Ég þarf að elska þá sem segja mér á móti

_MG_2709 Yndislegur mánudagur, fyrsti dagurinn í vetrarfríinu okkar  Sigrúnar Sólar.
Við fengum okkur Smoothe í morgunmat, eins og hvern morgun (það eru ávextir sem við veljum og blöndum svo í blandara) . Ég hugleiddi, fékk mér svo te. Á eftir þegar morgunvenjan var búinn fórum við í göngutúr í þessu líka fallega veðri. Lappi var rosa kátur, hljóp um engi, gróf sig til Kína og elti dádýr á heimsenda.
Sólin litla mín skein á allt það sem fyrir augu bar, og hljóp með Lappa tappa. _MG_2671

Við komum við hjá Sigyn og Albert sem búa í húsinu á sléttunni. Við fengum te, og ræddum heimsvandamálin, og leistum þau líka. Við Sólin yndisleg gengum svo heim, í leik og hugsun. Sólin fór í vitund Lappa og var með honum í öllu sem var gaman hún gróf moldvörpuholur, elti fasana, og hló í gleðinni með Lappa frábæra.
_MG_2685
Ég hafði ró til að hugsa hitt og þetta, ég hugsaði þó mest um að vera, og elska það að vera. Ég er ekki alltaf svo meðvituð um að elska allt í kringum mig og gefa því þann gaum sem allt í kringum mig á skilið. Ég er heldur ekki nógu meðvituð um öll þau kraftaverk sem gerast í kringum mig og kringum aðra. Allt verður einhvernvegin of mikið sjálfsagður hlutur, þó alls ekki sé. Ég þarf að huga að þessum smáhlutum, sem eru í raun stærstu málin og ekki bara huga að því, því það geri ég svosem oftara en oftar.

Ég þarf að senda Kærleika í allt sem viðkemur mér og ykkur öllum.
Ég þarf að senda Kærleika í andrúmsloftið sem ég anda inn og út, með Móður Jörð og ykkur hinum
Ég þarf að elska Jörðina sem ber mig fram og til baka í leit að hinu og þessu sem er mikilvægt hverju sinni
Ég þarf að elska fuglana sem syngja fyrir mig bæði úti og inni.
Ég þarf að elska dýrin sem fórna sér fyrir mig í fæði og klæðum
Ég þarf að elska þá sem segja mér á móti
Ég þarf að elska þá sem staðfesta skoðun mína
Ég þarf að elska hugsanir mínar, hvort sem þær eru góðar eða miður góðar.
Ég þarf að elska það sem ég segi hverju sinni, því í hvert sinn segi ég það besta sem ég veit og skil.
Ég þarf að elska bræður mína og systur sem deila Móður Jörð með mér í nútíð, fortíð og framtíð
Ég þarf að elska mig, sem er Guðdómurinn, með þér og öllum hinum.


Það er margt sem þarf að huga að til að verða betri manneskja, en að gera það í Kærleikanum er fyrir mig það eina rétta._MG_2699_2

Í fríinu mínu er ýmislegt sem ég þarf að huga að, ætli ég byrji ekki á því núna þegar sólin skín svo fallega inn um gluggann minn.

Kærleikur, gleði og Ljós til ykkar allra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Blessi þig, ljúfust.

Hrönn Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Njóttu sólarinnar  og alls þess góða sem þú hefur

Kær kveðja frá Als 

Guðrún Þorleifs, 18.2.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

ég er hérna elsku vinkona...er með bilaða tölvu heima og get lítið gert í vinnunni... Hvenær kemur þú hingað?

Guðni Már Henningsson, 18.2.2008 kl. 13:49

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Falleg færsla og alltaf mikill sannleikur í færslum þínum Steinunn mín.  Það er alveg rétt að það er einmitt í hinu smáa og einfalda sem mesta undrið liggur, við tökum bara ekki eftir því, af því að við höfum andan ekki nægilega opin til að skynja hve mikil kraftaverk þau eru í raun og veru.  Knús á þig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2008 kl. 13:55

5 Smámynd: Heidi Strand

Mjög fallegt og það er mannbætandi að lesa þetta.Bestu kveðjur

Heidi Strand, 18.2.2008 kl. 16:27

6 Smámynd: Heidi Strand

 Ps: Ég skrifaði smá í gestabókina.

Heidi Strand, 18.2.2008 kl. 16:34

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hugljúf og falleg færsla...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.2.2008 kl. 17:34

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Falleg færsla eins og vant er...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.2.2008 kl. 18:36

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Nú styttist í að ég fái að sjá þig frænka sæl!! Hvenær kemurðu á klakann?

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.2.2008 kl. 21:48

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæru öll, takk fyrir innlit og komment, kæru guðni og ylfa ég kem heim 14 mars. ég hlakka til að hitta ykkur elskurnar mínar.

guðni minn takk fyrir pakkann

Bless í bili

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 21:51

11 Smámynd: www.zordis.com

Það er ekki neitt betra og ljúfara en fallegur kærleikur og ljósið eina.  Best að einbeita sér að meiri kærleik í öllu sem snerta hug og hönd.

knús til þín ljúfa kona.

www.zordis.com, 18.2.2008 kl. 22:17

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mikið er þetta fallegt. Takk fyrir að deila.

Marta B Helgadóttir, 19.2.2008 kl. 01:10

13 Smámynd: Hlynur Hallsson

Bestu kveðjur til ykkar allra kæra Steina og takk fyrir frábæran pistil sem þú skrifaðir á síðuna mína. Hafið það ávalt sem best,

Hlynur Hallsson, 19.2.2008 kl. 09:08

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Hugljúf færsla.Já það margt sem ætti að huga betur að elska og virða.

Solla Guðjóns, 19.2.2008 kl. 10:16

15 Smámynd: SigrúnSveitó

Yndisleg færsla. Kærleikur til þín, ljósið mitt.

SigrúnSveitó, 19.2.2008 kl. 19:32

16 Smámynd: Þröstur Unnar

Flott minnisblað á ískápinn.

Takk fyrir komment hjá mér.

Þröstur Unnar, 19.2.2008 kl. 22:00

17 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hæ...ég fór í Kringluna og hitti gamla vinkonu sem er vinkona þín...hún ásamt fjölskyldu er flutt aftur heim ffrá Danmörku og bað mig fyrir kveðju til þín..Og hér kemur hún sem sagt kveðjan...

Ó já...ehhh hún er sko frá Gunnu. Konunni hans Árna.

Knús og takk fyrir fallega færslu og öll blessin frá þér á síðunni minni

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.2.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband