Færsluflokkur: Lífstíll
Við erum ekkert voða góð við jörðina, við erum heldur ekkert voðalega góð hvert við annað.
26.6.2007 | 12:58
Við viljum sjaldan horfast í augu við að það sem við gerum og að það sem við segjum hefur áhrif í kringum okkur. Við höfum áhrif þegar við segjum eitthvað vont við aðra og um aðra. Við höfum líka áhrif þegar við segjum eitthvað fallegt við aðra og um aðra.
Þegar við kaupum sápur sem eru með sterkum efnum í, sjampó sem eru með sterkum og hættulegðum efnum í, krem, ilmvötn, snyrtivörur sem eru með eiturefnum í, og dýr hafa verið pínd í tilraunum til að framleiða þetta.Við kaupum ódýrar matvörur, við lokum augunum fyrir því hversvegna eru þessar vörur svona ódýrar, hver blæðir fyrir að við getum haft það svona gott.
Við viljum meira og meira, en viljum helst ekki breita neinu, borga meira, vera meðvituð.
Hvers vegna ekki ?
Jú það tekur aðeins lengri tíma að vera meðvitaður, það þarf að setja sig inn í hin ýmsu mál, og hvað er í hverju af því sem við kaupum.
En hvað veldur því að við hugsum svo skammt sem við gerum ? Hugsum okkur veröldina öðruvísi en hún er. Hugsum okkur að við lifum í sátt og að við gefum hvert öðru pláss á jörðinni, og möguleika á að lifa. Allir hafa mat, jafn mikið. Ekki eins og núna að sumir hafa svo mikið að það er ekki fræðilegur möguleika að þeir nokkur tíman þó þeir yrðu 100,000 ára gamlir gætu notað það allt, þó svo þeir gerðu aldrei neitt annað en að versla. Aðrir deyja úr hungri, selja börnin sin bæði til vændi eða bara til annarra.
En að peninga flæða eins og orka frá einum til annars án þess að verða að stíflu hjá þeim sem vilja meira.
Það er til nóg að alsnægtum á jörðinni svo að allir geti haft það gott, bæði menn og dýr. En það myndast blokkeringar í flæðinu sem hafa áhrif á allt jarðlíf, þessi blokkering er græðgi, og ég vil hafa allt, hugsunin.
Ég veit að þessi hugsun mín um að svona geti þetta verið er í dag, eins og við erum sem manneskjur mjög óraunveruleg. Það er allt of mikil þörf fyrir það veraldlega.
Ég er sjálf engin undantekning, mér finnst gott að eiga pening í banka (á samt aldrei neinn pening í banka) Ég á heima í yndislegu húsi, sem ég vil ekki flytja frá. Ég vinn oft of mikið, þó svo að ég vinni ekki fulla vinnu. Ég nota af og til ekkert sérlega góðar vörur, þegar fjárhagurinn er slæmur, eða þegar ég hef ekki umframorku til að hugsa um svona hluti.
Ég er sannfærð um að ef við værum betri að deila með öðrum, ekki bara í orði, en líka á borði, þá myndum flest vandamál heims leysast á ekkert svo löngum tíma. Ef við létum okkur nægja það næst besta af og til en gæfum það besta frá okkur þá finnum við strax mikla beitingu hjá okkur.
Ég er með brest sem ég er að vinna á. Þetta er brestur sem ég hef alltaf pínu skammast mín fyrir, enda ekkert skemmtilegur. En núna tala ég opinskátt um hann, og geri grín af honum. Þegar ég geri þetta þá verður þetta ekki eins hátíðlegt, og verður ekki að vandamáli. Þessi brestur er níska, ég á það til að spara saman, og nurla með peninga og þegar ég var verst sat ég hreinlega á aurunum.
En núna til að vinna á þessu, gef ég frá mér pening, og borga alltaf meira en ég finn að ég vill. Með tímanum hef ég fundið að þetta er að verða minna og minna og að endingu fer þetta. En það besta er að núna finnst mér þetta fyndið, og við hérna heima og vinir mínir gerum öll grín af þessu hjá mér.
Þannig gæti maður gert í sambandi við að gefa frá sér til annarra, byrja í því smáa, gefa nágranna, meira en maður vill, ef maður vill aldrei gefa neitt, gæti það bara verið bros, því það kostar ekki neitt.
Brosa oftar, gefa betlara meira en maður vill, ekki koma með fullt af afsökunum fyrir að gefa ekki eins og t.d hann drekkur þetta bara allt út Ef maður hugsar svona takið eftir tilfinningunni sem kemur, hún er ekki alveg góð. Þegar maður hefur gert þetta í smá tíma þá tekur maður aðeins stærra skref og svo koll af kolli.
Það er svo mikill tendens bæði hérna á blogginu og úti í samfélaginu að fókusera á hvað aðrir gera og segja og gera ekki og segja ekki, þetta er að mínu mati alveg kolvitlaust. Við eigum að fókusera á hvað við sjálf gerum og gerum ekki, við erum verkefnið ekki hinir. Hinir hafa sitt eigið verkefni.
Ef við höldum áfram á þessari braut, þá endar illa.
Smá falleg saga sem ég hef reindar sett inn áður, en fallegar sögur skal maður lesa oft
Tveir vinir voru á göngu í eyðimörkinni.
Einn daginn fara þeir að rífast og annar slær hinn í hausinn.
Sá sem er sleginn í hausinn verður ferlega reiður og skrifar í sandinn: Í dag sló vinur minn mig í hausinn
Þeir ganga áfram og koma að fallegum stað með litlu vatni. Þeir ákveða að baða sig í vatninu. Hann sem hafði verið slegið í hausinn var að þvi kominn að drukkna. Vininum tókst að redda honum frá drukknun, og dregur hann að landi. Þegar hann rankar við sér skrifar á hann á stein.sem stóð rétt hjá: Í dag bjargaði besti vinur minn lífi mínum
Björgunarvinurinn verður ansi hissa, og segir: þegar ég slóg þig í hausinn skrifaðir þú í sandinn nú þegar ég hef bjargað lífi þínu skrifar þú á stein. þá svara hinn : Þegar einhver gerir eitthvað slæmt á hluta okkar , eigum við að skrifa það í sandinn, þar sem fyrirgefningarvindurinn getur blásið það í burtu. Þegar einhver gerir okkur gott skulum við grafa það i steininn, þar sem enginn vindur getur blásið það í burtu. Lærðu að skrifa sársauka þinn í sandinn en gleðina á steininn.
Ljós og friður til ykkar héðan frá Lejre
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
fallegra er en fallegt á sunnudegi í Lejre
24.6.2007 | 13:55
Hér er sunnudagurinn fallegur.
Ylfa liggur í brúna sófanum og les í bók !
Gunni , Halli og börnin eru á eplaplantekrunni að slá gras.
Ég sit við tölvuna og skrifa smá færslu, þvæ þvott, spjalla af og til við Ylfu, sest smá út í sólina og spjalla smá við hundana, spjalla smá við Ylfu........
Ekta dásamlega rólegur sunnudagur.
Í gær var jónsessuhátíð í Lejre, við borðuðum dásamlegan mat með Nis og Ulrikka (smá ókeypis reklame fyrir þau) og börnunum þeirra og Sólinni okkar. fórum svo með þeim á Jónsmessuhátíðina í Felix Það var alveg dásamlegt.
Megið þið njóta dagsins eins og ég.
Ljós og kærleikur til ykkar allra
anda inn og anda út, það er málið
22.6.2007 | 14:55
Á mánudaginn: andaði ég inn, hugleiddi í rauða stólnum við gluggann, fór í vinnuna kom heim, út með hundana, hugleiddi í rauða stólnum við gluggann, borðuðum, las í bókinni Kristen Gnosis eftir C.W Leadbeater og fór að sofa.
Á Þriðjudaginn hugleiddi ég í rauða stólnum við gluggann ég, fór í vinnuna, var á fundum, kom heim fór í göngutúr með hundana, borðuðum, hitti hugleiðsluhópinn minn og fór að sofa.
Á miðvikudaginn: hugleiddi ég í rauða stólnum við gluggann ég, fór í vinnuna, gerði skýrslur um nemendur fyrir sveitafélöginn, kom heim, fór út með hundana í göngutúr. Hugleiddi í rauða stólnum við gluggann , borðuðum, las í bókinni Zahir eftir stórskáldið Paulo Coelho og fór að sofa
Á fimmtudaginn : hugleiddi ég í rauða stólnum við gluggann, fór í vinnuna, fórum til Malmö í sumarferð, sáum snilldarsýningu í Malmö Listasafninu eftir listamanninn William Kentridge. kom heim, lagðist í brúna sófann með góða stórateppið kl. 19,00 og svaf til 11,00. Fór upp í svefnherbergi, hlustaði á leðurblökurnar, og sofnaði svefni hinna þreyttu.
Á föstudaginn, í dag : hugleiddi ég í rauða stólnum við gluggann, fór í vinnuna, tók Christoffer og og Kirsten með til Rov´s Torv. Náðum í prentarann flotta, keyptum ketil, fengum okkur gott að borða, fórum svo aftur í skólann, kom heim, hugleiddi í rauða stólnum við gluggann, settist hérna og skrifaði. Fer í matarboð á eftir, og
ég anda svo út.
Friður Ljós veri með ykkur og í ykkur og munið að anda reglulega að anda út og anda inn.mæli með að þið skoðið heimasíðuna: www.breathing.dk
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Það sem mér finnst svo gott við þessa mynd !
20.6.2007 | 16:02
Fékk leyfi hjá syni mínum að birta þessa mynd. Þetta er eitt af verkunum sem hann gerði fyrir vorsýninguna á Kúnstakademíunni. (hann er á fyrsta ári) Það sem mér finnst svo gott við þessa mynd , eða það sem ég les úr henni, er mikilvægi þess að vera í jafnvægi á báðum stöðum. Í veraldlega heiminum og þeim andlega.
Þetta er alltaf spurning um að finna jafnvægi, því bæði er jafn mikilvægt, Jarðlífið, og Andlega lífið. Við höfum öll mikilvægu hlutverki að gegna á báðum stöðum.
Set líka mynd af unga listamanninum með. (það verður hann ekki ánægður með, hehe)
Ljós og Kærleikur til ykkar
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fyrsta viðtal við Michael Moore í 5 og 1/2 ár
19.6.2007 | 16:35
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Jarðarberjate og skítugt eldhús
19.6.2007 | 13:42
Komin heim eftir vinnu. Þetta er síðasta vikan mín fyrir sumarfrí og ég hlakka svo til að fara í frí .
Þegar ég kom inn í húsið hérna áðan var búið að gera jarðaberjate handa mér. Það voru Sól og Andrea vinkona hennar . Þarna stóð fallegi tebollinn með rauðu te í. En hvað sá ég ? Jú eldhúsið var á hvolfi. Þær höfðu að sjálfsögðu skilið allt eftir sig hér og þar. Hvað gerist svo með mig, ég verð pirruð út af draslinu, en ekki glöð vegna tesins. Ekki svo gott.
Gat ekki alveg hamið mig þegar þær komu svo ánægðar inn
og sögðu : við erum með svolítið handa þér !
Ég sagði: þið þurfið að ganga frá eftir ykkur.
Þær sögðu: viltu ekki sjá ?
Ég kreisti fram bros: jú að sjálfsögðu, ennn þið verið að muna eftir að þegar þið eruð að gera eitthvað í eldhúsinu, að ganga frá eftir ykkur!
Fékk tebollan, sit með hann hérna við hliðina á mér, og teið er volgt, bragðast ekkert sérlega vel, en þetta er Guðadrykkur, gerður frá hjartanu !
Verð að segja þeim það.
Þessi litla snúlla okkar er lötust við að taka til, að ganga frá á eftir sig.
Einhvernvegin verður hún að læra það, en án þess að vera þvinguð.
Í kvöld ætlum við að hafa húsfund, þar sem að sjálfsögðu allir koma með sitt sem betur má fara. Þetta gerðum við mikið þegar eldri krakkarnir bjuggu heima, en hún Sólin okkar hefur einhvernvegin ekki verið inni í þessum málum. Hún er svo svífandi í sínum tónlistarheimi, og hefur bara fengið að vera þar, fær það alveg áfram en þarf aðeins að vera í jarðsambandi.
Allar vinkonur hennar Andrea, Cicilia og Vera eru svona, og þegar þær hafa verið hérna er ekki alltaf jafn gaman að koma heim.En þær búa alltaf eitthvað til handa mér sem stendur á borðinu með fallega skrifaðri kveðju til mín. Því má ekki gleyma.
Við fórum á flóamarkað um helgina, ekki frásögufærandi nema að við keyptum fiðlu handa Sól. Við höfum annars leigt fiðlu handa henni. En þarna var ein, frekar ný (þó það sé ekki alltaf kostur) gerð í Englandi og kostaði 1400 ddk (ca 15,000 isl) þetta vorum við ánægð með. Fiðlan er sem ný og fallega rauð brún, í fallegum kassa. Við fundum líka flotta allt flautu þarna sem við keyptum handa henni á 30 ddk. (ca 300 isl) Við vorum ánægð með þetta þegar heim var komið.
Við fórum með hundana á ströndina á sunnudagskvöldið sem er gott fyrir þá , og sérlega gott fyrir Iðu, en hún var nú ekkert að láta þvinga sig til að synda, en Lappi synti eins og óður.
Núna ætla ég að hugleiða seinnipartshugleiðsluna mína, áður en ég þarf að fara að gera fullt annað, þvo þvott, planta nokkrum blómum, ganga frá, fara með hundana í göngutúr, vaska upp eftir matinn(er svo heppinn að Gunni eldar alltaf, og þá meina ég ALLTAF .
Ljós og Kærleikur til ykkar allra.
Frá mér
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þvílík fegurð í dansi hests og konu
16.6.2007 | 16:50
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Lyfin virka á Iðu , allavega núna
15.6.2007 | 16:33
Það er svo greinilegt að lyfin virka á hana. Strax fyrsta daginn tveim tímum eftir töku fórum við í göngutúr og það var greinilegur munur á henni Iðu minni.
Í gær fór ég svo í göngutúr með hana og eins og vanalega hafði ég hana lausa, hún gengur vanalega hægar en ég blessunin. En þegar við vorum í kvöldgöngunni hljóp mín gamla Iða á eftir ketti, hún hljóp ofan í á og var bara svona líka hress. Á meðan ég kallaði á hana gat ég ekki annað en hlegið því þetta var alveg dásamleg tilfinning. Ég hafði hana svo í bandi restina af túrnum. Hver veit hvað hún gat fundið upp á. Það koma skokkarar, hestar og fl sem hún gæti fundið upp á að hlaupa á eftir.
Þessir tveir dagar eftir að lyfin komu hafa verið eins og að sjá hana endurfædda. Frábært á meðan er. Veit alveg að þetta gæti verið stuttur tími, en við getum þá öll notið þess tíma sem er.
Annars hefur lífið snúist um Iðunni og Lappa litla sem er abbó.
Eins og sést á fyrri færslu hef ég áhyggjur á hversu mörg dýr deyja eiginlega að ástæðulausu, eða eigendur verða þreyttir á þeim, eru að fara í ferðalag, eða hvað sem er annað.
Vinkona mín fann tildæmis kassa með fullt af kettlingum í þegar hún var í göngutúr um daginn.
Hver hefur ekki heyrt um apana í Japan sem finna upp á einhverju snilldarlegu og svo allt í einu fara apar í annarri heimsálfu að gera það sama. Þetta er fyrir mér tákn um það að dýrin eru tengd á innri plönum, og kalla ég það fyrir að hafa sameiginlega sál. Eins og við manneskju höfum hver sína sál (þessu trúum við mörg) þá vil ég meina að dýrin séu hópsál. Þannig að hvert dýr kemur með reynslu frá því lífi sem þau lifa upp í hópsálina.
Margar (flestar)dýrategundir koma með mjög einhliða lífsreynslu. Tökum sem dæmi húsdyr eins og grísi. Hvaða lífsreynslu koma þeir með aftur og aftur ?
Í Danmörku einni eru ca 25 miljón svín !! Það eru bara 100.000 svín sem lifa lífrænt og úti í náttúrunni við góðar aðstæður í Danmörku.
Eitt er að allir þessir grísir, sem flestir lifa ömurlegu lífi, annað er þegar þeim er slátrað ! Oft er keyrt með grísina langa vegu, til Þýskalands eða Póllands, því það er ódýrara.Það er keyrt með ca 2,9 milljón smágrísi á ári frá Danmörku til slátrunar í öðrum löndum.Á suður Jótlandi tékkaði lögreglan á einum degi 11 bíla sem voru fullir af smágrísum, af þessum ellefu höfðu sex vandræði með vatnsleiðslur til að gefa grísunum vatn á leiðinni. þetta var um sumar, þar sem hitinn getur farið yfir 30 stig, getur maður ímyndað sér hvernig grísirnir hafa það. Það hefur verið mikil umræða um þetta hérna, vegna þess að það er keyrt í einum rykk, til að spara tíma. Oft standa þessi grey eins og síld í tunnu hvert ofan á öðru í allt upp í 20 til 30 klukkutíma áður en þau koma i sláturhús, þar sem þau eru rekinn áfram með rafmagnsstöfum, sem gerir þau vitstola af stressi og hræðslu
Þeir grísir sem lifa lífrænu lífi, fá miklu mannúðlegri meðferð. Þeim er slátrað á nærliggjandi sláturhúsi, og þau eru ekki rekinn áfram með rafmagnsstaf til slátrunar! það mikilvægasta er að á meðan þau lifa að þau fái gott og sæmandi líf ! Við vitum öll að það er mikilvægt fyrir nýfædd dýr að vera hjá móðurinni eins lengi og mögulegt, hjá móðurinni fá þau móðurmjólkina sem styrkir þau meðal annars fyrir sjúkdómum,þau fá hlýju, einnig læra þau hvernig á að haga sér og vera. Hvolpar og kettlingar eru ekki teknir frá fyrr en 8 vikna gamlir. Hjá grísum eru ungarnir bara 3 vikna þegar þeir eru fjarlægðir frá móður sinni, þetta er gert þó svo að vitað sé að þetta kemur til með að valda vandamálum seinna, t.d. að naga halana og eyrun hvert á öðru.EEEN grísamamma þarf að komast eins fljótt og hægt er "í gang"og þess vegna er ekki hægt að bíða lengur það gefur pening ! Oft er halinn klipptur af litlu grísunum innan við 2 til 4 daga án deyfingar og þeir eru oft geldir á deyfingar
Hvaða reynslu koma þessir grísir með upp í sálina, það þarf ekki klókan mann til að sjá það.
100,000 sem koma með jákvæða lífsreynslu héðan frá Danmörku.
Hversu margir eru verksmiðjuframleiddir í Danmörku : 25 milljón !!
Hversu margar gyltur (þá er ég bara að tala um gyltur) látast á ári vegna vanrækslu í Danmörku : 20.000
Svona mætti lengi telja.Ég meina að við manneskju höfum mikla ábyrgð þarna á að dýrin hafi möguleika á að fá sem besta lífsreynslu hér á jörðinni, eins og mannfólkið. Við höfum bara verið allt of upptekinn á okkur sjálfum, okkar velferð og þar að leiðandi gleymt á hvaða kostað við oft lifum því lífi sem við lifum.
Ég hugleiddi áður en ég tók ákvörðun með Iðu mína, og mín upplifun var sú að miklu fleiri hundar á jörðinni fara með erfiða lífsreynslu og þjáningarfullan dauða með sér héðan en jákvæðan og út frá því tók ég ákvörðunina að hún færi á góðan hátt þegar við fyndum að tíminn væri komin.
Ég veit að oft er erfitt að skilja þessa hugsun sem ég hef, en ég veit líka að mörg ykkar hafa sömu hugsun.
Kærleikurinn til alls lífs á jörðu er uppskriftin af betri heimi.
Ljós til ykkar og góða og fallega helgi til ykkar
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Ég hélt ég hefði ansi mikla stjórn á tilfinningum mínum !
13.6.2007 | 15:27
En í dag hefur annað sýnt sig.
Hérna áður fyrr grét ég mikið og oft. Núna í nokkur ár, eða síðan ég fór að vinna með sjálfa mig, bæði með hugleiðslu , þerapí og meðvitað að skoða mig og orsakir gjörða minna, græt ég næstum aldrei, nema þegar ég heyri eða sé að dýr eiga það erfitt, þá brestur þetta smá.
Það er ekki þannig að ég sé á móti því að gráta, en fyrir mig er það mikilvægt að tilfinningarnar stjórni mér ekki, en að ég stjórni tilfinningunum, á því er stór munur. En eins og áður segir hef ég aumt hjarta fyrir dýrum.
Ennn í dag hef átt frekar bátt, og átt svolítið erfitt með sjálfa mig. Við Gunni fórum með hana elsku Iðunni okkar til dýralæknisins um daginn. Iðunn er á 12 ári og er sem sagt komin með gigt. Þegar við vorum hjá dýralækninum sagði hann að við þyrftum að athuga þann möguleika ef hún ekki lagaðist af öllu því sem við fengum hjá honum að senda hana inn í eilífðina. En eins og ég mundi orða það inn í hundasálina.
Ég tjáði honum það að við gengjum alla leið, og þá meina ég að hún ÆTTI að deyja úr elli. Hann dýralæknirinn (sem er svo dásamlegur) bað mig að lofa að að hún fengi þá verkjalyf allan tímann svo hún þjáðist ekki.
Að sjálfsögðu lofaði ég því.
Ég hef nefnilega haft þá skoðun að of margir hundar, kettir og fl. dýr væru oft líflátinn of snemma, og fyrir mér er dauðsprosessin mjög mikilvægur hjá öllu lifandi. Það er mikilvæg reynsla að hafa með sér þegar farið er héðan, og meina ég þá eðlilegur dauðsprosess.
Þessu hef ég haldið fram og ekki hugsað um þann möguleika að grípa fram í fyrir hendurnar á því á mínum dýrum.
Ég hef svo sannarlega fengið augngotur, en látið mér fátt um finnast, fólki má finnast það sem það vil.
En í nótt svaf Iðunn ekki og hún fann mikið til. Á leiðinni í vinnuna fór ég að hugsa þessi mál, það er nefnilega svo hollt að lenda í bæði sársauka og erfiðleikum, því þar koma möguleikar til að flytja sig í þroska, og það held ég að ég hafi gert. VONANDI.
Ég hringdi í hana Beggu vinkonu mína úr farsímanum (veit að það er ólöglegt, en ég keyri sveitavegi og þar er engin umferð, afsökun)
Sagði það sem ég var að hugsa og grét á meðan, því það varð svo raunverulegt þegar það var sagt hátt. Við ræddum þetta fram og til baka og það var ákveðin léttir.
Það sem ég hugsaði var auðvitað það sem allir segja að fyrir hvern er ég að halda henni í lífi ef hún bara þjáist ? Jú að mínu mati er mikilvægt að hún upplifi dauðsprosessinn og sú jákvæða reynsla fari með upp í sálina þegar hún fer héðan, en ef reynslan er ekki jákvæð , heldur bara þjáning ? Held ég að það séu fl. hundar sem fara héðan á jákvæðan hátt en á neikvæðan hátt, er ég þá að hugsa um alla hunda á jörðinni ?
Örugglega miklu fleiri sem fara héðan með kvalir en sem bara sofna í faðmi þeirra sem elska hann/hana.
Hvaða lífsreynsla er þá mikilvæg að ég láti hana Iðunni mína fara með þegar hún fer héðan ?
Jú út frá þessu reiknisdæmi er meiri þörf á að fá jákvæða upplifun.
Þegar ég var komin inn á þessa hugsun létti mér mjög mikil, þó að fullt að sársauki kæmi upp því að ég bar í mér hræðslu að þurfa að horfa upp á hana þjást í langan tíma.
Þegar ég kom í vinnuna hringdi ég í Gunna og sagði honum hugsanir mínar. Honum létti mikið því að hans skoðun var sú að Iðunn ætti ekki að þjást þar til hún færi og var ákveðin í að við myndum diskotera þetta þegar við kæmum heim. Hann hringdi svo í dýralæknirinn og pantaði sterkara verkjarlyf fyrir Iðu.
Eftir vinnu fór ég svo til dýralæknisins og fékk sterkari verkjarlyf og sagði jafnframt á meðan ég stóð og grét að við myndum að sjálfsögðu ekki láta hana þjást en ég vildi svo gjarna fá sumarið með henni. Ég á sjö vikna sumarfrí og þá erum við bara heima, sem gerir möguleika á að fara í göngutúra og njóta nærveru .
Þetta skildi dýralæknirinn að sjálfsögðu mjög vel, en sagði svo að auðvitað gæti hann ekki lofað að hún hefði það gott yfir sumarið.
Við ræddum svo þann möguleika að þegar að því kæmi að hún gæti ekki meira að hann kæmi heim til okkar. Að sjálfsögðu, var svarið.
Þetta er sko ekkert auðvelt fyrir okkur hérna á bæ.
En lífið er jú fallegt og ég/við get/getum valið hvernig /við veljum að sjá þessa hluti.
Ljós og Kærleikur til ykkar allra.
það er svo heitt svo heitt
11.6.2007 | 16:25
Í dag er heitt, og hefur verið mjög heitt undanfarna daga.
Við höfum haft fullt af gestum, og það hefur verið yndislegt. Það hafa komið þrjú holl. Síðustu fóru á sunnudaginn. Ég var á fundi allan sunnudaginn, en Gunni og Sól fóru með gestunum á ströndina. Rachel vinkona Sólar og Greg pabbi hennar.
Sólin átti góðan afmælisdag.
Takk fyrir allar kveðjurnar frá ykkur.
Hún varð jú 10 ára, og ég held að hún hafi fengið 7 eða 8 blóm í afmælisgjöf. Flest frá vinkonunum.
Í dag var svo vinna og aftur vinna. Gerði vaktplan fyrir næsta hálfa ár. Vetrinum er að ljúka þannig að mikið er að ganga frá, skrifa rapport um hvern nemanda og fl..
Ég er ansi hamingjusöm þessa dagana, þó svo ég getir orðið smá fúl í augnablik, léttir til um leið.
Allar rósirnar mínar eru í blóma, hver annarri fallegri, þær keppast um fegurð.
Í kvöld fer ég í þerapí ummm dejligt.
Í dag fórum við með hana Iðunni okkar til dýralæknisins, hún er með slæma gikt blessunin. Ég hef verið að gefa henni lýsi, og segir læknir að það geri henni mikið gagn. Við verðum að sjá hvað gerist. Fengum hitt og þetta af ráðum og að gefa henni.
Hún er orðin 11 ára þessi elska. En ég er viss um að hún á mörg ár eftir
Er hún ekki dásamleg ?
Góður vilji Að vilja vel, það er það sem við mannkyn þurfum að beina athygli okkar á.
Að vilja vel fyrir sig, nágranna sína, vini sína, landa sína, bræður sína og systur, dýr, náttúrunna, jarðarbúa.
Ef allir þróa upp góðan vilja þannig að það verði hluti af eðli manns, þá leysast flest vandamál jarðar.
Þegar þróað hefur verið upp Góðan Vilja,
Þá þróast upp Kærleikur, Alheimskærleikur.
Læt þetta duga í dag, er hálf sljó vegna hita.
Ljós og Kærleikur til ykkar
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)