Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Samvinna milli engla og okkar.

_mg_0141.jpg

Allt með rólegra móti miðað við hvernig gæti verið. Stundum virðist heimurinn hristast, og allir sem einn erum með í þeim skjálfta. Ég finn að í dag get ég hægt á skjálftanum, með því að biðja um hjálp til að takast á við það sem koma skal og hjálp til að hafa styrk til að takast á við það sem er óumflýjanlegt, hvað sem verður og í hvaða átt sem er .

Eftir þessar bænir finn ég innri ró og vissu fyrir því að allt fer á þann veg sem er best fyrir mig og best fyrir það heila.

Í gær fórum við mæðgur í göngutúr í skóginn okkar hérna rétt hjá. Við tókum Lappa og Dimmalimm með. Þetta var yndislegt í haustlitunum sem skarta sínu fegursta núna.

Það er svo flott slott þarna, fallegur garður, en líka villtur skógur. Hundarnir nutu þess að ganga og þefa upp alla þá lykt sem varð á vegi þeirra og við mæðgur leystum öll heimsins vandamál, bæði okkar á milli og í stærra samhengi. _mg_0169.jpg

Þessi vika er sú vika sem ég ekki er að kenna í Listaskólanum, en ég kenni þessa vikuna í Skolen for kreativitet og visdom. Það gengur mjög vel,  við höfum núna 14 nemendur og það er mikil gleði sem ríkir. Þess má geta að það bætast stöðugt nýjir nemendur við, því fólk fréttir að því sem við erum að gera.

 Við vinnum í svo góðri orku sem við höfum byggt upp með hugleiðsu í langan tím og samvinnu við þá engla sem við höfum markvisst unnið að því að fá samband við.

Mig dreymir um þann tíma þar sem samvinna milli engja og okkar verður hluti að því að draga andan. Fyrr á tímum, var þetta algengt, en núna er eins og mannkyn hafi misst kontaktin við sitt innra og aðrar víddir, sennilega vegna þess að við höfum svo mikla efnisþörf, eða þar að segja, við dýrkum og erum þrælar peninga, húsa og annars sem í raun að lokum færir okkur ekki neitt.

En núna er allt rifið úr höndunum á okkur með krísum, bæði efnahagslega og náttúruöflin. Við erum sem sagt ekki eins mikir herrar yfir lífi okkar og við viljum vera láta. Ég segi stundum að það eina sem ég finn að ég get stjórnað, er hvað ég borða.   En þá verðum við að finna aðrar leiðir til að upplifa okkur lifandi, sem ég vona svo innilega að  verði til þess að við leitum á önnur mið, hin innri mið, því þar er allt sem við þurfum! Bara að gefa þeim heimi  sjéns, þeim heimi sem bíður eftir að við opnum augun fyrir þeim.

Þetta er í raun allt svo einfallt, en við gerum það svo flókið.

Megi friður og englar vera með ykkur._mg_0176.jpg


Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna mun fara fram hér í Kaupmannahöfn í desember 2009.

_mg_2957_911430.jpgMarkmið ráðstefnunnar er að ná samkomulagi um nýjan umhverfissáttmála.

Þessi ráðstefna er mjög mikilvæg og hefur áhrif á hvernig framtíðin lítur út fyrir allt líf á jörðu.

En eitt er hvað stórþjóðirnar velja að gera sem er að sjálfsögðu mjög mikilvægt, en mikilvægast er þó hvað við hver og einn veljum að gera í okkar daglegal lífi í umgengni okkar við hin náttúruríkin .

Þetta er eitthvað sem kemur okkur öllum við, en hversu mikið setjum við okkur inn í þetta, hversu mikil áhrif getum við haft, eða eigum við kannski bara nóg með okkur sjálf.

Hvað er  raunhæft að við hver fyrir sig gerum til að hafa áhrif?

Ég held að það sé mikilvægt að við skoðum okkur nær en við oftast gerum og byrjum á því sem er í kringum okkur og þar sem við smátt og smátt getum orðið meðvituð um það líf sem er okkur næst.

Við þurfum að skoða þetta út frá dýpri tilfinningu en við höfum gert áður. Við skoðum oftast þessi umhverfismál út frá ógnun eða hræðslu fyrir okkar lífi hérna á jörðinni sem er að sjálfsögðu áhrif frá hræsluáróðri sem dynur á okkur dag eftir dag.

Mín skoðun er sú að sá áróður setur ekki varanleg spor eða hefur langvarandi áhrif sem er nauðsynlegt til að viðhalda góðri umgengni við bæði dýr og náttúru langt inn í framtíðina.

Við þurfum í raun að æfa okkur á að verða meðvituð um mikilvægi alls lífs á jörðu.

Kærleikurinn er sterkasta aflið í öllu lífi og þar held ég að sé best að byrja hjá okkur hverjum og einum.

Ég held að það sé auðveldast fyrir okkur að þróa Kærleikan til dýranna, því þau eru svo náin okkur og vekja upp svo margar tilfinningar  sem eru oftast góðar.   img_1326.jpg

Í þessum pistli tek ég fyrir hvernig hægt er á mjög einfaldan hátt að að gera erfiða upplifun að fallegu augnabliki á milli mannesku og dýrs !

Mig langar að deila með ykkur upplifun sem ég hafði fyrir tveimur árum  þar sem Kærleikurinn gaf mér vissu fyrir að með einfaldri hugsun hafði ég áhrif á líf sem fór yfir á aðra vídd.

Einhverntíma á lífsleiðinni upplifum við flest að missa gæludýr. Margir taka því eins og hverjum öðrum hlut, en mörgum okkar finnst það mjög erfitt. Núna heyrum við um verri örlög margra dýra vegna erfiðleika hjá fólki, ástandið er þannig í heiminum að það er auðvelt að gleyma að þegar við tökum að okkur dýr þá fylgir því ábyrgð á meðan dýrið lifir. Ábyrgðin getur legið í því að taka ákvörðun, ákvörðun um hvort dýrið eigi að lifa eða deyja.

Einu sinni átti ég hund, hún var okkar fyrsti fjölskylduhundur og var okkur öllum mjög kær. Hún var algjörlega hluti af fjölskyldunni. Hún hét Iðunn og hún kom til okkar 1996.

Hún varð eins og gerist og gengur gömul, hún dó í fyrra  12 ára gömul. Við héldum henni lifandi eins lengi og við gátum, en að lokum sáum við að við yrðum að taka ákvörðun um það hversu mikið hún ætti að þjást og hversu lengi. Hún gat varla orðið gengið, lá bara á dýnu á gólfinu inni í stofunni og svaf. Hún heyrði orðið illa en það sem var verst var að hún hafði svo miklar kvalir. Hún hafði verið á verkjalyfjum og öllu því sem átti að hjálpa í nokkra mánuði, en það var hætt að virka. img_1348_911432.jpg

Ákvörðunin var tekin og dýralæknirinn sem hún þekkti vel var pantaður heim. Jens hafði verið læknirinn hennar í mörg ár.. Okkur fannst mikilvægt að þegar hún færi frá okkur, væri hún á stað sem hún þekkti og í kringum fólk sem hún þekkti.

Á dýnunni sinni inni í stofu í faðmi fjölskyldunnar.

Daginn sem Jens kom, vorum við fjölskyldan saman komin. Eldri börnin okkar komu líka og voru með að kveðja hana. Við borðuðum morgunmat saman, vorum öll leið og kvíðin fyrir því sem átti að gerast. Við settumst öll inn í stofu eftir morgunmatinn og sátum hver í sinni hugsun. Iðunn var í miðjunni, á dýnunni sinni eins og alltaf.

Án þess að við ræddum það hvert við annað, byrjuðum við hver fyrir sig að hugleiða. Ég get bara skrifað mína upplifun, en veit þó að ég var ekki ein um þá upplifun. Það er mikilvægt fyrir mig að deila þessu með ykkur, því þetta gefur nýja mynd af þeim möguleikum sem eru til að gera svona kveðjustund fallega og með meiri Kærleika.

Ég upplifði í byrjun algjöran frið, og sátt. Ég naut þeirrar tilfinningar sem var kærkomin eftir erfiða mánuði. Ég einbeitti mé að Iðunni í huganum, sendi henni allt það þakklæti og Kærleika sem ég hafði til hennar eftir þetta líf sem við höfðum haft saman.

Ég veit að orka fylgir hugsun.

Ég sá hana hvíla örugg í því sem var að gerast og mín skynjun var sú, að hún vissi og var tilbúinn.

Ég hélt þessari mynd í huganum í dálítin tíma. Allt í einu fann ég að að allt lýstist upp í kringum hana og ég heyrði eins og óm af tónum í stofunni. Ég fann að ég náði sambandi við hana á annarri vídd og ég hélt sambandinu sem var á allt öðru plani en ég hafði upplifað áður. Ég skynjaði í kringum hana einhversskonar orku eða verur sem kannski er hægt að kalla engla eða hvað sem við veljum, ég kalla þetta orku  fulla af kærleika sem voru tilbúnar að taka á móti henni. Þá var ég viss og sátt, því auðvitað fara dýrin í sitt himnaríki, eins og við förum á okkar stað. Ég hélt tengingunni við Iðunni í langan tíma og ég fann að í þessari tengingu sem myndaðist náðum við að kveðja hvor aðra. Ég fann að hún var tilbúinn til að fara og þá varð ég tilbúinn til að sleppa.

Ég opnaði augun og leit á hina í fjölskyldunni og um leið skein sólinn inn um gluggann og baðaði stofuna í ljósi. Þetta var táknrænt.

Dýralæknirinn kom og gaf henni sprautu í hjartað og eftir smá stund var hún farinn.

Ég vissi að það var tekið á móti henni á annarri vídd.

Ég vissi líka að þetta var rétt ákvörðun.

Þetta er í raun spurning um að við höfum virðingu fyrir því lífi sem er í kringum okkur.

Það er fyrsta skrefið að því að bjarga jörðinni.

_mg_2110.jpg_mg_2123_2.jpg

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband