KLUKK KLUKK

 _mg_2439.jpg

Ég var Klukkuð !! Fyrst af Þórarinn, ég lét sem ég sæi það ekki og vonaðist til að hann tæki eftir því,  það tókst
Svo var ég klukkuð  að Kalla Tomm. Ég hafði ekki tekið eftir því að hann klukkaði mig, það hefur verið mikið að gera alla vikuna og ég hef ekkert komið inn á bloggið.

En  kæri Kalli lét mig ekki sleppa svona auðveldlega, svo hérna kemur útkoman.

Kærleikur til ykkar allra á fallegum sunnudegi.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.
Kópavogshæli. Ég vann þar í mörg ár og fannst það alveg frábært. Svo kom nýtt tímabil í lífi mínu og það var líka frábært.
Myndlistamaður. Er það enn

Lejregårdsbørnehave. Bóndabæjarbarnaheimili þar sem ég sá meira og minna um dýrin og var líka að passa litla stúlku með fötlun á heilanum sinum, sem gerði að hún þurfti á hjálp að halda í daglega lífinu . Sól var líka á þessu barnaheimili

Kunstskolen Rammen. þar er ég núna og hef verið í 7 ár, frábær vinna

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.
Dead Man. Skrifuð og leikstýrð af Jim Jarmusch 1995. Leikarar  Johnny Depp, Gary Farmer, Billy Bob Thornton, Iggy Pop, Crispin Glover, John Hurt, Michael Wincott, Lance Henriksen og Robert Mitchum  Frábær mynd eins og allar hans myndir
Dargeløberen. Er ný búinn að kaupa hana og er enn hrifinn. Elskaði bókina .
Breaking the waves. Lars von Trier. Frábær leikstjóri. Mjög umdeildur en ég hef alltaf hrifist af honum vegna þeirra öfga sem eru í myndunum hans. Hann fer alltaf alla leið og er alltaf að prufa grensur bæði okkar og sínar eigin.
Dancing in the dark .Lars von Trier

Fjórir staðir sem ég hef búið á.

Vík í Mýrdal. Ég ólst upp í Vík
Reykjavík
Kaupmannahöfn
Lejre (best, ég bý þarna núna)

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
:
Planet Earth
Klovn
Animal planet
Talent

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum.
Barcelona
París
New York
Washington

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg.
Engin

ég fer meira svona á hinar og þessar heimasíður, en ekkert fast. 

Fernt sem ég held uppá matarkyns.
Ávextir
Te (ég veit að það er drykkur)
Hveitikímkex
Sojapönnukökur með yogurt og ávöxtum
Grænmetisréttir, allavega.

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft.

Þá ætla ég að nefna höfunda, því ég les oft bækur eftir þessa höfunda og get blaðað í þeim aftur og aftur.
Geoffrey Hodson
Paulo Coelho
Helle Helle. Danskur rithöfundur sem er bara frábær.
Og síðast en ekki síst elsku Vigdís Grímsdóttir
Og mangir fleiri!

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka.

Guðni Már
Gunni Palli
Jóna Ingibjörg
Katrín Snæhólm

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna.
Þar sem ég er núna, inni í eldhúsi með heimilishljóðin í bakgrunninum. Gunni að sýsla við eldavélina, Sól að gera sig klára fyrir daginn, Lappi liggjandi við fæturna mínar og þvottavélin malar undir, ummmm. Ekkert dásamlegra
Fjallalauginni (undir Eyjafjöllum)
Ströndinni í Vík í Mýrdal. Þar ólst ég upp og elskaði ströndina.
Hugleiðsluvíddinni. (fer þangað á eftir þegar Sól og Gunni eru farinn á eplaplantekruna)

_mg_2714_677299.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 21.9.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert flottust

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2008 kl. 15:05

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Yndislegt Steinunn mín.

Kristborg Ingibergsdóttir, 21.9.2008 kl. 17:12

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Innlitskvitt og kærar kveðjur

Guðrún Þorleifs, 21.9.2008 kl. 20:14

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Jóna sagði: "hlaupið allsber um fjörur Hornstranda!!!"

Það er eitthvað sem ég VERÐ að prófa! Get ekki ímyndað mér meiri frelsistilfinningu við neitt!!!

Skemmtileg klukklesning Steina mín.

Ylfa Mist Helgadóttir, 22.9.2008 kl. 16:22

6 identicon

Innlitskvitt :) gaman að lesa

jóna björg (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:33

7 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 11:00

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæjjj .Seljavallalaug......svo yndisleg og slímug....hef ekki farið þangað í fleiri ár.Allt er jafn fagurt við Vík í Mýrdal.Ég elska það umhverfi og get endalaust rínt í bergin og horft út með ströndinni

Solla Guðjóns, 23.9.2008 kl. 21:33

9 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Nú kann ég á þetta kæra Steinunn! Ég vissi nefnilega ekki alveg hvað svona klukk þýddi. Reyni að spreyta mig. kærleikskveðjur

Anna Karlsdóttir, 23.9.2008 kl. 22:57

10 Smámynd: www.zordis.com

Ég er nýkomin frá þinum heimaslóðum og fann fyrir dásamlegum öflum!

Njóttu kvöldsins.

www.zordis.com, 24.9.2008 kl. 21:50

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Kærleikur til þín. Gaman að lesa.

Svava frá Strandbergi , 25.9.2008 kl. 00:02

12 identicon

Sæl Steina mín.

 Ég gleymdi ekki að ég hafði klukkað þig.en beið svona álengdar af tillitssemi við þig.   Það er gaman af þessu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband