Ég ber ábyrgð á því sem ég skrifa hérna og þið berið ábyrgð á því hvernig þið takið því sem ég skrifa hérna

 

 28411237.CRW_3774
Dagurinn alveg yndislegur, þau sem ég hugleiði með komu og við vorum að undirbúa ferðina okkar til Genf. Við áttum góðan dag þar sem við náðum miklu. Lásum það sem lesa þurfti og áttum yndislega hugleiðslu. Þau voru að fara núna, Í kvöld ætla ég að slappa af og horfa á sjónvarpið, get það næstum aldrei vegna tímaskorts. Elena sem er með mér í hugleiðsluhópnum kom í gærkvöldi og sátum við og spjölluðum til kl. Ca 2. Þegar við svo vöknuðum í morgun, þurfti að ná fullt af hlutum áður en fólkið kom. En þetta náðist sem betur fer allt í tíma.

Ég sé á því sem ég hef verið að skrifa undanfarið að þetta er svona flokkaskipt, þannig ætla ég nú ekki að hafa það alltaf, en hef samt einn hluti, sem passar vel með hinum fyrri, og ætla ég að skrifa svolítið um það. Þar að segja Ábyrgð.  


Að axla ábyrgð, Við erum svo góð að taka yfirborðslega ábyrgð á fjölskyldum okkar þó svo að við munm ekki alltaf eftir því að það fylgir ábyrgð öllu því sem við segjum, hugsum, og tökum því sem er sagt við okkur. Sem þýðir að við tökum sjálf ábyrgð á því hvernig við tökum þeim hlutum sem eru sagðir við okkur. Við berum mikla ábyrgð á því sem við hugsum, sérstaklega vil ég meina að við eigum að vera mjög meðvituð hvað við hugsmum um fólk og segjum, því það er mikill máttur í hugsunum, og orðum. En svo kem ég að öðrum viðameiri hlutum. Þá höfum við SKOÐUN, en tökum ekki ábyrgð, og ég velti fyrir mér hér og nú, hver er munurinn, Jú við höfum skoðun á hinu og þessu í heiminum, við höfum skoðun á að allir eiga að vera jafnir, allir eiga að hafa mat í
5magann, og þak yfir höfuðið, allir eiga að fá mannsæmandi laun fyrir vinnuna sína. Öll dýr eiga að vera frjáls og útigangandi, og helst borða lífrænt fæði og ekki vera nærð hvort á öðru, dýra hitt og dýra þetta. Það er örugglega enginn í vafa um þessa hluti. Þá kemur að hinum þættinum. Hvað er að taka ábyrgð, Við tökum hreinlega ekki ábyrgð. Þegar við förum út að versla, kaupa flestir það ódýrasta. Við kaupum ódýran kjúkling, 5 í pakka á engan pening, það eru garanterað búrdýr sem hafa aldrei sólina séð, eða snert annað en steypt gólf. Við förum í verslanir það sem hægt er að kaupa ódýrt, t.d er hérna í DK, verslun sem heitir Søstrene Grene, eða eitthvað þess háttar. Voða ódýr, fullt af flottum hlutum, ensult spyrjum við okkur sjálf, af hverju er þetta svona ódýrt? Það er orðið svo mikið af ódýrum vörum um allt að það er næstum óhuggulegt hversu ódýrt er að lifa. Þá spyr ég, hver borgar brúsan. Þegar við tökum ábyrgð, ættum við í hvert sinn sem við verslum og sjáum kakó á 5 kr. Dk að spyrja okkur sjálf, hver borgar þetta svo ég geti lifað svona ódýrt. Við heyrum um fólk í Kína sem fær 6000 ísl kr í mánaðarlaun, það er ekki skrítið að öll stóru fyrirtækinn flytji þangað. Við heyrum um barnaþrælkun á Indlandi og fl stöðum, vitum við hvort við erum að styðja barnaþrælkun eða ekki þegar við alltaf förum eftir því ódýrasta.. Við tökum heldur ekki ábyrgð á jörðinni sem við lifum á. Við kaupum ódýrasta þvottaefnið (eða það sem hefur bestu lyktina) við kaupum óendanlega mikið klósettpappír. Við hendum og hendum, en hvert fer allt það sem við hendum?

Ansi skondið að ég sé að skrifa um þetta, því ég ætlaði í raun að skrifa um annarsskonar ábyrgð, eða ábyrgð í starfi, verkefnum, og þess háttar.  Ég hef alltaf verið mjög góð að hafa skoðun á hinu og þessu, setja hluti í gang, vera driffjöðurinn “í bakgrunninum”, þarna hef ég haft það fínnt. Einnig hérna heima, er það Gunni sem þarf að fara út og tala við bankann, smiðinn, og allt það sem hefur með heimilið að gera útávið. En ég segi honum að gera þessa hluti. : Gunni þú verður að fara að tala við pípulagningamanninn, “bara dæmi”. Ég hef ekki verið sú sem fer út og redda þessu, en ég sé til að þessu sé reddað. Svona hefur þetta verið í flestum listaverkefnum sem ég hef tekið þátt í, ég fæ hugmyndina, set fólk í gang, en er sjálf í bakgrunninum. Þetta er þó orðið öðruvísi í skólanum þar sem ég er skólastjóri. Í byrjun voru það tveir aðrir og ég sem störtuðum skólanum, og við stjórnuðum saman, því sem þurfti að stjórana, en núna er skólinn orðin miklu stærri og þar af leiðandi varð að breyta forminu.  Núna er það sem ég stjórna og tek ábyrgð, en ég vil bara taka það fram að komast þangað að þora að taka þessa ábyrgð, var þyrnum strá leið. Ég þurfti faktiskt að komast þangað að finna út úr að það er í lagi að gera misstök !

Áður sá ég þetta mikið sem sjálfsagðan hlut að vera í bakgrunninum, en núna sé ég þetta í stærra samheingi. Þetta er flótti frá því að taka ábyrgð! Í því smáa og í því stóra. Þetta er virkilega hlutur sem ég verða að vera fókuseruð á. Ég hef alltaf talið mig mikið meðvituð um dýravernd, barnaþrælkunina, og þess háttar, hef allavega haft mikla skoðun á þessu. En þegar ég borðaði kjöt þá keypti ég oft ódýran kjúkling, búrkjúkling. Ég kaupi oft vörur íburh_ns_468_jpg_242286a ódýrum verslunum, en fæ oftar og oftar samviskubit! En það er ekki nóg. Ég er hluti af þessu öllu saman og ég verð að vera með til að bera ábyrgð á því sem er að gerast í heiminum, Jafnt í smáu sem stóru. Ég vil  vera fókuseruð/meðvituð á ábyrgð á öllum plönum! Eigum við ekki öll að gera það? Það er ekki nóg að hafa skoðun á því hvernig heimurinn er orðinn í dag og það eru flestir sem hafa, Hátt !

Sannleikurinn er að mínu mati sá að við berum öll ábyrgð á því hvernig hlutirnir eru í heiminum í dTIB1012~Meditation-Drop-Postersag, hungur, og þjáning, misjöfn lífsgæði, ill meðferð á dýrum og margt margt fleira. En það er ekki mitt að dæma, það er mitt að skoða hvað er það sem ég get gert öðruvísi til að vera með til að breyta því sem breyta þarf hjá mér, sem breiðsir sig svo út til annarra sem einnig verða meðvitaðir og svo breiðist þetta út eins og hringur í vatni

 sult2

Ég er mjög upptekin af því sem gerist í heiminum, og mjög upptekin af þvi hvað ég get gert til að gera heiminn betri stað að vera í. Finnst reyndar ekkert annað eins mikilvægt og spennandi og það. Þess vegan  vinn ég með mig með það fyrir augum að ég vil vera með til að lyfta okkur á jörðinni yfir í það jákvæða. Ég vinn með mig, og reyni að verða betri manneskja og fá tilfinningu fyrir því að við erum öll eitt, og að við komum hvert öðru við. Þá lyftist meðaltalið á jörðinni pínu, pínu, pínulítið hærra. Ef við hver fyrir sig vinnum með okkur, gerum okkur að betri manneskjum, þar sem við sjáum okkur sem hluta af heildinni og stefnum öll að sama máli að gera heiminn að góðum heimi, þá komumst við hægt og rólega yfir í jákvæða meðaltalið. Ég held að við öll höfum miklu meiri ábyrgð en við gerum okkur grein fyrir. Ég veit að auðvitað er fullt af góðu fólki á jörðinni, en flest pössum við okkur sjálf, viljum sem minnst vita af öðrum en okkur, fjölskyldunni og nánustu vinum og hversu góð erum við þá? Kannski er það þess vegna sem allt er að fara Andsk... til hérna í heiminum.Við þurfum að vera meðvitarði um hvernig heimurinn hangir saman. Þannig að það sem ég vildi óska og ég vona að þið sem lesið þetta, hugsið aðeins um hver er okkar ábyrgð sem einstakings. Það er ekki nóg að sitja í sínu eigin húsi, íbúð og gagnrýna hvernig heimurinn er orðinn, við þurfum öll að vera með til að lyfta þessu verkefni. Hugsið ykkur ef bara 50 prósent af jarðarbúum, inni markvisst að því að gera sig að betri manneskju, og upplifa sig sem hluta af einu lífi, þessi 50 prósent umgangast kannski ekstra 20 prósent, þá erum það 70 prósent, , þessi 70 prósent umgangast, 20 í viðbót þá erum við 90 prósent, og þá erum við strax kominn upp í 100 prósent . Þá erum við komin í alheimskærleika/Eitt líf. Þar sem við öll finnum okkur hluta hver af öðru. Mörg af ykkur hugsa örugglega þetta er ansi naívt, en það er líka leið til að taka ekki ábyrgð. Um leið og maður stendur afsíðist og hæðist, þá tekur maður afstöðu, Þetta höfum við gert of lengi, nú held ég að ef einhverntíma, þá sé tími breytinga miklivægur. NÚNA,
Ég vona að sem flestir vilji vera með. Hvað er mikilvægara í lífi allra en Alheimsfriður.
transmission_meditation
Ef ekki í þessu lífi, þá því næsta.
Róm var ekki bygð á einum degi.
<!--[if !supportLineBreakNewLine]-->
<!--[endif]-->

En einhversstaðar verðum við að byrja og hvers vegna ekki í dag?

Þetta er ekki svo flókið, hver sem við erum , hvar sem við erum, hverrar trúar sem við erum, þá er þetta allt um að finna kjarnan í Kærleikanum, hann finnum við bara ef við vitum hvað það er sem þarf að gera til að komast þangað, það er heldur ekki svo flókið, þú þarft ekki að vita svarið, en þú þarft að vita hvað þú vilt spyrja um. Því svarið liggur í hverjum og einum !

 

 Sumt af þessu hef ég skrifað áður, en sumir hlutir eru bara þannig að það þarf að segja þá oft.

Ljós til ykkar allra frá mér.

20061013100739_6


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ég ætla að gefa þér það mikilvægasta sem ég get gefið núna en það er þögnin mín!  Allt sem þú segir er 1000 orða verðugt og það veit sá almáttugi að þegnar eins og þú eru eftirsóknarverðir!  Þögnin er minn stuðningur og samþykki við málflutningi þinum!  Í bæn sameinumst við og eflum styrk sem er okkar allra!   Friður á ljúfum degi!

www.zordis.com, 15.4.2007 kl. 16:39

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þú gefur mikið Steina mín þér er mikið gefið!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.4.2007 kl. 19:40

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

-- takk, kæri Ljósgeysli! -- keep on baby.

Vilborg Eggertsdóttir, 15.4.2007 kl. 21:31

4 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 15.4.2007 kl. 22:28

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir umhugsunarverða pistla

Guðrún Þorleifs, 16.4.2007 kl. 05:53

6 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 16.4.2007 kl. 20:44

7 identicon

Þetta er svo satt, við erum alltof upptekin við að kaupa allt sem ódýrast, Þegar við fluttum fyrst til Dk vorum við svo ánægð með 5 kjúklinga á 100 kall, í dag mundi ég ekki setja þetta inn fyirir mínar varir, hugsa bara um hvernig fóður blessuð dýrin fá (öruggl. genasplæstan majs) og ekki geta aðstæðurnar verið upp á marga fiska. Það er td kveikt ljósið hjá kjúklingum allan sólarhringin, því meðan kveikt er borða þeir. Ég tilkynnti Sindra þegar ég var búin að lesa grein um þetta að héðan í frá kæmu ekki búrhænsna egg inn á okkar heimili

 En við þurfum líka að athuga að dýrar merkjavörur eru líka saumuð af börnum og konum eins og Nike og fleira. Var að lesa hér um daginn að Vero Moda föt eru saumuð af börnum 15 tíma á dag 24/7, Fyrir nokkrar krónur á mánuðu. Svo erum við að kaupa allt sem ódýrast til að geta sankað að okkur sem mestu. Og fyrir utan það hvað framleiðendur fá lítið fyrir vöru sína, þá er ég að hugsa um vörur frá 3 heiminum, þá þurfum við líka að hugsa um hver gæði varanna er, er þetta mikið sprautað og hvernig fóður fá dýrin osfr.

Við getum breytt þessu með að kaupa lífrænt og fairtrade vörur og muna það að því fleiri sem kaupa því ódýrari munu þessar vörur verða... Og að sjálfsögðu að hugsa fallega  

Kærleikur til ykkar allra

Jóna Björg (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 09:04

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

sammála þér Jóna Björg.

Kærleikur

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.4.2007 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband