Smá pása ! ljós og friður !

 send_binary2.asp

Í dag kom frumburðurinn minn til Danmerkur, með fjölskylduna sína, eiginmann og Lilju og Aron.

Þau komu að skoða hús og í heimsókn.Þau stefna að því að flytja hingað í ágúst. Ég passa barnabörnin sem eru dásamleg. Aron sefur, og Lilja er að teikna, þannig að ég hef tíma til að blogga smá. Þau verða hérna hjá mér til mánudags. Á morgun ætlum við svo öll sömul í tívolí og við ætlum að hitta Sigga þar og eiga stund saman.

Á sunnudagskvöldið koma svo Gunni og Sól heim frá Íslandi.

 

Á mánudaginn byrjar undirbúningur minn bæði andlegur og líkamlegur fyrir ferðina til Genf (ég flýg á sunnudeginum). Það er fullt af efni sem ég þarf að lesa og ég ætla að taka smá út hreinsun á kroppnum þessa viku líka. Einnig þarf ég að fá harmoni á hugann. Ég verð svo viku í Genf. Þetta verður mjög spennandi. Við hittumst yfir hundrað manneskjur frá öllum heiminum og hugleiðum saman. Markmiðið er meðalannars að finna út úr því hvað er þörf mannkyns.Þjáning mannkyns og hvað er hægt að gera. Einnig hugleiðum við um kærleikann. Ég held að það verði mikil orka í þessum hugleiðslum.wasak111


 Aðalatriðið er að á þessum tíma er Wesak hátíðin, Fullt tungl er 2 Maj kl 12,10 í Genf. Sá tími er mjög mikilvægur fyrir allt mannkyn. Ég vil mæla ef þið hafið möguleika á að þið setjist niður og hugleiðið á þeim tíma. Gott er að byrja 20 mínútum áður en það er fullt tungl og svo allavega í 10 mínútur lengur. Þeir sem gera það endilega lát heyra hvað þið upplifðuð. Þetta er góð leið til að fá Guðdómlegar hugmyndir.

Wesak festin er alltaf  við fullt tungl í Maj mánuði og þá hugleiða þeir sem eru virkir í þeim málum, tvo daga fyrir fullt tungl. Mikil orka er í tvo daga fyrir fullt tungl og tvo daga á eftir. Þar að segja 5 daga. Þetta gerði ég að sjálfsögðu líka í fyrra með þeim sem ég hugleiði og les esoterisk fræði með.

Ég gaf mér góðan tíma í fyrra í að undirbúa mig undir þetta með lestri um Wesak Festin og fl.. Þetta tekur og gefur mikla orku, þannig að það tók mig dálítinn tíma að komast í jafnvægi aftur eftir hátíðina. Þetta var mjög gott fyrir mig því á þessum tíma getur maður fengið hugmynd um hvað næsta ár ber í skauti sér. Þessi hefð er mjög gömul.buddah

 Maður segir að á tímanum sem er fullt tungl, birtist Búdda í dal i Himmalajafjöllum sem heitir Wesak dalurinn. Búdda birtist þarna i 8 mínútur og blessar jörðina. Þessi dalur er til, og þeir sem eru æfðir í hugleiðslu eru með á þessari hátíð (meðvitaðir) í Wesak dalnum. Það segir að þarna komi fjöldinn allur af pílagrímum í líkama sínum á hverju ári og eru við þessi hátíðarhöld. Kristur birtist einnig og er við þessi hátíðarhöld, og fleiri stórir meistarar, sem eru með í hjálparstarfsemi við þróun mannkyns. Gerð hefur verið kvikmynd um þetta, og sá ég hana með hugleiðslu vinum mínum á sunnudaginn..


Eftir þessa hátið í fyrra fann ég mun á hugleiðslunum hjá mér. Mér fannst ég komast fljótar og dýpra inn í hugleiðsluna og ég fann mjög mikið fyrir þeim orkustraumum sem ég fór í gegnum.

Ég hafði mjög sterka tilfinningu fyrir því í langan tíma á eftir að ég hafði fengið Blessun.

Fyrir mig er þetta stór stund, enda ein af stærstu hátíðum á árinu.

Þegar ég byrjaði að hugleiða fyrir bara nokkrum árum, þurfti ég að draga mig á eyrunum í gang. Þetta var eins og að fara að gera hreint, ég fann allt mögulegt annað að gera, en slæma samviskan var þarna alltaf og bankaði og bankaði. Þannig að ég dröslaðist alltaf í gang, seinni part dagsins.
meditation

Núna í dag get ég ekki án þess verið. Ég hugleið reglulega tvisvar á dag og  þegar ég þarf eitthvað stórt , eins og til dæmis fund í sambandi við eitthvað mikilvægt, nota ég mikinn tíma til hugleiðslu, því að ég finn mikinn mun á einbeitingunni hjá mér það sem eftir er dags.

Núna ætla ég að sinna barnabörnunum mínum elskulegu.

En eins og fram hefur komið fyrr í færslunni, þá verður mikið annasamur tími hjá mér næstu tvær vikurnar, þannig að það verður ekkert blogg hjá mér. Ég rek nefið inn af og til að bara að kíkja, en bara stutt.

Ljós og friður til ykkar og ég sendi ykkur hugsun á þessu einbeitingar tímabili mínu sem er framundan

isus_krist_svjetlo_svijeta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðar stundir

Guðrún Þorleifs, 20.4.2007 kl. 19:09

2 Smámynd: www.zordis.com

Gangi þér yndislega vel og megi upplifun þín verða rík og björt!  Þú ert svo dugleg   Það er góð hugmynd að tilla sér niður eins og þú bendir á og tæma hugan og finna fyrir og gefa kærleik!  Hafðu það sem allra best í ferðinni þinni!

www.zordis.com, 20.4.2007 kl. 20:43

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

2 maí er afmælisdagur ömmu minnar.  'Eg ætla að gefa mér tíma til að hugsa upp í ljósið og kærleikann á þessum tíma.  Það gefur manni heilmikið.  Takk fyrir að segja frá þessu Steina mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2007 kl. 21:02

4 Smámynd: halkatla

vá þetta virkar ekkert smá rosalegt... áhugavert að heyra um þetta

sumarkveðjur til þín og þinna

halkatla, 20.4.2007 kl. 21:09

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Vá, hljómar spennandi. Og hvað ég þekki þetta með að þurfa að draga mig af stað í hugleiðsluna...ótrúlegt, eins og þetta gerir mér gott. Ég bið minn ÆM um viljann og ég fæ hann. Einn góðan veðurdag verð ég eins dugleg og þú við þetta...vona ég.

Hlakka til að heyra um þessa upplifun þegar þú kemur tilbaka.

ljós og kærleikur til þín, mín kæra.

SigrúnSveitó, 21.4.2007 kl. 00:52

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Elsku Steina mín...gangi vel og takkþúsund sinnum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.4.2007 kl. 01:26

7 Smámynd: Linda

  þó ég skilji ekki, þar sem Jesú einn kemmst að hjá mér þá sendi ég þér samt ljós og kæleika. knús.

Linda, 21.4.2007 kl. 03:29

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku  jóna held að það sé 10,10

skrifa aftur ef það ekki passar.

ljós á netheim

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 03:50

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku  jóna held að það sé 10,10

skrifa aftur ef það ekki passar.

ljós á netheim

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 03:53

10 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Vá! Þetta hljómar rosalega vel hjá þér og þetta verður væntanlega mikil og mögnuð upplifun hjá þér! Hafðu það gott og ég hlakka til að fá að heyra um ferðina :)

Lúðvík Bjarnason, 21.4.2007 kl. 13:20

11 identicon

Hey!!! Þetta verður alveg frábært. Best að ég taki tímann frá líka 2. maí kl 10.10.

Það veitir ekki af að koma smá skikki á veraldarsálina. Hún er í mikilli kröm. En svona manneskjur eins og þið skilið ábyggilega miklu.

Nú er útþráin svo sterk að ég er búin að ákveða næsta haust. Ég er að reyna að finna leigur á netinu en gengur ekki vel. Allt gamalt og illa uppfært. Danir ekki jafn www-glöð þjóð og við íslendingar :o)

Ljós og friður til þín elsku frænka, hlakka mikið til að sjá þig.

Ylfa

Ylfa (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 14:53

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Magnað!!! Hvernig er best að hugleiða á svona stundu?

Ljós

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.4.2007 kl. 04:43

13 identicon

En spennandi tími framundan hjá þér. Ég verð að prófa þetta, fer í stellingar 11:40. 

kær kveðja 

jóna björg (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 13:07

14 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæru öll, hérna er linkur á heimasíðu um hugleiðslu, hef sjálf ekki tíma til að skria um þetta efni núna, en mæli með þessu

http://www.meditation.com/

og þessari

http://www.worldservicegroup.com/fmmed.html

The time of the full moon is a period when spiritual energies are uniquely available, and facilitate a closer rapport between humanity and the Hierarchy. At the time of the full moon it is as if a door suddenly opens wide, and through that opening energies and influences can be contacted which otherwise are shut off; and through that door approach can be made to those greater lives and to heights of awareness which at other times is not possible.

This is the basis for the increasing interest in group meditation meetings held at the time of the full moon. A worldwide network of meditating groups, related to each other by mutual recognition and their rhythmic full moon work, is slowly developing a science of spiritual approach which will be fully developed in the coming Aquarian Age.

Each month the inflowing energies carry the specific qualities of the constellation influencing the particular month; these energies, playing sequentially upon humanity, establish the "divine attributes" in human consciousness. These energies also facilitate contact with new insights, new ideas, and with the outlines of the Divine Plan. As groups of disciples we seek to channel this spiritual inflow into the minds and hearts of men and women everywhere, and thus strengthen the link between the human kingdom and the Kingdom of God.

ljós og Kærleikur til ykkar, og mikið gleður það mig að þið ætlið að vera með. kanski getum við deilt upplifunum þegar ég kem til baka !Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.4.2007 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband