Færsluflokkur: Bloggar
Brúðkaup í grænu...
21.8.2008 | 14:36
Er núna heima með Sól og við erum báðar dauð þreyttar. Við vorum í brúðkaupi í gær hjá nágrönnum okkar. Gunni eldaði matinn og var með til að spila brúðarvalsinn , ég var ljósmyndari og Sól var brúðarmey.
Þessir nágranna búa í kolleftífi, þar að segja það eru 5 fjölskyldur sem búa í sama húsinu. Þau eru reyndar með hver sína íbúð en deila eldhúsi og ýmsu öðru saman. Þetta er gamall fjögurra lengja bóndabær. Þetta fólk er alveg yndislegt og erum við í mjög góðu sambandi við þau öll.
Ég vaknaði klukkan 7 og sá út um svefnherbergisgluggann fröken yndislegu brjáluðu sem ég hef sagt ykkur frá áður, vera úti hjá nágrönnunum að gera blómavendi. Hún er semsagt líka nágranni bara ekki á þessari hlið. Ég fór niður í eldhús og gerði gott kaffi handa henni og trítlaði yfir til hennar. Hún var á fullu að hjálpa og varð þakklát kaffinu. Set inn mynd af henni.
Allt byrjaði kl eitt með drykk og halló ! Ég var fyrst með klukkan tvö þegar það var leikhússýning í boði brúðarparsins hérna rétt hjá. Öllum bæjarbúum var boðið og það voru alveg rosalega margir ! Leiksýningin var alveg mögnuð. Brúðguminn er leikari og þar að leiðandi passaði þetta vel inn í heildarmyndina
Ég dreif mig svo heim með Sól þar sem við fórum í bað og í festfötinn. Sólin í síðan fallega gula kjólinn sem hún hafði daginn áður stytt og lagað svo hún gæti passað í hann. Hún var falleg og yndisleg.
Við drifum okkur yfir hérna við hliðina. Ósköp notalegt því það liggur lítill stígur frá okkar garði yfir til þeirra.. Fyrst var matur fyrir gestina sem eins og ég sagði áður Gunni gerði hérna í okkar eldhúsi og hljóp með yfir í veisluna í mörgum ferðum.. Hérna er mynd af Gunna mínum í axsjón hérna heima.
Maturinn var alveg frábær og á meðan fólk borðaði var hljómsveit að spila (sinfóníuhljómsveit) Mjög fallegt.
Klukkan átta mínútur yfir átta var giftingin. Sú sem gifti þau var stjórnmálakona í SF. Athöfnin var mjög falleg og þau voru falleg bæði tvö. Kvöldsólin skein svo fallega í garðinum á meðan.
Gunni ásamt tveim öðrum bæjarbúum spiluðu valsinn þegar brúðarmeyjan kom inn í garðinn.
Það var fullt af brúðarmeyjum og einn brúðarsveinn. Dætur Christian (hann sem gifti sig) voru að sjálfsögðu brúðarmeyjar. Önnur þeirra er ein af bestu vinkonum hennar Sólar. Svo voru tvö önnur sem búa í kolleftífinu og svo tvö sem ég þekkti ekki.
Eftir afhöfnina voru ræður til brúðhjónanna, klipptur sokkur hjá brúðgumanum., brúðhjónin kysstust uppi á borði og undir borði. Eftir ræðu brúðgaumagns fór ég aðeins yfir að hringja í Bobbu á Íslandi sem er bloggvinkona mín og gömul vinkona frá Hornafirði. Við hittumst nýlega aftur á blogginu. Höfum annars ekki verið í sambanadi í 22 ár. Sólin litla kom með og var þreytt. Ég var sjálf alveg búinn enda nota ég alltaf mikla orku að vera með mörgu fólki. Það er ekki mín sterkast hlið.
Ég og Sól ákváðum bara að skríða í bólið. Gunni fór í ný hrein föt og skellti sér í veisluna og ég og Sól sofnuðum við yndislega músík frá veislunni sem var notalegt.
Gunni fór svo í morgun snemma af stað á einhverja ráðstefnu, og ef ég á að vera hreinskilin veit ég ekki hvar. En hann kemur heim annað kvöld.
Ég og Sól ákváðum að hún yrði heima í dag og við myndum taka afslöppunardag. Við höfum legið undir sæng í stofunni og horft á hverja teiknimyndina eftir aðra.
DAUÐÞREYTTAR !!!
Á morgun fer ég í vinnuna og annað kvöld fer ég á fund sem ég hlakka til að fara á. Þetta er undirbúningsfundur fyrir Skandinavíska ráðstefnu sem á að halda næsta ár. Þetta er fólk sem vinnur að betri heimi frá innri sviðum.Það er ein manneskja frá hverri grúppu sem hafa tilmelt sig sem mætir annað kvöld.
Á laugardaginn byrja ég daginn á að fara í fertugsafmæli hjá nágrannakonunni minni á hinni hliðinni (við höfum nágranna frá þremur hliðum). Hún heitir Annetta. Hún bíður öllum konunum sem búa hérna í kring í morgun/hádegismat. Ég get bara verið þar í klukkutíma því ég og Gunni förum svo í brúðkaup hjá Bente og Benny klukkan eitt í Sólrød.
Það er einn kennarinn í skólanum að gifta sig eftir 25 ára sambúð. Þetta verður heljarinnar brúðkaup mjög hefðbundið og með stórri veislu og herlegheitum.
Ég opna sýningu 6 september, ég veit ekki hvenær ég get klárað að vinna þau verk sem ég er að gera, en það er nú lúxusvandamál ekki satt, því lífið er fallegt!
Ég set inn nokkrar myndir frá gærdeginum
Jæja kæru bloggvinir ætla að kúra með Sól undir sæng og horfa á Madagaskar
Kærleikur á netheim !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
ég átti mér draum, sem ég lifi núna.
17.8.2008 | 14:58
Þegar ég var lítil átti ég mér draum um að lifa fallegu lífi. Ég vissi samt ekki hvað það var að lifa fallegu lífi en einhvernvegin inni í litla höfðinu mínu var mynd í einskonar móðu hvernig það ætti að vera.
Draumurinn var að vinna við að teikna, ég vissi jú ekki hvað það var að vera myndlistarmaður. Ég vildi líka vera dýralæknir. Sá draumur hvarf þó þegar ég upplifði að stór hluti af starfi dýralæknis er að aflífa dýr og svo varð ég vitni að því þegar hestar voru geldir og það situr enn á nethimnunni hjá mér.
En ég vildi eiga dýr, kannski verða bóndi. En bændur þurfa að verða praktískir og láta frá sér í slátrun og þess háttar, þannig að ég hætti líka við það fljótlega. En ég vildi eiga dýr og teikna myndir. Þetta var draumur sem var geymdur þarna einhversstaðar og kom ekkert sérstaklega oft upp.
Ómeðvitað vann ég mig hægt og rólega að þessum draum, án þess þó að vera svo mikið meðvituð um það. Ég fór fullt af krókaleiðum upp brattar brekkur, yfir og undir sjóinn og straumharðar ár. Ég datt oft á leiðinni, rúllaði langt niður í dal og byrjaði allt upp á nýtt. En ég var heldur ekki svo meðvituð um það, ég gerði bara það sem gera þurfti.
Í dag segir fólk við mig hversu heppinn ég er að lifa svona fallegu lífi ! Já það er rétt, ég er mjög heppinn að lifa svona fallegu lífi,
það erum við öll.
Því við lifum öll fallegu lífi.
Það er nefnilega þannig að flest gerist í höfðinu á okkur og þaðan getum við valið hvernig lífi við lifum. Þá er ég ekki að tala um hversu stórt hús við búum í eða hversu stóran bíl við eigum. Nei ég er að tala um hvernig við veljum að sjá það líf sem við lifum. Við getum nefnilega valið hvernig við sjáum þá hluti sem gerast í kringum okkur. Við getum valið þegar við erum að sligast af áhyggjum yfir peningum eða einhverju öðru að fara út í garð og njóta þeirrar fegurðar sem er þar. Ilma af blómunum og vera þakklát fyrir þá dýrð sem er í kringum okkur.
Við getum horft á börnin okkar og verið þakklát fyrir þau augnablik sem við höfum með þeim. Ég er ekki að segja að við eigum að loka augunum fyrir þeim erfiðleikum sem koma, en ég er að segja að við getum valið hvernig við sjáum þessa erfiðleika. Við getum valið að sjá þá sem möguleika til að komast áfram í þroska og verða betri manneskjur. Það er allt spurning um val.
Þegar við byrjum að rífast við kallinn eða kerluna, þar liggur stórt val. Vil ég eyðileggja daginn með rifrildi?
Ekki bara eyðileggja daginn fyrir mig, líka fyrir alla sem eru í kringum mig. Ég þarf ekki að vera sammála öllu sem hann eða hún segir eða gerir en það er hægt að ræða hlutina á margan hátt og án þess að meiða sjálfan sig og aðra í kringum sig.
Það er líka hægt að velja hvernig við bregðumst við þegar það kemur rukkun frá skattinum ! Í staðin fyrir að flippa út og láta öllum illum látum, getum við séð þetta sem möguleika á að vinna á þeirri tilfinningu sem kemur aftur og aftur þegar þessi bansetti reikningur kemur á hverju ári. Takast á við þetta, betur í ár en á síðasta ári.
Við getum valið hvernig við bregðumst við þegar við lesum hitt og þetta blogg ! Við getum ælt reiði og hörmungum yfir bloggheim, eða séð og viðurkennt að það eru jafn margir sannleikar og við erum mörg.
Við getum valið að lesa yfir öðrum hversu mikilir fábjánar þeir eru að trúa hinu og þessu, eða trúa ekki hinu og þessu, eða við getum séð hlutina frá hærra vitundarstigi og séð að við veljum hver okkar leið og sú leið sem hver og einn velur er rétt fyrir þann aðila.
Ég lifi fallegu lífi, já en ég eins og allir aðrir á við fullt af vandamálum að stríða sem ég vel að takast á við á eins jákvæðan hátt og mér er mögulegt. Það er oft svo erfitt að ég er alveg að kafna en mér tekst betur og betur að vinna á þeim andlega þunga sem fylgir því að láta áhyggjur ráða ríkjum í huganum.
Ég vel eins og mér er mögulegt að fókusera á það sem gengur vel. Það sem er fallegt í kringum mig. Ég loka ekki augunum fyrir því sem þarf líka að takast á við og er kannski eins fallegt og hitt en ég læt það bara ekki fylla líf mitt..
Stundum gerist það að átök í einhverri af þeim grúppum sem ég er að vinna í eru alveg að sliga mig og ég hef SVO miklar áhyggjur fyrir krísufundi sem eiga að vera. Þetta getur eyðilagt daga fyrir mér. En núna er ég að verða ansi sjóuð.
Ég veit að það besta sem ég get gert og eina sem ég get gert er að segja það sem mér finnst. Segja minn sannleika og á þann hátt gefa það sem ég get í þá grúppu sem við á. Þetta á líka við vinnustað og yfirmenn mína. Minn sannleikur er kannski ekki sá eini rétti og þá er kúnstin að vera opin fyrir nýjungum á þeim lausnum sem aðrir koma með.
Þetta hefur verið svo mikill léttir fyrir mig að finna þessa einföldu lausn.
Áður var ég alltaf að reina að finna meðalveginn og átti erfitt með að finna hvað mér fannst best, því mér finnst oft svo margt rétt, allt eftir því hvernig maður sér hlutina. Ef ég er í þeirri aðstöðu þá segi ég bara: "Ég get ekki svarað því núna hvað mér finnst, ég þarf að hugsa um það" !
Núna er ég að reyna að gefa líkamanum mínum jákvæða athygli. Það hef ég ekki verið dugleg við. Ég hef lifað stressuðu lífi oft á tíðum og ég hef ekki gefið líkamanum þá athygli sem er nauðsynleg. Það er ekki svo gott, en svona hefur það verið. Núna vil ég gera mitt besta fyrir hann sem hefur lánað mér sig á meðan ég er á jörðinni í þessu lífi.
Núna er tíminn fyrir hann. Ég er farinn að labba mikið. Alla síðustu viku labbaði ég ca 5 kílómetra á dag, til og frá vinnu. Svo er auðvitað göngutúr með hundinn og mikið labb í vinnunni. Ég er svo ánægð með þessa göngutúra. Á föstudagskvöldið varð ég svo veik og var veik þar til í morgun sunnudag. Ég held hreinlega að þetta hafi verið viðbrögð hans blessaðs við allt það eiturefni sem streymdi frá vöðvunum og liðunum við alla þessa hreyfingu!
En ég hef valið að mér finnst yndislegt að ganga !!!
Það gerir lífið svo miklu einfaldara að að sjá lífið með þeirri sorg og gleði sem lífinu fylgir með jákvæðum augum.
Já ég átti mér draum þegar ég var lítil og ég lifi hann núna. Ég lifi drauminn með öllu því sem fylgir því að lifa, gleði, hræðslu, máttleysi, reiði, brjálæði, hrifningu þakklæti.........
Set inn myndir með þessari færslu sem ég tók áðan af daglega lífinu okkar.Þetta hljóðfæri sem er þarna á gólfinu er gjöf frá Christian nágranna okkar til Gunna. Gunni á að spila á það brúðarvalsinn á miðvikudaginn við brúðkaupið hjá Christian og Inge !
Kærleikur til alls lífs.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Talent 2008...
16.8.2008 | 12:27
Núna er byrjað enn eitt talent show hérna í Danmörku sem ég og Sólin mín komum til með að fylgjast með í vetur. Set inn litlu Mæju sem söng í gær, hvað skildi hún hafa verið í sínu fyrra lífi?
Ég er veik núna svo ég skrifa ekki meira en ÞETTA........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
hitt og þetta mánudagsbull..
11.8.2008 | 17:24
Þegar ég kom heim í dag tók ég eftir svolitlu skemmtilegu.
Ég vissi það svosem en hafði ekki alveg tekið eftir því. En það var komið nýtt tré í garðinn okkar. Ekki bara hvaða tré sem er heldur mírabellutré ! Mírabellur eru litlar plómur, alveg mjög góðar. Ég sá allt í einu fullt af gulum plómum á trénu og þá vissi ég að loksins hefðum við fengið mírabellutré sem ég hef alltaf óskað mér. Það hefur bara vaxið sig stórt án þess að ég tæki eftir því, við hliðina á fuglabúrinu.
Svona getur náttúran verið frábær.
Það var fyrsti dagurinn í skólanum í dag.
Frábær dagur með glöðum nemendum.
Húsnæðið er algjört æði.
Allt í einu höfum við fullt af plássi og fjóra nýja nemendur. Sennilega koma tveir aðrir nýir í næsta mánuð.
Fullt af fundum, síminn hringir endalaust og það er líf og fjör. Við erum ekki búinn að tengja símann í skólanum og þar af leiðandi hringir minn prívat gemsi endalaust. Síminn byrjaði að hringja kl rúmlega 7 í morgun. Hann hringdi og hringdi og hringdi og hringdi..
Á morgun byrja ég að taka opinberar samgöngur í vinnuna og heim. Það tekur mig BARA einn og hálfan tíma á dag að komast í vinnuna., sem sagt þrjá tíma á dag hehe. Það sem er gott við þetta er að ég kem til með að ganga mikið. Ég geng ca 5 kílómetra á þessari leið.
Ég er á fullu að undirbúa sýninguna mína í september á milli þess sem ég fæ góða gesti og hitti gott fólk.
Eins og hann hérna leyndarmálamaðurinn sem vill ekki láta taka mynd af sér sem var góður gestur í gær með fallegu fjölskylduna sína!
Var á göngu um daginn með Lappa minn. Rakst ég þá á nágranna minn hann Henrik sem líka er listamaður. Við höfðum ekki sést allt sumarfríið og það var gaman að spjalla um allt milli himins og jarðar. Við ákváðum að skella okkur í að gera ljósmyndasýningu í nóvember hérna í Lejre. Ljósmyndasýningu um Lejre. Við erum bæði mjög upptekinn af að taka ljósmyndir. Við plönuðum allt á þessum stutta tíma, svo ég fer í gang þegar þessi sýning sem ég er að vinna að er búinn.
Á fimmtudaginn fæ ég góða vini mína frá Íslandi í heimsókn í skólann og eftir heimsóknina koma þau og borða hjá okkur hérna í kotinu. Þetta eru vinir sem ég haft í 20 ár en þau hafa aldrei heimsótt mig hingað í sveitina svo það verður gaman að fá þau hingað.
Á laugardaginn er ég búinn að bjóða kennurunum frá skólanum og mökum þeirra heim, það verður vonandi gott veður svo við getum verið úti. Það er nefnilega svo notalegt á seinntsumarkvöldum að sitja úti í góðra vina hópi og njóta samverunnar.
Annars er lífið bara gott hérna í kotinu.
Jæja ég er andlaus og stoppa núna !
Set myndir hérna fyrir neðan frá skólanum í dag sem eru að sjálfsögðu bara smá vinklar af hinu og þessu horni og kössum sem er ekki búið að tæma. Set líka inn myndir af tveim yndislegum kennurum ! Bara smá
Kærleikur til ykkar og allra
p.s
Lífið í hinu smáa er svo dásamlegt og ég fæ meira út úr því en ferðalög til framandi landa.
Þegar ég hætti áðan að skrifa kom fröken dásamleg,skrítna, brjálaða nágrannakona sem ég kann betur og betur að meta . Henni lá mikið á hjarta, en var með enn eina gjöfina til okkar. Kertastjaka fyrir 36 sprittkerti úr svörtu járni. Um daginn kom hún með alveg ferlega flottan póstkassa. Allt frá frábærlega flottri búð sem er hérna á lestarstöðinni, þar sem hún af og til hjálpar. Þetta hefur hún fengið gefins, sem hún svo gefur til okkar.
Ennn hún kom og þurfti að tala, það var eitthvað voða fallegt við það. Hún borðaði svo með okkur, það var líka eitthvað fallegt við það. Gunni lagði sig, það var ekkert sérlega fallegt, en allt í lagi hehehe. Síminn hringi til mín og það var Morten sem ég spjallaði við í svolítinn tíma. Nágranni sat og borðaði köku sem Gunni bakaði í gær. Þegar ég var búinn að spjalla kom Christian nágranni og vildi tala við Gunna sem hraut í stofunni. Gunni er að fara að elda mat fyrir brúðkaupið hans og Inge á miðvikudaginn. (okkur er að sjálfsögðu boðið og Sólin okkar verður brúðarmey) Christian vakti Gunnar og þeir fóru út og hún elsku nágranni minn spjallaði smá stund meira við mig, Sól og Lappa. Það sem ég er kannski að segja er að þessi nálægð við aðra hérna í öðru landi er mér svo mikils virði. Að það sé hægt að flytja í annað land og láta drauminn um lítið samfélag þar sem við komum hvert öðru við rætast, þó svo maður hafi ekki búið þar alla ævi. Við komum frá öðrum kúltur, annarri menningu en samt erum við svona stór hluti af þessu fólki og höfum myndað sambönd sem verða....
Þegar ég upplifi svona hversdagslega hluti eins sterkt og núna er ég svo meðvituð um að njóta þess í augnablikinu, því hvert augnablik er einstakt og verður fortíð eftir augnablik.
Hérna er vídeó með sólinni (hún er þessi með bláa klútinn í bleika stjörnu bolnum) okkar og bestustu vinkonum hennar sem var sett á netið af kennaranum þeirra, þetta er neðððððððððððst !!
njótið vel !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
smá innlit í bloggsumarfríi :o)
4.8.2008 | 09:19
Yndisleg rigning rigning rigning !!!
Það hefur rignt frá því í nótt og ég sé hvernig þurr jörðin sýgur í sig næringuna !!!
Vinnan gengur vel fyrir sýninguna, ég leik mér eins og lítið barn sem lætur hugmyndirnar fljóta í gegnum hendurnar á sér og verða að litum og formum. Hugmyndin vex sig í heild, sem gerir mig glaða.
Það er gaman að vinna að sköpun, það er gaman að vera með í þessu flæði af hugmyndum sem bara fá að ráða og skapa sig sjálfar.
Einu sinni gerði ég mikið af því að stjórna hugmyndunum inn á rétta braut sem ég sjálf ekki vissi hvað var. Það gerði mig leiða. Það er ekki gaman að skapa það sem maður veit ekki hvað er. Núna leyfi ég hugmyndunum að streyma og skapa sig sjálfar og í lokin skoða ég það með öðrum augum og vel og hafna og byggi sýninguna upp með þeirri fagmennsku sem reynslan hefur kennt mér. Það hefur reynst mér besta leiðin, en það hefur tekið tíma að komast þangað.
Ég þurfti að byggja upp sjálfsöryggi og komast í kontakt við þau energi sem er brunnurinn sem ég sæki hugmyndir mínar til.
Set inn nokkrar myndir sem ég tók áðan af rigningunni og ekki kláruðum verkum. Læt vita betur þegar nær dregur fyrir þá sem vilja koma á opnunina.
Kærleikur til ykkar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
bloggfrí
28.7.2008 | 08:54
Kæru bloggvinir og aðrir vinir.
Ég sit hérna úti í morgunsólinni og drekk mitt heilaga morgunkaffi. Flugurnar og fuglarnir eru á fullu hérna í kringum mig í trjánum og blómunum sem mikið er af.
Ég verð að viðurkenna að ég er dottinn í bloggheiminn og það tekur of mikinn tíma núna þegar ég hef mikið að gera.
Þess vegna tek ég sumarfrí núna þar til um miðjan Ágúst.
Eins og ég hef áður sagt þá er ég með sýningu í september og það er ansi mikil vinna sem bíður mín þar.
Skólinn byrjar 11. Ágúst. Fleiri nemendur koma og við byrjum með nýja menntun sem er svona einskonar hluti af Myndlistarskólanum en er fyrir nemendur frá 16 til 25 ára. Þetta er alveg nýtt og heitir Ungdomsuddannelse. Þannig að við fáum nemendur mjög unga og eftir UDD þá geta þeir sótt um inn í sjálfan myndlistaskólann og verið þar í 4 ár ef þau vilja. Við getum svo verið með nemendurna alt upp í 7 ár sem er alveg frábært. Ég þarf sem sagt að undirbúa þessa frábæru byrjun sem líka er í nýju FRÁBÆRU húsnæði í Köge !!
Einnig hefur setið á hakanum grein sem ég þarf að skrifa fyrir The One Earth Group um býflugur. Við ætlum líka í grúppunni að opna fyrir öllum á næsta fundi í september og til þess að geta staðið undir því þarf ég að vera vel undirbúinn með hugleiðslur og þess háttar sem passar fyrir alla.
Næstu helgi verður spennandi því Gunni ætlar að fara í fyrsta sinn að taka hunang frá býflugunum okkar. Það verður spennandi að fylgjast með því og að sjá hversu mikið þessar elskur gefa okkur svona eftir fyrsta sumarið. Þetta er stór gjöf frá þeim til okkar og í staðin verðum við að passa þær vel í vetur. Ætli það verði ekki bara Gunni sem gerir það. Ég tek svo hænurnar að mér næsta ér þegar við fáum þær frá bloggvinkonu minni sem á íslenskar hænur.Við höfum haft hænur áður en það voru ekki íslenskar hænur svo það verður spennandi.
Síðast en ekki síst, þá eru vinir komnir úr sumarfríum og það þýðir að við erum mikið að borða saman, synda saman og njóta samveru með þeim áður en vinnan og haustið skellur á., Alltaf á sumrin hérna er mikil útivera og í staðin fyrir að borða einn heima hver með sinni fjölskyldu þá er oft ákveðið að hittast niður á strönd eða niður við frábært vatn sem er hérna rétt hjá með kvöldmatinn og borða saman leika sér saman og synda saman. Set mynd hérna af þessu vatni og kvöldmynd frá síðustu strandferðinni okkar . Það er einhvernveginn fátt yndislegra en að liggja og njóta samveru vina og fjölskyldu í leik og rólegheitum í samhljóm með náttúrunni.
Við fengum fullt af gestum sem droppuðu inn í gærmorgun og það var gaman Við fengum fullt af flottum gjöfum frá vinum okkar John og Metta sem voru að koma frá Kína. Það var planað að kvikmyndaklúbburinn ætti að hittast bráðlega. Kvikmyndaklúbburinn erum við þrjár fjölskyldur sem hittumst af og til og sjáum bíómyndir saman og borðum saman. Kvikmyndirnar sem eru séðar eru valdar af þeirri fjölskyldu sem hist er hjá. Það eru valdar sjaldséðar myndir sem engin hefur séð áður. Þetta er mjög skemmtilegt . Við búum öll hérna mjög nálægt hvert öðru úti á landi og erum mikið saman, þannig að þetta er svolítið annað en venjulega þegar við hittumst.
Það er líka svolítið skemmtileg að við komum frá þremur löndum. Við frá Íslandi, Ulla og Claudia frá Þýskalandi og John og Metta frá Danmörku. Svo við höfum ekki alist upp með sömu kulturellu bíómyndirnar og getum þar af leiðandi komið með það sem engin hefur heyrt um áður og það er spennandi.
Garðurinn minn bíður , já elsku garðurinn minn sem ég elska að vinna í og fá orku frá litlu dívunum sem gefa allt frá sér sem við viljum. Við ætlum að gera terrasse við gaflinn af húsinu sem hefur verið stefnan í 3 ár en við höfum aldrei náð því. Núna erum við búinn að fá góða og einfalda lausn frá henni Ullu vinkonu okkar sem er garðarkitekt og garðyrkjumaður og vonandi getum við skellt okkur í þetta.
Arininn fer vonandi upp núna strax og við getum. Við keyptum stóran flottan arinn í eldhúsið fyrir hálfu ári síðan og höfum ekki haft tíma til að setja hann upp. Núna þegar vetrar þá er meiningin að arininn hiti næstum allt húsið upp og spari þannig upphitunarkostnað. Þannig að við þurfum að gera þetta núnnnnna. Það verður nú notalegt að koma niður í eldhús í vetur og kveikja á arninum og drekka morgunkaffið við hlýju frá honum ummmm. Þetta er arinn sem er merktur sem góður fyrr umhverfið, eða hvernig á ég a segja það......það er filter sem tekur allt eiturefni í burtu..Veit ekkert hvort það heitir eitthvað á íslensku. Miljøvenlig heitir þetta á dönsku.
Jæja ég lík þessari upptalningu svona í lok sumars og ég hlakka til að sjá og heyra ykkur þegar ég kem til baka.
Ég kíki örugglega á ykkur af og til ef ég þekki mig rétt !
Kærleikur til alls lífs
Hérn kemur mynd af litlu kvöldsólinni okkar sem elskar lífið og er svo meðvituð um hversu heppinn hún er !!
Bloggar | Breytt 3.8.2008 kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Núna hoppaði froskur hérna á gólfinu í eldhúsinu
26.7.2008 | 15:07
Hver hefði trúað að maður sæti inni og bloggaði í 30 stiga hita og sól. Jú ég, það er hreinlega of heitt til að vera úti að gera eitthvað.
Ég gæti svosem verið að gera eitthvað annað, en vel þetta núna í smá stund. Ég reikna heldur ekki með að klára greinina núna, kannski seinna í kvöld. Ég get alltaf unnið fyrir sýninguna mína.
Ég fór á flóamarkað i dag, ekki frásögu færandi. Ég hef svo gaman af að lollast rúnt og finna gersemar innan um allt þetta drasl.
Stundum finn ég heilan helling, stundum ekki neitt.
Í dag fór ég á nýjan stað sem ég hef aldrei farið á áður, en hef bara heyrt um. Þessi staður er líka bæði ódýrari og öðruvísi en aðrir. Þetta er endurvinnslustöð, eða þar sem maður kemur með rusl, og svo er safnað því sem fólk kemur með og er of verðmætt til að fleyja, og það er selt.
Ég fann svona hitt og þetta. Meðal annars ljós í loftið á ganginn, sami stíll og ég er með í eldhúsinu, þar er ég með fimm svona loftljós, fjögur stór og eitt lítið. Ég keypti fyrir 50 krónur danskar í allt. Það voru nokkrir diskar, nokkrir blómapottar, bók, 4 skálar og sitt hvað annað.
Einu sinni var ég með Sigga syni mínum að rölta niður Nørrebrogade. Þá var ég nýbúinn að kaupa öll þessi fínu ljós í eldhúsið.
Við sáum mjög flotta designer búð með húsgögnum og lömpum og fleiru. Við fórum inn í búðina og þar sá ég svona loftljós eins og mín og ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum, þau kostuðu 1.500 danskar krónur stykkið !!! Veit ekki alveg hvað það er mikið í íslenskum, en það er þó nokkuð mikið fyrir minn peningapung. Við höfðum keypt okkar ljós á 50 krónur danskar. Þarna varð ég glöð og fannst ég hafa sparða 1.450 krónur á hverju ljósi.
Það er svolítið fyndið en ég hef svo gaman af að finna svona hluti, en jafnframt er ég pirruð yfir svona kaupdellu. Afsaka mig oft með að það sé nú heppilegt að ég sé ekki með kaupdellu á merkjavörudót. Það er ég ekki, það er of dýrt fyrir mig.
Það hefur mikið verið gert grín af mér, af börnunum mínum yfir að ég sé svo nísk, en það er allt í góðu. Finnst bara svo margt óþarfi sem maður er að kaupa og er ekki sátt við sjálfa mig þegar ég dett í það, eins og ég geri á flóamörkuðum
Ég hef svo undanfarið verið að hugsa þetta dæmi ,að vera að kaupa og kaupa og eiga og eiga og einhversstaðar fæ ég það pínu lítið ekki gott með það.
Við eigum í raun allt, og ef okkur vantar eitthvað þá förum við bara út í búð og kaupum það !!
Í gamla daga þá beið maður eftir afmælinu sínu eða jólunum til að fá þessari þörf uppfyllt, að eignast eitthvað nýtt. En núna eignumst við eitthvað nýtt mörgum sinnum í viku, eða næstum því. Einu sinni hlakkaði mann til dæmis til jólanna og til afmælisins sín, en núna finn ég enga svona tilhlökkun í mér, allavega ekki til að fá gjafirnar. Það koma fleiri hlutir inn og blandast strax um kvöldið með öllu hinu og maður hugsar varla meira um það.
Út frá þessu fór ég að ræða við Gunna, að í raun ætti maður að breyta þessu með jólagjafirnar í eitthvað annað. Byrja aftur á að gera gjafir þó svo að litlar séu ,en að gefa þeim þá tilfinningu að maður hafi sjálfur sett einhverja sál í það sem maður gefur. Ekki bara fara út og kaupa eitthvað næstum hugsunarlaust og hafa tilfinninguna af, að þetta verið bara að klárast. Það væri líka fallegri tilfinning hreinlega að handskrifa bréf til ættingja og vina og í því bréfi gefa eitthvað sem viðkomandi getur hlýjað sig við og hugsað um í langan tíma.
Svoleiðis gjöf myndi ég muna alla æfi. Ég er þá ekki að meina eitt bréf til allra, en bréf sem er stílað á hvern og einn og hugsunin er fókuseruð á viðkomandi ættingja eða vin og maður meðvitaður sendir þær hugsanir og kærleika til viðkomandi í bréfið.
Í staðin gætum við svo gefið litlu stúlkunum okkar í Afríku og Tælandi, aukapening inn á reikninginn sinn sem kemur þeim að gagni þegar þær fara út í lífið sem 18 ára. Þar koma svona peningagjafir að verulegu gagni. Ég hef líka aðra tilfinningu fyrir að senda þeim gjafir, því fyrir þær er þetta einstök upplifun, sem kemur bara tvisvar á ári, á jólum og á afmælum.
Ég efast um að ef maður spyrði fólk hvort það myndi hvað maður gaf því í jólagjöf í fyrra að það gæti svarað.
Ég er alls ekki að gagnrýna neinn, en ég held bara að það sé komin tími til að snúa við til þess einfalda, og þess sem er nær hjartanu.
Fyrir nokkru áður er iPhone kom út, taldi ég mér trú um að ég hreinlega yrði að eignast þennan síma og með allavega bulli var ég búinn að sannfæra mig um það. Það leið svolítill tími og inn komu smá mótmælahugsanir !! Ég fór að hlusta á þær og gefa þeim meira og meira pláss. Með þessu gat ég sannfært mig um að gamli síminn minn sem er orðin ansi lúinn, væri bara mjög smart, öðruvísi en aðrir og á þessari skoðun er ég bara ennþá hehe
Núna hoppaði froskur inn, hérna á gólfinu í eldhúsinu, set inn mynd af honum.
Ég kláraði ekki alveg að skrifa greinina í einum rykk. Ég fór aðeins út að týna salvíu í te. Ég kom nefnilega við á Svanholm þegar ég fór að kaupa ruslið. Svanhólm er hálfgerð höll þar sem búa 70 fjölskyldur á einskonar samyrkjubúi. Þarna er allt lífrænt . Þau eru líka með verslun með alveg yndislegum vörum, bæði matvörum og öðrum. Ég varð auðvitað að kaupa spes gott kaffi handa Gunna, brauð, helgarnammi handa skottunni litlu og sitt lítið af hverju öðru. þar sá ég líka salvíute og þar sem við eigum svo mikið af salvíu í garðinum og söfnum okkur alltaf í jurtate til að hafa yfir veturinn þá fór ég út að týna smá, sem varð mikið.
Við ætlum á ströndina með kvöldmatinn og horfa á sólarlagið, það er nefnilega líka fallegt í Danmörku
Kærleikur til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
vinátta
23.7.2008 | 07:48
Í síðustu færslu kom ég inn á mikilvægi vináttunnar. Hérna langar mig aðeins að velta því fyrirbæri fyrir mér og deila með ykkur sem vilja.
Þetta er nefnilega svo dásamlegt fyrirbæri
vinátta
Í gamla daga átti ég mína föstu vini sem voru í heimabænum mínum, þetta voru krakkar sem á einhvern hátt fundu samhljóm með mér og ég með þeim. Það var ekki um marga krakka að velja en þarna mynduðust þó náin sambönd á þeim tíma .
Ég hef ekki samband við marga af þeim í dag,
næstum enga,
bara eina.
Hún er alltaf traust og góð vinkona mín í gegnum súrt og sætt. Þegar ég hugsa til baka er líka eins og við höfum alltaf verið nánastar hver annarri á þeim tíma, þó svo að auðvitað kæmi af og til slit á vinakaðallinn. Það er svo notalegt þegar við hittumst í dag þá þurfum við aldrei að útskýra, því við þekkjum söguna á bak við hver aðra og hvers vegna við bregðumst við á ólíkum stöðum.
Við vitum bara og í því er ákveðið öryggi!
Þessir vinir mínir voru eins og uppeldishjálp á ákveðnu tímabili ævi minnar sem svo ekki var þörf á meira.
Nýr tími unglingsáranna kom, þar sem þörf var á nýjum upplifunum og fólki sem gaf annað og kannski meira óöruggt samspil. Sem gerði meiri kröfur á að skilja eitt frá öðru og finna fram til nýrra skoðana hjá mér sem ennþá voru til að móta mig inn í fullorðinslífið. Þetta var erfiður skóli því þarna þurfti ég að læra nýjar reglur og finna pláss í hópnum sem var á öðrum stað en ég hafði upplifað áður.
Unglingsárin voru erfið og settu stór spor í sálina.
Í lok unglingsáranna varð ég mamma !
Mamma hennar Sigynjar minnar. Ég væri sennilega að plata ef ég segði að það hafi bara verið yndislegt, en ég er ekki að plata þegar ég segi að hún var YNDISLEG.
Í dag er ég mjög sátt við að hafa verið kastað inn í heim fullorðinna.
Þar upphófst nýtt tímabil með nýjum hópi vina sem þroskuðu mig ennþá meira í þá átt sem ég er í dag. Margir af gömlu vinunum féllu frá, sem ég á þeim tíma taldi vera vegna litla barnsins míns en ég sé í dag að var nauðsynlegt vegna þess þroska sem ég gekk í gegnum. Með nýjum tíma kom ný lífssýn sem er sennilega mikið í þá átt sem ég er í dag. Þó var eins og frá hinum tveim lífsskeiðunum væri nokkrir sem fylgdu með inn í þriðja lífsskeiðið og gátu fylgt þessu nýja lífi þó að það væri svolítið í fjarlægð bara til að koma inn seinna þegar tími gæfist.
Á því tímabili þar sem maður æfði sig í að vera maður, kona, börn og bú á Íslandi fannst mér ekki auðvelt en ég lærði heil ósköp. Lærði svo margt um manneskjuna og mannleg samskipti. Eins og gerist og gengu var lífið um lífsbaráttuna og það að vera með börn. þannig að vinskapur var mótaður eftir þeirri þörf og þær vinkonur sem ég fékk þar voru hluti af því mynstri. Þó var meiri dýpt á milli nokkurra okkar og við fundum aðra dýpt en börn og bleyjur sem sennilega gerði það að nokkrar vinkonurnar lentu á framtíðarlínunni og eru með enn þann dag í dag .
Eins og lífið gerir þá kynntist ég þeim sem hafa verið mér svo kærir á þessu þriðja tímabili, þetta var lokatími til að fara inní nýjan tíma sem er tíminn sem ég er í núna. Einn þessara vina minna hefur verið með mér alla leið og studdi mig frá þessu lífstímabili þar sem erfiðleikarnir voru næstum því óbærilegir, inn í næsta líf. Það var eins og eitthvað frá hinu innra hafi vitað að þarna þyrfti ég stuðning ef mér ætti að talakst að komast heil í gegn og þann stuðning hef ég enn þann dag í dag. Hann er mér jafn náin í dag og hann var fyrir 22 árum.
Þegar ég og Gunni minn giftum okkur, stóð þessi vinur minn í kirkjudyrunum í kirkjunni í Mosfellskirkju og tók á móti blómi frá hverjum vini sem hafði fundið það blóm í íslensku náttúrunni sem viðkomandia fannst passa inn í brúðarvöndinn minn. Hann safnaði þessum yndislegu blómum saman í brúðarvöndinn sem var tákn um hvern vin sem var mikilvægur og færði hluta af sér með inn í mitt nýja líf í nýju landi. Hann raðaði vendinum saman, sem var tákn um vinahópinn minn og færði mér bundið saman með slaufu, sem er tákn .........
Það var hann sem hélt ræðu til barnana minna í brúðkaupinu okkar Gunna. Hann var meðvitaður um hversu mikilvægt það var að þau væru með í þeim orðum sem fylgdu okkur á leiðinni frá einu líf til annars. og frá einu landi til annars. Hann vissi, vegna þess að hann lifiði með okkur þremur og skyldi mikilvægi þess að þau væru munuð á þessari mikilvægu stundu.
Hann orti til mín falleg ljóð þegar tímarnir voru erfiðir, Getið hver hann er ?
Er sálin sólu myrkvar
og sorg er þung sem blý
efinn í æðum rennur
allslaust líf og grátt
þá skulum við ástin mín eina
ekki hafa hátt.
Er hamast okkar hjörtu
og hamslaus tilveran öll
grátur er greyptur í lófa
og gróa ei hjartasár
þá skulum við ástin mín eina
elska í þúsund ár.
er næðir um kalda nóttu
og napurt í heimi er
ást verður eign og vani
og allslaus er liljan fríð
þá skulum við ástin mín eina
elskast alla tíð.
Því nú getum við gengið úr skugga
og grætt hvors annars sár
skyggnst innum sálarglugga
- og séð vort morgunsár.-
Svo kom áframhaldandi námstími í nýjum löndum og nýtt líf !
Þar kom hópur af nýju fólki og ég hreinlega drakk í mig nýja hugsun ! Þarna kom ég með allt það sem lífið kenndi mér og gat notið þessa nýja lífs með það gamla í bakpokanum og það var góð blanda. Ég drakk í mig fólk og líf og allt. Tíminn var dásamlegur og mér var allt mögulegt. Það eru liðin mörg ár, næstum 20 ár en mér finnst ég samt vera svolítið ennþá á þessu tímabili, kannski í lokasprettinum og inn á nýjar leiðir, ég veit það ekki. Á þessu tímabili hafa komið margir nýir vinir, en hafa farið aftur. Það er svo skrítið að eins og tímabilið byrjaði með marga þá er eins og það verði færri og færri í kringum mig. Það eru nokkrir sem hafa hangið við á snærinu frá byrjun, en flestir hafa fallið frá aftur.
Ég sé þetta svolítið eins og að við hittum einhvern á ákveðnum tíma ævi okkar og þeir eru með til að þroska ákveðin eiginleika eða ljúka einhverju ákveðnu karma sem þarf að ljúka og svo er ekkert annað en sjálfsagt að þeir hverfi í gleymskuna. Oft finnst manni það sárt á meðan á því stendur, en það er eins og ekki sé önnur leið. Svo eru sumir sem eru með alla leið og eru með til að byggja alla söguna upp, bæði mína og þeirra með mér. Í dag eru ekki margir vinir í kringum mig, en vinir sem ég þekki vel og þeir þekkja mig vel.
Eins og þörfin var einu sinni mikil fyrir stóran hóp vina er þörfin nú fyrir góðan hóp vina, ekki stærri en svo að náin samskipti sé möguleg.
Það sem líka er skrítið er að ég á vini sem ég finn að eru tengdir mér mjög djúpt sem ég er ekki meira í tengslum við, en þó veit ég að sá tími kemur aftur kannski ekki í þessu lífi en í því næsta eða þarnæsta. En ég finn djúpan kærleika til viðkomandi .
Ekki má gleyma nýrri tegund vinskapar sem hefur gefið mér mikið, það er bloggvinátta. Sú vinátta getur verið dýpri en maður heldur, þó svo maður hafi aldrei séð viðkomandi, myndast tengsl sem skapa væntumþykju. Fyrir mér er það á einhvern hátt eðlilegt því það er svo margt sem gerist á innri plönum sem er erfitt að útskýra en við getum bara upplifað !
Þetta er held ég næsta skref til telepatí, eða að hafa hugsanaflutning til hvers annars. Það verður framtíðin !
Það sem líka er yndislegt er að börnin mín sem eru orðin fullorðin eru hluti af mínum nánustu vinum. Við getum rætt lífið með skilningi og þekkingu á hvert öðru.
Gunni minn er að sjálfsögðu náin mér á annan hátt en allir aðrir, enda höfum við stórt verkefni við að ala hvert annað upp og þar er ekkert skafið undan og engu leynt.
Vináttan er mikilvæg.
Þar lærum við á allar tilfinningar okkar, þar fáum við þær hugmyndir sem móta okkur að því sem við eigum að verða í þessu lífi. Því verkfæri sem okkur er ætlað að verða. Ég held að allir þeir sem við mætum á lífsleiðinni, hvort sem það er einhver sem hefur meitt mann, eða gert manni lífið hræðilegt, hafi tilgang. Ekkert er tilgangslaust á þessari leið.
Oft er það sá sem maður telur vera sinn versta óvin, sem reynist þegar lengra er séð manns besti vinur, því akkúrat sá hefur kennt manni mest um mann sjálfan og mannfólkið
Gaman væri að heyra ykkar pælingar á vináttu og mikilvægi hennar?
Einn sem er alltaf með mér alla daga, víkur aldrei frá mér nótt eða dag ef hann getur og er vinur minn skilyrðislaust. Hann fer aldrei frammúr fyrr en ég er tilbúinn til að fara á fætur, hann fer aldrei í rúmið fyrr en ég fer í rúmið þó svo að hann sé svo þreyttur að hann sé næstum því vælandi yfir því hversu lengi ég er á fótum...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
sýningarpælingar út í það óendanlega
18.7.2008 | 17:02
Þetta eru yndislegir dagar með gesti frá Íslandi.
Jóna Ingibjörg og Þórir hafa verið hjá okkur og Sólrún dóttir þeirra og núna eru tengdamamma og Margrét krútt í heimsókn.
Jóna og Þórir eru svo farinn í annað hús og okkur var boðið í morgunmat til þeirra í morgun sem var alveg yndislegt. Gunni er svo með alla á Bakken og ég er heima að undirbúa og hugsa næstu sýningu.
Það setur svo margt í gang að vinna að þessari sýningu. Ég ætla að vinna úr minningabankanum á einhvern hátt og er ég þá aðallega að skoða, þá meina ég grandskoða myndina Dagur í lífi Steinunnar sem ég hef fjallað um hérna áður.
Það er að sjálfsögðu óendanlegir möguleikar á hvernig ég get útfært þetta, en allt krefur það þess að ég setji mig alla inn í þá tíð sem var og á einhvern hátt nálgist mína hugsun frá því þá. Það geri ég meðal annars með því að horfa á myndina og fókusera hugann inn í litlu stelpuna sem er í myndinni og skoða , hugsa, skynja og sjá.
Það koma margar tilfinningar upp bæði sárar og góðar.
Ég get líka á einhvern hátt skynjað einhverja fjarlægð í þessari litlu stelpu frá raunveruleikanum en jafnframt ótrúlega nærveru á stað og stund.
Þegar ég sé þetta verður mér hugsað til hversu mikill vandi það er að vera í kringum börn, og að allt það góða sem barn upplifir sé nauðsynlegt og ekki bara það góða því allt það erfiða er líka nauðsynlegt.
Ég veit með mig sem fullorðna í dag vil ég verja litlu Sólina mína fyrir öllum áföllum og vil helst að hún komist áfallalaust í gegnum lífið. En þegar ég horfi á þessa litlu sætu stelpu sem er 12 ára í myndinni þá hefur hún ekki komist áfallalaust í gegnum lífið, og allt sem hún/ég hef upplifað hefur gefið víddir og skilning sem annars væri ekki til staðar. Ég hefði aldrei viljað missa af því.
Ég sé líka þetta barnslega sakleysi í litlu stelpunni sem er ég einu sinni, ég sé líka hræðslu sem ég skil og man eftir og gefur mér sting í magann.
Ég velti fyrir mér hvort þessi tími sem ég vil fjalla um sé í raun of nálægt nútímanum, hvort ég geti vegna þess hugsað allt það sem ég vil hugsa eins upphátt og ég vil eða hvort ég verði að velja að pakka þeim hugsunum vel inn svo að ég fái þær ekki alveg út í lífið, eða kannski þurfi ég að velja að bíða lengur þar til ég finn tímann alveg komin fyrir mig og umhverfi mitt. Kannski er það ekki rétta lausnin, eða kannski sú rétta.
Ég finn bara þegar ég skrifa hérna að ég get ekki leift öllum hugsunum mínum að koma upp, sumar verða hreinlega að vera smá í felum þar til jarðvegurinn er alveg tilbúinn til að taka við því sem kemur upp.
Þegar ég hugsa mig inn í þessa yndislegu stelpu skil ég ekki af hverju hún fann ekki meiri gleði inni í sér og þakklæti fyrir lífið, en hún gerði. Hún var oft hrædd og óendanlega óörugg. Hún var alltaf að bíða eftir einhverjum öðrum tíma, Hún var stundum eins og í vitlausri kvikmynd. Hún var reyndar í vitlausri kvikmynd þar til hún varð fullorðin, það var bara engin sem tók eftir því og allir voru að leika hlutverk á móti henni sem hún skildi ekki. Skrítið.
Hún skynjaði að hún var ekki vel liðin af öllum og hún var ekki velkomin allsstaðar, það er ekki góð tilfinning fyrir börn.
Enn þann dag í dag finn ég fyrir þessari gömlu tilfinningu og þarf að taka mig saman til að verða ekki litla stelpan í Vík aftur, en fullorðin kona með þann skilning sem lífið hefur gefið mér á fólki.
Það er ekki mitt vandamál ef fólk á í erfiðleikum með að vera í samvistum við mig, það er þeirra vandamál.
Ég vildi að ég sem lítil stelpa hefði haft þennan skilning og getað nýtt mér hann sem sú sem ég var.
Tíminn er annar núna en þá, vitneskjan um svo margt er meiri og það er pláss fyrir að við séum ekki öll í sama formi. Við vorum ekki öll eins í Vík, ég átti dásamlegar vinkonur sem voru með mér og voru mér nánar.
Ég held að sá vinskapur hafi í raun átt stóran þátt í að gera mann að þeirri manneskju sem maður er í dag. Þessar vinkonur mínar deildu með mér gleði og sorg, þar var maður sýnilegur sem sá sem maður var, langt fram eftir aldri. Við vorum eins og fagrar rósir í ryðgaðri skál hugsa ég oft í dag þegar ég minnist æskustöðva minna Vík í Mýrdal þar sem skilningur fyrir litagleði var lítill og bitnaði það meira á sumum en öðrum. Ég gæti samt hugsað það öðruvísi, að það hafi gefið manni möguleika á að þroska skilning til seinna meir. Þetta er víst allt spurning um val á hvernig maður sér hlutina i einu eða öðru ljósi.
Eins og ég kom inn á áðan þá er ég óendanlega þakklát fyrir allt það sem ég hef gengið í gegnum, sérstaklega það sem hefur verið erfiðast og gefið mér dýpstu sárin, því dýpstu sárin hafa gefið mér dýpsta skilningin.
Þegar hlutirnir eru erfiðir eins og þeir eru oft er ekki auðvelt að minna sig á að þetta sé í raun yndisleg gjöf sem maður gengur í gegnum sem mun gefa manni skilning á ennþá öðruvísi sársauka sem gefi manni svo annan skilning á lífinu sem maður vonandi getur einhveratíma nýtt sér í samskiptum sínum við aðra og á þann hátt gefið eitthvað til baka til lífsins.
Ég gæti ekki hugsað mér að hafa lifað lífi án erfiðleika !
Þetta voru hinar lengstu vangaveltur um sýninguna mína í september, en læt það vaða....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)