Fíkn

foto_389.jpg

Yndislegur dagur hjá mér. Ég byrjaði daginn á að fara á kynningarmessu á öllum  menntunar tilboðum fyrir ungt fólk sem  hefur einhver vandamál ! Það var alveg ofsalega mikið að skoða og ég kom heim með tíu kíló af bæklingum dvdíum og öllu mögulegu til að fara með í skólann og skoða nánar.
Þegar ég kom heim komu Sól og Gunni á næstum sama tíma. Gunni hafði fylgt Sól og Cesilia til Hóraskeldu þar sem þær eru í leiklistarskóla fyrir börn.

Við fórum að vinna í garðinum í alveg frábæru veðri. Allt var gert fínt og flott.
Við fórum svo inn og ég og Sól fengum okkur indælan kvöldverð en Gunni fór út á lífið í Kaupmannahöfn.

Núna sitjum við Sól hérna inni í stofu í sófanum, drekkum te og erum að horfa á sjónvarpið.
Við erum báðar miklar tekellingar .

Það er ýmislegt að gerast inni í kollinum mínum þessa dagana eins og svo oft áður. En það sem er að gerast inni í höfðinu á mér hefur áhrif á alla mína líðan, og vekur mér vellíðan sem ég hef ekki fundið fyrir í mörg mörg ár.

Þannig er að ég eins og milljónir annarra hef einkennilegt samspil með mat. Ég hef alla tíð bæði hatað og elskað mat. Við Gunni erum bæði mikið matarfólk og vitum fátt skemmtilegra og huggulegra en að borða góðan mat.

Ég hef alla tíð haft svona samband við bæði kroppinn minn og matinn, sambandið þar hefur ekki verið eðlilegt.

foto_390.jpg

Fyrir ferminguna mína svelti ég mig í viku til tíu daga, viss um að ég væri offitusjúklingur. Sem ég get ekki annað en brosað yfir í dag. því ég var allt annað en það, ég var falleg og hraustleg.
En ég hafði sjálfsmynd sem var mjög óraunveruleg og var bara í höfðinu á mér.

Alla tíð eftir þetta var ég eins og harmonikka rokkaði upp og niður í kílóum og hélt mér niðri með allavega sjúklegum ráðum. Ég ældi matnum, drakk kúkate, borðaði megrunarkaramellur, hörbelive, allavega hitt og þetta og hina og þessa kúra. Þessa sögu þekkja margir sem hafa brenglað samband við mat.

En vandamálið var að ég náði aldrei að halda neinu við, allt fór alltaf í sama farið aftur.

Ég hef svo undanfarin ár notað mikla orku við að vinna að mínu innra með hugleiðslu og í þerapí hjá honum Gordon mínum frábæra, sem hringir í mig einu sinni í mánuði frá Kaliforníu og við vinnum saman í cirka tvo tíma með mitt innra og þau vandamáls sem hafa komið upp síðan siðast. Einnig fær ég verkefni sem ég vinn að eins og einskonar heimavinnu. Þetta hefur verið mér alveg stórkostleg hjálp til að fá innra jafnvægi og vera meðvituð um það sem lífið mitt er um, hver ég er á innri og ytri plönum og margt margt fleira.

Ég hef þó fundið fyrir undanfarið ár að til að ná þeim árangri sem ég vil bæði í hugleiðslu og í öllum þeim andlegu verkefnum sem eru mér mikilvæg og sem meðmanneskja allra sem ég hef samskipti við, yrði ég að vinna að mínum líkamlegu málum. Ég yrði að einbeita mér að því að sameina huga minn líkamanum, ekki vera bara höfuð og upp ,heldur heil, eitt með öllu því sem ég er. Líkami minn er það verkfæri sem ég hef í þessu lífi og mér ber að vinna með honum en ekki á móti. foto_387_670761.jpg

Vandamálið var að ég hafði erfitt með að finna það sem hentaði og þar af leiðandi gerðist ekki mikið að mér fannst. En þar sem ég trúi því að mér sé hjálpað á þá braut sem er góð fyrir mig þegar ég er tilbúinn og beið ég á einhvern hátt eftir skilaboðum, tákni um að eitthvað væri það rétta hjá mér.

Ég fékk svo skilaboð frá gamalli vinkonu minni henni Bobbu inn á bloggið mitt. Smá kveðja eftir 22 ár. Við fórum að skrifa smá hvor til annarrar . Ég tók eftir að hún var næstum óþekkjanleg því í gamla daga var Bobba alltaf stór og mikil kona, en núna var hún einhvernvegin svo lítil og svo kvenleg að ég átti erfitt með að sameina þá nýju þeirri gömlu.

Ég las þó á milli línanna að hún var á einhverju sérfæði og það hafði hjálpað henni  að forma sig í annað mót. Ég beið  nokkurn tíma með að spyrja, því ég vissi innst inni að þá væri ekki aftur snúið.
En ég spurði og það leið ekki vika þar til vorum farnar að tala saman á skypinu. Núna eru 18 dagar síðan ég byrjaði  á þessu fæði og mér líður svo svo vel. Ég finn einhvernvegin mikinn léttir yfir að ég er að gera mér gott. Ég er að gera mig að betra verkfæri fyrir framtíðina.

Það sem var erfiðast fyrir mig við þessa ákvörðun var : nú verð ég ennþá meira öðruvísi en aðrir. Ég drekk ekki áfengi, ég borða bara fisk og hvítt kjöt, ég fer aldrei út að skemmta mér og núna yrði ég á algjöru sérfæði.

Ég vorkenndi mér yfir að ætla að taka þessa ákvörðun. En núna sé ég að ég er að gera mér lífið léttara og auðveldara en áður.

Það sem er öðruvísi en áður, er að ég hef enga tilfinningu fyrir að ég sé í megrun, enda er ég ekki í megrun. Ég hef sjaldan borðað eins mikið og ég geri núna, bara öðruvísi blöndu af mat og hlutföllin eru ólík því sem ég hef gert áður. Maturinn er alveg frábær ! Nýr lífstíll.

Ég finn líka annað sem ég ekki hef upplifað áður, það er að ég er svo tilbúinn að breyta til,. Þar held ég að spili inn öll sú vinna sem ég hef gert með Gordon  undanfarin ár..

Ég hef verið að lesa mig til um þessi mál  á hinum og þessum heimasíðum og mér varð ljóst að sú mynd sem ég og margir, margir aðrir hafa af þeim sem ekki geta stjórnað mataræðinu er algjörlega röng !!!

Ég las einhversstaðar  á  einhverri síðunni að það væri vísindalega sannað að þeir sem eiga við matarfíkn eða einhverja átröskun, alkaholismi og spilafíkn að stríða eru með einhvern auka gen í sér, sem sé ástæða þessa vandamáls. Þetta fannst mér mjög áhugavert og opnaði það augu mín fyrir svo mörgu og einhver léttir gerðist inni í mér.

Ekki þannig að nú er ég með einhvern sjúkdóm, leggst upp í sófa og bara vorkennt mér, nei, nú veit ég hvað það er sem ég á að takast á við og um leið og það varð ljóst var allt auðveldara.

Eins og ég hugsa þarf þetta líka að hanga saman út frá því andlega sem ég trúi og mín kenning er sú að þeir sem erfa þetta gen ger að  til að takast á við fíkn í hvaða formi sem er.

Fíkn geta verið margir hlutir og til að komast á hærra vitundarstig þurfum við að vinna með fíknina og ein leið til að vera viss um að við tökumst nú á við þetta stig  í þróuninni er að láta það erfast. Því er hreinlega plantað í þann sem þarf að vinna á fíkninni, engin leið í kringum það.

Ég held að það sé mikilvægt þegar maður ákveður að vinna á ákveðinni fíkn að flytja fíknina ekki yfir á eitthvað annað.

foto_394.jpg Til dæmis, ég vinn á matarfíkninni og fer að kaupa mér fullt af fötum, óeðlilega mikið af fötum.
Maður hættir að drekka en borðar mjög mikið af nammi eða stundar mjög mikið kynlíf eða eitthvað annað.

Ég þarf nefnilega að vinna á FÍKN sem í þessu tilfelli bitnar á líkama mínum, en gæti alveg eins bitnað á peningaveskinu mínu. Fíknin er sú sem ég þarf að ráða yfir,  þarf að vinna á og það verður spennandi ferðalag.

Ef ég sé fíknina sem lifandi form sem svífur frá einu til annars til að lifa,. Ef unnið er á einu sem er kaupfíkn svífur hún yfir á fíknina að borða.  Ég vinn á því, þá svífur hún yfir á annað sem er veikleiki. Fíknin er nefnilega lifandi og ekki ég, hún er sjálfstætt lifandi form sem ég þarf að taka  og vera herra yfir í Kærleikanum.

Ekki dæma hana og hata en elska hana eins og hvern annað hluta af mér sem hjálpar mér í þeirri þróun sem ég er í.

Ég hef fíkn, en ég er ekki þessi fíkn.

Ég gæti sennilega haldið þessum vangaveltum áfram í alla nótt en núna byrjar bíómynd sem við Sólin ætlum að horfa á saman.

Set inn myndir frá sófanum okkar , Sól, Lappi og tebollinn minn.

Kærleikur til ykkar allra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

væri til í að hafa dúllurnar mínar að kúra í en það kemur fljótlega.

fíknin er lævís félagsskapur og ég þarf að taka á minni fæðufíkn og óreglu!

Hjartans kveðjur til þín kona!

www.zordis.com, 13.9.2008 kl. 21:32

2 identicon

Skemmtilegur lestur og vel skrifað

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 22:31

3 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Frábært hjá þér. Mjög skemmtileg lesning. Þetta er svo heilbrigt og flott. Kær kveðja frá Ísafirði.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 13.9.2008 kl. 23:52

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Varð bara að koma með smá klemmur og knús til þín vinkona og óska þér góðs gengis !! Ég kem inn ´bloggið í 1/2 míflugumynd þegar það ég kíki upp úr bókum að skúringarnar eru búnar :) En í alvöru talað þá hefur aldrei verið svona gaman að vera ég og það er í dag  Búin að þrá það svo í morg ár að gera eithvað bara fyrir mig, og nú gengur svo vel með krakkana að ég get gert þetta með góðri samvisku líka hihihi

Klemmur og knúsur yfir fjörðin :)

Sigrún Friðriksdóttir, 14.9.2008 kl. 00:33

5 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Þessi færsla hjá þér er alveg frábær og eitt er víst að hún hefur hjálpað mörgum sem hafa lesið.  Ein kona sem er á námskeiðinu mínu sagði í gær:  Ég og Frú Fíkn ( matarfíkn ) erum nú orðnar vinkonur og ætlum að vinna saman í vetur.  Hafðu góða helgi !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 14.9.2008 kl. 10:45

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábærar pælingar. Gangi þér vel í þínum glímutökum, elsku kona.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.9.2008 kl. 12:50

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm - ég hef þá trú að fíknin yfirfærist alltaf í eitthvað nýtt!! Eins og þú segir: "Ég hef fíkn, en ég er ekki þessi fíkn"

Blessi þig

Hrönn Sigurðardóttir, 14.9.2008 kl. 22:39

8 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Frábært að lesa þetta hjá þér Steina mín. Knús til ykkar allra :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 14.9.2008 kl. 23:23

9 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 15.9.2008 kl. 01:14

10 identicon

Sæl Steina mín.

Mjög góð "pælingarfærsla".

Ef að við hugsuðm ekki og ígrundum hlutina færi undantekningalaust illa fyrir okkar.

Hafið þið það sem allra,allra best.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 11:23

11 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Já, það er þetta með fíknina.... Oooooo hvað ég þekki þetta vel.

Góð setning: ég ætla að vinna með líkamanum í stað þess að vinna gegn honum.

Ylfa, sem er að baka bollur með rúsínum og kardimommum ;)

Segðu mér, hvernig fæði er þetta?

Ylfa Mist Helgadóttir, 15.9.2008 kl. 17:24

12 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Var ekki einhver sem sagði að fötin skapa manninn. Er það ekki fæðið sem skapar manninn? Ég finn verulegan mun á mér andlega og líkamlega eftir því hvernig mat ég borða. Núna er uppskerutímabil og ég hreinlega nýt þess að borða ferskmeti..En ég held reyndar líka að svefn og hvíld skipti höfuðmáli.

Gaman að heyra hvernig þú ert að takast á við lífið - ég vildi að ég væri svona öguð. Kannski ég noti þetta sem hvatningu til að taka mig á.

kærleikskveðjur til þín í Lejrekotið

Anna Karlsdóttir, 15.9.2008 kl. 23:01

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg hárrétt hjá þér með fíknina.  Hún bara er, og ef hún beinist ekki að þessu; þá kemur bara eitthvað annað.  Þess vegna er svo mikilvægt að vinna á fíkninni sjálfri, en ekki endilega því sem hún beinist að í það skiptið.  Knús á þig yndislega kona, og njóttu tesins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 12:24

14 Smámynd: Dísa Dóra

vá hvað þetta er góður pistill.  Þetta er pistill sem ég á eftir að lesa betur/aftur seinna og pæla svolítið í.

Takk fyrir þetta og kærleiksknús til þín

Dísa Dóra, 16.9.2008 kl. 20:06

15 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 17.9.2008 kl. 00:32

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Mikið þekki ég þetta með að færa fíknina yfir í eitthvað annað..t.d.mér gekk svo ljómandi vel að hætta að reikja......og þurfti ekkert að hafa fyrir því að fitna upp úr öllu valdi.....þó var ég alveg meðvituð um hvað ég var að gera mér......kannski að ég taki fíknina í sátt ....

Frábær pistill hjá þér.

Solla Guðjóns, 17.9.2008 kl. 00:41

17 identicon

Góð listakona með yndislega bloggsíðu.

Góður þessi pistill.

Takk fyrir mig og kærleikur til þín.

Emma (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:51

18 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl kæra Steina og takk fyrir þessa færslu þína rétt eins og allar aðrar frá þér.

Endilega kíktu á klukk færsluna mína.

Bestu kveðjur til þín og þinna frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 20.9.2008 kl. 20:50

19 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Góður pistill hjá þér um fíknina. Ég kannast við hana, t.d. þegar ég hætti að reykja fyrir tveim árum þá datt ég í sælgætið og fitnaði einhver ósköp. Nú er ég  að horast of mikið. Ætla að reyna að fara að borða hollan mat eins og þú.

Svava frá Strandbergi , 20.9.2008 kl. 23:43

20 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyri dásamlegan pistil Steina mín.Ég er ákveddin í ad lesa hann nánar og hugldeida tetta med fíknina.Ég er eins og barbapabbi næ öllum formum.Elska mat og aftur mat.

Enn og aftur takk fyrir tesa frábæru lesningu.

Kvedja

Gudrún

Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 27.9.2008 kl. 05:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband