Trúarbragðarstríð, átökin í Miðausturlöndum, öðruvísi lausn á þeim vandamálum!

1373Þetta verður lengsta blogg í heimi. Hef hugsað um það í langan tíma að skrifa þessar pælingar  mínar niður, hef lesið óendanlega mörg blogg um þessi mál, bæði frá kristnum, og ekki kristnum. Stundum hef ég skrifað eitt og eitt komment, en ekki meira en það. Ég  vil svo með þessu bloggi deila mínum hugsunum með ykkur, og núna geri ég það !

Til að skilja átökin í Mið Austurlöndum verður maður að fara aftur í tímann og sjá hlutina frá sögulegu sjónarmiði.

Hver hefur réttin til Jerúsalem ?

Aðalátökin í Miðausturlöndum eða Ísrael/Palestína er sennilega um það hver hafi réttinn til að ráða yfir/búa í Jerúsalem. Bæði kristnir, gyðingar,og múslímar telja sig hafa réttinn til þess.

Það er mikið fókuserað á það sem skilur að (það sem er ekki sameiginlegt) í þessum þremur trúarbrögðum, og að það sé í raun ástæða þessa stríðs sem ríkir á milli þeirra.

Það hefur ábyggilega ekki verið sú hugsun Guðs að skapa þessi þrjú ”ólíku” trúarbrögð til að splitta fólk hvert frá öðru, en það er sennileg það hvernig við manneskjur veljum að túlka hver trúarbrögð fyrir sig, sem er orsök þessara deilna.

Kristin trú, gyðingatrú og íslam eiga öll upptök sín í Miðausturlöndum. Kristin trú og gyðingatrú hafa rætur sínar í núverandi Ísrael. 160255_163_256

Gyðingar trúa að Guð hafi gefið þeim þetta land, kristnir trúa að landið tilheyri þeim, af því að Jesús lifði og dó þar. Íslam hefur rætur sínar í Saudi Arabíu, en fluttist til Palestínu, og þar á eftir yfirtóku múslímar Jerúsalem, og gerðu Jerúsalem að heilagri borg.

Í aldaraðir lifðu múslímskir arabar og gyðingar saman í friði, eða þar til kristnir frá Evrópu fyrirskipuðu heilagt stríð svo Palestína gæti aftur orðið kristið svæði. Í því stríði drápu kristnir þúsundir af bæði gyðingum og múslimum. Frá þeim tíma og þar til í dag hafa verið fjölda stríða á milli þessara trúarbragða á þessu svæði. Deilan hefur ekki eingöngu verið trúarlegs eðlis, en einnig um sögu, menningu og síðast en ekki síst völd.

Hvað þýðir það að vera trúaður ?

Trúarbrögð eru mikilvægur hluti mannkyns, bæði nú og áður, og þar af leiðandi mikilvægt að koma inn á það efni þegar hugað er að framtíð jarðar.

Að vera trúaður er það að trúa á Guð, eða eitthvað æðra en maður sjálfur.2166

Þessi þrjú stærstu trúarbrögð í heiminum í dag, sem ég hef áður nefnt hafa margt sameiginlegt.
Bæði kristnir, gyðingar  og múslímar trúa á að það sé einn Guð, og að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum, einnig að við sem mannfólk getum haft samtal/dialog við Guð. Þau er einnig sammála um að Guð skapaði fyrstu manneskjur á jörðinni (Adam og Evu) og að þeim var freistað af Satan þegar þau borðuðu eplið af lífsins tré í Paradís.
Í kristinni trú og gyðingatrú eru Adam og Eva sköpuð í Paradísargarðinum, en í Íslam eru þau sköpuð á himninum, en á eftir sköpunina færð í Paradísargarðinn.

Abraham, kallaður Ibrahim í Íslamskri trú er afkomandi Adam og Evu. Abraham gegnir stóru hlutverki í öllum þremur trúarbrögðum. Bæði gyðingar og múslímar telja sig afkomendur Abraham. Abraham er fyrstur manna til að trúa á einn Guð. Árið 1800 fyrir okkar tímatal fær hann skilaboð frá Guði um að hann eigi eftir að verða ættfaðir mikils hóps mannkyns. Abraham á þó erfitt með að trúa því, þar sem eiginkona hans Sara er orðin of öldruð til að fæða börn. Þar af leiðandi fær hann son sem fékk nafnið Ismael með Hagar sem er þrællinn hans. Ismael er sá sem grunnleggur Íslam. Abraham til mikillar undrunar verður Sara eiginkona hans ófrísk og fæðir soninn Isak. Hann er sá sem grunnleggur gyðingdóminn

Það er hægt að vera trúaður á margan hátt.

Það eru þeir sem eru ofsatrúarfólk, sem lifa ortodoks eftir Biblíunni, Kóraninum eða Toraen. Ofsatrúarhópar finnst ekki eingöngu innan Íslam. Þeir finnast einnig innan gyðingatrúar og kristinnar trúar. Það er þessi hópur sem við heyrum um í fjölmiðlum, því það eru þessir hópar sem hafa öfgafullar skoðanir sem þeir réttlæta í Guðs nafni. 139676_150_120

Þar sem þessir öfgahópar lifa eftir sinni þýðingu/túlkun á trúnni, sem aðeins er hægt að túlka á þeirra hátt, gæti maður sagt að þeir lifi í gömlum hugsunarformum, sem heldur þeim fast í því, að það er aðeins hægt að trúa og lifa á einn hátt. Þegar maður þvermóðskulega stendur og heldur fast í eigin túlkun, og segir þær einu réttu, og getur ekki á nokkurn hátt séð að aðrir geti haft aðra sýn á hlutunum, og sú sýn er jafn rétt fyrir þann aðila og mann sjálfan. Þá gerast átökin/deilurnar sem við sjáum í því trúarbragðastríði sem herjar á jörðinni.
images-8
Ef ég tek gyðinga sem dæmi þá halda þeir krampakennt fast í gömul hugsanaform, sem t.d. að sjá sig sem Guðs útvalda þjóð, og að Guð hafi gefið þeim Palestínu. Hérna meina ég að gyðingar hafi rangt fyrir sér. Ég trúi að allt mannkyn sé Guðs útvalda þjóð. Gyðingar ættu að skoða stolt sitt á eigin þjóð, sem liggur í þeirri hugsun að halda að maður sé meiri en annar..
”Réttrúðir” gyðingar í Ísrael aðskilja sig frá okkur hinum hlutanum af mannkyninu, þegar þeir telja sig rétta eigendur af Ísrael Þeir óska ekki að vera hluti af hinum hlutanum af mannkyninu. Þessi hugsun getur ekki verið góð fyrir heildina, fyrir mannkynið, fyrir það guðdómlega. Það er að mínu mati löng leið að samruna mannkyns, hvort sem er gyðingar, múslima eða kristnir, á ég þá við þá sem hugsa sig ”þá rétttrúuðu”. Það er að mínu mati mjög mikilvægt að blanda saman bæði trúarbrögðum, og kynþáttum. Gifta sig yfir landamæri þess sem ekki eru við. Þetta sjáum við í ríkari mæli nú en áður. Þetta veldur eldri kynslóðinni miklum harmi, en er að mínu mati leiðin fram að einu lífi, einu mannkyni, einni þjóð.

Stríðið í Miðausturlöndum er í dag tjáning fyrir aðskilnað, egoisma/sjálfselsku, efnishyggju,valdabaráttu og græðgi sem í raun fyllir líf stærsta hluta mannkyns á jörðu. Þetta er það sem ógnar heimsfriðnum í dag á jörðinni. En það er ekki eingöngu stríð í Miðausturlöndum, einnig stórríki eins og Bandaríkin, Kína og Rússland,sem spila á strengi valdsins, friðarumræðu, vopnasala, og ekki síst, olíuáhuga á þessum1370 svæðum.

 Margir leiðtogar í heiminum hafa reynt að vinna að friði á þessum svæðum. En það er hægt að mínu mati að setja spurningarmerki við ástæðuna á bak við það sem margir af þeim eru að gera. Margir vilja tryggja sér aðgang að olíusvæðunum, og að koma í veg fyrir að öll þessi olíusvæði séu yfirráðasvæði múslima, sem vestræn þjóðfélög sjá sem hryðjuverkamenn.

Það er greinilegt að olían frá Miðausturlöndum  hefur mikil áhrif á líf okkar vesturlanda. Ef það eru sprengingar og óeirðir á þessum svæðum, þá hækkar olíuverðið hjá okkur. Þar af leiðandi erum við mjög háð öllu því sem gerist á þessum svæðum, hvort sem við viljum það eða ekki. Olían hefur óhugnanlega mikil völd í okkar heimi, og daglega lífi. Það er í Miðausturlöndum sem mest hráolía er framleidd í heiminum í dag.

Hormuzstrætið er mikilvægt svæði á þessum svæðum, það er eins og blóðæð frá þessum svæðum, til okkar, blóðæð sem siglir með hráolíu. Í gegn um þessa blóðæð streymir  fjórðungur af allri olíu á jörðinni. Hormuzstrætið er skurður sem tengir saman Persiska flóann í suðvestur og Omanflóann  sem liggur að Arabíska Hafinu.

Í dag eiga olíufurstarnir og fjölskyldur þeirra alla þessa olíu, og eru þar af leiðandi óhugnanlega ríkir. Ef olían væri í eigu landanna sjálfra og fólksins væri hægt að nota þá peninga sem koma í stað olíunnar til að byggja upp og þróa landið til ánægju fyrir íbúa þessara landa.Peningarnir gætu þjónað mörgum, í stað fárra.

Ef Miðausturlönd ynnu sjálfir hráolíuna í heimalandinu sínu, í staðinn fyrir að senda hráolíuna til vestrænna ríkja til að fá hana unna, myndi það skapa meiri efnahagslegan vöxt í heimalandi þeirra, það myndi skapa þúsundir atvinnumöguleika, sem myndi verða til þess að atvinnuleysi myndi minnka og velferð aukast. Þetta gæti orðið til þess að heilbrigðiskerfið yrði betra svo fátækir jafnt sem ríkir fengi þá læknisþjónustu sem þeim ber. Einnig myndi þessi efnahagslegi vöxtur gefa fleirum möguleika á menntun, og menntun er eins og við vitum máttur, og besta leiðin inn í framtíðina.

Við erum öll hluti af þessu á einn eða annan hátt, við erum öll hluti af mannkyninu, og þar af leiðandi vil ég meina að við höfum ábyrgð á því sem gerist hvar sem er í heiminum, við höfum ábyrgð á því aðimages heimurinn verði betri á morgun en hann er í dag. Okkur ber skylda til að byggja brú á milli fólks, án hugsunar um kynþátt, trúarbrögð, eða þjóðerni. Við skulum sjá möguleika í staðin fyrir hindranir. Við skulum sjá það, að hversu ólík við erum, sem styrk, en ekki veikleika. Við skulum taka það besta frá fortíðinni, sem við getum notað í framtíðinni, og svo skulum við nota það í nútíðinni.

Við skulum ekki bara tala um frið, við skulum bretta upp ermarnar og skapa frið, svo það verði friður. Friður næst ekki með stríði. Friður næst með að tala saman, með virðingu, og svo að finna lausn með skilningi fyrir hinu ólíka og fyrirgefningu á fortíðinni. Fyrirgefning er það að skilja. Skoðanaskiptin/dialog verður að vera í Kærleikanum, og virðingu fyrir hverjum og einum. Verknaðurinn framkvæmist í Kærleika til allra og alls og fyrir það heila. Bara á þann hátt vinnum við stríðin ,
í gegnum hjarta fólksins, og Kærleikurinn mun vinna mannkynið.
images-12
Hugsunarformin hafa ógurlega mikinn áhrif á hvernig við lifum lífinu okkar, hvernig við hugsum, skiljum, finnum og gerum hlutina. Það er viljinn í hugsuninni sem stjórnar tilfinningunum okkar í ákveðnar brautir og skapar svoleiðis hvernig við bregðumst við, við allar aðstæður.  Í praksis er mjög erfitt að aðskilja tilfinningar og hugsanir. Því þær virka í mjög nánum tengslum hver við aðra. En það er munur á þeim. Hugsunin færir viljann inn á ákveðna braut, það er þess vegna sem orka fylgir hugsun.
Við höfum bæði ómeðvituð hugsunarform, og meðvituð hugsunarform. Þær ómeðvituðu eru m.a. þau hugsunarform á bak við uppeldi, trú, samfélag og þess háttar. 139726_150_120

Sem sagt hugarkrafturinn hefur mikinn kraft. Ef við hugsum neikvætt, höfum við áhrif á umhverfi okkar á neikvæðan hátt. Við höfum geri ég ráð fyrir öll upplifað hvernig neikvæðni getur smitað út frá sér. Ef við erum í herbergi með manneskju sem er neikvæð, finnum við fljótlega hve mikil áhrif það getur haft á okkur.Við finnum líka að ef við erum með jákvæðu fólki hvernig það getur smitað til allra um kring.

Lifum við eftir boðskap Guðs um náungakærleika, eða lifum við í efnishyggju hugsanaformi, þar sem við höfum nóg með okkur sjálf !

Hræðsla, þunglyndi, neikvæðni, sjálfselska og hatur, sé ég sem efnishyggjuhugsanaform. Hugsanaform sem eru réttlætt í Guðs og efnishyggjunnar nafni. Hugsanaform sem við sem einstaklingar og við sem mannkyn höfum byggt upp kynslóð eftir kynslóð. Við sjáum núna að þetta eru þau hugsanaform sem getur orðið til þess að hvorki við sem mannkyn, né Jörðin sem pláneta getum lifað mikið lengur.
Er mögulegt að vinna á og breyta þessum hugsunarformum sem erimages-10u það sem er verst fyrir áframhaldandi líf á jörðinni.
Þannig að hræðsla verði frelsi,
þunglyndi verði gleði,
neikvæðni verði jákvæðni,
sjálfselska verði að óeigingirni
og hatur verði að Kærleika.
Já, það er ég viss um að sé hægt ! Það er hægt að eyða gömlu hugsunarformi, sem heldur fólki föstu í ákveðnum munstrum, munstrum hvernig við bregðumst við og hugsum.

Ef við viljum leysa upp gömul hugsunarform þá er hægt að gera það á mjög einfaldan hátt. Í hverju hugsunarformi er og hefur einhveratíma verið jákvæðni, sem gerir að þarna finnst ljós, Sjáðu þetta litla ljós skínandi og fagurt. Sjáðu ljósið vaxa og verða bjartara inni í hugsunarforminu. Sjáðu ljósið vaxa þar til allt hugsunarformið er eingöngu Ljós. Sjáðu svo Ljósið leysa upp hugsunarformið í Kærleikanum. Þegar þetta gamla hugsunarform er horfið, leyst upp í Ljósi Kærleikans, myndast pláss fyrir nýjar hugsanir, hugsanir í Ljósinu, sköpuninni og frelsinu .

Við sem einstaklingar berum ábyrgð á hugsunum okkar og því lífi sem við veljum að lifa. Við getum ákveðið með sjálfum okkur að hugsa aðeins fallega um og til annarra.. Í hvert sinn sem sem neikvæð hugsun rekur inn nefið, höfum við vald til að afvísa henni. Við getum valið að elska náungan, og við getum sýnt það í umhyggju til þeirra sem verða á vegi okkar.Við getum valið að vera ekki sjálfselsk, og að vera heiðarleg, og afvísað efnishyggjuandanum.144809_150_120

Það fólk sem á heima í Miðausturlöndum og sérstaklega unga fólkið er meira og meira mótækileg fyrir nýjum hugsunarformum i staðin fyrir þau gömlu. Ný hugsunarform sem eru sköpuð í Kærleikans Ljósi og orku. Flestir sem búa þarna óska eftir friði í lífi sínu, og þau sjá að stríð er ekki leiðin sem leysir trúarbragðadeiluna.Það er eitthvað sem reynslan og sagan hefur sýnt þeim .
Flestir á þessum svæðum hafa haft sorgina inni í hjartanu, fátækt í lífinu, missir af nánum og ættingjum, afleiðingar af stríði kynslóð eftir kynslóð.

Í ljósi þess að við komum nær og nær hvert öðru, landamæri verða ósýnilegri, með þeirri tækni sem gerir okkur kleift að sjá og upplifa það sem gerist á öðrum stöðum i heiminum, eins og gerðist inni í eigin stofu.Sérstaklega er yngri kynslóðin opin fyrir þessum möguleikum. Þar af leiðandi eru þau opnari fyrir þeim möguleika að lífinu er hægt að lifa á margan ólíkan máta. Þau sjá í fjölmiðlum og á netinu að aðrar manneskjur hafa ólíka sýn á deilurnar á þeirra heimaslóðum, en stjórnmálamenn, og trúarleiðtogarar í heimalandi þeirra. Þetta opnar augu þeirra fyrir nýjum hugsunum, nýjum möguleikum, sem er eins og fræ sem sáð er og gefið möguleiki á nýju lífi. Þessi nýja kynslóð í Miðausturlöndum eru þar af leiðandi meira krítísk fyrir því sem þeim er sagt. Þeir hafa meiri möguleika en eldri kynslóðir að sjá nýjar leiðir en áður voru hugsaðar.

Einnig eru fleiri sem vinna að sameiningu ólíkra trúarhópa með menningu og íþróttum. Til dæmis Middle East Peace Orchestra. Þar hefur Henrik Goldsmith tekist að fá tónlistafólk frá þessum þremur trúarhópum sem um er rætt til að spila saman.
Í heimi íþróttanna hefur verið safnað í körfuboltalið. Þar sem hópur ísraela og palestínubúa spila saman í liði. Ég veit að þetta er ekki nóg til að skapa frið, en það er greinilegt að það að finna áhugasvið þar sem þess konar samvinna er möguleg gefur jákvæða og nýja möguleika. Samvinna sem sameinar í staðin fyrir að sundra. Þess slags samvinna á örugglega eftir að breiða um sig eins og hringir í vatni, og þar af leiðandi  vera með til að skapa frið í heiminum.

Fjöldi manns vinnur að því að skapa frið á milli þessara ríkja. Það er lögð mikil áhersla á að finna lausn á þessum deilum, svo mögulegt sé fyrir alla aðila að lifa saman í eins miklum friði og mögulegt er. 415

En það er ekki nóg að skapa frið hjá öðrum, við þurfum einnig hver og einn að vinna að því að verða betri manneskjur til að vera með til að gera skapa betri jörð fyrir okkur öll.
Við ættum hver og einn daglega í samspili okkar við aðra, að sýna Kærleika, þar er ég ekki bara að meina kærleika til fjölskyldu okkar og vina. Ég er að tala um Kærleika sem nær lengra en til okkar nánasta og dýpra en það hversdagslega.
Kærleikurinn er djúpur, innilegur, óeigingjarn umhyggjusamur og sýnir skilning fyrir öllu lífi á jörðinni. Kærleikurinn er umhyggja fyrir öllum bræðrum okkar og systrum hvar sem er á jörðinni. Kærleikurinn nær einnig til allra dýra, plantna og inn til sjálfrar Móður Jarðar.

Kærleikurinn og óeigingirni er ekki eitthvað sem við förum út og kaupum. Hann/það finnst í okkur öllum. Við erum öll Guðdómleg, við höfum öll Guðs orku í okkur.


Við, ég og þú verðum sjálf að taka ábyrgð á hugsunum okkar og tilfinningum, því sem við gerum, og gerum ekki. Við verðum að upplifa okkur sem eina heild, og við verðum að hugsa og vera saman með hugsun um falleg og rétt samskipti okkar á milli. Þannig og bara þannig gerum við Jörðina að góðum stað að lifa á.

Ég hef með þessum skrifum mínum reynt að gefa smá mynd, kannski mína mynd af ástandinu í Miðausturlöndum. Kannski líka einn af þeim möguleikum sem ég tel vera mögulega til að skapa frið á þessum svæðum. Þar á ég við hvernig maður getur eitt og skapa hugsunarform.
Þessar deilur verða ekki leystar á stuttum tíma. Það þarf tíma til að eyða gömlum forstokkuðum hugsunum. En ég er viss sum að við öll getum verið með á þennan einfalda hátt til að skapa frið í heiminum.
Fyrir hvert neikvætt huganarform, sem er skipt út fyrir jákvæða hugsun. Í hvert sinn sem við sýnum skilning í staðin fyrir fordóma erum við skrefi nær friðsamlegri lausn á trúardeilunum....


 


mbl.is Persaflóaríki vilja aðgerðir danskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta var lengsta færsla sem ég hef lesið og það var þess virði. Ég er 100% sammála þér um að við þurfum að kyngja stolti og opna huga okkar fyrir því að við höfum ekki svörin á öllu... þótt við höldum það. Flott færsla.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.2.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Fordómaleysi og umburðarlyndi er lykillinn að breytingum. Í trúarbrögðum er sami rauði þráðurinn gegnum gangandi, sömu gildin, örlítið mismunandi áherslur vegna þess að spámennirnir koma fram á mismunandi tímum, á milli hefur mannkynið tekið breytingum....en það er merkilegt þegar maður les trúarrit allra trúarbragða að sjá að hver spámaður talar um þann sem var á undan og segir til um komu þess næsta, maðurinn hins vegar gerir það ekki....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.2.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: halkatla

ég er sammála því sem ég er búin að lesa í færslunni, mjög vel skrifað hjá þér og allt en ég ætla samt að lesa þetta í heild seinna, ég mæli líka með nýlegri færslu hjá Lindu (vonin.blog.is) því þessi mál þarf að ræða. Það er akkúrat þetta svæði og öfgahóparnir sem eru á bakvið aðal vitleysuna í heiminum í dag, snýst að mínu mati mun meira um hroka og heimtufrekju heldur en nokkru sinni um sanna trú.

halkatla, 20.2.2008 kl. 15:12

4 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Sá sem skilur, dæmir ekki.

 ~ ~ vilborg

Vilborg Eggertsdóttir, 20.2.2008 kl. 15:18

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Þér er ekki fisjað saman.

Solla Guðjóns, 21.2.2008 kl. 03:40

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið er ég sammála þessari færslu.  Vel skrifuð og kemst vel til skila.  Ég horfði á fréttirnar í gær þar sem var talað við tvær konur frá Ísrael og Palestínu, þær eru hér á friðarráðstefnu, en þær eru félagar í samtökum sem berjast fyrir friði í miðausturlöndum.  Þær voru spurðar að því hvort það væri nokkur möguleiki á að friður næðist þar.  Þær svöruðu að allstaðar hefðu geisað stríð, til dæmis hefði verið mikið blóðbað í Evrópu tvisvar, en þar væri nú friður.  Á þeim tíma hefði það virst óhugsandi.  Mikið var notalegt að sjá þessar frábæru konur og það góða verk sem þær og þeirra félagsskapur er að vinna að. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 11:17

7 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Friðarknús til þín frænka.

Ylfa Mist Helgadóttir, 21.2.2008 kl. 16:53

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir góðan pistil.

Svava frá Strandbergi , 22.2.2008 kl. 01:19

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær pistill. Takk.

Marta B Helgadóttir, 22.2.2008 kl. 11:09

10 Smámynd: Fríða Eyland

Takk fyrir góða hugvekju, Steina

Fríða Eyland, 27.2.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband