Færsluflokkur: Bloggar

Einu sinni Þegar ég var lítið barn í Vík ....

worldpeacedoveEinu sinni þegar ég var lítil, var nafli Alheimsins Vík í Mýrdal. Tilfinningin var að um Vík og mig snerist heimurinn. Vinir mínir og ég var allt sem var. Þetta var svo áhyggjulaust, en þó svo áhyggjufullt. Því þar voru kröfur eins og kröfur eru allsstaðar. Ég átti erfitt með margt, væri sennilega í dag með greiningu sem heitir athyglisbrestur, eða kannski ofvirk. Ég var oft að springa úr orku og gleði og fjöri og var svo uppátektasöm að það er unun.
Ég þekkti hvern krók og kima í Vík. Þekkti lyktina sem var heima hjá öllum og vissi hvar Nabba geymdi jólakortin sem ég og Dússa lékum okkur svo oft við að stafla upp í hinar ýmsu borgir og ævintýri. Ég þekkti líka alla hundana í bænum. Suma forðaðist maður því þeir ráku alltaf trýnið í klobbann á manni, og það var ekkert gaman. Sumir voru óþekkir, stálu sunnudagssteikinni af pönnunni í húsinu á hæðinni þegar húsmóðirin hvarf úr eldhúsinu. Sumir voru blíðir og sætir og ilmuðu yndislega. Ég þekkti líka Víkuránna, sem stundum breyttist í stærstu fljót í heimi og þar börðust barbí og börnin hennar á flótta undan sjóræningjum og hungri. Barbí var alltaf fallegust og fátækust í heiminum. Ég á minningar frá Vík sem ég ylja mér við, en ég á líka minningar frá Vík sem hafa meitt mig og eyðilagt þá mynd af mér sem ég hefði viljað hafa nú og alltaf. Það var hart dæmt, ef þú féllst ekki inn í mynstrið sem var skapað af fáum og leiðum. Ég var svo hávær að það var erfitt að fela sig, ég held svei mér þá að ég hafi stundum andað of hátt.og verið of hátt, hugsað of hátt....

Þær minningar sem meiddu mig héldu mér í burtu frá Vík í heljarinnar mörg ár. Þegar ég fór til Víkur læddist ég inn í bæinn og skreið niður í fjöru með von um að engin hafi séð mig eða heyrt. Ég elskaði hafið, svarta sandinn, fjöllin, fuglalífið, en fólkið var oftast myrkur fyrir mér. Ég held ekki að neinn hafi hugsað það neitt alvarlega að þeir vildu meiða mig, eða skapa  mér minningar sem settu sár í20050423210503_4 barnssálina, sem síðan stækkaði í takt við barnið. Heldur var þetta að ég held, séð frá mínum augum í dag, kannski dægrastytting í bæ sem ekkert gerðist, óhamingja og leiði á eigin lífi, og blandað með óþroska og pínu illu innræti  og út kom minning hjá mér og ábyggilega fleyrum sem setti spor sitt á heilt líf. Ætli nokkur hafi nokkur tíman hugsað þá hugsun til enda, þegar hreytt var ónotum, leyndarmálum, illgjörnum kommentum á viðkvæm útlit hversu mikil áhrif viðkomandi hafði á þetta líf.

Í minningunni var ég ómöguleg, en ég sé í dag að ég var frábær.
Í minningunni var ég ljót, en ég sé í dag að ég var falleg.
Í minningunni kunni ég ekki að syngja, en ég veit í dag að ég söng vel, og hátt.
Í minningunni var ég ferlegur hávaðaseggur, en ég veit í dag að ég var kát og glöð og átti auðvelt með að sýna það.
Í minningunni var ég vitlaus, en ég veit í dag að ég var óvenju kreatíf.
Í minningunni vildu margir ekki að börnin þeirra léku við mig. Ég veit í dag að það var fólks óöryggi yfir þessum krafti sem ég hafði.
Það er margt í minningunni, sem ég sé í dag eftir að hafa unnið meðvitað með minninguna mína, að er öðruvísi en ég man.
Við skulum muna það í nærveru sálar hversu lítið þarf til að byggja upp og gefa góða minningu, og hversu lítið þarf til að rífa niður og eyðileggja sjálfsmynd inn í framtíðina.

Ég vil ekki segja að ég sé reið og sár, það er ég ekki, ég man það fallega. Ég veit líka að allt er með til að gera mig að þeirri manneskju sem ég er og ég er mjög sátt við hana. En stundum hugsa ég hvort ég hafi ekki farið í hring og sé nú orðin sú sem ég var áður en utanaðkomandi áhrif komu inn í myndina. Og ef ég hefði fengið byggt upp jákvæða sjálfsmynd og að fókus hefði verið á það hvað ég kann, en ekki hvað ég ekki kann hver væri ég þá ? Ég veit einnig að allir gera það besta sem þeir geta á hverri stundu, þó stundum finnist hinum það ekki nóg.
20050525061021_0
En allt er sennileg eins og það á að vera. Sú sem ég er hefur reynslu til að takast akkúrat það sem ég er að vinna við í dag.
Þar sem ég trúi á karma, veit ég líka að allt hefur orsök og afleiðingu, þar af leiðandi er ástæða fyrir þessu öllu.

Í dag er nafli Alheimsins Síríus ! Svona víkkar sjóndeildarhringurinn með aldrinum.

Þetta var bara svona smá mánudagspæling. Ég ætlaði að skrifa um skólann minn og allt það spennandi sem við erum að gera þar, en einhvernvegin tóku fingurnir yfir og réðu ferðinni. Vonandi hafði þið öll fallegan mánudag


Hugur Fílls og ég, nútíð, fortíð, framtíð.

elephantgirlcl0-1Laugardagur og ósköp ljúft hérna heima. Vindurinn hamast á gluggunum. Reyndar eina skiptið sem ég upplifi smá pínku lítinn vetur í ár..
Það er þó ekkert vetrarlegt. Rósirnar eru komnar með knúppa, runnarnir eru með fyrstu fögru grænu blöðin, en ég læt eins og það sé smá vetur því það er svo huggulegt.

Við erum einar heima mæðgurnar með öllum blessuðum dýrunum.
Gunni fór að hjálpa Sigyn stóru dóttur okkar og Albert manninum hennar að þrífa veitingastaðinn sem þau voru að kaupa. Þetta er fiskiveitingarstaður við ströndina á Norður Sjálandi. Mjög flott og á frábærum stað, alveg við hafið dásamlega.  Ég fór ekki með því ég er, eða eiginlega á að vera að skrifa grein um Ísbirni og hvernig þeim vegnar á jörðinni í dag og sennilega á morgun líka ! Sólin, Lappi og ég fórum þó í göngutúr í rokinu. Fórum heim til Sigyn og Albert að gefa Rósu og Birni (kanína og hamstur) að borða og drekka. Ég hef  þó eiginlega bara  verið að lesa með teð mitt og notalegheit.Gerði líka smá pönnsur, það passar svo vel við svona daga.

Hef setið og lesið og lesið í dag, hef hreinlega varla getað sleppt þessari bók sem vakti í mér óhugnuð, samkennd, sársauka, sorg, gleði og allt þar á milli.
Bókin heitir Under en strålende sol eftir Khaled Hosseini !9788777148378
Þetta er sami rithöfundur og skrifaði Drageløberne ( ég held að hún heit  Drekahlauparinn á íslensku)
Ég hef lesið Drekahlauparinn líka og snerti hún mig svo djúpt.
Þessi bók sem ég kláraði fyrir augnabliki er ekki síðri, ég mæli með henni.

Á morgun fer ég til Malmö að hitta hugleiðslugrúppuna mína sem er þó svo margt annað líka. Við erum að fara að skrifa grein um þessi átök á milli Íslamista og Danmörku. Það verður spennandi því við erum með mjög ólíkar skoðanir. Það verður spennandi að sjá hvort við getum fundið essensinn af því sem við meinum og skrifað góða grein um það.

Í gærkvöldi horfðum við á X faktor, eins og alltaf. Ég algjörlega heilluð af einni sem heitir Heidi ! Ég verð eiginlega algjörlega lömuð af að hlusta á hana, hún snertir allt í mér í hvert sinn. Hún fær mig til að gráta, ég fæ hreinlega gæsahúð um allt þegar hún syngur. Að mínu mati er þarna sannur, sannur djúpur listamaður sem á eftir að setja spor sín í tónistaheiminn, þar sem tónlistaheimurinn er með til að lyfta þeim sem hlusta aðeins hærra í meðvitundinni. Endilega gefið ykkur tíma til að hlusta á Heidi hérna fyrir neðan.

Í næstu viku byrjar vinnan og þá verður lítill tími til að blogga, en þið sem komið oft ættuð að vera farinn að þekkja þetta munstur, oft, sjaldan, aldrei!!

Blessun til ykkar allra frá gamla Konungaveldinu, Lejreweek01-1


Hafið hefur billjónir af dropum!

Foto 252Um daginn sat ég í sófanum með Sól dóttur minni, það var föstudagseftirmiðdagur ! Hún sat og talaði, og talaði. Þið þekkið það þegar börnin tala og tala þá er hugur manns hálfur með, eða sennilega á tveim stöðum í einu sem ekki gagnar neinum. Svo fer ég allt í einu að hlusta á hana, ég geri mér grein fyrir að hún er að segja það sem ég alltaf er að rembast við að læra, að lifa í sér og það er bara hún ! Hún þarf ekkert að rembast, hún er bara svona.
Hún segir:
Mamma ég er svo hamingjusöm með lífið mitt, ég á góða vini, sem elska mig og vilja leika við mig !
Ég á heima í litlum bæ, með fullt af trjám og gróðri !
Ég er í besta skólanum í Danmörku!
Ég var á frábæru barnaheimili þegar ég var lítil, bóndabæ og þar voru fullt af dýrum, og skemmtilegu fólki sem var að vinna þar, Marianna (ein sem vinur þarna) varð meira að segja amma mín í  Danmörku.
Ég á heima í þessu húsi, og á kisur, hund, og páfagauka......
Það er aldrei neinn sem segir nei, til að leika við mig !

Það sem er svo frábært er að hún kemur ekki með neitt neikvætt. Hún fókuserar á allt það sem er gott í lífinu, og það er það sem er. Af þessu gæti ég lært mikið._MG_2707

Ég hef nefnilega ekki verið svo mikið á þeirri hlið undanfarið, hef verið með hugann við hitt og þetta sem  ekki gagnar mér og ekki öðrum. Hef haft fókus á það sem er verra en það besta. Ég hef ekki skilið frá það mikilvæga frá því minna mikilvæga.

Hef verið mikið í því sem er að gerast í  Danmörku og fjarlægum löndum, því neikvæða, ég hef gefið þeim umræðum meiri athygli og orku en er gott fyrir þessar umræður. Ég hlusta á útvarpið frá morgni til kvölds næstum því. Þar velja svo fréttamenn hvað það er sem fyllir hugsanir mínar. Íslam, Kurt Vestragaard. Það eru heitar umræður í öllu þjóðfélaginu hvar sem ég kem eru umræður um þessi mál. Og það sem ég sé, er að með allri þessari orku gef ég og aðrir líf í þessar umræður, meira en gott er fyrir þessi reiðu öfl. Hver hefur sinn sannleika og sína trú, það ber að virða. Já það er mikilvægt að halda í það frjálsræði sem við höfum, og það að allir hafa rétt á að segja það sem þeim finnst, en það ber að virða aðra og að nota þessi forréttindi sem við höfum til að finna nýjar leiðir sem hjálpa múslímskum bræðrum okkar og systrum að þróa sig frá einræði til lýðræðis. Það sem er gert núna er ekki gott dæmi um það...
Meira ætla ég ekki að tjá mig um þau mál.

Ég ætla að fókusera aftur á það sem er mikilvægt. Það er að vera í núinu, í mér.

_MG_2672Ég vaknaði í morgun með þá vissu! Ég hugleiddi sem ég geri alltaf á morgnana. Fékk mér teð mitt ! Fór í göngutúr með Lappa minn langt út í óbyggðir. Þegar ég drakk teð mitt sá ég út um gluggann að það var rok og skýjað. Mig langaði að hætta við að fara í þessa löngu göngu. En ákvað að láta það ekki eftir mér. Ég opnaði útihurðina, og á því augnabliki ákvað sólin að heiðra mig með nærveru sinni, og hún hitaði mér á kinnarnar alla leiðina. Það var yndislegt að heilsa öllum íslensku hestunum sem ilma af Íslandinu mínu gamla. Það var yndislegt að upplifa kærleika jarðarinnar til mín  í leðjunni á stígnum á milli trjánna og í vindinum, þegar ég lyfti fætinum togaði Móðir Jörð mig aftur til sín, þetta lékum við okkur að alla leiðina mér og henni til mikillar ánægju ! Fuglarnir sungu fyrir mig og Lappa, og ég var viss um að það var fyrir mig og hann, því að þarna voru bara ég og Lappi. Á einum staðnum mættum við Albert, hann og Lappi þefuðu aðeins hver af öðrum, eigandinn sem ég veit ekkert hvað heitri, sagði. Hvar er kisan ykkar ? Vissi þá að þessi yngri kynslóð hefur líka tekið eftir því að við förum alltaf í göngutúr með hundinn okkar og líka kisurnar Múmín og Ingeborg. Svona er nú lífið í litlum bæ, frá einni kynslóð til annarrar.

Á leiðinni hringdu þau frá vinnunni minni, og í staðin fyrir að verða pirruð, þá hugsaði ég um þetta þvílíka tækniundur að geta verið í vinnunni þó svo að ég væri langt úti í móa, með Lappa,  þá gat ég verið í vinnunni líka. Þó svo að það væri aftur hringt í mig frá vinnunni og ég þyrftir að taka fljóta ákvörðun á hinu og þessu þá var ég glöð yfir að ég þyrftir ekki sjálf að gera þá hluti sem gera þurfti, heldur gæti verið akkúrat hérna úti í móa sagt hvað ætti að gera. Svona á það að vera hugsaði ég og varð glöð.

Ég einbeitti mér að því mikilvæga, og það var að vera og njóta þess._MG_2711

Núna sit ég hérna inni í eldhúsinu mínu með rauðrar kinnar og te. Ég er með bækur í kringum mig sem ég ætla að fletta og leita að hinum ýmsu gögnum fyrir þá grein sem ég fer í gang með í dag. Lífið er gott í dag.
Það sem ég hugsaði meðal annars á leiðinni var að maður á að njóta heildarinnar, það er alltaf eitthvað sem er ekki eins og það væri best fyrir mann sjálfan, en það er það að njóta augnabliksins eins og þetta væri síðasta augnablikið.
Þegar við horfum á hafið, þá njótum þess, við vitum að hafið eru billjónir og aftur billjónir af dropum, en við þurfum ekki að telja þá.....  

Bless í boggheim Foto 254


mbl.is Fjöldamótmæli gegn Dönum í Súdan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fergurðin í því sem er, og sorgin í því sem við gerum !

IMG_2652

Í þessari viku, eftir morgundaginn byrja ég undirbúninginn á nýju fréttabréfi ! Það er oft ansi erfitt tímabil. Þetta fer of mikið í tilfinningarnar mínar ! Vildi að það væri öðruvísi, og ég gæti skilið hvert frá öðru, tilfinningar og hugsanir, en ennþá get ég það ekki. Allavega ekki þegar það er um blessuð dýrin, bræður okkar og systur. Set inn vídeó um úlfa og delfína (man ekki  hvernig sagt er delfínar á íslensku) Friður, Kærleikur og Ljós til ykkar allra.

Steina


Paulo Coelho/flettið eins og bók !!


Trúarbragðarstríð, átökin í Miðausturlöndum, öðruvísi lausn á þeim vandamálum!

1373Þetta verður lengsta blogg í heimi. Hef hugsað um það í langan tíma að skrifa þessar pælingar  mínar niður, hef lesið óendanlega mörg blogg um þessi mál, bæði frá kristnum, og ekki kristnum. Stundum hef ég skrifað eitt og eitt komment, en ekki meira en það. Ég  vil svo með þessu bloggi deila mínum hugsunum með ykkur, og núna geri ég það !

Til að skilja átökin í Mið Austurlöndum verður maður að fara aftur í tímann og sjá hlutina frá sögulegu sjónarmiði.

Hver hefur réttin til Jerúsalem ?

Aðalátökin í Miðausturlöndum eða Ísrael/Palestína er sennilega um það hver hafi réttinn til að ráða yfir/búa í Jerúsalem. Bæði kristnir, gyðingar,og múslímar telja sig hafa réttinn til þess.

Það er mikið fókuserað á það sem skilur að (það sem er ekki sameiginlegt) í þessum þremur trúarbrögðum, og að það sé í raun ástæða þessa stríðs sem ríkir á milli þeirra.

Það hefur ábyggilega ekki verið sú hugsun Guðs að skapa þessi þrjú ”ólíku” trúarbrögð til að splitta fólk hvert frá öðru, en það er sennileg það hvernig við manneskjur veljum að túlka hver trúarbrögð fyrir sig, sem er orsök þessara deilna.

Kristin trú, gyðingatrú og íslam eiga öll upptök sín í Miðausturlöndum. Kristin trú og gyðingatrú hafa rætur sínar í núverandi Ísrael. 160255_163_256

Gyðingar trúa að Guð hafi gefið þeim þetta land, kristnir trúa að landið tilheyri þeim, af því að Jesús lifði og dó þar. Íslam hefur rætur sínar í Saudi Arabíu, en fluttist til Palestínu, og þar á eftir yfirtóku múslímar Jerúsalem, og gerðu Jerúsalem að heilagri borg.

Í aldaraðir lifðu múslímskir arabar og gyðingar saman í friði, eða þar til kristnir frá Evrópu fyrirskipuðu heilagt stríð svo Palestína gæti aftur orðið kristið svæði. Í því stríði drápu kristnir þúsundir af bæði gyðingum og múslimum. Frá þeim tíma og þar til í dag hafa verið fjölda stríða á milli þessara trúarbragða á þessu svæði. Deilan hefur ekki eingöngu verið trúarlegs eðlis, en einnig um sögu, menningu og síðast en ekki síst völd.

Hvað þýðir það að vera trúaður ?

Trúarbrögð eru mikilvægur hluti mannkyns, bæði nú og áður, og þar af leiðandi mikilvægt að koma inn á það efni þegar hugað er að framtíð jarðar.

Að vera trúaður er það að trúa á Guð, eða eitthvað æðra en maður sjálfur.2166

Þessi þrjú stærstu trúarbrögð í heiminum í dag, sem ég hef áður nefnt hafa margt sameiginlegt.
Bæði kristnir, gyðingar  og múslímar trúa á að það sé einn Guð, og að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum, einnig að við sem mannfólk getum haft samtal/dialog við Guð. Þau er einnig sammála um að Guð skapaði fyrstu manneskjur á jörðinni (Adam og Evu) og að þeim var freistað af Satan þegar þau borðuðu eplið af lífsins tré í Paradís.
Í kristinni trú og gyðingatrú eru Adam og Eva sköpuð í Paradísargarðinum, en í Íslam eru þau sköpuð á himninum, en á eftir sköpunina færð í Paradísargarðinn.

Abraham, kallaður Ibrahim í Íslamskri trú er afkomandi Adam og Evu. Abraham gegnir stóru hlutverki í öllum þremur trúarbrögðum. Bæði gyðingar og múslímar telja sig afkomendur Abraham. Abraham er fyrstur manna til að trúa á einn Guð. Árið 1800 fyrir okkar tímatal fær hann skilaboð frá Guði um að hann eigi eftir að verða ættfaðir mikils hóps mannkyns. Abraham á þó erfitt með að trúa því, þar sem eiginkona hans Sara er orðin of öldruð til að fæða börn. Þar af leiðandi fær hann son sem fékk nafnið Ismael með Hagar sem er þrællinn hans. Ismael er sá sem grunnleggur Íslam. Abraham til mikillar undrunar verður Sara eiginkona hans ófrísk og fæðir soninn Isak. Hann er sá sem grunnleggur gyðingdóminn

Það er hægt að vera trúaður á margan hátt.

Það eru þeir sem eru ofsatrúarfólk, sem lifa ortodoks eftir Biblíunni, Kóraninum eða Toraen. Ofsatrúarhópar finnst ekki eingöngu innan Íslam. Þeir finnast einnig innan gyðingatrúar og kristinnar trúar. Það er þessi hópur sem við heyrum um í fjölmiðlum, því það eru þessir hópar sem hafa öfgafullar skoðanir sem þeir réttlæta í Guðs nafni. 139676_150_120

Þar sem þessir öfgahópar lifa eftir sinni þýðingu/túlkun á trúnni, sem aðeins er hægt að túlka á þeirra hátt, gæti maður sagt að þeir lifi í gömlum hugsunarformum, sem heldur þeim fast í því, að það er aðeins hægt að trúa og lifa á einn hátt. Þegar maður þvermóðskulega stendur og heldur fast í eigin túlkun, og segir þær einu réttu, og getur ekki á nokkurn hátt séð að aðrir geti haft aðra sýn á hlutunum, og sú sýn er jafn rétt fyrir þann aðila og mann sjálfan. Þá gerast átökin/deilurnar sem við sjáum í því trúarbragðastríði sem herjar á jörðinni.
images-8
Ef ég tek gyðinga sem dæmi þá halda þeir krampakennt fast í gömul hugsanaform, sem t.d. að sjá sig sem Guðs útvalda þjóð, og að Guð hafi gefið þeim Palestínu. Hérna meina ég að gyðingar hafi rangt fyrir sér. Ég trúi að allt mannkyn sé Guðs útvalda þjóð. Gyðingar ættu að skoða stolt sitt á eigin þjóð, sem liggur í þeirri hugsun að halda að maður sé meiri en annar..
”Réttrúðir” gyðingar í Ísrael aðskilja sig frá okkur hinum hlutanum af mannkyninu, þegar þeir telja sig rétta eigendur af Ísrael Þeir óska ekki að vera hluti af hinum hlutanum af mannkyninu. Þessi hugsun getur ekki verið góð fyrir heildina, fyrir mannkynið, fyrir það guðdómlega. Það er að mínu mati löng leið að samruna mannkyns, hvort sem er gyðingar, múslima eða kristnir, á ég þá við þá sem hugsa sig ”þá rétttrúuðu”. Það er að mínu mati mjög mikilvægt að blanda saman bæði trúarbrögðum, og kynþáttum. Gifta sig yfir landamæri þess sem ekki eru við. Þetta sjáum við í ríkari mæli nú en áður. Þetta veldur eldri kynslóðinni miklum harmi, en er að mínu mati leiðin fram að einu lífi, einu mannkyni, einni þjóð.

Stríðið í Miðausturlöndum er í dag tjáning fyrir aðskilnað, egoisma/sjálfselsku, efnishyggju,valdabaráttu og græðgi sem í raun fyllir líf stærsta hluta mannkyns á jörðu. Þetta er það sem ógnar heimsfriðnum í dag á jörðinni. En það er ekki eingöngu stríð í Miðausturlöndum, einnig stórríki eins og Bandaríkin, Kína og Rússland,sem spila á strengi valdsins, friðarumræðu, vopnasala, og ekki síst, olíuáhuga á þessum1370 svæðum.

 Margir leiðtogar í heiminum hafa reynt að vinna að friði á þessum svæðum. En það er hægt að mínu mati að setja spurningarmerki við ástæðuna á bak við það sem margir af þeim eru að gera. Margir vilja tryggja sér aðgang að olíusvæðunum, og að koma í veg fyrir að öll þessi olíusvæði séu yfirráðasvæði múslima, sem vestræn þjóðfélög sjá sem hryðjuverkamenn.

Það er greinilegt að olían frá Miðausturlöndum  hefur mikil áhrif á líf okkar vesturlanda. Ef það eru sprengingar og óeirðir á þessum svæðum, þá hækkar olíuverðið hjá okkur. Þar af leiðandi erum við mjög háð öllu því sem gerist á þessum svæðum, hvort sem við viljum það eða ekki. Olían hefur óhugnanlega mikil völd í okkar heimi, og daglega lífi. Það er í Miðausturlöndum sem mest hráolía er framleidd í heiminum í dag.

Hormuzstrætið er mikilvægt svæði á þessum svæðum, það er eins og blóðæð frá þessum svæðum, til okkar, blóðæð sem siglir með hráolíu. Í gegn um þessa blóðæð streymir  fjórðungur af allri olíu á jörðinni. Hormuzstrætið er skurður sem tengir saman Persiska flóann í suðvestur og Omanflóann  sem liggur að Arabíska Hafinu.

Í dag eiga olíufurstarnir og fjölskyldur þeirra alla þessa olíu, og eru þar af leiðandi óhugnanlega ríkir. Ef olían væri í eigu landanna sjálfra og fólksins væri hægt að nota þá peninga sem koma í stað olíunnar til að byggja upp og þróa landið til ánægju fyrir íbúa þessara landa.Peningarnir gætu þjónað mörgum, í stað fárra.

Ef Miðausturlönd ynnu sjálfir hráolíuna í heimalandinu sínu, í staðinn fyrir að senda hráolíuna til vestrænna ríkja til að fá hana unna, myndi það skapa meiri efnahagslegan vöxt í heimalandi þeirra, það myndi skapa þúsundir atvinnumöguleika, sem myndi verða til þess að atvinnuleysi myndi minnka og velferð aukast. Þetta gæti orðið til þess að heilbrigðiskerfið yrði betra svo fátækir jafnt sem ríkir fengi þá læknisþjónustu sem þeim ber. Einnig myndi þessi efnahagslegi vöxtur gefa fleirum möguleika á menntun, og menntun er eins og við vitum máttur, og besta leiðin inn í framtíðina.

Við erum öll hluti af þessu á einn eða annan hátt, við erum öll hluti af mannkyninu, og þar af leiðandi vil ég meina að við höfum ábyrgð á því sem gerist hvar sem er í heiminum, við höfum ábyrgð á því aðimages heimurinn verði betri á morgun en hann er í dag. Okkur ber skylda til að byggja brú á milli fólks, án hugsunar um kynþátt, trúarbrögð, eða þjóðerni. Við skulum sjá möguleika í staðin fyrir hindranir. Við skulum sjá það, að hversu ólík við erum, sem styrk, en ekki veikleika. Við skulum taka það besta frá fortíðinni, sem við getum notað í framtíðinni, og svo skulum við nota það í nútíðinni.

Við skulum ekki bara tala um frið, við skulum bretta upp ermarnar og skapa frið, svo það verði friður. Friður næst ekki með stríði. Friður næst með að tala saman, með virðingu, og svo að finna lausn með skilningi fyrir hinu ólíka og fyrirgefningu á fortíðinni. Fyrirgefning er það að skilja. Skoðanaskiptin/dialog verður að vera í Kærleikanum, og virðingu fyrir hverjum og einum. Verknaðurinn framkvæmist í Kærleika til allra og alls og fyrir það heila. Bara á þann hátt vinnum við stríðin ,
í gegnum hjarta fólksins, og Kærleikurinn mun vinna mannkynið.
images-12
Hugsunarformin hafa ógurlega mikinn áhrif á hvernig við lifum lífinu okkar, hvernig við hugsum, skiljum, finnum og gerum hlutina. Það er viljinn í hugsuninni sem stjórnar tilfinningunum okkar í ákveðnar brautir og skapar svoleiðis hvernig við bregðumst við, við allar aðstæður.  Í praksis er mjög erfitt að aðskilja tilfinningar og hugsanir. Því þær virka í mjög nánum tengslum hver við aðra. En það er munur á þeim. Hugsunin færir viljann inn á ákveðna braut, það er þess vegna sem orka fylgir hugsun.
Við höfum bæði ómeðvituð hugsunarform, og meðvituð hugsunarform. Þær ómeðvituðu eru m.a. þau hugsunarform á bak við uppeldi, trú, samfélag og þess háttar. 139726_150_120

Sem sagt hugarkrafturinn hefur mikinn kraft. Ef við hugsum neikvætt, höfum við áhrif á umhverfi okkar á neikvæðan hátt. Við höfum geri ég ráð fyrir öll upplifað hvernig neikvæðni getur smitað út frá sér. Ef við erum í herbergi með manneskju sem er neikvæð, finnum við fljótlega hve mikil áhrif það getur haft á okkur.Við finnum líka að ef við erum með jákvæðu fólki hvernig það getur smitað til allra um kring.

Lifum við eftir boðskap Guðs um náungakærleika, eða lifum við í efnishyggju hugsanaformi, þar sem við höfum nóg með okkur sjálf !

Hræðsla, þunglyndi, neikvæðni, sjálfselska og hatur, sé ég sem efnishyggjuhugsanaform. Hugsanaform sem eru réttlætt í Guðs og efnishyggjunnar nafni. Hugsanaform sem við sem einstaklingar og við sem mannkyn höfum byggt upp kynslóð eftir kynslóð. Við sjáum núna að þetta eru þau hugsanaform sem getur orðið til þess að hvorki við sem mannkyn, né Jörðin sem pláneta getum lifað mikið lengur.
Er mögulegt að vinna á og breyta þessum hugsunarformum sem erimages-10u það sem er verst fyrir áframhaldandi líf á jörðinni.
Þannig að hræðsla verði frelsi,
þunglyndi verði gleði,
neikvæðni verði jákvæðni,
sjálfselska verði að óeigingirni
og hatur verði að Kærleika.
Já, það er ég viss um að sé hægt ! Það er hægt að eyða gömlu hugsunarformi, sem heldur fólki föstu í ákveðnum munstrum, munstrum hvernig við bregðumst við og hugsum.

Ef við viljum leysa upp gömul hugsunarform þá er hægt að gera það á mjög einfaldan hátt. Í hverju hugsunarformi er og hefur einhveratíma verið jákvæðni, sem gerir að þarna finnst ljós, Sjáðu þetta litla ljós skínandi og fagurt. Sjáðu ljósið vaxa og verða bjartara inni í hugsunarforminu. Sjáðu ljósið vaxa þar til allt hugsunarformið er eingöngu Ljós. Sjáðu svo Ljósið leysa upp hugsunarformið í Kærleikanum. Þegar þetta gamla hugsunarform er horfið, leyst upp í Ljósi Kærleikans, myndast pláss fyrir nýjar hugsanir, hugsanir í Ljósinu, sköpuninni og frelsinu .

Við sem einstaklingar berum ábyrgð á hugsunum okkar og því lífi sem við veljum að lifa. Við getum ákveðið með sjálfum okkur að hugsa aðeins fallega um og til annarra.. Í hvert sinn sem sem neikvæð hugsun rekur inn nefið, höfum við vald til að afvísa henni. Við getum valið að elska náungan, og við getum sýnt það í umhyggju til þeirra sem verða á vegi okkar.Við getum valið að vera ekki sjálfselsk, og að vera heiðarleg, og afvísað efnishyggjuandanum.144809_150_120

Það fólk sem á heima í Miðausturlöndum og sérstaklega unga fólkið er meira og meira mótækileg fyrir nýjum hugsunarformum i staðin fyrir þau gömlu. Ný hugsunarform sem eru sköpuð í Kærleikans Ljósi og orku. Flestir sem búa þarna óska eftir friði í lífi sínu, og þau sjá að stríð er ekki leiðin sem leysir trúarbragðadeiluna.Það er eitthvað sem reynslan og sagan hefur sýnt þeim .
Flestir á þessum svæðum hafa haft sorgina inni í hjartanu, fátækt í lífinu, missir af nánum og ættingjum, afleiðingar af stríði kynslóð eftir kynslóð.

Í ljósi þess að við komum nær og nær hvert öðru, landamæri verða ósýnilegri, með þeirri tækni sem gerir okkur kleift að sjá og upplifa það sem gerist á öðrum stöðum i heiminum, eins og gerðist inni í eigin stofu.Sérstaklega er yngri kynslóðin opin fyrir þessum möguleikum. Þar af leiðandi eru þau opnari fyrir þeim möguleika að lífinu er hægt að lifa á margan ólíkan máta. Þau sjá í fjölmiðlum og á netinu að aðrar manneskjur hafa ólíka sýn á deilurnar á þeirra heimaslóðum, en stjórnmálamenn, og trúarleiðtogarar í heimalandi þeirra. Þetta opnar augu þeirra fyrir nýjum hugsunum, nýjum möguleikum, sem er eins og fræ sem sáð er og gefið möguleiki á nýju lífi. Þessi nýja kynslóð í Miðausturlöndum eru þar af leiðandi meira krítísk fyrir því sem þeim er sagt. Þeir hafa meiri möguleika en eldri kynslóðir að sjá nýjar leiðir en áður voru hugsaðar.

Einnig eru fleiri sem vinna að sameiningu ólíkra trúarhópa með menningu og íþróttum. Til dæmis Middle East Peace Orchestra. Þar hefur Henrik Goldsmith tekist að fá tónlistafólk frá þessum þremur trúarhópum sem um er rætt til að spila saman.
Í heimi íþróttanna hefur verið safnað í körfuboltalið. Þar sem hópur ísraela og palestínubúa spila saman í liði. Ég veit að þetta er ekki nóg til að skapa frið, en það er greinilegt að það að finna áhugasvið þar sem þess konar samvinna er möguleg gefur jákvæða og nýja möguleika. Samvinna sem sameinar í staðin fyrir að sundra. Þess slags samvinna á örugglega eftir að breiða um sig eins og hringir í vatni, og þar af leiðandi  vera með til að skapa frið í heiminum.

Fjöldi manns vinnur að því að skapa frið á milli þessara ríkja. Það er lögð mikil áhersla á að finna lausn á þessum deilum, svo mögulegt sé fyrir alla aðila að lifa saman í eins miklum friði og mögulegt er. 415

En það er ekki nóg að skapa frið hjá öðrum, við þurfum einnig hver og einn að vinna að því að verða betri manneskjur til að vera með til að gera skapa betri jörð fyrir okkur öll.
Við ættum hver og einn daglega í samspili okkar við aðra, að sýna Kærleika, þar er ég ekki bara að meina kærleika til fjölskyldu okkar og vina. Ég er að tala um Kærleika sem nær lengra en til okkar nánasta og dýpra en það hversdagslega.
Kærleikurinn er djúpur, innilegur, óeigingjarn umhyggjusamur og sýnir skilning fyrir öllu lífi á jörðinni. Kærleikurinn er umhyggja fyrir öllum bræðrum okkar og systrum hvar sem er á jörðinni. Kærleikurinn nær einnig til allra dýra, plantna og inn til sjálfrar Móður Jarðar.

Kærleikurinn og óeigingirni er ekki eitthvað sem við förum út og kaupum. Hann/það finnst í okkur öllum. Við erum öll Guðdómleg, við höfum öll Guðs orku í okkur.


Við, ég og þú verðum sjálf að taka ábyrgð á hugsunum okkar og tilfinningum, því sem við gerum, og gerum ekki. Við verðum að upplifa okkur sem eina heild, og við verðum að hugsa og vera saman með hugsun um falleg og rétt samskipti okkar á milli. Þannig og bara þannig gerum við Jörðina að góðum stað að lifa á.

Ég hef með þessum skrifum mínum reynt að gefa smá mynd, kannski mína mynd af ástandinu í Miðausturlöndum. Kannski líka einn af þeim möguleikum sem ég tel vera mögulega til að skapa frið á þessum svæðum. Þar á ég við hvernig maður getur eitt og skapa hugsunarform.
Þessar deilur verða ekki leystar á stuttum tíma. Það þarf tíma til að eyða gömlum forstokkuðum hugsunum. En ég er viss sum að við öll getum verið með á þennan einfalda hátt til að skapa frið í heiminum.
Fyrir hvert neikvætt huganarform, sem er skipt út fyrir jákvæða hugsun. Í hvert sinn sem við sýnum skilning í staðin fyrir fordóma erum við skrefi nær friðsamlegri lausn á trúardeilunum....


 


mbl.is Persaflóaríki vilja aðgerðir danskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég þarf að elska þá sem segja mér á móti

_MG_2709 Yndislegur mánudagur, fyrsti dagurinn í vetrarfríinu okkar  Sigrúnar Sólar.
Við fengum okkur Smoothe í morgunmat, eins og hvern morgun (það eru ávextir sem við veljum og blöndum svo í blandara) . Ég hugleiddi, fékk mér svo te. Á eftir þegar morgunvenjan var búinn fórum við í göngutúr í þessu líka fallega veðri. Lappi var rosa kátur, hljóp um engi, gróf sig til Kína og elti dádýr á heimsenda.
Sólin litla mín skein á allt það sem fyrir augu bar, og hljóp með Lappa tappa. _MG_2671

Við komum við hjá Sigyn og Albert sem búa í húsinu á sléttunni. Við fengum te, og ræddum heimsvandamálin, og leistum þau líka. Við Sólin yndisleg gengum svo heim, í leik og hugsun. Sólin fór í vitund Lappa og var með honum í öllu sem var gaman hún gróf moldvörpuholur, elti fasana, og hló í gleðinni með Lappa frábæra.
_MG_2685
Ég hafði ró til að hugsa hitt og þetta, ég hugsaði þó mest um að vera, og elska það að vera. Ég er ekki alltaf svo meðvituð um að elska allt í kringum mig og gefa því þann gaum sem allt í kringum mig á skilið. Ég er heldur ekki nógu meðvituð um öll þau kraftaverk sem gerast í kringum mig og kringum aðra. Allt verður einhvernvegin of mikið sjálfsagður hlutur, þó alls ekki sé. Ég þarf að huga að þessum smáhlutum, sem eru í raun stærstu málin og ekki bara huga að því, því það geri ég svosem oftara en oftar.

Ég þarf að senda Kærleika í allt sem viðkemur mér og ykkur öllum.
Ég þarf að senda Kærleika í andrúmsloftið sem ég anda inn og út, með Móður Jörð og ykkur hinum
Ég þarf að elska Jörðina sem ber mig fram og til baka í leit að hinu og þessu sem er mikilvægt hverju sinni
Ég þarf að elska fuglana sem syngja fyrir mig bæði úti og inni.
Ég þarf að elska dýrin sem fórna sér fyrir mig í fæði og klæðum
Ég þarf að elska þá sem segja mér á móti
Ég þarf að elska þá sem staðfesta skoðun mína
Ég þarf að elska hugsanir mínar, hvort sem þær eru góðar eða miður góðar.
Ég þarf að elska það sem ég segi hverju sinni, því í hvert sinn segi ég það besta sem ég veit og skil.
Ég þarf að elska bræður mína og systur sem deila Móður Jörð með mér í nútíð, fortíð og framtíð
Ég þarf að elska mig, sem er Guðdómurinn, með þér og öllum hinum.


Það er margt sem þarf að huga að til að verða betri manneskja, en að gera það í Kærleikanum er fyrir mig það eina rétta._MG_2699_2

Í fríinu mínu er ýmislegt sem ég þarf að huga að, ætli ég byrji ekki á því núna þegar sólin skín svo fallega inn um gluggann minn.

Kærleikur, gleði og Ljós til ykkar allra


fallegt, íkorni, slagsmál, en svona er lífið !

_MG_2645Ekkert er betra en að vakna svona á laugardegi , við fuglasöng og sól inn um gluggann. Ég varð líka þess heiður njótandi að rauður íkorni hljóp á greinunum á birkitrénu fyrir utan svefnherbergis gluggann minn.

Ég hef ákveðið að í dag ætla ég líka að hafa fókus á það góða, i þeim mæli sem mér er mögulegt.

Það er margt gott að gerast bæði hjá mér og í heiminum, þó svo Danmörk sé í miklum átökum. Um allt land eru óeirðir hjá ungu fólki. Því miður er þetta allt farið út böndunum, og yfirvöld vita eiginlega ekki hvað gera skal. Þetta eru ungir ”indvandrar” eins og sagt er í Danmörku. Sá áhugavert viðtal við mann sem hefur unnið með þetta unga fólk í mörg ár. Hann sagði að það væri ekkert skrítið að þetta væri orðið eins og þetta er. Auðvitað er sagt að ástæðan sé Muhammeds teikningar eftir Kurt Westergaard sem birtar hafa verið aftur í blöðunum. En í raun er þetta um allt annað. ”Vonleysi” Það eru litlir framtíðarmöguleikar fyrir þessa drengi og þeim vantar að finna sig hluta af einhverju. Þeir eru ekki Danir, og ekki hluti af því landi sem þeir koma frá. Þeir eru ekkert. Það þarf að gera mikið til að byggja upp sjálfsmynd þeirra, og allir þurfa að taka höndum saman. Það eru lög í landinu sem segja að henda megi fólki úr landi án þess að mál þeirra fari til dómsstóls. Mjög alvarlegt mál, en sýnir í raun mjög greinlega að þetta fólk er ekki Danir, þó svo að þetta séu danskir borgarar, svo tilfinningin þeirra er rétt, þeir eiga ekki heima hérna ! Islamskir trúarhópar gera allt sem í er þeirra valdi til að halda ró og frið innan síns samfélags, en þarna hafa þeir ekki völd, það er of mikil reiði og vonleysi til að hlustað sé á þá. Þetta er allt hið sorglegasta mál. Ég er hrædd um að ef þeir sem planlögðu morðið á Kurt Westergaard verði sendir úr landi, þá verði allt brjálað ! Ég er ekki að réttlæta þetta morðplan á Kurt, en það segir bara hversu hræðilegt ástandið er. Svo blandast þetta allt saman nú, morðtilraunin á honum og vonleysi innflytjenda hérna í Danmörku og kynþáttahatur sem þeir alast upp við. _MG_2644_2

Ég sem ætlaði að fókusera á það góða, geri það núna. Við horfðum á Xfaktor í gær sem er hæfileika söngvakeppni á DR1 í Danmörku. Okkur Sól hakkar til á hverju föstudagskvöldi. Þetta er þvílíkt hæfileika fólk sem tekur þátt í þessu.
Læt inn video með yngsta þátakanum sem heitir Martin, hann er ungur sveitastrákur frá Jyllandi. Fjölskyldan hans hafði aldrei heyrt hann syngja fyrri en í þessu prógrammi. Njótið því hann er frábær !!  Þó ef þið kíkið á síðasta vedeóið, þá er hún sú sem mér finnst best !Hún er frábær listamaður._MG_2648

Í gærmorgun var ég að hlusta á útvarpið, eins og ég geri alltaf þegar ég geri nestispakkanna. Það var verið að ræða við vísindamenn sem eru að rannsaka dimensionir/víddir (held ég að það heiti á íslensku)! Við lifum í þremur dimensionum, það sem þeir eru að rannsaka og halda að sé eru 10 dimensionir !! Ég veit að út frá esoterisku fræðum er talað um 4 og 5 dimensionir og gefið í skyn fleiri, en 10 það er alveg magnað. Hvað þýðir það ? Fyrir það fyrsta fyrir mig er að þá er vísindalega sannað það sem við esoteriker höfum haldið fram lengi lengi. Það er líka hægt að spyrja sjálfan sig hvað lifir og hrærist í öllum þessum dimensionum. Það verður spennandi að fylgja þessum rannsóknum. Jæja ætli það sé ekki best að fara á fætur, lappi vil út, og mig langar í kaffi.
Friður og Kærleikur veri með ykkur þessa helgi.

 

 


 
mbl.is Áfram óeirðir í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flytja fókus frá hinu trysta til hins fagra

Núna er föstudagskvöld, og ég er komin í vetrarfrí !

Ætla að því tilefni að flytja fókus frá hinu trysta til hins fagra, ykkur til yndis og ánægju

Einn nemandinn minn var að útskrifast, eftir 4 ár í skólanum. Að því tilefni var hún með einkasýningu, sem var svo falleg, svo falleg !

Set myndir af bara nokkrum verkum eftir hana. Myndirnar hérna eru ekki toppkvalitet, en gefur þó góða mynd af hæfileikum hennar Gitte !

Njótið kæru vinir og megin helgin vera ykkuIMG_0141r góð.

IMG02

    

 IMG_0137IMG_0127IMG_0131IMG_0113


Dýrin eru send í hræðilegustu ferðalögin, stundum í 30 daga !

f_r3_322956fHef setið í allan dag og unnið, og líka kíkt á blogg, og bloggvini. Það er ekki alltaf sem ég hef svona mikinn tíma til þess. Hérna er gott veður og fallegt að horfa út í garðinn minn sem er fullur að laukum sem eru að kíkja upp úr moldinni.

Heyrði dásamlega, en sorglega frétt í dag. WSPA sem eru dýraverndunarsamtök um allan heim, eru búinn ásamt öðrum dýraverndunarsamtökum um allan heim að vinna að dokumentarmynd "Handle with Care" um dýraflutningar í tvö ár með leynilegum upptökum.Þetta eru flutningar þar sem dýr eru flutt lifandi frá einu landi til annars til að verða slátrað. Stundum 30 daga í einu, bæði í bíl, með skipi eða með flugi.

Þau verða sturluð af hræðslu,
þau fá ekki vatn,
þau fá ekki mat.
Það deyja þúsundir og aftur þúsundir af grísum, hestum, kindum, geitum og kjúklingum á ári í þessum flutningum.

Þetta er kjöt sem við borðum. Dýrunum er fórnað með þjáningarlífi svo við getum borðað, því við hugsum um krónur og aura þegar við kaupum mat, og föt.... Við getum valið að kaupa vörur af dýrum sem við vitum að hafa haft gott líf, bæði hvað matvörur og fatnað varðar.hest_322932f

Það eru milljónir og aftur milljónir af dýrum sem þjást, vegna okkar, og það minnsta sem við gætum gert er að gera þeim dauðan eins friðsælan og sársaukalausan og unnt er. Ég skoðaði nokkur video, en ég verð að segja að ég gat ekki horft á þetta, ég varð bara alveg miður mín. Ég vil bara ekki vera hluti af þeirri dýrategund sem getur fengið sig til að gera þessa hluti. Þetta er bara of mikið...
Set inn eitt video, ef þið getið þola að sjá það.

Í 125 ár hefur verið hægt að senda frosið kjöt á milli landa og landshluta, hvers vegna er það ekki gert ? Í viku hverri eru 1.000.000.000 dýr send í þessa hræðilegu flutninga. Dýrin eru flutt frá  Spáni til Ítalíu, frá Kanada til Hawaii frá Brasilíu til Líbanon og frá Ástralíu til Jórdaníu. . Það er talið að á milli Ástralíu og Jórdan  deyji allt upp í 40.000 kindur á hverju ári vegna hungurs !

gris_322933fÉg vona svo innilega að þessi dokumentarmynd veki fólk alvarlega til umhugsunar um það líf sem við bjóðum þessum minni bræðrum okkar og systrum, sem við berum ábyrgð á, á þessari jörð. Það er á allra okkar ábyrgð að hækka vitund mannkyns sem væri hjálp fyrir dýrin og í raun allt annað líf á jörðu. Það þarf ekki endilega að vera með því að vera grænmetisæta, en að hver og einn vinni að því markvisst að verða betri manneskja. Því það er nú svoleiðis að því fleiri sem ná andlegum þroska á jörðinni, því hærra verður energíið og vitundarstigið á jörðu, sem svo hefur áhrif á allt líf á jörðu.

Ég fer á fund með hugleiðslugrúppunni minni í kvöld, það verður gott.

Hafið fallegan dag, eða það sem er eftir af honum.

Blessi ykkur 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband