vinátta

_MG_8790

Í síðustu færslu kom ég inn á mikilvægi vináttunnar. Hérna langar mig aðeins að velta því fyrirbæri fyrir mér og deila með ykkur sem vilja.

Þetta er nefnilega svo dásamlegt fyrirbæri

“vinátta”

Í gamla daga átti ég mína föstu vini sem voru í heimabænum mínum, þetta voru krakkar sem á einhvern hátt fundu samhljóm með mér og ég með þeim. Það var ekki um marga krakka að velja en þarna mynduðust þó náin sambönd á þeim tíma .

Ég hef ekki samband við marga af þeim í dag,

næstum enga,

bara eina.

Hún er alltaf traust og góð vinkona mín í gegnum súrt og sætt. Þegar ég hugsa til baka er líka eins og við höfum alltaf verið nánastar hver annarri á þeim tíma, þó svo að auðvitað kæmi af og til slit á vinakaðallinn. Það er svo notalegt þegar við hittumst í dag þá þurfum við aldrei að útskýra, því við þekkjum söguna á bak við hver aðra og hvers vegna við bregðumst við á ólíkum stöðum.

Við vitum bara  og í því er ákveðið öryggi!

Þessir vinir mínir voru eins og uppeldishjálp á ákveðnu tímabili ævi minnar sem svo ekki var þörf á meira.IMG_0124

Nýr tími unglingsáranna kom, þar sem þörf var á nýjum upplifunum og fólki sem gaf annað og kannski meira óöruggt samspil. Sem gerði meiri kröfur á að skilja eitt frá öðru og finna fram til nýrra skoðana hjá mér sem ennþá voru til að móta mig inn í fullorðinslífið. Þetta var erfiður skóli því þarna þurfti ég að læra nýjar reglur og finna pláss í hópnum sem var á öðrum stað en ég hafði upplifað áður.

Unglingsárin voru erfið og settu stór spor í sálina.

Í lok unglingsáranna varð ég mamma !

Mamma hennar Sigynjar minnar. Ég væri sennilega að plata ef ég segði að það hafi bara verið yndislegt, en ég er ekki að plata þegar ég segi að hún var YNDISLEG. 

Í dag er ég mjög sátt við að hafa verið kastað inn í heim fullorðinna.
Þar upphófst nýtt tímabil með nýjum hópi vina sem þroskuðu mig ennþá meira í þá átt sem ég er í dag. Margir af gömlu vinunum féllu frá, sem ég á þeim tíma taldi vera vegna litla barnsins míns en ég sé í dag að var nauðsynlegt vegna þess þroska sem ég gekk í gegnum. Með nýjum tíma kom ný lífssýn sem er sennilega mikið í þá átt sem ég er í dag. Þó var eins og frá hinum tveim lífsskeiðunum væri nokkrir sem fylgdu með inn í þriðja lífsskeiðið og gátu fylgt þessu nýja lífi þó að það væri svolítið í fjarlægð bara til að koma inn seinna þegar tími gæfist. _MG_0596

Á því tímabili þar sem maður æfði sig í að vera maður, kona, börn og bú á Íslandi fannst mér ekki auðvelt en ég lærði heil ósköp. Lærði svo margt um manneskjuna og mannleg samskipti. Eins og gerist og gengu var lífið um lífsbaráttuna og það að vera með börn. þannig að vinskapur var mótaður eftir þeirri þörf og þær vinkonur sem ég fékk þar voru hluti af því mynstri. Þó var meiri dýpt á milli nokkurra okkar og við fundum aðra dýpt en börn og bleyjur sem sennilega gerði það að nokkrar vinkonurnar lentu á framtíðarlínunni og eru með  enn þann dag í dag .

Eins og lífið gerir þá kynntist ég þeim sem hafa verið mér svo kærir á þessu þriðja tímabili, þetta var lokatími til að fara inní nýjan tíma sem er tíminn sem ég er í núna. Einn þessara vina minna hefur verið með mér alla leið og studdi mig frá þessu lífstímabili þar sem erfiðleikarnir voru næstum því óbærilegir, inn í næsta líf. Það var eins og eitthvað frá hinu innra hafi vitað að þarna þyrfti ég stuðning ef mér ætti að talakst að komast heil í gegn og þann stuðning hef ég enn þann dag í dag.  Hann er mér jafn náin í dag og hann var fyrir 22 árum.

_MG_0493Þegar ég og Gunni minn giftum okkur, stóð þessi vinur minn í kirkjudyrunum í kirkjunni í Mosfellskirkju og tók á móti blómi frá hverjum vini sem hafði fundið það blóm í íslensku náttúrunni sem viðkomandia fannst passa inn í brúðarvöndinn minn. Hann safnaði þessum yndislegu blómum saman í brúðarvöndinn sem var tákn um hvern vin sem var mikilvægur og færði hluta af sér með inn í mitt nýja líf í nýju landi. Hann raðaði vendinum saman, sem var tákn um vinahópinn minn og færði mér bundið saman með slaufu, sem er tákn .........

Það var hann sem hélt ræðu til barnana minna í brúðkaupinu okkar Gunna.  Hann var meðvitaður um hversu mikilvægt það var að þau væru með í þeim orðum sem fylgdu  okkur á leiðinni frá einu líf til annars. og frá einu landi til annars. Hann vissi, vegna þess að hann lifiði með okkur þremur og skyldi mikilvægi þess að þau væru munuð á þessari mikilvægu stundu.

Hann orti til mín falleg ljóð þegar tímarnir voru erfiðir, Getið hver hann er ?

Til Steinu !

Er sálin sólu myrkvar
og sorg er þung sem blý
efinn í æðum rennur
allslaust líf og grátt
þá skulum við ástin mín eina
ekki hafa hátt.

Er hamast okkar hjörtu
og hamslaus tilveran öll
grátur er greyptur í lófa
og gróa ei hjartasár
þá skulum við ástin mín eina
elska í þúsund ár.

er næðir um kalda nóttu
og napurt í heimi er
ást verður eign og vani
og allslaus er liljan fríð
þá skulum við ástin mín eina
elskast alla tíð.

Því nú getum við gengið úr skugga
og grætt hvors annars sár
skyggnst innum sálarglugga
   - og séð vort morgunsár.-
  

Svo kom áframhaldandi  námstími í nýjum löndum og nýtt líf !

Þar kom hópur af nýju fólki og ég hreinlega drakk í mig nýja hugsun ! Þarna kom ég með allt það sem lífið kenndi mér og gat notið þessa nýja lífs með það gamla í bakpokanum og það var góð blanda. Ég drakk í mig fólk og líf og allt. Tíminn var dásamlegur og mér var allt mögulegt. Það eru liðin mörg ár, næstum 20 ár en mér finnst ég samt vera svolítið ennþá á þessu tímabili, kannski í lokasprettinum og inn á nýjar leiðir, ég veit það ekki. Á þessu tímabili hafa komið margir nýir vinir, en hafa farið aftur. Það er svo skrítið að eins og tímabilið byrjaði með marga þá er eins og það verði færri og færri í kringum mig. Það eru nokkrir sem hafa hangið við á snærinu frá byrjun, en flestir hafa fallið frá aftur. _MG_9016

Ég sé þetta svolítið eins og að við hittum einhvern á ákveðnum tíma ævi okkar og þeir eru með til að þroska ákveðin eiginleika eða ljúka einhverju ákveðnu karma sem þarf að ljúka og svo er ekkert annað en sjálfsagt að þeir hverfi í gleymskuna. Oft finnst manni það sárt á meðan á því stendur, en það er eins og ekki sé önnur leið. Svo eru sumir sem eru með alla leið og eru með til að byggja alla söguna upp, bæði mína og þeirra með mér. Í dag eru ekki margir vinir í kringum mig, en vinir sem ég þekki vel og þeir þekkja mig vel.

Eins og þörfin var einu sinni mikil fyrir stóran hóp vina er þörfin nú fyrir góðan hóp vina, ekki stærri en svo að náin samskipti sé möguleg.

Það sem líka er skrítið er að ég á vini sem ég finn að eru tengdir mér mjög djúpt sem ég er ekki meira í tengslum við, en þó veit ég að sá tími kemur aftur kannski ekki í þessu lífi en í því næsta eða þarnæsta. En ég finn djúpan kærleika til viðkomandi .

Ekki má gleyma nýrri tegund vinskapar sem hefur gefið mér mikið, það er bloggvinátta. Sú vinátta getur verið dýpri en maður heldur, þó svo maður hafi aldrei séð viðkomandi, myndast tengsl sem skapa væntumþykju. Fyrir mér er það á einhvern hátt eðlilegt því það er svo margt sem gerist á innri plönum sem er erfitt að útskýra en við getum bara upplifað !
Þetta er held ég næsta skref til telepatí, eða að hafa hugsanaflutning til hvers annars. Það verður framtíðin !IMG_8473

Það sem líka er yndislegt er að börnin mín sem eru orðin fullorðin eru hluti af mínum nánustu vinum. Við getum rætt lífið með skilningi og þekkingu á hvert öðru.

Gunni minn er að sjálfsögðu náin mér á annan hátt en allir aðrir, enda höfum við stórt verkefni við að ala hvert annað upp og þar er ekkert skafið undan og engu leynt.

Vináttan er mikilvæg.

Þar lærum við á allar tilfinningar okkar, þar fáum við þær hugmyndir sem móta okkur að því sem við eigum að verða í þessu lífi. Því verkfæri sem okkur er ætlað að verða. Ég held að allir þeir sem við mætum á lífsleiðinni, hvort sem það er einhver sem hefur meitt mann, eða gert manni lífið hræðilegt, hafi tilgang. Ekkert er tilgangslaust á þessari leið.

Oft er það sá sem maður telur vera sinn versta óvin, sem reynist þegar lengra er séð manns besti vinur, því akkúrat sá hefur kennt manni mest um mann sjálfan og mannfólkið

Gaman væri að heyra ykkar pælingar á vináttu og mikilvægi hennar?

Einn sem er alltaf með mér alla daga, víkur aldrei frá mér nótt eða dag ef hann getur og er vinur minn skilyrðislaust. Hann fer aldrei frammúr fyrr en ég er tilbúinn til að fara á fætur, hann fer aldrei í rúmið fyrr en ég fer í rúmið þó svo að hann sé svo þreyttur að hann sé næstum því vælandi yfir því hversu lengi ég er á fótum...

Það er hann  hér :_MG_0466

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dásamleg færsla hjá þér kona

Mínar pælingar á vináttunni og mikilvægi hennar eru mjög á svipuðum nótum og þínar....

Mér finnst einmitt svo furðulegt hvernig sumir eru á jaðrinum - svona næstum án þess að ég taki eftir þeim og færast svo nær og nær á meðan aðrir hverfa út á jaðarinn. Svo eru náttúrulega þessi eini og eini sem fylgja manni í gegnum súrt og sætt. Þessir sem maður getur alltaf stólað á. Þeir sem eru alltaf til staðar. Jafnvel þó maður hitti þá ekki nema stöku sinnum. Og þegar maður hittir þá - er alltaf eins og við höfum sést í gær.......... Það þarf ekkert að útskýra fyrir þeim - þeir bara eru

Vinir eins og hann Lappi þinn eru svo sérkapítuli!

Ég gizka á að vinur þinn sé Guðni Már.............? 

Hrönn Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 08:58

2 Smámynd: Dísa Dóra

Vá hvað þetta er falleg og sönn færsla hjá þér

Mínar pælingar um vináttuna eru mjög svipaðar og þínar.  Ég á ekki marga góða vini en tel þá vini sem ég á trausta vini.  Þekki einnig mjög vel að vinir hverfi á braut - sumir alveg en suma veit maður að maður á alltaf um alla eilfið sem traustan vin þó sambandið sé ekkert eða lítið í dag.  Vinir eru svo sannarlega einstaklingar sem að þroska mann í ákveðna átt og ég tel að þeir byrtist manni þegar þörf er á þessum ákveðna þroska.

Mér datt nú í hug að vinurinn sem samdi ljóðið væri húsbandið sjálft .....? 

Dísa Dóra, 23.7.2008 kl. 09:13

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Skemmtileg pæling hjá þér um vináttuna. Hef smá verið að velta henni fyrir mér undanfarið til að reyna að skilja mig og mitt val vegna föstudagsins næsta

Held að vinurinn sem sem um er rætt sé Guðni Már. Það er mikil hlýja og væntum þykja sem maður skynjar frá honum í ykkar garð. Gott að eiga trausta vini. 

Kær kveðja héðan úr fegurðinni. 

Guðrún Þorleifs, 23.7.2008 kl. 09:28

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.7.2008 kl. 13:07

5 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Yndisleg grein hjá þér ástin mín þega ég eins og alltaf. Þú verður betri og betri eftir þú skrifar fleiri greinar.

DÍDSA DÓRA: Ég er alls ekki og verð aldei skáld, og sá leirburður sem ég stundum fleygt fram er þynnri en drullukökurnar sem ég gerði í gamla daga. Bróðurparturinn af hæfileikunum sem mér var skammtað þegar ég endurholdgaðist fyrir 45 árum voru matur, mússík og að vera maður.

Gunnar Páll Gunnarsson, 23.7.2008 kl. 15:06

6 Smámynd: Dísa Dóra

haha og Gunni gæ - tja datt í hug að ljóðagerð hefði kannski fylgt með tónlistargáfunni

Dísa Dóra, 23.7.2008 kl. 17:30

7 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þú ert besti vinur sem hægt er að hugsa sér...og ég er ríkur maður...

Guðni Már Henningsson, 23.7.2008 kl. 17:31

8 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ég skýt á Guðna. Enda er hann hið ágætasta skáld og þetta er óskaplega fallegt ljóð.  Mér finnst þetta skemmtilegur og fallegur pistill hjá þér og finn samsömun í mörgu. Sjálfri finnst mér svo gaman að eignast vini og kynnast fólki því að ég veit að þegar upp er staðið og kominn tími til að kveðja, þá verður það fólkið sem uppúr stendur. Ekki metorð eða gráður.

faðmlag og knús til þín elsku frænka.

Ylfa Mist Helgadóttir, 23.7.2008 kl. 17:49

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég get næstum tekið hér undir hvert orð.  Nema sumt sem er svo einstaklingsbundi eins og ekki var fjölmenni sem safnaði fyrir mig í brúðarvönd, heldur minnir mig að það hafi verið móðir mín sem setti saman brúðarvönd úr blómum úr garðinum sínum.  En svona mest og mest elskulega kona, þá hugsum við mjög eins og ég er þakklát fyrir að eiga vináttu þína hér í bloggheimum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2008 kl. 19:47

10 Smámynd: Karl Tómasson

Ég er svo heppinn að eiga marga góða vini og vinkonur og ég veit nákvæmlega hverjir það eru enda orðin 44 ára og flest þeirra eru vinir til áratuga.

Ég skrifaði mjög fljótlega eftir að ég byrjaði að blogga að bloggið væri stórkostlegt menningarlegt fyrirbæri. Vissulega er á blogginu, því miður, eins og annarsstaðar hægt að finna margt slæmt en maður reynir eftir fremsta megni að leyða slíkt hjá sér. Við bloggarar eigum samt að láta í okkur heyra þegar slík skrif eiga sér stað. 

Það góða og fallega stendur samt upp úr og maður velur og hafnar þar eins og annarsstaðar. Ég hefði aldrei átt eftir að trúa því þegar ég skrifaði þessa grein um bloggið að ég ætti eftir að eignast vinkonu á þeim vettvangi sem ég myndi óska eins innilega að eiga eftir að hitta og þig kæra Steina.

Vinskapur er einstakt og djúpt fyrirbæri.

Karl Tómasson, 23.7.2008 kl. 22:28

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Yndisleg færsla um vináttuna, Steina.  Þetta er eitt af því mikilvægasta í tilverunni.  -  Ljóðið er yndislegt og ég er viss um að það er eftir þinn eina, sanna Gunna. Ekki satt?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.7.2008 kl. 22:46

12 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Falleg færsla hjá þér Steinunn mín. Veit ekki hvort þú manst eftir mér. Ég er Bobba og við kynntumst á Hornafirði.

Kristborg Ingibergsdóttir, 24.7.2008 kl. 00:32

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæru vinir, frábær komment, og takk fyrir að deila ykkur með mér.

ljóðið er eftir hann elskulega guðna minn, sem hefur fylgt mér í gegnum súrt og sætt., takk fyrir það elsku vinur minn !

hann gunni minn hefur gert svo magt annað en að skrifa ljóð fyrir mig, hehehe

elsku kalli minn, ég er sannfærð um að við eigum eftir að hittast, sennilega í góðu yfirlæti hérna á kirkebakken í lejre, eða kannski annarsstaðar, við vinnum bara að því ! ég hef fundið það sama og þú og hef vitað að við höfum þekkst áður , þetta verður bara að rifja upp. knús vinur minn !

kæra cesil, fallegt að heyra hvernig þinn brúðarvöndur var gerður, aldeilis táknrænn og gott að muna inn í framtíðina.

hrönn mín, þú hefur ljónshjarta, eins og ég hef lappa

gunni hefur nú svarað þér kæra dísa dóra, enda þekkist þið frá gamalli tíð

guðný,sigga, ylfa, sara og harafnhildur kram á dönsku til ykkar. 

kæra bobba, þú ert nú bara eins og eitt af þeim dæmum sem ég skrifa um, sem fylgja manni ákveðið tímabil og eru með til að þroska og hjálpa manni á því skeiði og öfugt, en það er dásamlegt að sjá þig hérna eftir öll þessi ár. hlakka til að sjá meira af þér !

guðrún, hvað er þetta með föstudaginn ???? 

knús á ykkur öll fallega fólk

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.7.2008 kl. 07:21

14 Smámynd: Margrét M

mér finnst þetta snilld hvernig brúðarvöndurinn var gerður

Margrét M, 24.7.2008 kl. 14:52

15 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

 ~ as always, with , vilborg ~

Vilborg Eggertsdóttir, 25.7.2008 kl. 03:54

16 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Elsku Steina

Vinátta getur verið hverful - fólk gengur inn og út úr lífi manns en sumir staldra við og eru tengdir manni eins og teygjur stundum langt í burtu, stundum alveg nálægt manni  en sjaldan fjarri undan. Svo er eins og maður geti átt vináttu í mörgum víddum, eins og þú nefndir. Á tímabili var ég svo þunglynd að ég hélt að fólk væri vont. Slæmskan, vanlíðanin og vantrúin var auðvitað innra með mér og ekki endilega í hjörtum annarra. Það er mikilvægt að hafa trú á fólki í kringum sig, styðja það og geta séð góðar hliðar þess.

Eftir að ég öðlaðist aftur styrk er ég alltaf að hitta alveg frábært fólk og verð svo glöð í hjarta mínu.

kærleikskveðjur

Anna 

Anna Karlsdóttir, 25.7.2008 kl. 10:40

17 Smámynd: Brynja skordal

hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 25.7.2008 kl. 10:46

18 Smámynd: Hulla Dan

Fallegasta færsla EVER!!!

 Eigðu dásamlega helgi, og sumarfrí ef þú ert í þeim pakkanum.

Hulla Dan, 25.7.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband