Brúðkaup í grænu...

_MG_1730Er núna heima með Sól og við erum báðar dauð þreyttar. Við vorum í brúðkaupi í gær hjá nágrönnum okkar. Gunni eldaði matinn og var með til að spila brúðarvalsinn , ég var ljósmyndari og Sól var brúðarmey.

Þessir nágranna búa í kolleftífi, þar að segja það eru 5 fjölskyldur sem búa í sama húsinu. Þau eru reyndar með hver sína íbúð en deila eldhúsi og ýmsu öðru saman. Þetta er gamall fjögurra lengja bóndabær. Þetta fólk er alveg yndislegt og erum við í mjög góðu sambandi við þau öll.

Ég vaknaði klukkan 7 og sá út um svefnherbergisgluggann  fröken yndislegu  brjáluðu sem ég hef sagt ykkur frá áður, vera úti hjá nágrönnunum að gera blómavendi. Hún er semsagt líka nágranni bara ekki á_MG_1558 þessari hlið. Ég fór niður í eldhús og gerði gott kaffi handa henni og trítlaði yfir til hennar. Hún var á fullu að hjálpa og varð þakklát kaffinu. Set inn mynd af henni.

Allt byrjaði kl eitt með drykk og halló ! Ég var fyrst með klukkan  tvö  þegar það var leikhússýning í boði brúðarparsins hérna rétt hjá. Öllum bæjarbúum var boðið og það voru alveg rosalega margir !  Leiksýningin var alveg mögnuð.  Brúðguminn er leikari og þar að leiðandi passaði þetta vel inn í heildarmyndina 

_MG_1643

Ég dreif mig svo heim með Sól  þar sem við fórum í bað og í festfötinn. Sólin í síðan fallega gula kjólinn sem hún hafði daginn áður stytt og lagað svo hún gæti passað í hann. Hún var falleg og yndisleg.
Við drifum okkur yfir hérna við hliðina. Ósköp notalegt því það liggur lítill stígur frá okkar garði yfir til þeirra.. Fyrst var matur fyrir gestina sem eins og ég sagði áður Gunni gerði hérna í okkar eldhúsi og hljóp með yfir í veisluna í mörgum ferðum.. Hérna er mynd af Gunna mínum í axsjón hérna heima.

Maturinn var alveg frábær og á meðan fólk borðaði var hljómsveit að spila (sinfóníuhljómsveit) Mjög fallegt._MG_1544

Klukkan átta mínútur yfir átta var giftingin. Sú sem gifti þau var stjórnmálakona í SF. Athöfnin var mjög falleg og þau voru falleg bæði tvö. Kvöldsólin skein svo fallega í garðinum á meðan.
Gunni ásamt tveim öðrum bæjarbúum spiluðu valsinn þegar brúðarmeyjan kom inn í garðinn.
Það var fullt af brúðarmeyjum og einn brúðarsveinn. Dætur Christian (hann sem gifti sig) voru að sjálfsögðu brúðarmeyjar. Önnur þeirra er ein af bestu vinkonum hennar Sólar. Svo voru tvö önnur sem búa í kolleftífinu og svo tvö sem ég þekkti ekki. _MG_1923

Eftir afhöfnina voru ræður til brúðhjónanna, klipptur sokkur hjá brúðgumanum., brúðhjónin kysstust uppi á borði og undir borði. Eftir ræðu brúðgaumagns fór ég aðeins yfir að hringja í Bobbu á Íslandi sem er bloggvinkona mín og gömul vinkona frá Hornafirði. Við hittumst nýlega aftur á blogginu. Höfum annars ekki verið í sambanadi í 22 ár. Sólin litla kom með og var þreytt. Ég var sjálf alveg búinn enda nota ég alltaf mikla orku að vera með mörgu fólki. Það er ekki mín sterkast hlið.

Ég og Sól ákváðum bara að skríða í bólið. Gunni fór í ný hrein föt og skellti sér í veisluna og ég og Sól sofnuðum við yndislega músík frá veislunni sem var notalegt. _MG_1927

Gunni fór svo í morgun snemma af stað á einhverja ráðstefnu, og ef ég á að vera hreinskilin veit ég ekki hvar. En hann kemur heim annað kvöld.

Ég og Sól ákváðum að hún yrði heima í dag og við myndum taka afslöppunardag. Við höfum legið undir sæng í stofunni og horft á hverja teiknimyndina eftir aðra.
DAUÐÞREYTTAR !!!

_MG_1906

Á morgun fer ég í vinnuna og annað kvöld fer ég á fund sem ég hlakka til að fara á. Þetta er undirbúningsfundur fyrir Skandinavíska ráðstefnu sem á að halda næsta ár. Þetta er fólk sem vinnur að betri heimi frá innri sviðum.Það er ein manneskja frá hverri grúppu sem hafa tilmelt sig sem mætir annað kvöld.

Á laugardaginn byrja ég daginn á að fara í fertugsafmæli hjá nágrannakonunni minni á hinni hliðinni (við höfum nágranna frá þremur hliðum). Hún heitir Annetta. Hún bíður öllum konunum sem búa hérna í kring í morgun/hádegismat. Ég get bara verið þar í klukkutíma því ég og Gunni förum svo í brúðkaup hjá Bente og Benny klukkan eitt í Sólrød._MG_1885

Það er einn kennarinn í skólanum að gifta sig eftir 25 ára sambúð. Þetta verður heljarinnar brúðkaup mjög hefðbundið og með stórri veislu  og herlegheitum.

Ég opna sýningu 6 september, ég veit ekki hvenær ég get klárað að vinna þau verk sem ég er að gera, en það er nú lúxusvandamál ekki satt, því lífið er fallegt!

Ég set inn nokkrar myndir frá gærdeginum 

Jæja kæru bloggvinir ætla að kúra með Sól undir sæng og horfa á “Madagaskar”

Kærleikur á netheim ! 

_MG_2090

IMG_2160

_MG_2115

_MG_2051

_MG_1831

_MG_2045

_MG_2023

_MG_1980

 

_MG_1876


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 21.8.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Guðrún Þorleifs, 21.8.2008 kl. 17:23

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Takk fyrir yndislegt spjall Steina mín, mér hlýnaði um hjartaræturnar. Knús og karm

Kristborg Ingibergsdóttir, 21.8.2008 kl. 18:36

4 identicon

En fallegt.

Ragga (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 18:50

5 Smámynd: Karl Tómasson

Það er nó að gera hjá þér kæra Steina bloggvinkona. Takk fyrir skemmtilega myndaseríu. Mikið er hún Sól þín lík þér þegar þú varst á hennar aldri.

Þú nefndir Gildruna á síðu minni og að þig langaði að eignast disk með henni. Endilega sendu mér tölvupóst og ég reyni að redda því, mín er ánægjan. Þú verður bara að lofa mér að hlusta á hann a.m.k. fimm sinnum.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó. 

Karl Tómasson, 21.8.2008 kl. 19:29

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Glæst brúðkaup.

Rosalega er Sólin þín falleg. Sýnist hún hafa leikræna hæfileika.

Þröstur Unnar, 21.8.2008 kl. 20:25

7 Smámynd: Heidi Strand

Þetta hefur verið skemmtilegt bruðkaup. Danir kunna að skemmta sig. Myndirnar eru svo flottar!

Var Jon Lissner í bruðkapinu?

Andrumsloftið minnti mig á árin okkar í Danmörku. Við vorum að hugsa um að flytja í kollektiv, en ákvað að flytja til Íslands.

Bestu kveðjur.

Heidi Strand, 21.8.2008 kl. 20:57

8 identicon

Sæl Steina.

Þetta var skemmtileg og notaleg lesning og ekki skemmdu myndirnar þínar frásögnina.

Gangi ykkur öllum vel.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 05:20

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Steina mín, ég þakka þér fyrir innlitið og þitt kærleiksríka ljós sem fyllir nú brjóst mitt og mér líður miklu betur. Ég er byrjuð að undirbúa lúpínuna. Veðrið var svo gott í gær og fyrradag að ég naut þess að vera úti á holti og safna fræhúsum sem ég er búin að breiða úr hér á litla stofugólfinu mínu og nú eiga þau að þorna vel í nokkra daga. Ég heyri í fræhúsunum opnast hvert af öðru og sé að fræin skjótast bókstaflega út einsog popkorn. Gaman að þessu. Væri til í að fá heimilisfangið þitt sent á evabenz@hotmail.com svo ekkert klikki nú. Gangi þér vel

Kærleiksljós til þín

kveðja, eva

Eva Benjamínsdóttir, 22.8.2008 kl. 14:35

10 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Vá! Það hlýtur að vera ástar-ár í Lejre! Ekki bara ástar-vika eins og hjá okkur! Allir að ganga í það heilaga.

Mér brá mikið þegar mér sýndust brúðhjónin vera að æða mót snjóstormi en áttaði mig fljótt á að þetta hlytu að vera hrísgrjón!!

Góða helgi elsku frænka.

Ylfa Mist Helgadóttir, 22.8.2008 kl. 19:40

11 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Takk fyrir skemmtilegt og fallegt blogg. Myndirnar eru svo fallegar og brúdurin var svo falleg. TAkk fyrir thad. kær kvedja frá Frederikssund.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 22.8.2008 kl. 20:41

12 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Ótrúlegt, en þetta er eins og að horfa á danska bíómynd. Rosalega flott allt hjá ykkur þarna. Ég ætla líka að gifta mig einhvertíma í kvöldsól....

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 23.8.2008 kl. 00:00

13 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Uhm. Ég fæ næstum heimþrá til Danmerkur. Danir kunna að hafa gaman á afslöppuðum nótum og án mikillar sýndarmennsku. Það líkar mér.

síðsumarkveðjur

Anna Karlsdóttir, 23.8.2008 kl. 00:36

14 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Sammála þér Sigríður, við Steina lifum í Danskri bíómynd. Yndislegt.

Gunnar Páll Gunnarsson, 23.8.2008 kl. 07:13

15 Smámynd: halkatla

glæsilegt

halkatla, 23.8.2008 kl. 09:44

16 identicon

fallegt brúðkaup og mjög flottar myndir, hvaða prófessíonal gerði þær?

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 00:18

17 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir skemmtileg skrif Steina og fallegar myndir.

Svava frá Strandbergi , 24.8.2008 kl. 00:45

18 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæru öll takk fyrir yndisleg komment.

kæri tommi, nú er allt farið af stað og vonandi diskurinn á leiðinni í mínar hendur. ég hlakka mikið til að heyra hann og skal svo sannarlega hlusta á hann oftar en fimm sinnum.

kæra eva, takk takk takk, það verður evureitur í garðinum okkar næsta sumar, frábært.

kæra heidi, ni john lysner var ekki með í veislunni, en hann hefur ábyggilega heyrt músíkina heim til sín.

kæri daníel, hehe ég var ljósmyndarinn fyrir brúðarhjónin svo allar myndir eru teknar af mér. flest allar myndir á blogginu mínu eru teknar af mér ég hef gaman af að blanda saman hinu sjónræna og lesmáli sem kemur frá sama brunni.

knús á ykkur öll og förum nú að undirbúa það að horfa á leikinn hjá handboltastrákunum "OKKAR"

Kærleikur

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 06:48

19 identicon

æjæj, það gekk ekki hjá handboltastrákonum okkar. En ég er samt mjög stolltur af þeim. En ég ætlaði nú ekkert að kommenta á það, sá bara kommentið hjá þér og nýtti tækifærið.

Ég ætlaði bara að hrósa þér fyrir að svara kommentinu mínu vel og það hlýjaði mér um hjartarætur að heyra "kæri Daníel" Ég veit ekki af hverju. Þegar ég heyrði orðin "kæri" Það var eitthvað svo vinarlegt við það. Ég vildi benda á það, þar sem ég er að einbeita mér að því að sjá kostina við allt sem gott er. Ég sendi fullt af gleðistraumum, kærleikstraumum og að sjálfsögðu listastraumum í þína átt

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 15:10

20 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Vá, hvílíkar myndir, maður bara smjattar og sleikir út um vegna fegurðarinnar og stemmningarinnar. Hlakka til að lesa það sem ég á ólesið.... Love & hugs til þín og þinna.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.8.2008 kl. 15:10

21 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Vá þarna hefur verið mikil gleði.  Lífið er gleði !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 24.8.2008 kl. 18:09

22 Smámynd: Heiða  Þórðar

ÉG segi nú bara ; V'A og takk kærlega fyrir mig

Heiða Þórðar, 24.8.2008 kl. 21:26

23 Smámynd: Solla Guðjóns

Falllegt og frábært.

knús í danaveldi

Solla Guðjóns, 24.8.2008 kl. 23:37

24 Smámynd: Sylvía

Fallegar myndir og fallegt blogg einsog alltaf

Sylvía , 28.8.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband