Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Hvað hefur árið gefið mér af upplifunum og reynslu

steinaÉg er hugsi í dag, þar sem ég dunda mér við eitt og annað og velti fyrir mér liðnu ári.

 

Þetta hefur verið mjög afdrifaríkt ár í alla staði. Hef sennilega aldrei haft svona afdrifarík ár á allri minni æfi.

 

Á sama tíma í fyrra, hugsaði ég nokkurn veginn það sama, en árið á undan hafði líka verið afdrifaríkt, miða við þá reynslu sem ég hafði þá.

Hvert ár hefur gefið mér meiri og nýja og ótrúlega reynslu.

 

Núna líður mér eins og ég sé í þurrkara, eftir að hafa verið í þvottavél allt árið, með nýjum og nýjum þvotti í allavega sápum og allavega litum þvotti.

 

Á sama tíma fyrir ári, sat ég og hlakkaði til áramótanna, því ég hafði ákveðið að vera ein á gamlárskvöld og hugleiða inn í nýja árið, sem ég svo gerði.

 

Ég átti dásamleg áramót og stefni á önnur nokkurnveginn eins.

 

Á sama tíma í fyrra var ég í fráhaldi, sem ég kalla það, eða ég viktaði og mældi allan matinn minn og borðaði eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Ég hafði það fínt með það, á þeim tíma.

 

Í byrjun janúar fór ég til Ítalíu, til In Citta’della Pieve i Umbria. Þar var ég var með kærum vinum frá heiminum í viku  og við unnum undir leiðsögn Gordon Davidson við að þjálfa okkur til að _mg_7737.jpgvinna sem guide i Joyful Evolution tækni. Við höfðum undanfarið ár hist vikulega á gotoowebinar, einskonar netkennslu. Þetta var svo vika, þar sem við unnum mjög djúpt saman.

 

Við snjóuðum inni, sem var alveg með ólíkindum. Eftir mikla baráttu þar em við börðumst í gegnum snjóinn frá setrinu út á þjóðveginn og þar með leigubíl og svo lest í 6 klukkutíma, sem vanalega tekur 40 mín. komumst við til Róm.

_mg_7769_1185264.jpg

 

Í Róm, festist ég í lyftu með góðu fólki, um miðja nótt, lyftan hrundi frá fjórðu hæð og niður í kjallara. Engin kom til skaða sem betur fer. En eftir ævintýralega björgun, þurftum við að fara með allar töskur upp á 9 hæð, þar sem íbúðin var, sem við fengum lánaða, upp á allra hæstu hæð í heimi, að mér fannst um miðja nótt í Róm.

 

Við dvöldum nokkra góða daga í Róm, en komumst heilu á höldnu heim hver til síns heimalands.

 

Í mars fór ég til Íslands, yfir stutta helgi, var með námskeið í hugleiðslu. Það kom svo mikið að góðu fólki. Ferðin var stutt og áhrifamikil.

_mg_1737.jpg

 

Í maí, fermdist Sólin mín, elsku yngsta barnið mitt. Við héldum 80 manna veislu hérna í garðinum okkar, með góðum vinum og ættingjum héðan og frá Íslandi.

 

Það var sól og dásamlegt veður, þó það væri snemma vors. Hún var fermd með bestu vinkonu sinni og einum dreng sem býr hérna rétt hjá. Nágrannar okkar, tóku sig saman og planlögðu mótspil við limousine og þyrlur, sem keyra fermingarbörnin heim frá kirkju, og skreyttu hjólbörur, með fallegum blöðum og keyrðu þær heim í veislurnar sínar.

 

Daginn eftir dásamlega veislu með söng, músík, góðum mat og góðum gestum flaug ég til Los Angeles._mg_2200.jpg

 

Ég var viku á ráðstefnu með fólki frá heiminum, þar sem unnin var andleg vinna og bundin andleg bönd á milli hvers og eins.

 

Það var gaman að upplifa og vera þarna. Við dvöldum á hæðum yfir borginni á stað sem heitir Loyola Marymount University. Einnig fórum við aðeins um í borginni og kringum borgina, ég sá með eigin augum Hollywoodmerkið wawww það var gaman.

Eftir viku dvöl þar fór Sólrún og Lisbeth vinkonur mínar og ég með Theresa heim til Theresa. En hún á heima

í Mariposa. Það var ca 5 tíma ævintýraleg keyrsla frá LA._mg_2363.jpg

Við vinkonurnar héldum dagsnámskeið í nýja setrinu hjá Georg og Theresa, það gekk vel og var undurljúft.

Við dvöldum þar í dásamlegu yfirlæti í ca viku, með útisundlaug og náttúru sem ég hef aldrei upplifað áður.við heimsóttum líka Yosemite National Park sem var engu líkt, sáum Móður náttúru í þvílíkri fegurð og töfrum. Við sáum líka úlf og björn og fullt af öðrum dýrum, sem var gaman gaman

Eftir dásamlega daga með Theresa fórum við vinkonurnar til San Francicso og dvöldum þar smá, dásamleg borg alveg hreint._mg_3233.jpg

 

Ég fór svo og heimsótti vini mína í San Rafael og dvaldi þar í nokkra daga. Ég átti yndislega daga með þeim, þar sem við meðal annars skoðuðum Muir Woods Nationar Mounment, mörg þúsund ára tré sem vorum með ólíkindum stór.Hérna er hægt aå lesa nánara um þegar ég var rænd

Eftir ævintýralega ferð og 3 vikna dvöl í USA  tók ég þáttí útskrift hjá Sigga syni mínum, frá Konunglegu Listaakademíunni, sem var stór stund fyrir hann og okkur öll.

 

Í byrjun sumars, giftu Sigyn dóttir mín og Albert sig. Þar komu líka margir gestir, margir komu alla leið frá Íslandi til að halda upp á daginn með þeim. Fullt af gestum, fallegt kirkjubrúðkaup með dásamlegum söngvum sungið af Sólrúnu Bragadóttur. Sigyn mín í svo fallegum kjól og svo falleg í alla staði.

 

Ég hef aldrei áður upplifað það í kirkjubrúðkaupum að kirkjugestir klappi eftir að sungið er.

Brúðkaupið var ansi magnað, þar sem fortíð, nútíð og framtíð mættust. _mg_5409.jpg

 

Eftir brúðkaupið fórum Gunni, Sól og ég til Íslands, sem var fermingagjöf til Sólar. Hún mátti bjóða bestu vinkonu sinni, Andrea, með. Að sjálfsögðu héldum við auka fermingarveislu á Íslandi, fyrir nána ættingja og vini okkar sem þekkja Sól. Það komu hátt í 100 manns, sem var bara algerlega dásamlegt að upplifa. Fermingarveislan var haldin í húsinu sem Sigrún systir og Jón eiga í Kópavogi og þökk sé svona góðri systur að leggja húsið sitt fyrir nöfnu sína. Við fengum dásamlega hjálp frá Hafliða og Dússu með láni á hinu og þessu og hjálpandi hönd við að smyrja og annað sem þarf að gera fyrir svona stóra veislu.

Eftir þvílíkt dásamlegan dag, með svo dásamlegum ættingjum og vinum, fórum við í ferðalagið stóra. Fengum lánaðan jeppa frá Einari og felliskýli frá Ingunni og Ara, það gat ekkert klikkað. Það klikkaði heldur ekkert. Ferðin var í alla staði, svo dásamleg, með stoppi hér og þar hjá vinum og ættingjum og á fallegum ógleymanlegum töfrastöðum. _mg_7443.jpg

Víkin mín, var alltaf jafn dásamleg, mikið elska ég þennan bæ, sem er svo stór hluti af mér, blóðið mitt er blandað Víkurorkunni, sem gerir að ég hef það hvergi betra en í gömlu æskuorkunni minni. Sjá nánari áfallaútskýringu á ferðinni og hvernig ég missti hræðilega mikið af peningum,

Eftir dásamlega ferð, fórum við heim til Danmerkur, södd og sæl og full af minningum sem við höfðum skapaða saman sem fjölskylda.

 

Í ágúst fór ég aðra ferð til Íslands. Ferðin var vinnuferð, eða námskeið, einn dagur með hugleiðslukennslu og svo helgarnámskeið á Sólheimum, þar sem Sólrún Bragadóttir, Stefano og ég vorum með námskeið, sem við kölluðum” the three of life”  Bæði námskeiðin gengu algerlega dásamlega. Ég var 10 daga á Íslandi og notaði hluta af tíma mínum til að hitta vini og ættingja. Einnig var ég nokkra daga í Víkinni minni, á Strönd, það var bara toppurinn.

 

Í september fór ég með námskeið til Noregs. Þetta var námskeið í að vinna með náttúruríkjunum sem er að sjálfsögðu blandað með að vinna með þá innri vinnu sem ég hef verið að læra undanfarin ár. Námskeiðið var haldið á dásamlegri eyju fyrir utan Drammen. Yndisleg upplifun, sem hefði aldrei gengið svona vel, ef Sissa hefði ekki skapað þessar dásamlegu aðstæður.

 

Í desember lá svo leiðin til Ísrael og Palestínu. Þetta var hugleiðsluvinna, mikið unnið og mikið ferðast um svæðin. Ferðin hafði mikil og djúp áhrif á mig og er ég ennþá að vinna úr öllum þeim upplifunum sem ég meðtók. 18089_10151149924733314_1922867472_n.jpg

Landið fallegt og hrikalegt, mikil þjáning þar sem heil þjóð er í fangelsi. Ég var við Dauðahafið og lét mig fljóta, næstum því til Jórdan, ég hugleiddi á fjallinu við Galilei, þar sem Jesús hélt fjallræðuna, ég hugleiddi í hellinum þar sem hann hugleiddi nóttina fyrir fjallræðuna, ég sá og upplifið alla þessa sögu á öllum víddum, ég upplifði líka þær hörmungar sem fólk lifir við í dag, á þessu svæði, þar sem ég var á svæðinu á meðan haldið var vopnahlé, eftir mikil átök á milli Ísrael og Palestínu.

Ég veit að þetta verður ekki mín síðasta ferð á þetta svæði, er strax farinn að plana ferð þangað á næsta ári.

 

Ég kom heim eftir þessa ferð, búinn á sál og líkama og reyndi að vera með til að skapa jól með fjölskyldunni minni. 29343_10151149926403314_2033149436_n.jpg

Ég veit að eftir þetta ár, verður aldrei neitt eins og áður. Ég fór í gegnum eldhreinsun á síðasta ári, á svo mörgum plönum. Nýtt tímabil er komið, þar sem ég kem til með að lifa lífi, sem er og verður öðruvísi en áður. Hluti af mér, vil það gamla, það sem ég þekkti, þar sem ekkert óvænt gerist hjá mér, en sá tími er búinn.

 

Ég sagði upp vinnunni minni, sem skólastjóri í Listaskólanum Rammen, þar sem ég hef verið síðastliðin 10 ár, það öryggi fjarlægði ég líka.

 

Ég vinn með fleiri og fleiri  sem guid, sem er sú aðferð sem ég hef sjálf verið leidd áfram á Gordon Davidson síðustu 9 árin, em hefur gert það að þessi nýji heimur er komin, sem er svo öðruvísi en ég nokkurtíma hefði getað ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa.

 

Með þeirri innri vinnu sem ég hef gert, hafa allir þeir möguleikar sem eru mögulegir ,opnað sig fyrir mig. Ég vil gjarnan hjálpa öðrum að láta flæðið streyma, án alls þess sem stoppar að við þorum og viljum. Það er hlutir þeirra verkefna sem ég ætla að taka mér fyrir hendur á næsta ári.

 

Ég byrjaði fyrir nokkrum mánuðum að bjóða upp á hugleiðslu kennslu á skype. Það hefur verið ný og spennandi leið fyrir mig og fleiri og fleiri vilja vera með.

 

Næsta ár bíður líka upp á annað nýtt verkefni sem við hjónin erum að vinna að ásamt nokkrum góðum vinum hérna í Danmörku.

Það kemur seinna, en það er mikill undirbúningur í gangi hjá okkur með það.

 

Næsta ár, verða fleiri ferðalög framundan hjá mér. Það sem ég veit er að  í maí ætlum við sem erum að vinna að þessu nýja verkefni sem ég sagði ykkur frá, að fara til Víkur, á Íslandi og halda vinnuhelgi í fjölskylduhúsinu ”Strönd”. Í maí fer ég til til New York á ráðstefnu, í júní fer ég til Kanada með námskeið. Einnig eru plön um ferð til Los Angeles í mai. Í ágúst er svo annað námskeið á Sólheimum með ”the three of life”. Margt annað er í planleggingu, sem kemur í ljós._mg_1578.jpg

 

Það eru margar hugsanir sem koma upp við þessa talningu, ótrúlega skrítnar hugsanir sem flestum finnst sennilega ekki passa með.

 

En það er það sem hefur fyllt mest hjá mér yfir allt árið. Það er matur, jebúddamía, það er svo skrítið, að hugsa um það, að matur skuli vera svona mikið atriði í svona ævintýrum.

 

Matur, já, ég hafði verið í fráhaldi í 4 ár, eins og ég kom að í byrjun þess sem ég skrifaði. Í fráhaldi þar sem ég hafði viktað allt sem ég hef borðað í 4 ár. Fyrir þann tíma, borðaði ég óhemju mikið og meira mikið, sem gerði að ég þurfti mikinn stuðning til að finna nýja leið með mataræðið. Þá hjálp fékk ég, en hef svo verið allt árið að finna jafnvægi og leið til að vinna í ap gera matarvenjur mínar sem eðlilegan straum að orku, að borða meðvitað, þar sem ég sjálf, meðvituð ég, stjórnar, í samvinnu með líkamanum, en ekki að aðrir, stjórni og ráði, hvað er best fyrir mig og líkama minn. Ég er að læra að passa mig, alla, með öllum þeim kærleika sem ég hef.

Ég trúi að það að vinna með sitt innra, þá opnar maður fyrir leiðum og skilningi sem maður vissi ekki að maður hafði.

 

Að þora að brjóta upp munstur og upplifa eitthvað nýtt og öðruvísi en áður, brýtur upp önnur munstur, vanamunstur sem er hluti þess að borða, kaupa, borða ekki, rífast, rífast meira, gráta, gráta meira og svo framvegis. Það þarf stundum að nota mikla krafta til að breyta því sem maður en vanur, ég veit allt um það. En þegar maður upplifir það sama aftur og aftur og aftur og aftur, þá er lítill möguleiki á að mæta einhverju óvæntu sem er með til að víkka út sjóndeildarhringinn og jafnvel að mæta hlutum sem stundum virðast óyfirstíganlegir, eins og ég hef gert á flestum þeim ferðum sem ég hef farið í á liðnu ári, en ég hef mætt þeim, tekist á við það og verið ríkari af reynslu á eftir og ég þakka svo sannarlega fyrir það.

 

Sú besta gjöf sem ég hef gefið mér í gegnum árin, er að hafa farið í þessa meðferð (þerapíu) fyrir 9 árum. Það hefur gert að ég hef þorað að taka sjénsa, taka áhættur, mætt nýju og nýju og meira nýju. Ég hef lært að sjá heiminn frá mörgum hliðum og líka á haus  og ég er ennþá lifandi, sit ennþá á yndislega heimilinu mínu, 27 desember 2012 og hef lifað þetta allt af.

 

Maturinn er ennþá yndislegur, en hann fyllir ekki allt. Ég er kannski 5 til 6 kílóum þyngri en ég var fyrir ári, en ég vil heldur vera það og vera frjáls til að velja til og frá eftir því hvernig aðstæðurnar eru hverju sinni.

 

Í kvöld ætlum við að borða rauðrófusúpu með rauðrófum frá garðinum mínum, sem tekið var upp í morgun, 27 desember og brauð með sem ég hef bakað úr allavega korni sem ég átti í skápunum. Allt lífrænt og allt hollt.

 

Ég tek á móti lífinu og því sem það lætur mig mæta með áhuga og reyni að leysa þau verkefni sem ég mæti hverju sinni á eins góðan hátt og ég get. Ég hef oft getað gert betur en ég hef gert, en það er allt í lagi, ég geri bara betur næst.

Hamingja til ykkar allra elsku fólk.

img_2375.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband