Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Hérna er mjög áhugaverð grein sem Björk okkar allra skrifað í TimesOnline !

foto_430.jpgÉg og Lappi englabossi vorum að koma úr göngutúr. Ég tíu kílóum léttari en áður fyrr og Lappi jafn fallegur og áður fyrr. Göngutúrinn var líka meira svífandi bæði á líkama og sál. 

Við hittum nokkra hunda sem bæði vildu heilsa okkur og svo líka nokkrir sem vildu ekkert tala við okkur. Þeir fengu svo sannarlega að heyra það, Lappi lætur sko ekki bjóða sér hvað sem er, hann er sko Lappi kóngur, Íslands eina vona, Lappi Steinuson !!!

Við löbbuðum í klukkutíma, heilsuðum hestunum, beljunum og fuglunum, allt á ljúfu nótunum og Lappi ekkert að rífa sig.

Veðrið er dásamlegt, sól og kalt loftið, engin vindur.

Laufblöðin liggja um allt í allavega brúnum, grænum og rauðum tónum. Eplin voru þarna líka um alla jörð. Hugsaði mér á leiðinni að plata Sól og Gunna á sunnudaginn á Dyrehavsbakken til að sjá öll dádýrin í pörunarástandi.

Einu sinni fyrir mörgum, mörgum árum fórum Siggi, Gunni og ég þangað á þessum tíma og það var alveg frábært. Við gátum nánast snert dádýrin og hornin þeirra. Við sjáum til hvort þau hin í fjölskyldunni hafi einhver plön. Við höfðum talað um að fara til Sigynjar og fjölskyldu, þau búa ekki svo langt frá þannig að þetta gæti verið í leiðinni.

Ég fékk pakka áðan frá besta vini mínum, ég elska að fá pakka og fæ alltaf fiðrildi í magann þegar ég sé að það liggur svona leyndarmál og bíður mín, þegar ég opna póstkassann.

Takk vinur minn !

Annars er lífið bara ljúft eftir þau átök sem hafa verið undanfarið. Ég finn að þó svo þetta hafi verið svona erfitt þá hefur þetta verið svo lærdómsríkt fyrir mig og ég er þakklát þeim sem voru með til að skapa þetta vandamál. Það þarf nefnilega svo oft erfiðleika til að vaxa í þroska og auka skilning sinn í meiri víddum. foto_429.jpg

Í dag ætla ég að setja niður síðustu laukana í garðinn og taka aðeins til í honum fyrir veturinn. Njóta sólarinnar og  selskap með sjálfri mér. Næsta viku bíður upp á vinnu og fundi og mikið að gera. Einn nemandinn í skólanum sem hefur verið hjá okkur í sex ár, hættir í næstu viku. Sveitarfélagið sem hún kemur frá vill ekki borga meira fyrir hana þrátt fyrir að foreldrarnir hafi  gert sem var í þeirra valdi.
Þetta er ósköp leiðinlegt, en ekkert hægt að gera við því. Við erum sem betur fer með biðlista af nemendum sem vilja komast inn í skólann. En engin þeirra getur fyllt það skarð sem hún skilur eftir sig. Svo yndisleg stúlka sem hefur gefið okkur öllum yndislegar minningar til að gera líf okkar ríkara en ella..

Jæja kæru vinir á blogg heiminum KærleiksLjós til ykkar allra og ósk um að þið fáið fallega helgi.

Hérna er mjög áhugaverð grein sem Björk okkar allra skrifað í TimesOnline !

http://www.timesonline.co.uk/tol/comment/columnists/guest_contributors/article5026175.ece


ómeðvitað einelti

9821009_709495.jpgNúna fer Danmörk frá sumartíma yfir á vetrartíma. Ég hef eiginlega aldrei skilið þetta dæmi og það er erfitt að fatta hversvegna. Ein reglan segir að til að muna hvort við förum fram eða til baka í tíma, þá segjum við að á vorin setjum við garðhúsgögnin út, sem þýðir að tíminn fer fram og á haustin tökum við garðhúsgögnin inn, einn tími til baka. Sem sagt núna er bara eins tíma munur á Danmörku og Íslandi en á sumrin er tveggja tíma mismunur.

Það er rigning úti og haustlegt og það er voða huggulegt. Ég og Sól sitjum hérna inni í stofu saman í sitt hvorri tölvunni, við kertaljós til að auka á hugguna.
Sól ímyndar sér að það sé líka mikilvægt fyrir hana að hafa sjónvarpið keyrandi í bakgrunninum, því hún er líka að fylgjast með barnaefninu. Ég vel að vera ekkert að nöldra yfir því, enda vel ég vandlega hvað ég vil nöldra yfir þessa dagana.

Það hefur verið erfiður tími undanfarið, en mjög lærdómsríkur. Ég hef fundið fram fullt af hlutum sem ég þarf að vinna betur á hjá mér og það er alltaf jákvætt og gott.

Ég hef oft í gegnum árin í samræðum og umræðum bara samþykkt það sem sagt er, ef ég hef ekki haft neina sérstaka skoðun á efninu. Sérstaklega á það við hjá þeim sem mér þykir vænt um. En nú er tími breytinga, ég þarf að skoða í hvert sinn, hvað mér finnst um öll málefni, því annars getur það rúllað upp á sig og farið illa og eyðilagt og meitt.

Vegna þessa hef ég misst nána vini mína. 4929330.jpg

Ég hef verið eins og lömuð undanfarið og ekki getað annað en lokað mig af og sleikt sárin. Núna er ég að skoða hvernig ég hefði getað gert þetta öðruvísi og betra fyrir heildina. Ég get að sjálfsögðu ekki eingöngu fókuserað á hvað hinir sem voru hluti af þessari krísu gerðu rangt eða rétt. Ég þarf að einbeita mér að því hvernig ég hefði getað gert hlutina betur og það er margt.

Þetta hefur allt haft langan aðdraganda og fullt af samtölum, með hjálp utan frá til að reyna að redda þessu eins vel og hægt var, en það dugði ekki.

Út frá því sem ég hef upplifað undanfarið, þá hef ég í raun hugsað hversu auðvelt það er að verða vafinn inn í að leggja í einelti án þess að gera sér alveg grein fyrir því hvað það er sem er að gerast. Ég hef í langan tíma verið hluti af því, án þess að gera mér grein fyrir því að það er í raun það sem hefur verið að gerast, á hinum innri plönum.

Ég hef í langan tíma samþykkt reiði kærar vinkonum minnar. til annarrar persónu í grúppunni okkar. Ég hef samþykkt það sem hún hefur sagt og við öll verið hluti af pirring til hans sem ekkert vissi en var allt það sem pirringurinn beindist að. Við gátum séð að betur mátti fara hjá honum, gleymdum að skoða hvað betur mátti fara hjá okkur sjálfum, sem er það sem þetta er allt um. Ég hef hlustað og hlustað og oftast verið sammála og með því verið þáttakandi í að senda þessa reið yfir á hann sem okkur fannst geta gert hlutina betur. Hann var í sínu líkamlega lífi alls óvitandi um það sem gerðist. En áhrifin hafa örugglega sett sín spor á hann án þess að hann vissi. 1490854397_m.jpg

Það er nú þannig að ég hef oft upplifað svona áður og verið þáttakandi í baktali um aðra, en aldrei upplifað það sem einelti, ég hef ekki hugsað það neitt sérstakt, því þetta er nú einu sinni hluti af okkur mannkyni. En núna upplifi ég þetta mjög sterkt sem ein grein af því að leggja í einelti og senda vonda orku yfir á aðra, sem er í raun að senda vonda orku yfir á sjálfa mig. Við erum nefnilega öll hluti af því sama.

Það þurfti að koma svo langt að talið var að hann væri ekki hæfur, þá loksins vaknaði ég upp frá þessari martröð og varð að segja það sem hjartað sagði. Það kom að sjálfsögðu öllum í opna skjöldu, bæði honum, þeim og mér.

Ég fékk vont bragð í munninn yfir mér, yfir að bregðast ekki við út frá hjartanu frá upphafi, en að bregðast við út frá því sem var þægilegast á þeim tíma. Að standa með vinum mínum í hinu líkamlega lífi, á móti bróður mínum á innri plönum. Ég sé hversu langt er í land með að verða það sem ég óska mér.

auralovers.jpg

Ég hef þó fengið skilning í gegnum þessar vikur, ekki bara sem einhver orð sem ég heyri, en ég skil alveg inn frá hjartanu að allir gera það besta sem þeir geta, það besta út frá því hvar viðkomandi er. Það er hvers og eins að skoða sjálfan sig og elska. Ef við elskum og virðum ekki okkur sjálf, þá er ómögulegt fyrir okkur að elska bræður okkar og systur,

Það er hægt að sjá þetta í heimsmyndinni hvernig við meiðum og drepum hvert annað, þannig erum við við okkur sjálf.

Ég held að svona þátttaka eins og ég hef verið hluti af, sé eitthvað sem flestir þekki sig í og sé í raun mikið vandamál allsstaðar. Í fjölskyldum,  á vinnustöðum, í vinahópum, andlegum grúppum og svona mætti lengi telja.

Ég sé einnig að reiði er á einhvern hátt meira sjálfstæð en ég gerði mér grein fyrir. En reiðin notar okkur sem verkfæri til að eyðileggja góð mannleg samskipti eins og reiðinni er mögulegt. Reiðin notar okkar veikleika til að breiða út eins mikilli reiði á eins fljótan hátt og mögulegt. Við í okkar veikleika gefum reiðinni, baknaginu, vondri orku leifi til að nota okkur, því það er ákveðin fullnæging í að rægja aðra niður, þar að segja okkur sjálf því. því við eigum ekkert betra skilið, finnst okkur. Við elskum ekki okkur sjálf, við elskum ekki náungann !

Það væri gott ef allir hugsuðu sig vel um og skoðuðu það sem er að gerast áður en það meiðir eða splittar fólki hvert frá öðru. Það ætti alltaf að vera móttó að safna fólki saman, en ekki splitta fólk frá hvert öðru.

Hugsa sig um áður en við samþykkjum eitthvað sem annar segir illt um annan. Það að við bregðumst ekki alltaf rétt við, er ekki að við séum vondar manneskjur, en ef við höfum einhverja reiði til okkar sjálfra, eða höfum minnimáttarkennd eða eitthvað annað, þá gerum við það sama við náunga okkar.
Það sem ég hef reynt að einbeita mér að, er að ekki dæma sjálfan mig, en samþykkja og vera meðvituð um að ég gerði það besta sem ég gat á þessum tíma en að skoða án gagnrýni málið frá öllum hliðum til að læra og vaxa á því.

Kærleikur inn í fallegan sunnudag til ykkar allra kæru bræður og systur.


Obama, önnur tilraun /börnin vita

-1wzzxd.jpg-2molbd.jpg-3qtrhd.jpg-4jjtzq.jpg-6rawgr.jpg-5olsmx.jpg-7zpwrk.jpg-8iqhvd.jpg-9dseau.jpg-11.jpg-12.jpg-13_706325.jpg

Skrítið hvernig lífið lætur alltaf vita af sér

astarchildbycdavis20011wl5.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skrítið hvernig lífið lætur alltaf vita af sér, með allt það sem er svo mikilvægt að læra.

Ég er einhvernvegin við hliðina á mér í dag, veit ekki hvort ég á að sitja eða standa, hvort ég er að fara eða koma.

Sat þó lengi úti í garði í morgun, með kaffið mitt og Lappa tryggan við fætur mér. Hann fann að það var þörf á að vera sem næst mér frá upphafi morguns til nú.

Ég reyndi allt sem ég gat að fá yfirsýn yfir hugsanir mínar. En verð þó að segja að það tókst bara að hluta til.

Það er margt að takast á við núna þessa dagana, svo ég verð ekki  á blogginu.

Kem þó þegar allt er yfirstaðið, eða það sem er hægt að fá yfirstaðið.

 Kærleikur til alls lífs og til allra þeirra reynslu sem okkur er gefin til að gera heiminn að betri stað til að vera, ekki bara fyrir einn, en alla.


páfagaukapeningaleysisgleðibanki í októbersólinni

_mg_3022.jpg

Allt er eins og vanalega ! Ljósið skín innan frá og út en núna er  tíminn til að lifa það.

Ég geri allt eins og áður, nema ég hugsa um hverja vöru sem ég ætla að kaupa.

Ég hugsa ekki um það sem mig langar að eignast af alla vega vörum.

Engan Iphone í jólagjöf !

Við saumum gjafir til stúlkna okkar í Afríku og Tælandi.

Við gerum garðinn fallegan fyrir næsta sumar.

Engin ferð í haustfríinu.

Við ætlum í ZOO og við ætlum að vera saman í fallegu haustinu hérna.

Plönum engin ferðalög næsta sumar, en garðurinn er fallegur, og Lappi verður ánægður.

Við misstum enga peninga, við áttum heldur ekki neina peninga.

Við  fórum í yndislegt matarboð hjá vinum okkar í gærkvöldi, það var svo ljúft. Við erum þrenn hjón hérna í bænum sem borðum alltaf saman einu sinni í mánuði. Allt var eins ljúft  eins og í gamla daga._mg_3012.jpg

Við löbbuðum heim eftir matarboðið í smá rigningarúða, það var ljúft og fallegt og ró yfir okkur.

Við drukkum morgunkaffið okkar í rúminu í morgun. Við spjölluðum um gærkvöldið, við spjölluðum um vini okkar og ættingja á Íslandi, við sendum líka hlýjan hug heim til Íslands.

Við spjölluðum um hvað við ætluðum okkur að gera í dag.

Ég fór inn í hug hugleiðslunnar

Sól og Gunni fóru á eplaplantekruna að týna síðustu eplin.

Ég kom til baka frá hinum innra heimi og sópaði, vaskaði upp, hlustaði á músík , gaf dýrunum, labbaði í garðinum.

Ég settist í sófann og skrifaði Gordon bréf. Ég fékk mér hádegismat og skoðaði fréttir innanlands og erlendis. Ég skoðaði fréttir um Obama, og mér hlýnaði um hjartað.

Ég gekk aðeins út í garð aftur, og ákvað svo að fara í bað. Ég fór í baðið, og það var ósköp stutt, en vellíðan við að vera hrein .

Ég fór aftur á netið og horfði á fréttir frá ríkissjónvarpinu heima. Ég fékk mér vatnssopa. _mg_3031.jpg

Settist svo hérna niður og ákvað að setja smá niður inn á bloggið. Múmín er hérna á stólarminum við hliðina á mér, á borðinu stendur fallegur blómvöndur með appelsínugulum og dökk rauðum blómum í bláum vasa með vatni frá krananum okkar.

Það er gott vatnið í Lejre.

Klukkan í eldhúsinu tifar tikk takk og það eru tvær flugur alltaf að setjast á höndina á mér á meðan ég er að skrifa. Ég sé líka þegar ég kíki upp frá tölvunni og horfi út um gluggann að það eru fullt af flugum og sólin skín inn um gluggann.

Það er í raun ótrúlegt að það skuli vera svona mikil sól í október. Það er meira en sól, það er svo milt veðrið. Ég er nú þakklát fyrir það.

Ég heyri svo margt, og ég get valið að verða hrædd og fara í panik, en í raun eru þetta bara tölur sem ég heyri sem svífa óraunverulega í loftinu, þær ná ekki alveg inn í mig. Því lífið er í raun um eitthvað mikið meira og dýpra. Ég ætla eins lengi og ég get að vera í núinu og taka því sem koma skal, ekki að vera í sorginni og hræðslunni fyrirfram.

Ég held að þetta bæði getir verið og verði verra.

Það er svo mikið að lifa upp til, þegar margir peningar eru, en núna er bara að vera.

Stundum þegar ég er að hugsa um lífið, upplifi ég það eins og leikrit. Kannski svona spuna sem við improviserum. Það koma upp fullt af óvæntum hlutum sem við á besta veg reynum að leysa og leysa eins vel og við getum. Fyrir utan sviðið eru áhorfendur sem fylgjast með og skoða hversu vel okkur tekst og ef ekki tekst vel, þá æfum við atriðið aftur og aftur og aftur.

Það eru í raun að mínu mati engir erfiðleikar í lífinu, en fullt af möguleikum til að verða betri manneskja.

Allt er í raun eftir því hvernig við veljum að sjá það.

Páfagaukarnir mínir eru úti í sólinni í búrinu sínu, þeir eru svo glaðir ...

Kærleikur heim og Kærleikur til alls Alheims.

_mg_3041.jpg


Ég heyri og les þessa dagana ótta

Sólin skín fallega inn um gluggann á sólina mína sem er að fara í skólann !

_mg_3008_691302.jpg

Í gær fórum við í frábæra heimsókn til vina okkar sem fluttu á nýjan bóndabæ fyrir ári síðan.
Það sem gerir þetta svolítið öðruvísi en bara venjulega að flytja er að þetta eru fjórar fjölskyldur sem fluttu saman þangað, frá Kaupmannahöfn. Bóndabærinn er svo stór að það var hægt að deila honum niður í fjórar fínar íbúðir.

Við vorum ca 40 saman og borðuðum yndislegan hádegismat, við fengum okkur líka göngutúr í rigningunni á landinu sem fylgir bænum img_2999.jpg

Við sem erum í hugleiðslugrúppunni vorum þarna með mökum og börnum og öðrum sameiginlegum vinum.

Það sem sameinar okkur öll er áhugi á að gera heiminn betri en hann er og það gerum við með hugleiðslum, sumir með kennslu, fyrirlestrum, sálfræði tímum sem eru öðruvísi en gengur og gerist, skrifum, bæði  bækur og tímarit og margt margt fleira. Þetta var svo frábært og yndislegt að vera svona saman. Við ætlum að hittast svona einhvern jóladagana aftur.

Ég heyri og les þessa dagana ótta,

Ótta við að missa, ótta við hið óvænta.

 Ég óttaðist svona fyrir nokkrum árum, ég óttaðist að missa það veraldlega sem við áttum. Óttinn er erfið tilfinning og ég man þegar hann var verstur þá varð húðin í andlitinu á mér hörð og stíf og hjartað bankaði, því ég var svo hrædd um að missa það sem ég “átti”

Það var nefnilega þannig að Gunni átt yndislega búð í  miðbæ Kaupmannahafnar með  vini sínum. Vinurinn fór í krísu sem hafði áhrif á allt og gerði það, að við stóðum uppi með mikla skuld á okkar mælikvarða. Þá horfði ég á hræðsluna sem læddist inn í mig og ég gat á engan hátt stjórnað því. _mg_2993.jpg

Ég lærði á þessu tímabili þann mesta lærdóm sem ég hef fengið í þessu lífi, að sleppa stjórninni og bara vera. Ekki að láta allt gossa, en trúa á að ef ég geri það sem ég get, gerist það sem á að gerast og það er það besta fyrir mig.

Sjá þetta sem möguleika, en ekki erfiðleika.

Það er nefnilega þannig að þegar lífið verður erfitt, þá lærum við mest. Ég sé það sem möguleika á að verða betri til að lifa , en ekki sem vandamál.

Þetta er í raun ekkert flóknara en þegar maður æfir sig í að sippa, og maður flækist aftur og aftur í sippubandinu, en að lokum þegar við höfum flækst aftur og aftur þá verðum við meistarar í að sippa.

Við verðum meistarar í lífinu !

Sem dæmi um hvernig velmegun getur gert okkur blind fyrir möguleikum er Danmörk á þessum tíma. Það er rotnunarlykt allsstaðar.

Eplin rotna í garðinum, það er farið út í búð og keypt epli.
Sveppirnir rottna í skógarbotninum, það er farið út í búð og keyptir sveppir og þannig mætti lengi telja upp.  Það eru afurðir allt í kringum okkur sem mætti nýta mun betur en það er frekar farið út í búð og keypt.

Við Gunni höfum í nokkur ár undirbúið okkur undir þennan krísutíma með að gera garðinn okkar kláran. Við erum búinn að planta yfir 20 tegundum af berjarunnum og ávaxtatrjám til að gefa okkur af sér. Við erum með býflugur sem gefa okkur hunang sem kemur í staðin fyrir sykur. Við erum með eplaplantekruna sem gefur okkur eplamost fyrir allt árið. Það er í raun ansi spennandi að finna sínar eigin leiðir til að draga björg í bú (held að það heiti það) Við stefnum á að fá okku hænur næsta vor, sem gefa okkur egg og kjöt.

Það verður líka minna um utanlandsferðir, en Danmörk er dásamlegt land að eyða sumarfríinu í og fullt að skoða hérna. Við gætum til dæmis hjólað um sveitir og niður á strönd . kveikt bál á ströndinni á kvöldin og grillað.

Ég sé þetta sem möguleika á að meta það sem er nær, nær mér og öllu. Það verður tími til að vera nær, vinum, náttúrunni og andanum.

Ég er á að krísa sé líka góð fyrir menningu og kultur. Ég veit að það er mikilvægt að hafa peninga fyrir listina. En út frá því sem ég upplifi, þá má margt breytast þar. Hérna í Danmörku eru það í raun gallerístar sem stjórna hvað kemst að og hvað ekki. Hver er það sem stjórnar galleríistanum, það er kaupandinn. Fínt hugsa margir, en fyrir mér er það ekki algott. Því þá er þetta orðið um peninga, og það er á kostnað sjálfrar listaþróunarinnar. Með efnahagslegri krísu beitist þetta og þá gerast aðrir hlutir sem flytur áheyrslupunktinn í listinni.

Við höfum öll gott af að við séum minnt á að við lifum á annan hátt en í gegnum græðgina. Við kaupum til að finna að við séum lifandi, en nú gefst tækifæri á

að anda inn og

anda út og horfa í kringum okkur og njóta stundarinnar í því sem er nær, hér og nú og það gefur þroska sem er öllum holl._mg_2957.jpg

Peningar eru orka, það hefur einhversstaðar gleymst að orka þarf að fá flæði, því allir sem hafa haft möguleika á, hafa safnað orkunni saman í köggla (verðbréf, bankabækur, undir koddann) í staðin fyrir að láta orkuna gera það sem henni er eðlilegt, flæða frá einu markmiðinu til annars, svo allir geti snert orkuna og fengið hluta af henni. Þá eru bara þeir sem halda fastast, sem geyma eins og Jóakim. Það hlaut að fara illa ! Það var kannski það sem var besta út frá því hvar við erum sem mannkyn.

Kannski er það gott, það gæti leitt til þess að við veitum hvert öðru athygli og réttum hvert öðru hjálparhönd . Ef við sjáum að bróðir okkar eða systir á smátt með aur, minna en við, þá gætum við deilt því sem við höfum.

Við hendum 10 til 12 % af því sem við kaupum, margur gæti notað það.

Kannski verður það eðlilegur hluti af okkur í framtíðinni. Við vitum af einstæðingum, eða einstæðum foreldrum sem búa í nágrenninu, er nokkuð eðlilegra en að athuga hvort viðkomandi vilji fá fat með hluta af kvöldmatnum okkar til að gæða sér á. Við gætum í þessari kreppu náð hvert öðru, þá væri þessi kreppa til góðs.

Við þurfum að hætta að hugsa okkur sem ég, mig, mér, heldur erum VIÐ VIÐ Eitt með öllu !  


mbl.is Fundi lauk á þriðja tímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband