Færsluflokkur: Lífstíll

Ég vil skilja undirmeðvitundina !

hellofriendcz5

Það er rólegt eftir storminn ! 

Ég átti erfiðan dag í gær.

Það er ótrúlegt að hugsa hvað reynsla, hugsanir og pælingar færa mann svo í reynsluna aftur sem gefur manni ennþá betri  skilning á því sem maður er að pæla í.

Síðasta færsla var mikið um það að við skiljum á mörgum plönum, við skiljum og heyrum oftast frá fortíðinni.

Þetta hafði ég upplifað í fríinu, ásamt þeim sem ég var með í fríi, en var þó meira á þeirri hlið sem sá að hlutirnir voru ekki upplifaðir í núinu, heldur voru átök yfir orðum sem voru ekki raunveruleg, en komu frá undirmeðvitundinni. Þannig að ég upplifði þetta ekki í mér, en sem sá sem reynir að koma í skilning um.

Í gær var yndislegur laugardagur, sólin skein og það var heitt. Við nutum þess að vera í garðinum og dútla að blómum. Ég fann að það var stuttur þráðurinn hjá mér, strax þegar ég vaknaði, en ekkert svona alvarlegt, enda verð ég sjaldan reið nú orðið, en get verið  innaðvent og hugsi.

Við ákváðum að fara í göngutúr í skóginn sem er hérna rétt hjá og athuga hvort við fyndum ber, og eitthvað skemmtilegt. Við tókum hundana með að sjálfsögðu. Lappi byrjar um leið og hann sér að við tökum fram hundaólarnar að nú ætlum við í göngutúr, og hann hoppar og vælir og veit ekki hvað hann á að gera, þar til hann finnur út úr að það er víst best að setjast á bossann og bíða eftir að ólin verði krækt í hálsbandið. Iðunn er aðeins rólegri og fylgir okkur grannt með augunum. Við förum inn í skóginn Ledreborgsskov. Hann er stór og dásamlegur og fullur að lífi, dádýrum og öllu sem lifir í Danmörku. Við elskum að ganga þarna um og tala um hvað allt er orðið stórt og breytt frá því við fluttum hingað fyrir 11 árum. Þetta tré og hitt tréð hefur stækkað svona mikið. Á leiðinni inn í skóginn förum við alltaf inn á Lejre fótboltavöllinn og hundarnir hlaupa lausir, við rifjuðum upp þegar við komum hingað með Sólina okkar í barnavagni og Iðunni, til að þjálfa Iðunni, Við byrjuðum tvisvar með hana í hundaskóla en gáfumst upp, hún var svo brjáluð, en fórum á fótboltavöllinn í staðinn.

heart20hand

Núna er Sólin okkar 10 ára, Iðunn 11 ára og Lappi með, lítill kúkur tveggja ára. Þetta töluðum við um og hlupum með hundunum, Það var sennilega mest Sól sem hljóp, við gerum það í minningunni fyrir 10 árum.

Við gengum inn í skóginn, sáum dádýr, fullt af froskum.

Við sáum vínberjasnigla. Þeir eru risastórir og mig hefur alltaf langað í þá í garðinn minn. Við fundum 6 og settum þá í poka og núna eru þeir í garðinum okkar.

Við löbbuðum hjá ánni þar sem Iðunn baðaði alltaf í gamla daga, og Gunni fann myntu sem við eigum ekki og tók rót með heim.

Við komum inn í Jungelstigen, sem er svæði í skóginum sem er smá girt að. Þetta er leiksvæði  með allavega ævintýralegu gert úr sjálfum trjánum og þeim aðstæðum sem er í kring. Þarna er stórar rólur sem hanga frá efsta tré.og við róluðum, það var gaman.

Þarna var reipi sem hékk niður frá efsta tré og á endanum bar smá hluti af bíldekki sem gert var ráð fyrir að bossinn væri á. Sól sveiflaði sér eins og apaköttur fram og til baka voðalega gaman. Gunni sveiflaði sér líka.

Ég þori ekki mörgu svona, fer aldrei í neitt í tívolí er hrædd við hraða og hæðir, allt sem ég get ekki haft kontról yfir.

jd

Ég hugsaði mig lengi um, og ákvað svo að prufa, ég byrjaði hægt og rólega og það var gaman að svífa svona í loftinu, Gunni byrjaði að ýta mér og í fyrstu var það gaman. En svo varð það ansi hratt og ég kalla nei, nei, nei, hann tekur það ekkert alvarlega og ýtir mér ennþá hærra og snýr mér um leið þannig að ég snýst í loftinu í hring, ég varð alveg BRJÁLUÐ ! ég öskraði á hann að stoppa, sem hann gerir strax, sér að nú eru góð ráð dýr, ég stoppa, öskra á hann og ræð ekkert við mig , hann segir fyrirgefðu, en það er enginn leið, ég hafði misst völdin...

Ég rauk af stað með grey Iðunni sem vil alltaf halda hópnum saman, ég labba á undan og vorkenni mér alveg hræðilega. Af hverju koma þau ekki á eftir mér ? Nei þau halda áfram að leika sér. Ég vorkenni mér ennþá meira og held áfram og finnst ég vera alein í heiminum. 

Ég sest niður í slottsgarðinum og bíð eftir þeim um leið og ég hugsa mitt,

Ég get aldrei treyst honum, hann fer alltaf yfir strikið og svona hélt ég áfram að byggja upp neikvæð hugsunarform, sem ég vildi ekki út úr. Ég var líka á öðru plani meðvituð um hversu langt úti ég var, og horfði eins og niður á mig og hugsaði : taktu þig nú saman manneskja, þú ýkir upp úr öllu valdi, svona alvarlegt er þetta ekki !! Ætlarðu að eyðileggja skógartúrinn með þessu, eða koma til baka og biðjast afsökunar á að þú hafir brugðist svona harkalega við.readCropThumbFile

Gunni ,Sól og Lappi komu gangandi, og ég var enn ferlega fúl, fannst hann ekki hafa iðrast nóg, þannig að ég sat áfram og var fúl með fúlum hugsunum.  Eftir nokkur hörð orð okkar á milli halda þau áfram og ég sit og er enn fúl og vorkenni mér alveg hroðalega. Allt var svart.

Ég fer svo smátt og smátt að hugsa ekki bara í persónuleikanum, hvað er þetta eiginlega, löngu horfnir brestir (að ég hélt) koma svona og laumast inn í líf mitt, mér algjörlega að óvörum ! Hvað er eiginlega í gangi. Á meðan þessar hugsanir voru þarna voru hinar líka að brjótast um og reyndu að halda í völdin, Það var eins og þær neikvæðu og þær jákvæðu berðust um að halda athyglinni hjá mér. Ég gekk af stað og hugsaði fram og til baka. Ég mætti elsku fjölskyldunni á leiðinni, fann að Iðunn vildi helst ekki vera hjá mér, orkan var betri hjá þeim.

Skil hana vel.

Við komum heim og jákvæðu hugsunarformin voru búinn að sigra, ég varð leið yfir þessari hegðun og bað Gunna og Sól afsökunar.

Núna sit ég hérna og velti þessu fyrir mér. Ég veit að ég slæst við það (eða ég hélt slóst við) að treysta fólki, ég á erfitt með ef ég hef ekki sjálf tökin í hlutunum . Þetta er að sjálfsögðu gamalt sem þarf að vinna á. Það kemur fram núna vegna þess að þetta er ennþá veikleiki minn. Það verður aldrei markvert þegar þetta er um tannlækna, tívolí, þegar ég fæ flís í fótinn og ég ÞARF að fá einhvern annan til að taka flísina. Fer til læknis og þar að fara í rannsóknir. Allt þetta er hægt að fela undir að ég er bara duttlungafull. En að missa svona stjórn á sér eins og ég gerði í gær get ég ekki falið undir neitt. Eitt er að Gunni hefði átt að hlusta á þegar ég sagði nei, annað er þessi miklu viðbrögð.2724_DOS_ Lykke_Sand_Michelsen_2

 Kannski gerði hann mér ómeðvitað greiða með því að stoppa ekki. Ef hann hefði ekki stoppað væri ég ekki hér í þessum pælingum.

Það er orsök fyrir öllum hlutum og það er afleiðing. Afleiðingin af þessu er að ég þarf að kíkja á hvað er að gerast í undirmeðvitundinni, hvað er það sem hefur gerst sem veldur því að ég treysti ekki öðrum, þegar á reynir ?

Það sem ég upplifði var ekki að Gunni rólaði mér hátt, og hann stoppaði ekki um leið og ég sagði, ég upplifði eitthvað miklu dýpra, hræðslu við það að missa tökin, og af hverju hef ég þessa hræðslu.  Ef ég hefði bara orðið hrædd hér og nú, hefði ég ekki brugðist svona rosalega við. Ég hefði sennilega bara orðið fúl og hellt mér smá yfir hann, og svo búið, það er að mínu mati nokkuð eðlileg viðbrögð. En að missa gjörsamlega stjórn á sér, þá liggur meira undir.

Núna þegar ég sit hérna er þetta bara ennþá einn möguleikinn í lífinu að takast á við og það verður spennandi eins og svo margt annað.

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um þetta er að ég veit að það er fullt af fólki sem hefur svipaða hluti að slást með og með því að deila minni reynslu get ég kannski gefið einhverjum eitthvað sem hann/hún getur stuðst við í sinni þróun sem betri manneskja.

Núna ætla ég að eiga góðan dag með fjölskyldunni, heyri að þau eru að bardúsa eitthvað í eldhúsinu.

Ljós og friður til ykkar á fallegum sunnudegi.9210db36-1


Við heyrum ekki alltaf í núinu, við heyrum oftast frá fortíðinni

 Billede 3142

Komum heim eftir 9 daga ferð til Svíþjóðar. Þetta var ferð með miklu, upplifun, tilfinningum upp og niður.

Sem sagt lærdómsrík. Við keyrðum fyrst í Pippiland, þar að segja í garð í Smálöndum þar sem er hægt að upplifa öll ævintýrin hjá Astrid Lindgren í leikritum, leikjum húsum og bæjum. Við fórum þangað fyrir 3 árum og það var þvílík upplifun hjá Sól dóttur okkar og Lilju barnabarni okkar sem var þá 2 ára.Þarna var aftur gaman að vera, nema ég er orðin of gömul fyrir að nenna svona tjaldveseni !!!  Við skoðuðum líka nýtt safn sem hefur verið gert um Astrid Lindgren. Við hérna á bær höfum verið mjög hrifinn af bókunum hennar og lesið upphátt fyrir Sól.  Bræðurnir Ljónhjarta er mitt uppáhald. Græt með ekkahljóðum þegar ég les þessa dásamlegu bók. Þessi kona hefur verið stórmerkileg og langt á undan sinni samtíð og er ég þá að skoða sýn hennar á dýr og dýravelferð.

 

Hún barðist mikið fyrir þessa bræður okkar og systur .

Hún fékk m.a. í afmælisgjöf  frá Sænska ríkinu þegar hún varð 9o ára,ný lög sem segja að öll dýr eiga að hafa aðgang að ökrum og útiveru. Þetta finnst mér frábær afmælisgjöf !! Þetta þýðir að það eru engin búrdýr í Svíþjóð !Billede 3303

Við vorum sem sagt þarna í 4 daga, mjög gaman fyrir okkur öll.

Við fórum svo að hitta hugleiðslugrúppuna og fjölskyldur þeirra. Við vorum með þeim í 5 daga í húsinu í skóginum við vatnið. Frábær staður, frábær náttúra.

Húsið var risa stórt pláss fyrir ca 30 manns. Við hugleiddum á morgnana frá 8 til 9. Á meðan fóru Gunni og Sól að synda í vatninu. Við vorum svo allan daginn að svamla, syngja, spila, tala, leika, horfa í bálið, borða góðan mat, mála, teikna, syngja karókí (ég söng karókí) Þetta var dásamlegt Við komumst langt inn í hvert annað, sáum barnið hvert í öðru, sársaukann hvert í öðru, gleðina hvert í öðru. Þetta var gott fyrir grúppuna.Billede 3373

Ég varð meðvitum um hversu mikilvægt það er að vinna með sjálfan sig og þá fortíð sem maður hefur, hvernig fortíðin getur haft áhrif á þá sýn sem við upplifum í okkar daglega lífi. Hvernig fortíðin getur fengið okkur til að heyra hluti á ólíkum plönum. Við heyrum ekki það sem er sagt, en við heyrum frá fortíðinni, sem getur haft alvarlegar afleiðingar.

Við upplifðum svo mikið þegar við erum börn frá bæði foreldrum okkar og þeim sem eru í kringum okkur. Við höfðum í raun engar varnir gagnvart þeirri orku og þeim orðum sem voru í kringum okkur.

Aðgát skal höfði í nærveru sálar, sérstaklega vil ég meina þeim sem hafa engan möguleika á að sortera frá það sem ekki er gott fyrir sig. Það var í raun stórmerkilegt, en mjög erfitt að upplifa þessa hluti svo tens sem ég upplifði. Það er líka gjöf, því þá verð ég meðvituð um hversu mikilvægt það er fyrir mig að vinna áfram með Gordon (sem ég er í þerapí hjá). Lífið er einn langur lærdómur.Billede 3437

Við komum heim í gærkvöldi. Ég vaknaði svo í morgun og fór í vinnuna. Þegar ég kom heim var nýja kisa komin, Ingeborg.

Ingeborg átti að fara yfir í kattasálina. Við vorum beðin að taka hana því eigendur hennar pössuðu ekki vel upp á hana. Getur maður sagt nei, þó svo maður sé með 3 aðra ketti, tvo hunda og tvo páfagauka.

Nei við gátum það ekki , þannig að Ingeborg er hérna liggur á vinnustofunni minni hjá mér , ofan á öllu dótinu frá ferðalaginu og sefur. Hún er 4 ára og voða sæt.

Núna er föstudagur, ég ætla að hvíla mig mikið um helgina, erum samt að spá í að mála eldhúsið !

Ljós og friður til ykkar allra.

 

Billede 3557

 

 


Gamall maður, Einhyrningur, henda og minningar !!

Billede 2941

Í dag er fallegur rigningardagur, þörf er á, allt orðið skráþurrt í garðinum.  Sólin litla ástin okkar er komin og farinn. Kom frá Íslandi í gær, og fór til vinkonu sinnar  í sumarhús i við ströndina. Þar verður hún næstu fjóra daga þessi elska með bestu vinkonunum.

Hugsanir mínar hafa verið um minninguna þessa síðustu daga. Minningin , ansi spennandi fyrirbrygði.

Ég var að gera fínt á vinnustofunni minni, henda, henda, henda, Svo kom að verki sem ég gerði fyrir 5 árum, sem fyllir heilann bóndabæ, ég hugsaði og hugsaði. Tímdi ekki alveg, fékk sting í magann, á ég , á ég ekki. Þetta verk er dokumenterað í katalog, flottur fínn bæklingur. Einnig í flottri bók sem kom út í Danmörku í fyrra. Manuel for dansk Samtidskunst !!! Voða flott dokumentation ! En svo koma spurningar, kem ég til með að sýna þetta aftur, hæpið !!  Hvers vegna að geyma og geyma, Þetta er minning, sem ég held fast í ef ske kynni að ég myndi sýna þetta aftur, Verkið hefur verið sýnt  á Charlottenborg, Sophienholm, Hornafirði, Kongsbakka, (Svíþjóð) Hafnarborg. Er það ekki nóg. Jú það er fínt, en hræðslan við að henda einhverju dýrmætu lúrir þarna

Ég geymi og geymi. Útihúsin eru full af einhverju sem ég get aldrei notað aftur, Vinnustofan mín er full af einhverju sem ég et aldrei notað aftur.Hlutir eru í raun eins og hugsanir. Til að hafa pláss fyrir nýjar hugsanir, þurfa gamlar að fara út. Til að hafa pláss fyrir nýju verkin mín þurfa þau gömlu að fara út. Mjög lógiskt !butterflyanimi

Ég sem sagt henti verkinu !!!

Var með í maganum allan daginn eftir. En fann svo rónna smám saman læðast að mér. Það þarf að losa sig við til að byrja upp á nýtt.

Við geymum, gömul bréf, við geymum gamla hluti sem hafa enga fúnksjón ! Til hvers ? Til að halda fast í hugsanaform, sem er gamalt. Ef allt lífinu væri  flæði, hlutir, peningar, hugsanir, kærleikur, væru þá þau vandamál sem eru í heiminum í dag ? Ef við sjáum þetta fyrir okkur eins og mynd, allt streymir frá einu til annars, engar stíflur. Allir hafa bara það sem þeir þurfa í heiminum, og ekkert meira ! Ég held að þá væri nóg fyrir alla af öllu !

Ég er svo gjörn á að safna að mér allavega hlutum, sem ég nota pláss og orku í að hugsa um og passa.

Þessu má og þarf ég að breyta.

Henda út, skapa nýtt.

Þegar ég var svo að henda og henda, fann ég handskrifað ljóð eftir Hannes Pétursson, sem ég hafði skrifað upp eftir bók fyrir 16 árum. Þegar ég las þetta yfir sá ég eins og bíómynd þegar ég heyrði þetta dásamlega ljóð fyrst.

Ég sat í eldhúsinu með henni Dísu vinkonu minni. Við vorum að borða kleinur og drekka kaffi. Hún bjó þá rétt hjá Myndlista og handíðaskólanum og ég fór oft í kaffi til hennar. En einu sinni þegar við sátum hver á móti annarri í eldhúsinu hennar þá las hún þetta ljóð upphátt fyrir mig með sinni fallegu rödd, það snerti mig djúpt. Málaði einhyrning á eftir. Minningin er falleg og það er ekkert að því að hafa þessa fallegu minningu í huganum, bara ef hún er ekki þarna aftur og aftur.

whiterosesereratorlx8

 
En stundum erum við bara minningarnar. Minningar sem eru eins og hugsanaform, sem stöðugt sveima í kringum okkur og minna okkur á sig. Halló mundu mig, mundu mig ,mundu mig, og við liggjum og látum okkur dagdreyma um löngu horfnar stundir. Við höldum í raun orkunni, (minningarforminu) föstu. Þá gerist að ég held svolítið skrítið, við hleypum ekki nýrri orku (hugsanaformi) inn. Við stoppum lífsflæði. Við sjáum þetta oft þegar það er slæmt í eldra fólki sem bara lifir í fortíðinni. Það kemur engin ný orka inn, ekkert nýtt flæði. Það eru sagðar sömu setningarnar aftur og aftur og vitnað í gamla daga aftur og aftur. En við yngri gerum þetta líka, stundum í öðrum formum stundum í þessum formum. Sumir kaupa verðbréf fyrir mikla peninga. Sumir safna ofboðslega miklum peningum í bankabækur. Þetta er líka að stoppa flæði. Peningar eru líka orka sem þarf að flæða frá manni til manns, til manns .infinity-sign

Við söfnum hlutum í kringum okkur, sumt þurfum við aldrei að nota, en við stöflum því upp og geymum. Við söfnum minningum í albúm, og notum tíma að skoða og skoða og rifja upp og rifja upp. Í staðin fyrir að vakna upp á hverjum degi, með enga fortíð. Þá er ég ekki að meina bókstaflega. Auðvitað höfum við safnað lífsreynslu í gegnum árin og lífin, en við hugsum of mikið til baka, í staðin fyrir að vera alltaf í flæði, orka fram á við. Ekki orka smá fram og tvö eða fimm til baka.

 Lífið er að mínu mati orka sem flæðir áfram. Allt það sem við höldum að sé svo mikilvægt, er í raun alveg tilgangslaust. Það sem er mikilvægast í þessu lífi er að vera góð manneskja.

aaa_visual_newlarge

 

 

 

Og hvað þurfum við til þess ?

Að lifa áfram, ekki afturábak. Að gera okkur grein fyrir að lífið er í raun bara augnablik, of stutt til að reyna að eignast allt,

RIGHT HUMAN RELATIONS er að mínu mati það sem er mikilvægast  !QuoteMotherTeresa-Peace_large

Læt þetta duga að sinni, en hérna pikkaði ég þetta fallega ljóð inn og ég hvet ykkur til að lesa það og njóta

Alheimskærleikur til ykkar allra

 

 ..



 Skáld á tali við Einhyrning!

Apríl morgun.

Gamalt skáld signir sig til dagsins úti fyrir húsdyrum sínum. Þá kemur Einhyrningurinn um víðan veg innan úr sólarbirtunni líkt og ævilega þegar svo stendur á,  og krýpur niður, samt blíðlegar en nokkurtíma hafði verið.

Gamli maðurinn undrast þetta. Hann drjúpir höfði litla stund á báðum áttum, herðir síðan upp hugann, af því Einhyrningurinn krýpur svo blíðlega frammi fyrir honum, Starir í augu dýrsins og mælir hiklaust en rólega, eins og hann hefði kannað lengi hvert orð:

Þig átti ég að bróður

Í þagnarljósi barnshjarta míns.

 

Í skjóli föðurgarðsins

Og í skelfingu bersvæðanna

Átti ég þig að, leiðtogi minn

 

Nálæg hver tilsögn þín, alskír.

Og í áfangastað kvaðst þú bíða.

 

Þú varst mér ilmur

af eplum og greni.

Þú sem ert fiskur ristur á vegg

rökkvaða jarðfylgsna hinna ofsóttu

 

Þú sem ert Einhyrningur

og enga myrkviður skelfist.

 

 

Þig átti ég að bróður

Í þagnarljósi barnshjarta míns

En þig missti ég

Og þín er ég að leita sífellt...

 

Einhyrningurinn hlustar kyrr, en svarar ekki neinu.

Gamli maðurinn heldur áfram:

 

Dag einn

Dreymdi mig þig

Einhyrningurinn

Aleinn sit ég við fótskör þína

Hugur minn er kvíðafullur

Hornið fram úr enni þér gnístir !

Hjartaslag eftir hjartaslag

hnikar  því nær

og rakleitt

að rótum dýpstu bænar minnar.

Ég hugsa:  lifi ég, lifi ég

Svo lengi að það standi

Gegnum mig

Og í gaflinn dökka mér að baki ?

Endurleysi mig ?

Engu svaraðir þú, en mæltir:

 

Eitthvert sinn þegar ókomnar stundir líða

ber ég eld að sjálfum mér.

Í augsýn

alls heimsins mun ég loga !

Ég er íþyngdur spádómsritum

íþyngdur testamentum

játningum og jarteiknum.

 

Eitthvert sinn

Þegar ókomnar stundir líða

þyrla ég sögunni frá enni mér

þvílíkt sem skýjum

og brenni sjálfan mig

til svartrar ösku

 

Fylli svo aftur hvern hlut

fylli nálægðirnar

fylli víðátturnar

vængjaður sögulausum geislum !

 

Og hjarta mitt kyrrist

Það kveið engu framar.

Hjarta mitt átti sér gleðisöng

Engin takmörk !

 

Þetta voru orð skáldsins.

Einhyrningurinn rís nú upp, mjallahvítur. Hann bregst ekki á neinn hátt við draumnum, en mælir stillt um leið og hann hverfur aftur langt inn í sólarbirtuna:

Ávallt fylgi ég þér

Og öllum hinum dýrunum

 

Horn mitt er geisli

Það heggur í tvennt vegleysuna !

 

Ég renn á undan ykkur

Um rautt myrkur skóganna.....

Sama hvort er banggrátt

blik  tungls um granir ykkar

ellegar þið berið

í alsælu leiðslu

á herðakambinum

háa stjörnu......

 

Ég renn á undan ykkur

 

Sjá ég er vatnið

Sem var og er, þótt það brenni !

 

Maðurinn lagði sér á minni svör einhyrningsins, þó tók hann ekki orð sín aftur, heldur mælti að nýju:

 

Þig átti ég að bróður

Í þagnarljósi barnshjarta míns.

En þig missti ég.

Og þín er ég að leita , sífellt......

unicorn041

 

 


 

 

 

   

 

  


Jannis Kounellis prófessorinn minn frá Dusseldorf

 

 

Kounellis2

 

 

 

 

Jannis Kounellis var prófessorinn minn þegar ég var í Listaakademiunni í Dusseldorf !

Fyrir mig er hann stórkostlegur listamaður og maður.

Hann fékk mig til að trúa að ég GÆTI !

Hann var með til að styrkja mig í að það er jákvætt að vera sá sem maður er í verkunum sínum, en ekki að kópía aðra.

Hann fékk mig til að sjá trúna í því sem ég geri.

Hann var eitt að því besta sem ég hef upplifað í þróun minni sem manneskja því hjá honum fékk ég trúna á sjálfa mig!

Þegar ég hugsa um hann og það sem hann gaf mér sé ég hversu mikilvægt það er að við séum meðvituð um það sem við segjum og gerum við aðrar manneskjur.

Þegar ég hugsa um marga af öðrum kennurum sem ég hef haft í gegnum lífið sem hafa rifið mig niður en haldið að þeir væru að byggja mig upp hugsa ég líka um hversu mikilvægt það er að við séum meðvituð um það sem við segjum og gerum við aðrar manneskjur. Orð hafa áhrif, uppbygging eða niðurrif.

Ég upplifði hjá honum að vera séð sem myndlistamaður og tekin alvarlega í því sem ég var að gera.

Ég upplifið skilning á mínum hugarheimi, sem var dýpri en ég hafði sjálf,

Ég hafði áður haft marga kennara, en enginn hafði það sama og hann.

Hann sá langt inn í sálina mína og með einhverjum töfrum fékk hann allt það sem ég hafði fram , þangað, sem ég gat notað það og trúað að það væri rétt.

Honum er ég eilíflega þakklát fyrir þau 3 ár sem ég var nemandi hans.

Hérna er tvö video um verkin hans

Alheimskærleikur til ykkar og hans !


Stundum ætti maður að hugsa sig tvisvar um ! Stundum ætti maður að skammast sín !

perfectapple

Við lifum nú góðu lífi ! Ég hef haft það gott þessa helgi. Hafði mestar  áhyggjur á að ef það myndi rigna.

Á föstudagakvöldið var okkur boðið í kvöldkaffi til vina okkar í Hillerød, það var svona mjög spontant.En við keyrðum þennan klukkutíma sem það tekur og áttum huggulega stund með Peter og Bettina. Ræddum mikið trúmál og það að vera esoteriker. Það er alltaf öruggt og notalegt að vera með fólki sem hugsar eins og maður sjálfur.

Krefur ekki mikilla útskýringa.
 

Hafði mestar áhyggjur yfir hvernig veðrið yrði !

Í gær fórum við svo til kunningjafólks okkar, Bente og Benny  sem eru með húsbíl á tjaldstæði rétt hjá ströndinni. Við fórum  með á flóamarkað þar sem keypt var hitt og þetta sem engin þörf er reyndar á. Syntum í sjónum og borðuðum góðan mat Ræddum lifið og tilveruna, um að lifa lífinu og uppfylla óskir sínar, því það væri mikilvægt að verapeaceonerth2 hamingjusamur í þessu lífi. Það borgaði sig ekki að vera alltaf að bíða og lifa hálft, eða ætla að lifa á morgun. Við ræddum um trú og samfélag og margt margt fl. Ósköp hugguleg.

Hafði mestar áhyggjur yfir hverfing veðrið yrði !

Þegar við komum heim var Siggi hérna heima hann hafði passað hundana og kisurnar. Ég átti góða stund með Sigga mínum þar sem við sáum myndlistarvideo sem vinur hans hafði gert ræddum hin ýmsu mál : um ástina, lífið, reiðina og það að vera esoteriker.

Ósköp notalegt og áreynslulaust.

Hafði mestar áhyggju yfir hvernig veðrið yrði !

Vaknaði í morgun. Gunni sem byrjaði í sumarfríi í gær rauk í vinnuna kl hálf 6. Einn starfsmaðurinn hafði sent skilaboð um veikindi og þá var sælan úti. Ég var net pirruð þarna snemma um morguninn og sá fyrir mér allt það sem átti að gera í dag.

Týna heslihnetur fara í garðinn hugleiða saman og hitt og þetta.

Hafði áhyggjur af hvernig veðrið yrði seinnipartinn þegar Gunni kæmi heim !

Kíkti svo á netið sá komment hjá bloggvinum. Viðar bað um meira. fallegt frá Lasse

Fór að finna fl. Góð video með nossaranum, en þau sem ég fann voru bara ekki eins góð og ég setti inn í fyrradag.

Fór að skoða hin og þessi video.

Rakst á eitt sem fékk mig til að fyllast skömm yfir að hafa áhyggjur á

Hvernig veðrið yrði.

Ég nota tíma og orku í einskisverðar hugsanir og áhyggjur. Hvernig væri að hafa áhyggjur af einhverju sem verulega skiptir máli.

Ég tel mig ansi meðvitaða um hvað er að gerast í heiminum og að mér finnst ég geri mitt besta til að vekja athygli á því sem betur mætti fara. En það er langt í land....

Ég ætla að gera mitt besta í dag og á morgun að hugsa fallega og jákvætt til allra dýra í heiminum sem þjást vegna okkar þarfa, sem er spurning hvort við þurfum.

Vonandi hefur þetta videó sömu áhrif á ykkur og þá eru það við öll sem sendum Ljós til allra dýra sem þjást.

Ljós og Kærleikur til ykkar allra

 


Það er svo mikið af leðurblökum, man ekki eftir öðru eins!

 

Billede 2748Ég hef nú sjaldan upplifaða svona letilíf ! Ég hugga mig í garðinum á daginn, planta blómum, spjalla við álfa og huldufólk, nöldra í hundum og köttum, klappa þeim og strýk.

Á kvöldin förum við í göngutúra, annaðhvort í nágrenninu eða á staði aðeins lengra. Við hugleiðum og spjöllum, förum í bíó , út að borða og les, geri ekki myndlist !! Ég verð eiginlega að fara að huga að því.

Við vorum að koma úr kvöldgöngu með Iðunni, Lappa og Múmín. Það var fallegt að ganga og spjalla og hundar og köttur hlaupandi út um allt. Himininn var fallegur og það var mikið í ánni.

Það var svo mikið af leðurblökum, man eiginlega ekki eftir því að hafa séð svona margar leðurblökur á kvöldgöngunum. Gunni heldur að það sé gott tákn, því að þá er mikið af skordýrum og það er gott fyrir móður jörð. Billede 2785

Ætla að fara að leggja mig með góða bók. Sef með gluggann opin, þannig að við heyrum í leðurblökunum. Týndi nýjan blómvönd  sem ég setti í gluggan, það er svo fallegt að sjá og ilma.

Billede 2761

 Billede 2790Billede 2808Billede 2809

 

Margir hafa haft samband við mig um hugleiðslu, ég ætla að gera allavega tvær í sumarfríinu (ef ég hef mig í gang) og lesa þær inn á svo hægt sé að hlusta. Bæði fyrir börn og þá sem eru ný byrjaðir.

Hérna er ein smá æfing til að byrja með sem er mjög góð !

Sestu niður, á þægilegan hátt og fyndu frið og ró í líkama þínum og huga.Sittu svona í nokkrar mínútur og andaðu inn Friði , Ljósi og Kærleika og út öllum neikvæðum áhyggjum og hugsunum.

Segðu i huganum:

Ég er sálin

Ég er Guðdómlegt Ljós

Ég er Kærleikurinn

Ég er Viljinn

Ég er fullkomin eins og ég er, eins og sálin hefur skapað mig í þessu lífi

Sittu svo hljóð í smá stund og upplifðu þögnina.

 

Kærleikur og Ljós til ykkar allra.Billede 2745

 

 


það er gaman að leika sér, ég var klukkuð og klukka nú 8 !!!

 252201711_6c1efae194

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég  var klukkuð af Sigrúnu !

Þetta þýðir að ég á að segja 8 hluti um sjálfa mig, ég á svo að klukka 8 aðra.

Þeir sem ég hef klukkað getur þú séð neðst á á þessu bloggi.

Hérna koma svo 8 hlutir um mig ! 

 
Ég er esoteriker.

Ég vinn sem myndlistarmaður og skólastjóri í myndlistaskóla í Greve í Danmörku

Ég hef verið gift tvisvar. Fyrst með Bassa  í 11 árog núna með Gunna sem ég hef þekkt og verið með í 16   ár.

      Ég  hef átt heima  í Danmörku í 14 ár.

      Ég er alin upp í Vík í Mýrdal

      Ég elska að vinna í gamla gamla garðinum mínum. Sem er fullur að ávaxtatrjám, blómum,    berjarunnum, sögu tilfinningum, og álfum

Ég á tvo hunda, þrjá ketti og tvo páfagauka

Síðast en ekki síðst á þér þrjú dásamleg börn. Sigyn, Siggi og Sól

 

Svona er nú það. Nú þurfið þið 8 sem ég hef klikkað að gera það sama hahaha

        Gunni Palli maðurinn minn (sem er að byrja að blogga)

Ylfa frænka mín sultudrottning Vestfjarðar

Sara frænka Ylfu

Guðmundur Sigurðson bloggvinur

Jóna Ingibjörg vinkona mín

Anna Karen bloggvinkona

Hlynur vinur minn

Alda Rose frænka mín í San Francisco 

Ljós og Kærleikur til ykkar allra 

 

connect


Höfum við alltaf möguleika á að velja það besta fyrir börnin okkar !

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

156378jt8o2h1b3g

Það rignir og rignir og ég er í sumarfríi. Ég ætlaði sko ekkert að blogga þar til í ágúst, en ég kemst ekkert út að vinna í garðinum. Nenni ekki í stórborgina þegar það rignir svona mikið. Fer að sjálfsögðu út með hundana, enda styttir stundum upp á kvöldin og þá förum við í strandferðir og það er frábært.

Ég er mikill morgunhani vakna alltaf fyrir allar aldir þó svo að ég eigi ekki að fara að vinna.

Það segir að á sunnudaginn eigi veðrið að verða betra. Ég er ansi andlaus að skrifa ÞAÐ SEM ÉG Á AÐ SKRIFA ! Þar að segja um dýr og trúarbrögð. En ætla að skrifa smá hérna í bloggið í staðin , Ég lofa mér svo að ég tek mig saman til að gera það sem bíður mín.

Um daginn fórum við í afmæli hjá Ingrid. Ingrid hitti ég í fyrsta sinn fyrir rúmum 10 árum. Ég var ófrísk af Sólinni okkar og var svo óheppin /heppinn að ég mátti ekkert vinna. En þar sem mér leiddist svo að vera heima alla daga fór ég í vitjanir með dýralækninum okkar. Það var sko gaman. Ég gerði þetta í svolítinn tíma. En í einni af þessum vitjunum fórum við heim til Ingrid sem er bóndi. Ég var ansi dolfallinn af þessum stað sem hún bjó á og öllum dýrunum. Það síðasta sem ég sagði við hana þegar við Anne Marie dýralæknir fórum var ef henni vantaði einhveratíma vinnumann mætti hún hringja í mig !!!

Rúmum tveim árum seinna hringir svo Ingrið í mig og tjáir mér að hún sé að vinna í að opna barnaheimili á bænum sínum, hvort ég vilji vera með í projektet ! Já svar ég að augabragði. Þannig að í júlí sama ár opnum við barnaheimili á þessum dásamlega bóndabæ. Við opnum með 7 börn og í skúrvagni. Álman sem átti að nota sem barnaheimili var enn í byggingu. Að sjálfsögðu var allt byggt lífrænt og ótrúlega fallegt handverk.

Við vorum í skúrvagninum í nokkra mánuði og var það ekki alltaf auðvelt með kúkandi börn og bleyjur.20070623113155_9

Um haustið flytjum við inn í húsið og ráðum aðra manneskju. Þetta var góður tími fyrir mig því mitt verkefni var aðallega að sjá um dýrin. Þegar svo BOSSIN eins og ég kallaði hana fór í frí passaði ég bóndabæinn og fannst það ekki leiðinlegt.

Að sjálfssögðu varð barnaheimilið stærra og stærra. Það fór upp í 25 börn. Fullt af hestum, hundum, kisum, kanínum, hænum, páfuglum, grísum, fuglum, hænum, kindum, geitum og kúm.  Önnur kýin hét  Lisbeth og var dásamleg. Hún var kannski sú sem ég fékk best samband við. Sigrún Sól okkar byrjaði á barnaheimilinu þegar hún var tveggja ára og var þar til hún byrjaði í skóla.

Konseptið var að börnin áttu að lifa í harmomi með náttúrunni árástíðunum og dýrunum. Á vorin fengu börnin geitamjólk, og kindamjólk.Sólin okkar var t.d með ofnæmi fyrir kúamjólk og þá gátum við ég eða Gunni mjólkað geit eða kind til að taka mjólk með heim.  Á föstudögum borðuðum við grænmetissúpu (börnin skáru allt grænmetið og vorum með að gera súpuna) og borðuðum speltbrauð sem við bökuðum sjálf. Það var alltaf bál, á bálstæðinu og þegar það var mjög kalt á veturna gerðum við te eða kakó.

Allt var byggt upp á hollustu og að vera meðvitaður. Vera í sambandi við dýrin og hvert annað. Við réðum Marianna og Carl. Marianna er rúmlega 60 og Carl líka. Carl sá um að smíða og byggja með þeim strákum og20070623101505_10 stelpum sem vildu. Marianna var ömmuleg sem sá um að börnin vantaði ekkert og var og er dásamleg. Hún gerði sig að ömmu Sólar í útlöndum. Gefur henni enn jólagjafir og afmælisgjafir  sendir henni geggibréf, sem er alltaf gert rétt fyrir páska. Býður okkur alltaf í mat á Þorláksmessu. Ómetanlegt þegar maður er langt frá ættingjunum.

Inn á barnaheimilið kom lítil hrædd stúlka sem heitir Isabella, ég var stuðningsfóstra fyrir hana. Isabella er med Dawn Sindrom. Þannig að mit verkefni var hún dásamlega og dýrin dásamlegu.

Það voru ekki mörg leikföng á staðnum. Það sem var inni í húsinu var falleg tréleikföng og fullt af bókum. Einnig var kista með fötum svo að börnin gætu klætt sig í búninga.

Við vorum að mestu úti allt árið sem var frábært bæði fyrir okkur og börnin.  Mér fannst morgnarnir dásamlegir. Við komum alltaf fyrsta ég og Marianna og kveiktum upp í arninum. Börnin komu eitt af öðru og þau settust á skinn fyrir framan arininn og skoðuðu bækur og gátu vaknað og mótekið staðin í ró og næði og í þeirra eigin tempói.

20070623101720_13

Þegar það voru komin slatti af börnum klæddum við okkur í útifötin og fórum inn í staldin (þar sem dýrin voru) og fóðruðum dýrin skoðum og klöppuðum.

Það er mjög mikilvægt fyrir Ingrið að börnin læri að umgangast dýr og náttúruna í kringum sig. Maður var alltaf góður við dýrin og við rífum ekki og tættum í runnana eða blómin því allt hefur líf. Það var mikilvægt að börnin væru ekki með mikið að leikföngum, en það sem þau voru með var mjög vandað. Í sandkassanum voru ekki plastskóflur og plastdót, en það voru skeiðar, ausur oft silfurskeiðar. Pottar pönnur og eldhúshlutir sem þau gátu leikið með.

Einn pabbinn kom með alvöru traktor sem að sjálfsögðu virkaði ekki. En það var algjört æði fyrir strákana.

Við bökuðum mjög oft pönnukökur við bálið, og þegar ég hugsa til þessa tíma hugsa ég með hlýju til þessara stunda sem maður getur fengið þegar það er setið við bál drukkið kakó borðaðar pönnukökur og maður er vel klæddur en heyri vindinn í kringum sig.20070623104430_1

Einu sinni í viku kom ein kona og fór með börnin í reiðtúra. á íslenskum hestum.  Það var að sjálfsögðu inni á svæðinu.

Það kom líka önnur kona einu sinni í viku og kenndi börnunum drama, eða leiklist. Það voru elstu börnin sem voru með í því og það var sko spennandi.

Ég vann þarna sjálf í þrjú ár. Það var ekki alltaf auðvelt því hugur minn vildi alltaf í myndlistina. En ég get séð að þetta er alveg paradís fyrir börn. Sólin mín segir oft að hún sakni barnaheimilis síns. Við förum samt oft í heimsókn til Ingrid og dætra hennar. Við höfum fengið fullt af dýrum þaðan. Lappa okkar Múmín kisuna okkar og helling af hænum kanínum og fl.

Hérna í Danmörku er hægt að velja barnaheimili sem hafa allavega pædagogik. Skógarbarnaheimili, Rudolf Steinar barnaheimili bóndabæjarbarnaheimili. Inni í KBH er barnaheimili þar sem er mikil þjónusta og tölvavæðing. Foreldrarnir geta fylgst með börnunum sínum á netinu. Geta komið með þvott og fengið þvegið á barnaheimilinu. Einnig geta þau keypt mat þar og farið með heim.20070623105131_13

Nú veit ég ekki hvernig þetta er á Íslandi en mér finnst svo mikilvægt að það sé möguleiki á að velja út frá fl. möguleikum.  Sumum hentar að það sé eins og við erum vön, en svo eru aðrir sem vilja annað og það á að vera möguleiki á því.  

Á Lejregaard þar sem ég var var bæði gefið og fengið Við foreldrarnir gerðum hreint á barnaheimilinu. Það var ekki alltaf gaman en við komumst í samband hvert við annað á meðan við gerðum hreint, og við fengum tilfinningu fyrir að þetta var okkar barnaheimili. Við pöntuðum saman lífrænar vörur, hveiti, álegg og fl. Við héldum flóamarkað einu sinni á ári þar sem við seldum dót og föt og allt mögulegt. Ágóðinn fór í að kaupa hluti á barnaheimilið. Einnig vorum margir foreldrar bændur eða kaupmenn og það var deilt og skipt vörum fram og til baka. Ein mamman klippti okkur fjölskylduna í langan tíma fyrir lítinn pening.20070623104914_8

Barnaheimilið var líka bara opið frá 8 til 3 og það gerði að við vorum oft í vandræðum með að ná fyrir lokun. Þá hjálpuðumst við foreldrarnir bara að og tókum börn með heim til okkar til skiptis.

Eftir þessi þrjú ár sem ég vann þarna byrjaði ég með myndlistaskólann. En Sólin litla var þarna þar til hún byrjaði í skóla . Við förum oft í heimsókn og rifjum upp gamla tíma. Ef þið viljið sjá myndir frá barnaheimilinu getið þið farið hérna inn á heimasíðuna okkar og séð myndir sem ég tók þegar við fórum í afmælið hennar Ingrið. http://www.barnaland.is/barn/20432/album/515973

Nú ætla ég að fara að teikna er búinn að hita mig upp. Það er enn rigning úti.

Ljós og Kærleikur til ykkar4929330


Þetta er alveg magnað, Keith Olberman's special comment

 Já ég er í sumarfríi, en ég varð að setja þetta inn, þetta er svo magnað !!Ég hvet ykkur til að hlusta og sjá !

Ljós og Kærleikur til ykkar allra 


Er að fara í sumarfrí kæru bloggvinir !

 

butterflyanimi

Kæru bloggvinir, það er komið sumarfrí og mörg verkefni bíða mín í þessar vikur.

Ég ætla að hugleiða vel og lengi eins oft og mögulegt er. Sól fer til Íslands að hitta vini og ættingja, og ég tala nú ekki um að halda móðurmálinu við. Þannig að ég hef góðan tíma til að sökkva mér í innri heima. Þess ætla ég að njóta.

Ég ætla að vinna að myndlist, mála, teikna, og hitt og þetta. Vinnustofan bíður núna og okkur hlakkar báðum til að vera saman í abstraktheiminum.Gunni er fullt að vinna, og líka í fríi.

 Ég þarf líka að skrifa greinar. Ein sem verður ansi viðamikil um dýr og trúarbrögð. Ef einhver ykkar hefur eitthvað spennandi efni sem ég gæti notað, eða linka, endilega sendið mér línu steinunnhelga@gmail.com ég yrði voða voða þakklát.1918

Eins og ég hef áður sagt hérna á blogginu þá er ég með í hópi sem vinnur að því að hjálpa dýrunum, hluti af þessu verkefni er að ég sendi út fréttabréf til hóps af fólki. Í gær sendi ég nýtt bréf út (án dönsku, vonandi getið þið samt lesið það) Set bréfið hérna inn, og vona að þið gefið ykkur tíma til að lesa. Þið hafið allavega góðan tíma, ég kem til baka úr fríinu um miðjan ágúst.

Ég fer í nokkur smá ferðalög hingað og þangað. Svíþjóð, í Danmörku og til Kasse á Dokumenta

Elska kvöldgöngur með hundana á ströndinni. Allt þetta ætla ég að gera í þessar vikur, og örugglega mikið meira.

Ég veit að ég á eftir að kíkja stundum inn á bloggið en ég ætla ekki að hafa hugann við það.

Ég hlakka til að vera í þessu dásamlega sambandi við ykkur í haust. Munið að vera góð hvort við annað, ykkur sjálf og allt .

Gleðilegt sumar og Ljós og Kærleikur til ykkar allra.

p.s. guli hringurinn er lógóið okkar í dýrahópnum.

 

Nyhedsbrev Juni 2007    englaverkefni

Kære brødre og søstre!

Nu er det tid til en ny dyreart! Igennem vores meditationer fornemmer vi, at det aktuelle dyr er kvæg. Dvs. køerne, tyrene og kalvene.

Det er et stort emne, når det gælder kvægs liv og velvære. Men vi holder os til det, som er I Danmark og det, som er aktuelt.

I Danmark er der kun 57.000 økologiske malkekøer, men 596.000 konventionelle malkekøer. Og vi kan kun være enige om, at det slet ikke er tilfredsstillende i et land, som er så rigt som DK.

Alle økologiske køer skal på græs i mindst 150 dage om året.

Når en økologisk ko kommer på græs, har den rigtig god plads at boltre sig på. Typisk vil der være 1.000 m2 pr. ko – altså en god parcelhusgrund. Så heldigt er det ikke med konventionelle køer fordi der ikke er noget krav om, at de skal på græs eller have adgang til motion.
Undersøgelser viser, at cirka hver 3. ko (31 procent) aldrig kommer ud under åben himmel, og tendensen ser desværre ud til at stige. Det skyldes, at besætningerne bliver større og større, hvilket gør det mere besværligt at få køerne ud og hjem til de daglige malkninger.

Der er ingen tvivl om, at det er en nydelse for køerne at have adgang til friske græsmarker, frisk luft og mulighed for motion.

Taberkøer:  kaldes de køer der har svært ved at klare sig i konkurrencen med de øvrige køer. De er så at sige taberne i den moderne malkekvægsproduktion. Taberkøer er kendetegnet ved at være halte og magre, have sår og trykninger samt være beskidte, have et dårligt hårlag og en lav mælkeydelse.Taberko1_thsm

I nogle besætninger udgør taberkøerne helt op til 10 % af det samlede antal køer. Typisk har taberkoen fungeret dårligt længe, uden at der er grebet ind. Nogle landmænd sender ligefrem de svagelige taberkøer til slagtning i stedet for at aflive dem med det samme. Taberkøer har 6 gange større risiko for at dø eller blive aflivet end andre køer.

Der er især mange taberkøer i besætninger, hvor køerne ikke kommer på græs om sommeren. Risikoen for at ende som taberko er faktisk dobbelt så stor i de besætninger, hvor køerne ikke lukkes ud på græs, som i besætninger der anvender afgræsning.

Rapporten, der udkom i 2006, er finansieret gennem Grosserer Ludvig Berlins og frk. Marie Poulsens Fond. Den er udarbejdet af forskere fra Det Jordbrugsvidenskabelige Fakultet ved Århus Universitet og er baseret på den seneste forskning på området.

I rapporten belyses problemerne i malkekvægsproduktionen, såsom høj dødelighed, intensiv avl for høj
mælkeydelse, ben- og klovlidelser, store besætninger, taberkøer, manglende kælvningsbokse og køer, der aldrig kommer på græs.

Velfærdsrapporten dokumenterer med al tydelighed, at malkekøerne betaler en urimelig høj pris for strukturudviklingen i det danske landbrug. Sammen med Det Dyreetiske Råds Udtalelse om malkekvæg, som blev offentliggjort i februar 2006, vil rapporten være med til at danne grundlag for en
lovgivning vedr. hold af malkekvæg.

20060426063146_0

Kalve: Kalve født af malkekøer tages typisk fra moderen efter maksimalt et par døgn og ofte inden for 24 timer. Det står i skarp kontrast til kvæg, som lever under naturlige forhold. Her er det normalt, at kalven dier, indtil den er mere end et halvt år gammel.

Når koen og kalven skilles ad, reagerer de begge med øget aktivitet og uro samt ved at kalde på hinanden. De forsøger at blive genforenet.
Det økologiske landbrug lægger særlig stor vægt på, at dyrene kan udvise naturlig adfærd. Kalves suttebehov i forbindelse med mælkeoptagelse skal opfyldes i den økologiske produktion.

Økologiske kalve skal have dækket deres behov for social kontakt. Også mens de er helt små og stadig fodres med mælk. Derfor skal økologiske kalve opstaldes i grupper allerede fra de er 1 uge gamle - og ikke først efter 8 uger, som det er tilfældet for konventionelle kalve.

Kvæg er flokdyr og har derfor et stort behov for social kontakt med artsfæller.

Malkekvæg er den eneste store husdyrproduktion, som endnu ikke er dækket af lovgivning.

Rodeo: blev heldigvis aflyst i Danmark, men det foregår mange steder i hele verden:

Forsøgsdyrenes Værn skriver:Wildkuhmelken1

"Rodeo er et angstfremkaldende inferno af larmende mennesker og fremmede lugte, som dyrene ikke har nogen mulighed for at flygte fra, men som de tværtimod tvinges ind i centrum af.

Rodeoens kombination af fysisk og symbolsk undertrykkelse af dyr ligger langt ud over, hvad der bør forekomme i et civiliseret samfund".

Vi sender tekst efter Britt Collins om Rodeo.

Cowboy brutalitet
31.juli 2005
Oversættelse af COWBOY BRUTES
Rodeodyr bliver udsat for slag og afstraffelser
Af Britt Collins

Publikum jubler, mens rodeodyrene bukker med rytterne, uden at vide, at bag arenaen, bliver dyrene udsat for modbydelig brutalitet.

Begivenheden bliver annonceret som en hård test af mandsmod mod
utæmmede dyr fra det vilde vesten, men de fleste af de medvirkende heste,
køer og tyre er skrækslagne husdyr.

For at sikre sig, at dyrene ser vilde ud og agerer rigtigt i arenaen, bliver1525443-af545ddeb1227b8eec9060f9405a2771
de pisket i dagevis og med spark og afstraffelse bliver de drevet til raseri
og de bliver påsat pinefulde lyskeremme.

Tony Moore fra Fight Against Animal Cruelty in Europe tog ud for at se
rodeo I Europa under cover. Han sagde: "Det ligner lidt sjov, men sandheden
er, at man får ganske almindelige husdyr til at se ud, som om de er vilde ved
at torturere dem".

I Berlin afslørede gruppen mange brutale metoder, der fik tamme dyr til at se
ondskabsfulde ud. Tony sagde: "De lader hestene og tyrene stå med en lyskerem
- en rem spændt stramt omkring lysken, hvilket får dem til at bukke vildt".

Tony og hans gruppe var også vidne til, at små kalves og tyres haler brutalt blev vredet rundt, hvilket skader deres rygrad. Han sagde:

"Dyrene bliver brutalt behandlet, for at få dem til at kaste sig ind i arenaen, men tit bliver de så stresset, at de kollapser".

"Jeg så en tyr med vildt opspærrede øjne desperat prøve at finde en vej væk. Han tømte tarmene af lutter rædsel".

Stuvet sammen i små beskidte fangfolde, ventede hestene, tyrene og kalvene på at skulle optræde flere gange om dagen. Der blev set dyr med åbne sår efter at sporer var blevet hakket ind i kødet på dem.

Den mest brutale del af rodeo er calf-roping. Tony siger: "Kalve bliver fanget med lasso omkring halsen og bliver kastet til jorden med en frygtelig kraft.
Tit mislykkes kastet og kalven bliver fanget i et ben eller omkring maven, med skæbnesvangre skader til følge".

Brækkede ben er helt normalt i arenaen. De skadede dyr bliver kørt direkte til slagteriet.

Tony, der opfordrer til et forbud mod rodeo, siger: "Så længe folk er villige til at betale for at se rodeo, opmuntrer de til dyremishandling. Det er meget vigtigt at boykotte rodeo".

Tyrefægtning. Turister fra hele verden besøger tyrefægtningsarenaer og holder derved gang i den blodige tradition både i Spanien, Portugal og Frankrig.tyrefægtning 4  jpg.ashx

På trods af en voksende modvilje hos spanierne er antallet af tyrefægtninger næsten fordoblet i det sidste årti. I 1998 fandt 1700 kampe sted, hvori 40.000 tyre blev dræbt. Til glæde for publikum bliver dyrene stresset, udmattet, såret og dræbt.

 I Europa er der hvert år hundrede af tyrefægtninger i Frankrig og Portugal. Tyrefægtningsindustrien arbejder konstant på, at udbrede blodsporten. Nylige forsøg på at etablere tyrefægtning, er eksempelvis i Estland, Egypten og på Cuba.
EU giver også støtte til at opdrætte tyre, som bliver brugt i kampene.

Som vi kan se af dette lille afsnit, er der stort behov for at sende healing energi til denne dyreart som er plaget af menneskers behov over hele jorden.

 

Kærlighed og Lys til jer alle sammen.

DEAVEKingdom.

l_9face0d85154f61f26a0e26bf15d726f

 

 frans-fugle

 

Frans af Assisi (1182-1226) er en legendarisk person, som man har fortalt om gennem generationer. Alt omkring Frans var ifølge hans opfattelse en ”broder” eller en ”søster”. Deri understregede han sin store respekt for og kærlighed til alt levende skabt af Gud. Dermed er f.eks. fuglene og alle dyr, vinden, solen og månen ligeværdige med Frans selv – de er hans brødre og søstre!

 

Vi kan i dag året 2007, lære meget af Frans af Assisi. Og vi synes, at det er meget passende, at sende noget fra ham med i dette nyhedsbrev. Vi håber, at I nyder det ligeså meget som vi gør. Her er to meget smukke fortællinger om mødet mellem Frans og fuglene og mellem Frans og ulven. En prædiken for fuglene:

En dag var Frans og to af hans rejseledsagere vandret over en mark, hvor der stod nogle træer, og i disse træer og på marken under, sad der et væld af trækfugle. Frans standsede og betragtede fuglene. Så sagde han til sine brødre: ”Vent lige her. Jeg vil holde en prædiken for vore søstre, fuglene”. For os i dag, kan det synes som en ret besynderlig tanke – men for Frans var det den naturligste sag i verden. Han havde altid følt en særlig samhørighed med al Guds skabning. I hans øjne var alt gennemtrængt af Guds kærlighed, og hvis man talte i kærlighed, kunne man tale med alt omkring sig. Derfor hilste Frans alt og alle, han mødte, som brødre og søstre i Gud.

Frans gik stille hen mod fuglene, som sad på marken. Da han begyndte at tale, fløj alle fuglene, som sad i træerne ned til ham, og ingen af dem rørte sig, selv om hans kutte ind i mellem rørte ved flere af dem. ”Søstre fugle”, sagde han, ”I skylder Gud megen lovsang, for Han har skabt jer og givet jer vinger og triller. Han har givet jer fjer, så I kan varme jer, og føde til at stille jeres sult. Han har givet jer kilder at drikke af og bjerge til at skjule jer i. Han har givet jer træer at bygge rede i, og luften til, at I kan bevæge jer frit i den. I har meget at takke Gud for. Han må elske jer højt, så glem ikke at synge Hans pris!”

 

Da Frans var færdig med sin prædiken og sin opfordring til at prise Gud, velsignede han fuglene med korsets tegn. De fløj derefter samlet op i træerne og kvidrede smukt i ét kor.

Og efter det kors, Frans havde tegnet,  delte de sig i fire flokke: den ene fløj mod øst, og den anden mod vest, og den tredje mod syd, og den fjerde mod nord, og hver flok fløj ud i verden, mens de lovsang Gud. Og dette skulle betyde, at ligesom Frans, der på sit legeme skulle bære Kristi korsmærke (blev stigmatiseret  i 1224, dvs. mærket med sår på hænder, fødder og i brystet, ligesom Jesus fik ved korsfæstelsen – se nedenstående link); havde prædiket for fuglene og gjort korsets tegn over dem, hvorefter de havde delt sig i et kors og var fløjet til de fire verdenshjørner under sang; således skulle forkyndelsen af Kristi kors bæres ud over den hele verden. http://da.wikipedia.org/wiki/La_Verna_(Toscana)

 Broder Ulv

En anden dag var Frans i byen Gubbio og prædike. Der fortalte man ham om en farlig ulv, som hærgede området. Ulven havde dræbt adskillige mennesker og folk turde ikke gå uden for byen af frygt for ulven.

"Jeg vil gå ud og tale med ulven” sagde Frans. Byens borgere kravlede op på hustage og bymure for at se, hvad der ville ske. Det varede heller ikke længe, før ulven kom farende med fråde om munden. Frans standsede, gjorde korsets tegn og sagde: ”Et øjeblik, broder Ulv! I Kristi navn forbyder jeg dig, at gøre mig eller nogen anden fortræd”. Ulven standsede, lod hovedet synke og begyndte at lytte efter. Frans fortsatte: ”Broder Ulv, du har dræbt mange dyr – ja, endog adskillige mennesker skabt i Guds billede. Du fortjener en grusom død, og det er grunden til, at folk hader dig. Men jeg ønsker, at du skal slutte fred med dem og love, at du ikke længere vil gøre dem fortræd.”

 

Ulven lagde sig ved Frans’ fødder for at vise sin lydighed. Frans fortsatte: ”Broder Ulv, hvis du lover det, kan jeg love dig, at ingen nogensinde skal gøre dig fortræd, og at du aldrig skal sulte igen. Gubbios indbyggere vil give dig mad lige til din dødsdag. Giv mig nu din pote som tegn på, at du går med på betingelserne.” Ulven løftede højre pote og lagde den blidt i Frans’ hånd. Så gik de sammen afsted til Gubbio. På byens torv prædikede Frans en vidunderlig prædiken med ulven liggende ved sine fødder. Fra den dag af gjorde ulven ingen fortræd, og Gubbios indbyggere sørgede for, at den altid fik mad.

 

Frans af Assisi er miljø- og dyrevenlig helgen - og Skytshelgen for hele Italien

(I 1979 blev Frans erklæret for miljøbevægelsernes skytshelgen)

 

                        FRANS AF ASSISI

   Sangen om broder sol  ”Solsangen” (1224-26)

              

 

         Allerhøjeste, almægtige, gode Herre,

      din er al ære, lov og pris og al velsignelse,

      dig alene, du Højeste, tilkommer de,

      og intet menneske er værdig at nævne dig!

 

5    Lovet være du, Herre, med alle dine skabninger,

       især hr. Broder Sol,

     som skaber dag, og du oplyser os ved ham,

     og han er skøn og strålende med stor glans,

     På dig, du Højeste, er han et billede!

 

10   Lovet være du, Herre, for Søster Måne og Stjernerne,

     på himlen har du skabt dem, klare og kostelige og skønne.

     Lovet være du, Herre, for Broder Vind

    og for luften og skyerne og godt vejr og al slags vejr,

    hvorved du opholder alle dine skabninger.

 

15  Lovet være du, Herre, for Søster Vand,

     hvilken er såre nyttig og ydmyg og kostelig og kysk.

     Lovet være du, Herre, for Broder Ild,

     ved hvem du oplyser natten,

     og han er skøn og liflig og kraftig og stærk.

 

20   Lovet være du, Herre, for vor søster, Moder Jord,

     som opholder os og bærer os

     og frembringer alskens frugter og farvede blomster og græs.

     Lovet være du, Herre, for alle dem, som af kærlighed til dig

                                                                        tilgiver deres fjender

     og udholder skrøbelighed og trængsel;

 

25  salige de, der i fred holder ud til det sidste,

     thi du, Allerhøjeste, vil give dem den evige krone!

     Lovet være du, Herre, for vor søster, den legemlige Død,

     som ingen levende kan undfly.

     Vé dem, der dør i dødssynd.

 

30   Salige de, som har virket din allerhelligste vilje,

     thi dem kan den anden død ikke gøre noget ondt.

     Lover og priser Herren, og takker ham,

     og tjener ham i stor ydmyghed.

 

Følgende afsnit omkring Solsangen, er et udpluk fra flg. hjemmeside:

 

www.kirketjener.grejsdalen.dk/Frans/preghiere.html

 

                   Denne hymne er skrevet af Frans af Assisi i løbet af hans to sidste leveår - 1224-1226. Den er skrevet på italiensk - i umbrisk diakekt - og er således et af de første værker skrevet på folkesproget og ikke latin. G. K. Chesterton har sagt, at vidste man ikke andet om Frans, så kunne man rekonstruere det meste ud fra denne hymne. Den indeholder det væsentligste af Frans' budskab. Den er ikke en hyldest til naturen, men en hyldest til Gud gennem skaberværket. Og tror man, at den er skrevet på en solskinsdag på en af Umbriens enestående smukke bjergsider med udsigt over den disede Spoletodal, så tager man fejl. Da Frans skrev den var han næsten fuldstændig blind, han var plaget af sygdom og var døden nær. Men netop derved bliver den en endnu stærkere hyldest til den Almægtige. Digtet er skrevet i tre omgange. Hovedparten i 1224, men strofen om dem der tilgiver blev tilføjet i forbindelse med en ulykkelig strid mellem Assisis borgmester og biskoppen. Frans lod nogle af sine brødre synge sangen inklusive denne strofe for de stridende parter, og som et resultat heraf forligede de sig igen. Strofen om søster død tilføjede Frans kort tid før sin egen død. Medens han lå i den celle i Portiuncula nær Assisi og afventede døden sang han gentagne gange solsangen sammen med broder Angelo og broder Leo. Broder Elias, der ledede franciskanerordenen på dette tidspunkt forargedes over den megen syngen ved Frans' dødsleje. Det var upassende, mente han: "Der går jo vagt herudenfor, og de tror ikke, du er en hellig mand, når de stadig hører sang og spil fra din celle". Men Frans svarede ham: "Ved den Hellig Ånds nåde er jeg så inderlig forenet med min Herre og Gud, at jeg vel kan have lov at glæde mig og frydes i ham!"

Den oprindelige melodi kendes ikke længere. I et af de ældste manuskripter er der afsat plads til noder, men de er desværre ikke blevet indføjet. Johannes Jørgensen har oversat Solsangen til dansk i 1895 i en meget tekstnær udgave. I 1978 gendigtede Johannes Johansen den i en fri udgave til en melodi fra Köln 1623. Hans udgave er optaget i Tillæg til den Danske Salmebog som nr. 755, og Salmebogskommissionen har optaget den som nr. 17 i Betænkningen "Forslag til Ny Salmebog" (under afsnittet "Troen på Gud Fader - Skabelsen og Forsynet").

 

  Kuthumi

“Kuthumi                

Farao, profet og præst i det Nye Kongedømme ca. år 4160 før Kristus i Ægypten. Pythagoras, græsk filosof i det sjette århundrede f.kr. ved hans flugt til Babylon blev han af profeten Daniel indviet i den indre lære om "Jeg er den Jeg er" givet til Moses. Han lærte desuden om musik, astronomi og den hellige videnskab om invokationer. Han skabte senere et broderskab af indviede i Crotona i det sydlige Italien og grundlagde en mysterieskole. Kuthumi er verdenslæreren, han forener østens og vestens tankegang. Kuthumi ser som en af sine væsentligste opgaver at få menneskeheden til at betragte sig som en enhed, ligesom han medvirker til at åbne menneskers hjertechakra.

Kuthumi har bl.a. inkarneret som den græske filosof Pythagoras og som Apostlen Johannes - en af de tre apostle som stod Jesus særlig nær. Og som han selv skal have fortalt om mødet med Jesus: - Han var rar og med et indre lys, så man fik lyst til at følge ham til verdens ende. Hvor han var, lyste du også selv op. Han kunne også blive vred, når han så den uretfærdighed, der var omkring os, for han var menneskelig som vi var og bestod af alle kødets følelser.

Senere inkarnede han som Frans af Assisi, hvor han besluttede at efterleve evangeliet bogstaveligt. Han gav al sin ejendom til de fattige og levede en tid som eneboer, inden han drog ud for at prædike og lave socialt arbejde. Han blev grundlægger af Franciskanerordenen. Kuthumi har levet som Shah Jahan og byggede, til minde om sin hustru, et af verdens vidundere, Taj Mahal i Indien. Endelig levede han som Tibetansk munk i Himmalaya, hvor han arbejdede sammen med grundlæggerne af Teosofien.”

netspirit.dk

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband