Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Friðsamleg stund í Gro Akademi.

Hérna er bara ég, allir hinir eru farnir. En ég nýt þess að vera ein hérna og finna orkuna í húsinu.

IMG_2668

Á sama tíma eftir viku, verður opið hús í tilefni af menningarnótt í bænum.

Hef heyrt að margir séu á ferðinni á menningarnóttum, svo hérna verður örugglega fullt hús af skemmtilegu fólki.

Við bjóðum upp á sýningu hérna í skólanum með topp myndlistarmönnum, enda mjög flott rými með hátt til lofts. Næsta vika verður málað og málað, mest í hvítu, en notum þó aðra liti líka.

Hérna í Danmörku er fallegt haustveður, sólin ekki eins hátt á lofti og vanalega og skuggarnir orðnir langir. Ég elska þessa árstíð. Ávaxtatrén eru svo of troðin af ávöxtum, þetta árið, við getum á engan hátt notað, allar plómurnar og eplin sem eru að sliga trén í garðinum okkar. En eitthvað ætla ég að týna um helgina, til að sulta fyrir veturinn. Ég elska plómur og epli, á morgunmatinn minn.

Það er rólegt og það er notalegt. Eina sem er á hreyfingu hérna í húsinu, er húsfluga, sem vill vera í námunda við mig, það má hún að sjálfsögðu.

Margar hörmunar eru að gerast úti í heimi og það getur verið erfitt að fylgjast með og sjá hversu margt fólk hefur það erfitt og að við í raun getum gert svo lítið.

Ég veit að hugleiðsla virkar, svo í gegnum hugleiðslu, sendi ég kærleika og heilun til þeirra sem á þurfa að halda, vitandi að það hefur áhrif.

Ég er á leiðinni til Ísrael/Palestínu eftir 5 vikur. Þar ætla ég ásamt góðum vinum að vinna hugleiðslustarf, eins og ég gerði í fyrra. Það þýðir ekkert að gefast upp, þó hlutirnir gerist hægt. Það ansi mikil þróun í gangi þar á meðal fólksins, þar sem allavega samvinna er reynd á milli gyðinga og Palestínubúa. Ég fer meðal annars að hitta fólk sem er að vinna að þessum málum, til þess hlakka ég mikið til.

Ég er sátt og ánægð, en svolítið slöpp. Hefði getað málað, hérna, en hef einhvernvegin ekki krafta, enda sennilega með smá hitavellu ennþá.

Þegar það gerast svona miklar hörmungar úti í heimi, nýt ég þess að upplifa lítið, vera í augnablikinu og hafa ró til þess, án þess að þurfa að óttast neitt.

Í gær var svolítill merkisdagur hjá okkur hjónum. Fyrir fjórum árum, vorum við plötuð ansi harkalega af nánum vin, sem við treystum. Sem gerði það að við höfum í þessi 4 ár, borgað mjög háar upphæðir mánaðarlega, fyrir utan lögfræðireikninga og annarra upphæða sem fylgdu þessu máli.

Engin trúði að við gætum þetta. Bankinn vildi ekki hjálpa okkur, engin gat hjálpað okkur og við vorum hvött til að láta setja húsið á uppboð.

Við áttum mjög erfitt á þessum árum, mikil örvænting var hjá okkur báðum, sem hafði áhrif á allt í kringum okkur.

Við settumst niður saman, ákváðum að standa saman og komast í gegnum þetta, tvö, án hjálpar frá öðrum.

Í dag fjórum árum seinna, erum við búinn að borga allt, síðasta greiðslan var send í gær. Samband okkar hefur aldrei verið betra og við erum farinn í gang með nýtt verkefni., við tvö og þrír aðrir  Stærsta hjálpin í gegnum þessa krísu, var hugleiðsla og mikil vinna með Joyful Evolution. Sem er þerapíuform, sem ég nú hef lært, til að geta hjálpað öðrum. Við höfum bæði, Gunnar og ég, farið í gegnum þetta þerapíuform, til að vinna úr hræðslunni/óttanum fyrir að missa, óttanum við það óþekkta og svo ótrúlega margt annað gott og gagnlegt.

Þegar óttinn ekki ræður ríkjum, þá getur maður farið á vit nýrra ævintýra, eftir svona áfall og það höfum við gert

IMG_2779

Ég sagði upp skólastjórastarfi mínu, til að helga mig þessu nýja verkefni okkar.  Ég hef ekki misst trúna á samferðafólkið mitt, þó svo að nú viti ég að það er fólk þarna úti, sem svífst einskis til að afla sér peninga. En ég veit líka að það er fólk þarna úti, sem gjarnan vill lyfta ævintýrum saman.

Ég er þakklát fyrir þessa reynslu sem við fengum, sem gerir okkur sterkari saman en nokkur tímann áður, nógu sterk til að takast á við annað stórt og spennandi verkefni saman.

Við hefðum getað splundrað öllu og sett heimilið á uppboð, þegar engin trúði að við gætum komist í gegnum þetta. En við völdum að vinna mjög mikið í fjögur ár og klára þetta saman.

Ég er svo innilega sátt við þá ákvörðun.

Þess vegna sit ég hérna í Gro Akademi. Stórt hús á lestarstöðinni í bænum. Fullt af ótrúlegum möguleikum. Fólk laðast að verkefninu eins og flugur að hunangi, og vill vera með til að lyfta upp ævintýrinu með okkur. Við fáum alla þá aðstoð sem við þurfum.

IMG_1779Enn og aftur segi ég, lifðu drauminn. 

 


Ekki bara hinn, nágranninn,þingmaðurinn,sveitastjórinn, eða annar

IMG_2488
Múmín og ég settumst út og horfðum saman á sólina, fögur koma upp,  morgunstund i fallegri morgun birtu. Það er þó greinilegt að haustið er á leiðinni, morgunbirtan er ekki eins hátt á lofti. Ég átti dásamlega stund í hugleiðslu með móður jörð allt í kringum mig, með fuglasöng og flugu suði. Flugurnar eru á fullu í kringum öll blóm, áður en það er of seint. 

Ég finn ró í dag, sem ég hafði ekki í gær, var of þreytt eftir spennu undanfarinna vikna, enda hef ég verið á fríu frábæru flugi, með Gro Akademi, sem gengur framar öllum vonum. Hver dagur hefur verið ótrúlegur og erfitt hefur verið að fylgja með. En dagurinn í gær, var einskonar frídagur, sem ég hafði mikla þörf á og á morgun byrjar spennandi vika, með mörgum fundum og nemendurnir  koma á miðvikudaginn. 

Ég var að hugleiða í morgun um hvernig hlutunum er misskipt hérna á jörðinni. Sumir, eiga svo mikið af öllu, að það fólk þarf að geyma peninga, gull, skartgripi og annað í bankahólfum. Það verður aldrei mögulegt fyrir þetta fólk að nota alla þessa peninga, þó svo að þau verði 1000 ára. Annað fólk á ekkert og þá meina ég ekkert. 

Ég hef þá hugsun, að það sé nóg fyrir alla, ef öllu er skipt réttlátlega, þá gætu allir lifað við lífsins gæði. Sumir hugsa eflaust, en svona er þetta bara, en við höfum öll ábyrgð á að byggja upp nýjan heim.
 
Ég hef þá kenningu að svona verði þetta ekki alltaf. Byrjunin á breytingum er það bankahrun sem varð í heiminum og það er bara byrjunin. Það koma fleiri fjárhagsleg högg, þar til það verður meiri jöfnuður á milli fólks. Það verður hrun, eftir hrun, eftir hrun, þar til við lærum að deila jafnt á alla. Ég held nefnilega að náttúrulögin segi að það eigi að vera jafnvægi, það þarf að vera jöfnuður í sjálfri náttúrunni, milli dýra, milli plantna, milli okkar. Það er einfaldlega Alheimslög, annars hrynur það niður sem skapar ójafnvægi.
 
Á tímum risaeðlanna, var líka jafnvægi, þar sem voru risastórar plöntuætur, var alltaf risastór og sterk kjötæta, til að skapa jafnvægi. Við getum ekki haldið að við séum ekki hluti af þessu ferli. Við erum ekkert meira eða minna, en annað líf hérna á jörðinni. 

Ég hef líka verið að hugsa um, hvernig við getum breytt þeirri þróun sem er í flestum löndum. Atvinnuleysi verður meira og meira, fleiri og fleiri fara á einskonar sjúkrapeninga, eða eins og við köllum það í DK verða pensionistar/öryrkjar. 

Þessi kostnaður er óhuggulega mikill fyrir bæði ríki og sveitarfélög, ég veit það frá fyrstu hendi, hef verið að vinna í þessum geira í mörg ár. 
 
Margir af þeim sem eru öryrkjar, myndu elska að hafa einskonar "vinnu". Vera hluti af samfélaginu, þéna sína eigin peninga og gefa það sem í þeirra valdi er, til samfélagsins og fá laun eins og aðrir og sömu laun og aðrir. 

En það er ekki möguleiki, því kröfurnar á vinnumarkaðnum eru svo miklar og þessu fólki er ekki mögulegt að lifa upp til þeirra krafna. 

En ef við sem samfélag hugsuðum þessa hluti aðeins öðruvísi, þá er ég viss um að á atvinnumarkaðnum sé pláss fyrir alla þá sem á einhvern hátt geta verið með. Fyrir það fyrsta, gætu þeir peningar sem koma sem öryrkjabætur, farið inn í atvinnumarkaðinn. Þannig að í staðin fyrir að fólki er plantað út fyrir atvinnulífið, þá sé hægt að finna pláss fyrir alla, þar sem það fólk sem á einhvern hátt vill vera með, að það geti verið með. Að það séu skapaðar aðstæður fyrir alla! 

ég held að til þess að það skapist jafnvægi í heiminum og að við gefum pláss fyrir alla, þá þurfi að skoða launamisrétti og hjálpa því fólki sem gefst upp á vinnumarkaðnum, því við erum mismunandi. Við þurfum að vera meira kreativ og hugsa þetta allt upp á nýtt. Í Danmörku fara fleiri og fleiri á atvinnuleysisbætur og verða öryrkjar, vegna þess að álagið á einhvern hátt, er of mikið. 

Ég get séð fyrir mér, hversu einfalt þetta í raun og veru gæti verið, ef allt væri stokkað upp, upp á nýtt, allt væri hugsað upp á nýtt. En það þarf sennilega algert heimshrun til að svo geti orðið. Vonandi gerist eitthvað sem gerir að það þarf að endurhugsa allan struktur í heiminum, því ég get séð að þessi þróun sem við erum í, gengur aldrei aldrei, aldrei upp.
 
En ég trúi og finn að miklar breytingar eru framundan og VIÐ erum breytingarnar, það ert ég og þú sem erum breytingarnar, við erum ríkið, borgin, landið, mannkyn. Ekki bara hinn, nágranninn,þingmaðurinn,sveitastjórinn, eða annar, það ert þú og ég. Jæja svona voru mínar hugsanir í morgun og nú. Hafið fagran dag elsku fólk.

Um skapandi hugsun í pólitík og almennri hugsun

Fyrir tæpu ári síðan var ég beðin um að skrifa grein um ástandið á Íslandi í internationalt/alþjóðlegt  netfréttablað. Ég hef aldrei birt það hérna á blogginu, en hef þó haft það á facebook. Í morgun fékk ég þá hugmynd að setja það líka inn hérna. Bloggið er líka gott, því má ekki gleyma. 

Ljós og Kærleikur til alls

Steinunn Helga Sigurdardóttir

Denmark/Iceland

In Iceland, my home country, the crisis has been and is extremely violent. The population has experienced a natural catastrophe, which has a huge influence on the farmers in the southern part of the country, and not least on their domestic animals.

As we recall, Eyjafjallajökul has been active for a longer period, and ash, lava and soil have destroyed the fields and the environs on the entire southern part of the country. Nobody yet knows the extent of the damage this has caused for the agriculture in this area.

The other crisis is the wrecked Icelandic economy, which happened with a bang about 2 years ago. The impact on the country’s economy of the fraud and greediness of a few people was so catastrophic that it will take generations to rebuild the economy of the country again.

It has been interesting for me to follow this process as a person from outside, who nevertheless feels so involved in the country. It was as if the population woke up from a longer dream in fairy-tale-land, where everything was possible just moments before, but now no longer.

The population woke up in the middle of a nightmare, and the nightmare continues. For months, hundreds of people gathered outside the Parliament building every Saturday; equipped with pots, pans and wooden spoons and with beating hearts and fear of loss, they tapped a sound together in the hope that the politicians would wake up and do their part in saving what could be saved.

What differed from what I have seen before, elsewhere, was that most of them were artists, people who had lived a bit away from the rest. They were their own masters and you can definitely say that politics did not play a big role in their lives.

My own background is the artistic milieu in Iceland, and therefore I know the space well in which you are totally distanced from politics, but where any expression related to life, death, politics, aesthetics and the human condition happens in artistic ways.   

But now it seemed the time had come, the time for something new, the time to be a part of the community and pass on new ideas, which could be used to build something different from before.

After a while, in the cold of winter, with mittens, winter coats and  icy faces outside the parliament building, armed with pots and pans and the will to change for the whole and for oneself, they succeeded in getting the old government out, the government which was part of catastrophe descending on the whole country. And they succeeded in getting a new government, which could put the pieces together and attempt to reconstruct what was left, in the ruins.

It became a great victory for the green parties in Iceland.

But the story did not end with ‘everybody living happily forever after’. The problem was/is big and reconstruction will take a long- long time.  

On the 29th of May 2010 municipal elections were held in Iceland and this did not happen quietly.

 In Reykjavik a new party saw the light of day, The Best Party.    

Following a period where the citizens of Reykjavik had been exceedingly dissatisfied with the old system, because of the wrecked economy and corruption among other things, The Best Party won with a majority of 34.7 % of the votes in the local elections and thus became the biggest party in Reykjavik.  Jon Gnarr Kristinsson, the new mayor in town, has on his CV: stand-up comedian, actor and radio-host – and now mayor!

The Best Party differs a lot from what we have seen before. Most of the other members are artists and therefore in contact with new ideas, which is very obvious in the goals of the party.

It started as a JOKE,

with an idea,

with love for one’s town,

with love for one’s country.

That joke became serious when the citizens, very unexpectedly, turned their hopeful faces towards The Best Party. It was a desperate action to take such a radical decision, to give your vote to something so fundamentally different, but it was also a decision that the old had to go to make space for the new.

It was not because the party promised the earth, it was because it touched something in the population, which it was ready to receive, in desperation.

The mission of The Best Party is among other things to eliminate fear and anger from society and to create a platform which facilitates a different kind of dialogue!

They have decided always to be helpful and accommodating and always to strive to find positive solutions in all cases.

They work very consciously from the creative thought and from positive energy, to be optimistic rather than pessimistic.

They strive to see possibilities rather than limitations!

The Best Party takes responsibility for the whole and includes nature.

I would like to give an example of this. In the Danish newspaper Politiken Jon Gnarr says: ‘We have exceptional possibilities to create something truly unique, because we are placed close to the edge of the wilderness, which is not easy to find in Europe. And which, due to rapid climate changes, becomes more and more exposed at this time. Because of the changes, icebergs from Greenland come to Iceland more often, and with them also polar bears. Last year three polar bears arrived in this way, and as the law dictates, they were shot and killed with a riffle. I think that is sad. Next time a polar bear arrives in Iceland, we are going to receive it in a very friendly way. We will attempt to find the resources and the technology to catch it alive and to have some kind of facility in the zoo, where it can live.’

He comes up with more fine ideas about constructing an area in the landscape, where polar bears can live in peace and quiet, and Iceland is big enough for that!

From what goes on in Iceland I can see the creative energy all over, it assists in lifting the consciousness of the population from the level of greed to the level of ideas and in that way to create new possibilities to live in a different way.

Suddenly when everything collapses it becomes possible to think in new ways. That is what it takes.

With its 300.000 inhabitants living on the island, Iceland is a small country. Iceland is known for its fantastic nature and for its artists.

It is not only Jón Gnarr, the new mayor of Reykjavik, who has been visible in national and international politics. It is also Björk who is world famous for her music.

Björk is now on a mission to save the natural resources in her country, Iceland, from investors, who she suspects, will exploit the financial crisis in Reykjavik.

For a longer time I have been following the development going on in Iceland, and I am convinced that if it goes the right way and the population uses the resources at its disposal, something quite unique will emerge from which other countries can learn a lot.

It is extraordinary that in such a small country as Iceland, where we live consciously next to our neighbours, elves, trolls and lives from the inner dimensions, and where more than half of the population is innovative and creative, that exactly there the biggest catastrophe happens, that the whole country collapses and that the possibility to create something new materialises.

It will be exciting to follow what happens in the near future. It is obvious that all Icelanders are forced to wake up and to act, and it is interesting that the artists are doing it first. They take responsibility for the country because of their love for it and because of the creative energy they live in.

The creative energy has always been present everywhere in Iceland, and the link between nature, the nature elements and the human being has always been strong. For centuries we have cooperated with devas and elves, but now the time has come to think on a larger scale to influence the whole world, because what happens in Iceland has the attention of the whole world.

It is my hope that the hard time my people are experiencing will contribute to creating something which will be of use to everybody, in small and in bigger ways anywhere in the world.

Each time a human being strives towards the beautiful or the good, in the form of a painting, a sculpture, a song, a silence, politics, a thought, new ideas - or a wish - for oneself, one’s family, for one’s town, for one’s country, for Mother Earth or for the Universe, this human being becomes equal to the Angels of God’s Hand.  


Ég finn mikla þörf fyrir að benda á hana vinkonu mína Ragnhildur Vigfúsdóttir sem bíður krafta sína til stjórnlagaþings hún hefur Auðkennisnúmer: 8089

48912_1428838067_4147817_n.jpgÞað er ekki oft sem ég blogga. Margar ástæður eru fyrir því en aðallega er nú tímaleysi  ástæðan fyrir fjarveru minni á bloggheimi.

Þó kem ég alltaf inn af og til, sérstaklega ef mér liggur eitthvað á hjarta og ef eitthvað er sem ég gjarna vil deila með öðrum og finnst koma öðrum við.

Núna er ástæðan sú að framundan eru stjórnlagaþingskosningar.

Ég á ekki heima á Íslandi og hef ekki gert í mörg ár. Ég fylgist þó vel með öllu sem er að gerast ”heima” og er mjög umhugað um land mitt og þjóð.

Ég frétti að það væru yfir 500 manns að bjóða krafta sína inn á stjórnlagaþingið, það er að mínu mati alveg frábært hversu mikill áhugi það er fyrir að vera með til að hjálpa landinu úr þeirri baráttu sem er og koma með nýjar hugmyndir af stjórnarskrá.

 

Mörg dæmi eru um að þjóðir velji þessa leið til dæmis mótaði slíkt þing stjórnarskrá Bandaríkjanna árið 1776, þar sátu 55 fulltrúar allra fylkja Bandaríkjanna. Í Þýskalandi var sett á fót stjórnlagaþing sem samþykkti nýja stjórnarskrá fyrir Þýskaland árið 1949.  Einnig í Suður-Afríku starfaði slíkt þing við að móta nýja stjórnarskrá eftir að aðskilnaðarstefnan leið undir lok. í Austurríki kom einnig tillaga að nýrri stjórnarskrá en þar voru þær tillögur sem stjórnlagaþingið kom fram til ekki samþykktar. Í Noregi árið 1814 og svo ég ekki sleppi heimalandinu mínu á þessari stundu Danmörk 1849.

 

Eitt er þó sem gæti reynst erfitt þegar svona margir bjóða sig fram eins og núna gerist á Íslandi, það er hvernig er hægt að vita hverjir eru hæfir í þessi störf. Það hlýtur að valda áhyggjum hjá mörgum kjósendum, því hvert atkvæði er sem ég áður hef sagt, mjög mikilvægt.

 

Ég er ekki mikið í flokkapólitík, þó svo ég láti mig málið varða. Það sem skiptir máli fyrir mig er nefnilega fólkið sjálft sem er að vinna fyrir okkur, hversu trúverðugt það er og hvar liggja þeirra höfuðáherslur. Hvernig sjá þau heiminn skrúfaðan saman og svo það allra allra mikilvægasta ekki hvað þau segja, en hvernig þau lifa og gera. Orð eru svo oft hljóm eitt, það vitum við öll og alltof oft höfum við upplifað það hjá stjórnmálamönnum sem við kjósum og treystum.

 

Það er hægt að sjá svo margt þegar skoðað er lítið. Það er því mjög mikilvægt að við vöndum vel atkvæðið okkur og skoðum vel hvern vil viljum í þetta embætti til að verja hagsmuni okkar sem þjóð.

Hvað er mikilvægara fyrir hverja þjóð en það fólk sem á að semja nýja stjórnarskrá!

 

Stjórnarkrá er þjóðin, hvað hún stendur fyrir í heild sinni. Ef ég skoða út frá sjálfri mér hvern ég myndi velja í þetta sæti, þá er það manneskja sem ég get treyst, manneskja sem hefur lífsreynslu, sem hefur lifað sársauka, gleði, upplifað heiminn, þar að segja víðsýni en man þó eftir rótum sínum, Berst fyrir þeim sem minna mega sín, ekki bara í eigin húsi, eigin garði, eigin bæ og eigin landi, en líka út fyrir það, til þeirra sem þurfa aðstoð langt frá til að eiga möguleika á einhverri framtíð, það gæti líka flokkast undir víðsýni. Þessi manneskja þarf líka að hafa bein í nefinu, þar að segja hafa kjark, standa fast á sínu, en vera tilbúinn að flytja skoðun sína ef annað betra kemur í staðin.

 

Það eru ekki litlar kröfur sem ég hef og kannski hugsar einhver ” engin getur uppfyllt allt þetta” !

 

En ég vil segja ykkur sögu sem gæti verið með til að sýna að það er til fólk sem inniber allt þetta og ábyggilega ekki bara ein manneskja, en margir. Ég vil segja ykkur frá einni sem ég veit alveg djúpt inn í hjarta mínu að hún hefur alla þessa eiginleika og ég vil reyna eftir minni bestu getu að útskýra hvers vegna án þess þó að fara í of mikil smáatriði sem ekki gerir neinum gott.

 

Ég ólst upp í Vík í Mýrdal. Þar átti ég mína bestu vinkonu sem ég elskaði mjög mikið og varði öllum mínum stundum með. Hún er kölluð Dússa en heitir réttu nafni Ragnhildur !

 

Dússa var ekki eins og flestir aðrir, þá meina ég ekki að hún hafi verið skrítin eða eitthvað svoleiðis, hún var bara ekki eins og meðalmaðurinn. Það er ekkert að því að vera meðalmaðurinn en hún skar sig bara úr hópnum! Ég held að það hafi ekki alltaf verið auðvelt fyrir hana, þó svo að við höfum aldrei talað um það. Ég held að hún hafi oft haft það erfitt og hennar heitasta ósk hafi kannski verið sú að vera eins og allir aðrir. En hún var bara öðruvísi og það sást í svo mörgu.

 

Hún hafði tildæmis strax sem barn svo sterkan vilja að mörgum þótti nóg um, sem barn var hún sterk, of sterk fyrir marga, hún var tilfinningarík, of tilfinningarík fyrir marga, hún hafði sterkar skoðanir, of sterkar  skoðanir fyrir marga, hún var ekki meðalmanneskja, sem var erfitt fyrir marga. Hún var alltaf sú sem hún var, án þess að reyna að vera neitt annað.

 

Allt það sem ég hef talið upp er eitthvað sem við öll vitum að eru kostir sem allir gjarna vilja hafa, en jafnframt er okkur ljóst að stærsti hópurinn nýtur ekki þessara mannkosta. En við sem manneskjur eigum oft erfitt með þá sem skera sig úr hópnum þó svo að um mannkosti sé að ræða.

 

Hún hafði sem barn mikla pólitíska réttlætiskennd, get ég alveg leyft mér að fullyrða! Bara ef ég hugsa um barbi dúkku leikina okkar, þetta var alltaf há pólitískt sem er ansi skondið að hugsa um núna sem fullorðin.

 

Þegar ég hugsa um Dússu sem barn fæ ég þörf fyrir, sem fullorðin að faðma hana og þakka henni fyrir hver hún er og hver hún þorði að vera, því það hefur verið mér veganesti í gegnum mitt líf. 

 

Við fórum ólíkar leiðir í lífinu. Ég fór brekkurnar upp og niður, valdi erfiðu leiðina. Hún fór aðra leið, ekki af því að það hafi verið auðveldari leið en það voru önnur hlutverk sem biðu hennar en mín. Hún þurfti að fá annan lærdóm og lífsreynslu en ég þurfti.

 

Hún man eftir rótum sínum og vinum. Þar gæti ég skrifað margar blaðsíður því það eru svo mörg atvik sem koma upp í huga minn þar sem hún hefur staðið við hliðina á mér  og öðrum eins og klettur þegar ég hef verið í ólgusjó og fundist heimurinn vera að hrynja í kringum mig. ALLTAF hefur hún komið og stutt mig og stundum bara verið, sem var einmitt það sem ég þurfti mest á að halda á þeirri stundu.

 

Á rólyndistímum þegar lífið hefur verið ljúft og án stórra átaka erum við ekki svo mikið í sambandi, en í hvert sinn sem ég hef haft það erfitt, er hún komin. Þetta er að mínu mati ómetanlegir mannkostir.

 

Ég vil svo taka það fram að ég er ekki dugleg á þessu sviði, þetta er eitthvað sem ég vildi óska þegar ég lít til baka að ég hefði í mér sem manneskja, en þetta liggur bara ekki í mér sem einn af mínum kostum, eins og það gerir hjá henni, þetta er eitthvað sem ég þarf að læra og setja sem markmið, ef mér finnst þess þörf.

Ég nefni líka í upptalningunni: víðsýni og út yfir landsteinana.

 

Dússa hefur búið og verið á svo mörgum stöðum í heiminum ! Hún hefur þekkingu á rótum sínum og hún hefur þekkingu á öðrum menningarhópum, sem er mjög mikilvægur kostur þegar skoða á svo mikilvæga hluti sem stjórnarskrá. Að taka það besta úr fortíðinni og blanda  því með nútíðinni og framtíðinni er það sem gera þarf til að breyta og endurgera stjórnarskrá, þar tel ég hana vera fullkominn fulltrúi minn.

 

Hún man eftir bræðrum sínum og systrum um allan heim ! Þar vil ég segja ykkur alveg yndislegt dæmi, sem er dæmi um að skoða hvernig sá aðili er og lifir, sem þú kýst.

Þessi saga kemur örugglega annars aldrei fram til kjósanda, en ég vil að hún komi fram, því hún segir svo mikið.

Dússa og Hafliði giftu sig fyrir nokkrum árum. Þau höfðu verið saman í mörg ár, en þarna fannst þeim tími til komin að játast hvert öðru.

Við fengum að sjálfsögðu boðskort þar sem okkur var boðið til að gleðjast með þeim á þessum tímamótum. Í boðskortinu stóð að þau í staðin fyrir að fá gjafir vildu að lagður yrði peningur inn á bankareikning til ABC barna um allan heim. Ég hef oft hugsað um þetta og með mikilli virðingu og í raun þakklæti yfir að það skuli vera til svona fólk sem hugsar meira um þá sem ekkert eiga en sjálfan sig. Hugsið ykkur hvernig heimurinn væri ef fleiri hugsuðu og framkvæmdu í þessum anda.  

 

Ég undra mig svo oft yfir þegar ég er að skanna prófílinn hennar á facebook, hún er alltaf að vasast í öllum mögulegum góðgerðarstarfsemi.  Hvernig hefur hún tíma og orku til þess alls ?

Hún er í fullri  ábyrgðarmikilli vinnu, hún á tvær yndislegar dætur, hún er á allavega námskeiðum til að endurmennta sig og víkka sjóndeildarhringinn, hver er drifkrafturinn, hvert er stefnt.

En eins og allir vita sem þekkja mig, trúi ég að það sé meining með öllu sem við gerum, öllu sem við hugsum og það er alltaf eitthvað sem við erum að vinna að, þó við séum ekki alltaf meðvituð um hvað það er. 

Ég hef þá kenningu að allt frá barnsaldri hefur Dússu beðið verkefni sem nú er að fæðast og ef mín tilfinning er rétt, er þetta bara byrjunin á löngum ferli hennar innan pólitíkur og ég vona svo innilega að sú tilfinning reynst rétt, því hún hefur að mínu mati fyrir þá nýju framtíð sem við erum á leið inn í allt það til að bera til að gera góða hluti fyrir þjóðina.

Vinur vina sinna!

Mig langar að lokum að segja ykkur frá skemmtilegum hlut sem gerðist í ágúst. Ég hélt upp á 50 ára afmælið mitt með miklum stæl.  Mamma og pabbi og nokkrir aðrir komu frá Íslandi til að gleðjast með mér. Dússa hafði sagt mér að hún kæmist ekki því hún var á ferðalagi með fjölskyldunni í Grikkandi. Ég skildi það svo sem mjög vel og var ekkert að spá mikið í þetta.

Daginn sem veislan var, lá ég með Sigyn dóttur minni uppi í herbergi og hún var að mála mig og plokka augnabrýr. Sé ég svo skugga af einhverjum koma upp tröppurnar og svo allt í einu standa tvær manneskjur í dyrunum, þar voru Dússa og Hafliði sem komu sem leynigestir til mín til að gleðjast með mér  þennan dag. Mér varð svo um, að hjartað hætti næstum því að stoppa. Ég átti á engan hátt von á að þau kæmu, því þau voru í Grikklandi. En þau völdu að koma við á leið sinni heim og hitta mig og vera með mér og mínum á þessum degi.

Hún var eins og alltaf, hrókur alls fagnaðar í veislunni, hún hélt þá fallegustu ræðu sem ég gat hugsað mér, á skandinavísku, svo allir gætu verið með í því sem hún sagði, henni tókst að fá alla til að til sperra eyrun með sögum frá barnæsku minni og skemmtilegum uppákomum, sem hún man, en ég ekki. Hún var tenging mín inn í fortíðina og deildi henni með mér og mínum, í nútíðinni. 

Ég sé fyrir mér hvernig hún getur notað það allt inni í framtíðina hún vinur minn Dússa sem ég vona svo innilega að þið treystið fyrir atkvæði ykkar til Stjórnlagaþings MUNA : 8089 Ragnhildur Vigfúsdóttir

 


Ný hugsun með nýrri kynslóð

Ég bind vonir við þessa nýju kynslóð, þau verði betri til að upplifa sig sem hluta hvert af öðru þrátt fyrir mismun á kynþáttum, landamærum, tungumáli, kynjum, stéttaskiptingu eða trúarbrögðum!

 

Sólin mín litla sem er 13 ára er dæmi um það hvernig við getum mæst saman um það sem við höfum sameiginlegt í staðin fyrir að vera óvinir um það sem gæti skilið okkur hvert frá öðru vegna ólíkra þátta hvert í öðru.

 

Þegar Sól var lítil ca 3 ára var hún á barnaheimili, reyndar barnaheimili sem ég hef bloggað um áður, en það er önnur saga.

 

Á þessu barnaheimili átti hún tvær bestu vinkonur, Nina Radzioch og Rachel Langford. Sól sjálf heitir Sigrún Sól Gunnarsdóttir Gunnarsson.

Þær voru óaðskiljanlegar þó svo að Nína væri 4  ára, Sól 3 ára og Rachel 2 ára.

 

Eftir einhvern tíma flutti Rachel á bóndabæ á Fjóni, en vinskapurinn hélt áfram.

Við keyrðum stelpurnar fram og til baka eins oft og kostur var. Svo byrjuðu þær að nota skype og gátu spjallað saman allar þrjár eins og þær langaði. Núna fara þær einar með lest og eru um helgar heima hjá hvor annarri þegar möguleiki gefst.

 

Allt þetta er ósköp sjálfsagt, en það sem er svo skemmtilegt er að Sól kemur frá Íslandi, Nína frá Þýskalandi og Rachel er frá Engjandi, allar aldar upp í Danmörku.

Sól kemur frá heimili þar sem daglega er töluð íslenska, heima hjá Nínu er töluð þýska og heima hjá Rachel er töluð enska

 

Svo er það sem er svo markvert og gefur mér von um framtíðina hjá okkur mannkyni þar sem erfitt virðist vera fyrir þjóðir og nágranna að samþykkja að við höfum hver okkar trú og það eru margar leiðir til að vera manneskja.

 

Rachel er frá mjög trúaðri fjölskyldu þar sem þau eru aktiv í hvítasunnukirkjunni, biðja borðbænir og undirbúa sig fyrir kristniboðastarf í Afríku.

 

Sól trúir á álfa, tröll, engja og endurholdgun og kemur frá heimili þar sem stunduð er hugleiðsla og englar, álfar, og líf á öðrum víddum er eins sjálfsagður hlutur og að drekka vatn.

 

Nína trúir ekki á Guð og hún kemur frá heimili þar sem náungakærleikurinn er þvílíkur að ég hef sjaldan kynnst öðru eins, en fjölskyldan trúir ekki á Guð, eða það sem við köllum Guð.

 

Þrátt fyrir þetta, eru þessar stelpur svo nánar og á milli þeirri ríkir Kærleikur sem er yfir allt annað hafið.

Það gefur mér von um að heimurinn geti mæst, á því sem við eigum sameiginlegt.

 

img_0928.jpg


Ég vildi að við hefðum tilfinningareynslubanka sem allir hefðu aðgang að

Kæru vinir íslenskir og íslenskir !img_0642.jpg

 

Núna er sumarfrí og ég er strax farinn að kvíða fyrir að fara að vinna aftur, þó svo að ég upplifi að ég ekki sé í sumarfríi ennþá. Það er samt mánuður þar til að ég fer að vinna aftur og ég geri mér fulla grein fyrir að ég á að að njóta þess að hafa fríi og njóta þess að bara vera.

 

Ég geri það líka, ég nýt þess að vera, drekk te gert úr jurtum í garðinum mínum. Ég hlusta á ljúfa músík, ég sest á vinnustofuna mína og vinn smá, ég fæ gesti af og til, nýt þess að spjalla um allt og ekkert, en undir öllu þessu kvíði ég fyrir því að fara að vinna þann 11 ágúst.

 

Ég hef aldrei upplifað þetta áður, ég hef elskað vinnuna mína, elska að kenna og byggja upp aðstæður fyrir fólk til að skapa og gera myndlist. Skólinn er nú að byrja sitt 9 ár, og hvert ár hefur verið spennandi, með nýja möguleika og ný verkefni, en ég hef notið þess.

 

Hvað hefur gerst sem fær mig til að fá illt í magann þegar ég hugsa um vinnuna ?

 

Kannski er það að ég opnaði nýjan skóla í fyrrahaust með vinkonu minni, skóla fyrir börn og fullorðna. ”skolen for kreativitet og visdom” .

 

Kannski var það of mikið og hefur gert það að verkum að ég misst alla löngun, varð of hengd upp í vinnu, já það er möguleiki.

 

En ef ég hugsa dýpra þá var það ekki bara það ! Ef allt hefði verið gott í listaskólanum, hefði þetta gengið upp, verið erfitt, en ekkert of erfitt.

 img_0744.jpg

Það sem var erfiðast, var örvæntingin í lok skólans, örvæntingin hjá foreldrum, kennurum og nemendum. Örvæntingin yfir því að sveitafélögin eru að spara, og spara mikið. Það er sparað þar sem er hægt að spara, og hver skilur það ekki?

 

Ég veit að allir þurfa að vera með í að spara.

Þar sem ég finn svo til, er að í þessum sparnaði er frelsi tekið frá einstaklingum, frelsi yfir að ráða yfir sínu eigin lífi.

 

Nemendur sem ég hef haft í mörg ár, fá allt í einu neitun um að halda áfram að mennta sig ! Þeir fá ekki sjálfir að vera með í að skapa sitt eigið líf, ákvörðun er tekin yfir höfuðið á einstaklingum, án þess að þeir hafi möguleika á að gera eða segja neitt. Þetta hefur verið erfitt.

 

Örvæntingin hefur verið erfið hjá þessum einstaklingum og ekki síður foreldrum, sem sitja tíma eftir tíma fyrir utan skrifstofudyr borgarstjóra til að reyna að fá viðtal, hringja mörgum sinnum á dag til að biðja um stuðning, sem ég í raun get ekki gert. Ég get skrifað bréf til sveitafélagsins, sem ég hef gert, en ekkert annað.

 

Ég veit að það þarf að spara, en ég hugsa með sjálfri mér, það hlýtur að vera hægt að spara annarsstaðar. Því ég veit sem er, að í þeirri hugsun lúrir minn ótti við þau áhrif sem þetta hefur á skólann minn ! þetta þýðir að kennarar þurfa að finna aðrar leiðir til að lifa, þéna pening, þetta er keðjuverkun, sem ég hef erfitt með að skoða án tilfinninga, það gerir vinnuna og ákvarðanir erfiða.

 

Viðbrögð kennara, eru erfið, brjálæðið sem kemur upp, þegar hver og einn sér sínu ógnað, það er erfitt. Þú sérð hlið á þeim sem þú hélt að þú þekktir vel og best, en þegar lífi og starfi fólks er ógnað, þá eru viðbrögð óumflýjanleg, hvað er hægt að gera annað en að reyna að hamra út það sem hægt að hamra út af peningum, og það kostar fundi, loforð um að finna lausnir, sem ég veit ekki hvort ég get.

 

Ég veit að ég á að njóta þess að hvíla mig, og vera í sumarfríi, en lífi margra er ógnað og ábyrgðin er stór, hver ákvörðun er mikilvæg og hefur áhrif á einhvern !

 

Ég vildi stundum óska að tilfinningarnar væru ekki svona yfirráðandi, en þó er í tilfinningu hlutir sem er mikilvæg öllum sem vinna með annað fólk, eða fyrir annað fólk, og það er tilfinningin, ”ég er þú og þú ert ég”, og ég vil gera allt fyrir mig til að bjarga mínu lífi/þínu lífi og það er það sem ég geri og þess vegna get ég ekki bara farið í sumarfrí og geymt vinnuna þar til í ágúst, heldur er að reyna að finna lausnir til að allir komi sem best út úr þessu.img_0685.jpg

 

Stundum vildi ég óska að fleiri deildu hugsunum sínum um hvernig hver ákvörðun í hverju fyrirtæki, hjá hverjum yfirmanni hefur áhrif á þann sem hefur ábyrgð, þar væri reynslubanki fyrir alla !

 

Við deildum hugsunum, og sýndum að við erum manneskjur með tilfinningar, við hjálpum hvert öðru, og við deilum hvert öðru með hverju öðru. Allt er gegnsætt, allir hafa aðgang að hver öðrum, það væri gott fyrir mig núna…….  og alla aðra sem finna tilveruna vagla undir fótum sér vegna ákvarðanna sem eru teknar af öðrum um aðra.....


Margir hafa beðið um hugleiðsu, hérna kemur mjög einföld morgunhugsun


önnur tilraun á samtali við heiminn !


Ákvað að tala í staðin fyrir að skrifa

Kæru vinir, ákvað að prufa nýtt form með bloggið mitt.

Skrítið og gaman.

Kærleikur og Ljós til ykkar frá Lejresteinu


Það liggur ótti yfir mannkyninu

img_0218.jpgÉg á fullt í fangi með að halda gleðinni á lofti þessa dagana, en ég geri allt sem ég get til að sjá það jákvæði í því sem gerist í kringum mig.  Síðustu vikur hafa verið erfiðar, á öllum vígstöðvum.

 Ég upplifi eins og það sé ráðist að mér frá öllum áttum !

Ennn ég gerði páskaskreytingu í dag sem situr fallega hérna á borðinu hjá mér og gleður augað,, Múminn minn liggur við hliðina á mér og passar upp að allt sé eins og það á að vera og ég  ákvað að blogga um gleðina, og hlakka ég líka til að sjá mynd í sjónvarpinu í kvöld sem heitir “menn sem hata konur “ sem sagt margt að gleðjast yfir.

Sólin skín, það er notalegt að hlusta á útvarpið í bakrunninum, Gunni sýslar með fræin sem hann setur vandfærnilega eitt og eitt í einu í fallega brúna mold.

Sigyn og Albert og blessuð börn  Lilja og Aron, eru búinn að fá fína íbúð inni í Kaupmannahöfn, eftir mikil erfiði undanfarið.

Lífið heldur áfram, einn dag í einu, með því sem fylgir, gleði, gleði, gleði og allt  fer eftir því hvernig ég tek því sem fyrir ber.

Ég finn að það er svo auðvelt að verða óttanum að bráð, svona höfum við það sennilega mörg.

Óttinn heldur manni föngnum, þannig að ómögulegt er að sjá út yfir hann.

Hvernig getum við hver fyrir sig komist í gegnum hann og sjálf valið hvaða tilfinning er allsráðandi hverju sinni?

Eru það ekki hvers og eins réttindi að bjóða inn þeirri tilfinningu sem passar hverju sinni?

Er ein tilfinning ekki meira velkomin en önnur, eða eru kannski allar tilfinningar  velkomnar, og þær fá það pláss sem þær velja.

Eða höfum við ekkert um það að segja og erum kannski bara þrælar þeirra tilfinninga sem halda okkur til baka á móti því sem er gott fyrir okkur. Loka fyrir það að við getum séð fyrir endann á henni og þar af leiðandi sitjum föst og þorum hvorki afturábak eða áfram. img_0217.jpg

Ef við bara gætum séð glimt af því sem bíður okkur, gæti það gert að við slöppuðum aðeins af og létum flæða með straumnum, í staðinn fyrir að róa og róa á móti straumnum sem gerir hverja upplifum margfalt erfiðari en ella.

Ég geri mér grein fyrir þessum hlutum þegar mér líður vel og er í jafnvægi, þá get ég oftast sagt viturlega hluti, eins og orka fylgir hugsun, þar að segja það sem þú hugsar gerist, eða allt það erfiða sem við lifum, er það besta sem fyrir okkur getur gerst, það er með til að þroska okkur og hjálpa, einnig segi ég oft, sá sem er versti óvinur þinn, er þinn besti vinur, hann hjálpar þér í þroska og og og svona get ég lengi haldið áfram.

Það sem ég stundum gæti hugsað mér er að geta lifað og vitað og skilið þetta á meðan á átökunum stendur ! Það er sko ekki alltaf auðvelt, ég heyri það í höfðinu á mér, en kemst ekki út þeim hugsunum sem keyra rúnt í höfðinu á mér aftur og aftur og halda mér fanginni í óttatilfinningunni !

En í dag, þegar tilfinningin var að taka yfirráðin, ákvað ég í bílnum á mótorveginum, að þetta vildi ég ekki.

Ég setti sólgleraugun upp, hækkaði á útvarpinu, söng hástöfum með Kim Larsen, fór í búð keypti páskaskraut og páskaliljur, kom heim, gerði skreytingu og ákvað að blogga um gleðina.

Gleðin er þarna alltaf, hvernig sem okkur líður við getum kallað á hana og beðið hana að koma.

Gleðin getur verið í formi minningar sem við höfum, eitthvað gott sem við getum ákveðið að hugsa um sem við vitum að gerir okkur glöð. Þetta er að sjálfsögðu æfing, en er hægt, mér tókst það í dag og núna ætla ég að fara inn á vinnustofuna mína og muna að það er bara ég sem hef ábyrgð á því hvernig mér líður, allt sem gerist í kringum mig eru atburðir sem ekki “þurfa” að breyta neinu fyrir mig, ég vel í dag að láta gleðina ráða ríkjum hvað sem gerist í dag og á morgun og ef mér tekst þetta í dag eru meiri líkur á að mér takist þetta líka á morgun.

Orka fylgir hugsun, það er rétt og ef ég hugsa jákvætt gerist jákvætt en stundum gerum við okkur ekki grein fyrir hvað er það besta fyrir okkur! Stundum þurfum við að sleppa gömlu, til að það sé pláss fyrir eitthvað nýtt, það ber að hafa í huga.

Gleðilega páska elsku fólk

img_0221.jpg


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband