Reiðin og krafturinn

 

 Er núna ein heima, Gunni og Sól fóru til Íslands í dag og verða í 9 daga.Og í dag þegar ég kom heim úr vinnuni var 30 stiga hiti fyrir framan húsið !!!med3

Ég hef verið að velta fyrir mér í dag og í gær hvað ég ætti að skrifa um, hvað er það sem ég rekst á bæði á bloggheimi og í daglega lífinu. Það er nefnilega oft góður innblástur í bæði hvað er mikilvægt fyrir mig að vinna með,eða minna mig á, en gæti einnig verið innblástur fyrir einhver ykkar að lesa.

 

 

 

Ég ætla að skrifa um skapið, reiðina og kraftinn.

Þó svo ég verði ekki oft reið í dag, þá þekki ég svo vel þessa tilfinningu sem læðist inn og hitar upp kroppinn,  gefur smá hita í höfuðið og magann. Reiðin er kraftur, sem hægt er, að mínu mati að umbreyta í jákvæðan kraft.

Ég hef af mínum nánustu verið þekkt alla tíð fyrir mitt rosalega skap.
Hef varla verið í húsum hæf vegna skapofsa. Hugsa oft til blessaðra foreldra minna og systur sem hafa þurft að lifa með sitt af hverju. Þetta var ekki auðvelt, hvorki fyrir mig, né þá sem umgengust mig.
2724_DOS_ Lykke_Sand_Michelsen_2
Bara sem dæmi að í gegnum mörg ár þjáðist ég af þeirri hugsun að ég væri á vitlausum stað, eins og að ég væri að spila hlutverk, en ég væri í vitlausi mynd og þar af leiðandi væri ég í vitlausu hlutverki. Þettað framkallaði mörg skapofsaköst, mikla sorg, mikinn lífsleiða, sem börnin mín og mínir nánustu þurftu að lifa við.

Mamma mín sagði mér síðast þegar ég var á Íslandi að þegar ég var lítil og fékk ekki það sem ég vildi varð ég svo brjáluð að ég hljóp upp í flekkjum, það var engin leið að ráða við mig :o))

Þannig að ég hef allt mitt líf verið að troða þessu skapi mínu í kassa og setið ofan á lokinu svo skapið kæmist ekki út.Því þetta skap var rangt og mátti ekki vera þarna. Við þetta hef ég notað ómælda orku.

Ég var svo á dagsnámskeiði hjá Gordon Davidson í Kaupmannahöfn fyrir tveim árum þar sem við unnum að því að skilja okkur sjálf, út frá undirmeðvitund, persónu og sál. Áttum við þá hver fyrir sig að segja hvað það var í fari okkar sem við litum á sem okkar versta óvin. Ég var fljót til að svara og sagði að ég væri með svo hræðilegt skap , sem hefði ollið mér og mínum nánustu, miklum raunum. Þessi yndislegi maður leit brosandi á mig horfði í augun á mér og sagði: ÞETTA ER GJÖF!!  Ég fann að ég varð eitthvað einkennileg inni í mér, en fann samt einhverja gleði yfir því, sem er svo stór hluti af mér, gæti ég kannski sæst við. Við ræddum svo þessa hluti fram og til baka.
MeditationLotus

 

Í hugleiðslu á eftir áttum við að sjá fyrir okkur það sem við meintum að væri versti óvinur okkar. Ég sá að sjálfsögðu REIÐINA sem risastóra eldkúlu. Ég upplifði þessa eldkúlu í dálítinn tíma, skoðaði hana og velti henni fyrir mér. Eftir dágóða stund fór kúlan að breytast, formaði sig öðruvísi og fékk annan lit, sá ég svo að allt í einu varð eldkúlan að risa stóru LJÓSI , jafn stór og eldkúlan var. Þarna sá ég að í raun var þetta sami krafturinn, en það eru mismunandi leiðir að nota hann.

 

 

Það eru tvær hliðar á öllu, gott og vont, sorg og gleði, og så videre. Ég hef rosalegt skap, skapið er kraftur, sem hægt er að nota jákvætt, og neikvætt, ég hef oft notað þennan kraft jákvætt, en alltaf bara hleypt kraftinum út úr kassanum pínu lítið í einu, því ég hef verið svo hrædd um að missa stjórn á kraftinum. Ég notaði kraftinn þegar ég skildi við fyrri manninn minn, valdi að hætta á Kópavogshæli þar sem ég hafði unni í mörg mörg ár. Ég notaði kraftinn þegar ég var í Myndlista og handíðaskólanum í Reykjavík, ég notaði kraftinn þegar ég og Gunni fluttum til Danmerkur með Sigga og Sigyn, með íbúð í mánuð, enga vinnu, enga dönsku ekki neitt, ég notaði kraftinn þegar ég fór til Þýskalands, fór á milli Lista Akademía og sótti um inntöku, þrátt fyrir aðvörunarorð frá Íslandi að það þýddi ekkert að sækja um í Þýskalandi þegar maður væri yfir 30 ára. (ég var þá 34 ) Ég notaði kraftinn þegar ég var þessi 3 ár í Dusseldorf , bjó í Danmörku, en ferðaðist fram og til baka milli DK og Þýskalands.,Happiness

 Ég hef líka mjög oft notað neikvæðu hliðina, verið skapvond, reið það versta er þegar ég hef verið vond og óréttlát við börnin mín, foreldra mína eiginmann og vini mína. Þarna og oft annarsstaðar notaði ég Kraftinn. ( jákvæðu hliðina og neikvæði ) En það sem gerðist núna, á þessu námskeiði hjá Gordon var að það sem hafði verið skapgerðargalli, og pínt mig svo mikið í öll þessi ár, fékk núna aðra merkingu, þetta var GJÖF þegar ég hafði tekið hann/Kraftinn í sátt og gert hann að hluta að mér. Núna hef ég tekið Kraftinn fram, og þori að vera með honum. Ég nota hann mikið. Sérstaklega í þeirri andlegu leit sem ég er í núna. Hann kemur að miklu gagni núna þegar ég hugleiði. Ég finn að ég get stjórnað honum. Ég finn að ég er ekki krafturinn, en ég get notað hann þegar ég vil og þarf á að halda. Hann er hluti af mér, en hann er ekki ég. Það að geta ekki stjórnað honum er svipuð tilfinning og að vera með brjálaðan hund sem ekki er hægt að ala upp. Hann er hluti af manni, en er samt ekki maður sjálfur, við lokum hann bara inni, þá eru enginn vandræði og hann gerir ekki pínlega hluti þegar aðrir sjá til. En að vera með hund sem er vel upp alinn og maður þekkir og það vel að maður veit hvernig maður á að bregðast við öllum merkjum frá honum og hann bíður og vonast eftir að geta gert eitthvað fyrir húsbónda sinn, er yndisleg tilfinning sem gefur öllum í kringum hann mikla gleði (ég veit allt um þetta með hunda af eigin raun. Á tvo: Iðunni og Lappa). 20060226134139_4

 
Það sama er með skapið og í raun og veru allt það sem við höfum hver fyrir sig í okkur. Ég held að það besta sé að skoða það sem hrærist í manni, virða það og elska, og allt í einu einn daginn er það ekki okkur fötur um fót, heldur það sem á samleið með okkur í þessu lífi.

Vonandi gefur þetta allt saman einhverja meiningu fyrir ykkur. Þetta að uppgötva að svona stór hluti af mér væri gjöf var eins og segja já við hinum helmingnum af manni sjálfum!

Maður verður heill. Með allan þennan kraft!

Það eru enginn takmörk fyrir því sem við getum gert saman,

ég og hann/Krafturinn!

 

Ljós til ykkar frá mér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já, reiði er oft réttlætistilfinning.  Ég var oft kölluð "litla Helka" í vinnunni minni á Landssímanum.  Núna leita ég uppbyggilegra leiða fyrir reiðina

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.4.2007 kl. 23:09

2 Smámynd: Elín Björk

Ég er ekki reið persóna - held ég, en krafturinn er eitthvað sem ég þekki.... takk fyrir góðan pistil Steina!

Knúsur og smúsur frá Spáni!

Elín Björk, 13.4.2007 kl. 23:37

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Einu sinni varð ég svo reið að ég rotaði næstum vinnuveitanda minn með hælaskóm. Um leið og ég reyndi að kyrkja hann með bindinu hans. Jammmm...reiði er máttug...og gott að lra að virkja hana jákvætt. Ég og vinnuveitandinn höfum bara verið fínir vinir síðan hann lifið af reiðina mína

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 23:53

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég er greinilega svo mikil gufa ... verð eiginlega aldrei reið! Finn heldur ekkert krauma undir niðri ... 

Guðríður Haraldsdóttir, 14.4.2007 kl. 00:01

5 Smámynd: www.zordis.com

Reiðin er eins og þú segir logandi orkubolti, er gerir okkur kleift að láta vaða, nýta þennan þátt betur!  Ég ætla að taka þetta til fyrirmyndar og sleppa sjálfsblekkingunni og beita orkunni minni á rétta staði þegar ég næ að snerta jörðina ......

www.zordis.com, 14.4.2007 kl. 08:20

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk fyrir góðan pistil, Steina.

Ég þekki þetta vel, ég var svo lengi full af reiði inn í mér.  Það var ekki oft sem ég sleppti henni út, því ég átti svo lítinn tilverurétt...fannst ég ekki mega, var hrædd um höfnun og svo framvegis.  

En ég er einmitt mjög þakklát fyrir að vera laus við að vera kraumandi að innan, með þennan hita í kroppnum og höfðinu, sem þú lýsir svo vel.

Ástarþakkir.  Ljós og knús til þín. 

SigrúnSveitó, 14.4.2007 kl. 09:29

7 identicon

Sæl kæra Steina og takk fyrir annað fallegt innlegg.

Þetta kannast ég mjööööög vel við. Þessi ofsi og oft ofbeldi sem honum fylgir hefur einmitt verið hundur í herberginu mínu í þó nokkur ár. Spilaði mikið golf hérna áður fyrr, settið og golfvöllurinn fékk oft mikið að finna fyrir því. Síðan færist þetta yfir á þá sem standa mér næst á seinni tímum og hefur það oft valdið mér og þeim miklu hugarangri og sorg. Ég finn samt  að þetta er að breytast, einmitt með að gera það sem þú talar um, viðkurkenna tilveru þessarar orku og játa hana einhvern veginn. Er að lesa The Power of Now eftir Eckhart Tolle. Hann talar mikið um þetta og alla orku eiginlega. Get eindregið mælt með öllu sem hann hefur skrifað.

Ég tók einmitt eftir því sama með kynorkuna, ef hún fór að gjósa á "miður góðum" augnablikum , þegar ég játaði hana og leyfði að vera fann ég þessa rosalegur orku flæða um mig og fór í einhversskonar trans hele ég bara.... það var mjög gaman

 Æðislegt líka að sjá hvað það eru margir að kommenta hjá þér og hafa áhuga á andlegum málefnum, það er vakning í gangi, ég finn það. Bráðum verða ekki fleiri fréttir úr Írak heldur af hugleiðslufundi á Kópaskeri

Guðmundur Bjarni (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 09:59

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri guðmundur, ég er sammála þér að það er vakning í gangi, reindar á mörgum plönum. sumir eru að vinna með sjálfa sig sem er hluti af þessu öllu,vilja verða betri manneskjur, en eru ekki í andlegu, en þó finn ég meira og meira að vinir mínir sem allir vita hvað ég stend fyrir, vilja gjarna fá ráð, til hugleiðsu eða annað sem tengist því andlega. það er mikilvægt að vinna á móti þeirri mynd að ef maður er andlegur, þá ertu öðruvísi en aðrir, sem gerir það að fara in á andlega braut erfitt fyrir marga, því margt fólk er hrætt við að vera ekki hluti af öðrum,daglega lífinu,  en gerir sér kannski ekki gein fyrir að það að trúa á það æðra gerir mann ekki skrítin, heldur allt annað. eða maður getur verið maður sjálfur, en fundið og deilt kærleikanum í sér til sín og annara. það er fyrsta skrefið, og það ættu í raun allir að geta, og ég get séð á bloggheimi að mjög margir hafa þennan kærleik og vilja deila með öðrum.  Maður verður ekkert heilagri en aðrir, en maður verður eitt með öllu, Lífi á jörðu og utan jarðar. Ljós til þín, og ykkar sem hafa verið svo dugleg að kommenter.

Steina frá sólinni í Lejre 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 10:45

9 identicon

Takk aftur Steina, Ég reyndar varð aldrei reið sökum brjálaðs ótta en eftir að ég fór að "vakna" þá opnaðist líka fyrir egóði og reiðina, sem ég lít á sem jákvætt, tel að maður þurfi að hafa upplifað hvorutveggja til að finna ballans. Nú erum við hjónaleysin að byðja fyrir því að verða ekki reið við börnin okkar og það er að virka, því heimili mitt er það síðasta sem ég vil að reiðin bitni á. Og einmitt að fókusera frekar á það jákvæða til að gefa því orku.

Það hefur barist soldið í mér þetta með að vera öðruvísi, kannski líka sérstaklega þar sem ég drekk ekki áfengi (og hafa það ekki að geta sagst vera alki) mér finst ég ekki hluti af fólki sem drekkur og er ekkert að pæla í andlegum efnum, heldur hluti af fólki sem er í þessu sama og ég. Þarafleiðandi upplifi ég mig öðruvísi þegar ég umgengst "venjulegt fólk" og verð stundum óörugg. En þetta er allt að koma þar sem ég er komin með auga á þetta enda erum við öll Guðs börn og sérstök á hvern okkar hátt.

jóna björg (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 14:07

10 Smámynd: halkatla

frábær grein og athugasemdir, reiði manns er eitthvað svo persónuleg en samt mjög erfitt að halda henni fyrir sjálfan sig...  megir þú eiga sólríkan og gleðilegan dag steina, og þið öll

halkatla, 14.4.2007 kl. 14:18

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kæra Jóna, , ég drekk ekki heldur og fannst það mjög erfitt í fyrstu, ég er líka grænmetisæta, ennþá skrítnari . það koma af og til athugasemdir, en ekkert slæmt. og bestu vinir taka fullt tillits til alls þessa. ég er sennileg ekki sú sem alltaf er boðið í partý, en sem betru fer. 

Það er mikilvægt að við öll sendum ljósið hvert til annars, í raun fyrir mér, erum við ekki einkamál, við erum öll hluti af því sama. í langan tíma hafa þeir sem þekkja esoteriska vinnu, og hafa þekkinguna, lokað sig mikið af í hópum og deilt því sem þeir upplifa hver með öðrum, og á margan hátt get ég vel skilið það,(ég er sjálf í andlegum hóp) en ég held að til að dreifa kærleikanum, og því andlega eigum við að koma út úr holunum, og vera öll saman. Nelson Mandela (sem er fyrir mér maður komin langt á brautinni) sagði þessi fallegu orð, sem mér finns svo sönn, ég hef birt það áður en geri það hérna aftur

Nelson Mandela's 1994 Inaugural Speech

 

Our deepest fear is not that we are inadequate

Our deepest fear is that we are powerful beyond measure, nelson_mandela

 

It is our Light, not our darkness, that frightens us.

We ask ourselves, who am I to be brilliant,

gorgeous, talented and fabulous?

 

Actually, who are you not to be?

You are a child of God.

 

 Your playing small doesn't serve the world. nelson_mandela

There's nothing enlightened about shrinking

So that other people won't feel insecure around you.

 

We are born to make manifest the Glory of God that is within us.

It's not just in some of us; it's in everyone.

 

And as we let our own Light shine,

We unconsciously give other people permission to do the same.

 

As we are liberated from our fears,

Our presence automatically liberates others.

 

Þannig að við eigum öll að senda ljós hvert til annars, mín skoðun er sú að það er eina leiðin til að fá betri heim, og við höfum allt að vinna engu að tapa.  

Knús til þín jóna og ykkar allra.

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 14:48

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Vakti mig til umhugsunar um reiði og margt annað.Ég tel vera mörg stig reiði.Að þekkja sjálfan sig og geta horfst í augu við sjálfan sig er mikill kostur og grunvöllur þess að fyrirgefa og biðjast fyrirgefningar.

Takk fyrir góðan pistil og nú fer ég í bloggstuð.

Eigðu góða helgi.

Solla Guðjóns, 14.4.2007 kl. 17:12

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já tek undir með Jónu Ingibjörgu...þú ert ljós sem skín!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.4.2007 kl. 23:54

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

vissulega ljós sem skín!

Heiða Þórðar, 15.4.2007 kl. 01:09

15 identicon

Takk fyrir þetta :), Magnað þetta frá Mandela og svo satt, þegar ég heyri hugsa ég alltaf "auðvitað" eins og þegar ég las Conversations with God, þetta var allt svo einfallt og rétt. Nákmlega, auðvitað eigum við ekki að vera í felum heldur láta ljós okkar skína.

Knús á móti 

jóna björg (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 14:43

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel samsett grein hjá þér Steina. Ég tek innilega undir þín orð. Þú hefur sannað neðangreint vers:

Orðskviðirnir 29:8 
Spottarar æsa upp borgina, en vitrir menn lægja reiðina.

Guð blessi þig og þín skirf Steina.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.4.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband