smá hugsun fyrir þessa fórn til mín,,,,,,

_mg_2945.jpg

Hérna  hjá mér er veðrið fallegt !
Það er cirka 16 stiga hiti á daginn. Sólin skín fallega og það er fallegt að ganga.

Ég fann nýja fallega leið til að ganga þegar ég fer frá Köge stöðinni í vinnuna mína. Leiðin er kannski örlítið lengri en hin, en fallegri. Það er skógarsvæði með smá lækjarsprænu. Ég nýt þess að labba þessa leið.

Leiðin tekur svona hálf tíma og ég hef eignast vinkonu á leiðinni.
Það er svolítið fyndið að þessi vinkona mín er alltaf á sama stað þegar ég kem.

Hún stendur við göngustíginn og rekur bossann upp í loftið og starir niður í grasið.
Í fyrstu lét hún eins og hún sæi mig ekki, en í gær gaf hún sér tíma til að nudda feldinum sínum upp að mér.

Þetta er kolsvört kisulóra.

Í dag þurfti ég að fara á bílnum, það var líka fallegt, þið getið séð það, ekki satt ?

Ég hugsaði um kisulórusvörtu, hvort hún saknaði mín ?

Ég sé hana á morgun, og hlakka strax til !

Á leiðinni í bílnum í morgun var ég að hugsa, hvaða yndislegu áhrif það myndi hafa á dýraríkið, plönturíkið og steina, loft og vatnaríkið ef við í hljóðri hugsun þökkuðum þeim fyrir það sem þau gera fyrir okkur hérna á Jörðinni.

Þegar við borðum þau og drekkum þau.

Ég geri það oft, en ekki næstum því alltaf.
Ég ætla nú að gera það oftar, og sennilega alltaf.
Kærleikur til ykkar allra

_mg_2952_681792.jpg_mg_2954.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Fallegt hjá þér Steinunn mín. Það er alveg satt við mættum vera duglegri að þakka fyrir okkur. Takk fyrir ábendinguna og takk fyrir að vera til

Kristborg Ingibergsdóttir, 25.9.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

flottar myndir...kveðja til þín Steina mín..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.9.2008 kl. 16:06

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Dulúð yfir þessum fallegu myndum.

Þröstur Unnar, 25.9.2008 kl. 16:36

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú hittir naglann á höfuðið sem endranær. Dásamlegar myndir!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:53

5 identicon

Sæl Steina.

Það er einhver yfirnáttúruleg dulúð yfir þessum myndum,og þannig á það að vera!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 06:14

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

svakalega flottar myndir...dularfullar og draumkenndar.

Já gott að muna þetta með að þakka fyrir sig...Takk, takk, takk. Ég hef margt að þakka fyrir í dag!! Kannski er þetta einn mikilvægasti dagurinn í líifi mínu hingað til??? Ég þakka mér fyrir að hafa tekið mjög góða ákvörðun...fyrir mig

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 13:17

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Yndislg færsla og dásamlega myndir fullar af dulúd.

Sá gönguleidina fyrir mér med kisa á midri leid og veitir tér alhyggli.

Kvedja frá jyderup inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 26.9.2008 kl. 13:18

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú ert alltaf að ýta við okkur með þínum yndislegu og blátt áfram færslum.....

Rétt er það að við gleimum oftar en ekki að þakka móður jörð og náttúru fyrir okkur en erum ávallt að þakka  fyrir hitt og þetta fyrir kurteisis sakir.

Ég hef sjaldan séð svo táknræna og falllega mynd og þá síðustu.Þú hefur gott auga fyrir fegurðinni.

Knús á ykkur í danaveldi.

Solla Guðjóns, 26.9.2008 kl. 19:57

9 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Takk fyrir fallegan texta og myndir. Kisur eru yndislegar.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 27.9.2008 kl. 01:14

10 identicon

Ég þakka þér yndislega bloggvináttu Elsku Steina mín, Ég skondraði mér út úr kerfinu og ætla að hætta að blogga.  Það er vegna þess að ég var að forgangsraða rangt. Nú tek ég mig á  Eigðu góðar stundir mín Elskuleg. Hlý kveðja

Sigga Svavars (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 11:35

11 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Dásamlegar þokukenndar myndir! Ég sit sveitt og læri fyrir líffæra og lífeðlisfræðipróf hjá vinkonu minni á Flateyri. Það rignir og hundarnir okkar sitja undir borðinu, blautir og illa lyktandi, því að þeir voru úti að pissa!

Knús til þín frænka sæl.

Ylfa Mist Helgadóttir, 27.9.2008 kl. 17:59

12 Smámynd: Heidi Strand

Det er noen flotte bilder og fin tekst. Det er så dejligt med skumring og tåke i Danmark.

Bedste hilsen

Heidi Strand, 28.9.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband