekki yfir öllu öðru. Það sem oftast er sárast að lifa og sætta sig við er það sem flytur mann sem mannesku til manneskju sem skilur og dæmir ekki.
Smá skemmtileg mynd sem ég hef oft í höfðinu á mér, sem við þekkjum örugglega öll. Hef átt svona leikþátt með báðum mönnunum mínum.
Við erum ósammála. Ég byrja á að segja þú ert alltaf....... hann segir þú gerir altaf..... svo keyrir þetta áfram með hrópum og látum, inni í höfðinu á manni, veit maður hvað kemur næst því þetta er 95. sýning af sama leikþætti. Við endurtökum okkur alltaf. Ég kasta pönnuni, hann kastar pottinum ég kasta skeiðinni, hann kastar gaflinum. Þetta höfum við gert í mörg ár, mörg líf. Einn daginn og þar finnst mér ég vera núna hugsa ég, þetta hef ég gert í mörg líf, hvað hef ég fengið út úr því? Ekkert, kannski ætti ég að prófa eitthvað annað, og þá hefst nýtt tímabil og nýr þáttur aðeins betri en sá fyrri, því vonandi er ég komin þangað að ég geri mér grein fyrir að við höfum það best ef við sýnum hvert öðrum kærleika og umburðarlyndi. Ég næ engu með hótunum. Sjáum þetta í stærra samhengi. Við getum kíkt á lönd með einræðisherrum. Þeir ráða öllu og halda öllum í klóm sínum. Fólk fær ekki að hugsa sjálfstætt, og það fær ekki að flytja úr landi. Margir reyna að flýja land og finna samastað í öðrum löndum. Þegar ég var lítil hugsaði ég. Ef allar ríkisstjórnir væru góðar og þjónuðu þegnum sínum, myndi enginn vilja flýja land, allir vildu búa þar sem kærleikurinn ríkir Þá væri enginn landsflótti. En ef við viljum reka heimili okkar eins og einræðisherrar, vill enginn vera þar. Þannig að það sama gildir á heimilum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og löndum. Besti árangurinn næst með kærleika. Til þegna sinna, til fjölskyldunnar sinnar til sín sjálfs.
Ég vil þakka fjölskyldu minni vinum og öllum þeim sem ég hef haft samskipti við fyrir að hafa hjálpað mér í gegnum þroskabrautina sem ég hef farið í þessu lífi
Ljós og friður til ykkar á þessum fallega þriðjudegi.
Við erum örugglega hversdagshetjur, hver á sinn hátt !
9.4.2007 | 15:47
Þá eru páskarnir að verða búnir. Það hefur verið mikið um að vera með góða gesti og góðan anda. Ég er samt dauðþreytt eins og ég oftast er erftir mikla samveru með öðrum.
Þegar gestirnir fóru frá okkur í morgun, Siggi (sonur okkar) og Elana vinkona okkar fórum við í matarboð hjá Ullu og Claudiu sem búa hérna rétt hjá. Það var yndislegt eins og alltaf.
Núna erum við heima bara litla fjölskyldan, Sól, Gunni, ég og dýrin. Það er svo mikilvægt með góða vini, þetta ræddum við mikið um í dag hjá Ullu og Claudiu. Ulla er frá hinu gamla Vesturþýskalandi og Claudia er frá gamla Austur Þýskalandi.
Við ræddum um það að vera einn og ekki hafa neinn til að deila sér og lífi sínu með. Eins og margir af því flóttafólki sem fer til annarra landa. Það er mikið af flóttafólki hérna í Danmörku, og þetta fólk hlýtur að hafa það erfitt. Eitt er að þau flýja frá landinu sínu til annars lands, annað er svo að koma í nýja landið og finnast maður vera óvelkominn, sem flest þetta fólk er. Við ræddum um fjölda dæma sem við þekkjum eða höfum heyrt um hversu þetta fólk oft má líða. Það eru dæmi um fólk sem hefur komið til Danmerkur sem fjölskylda, svo er hluti af fjölskyldunni sendur til baka til að lenda í hræðilegum pyntingum, og koma svo aftur til Danmerkur eftir flótta frá pyntingum. Þurfa svo að fara í gegnum systemið aftur og svo fá leyfi til að vera. Flestir koma aleinir og þurfa að byrja upp á nýtt mð allt. Tungumál, menntun, og status í þjóðfélaginu.
Við fjögur höfum öll flutt frá okkar föðurlöndum, en með frjálsum vilja. Claudia þekkir tilfinninguna betur en við þar sem hún fór frá allri sinni fjölskyldu frá einum degi til annars til Vestur Þýskalands.
Danmörk er orðið mjög lokað land fyrir bæði innflytjendur og flóttafólk.
Danir sem kynnast útlendingum og vilja flytja heim með nýum maka, gera það ekki bara sísvona. Það þarf að eiga mikla peninga inni á bankabók, vera komin á ákveðin aldur og eiga/hafa íbúð. Margir flytja til Svíþjóðar og búa þar í langan tíma.
Elena vinkona okkar sem kemur hingað á öllum hátíðum,fríum og öðrum tækifærum er frá Hvíta Rússlandi. Þar er einræðisherrann Ljúkchenko, og átandið er mjög slæmt. Mikil fátækt. Systir Elenu sem kemur hingað einnig oft kom hingað sem aupair stúlka fyrir nokkrum árum. Vann við það í eitt ár. Menntaði sig svo til Leikskólakennara. Hún kláraði það með glans núna um jólin. Núna hefur hún búið í DK í 5 ár og á að flytja heim í júli, ef hún hefur ekki gift sig með dana. Þetta er náttúrulega mjög sorglegt að vera neyddur til að flytja vegan laganna í landinu. Auðvitað er þetta dæmi ekki slæmt miðað við svo mörg önnur, en þar við stöndum svo nálægt þessu finnur maður fyrir þeirri sorg sem er að geta ekki ráðið yfir sínu eigin lífi.
Önnur hlið sem oftast er á öllum málum, er að þegar hún fer til Hvíta Rússlands getur hún verið með til að upplýsa þá sem hún er með um að það eru til aðrar leiðir að lifa og stjórna landi en er í Hvíta Rússlandi. Elena systir hennar kom til landsis fyrir 10 árum. Hún kynntist dönskum manni, þau urðu ástfanginn og hún flutti hingað.
Elena er menntuð sem verkfræðingur. En það fékk hún ekki metið hérna í Danmörku þegar hún flutti hingað. Þannig að hún þurfti að taka hluta í menntaskóla til að fá danskt stúdentspróf og er núna að lesa nanoteknologi á öðru ári. Hún er fyrir mér algjör hetja sem ekki tekur bara örlögum sínum heldur tekur örlög sín í eigin hendur. Eins og við öll getum gert þegar á móti blæs.
Ég er núna að lesa frábæra bók um aðra hetju sem heiti Ayaan Hirsi Ali.
Ljós og friður til ykkar sem örugglega eruð líka hetjur hver á sinn hátt.
Steina
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)