Færsluflokkur: Bloggar
Kanínan í tunglinu
14.7.2008 | 22:00
Það er fátt betra en kvöldganga á ströndinni.
Horfa á mánann sem ég horfði á þegar ég var lítil og átti heima í Vík.
Þá söng ég :
Tunglið tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja.
Þar situr hún móðir mín og heklar vettlinga.....
Í kvöld fann ég þægilegt öryggi yfir mér þegar ég sá hann Tungl og ég veit að hann verður þarna áfram og ég og hann þekkjumst alveg frá því í Vík þegar ég var lítil skotta lotta !
Við gengum ströndina sem við höfum svo oft gengið bæði í kulda, hita og regni og líka bæði í gleði og sorg.
Í kvöld vorum við þrjú, Gunni, Lappi og ég.
Við gengum án þess að segja svo mikið, en við sungum saman, kvöldið er fagurt sól er sest og sefur fugl á grein, við skulum koma vina mína og vera saman ein.........
Við nutum líka kyrrðarinnar og hlustuðum á engisprettuhljóðin í háu grasinu.
Einstaka fiskur rak upp nebbann, við heyrðum hann frekar en sáum.
Við nutum þess að skoða svani með litla ungann sinn, en þau létu frá sér heyra ef við nálguðumst of mikið.
Gunni týndi líka smá í te sem gott verður að njóta seinna.
Ég hugsaði um samtalið sem ég hafði í kvöld til Kaliforníu sem leyst með mér hinar ýmsu hugrenningar.
Pirringurinn varð að skilningi og það sem ég hafði skoða frá naflanum, fékk ég hjálp til að skoða frá stærra samhengi.
Núna finn ég ró í mér sem er notaleg.
Ég er líka glöð, reyndar ferlega glöð. Ég var líka glöð yfir sama hlutnum fyrir samtalið til Kaliforníu.
Það sem ég er glöð yfir er að ég og Gunni fórum í dag að skoða myndina um skólann, og ég gæti bara ekki hafa óskað mér neitt betra. Þeir sem hafa notað alla krafta til að gera þessa mynd , hafa gert alveg frábært verk.
Myndin er sjálf eins og lítið ljóð, lítið listaverk. Þegar ég horfði á hana gat ég ekki annað er tárast. ....
Núna ætla ég upp að lesa, ég er að lesa fyndna bók sem heitir Kanínan í tunglinu, sem minnti mig á Kallinn í Tunglinu....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
dýr eru bara alveg frábær...
13.7.2008 | 11:17
Verð að segja aðeins frá einum fugli sem hún vinkona mín Ingrid á (sem ég skrifaðu um í síðustu færslu).
Þessu fugl var inni í hesthúsinu í stóru búri. Flottur fugl sem ég tók ekkert sérstaklega eftir. Allt í einu fór ég að heyra allavega undarlega hestahljóð sem komu ekki alveg frá hestunum, en frá öðru horni í hesthúsinu. Tek ég svo eftir að það er fuglinn sem gefur frá sér þessi ótrúlegu hestahljóð.
Ég nefni þetta við Ingrid sem er að fóðra hestana og segir hún mér þá að þetta sé ekki allt, heldur hermi hann líka eftir hennar rödd. Stundum þegar fólk sé að leita að henni á svæðinu heyri þeir samræður inni í hesthúsinu og hljómi það nákvæmlega eins og hennar rödd. Þegar þau koma svo inn í hesthúsið sé engin Ingrid og ekki heldur neinn annar. Þetta gerðist ansi oft áður en það uppgötvaðist að það var fuglinn sem gaf frá sér sömu rödd og hún. Það komu ekki nein orð en einhverskonar muml sem hafði sama tón og hennar rödd.
Við höfum verið með Kráku hérna í garðinum okkar í mörg ár, en þaðan koma bara krákuhljóð og hennar mesta sport er að stríða hundunum, stela matnum þeirra sem við höfum mikið gaman af. Einnig hefur verið dúfupar hérna í mörg ár. Þær eru mjög spakar en tala ekki hehe
Svo áðan þegar við vorum að skoða fréttir dagsins á netinu Gunni og ég þá kemur frétt á dr1 um þennan fugl í Englandi sem ég set inn núna svo þið getið séð.
Það er alveg frábært að sjá þróun í dýraríkinu og ekki bara sögusagnir en tæknin er orðin svo góð og heimurinn svo lítill að við getum séð og heyrt þessa hluti sjálf á netinu. Stundum verður maður að velta fyrir sér hvort þetta sé raunhæft en oftast er sönnunin svo augljós.
Kærleikur og Ljós á ykkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
dagar góðir
10.7.2008 | 22:19
Klukkan er seint á mínum mælikvarða.
Lappi, Múmín ég og Ingeborg vorum að koma úr kvöldgöngu í smá rigningu og þoku. Við rákumst á fullt af froskum sem koma fram í rakanum og ég held að ég hafi horft meira í götuna en fram fyrir mig til að stíga ekki á þessi stóru grey.
Ég fór til vinkonu minnar í morgun klukkan átta. Það er í raun frásögu færandi því ég er orðin svo heimakær . Ég bankaði upp hjá henni klukkan átta og á móti mér tóku allir 11 hundarnir alveg trítil óðir og glaðir. Hún átti ekki von á mér en varð mjög glöð sem betur fer.
Hún heitir Ingrid og er skemmtileg kona og ég hef þekkt hana lengi. Við höfum verið vinkonur í 12 ár og gengið í gegnum súrt og sætt saman. Rifist svo að þakið lyftist af húsinu, grátið og leitað huggunar hjá hver annarri, líka verið vondar hver við aðra. Í gegnum þetta þekkjum við hver aðra vel og vitum hverju við getum átt von á hvar við höfum hver aðra. Það er alltaf svo gaman að heimsækja hana. Við getum talað um allt og við filósóferum mikið um lífið og dauðann.
Hún elskar dýr og börn. Annar hluti af bóndabænum hennar er barnaheimili þar sem allt er lagt í að börnin lifi í takt við náttúruna og dýrin. Barnaheimilið er með einsdæmum fallegt . Sigrún okkar Sól var að sjálfsögðu á þessu barnaheimili og ég vann hjá henni fyrstu árin þegar hún var að setja þetta allt í gang.
Hún á ellefu hunda !!! Veit ekki hvað margar kisur, Veit ekki hvað margar kanínur og naggrísi !! Tvö ferlega sæt svín, fullt af allavega fuglum, fullt af geitum, fullt af íslenskum hestum, og tvo póný hesta. Hún býr ein á þessum dásamlega stað.
Ég drakk fullt af kaffi með henni og fékk illt í magann en ég er ekki vön að drekka svona mikið kaffi, en ég geri það með henni því hún er hún.
Ég fór frá henni Ingrid sem elskar börn og dýr klukka 11 og við ákváðum að hittast aftur á þriðjudaginn.
Á morgun kemur Jóna Ingibjörg og fjölskyldan hennar, það verður gaman að vera með þeim og borða góðan mat hérna í eldhúsinu okkar með þessari dásamlegu konu og fjölskyldunni hennar. Þau verða eina nótt og fara svo á vit ævintýranna.
Á laugardagskvöldið förum við í afmæli hjá vinkonu minni henni Bettina.
Á miðvikudaginn kemur Sólin frá Íslandi það sem hún hefur verið meðal annars í Vindáshlíð í viku. Bestu viku æfi hennar segir hún. Með henni koma tengdamamma og sæta Margrét sem er jafngömul Sól og var með henni í Vindáshlíð.
Næstu helgi förum við til vina okkar á Fjóni í stórt barnaafmæli. Þau eiga líka heima á bóndabæ og eru með fullt af dýrum.
Ég er svo lánsöm að þekkja svo mikið að góðu fólki .
Núna liggur Lappi minn hérna í sófanum og sefur við hliðina á mér, ég sit hérna í sófanum með fæturna uppi á borði og sjónvarpið malar og malar einhverja leiðinlega bíómynd.
Gunni er inni í eldhúsi að skrifa matseðil, það er einhvernvegin allt notalegt.
Set hérna inn nokkrar myndir af yndislega umhverfinu sem hún Ingrid lifi í.
Kærleikurinn er Lífið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
regn regn kom nu her, hvem er den bedste i verden her, ja
8.7.2008 | 09:20
Sit inni í eldhúsi og rigningin er að baða garðinn minn.
Við vorum í afmælisboði í gær. Hún Sigyn mín hélt upp á 30 ára afmælið sitt með þvílíkum stæl. Okkur var boðið út að borða á veitingastaðinn þeirra og ekkert var sparað. Við sátum frá klukkan 6 til klukkan 11 og fengum hvern réttinn á fætur öðrum hver öðrum betri.
Veitingastaðurinn er við sjóinn og við sátum úti. Himinn varð fallegri og fallegri með kvöldinu. Þegar við keyrðum heim, eða ég keyrði heim því hann Gunni minn er svo heppinn að þurfa aldrei að hafa áhyggjur á því hver keyrir heim og getur því notið þeirra veiga sem eru hverju sinni og konan sem ekki drekkur áfengi keyrir alltaf heim.
Við keyrðum sem sagt heim í dimmunni og RIGNINGU og þvílíkum eldingum . Himininn var hreinlega í ljósum logum og það rigndi svo mikið á framrúðuna að ég sá næstum ekkert út. Stundum flaut bílinn smá út af sporinu í flóðinu sem myndaðist á veginum. Þetta var flott en smá ógnvekjandi.
Við rifjuðum um rigningarnar í fyrra því akkúrat á þessum slóðum var svo mikið flóð á vegunum að fólki var bannað að keyra þarna. Vegirnir voru eins og fljót af vatni.
En það borgar sig ekkert að vera að rifja þetta upp og búa til einhver hugsanaform sem verða að raunveruleika.
Það hefur ekkert rignt í sumar. Einn dagur í Maí og engin í júní. Þannig að það er alveg frábært að fá þessa gusu í garðinn sem er orðin svo þurr að það eru næstum komnar sprungur í matjurtargarðinn og blómabeðin mín.
Ég ætlaði til Kaupmannahafnar og fara á sýningarrölt með Sigga mínum en við aflýstum því, ætlum í staðin fyrir að fara í næstu viku.
Á fimmtudaginn fer ég til Kaupmannahöfn að skoða grófklippingu á myndinni um skólann, það verður spennandi , vona ég.
Ég set hérna inn alveg yndislegt myndband sem minnir mig svo á tíman sem við höfðum hérna fyrir nokkrum árum þegar við höfðum hænur og oft unga búandi inni hjá okkur og hún Iðunn okkar (hundur) passaði þá eins og sín eigin börn. Hún sleikti þá og nússaði þessi líka risa hundur með sitt stóra móðurhjarta sem sá ekki mun á hænuungum kanínuungum kettlingum, Sigrúnu Sól og hvolpum, allt voru börnin hennar.
Ég ætla nú að fara inn í daginn og taka svolítið til, hlusta á músík frá hærri energíum,
þar að segja Sigur rós !
Knús til ykkar frá mér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
er andstæða stolts auðmýkt ?
3.7.2008 | 09:47
Mikið getur maður verið fyndin og fastur í gömlum hugsunum !!
Ég hef skrifað um hana nágranna minn sem er svolítið ekki eins og allir aðrir. Hún stelur kisum af og til, ef hún heldur að kisan hafi það betra hjá henni.
Hún hefur ekki alveg sans fyrir eignarrétt, sem er svosem allt í lagi af og til.
Þannig er að eins og ég hef skrifað áður vorum ég og Gunni í Washington DC í tvær vikur og Siggi og Sól voru heima. Siggi er orðin fullorðin maður svo það var ekkert mál. Nema það, eftir að ég kom heim hef ég verið svolítið innhverf og ekki alveg verið tilbúinn að sjá framan í heiminn, heldur haldið mig í felum í garðinum og hérna inni.
En svo tók ég eftir að hjá naggrísnum honum Birni okkar sem er úti í garði var byrjað að byggja við !
Það var komið hús inn í búrið hans (mjög flott lítið hús sem passar vel fyrir hann Björn). Það var líka búið að setja smá plast til að hlífa við rigningargusum sem komu af og til. Þegar ég kom út á morgnana og ætlaði að gefa honum að borða, var stundum búið að fóðra hann. Það fór pínu lítið að síga í mig, og ég fylgdist með einn morguninn til að vera alveg viss um hvort þetta væri hún nágranni.
Gamall pirringur kom upp, bölvuð kellingin ætlar hún nú líka að stela naggrísnum okkar!
Svo í gær sat ég hérna inni í eldhúsi og drakk morgunkaffið mitt. Það er opið út eins og það er alltaf til að fá morgunsólina inn. Það er kallað: halló er nogen hjemme !!!
Þarna er hún komin á náttkjólnum sem var reyndar voða huggulegt því ég var líka á náttkjólnum. (náttkjóla stemming) Ég kallaði a móti að hún skuli koma inn. Hún verður þetta líka glöð að sjá mig og faðmar mig og lýsir gleði sinni yfir heimkomu minni með ótrúlegum lýsingarorðum.
Ég ákvað að fara varlega í sakirnar, ana ekki að neinu og sjá hvað setur. Hún segir svo að hún hafi fylgst með naggrísum frá því kanínan slapp út (hún slapp út blessunin á meðan við vorum úti í usa og eitthvað kom fyrir því hún dó um kvöldið). Nágranni hafði fundið hana og hún var svo áhyggjufull með naggrísinn og ákvað að kíkja á hann af og til þangað til ég kæmi heim. Það hafði rignt mikið og hún sá að það rigndi á hann gegnum búrið og ákvað að setja hús hjá honum svo hann gæti haft sína eigin holu að kúra í. Hún sagði að hún hafi ekki þorað að tala við Sigga um þetta því hún var hrædd við þau viðbrögð sem gætu komið. Ýmsu vön frá okkur ! En hún sagði svo fallega: þið gefið mér að borða þegar ég á lítinn pening, þá get ég alveg gefið naggrísnum að borða og passað upp á hann.
Ég hafði um tvennar tilfinningar að velja. Ef ég hefði fylgt mínum gömlu hugsunarformum þá hefði ég sagt : hvað ert þú að blanda þér í mín mál og minna dýra, hugsaðu um þig sjálfa og þín dýr KELLING!!
En ég valdi að skoða það jákvæða sem hún hafði gert. Hún hafði komið með þetta hús sem vantaði, hún hafði séð um að það vantaði hvorki vatn né mat hjá honum. Hún hafði verðið umhyggjusöm fyrir naggrísnum. Henni er ekki sama, þó svo að hún eigi ekki dýrið.
Þetta er kostur sem við mörg getum tekið til okkar. Þó þetta sé BARA naggrís.
Ég þakkaði henni fyrir að vera svona hugulsöm gagnvart Birni, og við ákváðum að næst þegar við förum út að ferðast þá vil hún passa Björn og ef við erum í vandræðum með hin dýrin vil hún gjarnan passa þau öll.
Ég veit að Siggi og Sól pössuðu dýrin vel, en það skaðar aldrei að hjálpast að og vera fleiri um verkefnin. Því í raun er aldrei neinn sem á nein dýr og ef við sjáum að við getum gert lífið betra fyrir hvaða dýr sem er þá ber okkur í raun skilda til þess. Það eru að sjálfsögðu margar leiðri til þess og ein leiðin er að sjálfsögðu ekki að stela dýrinu, (eins og hún hefur af og til gert) en að ræða við eigendur þess dýrs sem við teljum að hafi ekki bestu möguleika. Við eigum langt í land að sjá það að engin á neitt, en við pössum upp á bæði hvort annað og þau dýr sem við veljum að hafa í kringum okkur. Það myndi létta mörgu dýrinu lífið ef við værum vakandi yfir velferð þeirra, hvort sem það er það dýr sem er í okkar vörslu eða annarra.
Við sjáum sama dæmi á þeim heimilum sem börn eru vanrækt, þar grípum við heldur ekki nógu oft inn. En sú hugsun er of mikið ríkjandi að þetta er þeirra mál !!! En í raun er það alls ekki svona, þetta er okkar allra mál. Það á líka við um dýrin.
Við lokum of oft augunum fyrir því sem betur má fara og látum bara vera.
Í USA horfði ég oft á Animal Planet á kvöldin og þar voru margir þættir um akkúrat þessi mál. Fólk beið í alltof langan tíma með að melda þá sem misþyrmdu dýrum. Þetta voru dæmi um öfgarnar en hérna heima hjá mér er þetta í mjög litlum skala.
Ég hafði val um að láta mitt eigið stolt stjórna og verða reið yfir því að hún blandaði sér í mín mál, en ég er fegin að ég valdi að taka á móti þeirri hjálp sem hún gaf, ekki til mín, en til Bjarnar naggrís. Hann á allt það besta skilið og ef einhver annar gerir betur en ég er það bara frábært. Þetta er allt spurning um val, hvaða tilfinningu læt ég ráða í þessu máli.
Að sjálfsögðu er munur á hvort manni finnst sú gagnrýni rétt sem kemur , það verður maður að vega og meta, en láta stoltið um að vera næstum bestur af öllum og yfir gagnrýni hafin upp á hillu á meðan og sjá málið út frá því dýri sem fjallað er um.
Ég veit alveg að Björn hafði það ekkert hræðilegt, en ég veit að hún gerði lífið betra fyrir hann og það er aðal málið.
Við fengum okkur göngutúr í mínum garði yfir í hennar garð og sátum þar á náttkjólunum á meðan ég fékk nákvæmlega lýsingu á hvað á daga hennar hafi drifið síðustu þrjár vikurnar.
Ég er þakklát fyrir þennan skrítna nágranna sem gefur mér stundum fyndnar minningar, stundum reiðar minningar, stundum örvæntingu, stundum og oft birtu, eftir að ég sá hana á öðrum stað.
ég sá það jákvæða í henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Hann Gunni minn á afmæli í dag
1.7.2008 | 11:00
Hann er núna orðin 45 ára, fullorðin maður.
Hvað tíminn flýgur áfram.
Ég kynntist Gunna þegar hann var 28 ára gamall og ég var 31 árs gömul. Við komum frá tveim ólíkum heimum, hann frá kokkabransanum og að vera piparsveinn alla sína ungu tíð. Ég fráskilin með tvö börn og í Myndlista og handíðaskólanum. Fyrstu árin voru ekki alltaf auðveld vegna þessa kulturnmismunar.
Það var þó einn hlutur sem Gunni tók alvarlega frá fyrsta degi og það var föðurhlutverkið. Frá fyrsta degi fór hann með á foreldrafundi og var virkur þáttakandi í því sem viðkom börnunum. Stundum fannst mér það erfitt, en mér fannst þetta líka aðdáunarvert, því þetta var ekki auðvelt hlutverk. Það er ekki auðvelt að koma inn í tilbúna fjölskyldu og ætla að finna sér pláss.
Við höfðum búið saman í eitt ár og verið kærustupar í tvö þegar við fluttum til Danmerkur og tveim dögum áður giftum við okkur.
Það var góð ákvörðun að flytja í annað land saman og finna okkar framtíð þar . Við byrjuðum á jöfnum fæti og á einhvern hátt vorum við mjög háð hvert öðru frá fyrsta degi í öðru landi. Við töluðum hvorugt tungumálið en vorum fljót að læra máltækið haltur leiðir blindan það var þannig að Gunni varð fljótari en ég að tala dönskuna og svo er hann miklu hugaðri en ég, en ég varð fljótari að skilja tungumálið en hann og þannig vorum við sem eitt í atvinnuviðtölum og öðrum samtölum sem krefjast þegar flutt er í nýtt land.
Það var erfitt í byrjun eins og oft vill vera þegar flutt er á milli landa eða landshluta. Gunni var dásamlegur að vera með því fyrir honum var þetta eitt stórt ævintýri. Hann fór frá einum stað til annars og sótti um vinnur, hann fékk nokkrar vinnur. Hann vann í mörg ár á alveg frábærum stað Cafe Wilder þar sem þeir sem unnu með honum tala ennþá um þennan frábæra kokk frá íslandi. Ég heyrði einu sinni sagt um hann að hann væri stærsta leyndarmál Danmerkur.
Hann eldaði oft ofan í Kronprinsen, hann eldaði oft ofan í Poul Dissing hann eldaði oft ofan í tónlistameðlimi í Sort Sol og marga marga fleiri sem hafa sett spor sitt á Danska menningu.
En þú heyrir Gunna aldrei monta sig á því. Hann hefur þann fallega eiginleika að vera auðmjúkur. Það er eiginleiki sem mér finnst fallegastur í fari fólks. Hann er ekki feimin eða gerir lítið úr sér, hann er bara auðmjúkur yfir þeim tækifærum og reynslu sem lífið hefur gefið honum. Hann montar sig ekki yfir öllu því sem hann hefur upplifað eða notar sér það til framdráttar.
Gunni vann í þrjú ár á SAS Skandinavía hótelinu, (hann var oftast í tveim vinnum) það fannst honum ömurleg vinna, en vinnan gaf okkur möguleika á að ferðast um allt fyrir mjög lítinn pening. Ein af ástæðunum fyrir því að hann vann þarna svona lengi var að ég var í námi í Dusseldorf og gat notað þessar ódýru ferðir til að komast fram og til baka. Ef hann hefði ekki haldið það út að vera þarna í þrjú ár hefði ég ekki haft þennan möguleika. Ég er meðvituð um þá fórn sem var færð til mín þarna og ég er þakklát fyrir það.
Eftir tvö ár í Kaupmannahöfn fengum við, vil ég segja í dag, yndislegt tækifæri á að meta tilfinningar okkar til hver annars og þakklæti okkar til lífsins. Gunni fékk hjartaáfall. Hann er með fæðingagalla í hjartanu sem fór á fullt og varð þess valdandi að hann hneig niður á vinnustað. Það tók við að mér fannst á þeim tíma hræðilegur mánuður í óvissu um hvort að hann myndi lifa þetta af. Við fengum þarna sé ég í dag stærstu gjöf hvers sambands, að meta tilfinningar okkar til hvers annars og það líf sem við höfðum saman og hversu mikil virði það væri okkur. Ég held að eftir þann tíma hafi við bæði verið viss um að við vorum hvert öðru ætluð og það væri engin leið til baka. Gunni gaf mér lífsreynslu sem ég er óendanlega þakklát fyrir.
Við fluttum í sveitina og Gunni fékk garðinn sinn sem hann hefur alltaf óskað sér. Eina vandamálið var að Gunni hafði of mikla vinnu til að geta sinnt þessum blessaða garði. En sem kokkur þá eru ekki margir möguleikar á vinnu frá 8 til 4 og þannig var það bara.
Við fengum Sólina litlu pabbastelpu. Sólin er augasteininn hans pabba síns. Eins og ég hef áður sagt er Gunni yndislegur pabbi og það hefur ekki minnkað með árunum. Hann er alltaf sá sem meldir sig í allt í skólanum sem á að gera með börnunum, líka þegar hann er ekki á landinu. Þegar við vorum í Bandaríkjunum um daginn þá hafði Gunni skrifað sig til að elda mat í skólanum fyrir bekkinn. (Þetta er bara smá pilla á Gunna þegar hann les þetta hahaha). Hann er sá sem býður vinkonunum hennar heim fyrir jólin að baka jólakökur með. Hann er sá sem býður vinkonunum hennar heim til að gera heimagerðan brjóstsykur.Hann er sá sem býður vinkonum hennar heim að búa til páskaegg.
Ég ætla ekki út í smáatriði meira, en fyrir Gunna að ná þangað sem hann er núna í góðri vinnu sem yfirmaður í mötuneyti hjá Novo Nordisk frá klukkan 7 til 3 krefur mikilla sjálfsskoðunar. Það að fara frá karríerhlaupinu í kokkabransanum og að vera einn af bestu kokkum í heiminum er bara gert þegar maður er komin þangað með sjálfan sig að maður VEIT !
Gunnar er þar núna að hann hvílir í sér og er hamingjusamur.
Hann hefur tekið margar erfiðar ákvarðanir og gengið í gegnum lífskrísur sem hafa fært hann hingað sem hann er í dag.
Gunni er NÖRD í sínu fagi, hann veit allt um mat en hann þarf ekki að sanna sig fyrir neinum.
Hann lifir hamingjuna núna í harmoni með því sem hann gerir. Hann er ánægður i vinnunni, hann er hamingjusamur með garðinn sinn þar sem hann talar við hvert tré og hvert blóm. Áður en hann fer í gang með að snyrta trén undirbýr hann tréð til að gefa því ekki sjokk.
Hann er með býflugurnar sínar sem hann passar eins og sjáaldur augna sinna.
Hann er með eplaplantekruna þar sem hann framleiðir heimsins bestu eplasaft.
Hann skrifar um mat, hann les allt um mat.
Hann eldar mat fyrir fólk i heimahúsum og gefur þeim himneska upplifun sem þau lifa á lengi lengi.
Hann er sá sem hvað mest hjálpar mér í að verða betri manneskja. Það er ekki nein tilviljun að við erum saman því í honum sé ég það sem mig vantar og ég fylgist með og læri af því hvernig hann gerir.
Í þessum skala hérna hjá okkur er líka stærri skali sem ég verð að láta fylgja með. En þetta er allt saman svo einfalt einhvernvegin.
Við vegum hvert annað upp í því sem við erum. Hann hefur það sem mig vantar og ég hef það sem hann vantar. Þá höfum við það sem þarf til að byggja upp hamroniskt líf, ef við bara munum það og erum ekki bara fókueruð á að vilja einn vilja inn í sambandið en tökum syntesen af okkur báðum inn í sambandið. Þannig að við finnum það sem við getum verið sammála um og vinnum út frá því.
Stundum vill maður eitthvað annað, en stundum er tíminn bara ekki réttur til þess og þar er mikilvægt að gefa eftir til að gefa báðum það pláss og hugsun sem er mikilvæg til að lifa saman. Seinna getur verið að það sem ekki var möguleiki á verði pláss fyrir, en bara þegar báðir aðilar eru tilbúnir til þess.
Svona er þetta líka með allt mannkyn við vegum hvert annað upp í eina heild. Við sem mannkyn erum eins og ein manneskja. Sumir eru höfuðið, taka á móti hugmyndum frá hinu æðra, senda það niður til hálssentrið. Sem talar það út í lífið sem svo sendir það áfram til handa og fóta. Vinnuhanda og fóta, þeir sem framkvæma verkið. Þegar við skiljum þetta þá verður heimurinn betri. Höfuðið getur ekki án handa, fóta og háls verið og öfugt.
Svona virka líka býflugurnar hans Gunna. Það er býflugnadívan sem sendir skilaboð til drottningarinnar sem sendir svo skilaboð til hinna. Þetta er svo einfalt.
Jæja þá ætla ég að ljúka þessu til hans Gunna míns og til ykkar. Það sem ég kannski er að segja í lööööööngu máli er að við höfum öll hlutverk hér í lífinu og því fyrr sem við finnum hvert hlutverk okkar er og að við erum hvorki meiri né minni en aðrir en að við erum hvert öðru háð til að ná þeim þroska sem er nauðsynlegur til að hækka vitund jarðar.
Já til að hækka vitund jarðar sem gerir það allt allt líf á jörðu verður í Ljósinu/Kærleikanum.
Þakka þér elsku hjartans Gunni minn fyrir að kenna mér það sem þú kennir mér. Til að vera með í að gera mig að betri mannelsku.
Það gagnar ekki bara mér og þér, það gagnar heildinni.
steina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
það hvíslaði lítil mús í eyrað hans aftur og aftur
28.6.2008 | 14:01
Mér líður eins og allt hafi verið í draumi, og í drauminum hafi vitneskju og upplifun verið hvíslað að mér. Ég er svo á tveim fótum hérna heima að reyna að finna út úr hvað er raunveruleiki og hvað er ekki raunveruleiki.
Hvað gerðist í raun á ráðstefnunni, og hvað gerðist í ekki raunheimi.
Ég hugsa og hugsa og vil helst ekki láta trufla mig.
Ég læðist út í garð, og vil ekki sjást af nágrönnum mínum, vil vera ein í hugsununum og lifa upp aftur og aftur. Ég er hrædd við að hrapa inn í raunveruleikann og ekki komast inn í hina vitundina aftur. Það er notalegt að bara vera og engin að tala við, vera ég í hinu innra og í hinu ytra.
Lappi minnir á sig, ég hugsa til hans skilaboð, strýk honum og brosi, og við erum í því yndislega sambandi án orða allan daginn.
Ég svaf til kl eitt í dag, fór að sofa klukka þrjú í nótt. Var að kíkja á ykkur, ég er svo hrifinn af þeim samskiptum sem hægt er að hafa á netinu, það minnir mig á hin innri heim, telepatí en með sjónrænum (hinu líkamlega auga) stöfum, orðum og myndum.
Ég er ekki alveg ákveðin hvenær ég vil stýga alveg niður úr huganum, ekki í dag og ekki á morgun.
Ég á að fara á fund á morgun, en ætla að aflýsa komu minni, vil ekki niður alveg á morgun.
Ég ætla að læðast eins óséð og ég get í göngutúr með Lappa, og njóta þess að ganga leiðina okkar sem er löng meðfram ánni, næstum því inn í næsta bæ.
Við hugleiddum í Washington þrisvar á dag, langar dásamlegar hugleiðslur, við deildum hvert með öðru því sem við upplifðum.
Við vorum næstum því hundrað, og við hlustuðum með athygli og virðingu hvert á annað, það var öruggt að vera þar og deila upplifunum með hinum, það fann maður .
Við unnum grúppuvinnu saman í smá hópum. Við ræddum alvarlegt, við hlógum svo tárin runnu, við sýndum hvert öðru áhuga og fundum það samband sem allt mannkyn er tengt í.
Ég hitti Bruce og Linda. Þau eiga heima í USA. Þau búa í einhverskonar samfélagi þar sem allir eru í tengslum við náttúrunna. Bruce sagði mér sögu sem er sönn, hann sagði mér reyndar margar sögur, en ég ætla að deila einni af þeim með ykkur.
Þar sem þau búa er á sumrin alltaf sofið í tjöldum. Einu sinni þegar þau fjölskyldan voru að fara að sofa var mús í tjaldinu. Þau gátu ekki náð henni og reyndu að fara að sofa með músina í tjaldinu.
Það gekk ekki vel, músin var allsstaðar og truflaði nætursvefninn. Bruce þeyttist um tjaldið og reyndi að ná músinni, en hún vildi ekki nást.
Að lokum ákvað Bruce að hugleiða og reyna að ná sambandi við músina. Hann hugleiddi og náði sambandi við músina. Hann spurði hvað væri að og hvort hún vildi ekki yfirgefa tjaldið.
Svo nær hann ú hugleiðslunni að fanga þessa setningu :
Mig vantar !
Meira heyrði hann ekki.
Hann segir svo við músina: Ef ég set peysu eða teppi út til þín, viltu þá yfirgefa tjaldið.
Músin samþykkir það.
Bruce og fjölskyldan fara að sofa, og þegar þau vakna er músin horfin. Leið svo einhver tími .
Svo kemur músin aftur ekki bara inn í tjaldið, en nagar í hárið á honum alveg við eyrað. og sama ævintýri hefst um nóttina, Bruce reynir að ná músinni til að láta hana út en ekkert gengur .
Hann vaknar aftur og aftur við að músin pillar við hárið í kringum eyrað á honum.
Ákveður hann þá að hugleiða: hann spyr músina hvað sé að ?
Þú settir enga peysu eða teppi út fyrir mig. Hann verður furðu lostinn því það var jú rétt, hann hafði ekki gert það.
Þau finna gamla peysu sem þau setja út og daginn eftir var músin farin út úr tjaldinu.
Mér finnst þessi saga svo dásamleg, og svo margt annað sem hann sagði sem var svo dásamlegt.
Núna er laugardagur börnin í næsta húsi eru í fótbolta við pabba sinn, gleðin yfir sumarfríi skríkir um hverfið. Lappi minn liggur hérna við fæturna mínar, ég ætla að klæða mig í sokka og skó og fara í göngutúr sem ég finn að hann er að bíða eftir.
Ég lofaði honum því í morgun í gegnum hugann. Þessi leið er góð, þegar við tölum sitthvort tungumálið.
Kærleikur til ykkar allra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
svona smá halló eftir heimkomuna
27.6.2008 | 18:53
Ég las svolítið svo fallegt og satt sem ég vil byrja á að deila með ykkur:
The greatness of a nation and its moral progress can be judged by the way its animals are treated.
Ég og Lappi erum ein heima !
Við vorum að keyra Sól og Gunna á flugvöllinn. Við Gunni komum heim frá Washington í gærmorgun, lentum klukkan rúmlega átta um morguninn og leiðin lá strax í vinnuna.
Ég hafði næstum ekkert sofið í flugvélinni þessa átta tíma sem það tók að fljúga.
Það var nauðsynlegt að fara í vinnuna, síðasti dagurinn og opið hús með vorsýningu. Það kom fjöldi manns.
Ég var í lagi fram eftir degi og gat verið fókuseruð á það sem ég var að gera, en um ca 12 leitið var ég farinn að sjá tvöfalt. Lagaði mér sterkt sterkt kaffi og drakk og drakk kaffi til að halda mér í gangi.
Þegar heim kom var ég örmagna en hélt mér vakandi eitthvað frameftir. Þurfti að fara yfir ýmislegt vegna vinnunar sem var áríðandi að gera en gat hreinlega ekki fókuserað á neitt.
Vaknaði svo klukkan ca eitt í nótt fór yfir þessi bréf og bókhald sendi það sem senda þurfti og fór svo aftur að sofa.
Ég er núna í sumarfríi þar til um miðjan ágúst fyrir utan einn dag þar sem ég þarf að fara í skólann og leiðbeina flutningsfólkinu hvað á að senda í nýja skólahúsnæðið sem við förum í.
Ferðin til USA var einu orði sagt frábær frá upphafi til enda. Margar upplifanir stórar og reynsluríkar. Þetta er annað sinn sem ég fer á þessar ráðstefnur og það er eins og vitundin og skilningurinn opni sig og víkki eftir þessi mót.
Ég ætla ekki að skrifa um neitt núna langar á flakk til ykkar og sjá hvar þið eruð í lífinu !
Á morgun eða á sunnudaginn skrifa ég um eitthvað af því sem ég upplifði.
Gunni skrifar um yndislega reynslu sem við fengum og ef þið viljið lesa það þá er það hérna
Skoðið endilega þetta fallega myndband af móður okkar miklu sem hefur allt líf á í sinni meðvitund líka þig !
Núna kíki ég á ykkur elskulegustu bloggvinir
Bloggar | Breytt 28.6.2008 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Washington DC
17.6.2008 | 10:49
Alveg er þetta ótrúlegt, ég ligg hérna á hótelhelbergi í Washington DC kl sex um morgun og get ekki sofið.
Ég hef verið vakandi frá því klukkan fjögur.
Ég hef verið óvenju lengi að jafna mig á tímamismun og sennilega er eteriski kroppurinn minn eitthvað ekki alveg á sínum stað.
Það hefur verið mikið að gera hjá okkur. Við komum tveim dögum fyrir fyrstu mætingu á ráðstefnuna.
Þá fórum við og skoðuðum hitt og þetta, þó aðallega sýningar.
Gunni og ág vorum í New York í október og þess vegna höfum við verið að líkja þessum borgum saman, og það er langt á milli. Þetta eru alveg rosalega ólíkar borgir.
Á föstudaginn er síðasti dagurinn á ráðstefnunni og eftir það höfum við nokkra daga til að spóka okkur.
Ég hef ekki mikið að segja um sjálfa ráðstefnuna ennþá, nema að það hafa verið alveg magnaðar hugleiðslur.
Dagurinn í gær var fyrsti dagurinn og það var spennandi. Það voru tvær magnaðar hugleiðslur og svo unnið í grúppum. Aðalefnið er í raun grúppuvinna. Hvernig við mannkyn verðum betri grúppa, hvernig getur þín opnað fyrir heiminum, eða þetta er svoleiðis sem ég túlka það, það eru sennilega aðrir sem myndu koma með langa þeoríu um þetta efni.
Ég finn mikið fyrir ólíkum kúltur. Ég er að sjálfsögðu mikið með dönum, og þar er ég eins og fiskur í vatni, en meiri hlutinn af þeim sem eru hérna eru ameríkanar.
Þar er mikil munur á okkur ísbúum og þeim. Ég finn mikið fyrir því í grúppuvinnu.
Ég kynnti okkar grúppu fyrsta kvöldið og læt fylgja með hvernig ég gerði það :
Vi are from The One Earth Group : Gunnar, Lisbeth Annette and I
The name represents our thought that we work for:
One World
One Life
One Earth
Vi work for a better world: Right Human Relations between humans between animals and humans between the earth and humans. If one can focus on this, then everybody can join our work.
The One Earth Group work in all kingdoms and want to be involved in
the beautiful things that happen on earth and also what needs more attention. We try to make an impact where it is possible and try our best to serve the Devine plan, from what we do, to what is needed
The One Earth Group work in all kingdoms and want to be involved in
the beautiful things that happen on earth and also what needs more attention. We try to make an impact where it is possible and try our best to serve the Devine plan, from what we do, to what is needed.
We meditate upon the relations between the deave kingdom, humanity, the animal kingdom, the plant kingdom and the mineral kingdom. We read books and articles which have been written about the different kingdoms and we try to relate our esoteric knowledge to the writings.
Í gærkvöldi var svo farið út að borða, en ég var of uppgefin og var heima að horfa á Animal Planet, hvað annað.
Það er alveg rosaleg heitt hérna 38 til 40 stiga hiti og mjög rakt.
Núna ætla ég að drekka teð mitt og borða mangó. Gunni biður örugglega að heilsa, hann er að strauja.
Ljós og Kærleikur til ykkar allra. Ég kíki við á ykkur í kvöld,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)