Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

KÆRLEIKURINN, Íslam, Kristindómurinn og Gyðingatrúin.

 IMG_0942

 

Sunnudagur, allt í ró og friði hérna í sveitakotinu. Sólin uppi að leika sér, ný komin úr skógartúr með nágrönnunum. Gunni að týna epli á eplaplantekrunni. Ég hef verið að dunda mér við hitt og þetta, er núna að hlusta á mjög góðan cd sem við keyptum í New York, með nokkrum blindum mönnum sem syngja gospel, alveg frábær tónlist, sungin með mikilli innlifun.

Hef mikið verið að hugsa um hvernig standi á þessi miklu reiði á milli trúarbragða. Hef séð á blogginu ýmis skrif um þessi mál, og fæ einnig sent ýmislegt efni héðan og þaðan um þau mál. Þetta er í raun mikið áhyggjuefni, kannski meira áhyggjuefni en loftslagsbreytingarnar. Alla vega núna geta margir hlutir gerst sem hafa miklu meiri áhrif á framgang mála í heiminum. Við horfum upp á bræður okkar og systur í öðrum heimshlutum lifa í nauð og stríði, og okkur finnst við lítið geta gert annað en að styðja hjálparstofnanir sem sinna þessu blessaða fólki.
Margt gerist vegna trúarbragða, vegna þess að sumir trúa á annað en aðrir, það myndast hatur til þess sem hugsar og trúir á annað.
Það er ákveðið skilningsleysi til þess sem er öðruvísi, og ekki vilji til að gefa eftir fyrir kannski ákveðnum fordómum fyrir því óþekkta. Þetta er hjá Kristnum, Íslam og Gyðingum. Þetta er mjög áberandi hjá þeim sem skrifa og tala og telja sig mest trúaða. Hvað er kristindómurinn í praxis ? Ég hef í minni barnatrú alltaf hugsað það að vera kristin er að:í fyrsta lagi elska skaltu Guð sem skapaði þig; í öðru lagi, nágranna þinn eins og sjálfan þig. Og allt sem þú vildir,að aðrir geri þér, skalt þú gera öðrum.

Hvernig stöndum við okkur í þessu þegar á reynir. Er það ekki oftast tóm orð þegar við heiðarlega kíkjum inn í hjartað okkar og skoðum ! Við erum best við þá sem eru eins og við, hugsa eins og við. Þannig held ég að við flest séum. Er ég þá ekki bara að tala um kristna, en einnig hin trúarbrögðin.En ef við skoðum þetta nánar, með Kærleika til meðbræðra okkar og systra. Ef hann er svo lítill sem raun ber vitni, hvernig ímyndum við okkur að við getum komist lengra í þróuninni sem manneskjur. Ég er á þeirri skoðun að við erum hérna á jörðinni til þess meðal annars að finna lausn á þessum málum. Hvernig höldum við að við getum þróað samlíf okkar hérna á jörðinni, ef við horfum einungis í eigin lófa og höldum að það sé miðpunktur og sannleikur veraldar. Ef allir gera það, hvar lendum við þá? Hvað er það besta fyrir heildina, er það ekki þannig sem við eigum að reyna að hugsa, hugsa okkur ekki sem einstakling, en sem heild, hluta af öðru. Margir myndu hugsa, ef við gerum ekki neitt, yfirtaka bara hinir, fyrir mér er það í raun sandkassaleikur, því ef allir hugsa þannig, endum við í stórátökum hvert við annað, og í þeim átökum eru öfl sem hafa unnið og fá í raun það sem þau eru að berjast fyrir og við í okkar barnslegu einfeldni hoppum með á reiðibylgjuna. Ég held að tími sé komin til að við alvarlega hugsum okkur um hvernig við hver og einn getum verið með til að hjálpa í þróuninni til hins góða.
 Því í raun er það það sem er erfiðast, er að byrjaá sjálfum sér. Það er svo auðvelt að skrifa fram og til baka um kenningar um hina og þessa sem í raun snerta ekki mann sjálfan inn á það persónulega.
Það að kíkja inn í eigið hjarta og skoða hvað það er sem betur má fara í sér sjálfum, er að mínu mati eina leiðin í þeirri byrjun sem þarf að fara í gang. Að kunna kenninguna, Biblíuna ,Kóraninn og Toraen, er bara fræði. Fræði er alltaf hægt að kunna utan að og slá um sig með hinum og þessum fræðum , en að lifa það alveg frá hjartanu, það er það sem er erfitt, en þá leið eigum við jú að fara, eins og Kristur fór.

Ég get nefnt eina sem að mínu mati gekk alla leið í að þjóna Guði, eða eins og hún segir í dagbókarskrifum sínum, þjóna Jesús.
 það er Móðir Teresa. Hún gekk alla leið, hún þjónaði ekki bara kristnum bræðrum sínum, hún þjónaði þeim sem á þurftu að halda ! Ég veit að það er ekki alveg raunhæft að miða sig við hana, en ég held að það sé mikilvægt að skoða þá sem við finnum og sjáum að hafa gert rétt að okkar mati og vinna okkur í áttina að því.   Það er áhugavert að það er í raun margir hlutir sem þessi trúarbrögð eiga saman, og það gæti kannski verið útgangspunktur í þessum pælingum, í staðin fyrir að einblína á það sem þau ekki eiga sameiginlegt : Það er einn Guð, hjá þeim öllum, það er er það einn Guð sem hefur skapað heiminn,, það gerðist hjá þeim öllum á 6 dögum, allar byrja þær í Mið Austurlöndum (þar sem er svo mikið stríð á milli þeirra núna).Kristnir og Gyðingar þar sem kallast Ísrael.
Íslam í Mekka og Medina sem í dag er Saudi Arabien. Hjá ollum þessum þremur trúarbrögðum er talað um hin eina Guð sem komunukerar við okkur. 
Í öllum þrem trúarbrögðum  skapar Guð fyrstu manneskjurnar sem koma í heiminn. Adam og Evu.
Í Kristinni trú og Gyðingatrú skapar Guð þau i Paradísararðinum á Jörðinni. Í Islamskri trú eru þau sköpuð í himninum, en eru svo sett niður á jörðina.
Í öllum þremur trúarbrögðunum er Adam og Evu freistað af Satan til að borða af eplinu í Paradísargarðinum.
Í öllum þremur trúarbrögðunum er Abraham mikilvægur , hann er sá fyrsti sem trúir á aðeins einn Guð.
Abraham, eða Ibrahim í Islam kemur í beinan legg fra Adam og Evu. Hann lifði sem beduin í  Ur í Kaldæa þar sem núna er Iraq. Í kringum 1800 fyrir Krist fær hann skilaboð frá Guði um að hann á að eignast son. , og þar með verða forfaðir til þeirra afkomenda.  En eins og við öll munum frá biblíusögunum  var Sara konan hans orðin gömul, of gömul til af fá börn, eða það heldur hann og hún. Þess vegna eignast hann barn með Hagar sem var ein af þrælunum hans. Og það er svo hennar og Abrahams sonur sem verður sá sem kemur með Íslam, hann hét, Ismail. Ansi áhugavert ekki satt ?
Seinna kemur svo í ljós að Sara getur alveg eignast börn, því hún eignast Isak, sem er forfaðir Gyðinganna !.

Móses var í öllum þremur trúarbrögðunum, Hann er sá sem flytur gyðingana út úr Egyptalandi
Hann er sá sem tekur á móti boðorðunum 10 í Sinai eyðimörkinni og  hann er sá sem færir Gyðingana inn í Israel. 
Þetta er í raun bara þunn upptalning af því sem þessi trúarbrögð eiga meðal annars sameiginlegt, en gefur samt mynd af einhverju sem er sameiginlegt, sem fyrir mér er mjög áhugavert.

En eins og ég sagði áður, eru fræði bara fræði, en Hjartað og Kærleikurinn er það stærsta og besta sem er hægt að vinna út frá, og er að mínu mati leiðin fram í Eitt Líf, Ein Jörð, Eitt Mannkyn.
Þetta bréf Páls til korintumanna er mjög umhugsunarvert, og að mínu mikill sannleikur í því:

 Kærleikurinn mestur.

1. Þótt ég talaði tungum manna og engla,

en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. 

2. Og þótt ég hefði spádómsgáfu

og vissi alla leyndardóma og ætti alla

þekkingu,

og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú,

að færa mætti fjöll úr stað,

en hefði ekki kærleika,

væri ég ekki neitt.

3. Og  þótt ég deildi út öllum eigum 

mínum

og þótt ég framseldi líkama minn, til

þess að verða brenndur;

en hefði ekki kærleika

væri ég engu bættari.

 

4. Kærleikurinn er langlyndur, hann er

góðviljaður. Kærleikurinn

öfundar ekki.

Kærleikurinn er ekki raupsamur,

hreykir sér ekki upp.

5. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar

ekki síns eigin.

hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.

6. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en

samgleðst sannleikanum.

7. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar

allt, umber allt.

8. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.

En spádómsgáfur, þær munu líða undir

lok

og tungur, þær munu þagna, og

þekking, hún mun líða undir lok.

9. Því að þekking vor er í molum og

spádómur vor er í molum.

10. En þegar hið fullkomna kemur, þá

líður það undir lok, sem er í

molum.

 

11. Þegar ég var barn, talaði ég eins og

barn

hugsaði eins og barn og ályktaði eins

og barn

En þegar ég var orðin fulltíða maður,

lagði ég niður barnaskapinn

12. Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í

ráðgátu

en þá munum vér sjá augliti til auglitis.

Nú er þekking mín í molum,

en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er

sjálfur gjörþekktur orðin.

 

13. en nú varir trú, von og Kærleikur, þetta

þrennt 

en þeirra er kærleikurinn mestur.

 

Ég tilheyri engri einni trú, en ég trúi á Guð, það góða, Kærleikann og það sem hjartað segir mér hverju sinni að er Sannleikur fyrir mér.

 

AlheimsLjós til ykkar allra 

00000childrenof1universe

 

 


Hitt og þetta, aðalega þetta.......

 IMG_0111

 

Haustið er komið og það er fallegt. Ég ,Sól og Lappi hittum Sigyn, Aron og Ljlju og fórum í skógartúr í skóginum okkar hérna rétt hjá.Haustlitirnir alveg frábærir, náttúran upplifis öðruvísi en stórborgin.
Það er allt önnur orka þar, enda allir litlu blómálfarnir sem gera létt og fínt energi til umhverfisins sem ekki finnst í stórborgunum. Ég upplifði miklar tilfinningar í kringum mig í henni New York, það var stundum erfitt að halda fast í sig, og verða ekki einhver annar þarna, og ég meina að stundum var það á mörkunum að ég gæti það. Ég held ekki að ég gæti lifað innan um svona margt fólk sem lifir við allavega aðstæður sem hefur svo áhrif á það sem er í kringum. Ég yrði sennilega margir aðrir og týndi sjálfri mér í öllu þessu dæmi. Mér finnst þó magnað að þarna er fólk frá öllum heiminum, sem lifir þó nokkuð í sátt og samlyndi hvert við annað. Það búa ca 8 milljónir bara á Manhattan. Þetta er syntesan af mannkyninu sem býr þarna.
Ég hef tvisvar áður verið þarna, síðast fyrir ca 16 árum. Þá man ég að maður gat alls ekki farið inn í Harlem, allavega ekki langt inn. Núna fórum Gunni, Sól og ég inn í mið Harlem án nokkurra vandræða. Við vorum þarna á markaði í svolítinn tíma, og það var mjög friðsamlegt. Við fundum ekki fyrir óöryggi á nokkurn hátt. Þannig  að hlutirnir eru orðnir miklu betri þarna en ég man eftir.Þarna lifa gyðingar, Kristnir og Íslamistar hlið við hlið án nokkurra vandræða ! Ansi áhugavert. Það sem ég var kannski mest þreytt á var allt þetta tal um peninga allsstaðar sem maður kom. Allt er um hvað hver þénar og notar af peningum. Allir vilja fá drykkjupeninga, fyrir allt.Allir vilja fá bita af kökunni, Lífshamingjunni, sem mælist í veraldlegum gæðum.Þetta var orðin ansi þreytt á.

Við erum að fara í matarboð hjá kolleftífinu hérna við hliðina á okkur í kvöld, það verður huggulegt.Við erum svona hægt og rólega að jafna okkur á ferðalaginu. Það er alveg órúlegt að það taki þennan tíma að komast í sinn eigin takt hérna heima. En þetta er sem betur fer allt að koma. Ég á frí í vinnunni næstu viku og það verður gott að geta notið tímann til að lesa og vinna að næstu sýningu.

Það er mikið að gera í vinnunni., við erum á fullu með þetta kvikmyndaprojekt, sem verður bara núna mjög fljótlega sett í gang. Einnig kemur skólinn fram í öðrum sjónvarpsþætti, þær upptökur hefjast fyrst eftir ca tvo mánuði.
Kæru bræður og systur, ætla að setjast smá og lesa áður en ég fer yfir. Gunni er úti að sópa og slá gras. Gera garðinn huggulegan. Set inn myndir frá í dag, og frá NY
AlheimsLjós til ykkar.IMG_0990

 IMG_0933


New York

 IMG_0596

Þá er ég komin heim frá New York.

Þetta var alveg frábær ferð í flesta staði. Byrjaði ekki of vel, með manni sem reyndi að plata okkur í bílinn sem sem var stór og svartur (bæði bíllinn og maðurinn) um leið við komum út af flugvellinum, barnið, Sólin okkar sem ældi alla leiðina frá Kennedy flugvelli til hótelsins , hótelherbergi sem var svo ömurlegt að við stoppuðum þar í hálf tíma og tókum svo allt hafurtaskið með út í nóttina í leit að öðrum svefnstað, sem ekki tókst strax, en næst strax. Borguðum sem sagt tvö hótelherbergi þessa viku.
Þetta var bara leiðinleg byrjun, en allt hitt var frábært. 30 stiga hiti. Brodway, músík um Mary Poppins ævintýrið. Guggenheim, Metropolitan, Náttúrulistasafnið. Alla Manhattan upp og niður.

Ég er mjög dösuð núna. Við komum heim á sunnudagsefstirmiddag, fórum í vinnu á mánudeginum. Þetta verður ekki meira núna. en skrifa meira seinna um listasýningar og fl. matur og matarkúltur var líka spennandi upplifun. Keypti mér flottustu myndavél í heimi, sem ég er alveg húkt á núna.

AlheimsLjós til ykkar

 

IMG_0303_1


múslimar skrifa bréf til Benedict páfa og fl. háttsettra kirstinna

Foto 94

Þó svo að ég sé á kafi í að gera milljón hluti, og sé í raun í bloggpásu fram í nóvember eru sumar fréttir bara þannig að þær verða að koma út, eins og sú sem ég sendi út í gær um Al Gore og þessi sem gleður mig svo mikið. Þetta er mjög mikilvægur áfangi í að skapa frið og harmoni á milli trúarbragða. Endilega lesið og sendið þessari friðarhönd jákvæðar hugsanir, sem hefur áhrif á framgang mála.

 

Ætla að pakka, fer til New York City í SNEMMA í fyrramálið.

AlheimsLjós til ykkar og allra þeirra sem vinna að friðarmálum milli allra trúarbragða.

Mesta og sterkasta Ljósið sendi ég til Mið Austurlanda, sem þurfa á öllu Ljósi sem við getum sent frá okkur að halda .

Sendið endilega hugsun og Ljós til þeirra sem vinna að friði á milli landanna í Mið Austurlöndum. Allra þeirra sem hafa Ljós og von í hjartanu um frið á milli landa í Mið Austurlöndum.

FRIÐUR OG LJÓS !!! 

 

Fri Oct 12, 2007 10:39am EDT
 
Unprecedented Muslim call for peace with Christians
 

VATICAN CITY (Reuters) - The top Vatican official in charge of relations with Islam on Friday welcomed an unprecedented call from 138 Muslim scholars for peace and understanding between their religions.

Cardinal Jean-Louis Tauran told Vatican Radio he found the letter, released on Thursday, "very interesting," in part because it was signed by both Shi'ite and Sunni Muslims and made numerous references to the Old and New Testaments.

The letter, addressed to Pope Benedict and other prominent Christian leaders, said finding common ground between the world's major faiths had to go beyond polite dialogue because "the very survival of the world itself is perhaps at stake".

Tauran, a Frenchman who heads the Vatican's department for inter-religious dialogue, said he welcomed the fact that the letter was "not polemical" and called for a spiritual approach to inter-religious dialogue.

Such a joint letter was unprecedented in Islam, which has no central authority that speaks on behalf of all worshippers.

The list of signatories includes senior figures throughout the Middle East, Asia, Africa, Europe and North America. They represent Sunni, Shi'ite and Sufi schools of Islam.

Relations between Muslims and Christians have been strained as al Qaeda has struck around the world and as the United States and other Western countries intervened in Iraq and Afghanistan.

Pope Benedict sparked Muslim protests last year with a speech hinting Islam was violent and irrational. It prompted 38 Muslim scholars to write a letter challenging his view of Islam and accepting his call for serious Christian-Muslim dialogue.

Benedict repeatedly expressed regret for the reaction to the speech, but stopped short of a clear apology sought by Muslims.


þetta gleður mig svo mikið.Til hamingju Al Gore

 

 

 

 

 



Dear Steinunn Helga,

I am deeply honored to receive the Nobel Peace Prize. This award is even more meaningful because I have the honor of sharing it with the Intergovernmental Panel on Climate Change--the world's pre-eminent scientific body devoted to improving our understanding of the climate crisis--a group whose members have worked tirelessly and selflessly for many years. We face a true planetary emergency. The climate crisis is not a political issue, it is a moral and spiritual challenge to all of humanity. It is also our greatest opportunity to lift global consciousness to a higher level.

My wife, Tipper, and I will donate 100 percent of the proceeds of the award to the Alliance for Climate Protection, a bipartisan non-profit organization that is devoted to changing public opinion in the U.S. and around the world about the urgency of solving the climate crisis.

Thank you,

Al Gore

Foto 90


verð minna að blogga þar til í nóvember, ýmsar ástæður fyrir því

 Foto 66

Föstudagsmorgun, allir farnir þangað sem þeim er ætlað. Ég sit hérna ein heima með hunda og ketti. Það er svo notalegt með þessa fríviku mína. En á mánudaginn byrjar vinnu vikan. Þarf þó að hringja hitt og þetta í dag vegna vinnunnar, en það geri ég héðan að heiman.

Lagaði mér kaffi, með góðu kaffivélinni, hlusta á útvarpið, viðtöl við ráðherra, sem ættu að skammast sín. Ríkisstjórnin ætlar a spara mjög mikla peninga á þeim sem minnst mega sín, og þeim sem vinna með börn og veika. Peningar verða sparaðir á barnaheimilum og skólum, sem er alveg hræðilegt, það er ekki meira að spara þar.
Foto 44
Ég fer aldrei í mótmælaaðgerðir, gerði það í gamla daga á Íslandi, fyrir hvali, á móti hernum og þess háttar. En á þriðjudaginn fór ég og tók þátt í mótmælaaðgerðum í Kaupmannahöfn með Sigga syni mínum og Bettina vinkonu minni. Við mótmæltum þessum niðurskurði. Það var alveg rosalega mikið af fólki, enda fólk desperat. Frá því ég kom til Danmerkur hafa gerst miklir hlutir. Fólk hefur mikla peninga, það keyrir um á nýjum og stórum bílum. Þetta er allt í lagi í sjálfu sér, ef ekki væri að peningarnir koma frá öðrum stöðum, til dæmis, gamla fólkinu, barnaheimilunum, skólunum, fötluðum. Þar er allt á niðurleið. U lands bistandinn minnkar og minnkar. Við verðum gráðug, og viljum meira og meira, en hugsum ekki um að einhver blæðir fyrir það.

Það er mikið að gera hjá mér, og ég verð minna á blogginu en ég var, allavega næsta mánuð. Ég kem inn af og til, en það verður sjaldnar í bili, eins og þið hafið sennilega orðið vör við. Ég er með einni af grúppunni minni að sækja um að vera meðlimir í stóri grúppu The World Serves Intergroup. Það eru ca 70 grúppur sem vinna að betri heimi, meðal annars hugleiðsugrúppan mín. Í tilefni að við erum að sækja um meðlimsskap erum við að gera nýja heimasíðu, nýtt nafn, þýða efni á ensku, sænsku, og sumt á íslensku. Þetta tekur mikinn tíma hjá mér. Ég hef síðustu tvo daga verið að gera enska hugleiðslu (er ekkert sérlega góð í ensku) en þetta gengur allt. Er núna að þýða hugleiðsluna yfir á íslensku. Grúppan heitir núna The One Earth Group. Það er mikilvægt fyrir okkur að verða tekinn inn, því þarna fáum við samband við grúppur frá öllum heiminum, og það gefur mikilvæga orku til þeirra verkefna sem við erum að gera. Aðal verkefni grúppunnar, er að vinna með dýr, plöntur og jörðina, sennilega á annan hátt en aðrir gera,eða með hugarorkunni. Þið getið lesið allt um það þegar heimasíðan kemur upp, þá set ég link inn.Foto 47
Einnig erum við að gera fullt við húsið, og eins og mörg af ykkur vita, tekur það tíma. Vinnan mín tekur líka mikinn tíma. Það á að gera kvikmynd um skólann og þá verður mikið um að vera
Er að skrifa greinar sem ég hef legið með í langan tíma, en næ ekki að einbeita mér að því, núna ætla ég að setja það í gang og klára.
Svo er hugleiðslugrúppan mín, við erum líka að fara í gang með ýmis spennandi skrif, sem þarf einbeitingu.
Einnig er ég ekki alveg á toppnum með heilsuna, er í læknaskoðunum, en það tekur mikið af huganum mínum, og vil ég einbeita mér svolítið að því. Eftir viku fara Sól, Gunni og ég til New York og verðum þar í viku, það verður alveg yndislegt, ætlum bara að vera , sjá sýningar, borða góðan mat, skoða hitt og þetta. Ég hef verið þar tvisvar áður, og finnst borgin alveg frábær, sveitakonan,talar. Þannig er nú það.
Er alltaf með pínu samviskubit yfir að sinna ykkur ekkert, eða skrifunum mínum hérna, en núna vitið þið að næsti mánuður verður holóttur, skrifa kannski eitthvað af og til, en mikið minna. En vonandi í byrjun nóvember verður tíminn betri.
Jæja best að fara í gang með íslensku hugleiðsluna, það er ekki auðvelt, því fullt af orðum sem eru í hugleiðslunni, þekki ég ekki á íslensku, en þetta gengur allt.
Kæru bloggvinir, megi AlheimsLjósið skína í gegnum ykkur á þá sem þið mætið eða snertið.

yGKMNvzryD-PUxMgQvVDIHvL2QgEAcUG


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband