fallegt, íkorni, slagsmál, en svona er lífið !

_MG_2645Ekkert er betra en að vakna svona á laugardegi , við fuglasöng og sól inn um gluggann. Ég varð líka þess heiður njótandi að rauður íkorni hljóp á greinunum á birkitrénu fyrir utan svefnherbergis gluggann minn.

Ég hef ákveðið að í dag ætla ég líka að hafa fókus á það góða, i þeim mæli sem mér er mögulegt.

Það er margt gott að gerast bæði hjá mér og í heiminum, þó svo Danmörk sé í miklum átökum. Um allt land eru óeirðir hjá ungu fólki. Því miður er þetta allt farið út böndunum, og yfirvöld vita eiginlega ekki hvað gera skal. Þetta eru ungir ”indvandrar” eins og sagt er í Danmörku. Sá áhugavert viðtal við mann sem hefur unnið með þetta unga fólk í mörg ár. Hann sagði að það væri ekkert skrítið að þetta væri orðið eins og þetta er. Auðvitað er sagt að ástæðan sé Muhammeds teikningar eftir Kurt Westergaard sem birtar hafa verið aftur í blöðunum. En í raun er þetta um allt annað. ”Vonleysi” Það eru litlir framtíðarmöguleikar fyrir þessa drengi og þeim vantar að finna sig hluta af einhverju. Þeir eru ekki Danir, og ekki hluti af því landi sem þeir koma frá. Þeir eru ekkert. Það þarf að gera mikið til að byggja upp sjálfsmynd þeirra, og allir þurfa að taka höndum saman. Það eru lög í landinu sem segja að henda megi fólki úr landi án þess að mál þeirra fari til dómsstóls. Mjög alvarlegt mál, en sýnir í raun mjög greinlega að þetta fólk er ekki Danir, þó svo að þetta séu danskir borgarar, svo tilfinningin þeirra er rétt, þeir eiga ekki heima hérna ! Islamskir trúarhópar gera allt sem í er þeirra valdi til að halda ró og frið innan síns samfélags, en þarna hafa þeir ekki völd, það er of mikil reiði og vonleysi til að hlustað sé á þá. Þetta er allt hið sorglegasta mál. Ég er hrædd um að ef þeir sem planlögðu morðið á Kurt Westergaard verði sendir úr landi, þá verði allt brjálað ! Ég er ekki að réttlæta þetta morðplan á Kurt, en það segir bara hversu hræðilegt ástandið er. Svo blandast þetta allt saman nú, morðtilraunin á honum og vonleysi innflytjenda hérna í Danmörku og kynþáttahatur sem þeir alast upp við. _MG_2644_2

Ég sem ætlaði að fókusera á það góða, geri það núna. Við horfðum á Xfaktor í gær sem er hæfileika söngvakeppni á DR1 í Danmörku. Okkur Sól hakkar til á hverju föstudagskvöldi. Þetta er þvílíkt hæfileika fólk sem tekur þátt í þessu.
Læt inn video með yngsta þátakanum sem heitir Martin, hann er ungur sveitastrákur frá Jyllandi. Fjölskyldan hans hafði aldrei heyrt hann syngja fyrri en í þessu prógrammi. Njótið því hann er frábær !!  Þó ef þið kíkið á síðasta vedeóið, þá er hún sú sem mér finnst best !Hún er frábær listamaður._MG_2648

Í gærmorgun var ég að hlusta á útvarpið, eins og ég geri alltaf þegar ég geri nestispakkanna. Það var verið að ræða við vísindamenn sem eru að rannsaka dimensionir/víddir (held ég að það heiti á íslensku)! Við lifum í þremur dimensionum, það sem þeir eru að rannsaka og halda að sé eru 10 dimensionir !! Ég veit að út frá esoterisku fræðum er talað um 4 og 5 dimensionir og gefið í skyn fleiri, en 10 það er alveg magnað. Hvað þýðir það ? Fyrir það fyrsta fyrir mig er að þá er vísindalega sannað það sem við esoteriker höfum haldið fram lengi lengi. Það er líka hægt að spyrja sjálfan sig hvað lifir og hrærist í öllum þessum dimensionum. Það verður spennandi að fylgja þessum rannsóknum. Jæja ætli það sé ekki best að fara á fætur, lappi vil út, og mig langar í kaffi.
Friður og Kærleikur veri með ykkur þessa helgi.

 

 


 
mbl.is Áfram óeirðir í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Já þessi innflytjendamál eru langt í frá einfaldur sannleikur og mun flóknari og erfiðari mál heldur en fréttaflutningur sýnir svona yfirleitt.

Eigðu góða helgi - kærleikskveðja

Dísa Dóra, 16.2.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Anna Guðný

Já , hann var flottur strákurinn. En hún var góð.

Anna Guðný , 16.2.2008 kl. 12:19

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hvað er til ráða ? Það virðist harla lítið sem hægt er að gera í málefnum innflytjenda.  Þetta vandamál er að byrja hér, og allar viðvörunarraddir eru þaggaðar niður með því að við séum rasistar.  þegar fólk hefur einungis eðlilegar áhyggju af ástandi sem getur skapast þegar ekki er hægt að fylgja eftir því fólki sem hingað kemur, líta eftir að það fái mannlega reisn og mannréttindi.  En sé ekki hrúgað inn af gráðugum atvinnurekendum, sem ætla sér að fá ódýrt vinnuafl.
En þannir er þetta í dag.

En hvað það er gaman að heyra um að það séu minnst 10 víddir, þá vaknar nú margt í huganum, það er víst.

Eigðu góðan og fallegan dag, elskulega kona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2008 kl. 14:02

4 Smámynd: Fríða Eyland

Ég heillaðist alveg af stráknum, sendi kveðju til Leire í öllum víddum, takk fyrir að tala um innflytjendamál af skilningi ég er þurrausin í þeim.

Fríða Eyland, 16.2.2008 kl. 16:09

5 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Kæra Steina.

Ég játa að þar er léttir að líta á síðuna þína í dag. Ég á svo erfitt með að afbera ljótleikann og grimmdina, sem þú hefur verið að benda okkur á undanfarið.  Ég hef ekki neinar varnir gegn þeim áhrifum sem þessar fréttir hafa á mig, mér líður hreint ömurlega að sjá dýr kveljast. Og verð svo reið. Það er svo vont að geta ekkert eða lítið aðhafst í svona málum, og koma upp líka hérna á Íslandi, þar sem t.d. margir menn gleyma að líta eftir útigangshrossunum sínum, sem eru orðin kuldabólgin, sýkt og illa haldin vegna óhagstæðrar veðráttu síðan í ágúst. Hross ættu öll að vera komin á hús fyrir löngu.

 En ég vildi nú kommentera á þessi mál í Danmörku; þetta er alveg sorglegt hve erfitt er fyrir okkur að samlagast öðrum kynþáttum. Og undarlegt að þrátt fyrir að langt er síðan sýnt var fram á að uppfræðsla og aðstoð við innflytjendur skiptir megin máli til að koma þeim inn samfélagið.  og fræðsla til þeirra sem fyrir eru líka. Umburðarlyndi virðist aldrei alveg ná sér á strik og gildir það um aðila beggja vegna borðsins. Það gegnir furðu hve erfitt virðist fyrir samfélögin í heild að læra það sem vitað hefur verið í langan tíma. Kannske ekki við því heldur að búast þegar stjórnmálamennirnir kæra sig kollótta.

En lokum í restina, hann er góður þessi gutti á myndbandinu. Hæfileikaríkur og áheyrilegur.

Hafðu það gott Steina:) 

Linda Samsonar Gísladóttir, 16.2.2008 kl. 16:40

6 Smámynd: www.zordis.com

Innflytjendamálin eru viðkvæm og dapurt ástand sem heimsbyggðin fær að sjá.  Vonandi að lausnir finnist við vandanum.

Martin er reglulega flottur söngvari! 

Laugardagslukkukveðjur

www.zordis.com, 16.2.2008 kl. 19:18

7 Smámynd: Karl Tómasson

Svakalega er Martin frábær söngvari og viðfeldin drengur.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 17.2.2008 kl. 02:33

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Flottur strákurinn Martin.

Marta B Helgadóttir, 17.2.2008 kl. 06:43

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta er sorglega hræðilegt ástandið þarna sem svo víða þar þa meðal á Íslandi þó það sé enn ekki gengið svona langt.

Ég er sammála dómurunm með hann Martin þarna er upprennandi frábær söngvari á ferð.

Knús til ykkar

Solla Guðjóns, 17.2.2008 kl. 13:17

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

Innflytjendur hafa mína samúð, en það réttlætir ekki ofstæki og morð. Kannski er það mitt vandamál, að geta ekki skilið og haft samúð með fólki sem gerir slæma hluti í nafni einhverrar trúar sem er sennilega byggð á uppspuna.

Hafðu annars góða helgi. Ef veðrið í Danmörku er svipað og hér í Hollandi, ætti það að vera lítið mál. 

Villi Asgeirsson, 17.2.2008 kl. 14:20

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Flottur þessi strákur.

Svava frá Strandbergi , 17.2.2008 kl. 17:52

12 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir að setja inn myndbandið aðf martin. Hann fór frámhjá okkur hér því TV" er með "varm på isen" á sama tíma.

Sammmála þér um að innfytjendamálin hér eru í stórum ólesti og þessar teikningar eru bara yfirskyn.  Við erum að tala um hóp unglinga á aldrinum 14 - 20 ára. Hóp sem er í klemmu í þessu þjófélagi. Foreldrar, afar og ömmu komu hingað sem flóttamenn og hafa ekki aðlagast samfélaginu og þetta fólk, getur heldur ekki farið til baka vegna ástandsins sem þau flýðu frá og enn ríkir í heimalöndum þeirra. Danir eiga stóra sök á því óefni sem nú er komið í en innflytjendurnir hafa líka sinn hluta af ábyrgðinni. Við erum að tala um fólk sem hefur verið hér í upp í 30 ár og lengur. TALAR ekki málið í landinu sem það býr í. VIRÐIR ekki samfélagsgildi hér. Fólk sem ekki komst út á vinnumarkaðinn á sínum tíma, vegna þess að hér ríkti atvinnuleysi og þá var betra að heita Hansen eða Jensen til að eiga möguleika á vinnu. Í dag vantar fólk í vinnu og þá snýr dæmið öðruvísi við. En fæstar múslimskar konurnar koma samt út á vinnumarkaðinn og ekki get ég séð eldri menn í vinnu en ef ég fer í arababúðina að versla er alltaf hópur manna þar að tala saman. Drengir þessara innflytjenda hafa verið til stórra vandræða í skólum, þeir viðra ekki kvennkennara og eru studdir af feðrum sínum þar. Þar með heldur vandamálið áfram, vindur upp á sig og versnar. Fæstir þessara drengja fara í lengra nám, láglaunastörf verða þeirra hlutskipti, því fylgir kergja og reiði. Svört vinna verður til og ýmislegt sem ekki er betra. Alltof fáar múslimskar stúlkur fara í framhaldsnám. Það er líka stórt vandamál. 

Ég á enga lausn en er þeirrar skoðunar að til að eitthvað geti lagast í þessum efnum þá þurfi vilja til breytinga frá "báðum".

Bestu óskir um gott vetrarfrí, mínu var að ljúka...

Kær kveðja,

Guðrún 

Ps.
Falleg hvítu blómin þín

Guðrún Þorleifs, 18.2.2008 kl. 07:46

13 Smámynd: halkatla

kærar kveðjur til þín og dýranna elsku Steina

halkatla, 20.2.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband