Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Bestu páska í heimi

 Billede 1117

 

 Skírdagur og við erum öll í fríi.

Þetta verður ekki langt í dag, enda mikið að gera á bæ. Við erum að setja ný augu í allt húsið okkar. Við tókum helminginn í gær og við tökum restina í dag.

Á morgun fáum við páska gest, hana Elena sem kemur alltaf til okkar um hátíðar.

Á páskadag fáum við fullt af gestum til að njóta dagsins með.

Sem sagt ég kem aftur á bloggið á mánudag og þá er boðið í te og trú.

Megið þið öll hafa bestu páska í Heimi með þeim sem þið unnið, eða viljið unna, eða sem vilja unna ykkur.

Ljós héðan frá mér í gluggavinnu

steina

Kalidasa:

Listen to the Exhortation of the Dawn!

Look to this Day!

For it is Life, the very Life of Life.

In its brief course lie all the

Verities and Realities of your Existence.

The Bliss of Growth,

The Glory of Action,

The Splendor of Beauty;

For Yesterday is but a Dream,

And To-morrow is only a Vision;

But To-day well lived makes

Every Yesterday a Dream of Happiness,

And every Tomorrow a Vision of Hope.

Look well therefore to this Day!

Such is the Salutation of the Dawn!

bede til gud

 

 


Þetta er dagurinn sem ég vildi skrifa eitthvað fallegt


 Ég vaknaði og hafði fullt af gleði í hjartanu, sólin skein og ég heyrði fuglatraðk á þakinu.Billede 1098

Ég fór niður, setti hundana út og gaf þeim að borða. Sólin mín litla sem er í páskafríi eins og ég settist í sængina í sófann og fór að horfa á sjónvarpið.

Ég hafði ekkert verið á tölvunni í gær, þannig að ég opnaði tölvuna og fór að skoða mails og þess háttar. Ég ákvað að finna video sem ég vissi að væri einhversstaðar í mailboxinu mínu, sem ég hafði sennt út i fyrra þar sem flóðhestur sýnir að mínu mati umhyggju fyrir annari dýrategund. Ég kíki í gegnum nokkrar myndir, og opna svo eina sem ég einnig hafði sennt út í fyrra og er líka um meðferð á dýrum,

Guð minn góður hvað þetta var hræðilegt. Eftir að hafa skoðað videoið fór ég upp og hugleiddi, ég átti erfitt með að einbeita mér því ég hugsaði stöðugt um þvílíkar ændstæður þessi video væru í raun og veru, flóðhesturinn og með manneskjunni. Hvað er hvað. Mér tókst þó að klára að hugleiða. Fór niður og lagaði mér te. ristaði mér speltbrauð með yndislegum geitaosti.

Á meðan ég gerði þetta allt hugsaði ég um hvernig best væri að skrifa um þetta á blogginu, Hvað var það sem ég vildi segja. En ennþá á meðan ég skrifa er ég ekki alveg viss hvað ég vil skrifa eða hvernig. Ef ég hugsa út frá flóðhestamyndbandinu, þá er það um villt dýr að ræða, sem er talið mjög hættulegt, þarna á myndbandinu visar flóðhesturinn tilfinningar sem ég hef aldrei heyrt að þeir hafi til annars en afkvæma sinna. Hans eigin tegund. Hitt myndbandið er um hrikalegt dýraofbeldi. Dýr sem við sem manneskjur pössum og nærum okkur á. Þar er eina tilfinningin sem maður sér reiði og ofbeldi. Auðvitað er þettað einangrað fyrirbæri , í raun bæði tvö, en samt er þetta örugglega ekki í einu skiptin sem þetta gerist.

 Ég fékk bréf frá dönsku dýraverndunarsamtökunnum í gær þar sem rætt var enn og aftur um dýraflutninga. Þar var flutningamaður stoppaður á landamærunum til Póllands að mig minnir með yfir 1500 smágrísi, og aðkoman var hörmuleg, Ég ætla ekki að fara nánar út í það. En það sýnir og við vitum að meðferð dýra í heiminum oftast er hræðileg.

 Ég vildi svo gjarnan einbeita mér að því sem gott er, kærleikanum, friði, þar sem er í raun best er að vera að mínu mati. En þar sem ég get ekki hlaupið frá því að þróun okkar sem mannkyn í átt að meira Ljósi skiptir mig mjög miklu máli, tel ég mjög mikilvægt að vera meðvitaður um allt sem er að gerast. Eitt er okkar smá árekstrar í þjóðfélaginu, og fjölskyldum og okkar mannvera á milli. það er fyrir mig hluti af þróuninni, við slípum hvort annað, til að verða betri manneskjur. En þegar kemur að því sem fyrir mig er þeir sem minna mega sín, þeir sem ekki geta varið sig, Manneskjur, Börn Dýr og Plöntur, þá finnst mér mikilvægt að  að setja fókus á það. Um leið og settur er fókus á óréttlæti sem fær fullt af fólki til að hugsa um oftast fórnarlambið, sendir að mínu mati fórnarlambinu orku, sem aðeins getur gert gagn.

 Orka fylgir hugsun, og þess vegna er mjög mikilvægt að vanda þær hugsanir sem við höfum. Að senda kærleika til böðla er að mínu mati ekki það rétta að gera, það gefur böðli meiri orku til að vinna áfram sitt verk. Að senda hugsun/orku til fórnarlambs meina ég að sé fórnarlambinu til mikillar hjálpar. Ég er á því að það sé líka hægt að hjálpa böðlinum, en þar þarf annars konar orka og hugsun sem er efni í annan pistil

Við erum öll börn Guðs, manneskjur, dýr, plöntur og málmar, misjafnlega á veginn komin. Það er mikilvægt að muna það. Þegar ég horfði á þetta hræðilega myndband, sat ég og dæmdi þá sem gerðu dýrunum mein. En það er í raun ekki mitt að dæma. Best er að hafa í huga það sem Jesús sagði á krossinum,

Faðir fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera. Það er bara oft svo erfitt.

En hvernig tilfinning er það inni í okkur þegar við dæmum. Fyrir mér er það tilfinningar í kroppnum. Ég finn greinilega að hugsuninn er ekki hátt uppi, en situr í kroppnum. Þar finnst mér munur á. Ef ég reyni að einbeita mér upp, og reyni að sjá það sem gerist frá hærra plani, lítur myndin öðruvísi út. Þá hefur maður stærra yfirlit, og sér að í raun að allt þetta er þróun fram á við og stundum pínulítið til baka. Þeir sem misþyrma dýrum eru líka börn Guðs, en hversu þróuð eru þessar manneskju tilfinningalega. Hvað liggur að baki því sem þau gera. Það getur verið svo margt sem við ekki vitum. Það er líka hægt að misþyrma dýrum á svo margan hátt. Rannsóknir, sem koma öllum til góða, Snyrtivörubransinn hundaeigendur sem halda að þeir geri rétt, en gera vitlaust og fl og fl. Og á meðan við kaupum snyrtivörur og á margan hátt njótum góðs af þeim rannsóknum sem eru gerðar á kostnað dýranna, þá styðjum við það sem gerist.Einnig vitum við að þegar við notum eiturefni út í náttúrunna, þá hefur það áhrif á dýrin á jörðinni. Það er líka á okkar ábyrgð að vera meðvitum um þær vörur sem við kaupum, hvort það sé með hjálp barnaþrældóms eða dýramisþyrming eða eitthvað annað...

Við skulum ekki dæma, því við sjáum hlutina bara út frá okkur sjálfum, það geta verið aðrir sannleika fyrir þessu fólki sem við ekki getum sett okkur inn í. Það er minn sannleikur og það er þinn sannleikur og það er þriðji sannleikurinn.

 Þeir sem eru í pólitík gætu gert stórt gagn , bæði með því að vinna að dýravelferð, og einnig að vinna að því að manneskjur í þessum bransa(dýrapössun, sláturhúsum) fái meiri þekkingu og mannsæmandi laun. Lífsgæði geta haft mikla þýðingu fyrir þá sem passa dýrin. Svo eru þeir sem eiga dýrin, þeir sem vilja græða pening á þessum greyjum þeir eru líka á einhverjum stað í þróuninni, og verða að lifa það, græðgi, eftir peningum, er að mínu mati þekkt tilfinning,  græðgi eftir fötum, hlutum, eftir völdum, eftir einhverju til að gera líf mitt/þitt þess virði að lifa því. Þegar við svo finnum að í raun og veru þörfin eftir að eignast eitthvað, hverfur um leið og við eignumst það. Þá kemur þörfin/græðgin eftir að eignast eitthvað annað. Stærst er gleðin þegar við erum að planleggja það og borga/fá, en þegar því er lokið er spenningurnn horfinn. Ég held að þegar við höfum prófað þetta nógu oft, kemur þörfin eftir einhverju dýpra, sem gefur meira og lengur. Þá kemur þörfin/græðgin eftir því Guðlega. Þessa leið held ég að við öll förum, höfum farið.

 Ég held að þetta sé allt liður í þróuninni á jörðinni, og því lengra sem við komum því betur komum við fram hvert við annað og blessuð dýrirn okkar. Ef við hver fyrir sig vöndum okkur gagnvart hver öðrum og látum Ljósið okkar skína eins bjart og mögulegt sem hefur það áhrif á þá sem við mætum á lífsleið okkar og svo þeir sem við mætum verða fyrir áhrifum af okkur og gera svo það sama og svo koll af kolli.

Ég set bæði videoen inn það með flóðhestinum kemur fyrst, mæli með því. Hitt er ekki fyrir viðkvæmar sálir. Skoðið það á eigin ábyrgð.

Ljós til alls sem lifir.Billede 1101



Ég er þú og þú ert ég, við erum eitt

Billede 1147Í gær var gulur dagur, Pálamasunnudagur. Ég og Siggi (sonur minn)Billede 1150
fórum við Malmö til að fara á fuldmånemeditation.(Hugleiðslu á fullu tungli). Við ákváðum að fara snemma og einnig nota ferðina til að fara á sýningu í Malmö Kunsthall, og vera saman í útlöndum.

Það var dásamlegt veður, og við vorum glöð.

Við komum til Malmö með lest og skelltum okkur beint á sýninguna. Þetta var góð sýning og gaman að vera saman að skoða og spekúlera.Við fengum okkur kaffi á listasafninu
og kíktum aðeins í bókabúðina. Á eftir fórum við á kaffihús og fengumokkur grænmetis lassagne, sem bragðaðist vel.

Billede 1155
Þá var tími til komin að taka stefnu á hugleiðslustaðinn sem við vissum ekki hvar var, en vorum með góðar leiðbeiningar. Við fundum að sjálfsögðu staðinn, enda miklir heimsborgarar bæði tvö, en vorum klukkutíma of snemma.

 

Þegar inn var komið mætir okkur ljúfur maður sem virðist svolítið vera að flýta sér. Ég spyr hvort það verði ekki fuldmånemeditation kl 19,00.

Nei! svo segir hann ekki vera, það sé á morgun ! Við supum hveljur, og við kominn alla þessa leið. Þá býður þessi væni maður okkur að vera með í þeirra hugleiðsu sem byrjar núna, segir hann ! Þetta var búddisk
hugleiðsa. Við vorum bæði á því að svoleiðis hlyti þetta að vera,örlögin, og við skelltum okkur með.

Ekki vil ég tjá mig meira um það.

En við vorum bæði ánægð á eftir og fannst fólkið ljúft að bjóða okkur með. Þetta var góð reynsla sem gaf innsýn í þann heiminn.

Þessi ferð var sem sagt vel heppnuð í alla staði. Ég tel mig svo heppna að geta verið með syni mínum í því sem fyllir huga minn, bæði myndlist og því andlega.

Ég vil skoða aðeins orðið Kærleikur, því ég fann mikið fyrir þeirri tilfinningu í gær, til sonar míns og fjölskyldu. Kærleika á tilfinningasviðinu

Ég er lánsöm að vera í góðu og kærleiksríku sambandi við börnin mín, þó svo að leiðin þangað hafi oft verið þyrnum stráð. Kærleikur getur að mínu mati verið á mörgum stigum. Við höfum flest kærleika til barnana okkar, vina og ættingja, en þegar lengra nær (þeir sem við þekkjum ekki) upplifum við ekki kærleika, nema
kannski tilfinningalega.

Ég held að kærleikur til alls lífs sé á annari bylgjulengd en kærleikur til ættingja og vina. Kærleikur til alls lífs er ekki á tilfinningasviðinu, en á einhvern hátt fókuseruð í hjartanu, en ekki tilfinningunni.Billede 1154

Þegar við elskum, á tilfinningasviðinu, er það oftast um okkur sjálf. Við fókuserum fyrst inn í okkar tilfinningar,
og svo frá þeim yfir í þann sem við elskum. Þess vegna verðum við bæði reið, sár og glöð þegar  viðkomandi gerir annað en passar okkur, eða nákvæmlega það sem passar okkur. Þegar við elskum og finnum til með einhverjum, þá finnum við fram tilfinninguna um okkar eigin sorg, og eigin hræðslu, sem gerir okkur kleift að syrgja eða gleðjast með hinum aðilanum. Það er ekkert slæmt í þessu að mínu mati, sýnir það mér bara
að það er langt í land í nú.

Einu sinni fannst mér það kostur að vera perónuleg, núna reyni ég í mínu daglega lífi að vera ópersónuleg en sýna kærleika. Mín meining er sú að þegar maður  er persónulegur, sér maður allt út frá sjálfum sér, þegar maður er ópersónulegur og sýnir kærleika er maður skynsamur, og sér hlutina frá hærra plani.

Kannski frá Sálinni, kannski ennþá hærra og þá er þetta ekki um mig og þig en um alla aðra líka.
 

Þegar ég hugsa um Alheimskærleikan,þá hugsa ég að þegar við erum komin þangað þá er hugsunin,

ég er þú og þú ert ég, við erum eitt.

Við mætum betlara á götu, við gefum honum pening án þess að koma með hugsanir eins og hann drekkur bara fyrir alla peningana. Eða þegar við sjáum þjáningar í kringum okkur og við segjum, svona er þetta bara,
hefur alltaf verið og verður alltaf
. Við hugsum: hvað getum við gert,snýst það um peninga, gefum við peninga, því þessi hluti af mér hefur þörf fyrir hjálp.

Við hugsum allt í heild. Allt hluta af hinu.

Það fyrsta er að gera sér grein fyrir hvað það er sem vantar, og hvert er stefnan tekinn, svo held ég að framhaldið komi að sjálu sér. Það er svo margt fólk með góðar hugsarnir, og vilja það besta fyrir alla,og það er alltaf skrefið sem þarf til næsta skrefs.Billede 1162

Ég trúi á Kærleikann,
 

Ég veit og trúi að mannkynið kemst inn á Alheimskærleikan, ég vinn með mig alla daga, og það gerir hver og einn þar sem hann er, og að endingu náum við að láta sálir okkar mætast svo við snertumst og verum

Eitt með öllu.

Ljós til netheims og alls heims á fallegum mánudegi


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband