Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Minnig sem breitist við umfjöllun

_mg_7389_960920.jpgÉg átti í mesta basli við að binda garnið saman, til að allt leystist ekki upp það sem ég hafði setið og prjónað allan fyrripartinn.

Ég ákvað að taka smá pásu frá handavinnunni og settist í sófann inni í stofu. Sófinn var karrýgulur með brúnum röndum. Hann var mjúkur og það var þægilegt að sitja í honum. Ég lét mig hlunkast niður í sófann, setti fæturna upp á hringlaga borðið og hallaði mér makindalega niður í mjúkt sófabakið. Ég var í rauðum sokkum sem blöstu við mér þegar ég setti fæturna svona upp í loftið.

Fyrir framan mig var stór gluggi sem sneri að hafinu. Ég gat, ef ég lagði við hlustir heyrt óm af öldunum í fjarlægð.

Ég elskaði hafið, ég elskaði hljóðið frá hafinu, ég fann að ómur hafsins sló í takt við hjartað mitt. Ég einbeitti mér að andadrættinum mínum og lét hann anda í takt við andardrátt hafsins, sem gerði mig eitt með hafinu.

Þetta var góð tiflininning, það var eins og ég félli saman með þessum djúpa takti ég fann að meðvitund mín beittist í hálfgerðan svefn, að mér fannst. Ég fann þunga i höfðinu, ekkert vont eða óþægilegt en öðruvísi.

Það leið einhver tími, ég veit ekki hve langur en einhver tími þó. Ég heyrði eins og rödd í höfðinu á mér. Ég vissi ekki hvort það var mín eigin, eða einhvers annars.
Ég ákvað að einbeita mér að röddinni og reyna að skilja hvað hún eða ég sagði. Ég einbeitti mér í dálitla stund, eða þar til ég heyrði sagt: Farðu að hafinu, ég þarfnast hjálpar.

Ég hugsaði með mér, hvað þetta gæti verið, hvort þetta væri ég , eða einhver annar. Ég ákvað að prufa aftur að einbeita mér að röddinni og ákvað með sjálfri mér að ef ég heyrði það sama og áður myndir ég rölta niður að sjó og sjá hvers kyns væri.
Ég einbeitti mér aftur einhvernvegin inn í höfðið á mér. Reyndi að halda öllum hugsunum úti.
Þarna kom hún aftur “röddin” og ennþá ákveðnari en áður.

Ég þarf hjálp !

Ég stóð upp af hæglegum sófanum og kallaði á Tító hundinn minn. Hann elskaði að fara með niður á strönd og ég gæti alveg eins tekið hann með, það gæfi mér líka öryggi að hafa hann.

Ég klæddi mig vel, í úlpu, vettlinga, húfu og ullarsokka. Það var vindur úti og það var kalt og það var snjórigning.

Við gengum í áttina að sjónum. Það er ekkert sérlega löng leið tekur kannski 10 mínútur að ganga þangað rösklega.

Við gengum saman ég og Tító með vindinn og slydduna í andlitið. Ég sá glitta í hafið og það var úfið og kannski reitt ég vissi það ekki. Við komum að lokum inn á sandinn og ég renndi augunum með ströndinni. Það var ekkert að sjá svo langt sem augað sá.

Ég gekk lengra nær fjallinu og rýndi í átt að stóru steinunum sem liggja upp við fjallið. Þar gæti verið eitthvað. Ég fann allt í einu smá hræðslu í maganum því upp í huga minn koma atburður sem hafði gerst þar nokkrum árum áður.

Það hafði sést til ungrar konu þarna í klettunum sem engin þekkti til í bænum og hennar var leitað alla leið frá Reykjavík. Hún fannst aldrei. Talið var að hafið hefði tekið hana og ekki skilað henni aftur. Ég beindi þessum hugsunum í burtu og beindi athygli minni að Tító. Hann virtist sallarólegur og virtist bara ánægður með þennan óvænta göngutúr.

Nú vorum við næstum komin að klettunum þegar ég sá eitthvað lítið hreyfast þar sem alda og sandur mætast í faðmlögum. Ég gekk lengra að og sá að þetta var lítill kópur. Hann var einn og ósköp umkomulaus.Ég fann stað þar sem ég gat fest Tító því hann gæti fælt þetta litla líf sem lá þarna bjargarlaus.

Þegar ég var viss um að Tító væri örugglega fastur við stein gekk ég rólega að kópnum. Ég sá að hann var hræddur en þó var eins og hafið héldi utan um hann og öldurnar vögguðu honum fram og til baka til að róa hann og fullvissa hann um að hann væri ekki einn. Ég settist niður smá spöl frá honum, þar sem ég var viss um að öldurnar gætu ekki náð mér.

Ég gaf mér dágóðan tíma til að horfa á þetta litla líf og tala rólega til hans. Ég horfði í augun hans og sá tár í augunum hans. Ég fann til með honum, en vissi ekki alveg hvað ég átti að gera.

Ég ákvað svo að loka augunum og athuga hvort ég gæti talað við hann, eða heyrt röddina hans eins og þegar ég heyrði röddina áður. Ég lokaði augunum og einbeitti mér að höfðinu eins og ég hafði gert áður. Það leið svolítil stund og ég hlustaði á hljóð hafsins og fuglagarg í kringum mig. Ég heyrði í Lunda og Mági held líka að ég hafi heyrt öskur í fýl einhversstaðar.
Svo kemur röddin og segir: Takk fyrir að koma, viltu hjálpa barninu mínu út í dýpri ölduna svo hann geti synt út, þar skal ég taka á móti honum og hjálpa honum áleiðis þangað sem honum er ætlað.

Ég sat svolitla stund og reyndi að átta mig á hver það var sem talaði inni í höfðinu á mér. Eftir því sem ég komst næst í þeim skilningi var það hafið !

Ég ákvað að láta vera að hugsa of mikið um það, stóð upp og gekk rólega í áttina að litla kópnum. Hann varð skelfingu lostin og gaf frá sér hræðsluóp og baksaði með litlu höndunum sínum en maginn var of stór til að hann gæti fært sig afturábak eða áfram.

Ég stoppaði og velti fyrir mér hvað ég gæti gert til að nálgast hann án þess að hræða hann svona eins og ég gerði núna. Ég hugsaði dálitla stund um litla kópinn, þegar ég gerði það var eins og eitthvað gerðist sem var svo stórfenglegt og ég hafði aldrei upplifað fyrr. Ég fann eins og hugar okkar mættust. Ég horfði í augun hans og sagði í huganum, eins og röddin hafði talað til mín áður:

Vertu ekki hræddur, ég ætla að hjálpa þér út í hafið svo hafið geti hjálpað þér þangað sem þín leið er.

Ég fann ró færast yfir mig, ég fann ró færast yfir hann. Ég gekk að honum og ýtti honum í áttina að hafinu. Öldurnar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að hjálpa, en ég fann einnig að þær vildu ekki hrífa mig með. Við gerðum þetta í dágóða stund. Ég fann svo að selurinn flaut áfram á öldunni sem kom. Ég kallaði upp af gleði og öldurnar kölluðu upp að gleði og litli kópurinn kallaði líka af létti og ánægju yfir að vera laus frá sandinum og komin í faðm hafsins sem ég sá svo bera hann í fanginu sínu áfram lengra út.

Ég stóð dálitla stund og fann gleðina brjótast í mér yfir þessum góða endi. Endi sem ég var svo þakklát fyrir og var fyrir mér það eina rétta af svo mörgu sem hefði getað gerst. Ég veit ekki hversu lengi ég stóð þarna áður að ég mundir eftir Tító sem var bundinn við stein. Ég gekk til hans og sagði nafnið hans. Hann stóð þarna svo fínn og fallegur og rófan hans dansaði í takt við skrefin sem ég tók.

Ég settist niður á sandinn við fæturna á Tító og hann hlammaði sér strax á milli fóta mér og vildi láta kela við sig.

Ég lagði hendurnar mínar um hann og nefið mitt í feldinn hans. Við sátum svona upp að hvert öðru og hugsuðum um þennan atburð sem við höfðum verið með í að skapa. Ég fann gleði eins og einhverjum hnút hefi verið eitt og það væri hamingjurúm í maganum mínum. Ég lagðist á bakið í sandinn og dormaði smá stund.

Ég sá myndir koma og fara, minningar sem vildu láta muna sig, sem ég ekki vildi hleypa að. Ég sá minningu sem var á leið í burtu frá mér en vildi munast. Ég reyndi að ýta henni frá mér en hún kom og vildi ekki hverfa. Ég fann að mótstaða mín minnkaði. Hvað gerðist svo veit ég ekki. Ég fann mig á einhvern óskiljanlegan hátt leysast upp eins og sandkorn.

Ég átti í mesta basli við að binda garnið saman, til að allt leystist ekki upp það sem ég hafði setið og prjónað allan formiddagen.

Ég ákvað að taka smá pásu frá handavinnunni og settist í sófann inni í stofu. Sófinn var karrýgulur með brúnum röndum. Hann var mjúkur og það var þægilegt að sitja í honum. Ég lét mig hlunkast niður í sófann, setti fæturna upp á hringlaga borðið og hallaði mér makindalega niður í mjúkt sófabakið. Ég var í rauðum sokkum sem blöstu við mér þegar ég setti fæurnar svona upp í loftið.

Fyrir framan mig var stór gluggi sem snéri að hafinu. Ég gat, ef ég lagði við hlustir heyrt óm af öldunum í fjarlægð.

Ég elskaði hafið, ég elskaði hljóðið frá hafinu, ég fann að ómur hafsins sló í takt við hjartað mitt. Ég einbeitti mér að andadrættinum mínum og lét hann anda í takt við andardrátt hafsins, sem gerði mig eitt með hafinu.

Þetta var góð tiflininning, það var eins og ég félli saman með þessum djúpa takti ég fann að meðvitund mín beittist í hálfgerðan svefn, að mér fannst. Ég fann þunga i höfðinu, ekkert vont eða óþægilegt en öðruvísi.

Það leið einhver tími, ég veit ekki hve langur en einhver tími þó. Ég heyrði eins og rödd í höfðinu á mér. Ég vissi ekki hvort það var mín eigin, eða einhvers annars.
Ég ákvað að einbeita mér að röddinni og reyna að skilja hvað hún eða ég sagði. Ég einbeitti mér í dálitla stund, eða þar til ég heyrði sagt: Farðu að hafinu, ég þarfnast hjálpar.
Ég hugsaði með mér, hvað þetta gæti verið, hvort þetta væri ég , eða einhver annar. Ég ákvað að prufa aftur að einbeita mér að röddinni og ákvað með sjálfri mér að ef ég heyrði það sama og áður myndir ég rölta niður að sjó og sjá hvers kyns væri.
Ég einbeitti mér aftur einhvernvegin inn í höfðið á mér. Reyndi að halda öllum hugsunum úti.

Þarna kom hún aftur “röddin” og ennþá ákveðnari en áður.

Ég þarf hjálp !

Ég stóð upp af þægilegum sófanum og kallaði á Tító hundinn minn. Hann elskaði að fara með niður á strönd og ég gæti alveg eins tekið hann með, það gæfi mér líka öryggi að hafa hann.

Ég klæddi mig vel, í úlpu, vettlinga, húfu og ullarsokka. Það var vindur úti og það var kalt og það var snjórigning. Við gengum í áttina að sjónum. Það er ekkert sérlega löng leið tekur kannski 10 mínútur að ganga þangað rösklega.

Við gengum saman ég og Tító með vindinn og slydduna í andlitið. Ég sá glitta í hafið og það var úfið og kannski reitt ég vissi það ekki. Við komum að lokum inn á sandinn og ég renndi augunum með ströndinni. Það var ekkert að sjá svo langt sem augað sá.

Ég gekk lengra nær fjallinu og rýndi í átt að stóru steinunum sem liggja upp við fjallið. Þar gæti verið eitthvað. Ég fann allt í einu smá hræðslu í maganum því upp í huga minn koma atburður sem hafði gerst þar nokkrum árum áður.

Það hafði sést til ungrar konu þarna í klettunum sem engin þekkti til í bænum og hennar var leitað alla leið frá Reykjavík. Hún fannst aldrei. Talið var að hafið hefði tekið hana og ekki skilað henni aftur. Ég beindi þessum hugsunum í burtu og beindi athygli minni að Tító. Hann virtist sallarólegur og virtist bara ánægður með þennan óvænta göngutúr.

Nú vorum við næstum komin að klettunum þegar ég sá eitthvað lítið hreyfast þar sem alda og sandur mætast í faðmlögum. Ég gekk lengra að og sá að þetta var lítill kópur. Hann var einn og ósköp umkomulaus.Ég fann stað þar sem ég gat fest Tító því hann gæti fælt þetta litla líf sem lá þarna bjargarlaus.

Ég skimaði í kringum mig og sá að Baldur, Brandur og Sólveig koma aðvífandi. Þau skiptust til að hlaupa og ganga en töluðu mikið. Ég vinkaði til þeirra. Það var ekki oft sem ég hitti bekkjarsystkini mín hérna niður á strönd um helgar. Þau koma hlaupandi að okkur og ráku augun í kópinn.

Brandur sagði með það sama að við yrðum að ná í fullorðin, því kópurinn gæti aldrei komist hjálparlaust í sjóinn og að auki þá hefðum við krakkarnir fengið skilaboð um að ef við finndum eitthvað í fjörunni ættum við alltaf að ná í einhvern fullorðin.

Við hin vissum ekki alveg, en kinkuðum kolli að auðvitað ættum við að ná í einhvern fullorðin til að hjálpa kópnum.

Brandur og Sólveig hlupu af stað upp í bæ en ég og Baldur settumst niður í svartan sandinn og biðum átekta.

Tító lagði sig við hliðina á mér, svolítið órólegur því hann vildi hlaupa og leika sér . En eftir smá stund varð hann rólegur og virtist sofa.

Við sögðum ekki mikið, en biðum bara. Baldur var í bekk með mér. Hann var stór og mikill með mikið svart hár sem stóð í allar áttir.

Við sáum bíl koma keyrandi í sandinum. Þetta var Land Rover blár og hvítur. Við sáum að það var Gummi Geirs sem keyrði og í farþegasætinu var Hákon Ármann. Afturí sátu Sólveig og Brandur.

Bíllinn keyrði alveg upp að okkur og myndaði djúp för í sandinn. Allir stigu út og það var einhver spennan í gangi. Ég fann óþægnilega tilfinningu læðast um mig. Ég sá líka að Tító varð órólegur og eyrun hans voru alveg til baka, hann var hræddur.

Gummi kom að okkur og Baldur og ég stóðum upp.

Gummi: hæ krakka, hvað hafið þið nú fundið.

Ég: við fundum kóp, hann kemst ekki út í sjó, það þarf að hjálpa honum .

Hákon: flott krakkar að þið náðuð í okkur, við reddum þessu.

Þeir virkuðu spenntir eins og þeim hlakkaði til. Ég fann kvíðann í maganum,

Hræðsluna við það sem ég hræddist mest.

Gummi. Ok krakkar mínir nú ert best að þið farið heim og við göngum frá þessu.

Ég: en ætlið þið ekki að hjálpa honum út?

Hákon: nei það er ekki hægt, hann lifir það aldrei af. Við verðum að slátra honum, það er það besta í þessari aðstöðu.

Ég fann örvæntingu mína brjótast út, þið getið ekki bara slátrað honum !

Hákon, svona krakkar af stað heim !

Ég gekk að einum klettinum, með Tító en of lömuð til að taka eftir honum eða vita hvað ég ætti að gera. Ég sá þá ganga að kópnum með kylfur. Ég sá hræðsluna í augunum hans og ég heyrði öldurnar öskra til að reyna að breyta því sem ekki var hægt að breyta. Ég sá fyrsta höggið, ég heyrði örvæntingaróp frá litla dýrinu. Ég sá annað höggið , ég fann örvæntinguna brjótast út og hún gargaði, hún gargaði allt það henni kom í hug. Ég sá hafið hamast við að reyna að hjálpa, en höggin voru of mörg, og djúp. Ég sá líflausan kroppinn liggja þarna og blóðið lita sandinn og hluta af öldunni sem kom til að kveðja.

Ég vissi af mér eftir einhvern tíma. Ég var lömuð, ég hafði upplifað svik sem setti spor.

Ég lagðist í sandinn, Tító lagist á milli fóta mér og vildi láta strjúka sér.

Ég lagði hendurnar mínar um hann og nefið mitt í feldinn hans. Við lágum svona upp að hvert öðru og hugsum um þennan atburð sem við höfðum upplifað, fundum sorgina í maganum og ekkann í hálsinum sem hristi allan líkama minn.

Ég dormaði smá stund.

Ég vaknaði upp eftir einhvern tíma, ég veit ekki hversu langan. Tító var þarna líka og horfði áhyggjufullur á mig.

Ég mundi eftir samvinnu minni og Hafsins og ég fann gleði yfir því.

Ég stóð upp og fann að ég var köld og blaut. Ég hafði legið lengi og var blaut inn að beini.
Ég gekk nokkur skref að hafinu og sendi því þakklæti fyrir að hafa kallað á mig, og ég sendi þakklæti til mín yfir því að hafa hlustað.

Þrátt fyrir að það væri farið að rökkva, sá ég blóð í sandinum. ÉG vonaði bara að hann hefði komist þá leið sem hann átti að fara og hafði hafi hjálpað honum á leið eins og lofað.

Kann þetta varla orðið

_mg_1086.jpgÞað er langt síðan ég hef skrifað, varð þar af leiðandi ekki lítið hissa þegar ég sá að enþá slæðist fólk hérna inn á síðuna mína, þrátt fyrir margra mánaða þögn frá mér, en svona er nú það. Það er mikið að gera hjá mér, tvöföld vinna og fullt af öðrum verkefnum.

Ekki er þó allt jafn gaman, mikið sparað hjá sveitafélögunum hérna í Danmörku og því miður bitnar það líka á mínum kæru skjólstæðingum frá Kunstskolen Rammen. en það er lítið annað að gera en reyna að finna leiðir svo þau séu ekki tekin úr því umhverfi sem þeim líður vel í.

 þrátt fyrir krísun, eða kannski vegna krísunnar erum við að opna nýja deild, "grafísk teiknistofa" þar hef ég ráðið ungan mann Henrik sem er grafískur hönnuður og hefur unnið mikið bæði á teiknistofum og við fjöldamargt annað spennandi kreatívt. Hann er sem sagt að byggja upp þessa deild til að koma á móti þeirri Þörf sem er í samfélaginu, sem er að allir eiga að komast á vinnumarkaðinn, hvort sem það er raunhæft eða ekki. Við getum að sjálfsögðu ekki lofað nemendum vinnu eftir námið, en við getum þó kennt þau grundvallaratriði sem þarf og reynt að skapa tengsl á milli teiknistofa og nemenda og það ætlum við að gera.

Einnig erum við byrjuð á því sem við köllum "overbygning" þar hef ég ráðið kennara sem tekur þá nemendur sem hafa verið mjög lengi í skólanum og fer með þau á sýningar, skoðar byggingar "arkitektur" og þess háttar, eiginlega meiri teori en áður. Það verður spennandi að sjá hvað gerist með það. 

 Það gengur vel með nýja skólann "skolen for kreativitet og visdom", mikið að gera og spennandi. Við erum byrjaðar að kenna á barnaheimili tvisvar í mánuði, tvo tíma í einu. Einnig erum við með kennslu fimmtudaga og sunnudaga. Við stefnum á fleiri námskeið á næsta ári, en það er allt í vinnslu.

Af okkur fjölskyldunni er allt gott að frétta, erum að byggja og breita og er það voða spennandi. Ég fæ nú stærri vinnustofu, það sem var stofan, verður nú vinnustofa. Mjög kærkomið, ég er nefnilega að vinna að sýningu sem er í enda mars mánaðar. 

Núna er ég ein heima með kæru kvikindunum mínum, sit í sófanum  með nokkur af þeim í kringum mig. Ég ætla að njóta kvöldsins fyrir framan sjónvarpið og drekka sykurlaust eitthvað  gott og njóta þess að vera ein í kotinu. 

Hafið það gott kæra fólk, þeir sem koma orðið inn hérna....

img_1364.jpgimg_1360.jpg

 

 


Samvinna milli engla og okkar.

_mg_0141.jpg

Allt með rólegra móti miðað við hvernig gæti verið. Stundum virðist heimurinn hristast, og allir sem einn erum með í þeim skjálfta. Ég finn að í dag get ég hægt á skjálftanum, með því að biðja um hjálp til að takast á við það sem koma skal og hjálp til að hafa styrk til að takast á við það sem er óumflýjanlegt, hvað sem verður og í hvaða átt sem er .

Eftir þessar bænir finn ég innri ró og vissu fyrir því að allt fer á þann veg sem er best fyrir mig og best fyrir það heila.

Í gær fórum við mæðgur í göngutúr í skóginn okkar hérna rétt hjá. Við tókum Lappa og Dimmalimm með. Þetta var yndislegt í haustlitunum sem skarta sínu fegursta núna.

Það er svo flott slott þarna, fallegur garður, en líka villtur skógur. Hundarnir nutu þess að ganga og þefa upp alla þá lykt sem varð á vegi þeirra og við mæðgur leystum öll heimsins vandamál, bæði okkar á milli og í stærra samhengi. _mg_0169.jpg

Þessi vika er sú vika sem ég ekki er að kenna í Listaskólanum, en ég kenni þessa vikuna í Skolen for kreativitet og visdom. Það gengur mjög vel,  við höfum núna 14 nemendur og það er mikil gleði sem ríkir. Þess má geta að það bætast stöðugt nýjir nemendur við, því fólk fréttir að því sem við erum að gera.

 Við vinnum í svo góðri orku sem við höfum byggt upp með hugleiðsu í langan tím og samvinnu við þá engla sem við höfum markvisst unnið að því að fá samband við.

Mig dreymir um þann tíma þar sem samvinna milli engja og okkar verður hluti að því að draga andan. Fyrr á tímum, var þetta algengt, en núna er eins og mannkyn hafi misst kontaktin við sitt innra og aðrar víddir, sennilega vegna þess að við höfum svo mikla efnisþörf, eða þar að segja, við dýrkum og erum þrælar peninga, húsa og annars sem í raun að lokum færir okkur ekki neitt.

En núna er allt rifið úr höndunum á okkur með krísum, bæði efnahagslega og náttúruöflin. Við erum sem sagt ekki eins mikir herrar yfir lífi okkar og við viljum vera láta. Ég segi stundum að það eina sem ég finn að ég get stjórnað, er hvað ég borða.   En þá verðum við að finna aðrar leiðir til að upplifa okkur lifandi, sem ég vona svo innilega að  verði til þess að við leitum á önnur mið, hin innri mið, því þar er allt sem við þurfum! Bara að gefa þeim heimi  sjéns, þeim heimi sem bíður eftir að við opnum augun fyrir þeim.

Þetta er í raun allt svo einfallt, en við gerum það svo flókið.

Megi friður og englar vera með ykkur._mg_0176.jpg


Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna mun fara fram hér í Kaupmannahöfn í desember 2009.

_mg_2957_911430.jpgMarkmið ráðstefnunnar er að ná samkomulagi um nýjan umhverfissáttmála.

Þessi ráðstefna er mjög mikilvæg og hefur áhrif á hvernig framtíðin lítur út fyrir allt líf á jörðu.

En eitt er hvað stórþjóðirnar velja að gera sem er að sjálfsögðu mjög mikilvægt, en mikilvægast er þó hvað við hver og einn veljum að gera í okkar daglegal lífi í umgengni okkar við hin náttúruríkin .

Þetta er eitthvað sem kemur okkur öllum við, en hversu mikið setjum við okkur inn í þetta, hversu mikil áhrif getum við haft, eða eigum við kannski bara nóg með okkur sjálf.

Hvað er  raunhæft að við hver fyrir sig gerum til að hafa áhrif?

Ég held að það sé mikilvægt að við skoðum okkur nær en við oftast gerum og byrjum á því sem er í kringum okkur og þar sem við smátt og smátt getum orðið meðvituð um það líf sem er okkur næst.

Við þurfum að skoða þetta út frá dýpri tilfinningu en við höfum gert áður. Við skoðum oftast þessi umhverfismál út frá ógnun eða hræðslu fyrir okkar lífi hérna á jörðinni sem er að sjálfsögðu áhrif frá hræsluáróðri sem dynur á okkur dag eftir dag.

Mín skoðun er sú að sá áróður setur ekki varanleg spor eða hefur langvarandi áhrif sem er nauðsynlegt til að viðhalda góðri umgengni við bæði dýr og náttúru langt inn í framtíðina.

Við þurfum í raun að æfa okkur á að verða meðvituð um mikilvægi alls lífs á jörðu.

Kærleikurinn er sterkasta aflið í öllu lífi og þar held ég að sé best að byrja hjá okkur hverjum og einum.

Ég held að það sé auðveldast fyrir okkur að þróa Kærleikan til dýranna, því þau eru svo náin okkur og vekja upp svo margar tilfinningar  sem eru oftast góðar.   img_1326.jpg

Í þessum pistli tek ég fyrir hvernig hægt er á mjög einfaldan hátt að að gera erfiða upplifun að fallegu augnabliki á milli mannesku og dýrs !

Mig langar að deila með ykkur upplifun sem ég hafði fyrir tveimur árum  þar sem Kærleikurinn gaf mér vissu fyrir að með einfaldri hugsun hafði ég áhrif á líf sem fór yfir á aðra vídd.

Einhverntíma á lífsleiðinni upplifum við flest að missa gæludýr. Margir taka því eins og hverjum öðrum hlut, en mörgum okkar finnst það mjög erfitt. Núna heyrum við um verri örlög margra dýra vegna erfiðleika hjá fólki, ástandið er þannig í heiminum að það er auðvelt að gleyma að þegar við tökum að okkur dýr þá fylgir því ábyrgð á meðan dýrið lifir. Ábyrgðin getur legið í því að taka ákvörðun, ákvörðun um hvort dýrið eigi að lifa eða deyja.

Einu sinni átti ég hund, hún var okkar fyrsti fjölskylduhundur og var okkur öllum mjög kær. Hún var algjörlega hluti af fjölskyldunni. Hún hét Iðunn og hún kom til okkar 1996.

Hún varð eins og gerist og gengur gömul, hún dó í fyrra  12 ára gömul. Við héldum henni lifandi eins lengi og við gátum, en að lokum sáum við að við yrðum að taka ákvörðun um það hversu mikið hún ætti að þjást og hversu lengi. Hún gat varla orðið gengið, lá bara á dýnu á gólfinu inni í stofunni og svaf. Hún heyrði orðið illa en það sem var verst var að hún hafði svo miklar kvalir. Hún hafði verið á verkjalyfjum og öllu því sem átti að hjálpa í nokkra mánuði, en það var hætt að virka. img_1348_911432.jpg

Ákvörðunin var tekin og dýralæknirinn sem hún þekkti vel var pantaður heim. Jens hafði verið læknirinn hennar í mörg ár.. Okkur fannst mikilvægt að þegar hún færi frá okkur, væri hún á stað sem hún þekkti og í kringum fólk sem hún þekkti.

Á dýnunni sinni inni í stofu í faðmi fjölskyldunnar.

Daginn sem Jens kom, vorum við fjölskyldan saman komin. Eldri börnin okkar komu líka og voru með að kveðja hana. Við borðuðum morgunmat saman, vorum öll leið og kvíðin fyrir því sem átti að gerast. Við settumst öll inn í stofu eftir morgunmatinn og sátum hver í sinni hugsun. Iðunn var í miðjunni, á dýnunni sinni eins og alltaf.

Án þess að við ræddum það hvert við annað, byrjuðum við hver fyrir sig að hugleiða. Ég get bara skrifað mína upplifun, en veit þó að ég var ekki ein um þá upplifun. Það er mikilvægt fyrir mig að deila þessu með ykkur, því þetta gefur nýja mynd af þeim möguleikum sem eru til að gera svona kveðjustund fallega og með meiri Kærleika.

Ég upplifði í byrjun algjöran frið, og sátt. Ég naut þeirrar tilfinningar sem var kærkomin eftir erfiða mánuði. Ég einbeitti mé að Iðunni í huganum, sendi henni allt það þakklæti og Kærleika sem ég hafði til hennar eftir þetta líf sem við höfðum haft saman.

Ég veit að orka fylgir hugsun.

Ég sá hana hvíla örugg í því sem var að gerast og mín skynjun var sú, að hún vissi og var tilbúinn.

Ég hélt þessari mynd í huganum í dálítin tíma. Allt í einu fann ég að að allt lýstist upp í kringum hana og ég heyrði eins og óm af tónum í stofunni. Ég fann að ég náði sambandi við hana á annarri vídd og ég hélt sambandinu sem var á allt öðru plani en ég hafði upplifað áður. Ég skynjaði í kringum hana einhversskonar orku eða verur sem kannski er hægt að kalla engla eða hvað sem við veljum, ég kalla þetta orku  fulla af kærleika sem voru tilbúnar að taka á móti henni. Þá var ég viss og sátt, því auðvitað fara dýrin í sitt himnaríki, eins og við förum á okkar stað. Ég hélt tengingunni við Iðunni í langan tíma og ég fann að í þessari tengingu sem myndaðist náðum við að kveðja hvor aðra. Ég fann að hún var tilbúinn til að fara og þá varð ég tilbúinn til að sleppa.

Ég opnaði augun og leit á hina í fjölskyldunni og um leið skein sólinn inn um gluggann og baðaði stofuna í ljósi. Þetta var táknrænt.

Dýralæknirinn kom og gaf henni sprautu í hjartað og eftir smá stund var hún farinn.

Ég vissi að það var tekið á móti henni á annarri vídd.

Ég vissi líka að þetta var rétt ákvörðun.

Þetta er í raun spurning um að við höfum virðingu fyrir því lífi sem er í kringum okkur.

Það er fyrsta skrefið að því að bjarga jörðinni.

_mg_2110.jpg_mg_2123_2.jpg

 


Reiðulínan og pjátursstelpan mætast í syntese

 _mg_7750.jpg

Já, það er tími til komin að fara að sinna blogginu aftur. Öll sú hugsun hefur legið í dvala í sumar, þar sem ég hef verið á ferðinni í allt sumar, á milli þess sem ég hef unnið.

Ég fór til Íslands með sýningu eins og sést á fyrra bloggi og svo vorum Sól, Dimmalimm og ég í sumarhúsi við Límfjörðin sem var fallegt og yndislegt. Set myndir inn frá þeirri ferð.

Margt gott hefur gerst, en samt er lífið ekkert auðveldara en oft áður. Margt er í óvissu með lífið okkar hérna í kotinu, en margt er mikið öruggt.  Það er öruggt að ég sit hérna og nýt stundarinnar ein heima með öllum dýrunum mínum, það er öruggt að ég heyri í fuglunum úti í garði og það er öruggt að ég fæ mér hádegismat sem ég hef planlagt að verði góður._mg_7843.jpg

Það sem ég get ekki stjórnað, er óöruggt, en það sem ég get stjórnað er oftast öruggt. Eitt er það sem ég get stjórnað og hef nú stjórnað með öllum þeim kærleika sem ég hef í mér, er hvað ég bíð líkama mínum upp á. Núna í tæpt ár hefur hann fengið valið fæði sem passar honum vel til að fá á sig fallegt og heilsusamt form. Kroppurinn hefur misst um 30 kíló og okkur báðum líður vel með það. Við njótum nú betur samvista og gerum hitt og þetta okkur til gamans sem annar hluti af mér hefur átt erfitt með að sætta sig við, fundist það sóun á tíma og bölvaður hégómi. Þessi hluti af mér er oft ansi stífur og vill helst nota tímann í skynsamlega hluti sem kemur flestum að gagni. Þessi hluti hefur ráðið miklu undanfarin ár, en hefur fengið minna pláss núna á meðan ég leifi kvenlega hlutanum (femenin) að koma fram og sína sig smá sem í raun verður meira og meira.

Þetta krefur stundum rökræðna á milli allra hluta, en við erum nú komin á þá skoðun að allir eiga rétt á að fá pláss, og allir eru mikilvægir til að allt fari á besta veg og “ég” verði heil.

Kvenlega hliðin, elskar að skoða föt, og velta fyrir sér hvað passi vel saman, prufa föt í búðum og máta hitt og þetta saman. Pælingar um hárið og snyrtivörur eru komnar á borðið en er kannski ansi fálmandi. En allir þurfa að byrja einhversstaðar og æfa sig að á því sem nýtt er.

_mg_7922.jpg

Henni ströngu litlu fannst þetta alveg út í hött í byrjun og frá henni streymdi óánægja sem hafði áhrif á alla í kringum hana. Núna sættir hún sig við þetta, reynir að umbera þetta pjátur, en brosir samt út í annað af og til sem er tákn um kærleika til hennar pjátu sem finnst gaman af litum, fötum, fallegum hlutum og blómum. Henni finnst líka gaman að mála, teikna, syngja og dansa og hún gerir meira og meira af því. Þetta léttir stemminguna á öllum plönum svo í mér án alls utanaðkomandi er meiri friður en áður.

Hún stranga er minn styrkur og kraftur sem hefur hjálpað mér í gegnum allar mótbárur sem ég hef upplifað, hún hefur verið sú sem hefur mótað mig og gefið mér kraftinn, kraftinn sem getur allt, vil allt og kann allt. Hún hefur verið með mér á öllum mikilvægum augnablikum í lífinu, til að hjálpa mér að ná markmiðum mínum. Það er henni að þakka að ég er sú sem ég er.

En allt hefur sinn tíma og núna er annar tími sem kallar á eitthvað annað sem er mikilvægt fyrir mig núna í þeim verkefnum sem nú taka við.  

Dag frá degi verð ég meira heil, með því að sameina og gefa pláss til allra í mér, ekkert er þar sem ekki á að vera, allt hefur jafnan rétt á sér og getur hjálpað á þeim stöðum sem “ég”  þarf á að halda. _mg_7960.jpg

Svona er “ég” spegilmynd jarðarinnar. Svona ert “þú” spegilmynd jarðarinnar

Allt á rétt á sér og allt gefur til heildarinnar.

Kærleikur og Ljós kæru vinir_mg_7964.jpg_mg_8033.jpg_mg_7914.jpg_mg_8133.jpg_mg_7758.jpg


Hvaða andlit höfum við ?

_mg_6550.jpgÞá er ég komin heim í kotið eftir ferðalag til Íslands. Ég hafði það alveg eins og best er á kosið í alla staði. Sýningin gekk vel og ég naut fegurðar Vestfjarða þessa stuttu viku sem við vorum þar. Ég ferðaðist þar með Morten ( sem sýndi með mér) konunni hans, dóttur og svo að sjálfsögðu Sólinni minni sætu.

Ég ætla nú ekki að gera langa ferðasögu, bara svona smá . Eftir viku á Ísafirði við gott yfirlæti hjá Áslaugar gistiheimili og Sigrúnu systur fórum við suður.

Sól og ég hittum Margréti og Ingunni og ferðuðumst um Suðurlandið sem var svo fallegt og fallegt. Ég heimsótti nokkra og hitti nokkra. Gaman er að segja frá því að ég heimsótti hann Kalla í Mosó og fjölskyldu. Kalla þekkt ég í raun bara sem góðan bloggvin. Við áttum saman yndislega stund þar sem tilfinningin var að vera með nánum og gömlum vinum. Ég er þakklát fyrir þennan vinskap.

Auðvitað átti ég stund með Guðna mínum, sem hefur verið mér svo náin í mörg mörg ár.
Suma náði ég ekki að hitta, en hitti næst, suma náði ég að hitta og er þakklát fyrir það._mg_6919.jpg

Ég fór í hvalaskoðun með Bobbu vinkonu og Sól, mjög áhugavert á margan hátt. Opnaði augun mín fyrir svo mörgu sem alltaf er fræðandi gott og hollt.
Ég verð nú að segja að þar hefði margt mátt betur fara og hefði mátt hugsa aðeins betur hjá þeim sem að þessu stóðu. Við völdum að tilviljun ekki bát frá Eldingu.

Það var dýrt að fara svona ferð! Skildist á Sigga mínum að Elding hafi verið ódýrari en það sem við völdum.
Þegar maður fer inn í bátinn þar sem maður kaupir miðana labbar maður upp ansi áhugaverðan landgang, minnir á einhvern hátt á inngang í hóruhús í bíómyndum. Landgangurinn er yfirbyggður með rauðu efni og svo eru ljósaseríur festar við efnið svo tilfinningin er alls ekki sú að maður se að fara að upplifa íslenska náttúru í allri sinni fegurð. Þegar inn í skipið er komið, þar sem maður kaupir miðana og getur keypt sér einhverjar veitingar á meðan beðið er, er upplifunin betri og undirbýr mann aðeins betur undir það sem koma skal.

Þar sátum við, Bobba, Sól og ég og drukkum kók og kaffi og létum okkur hlakka til ferðarinnar, ástam nokkrum öðrum sem vildu sömu upplifun og við.

_mg_6811.jpg

Loks lá leið á haf út og spenningur í maganum, með öllum hinum útlensku ferðamönnunum. Þarna heyrðum við dönsku, þýsku, ensku og frönsku. Voða gaman og spennandi.

Við sigldum á haf út og sáum smá hvala baka hér og þar, en í raun ekkert eins og auglýsingin lofar, en náttúran svíkur engan, litirnir fallegir, og fuglalífið mikið.

Eitt var það sem truflaði okkur og erfitt er að skilja að hafi ekki verið gert eitthvað við, við hlustuðum á útvarpið í lélegum hátölurum alla leiðina, auglýsingar, bítlarnir og hina ýmsu poppmúsik, einhvernvegin passaði þetta ekki alveg inn í það sem hugurinn hafði undirbúið sig fyrir. Hafið, náttúran, hvalir sem hoppa upp í öllu sínu veldi, Ísland í öllu sínu veldi . Nei, það vantaði eitthvað upp á, halalleiðangur sem virkaði sem auðfengin leið til að þéna peninga, án þess að leggja of mikið á sig, eða hugsa þennan iðnað til enda.

En enga neikvæðni, auðvitað sér náttúran sjálf fyrir því að við getum notið hennar._mg_6561.jpg

Á leið í land, settumst við inn í bátinn, kaldar og þreytta.
Einn liður í túrnum, var stangveiði. Ég var ekki alveg að skilja tilganginn með tilgangslausri veiði, en ákvað ekkert að vera að láta það í ljós, bara ekkert að vera að taka þátt í því. Við sáum innanfrá að hverri línunni var kastað út eftir aðra, sumum fiskum hent út aftur. Skilningsleysi mitt algjört fyrir svona tilgangslausu drápi og limlestingum, en ég ákvað að vera ekkert að skipta mér að því, þetta er leið til að þéna peninga, drepa eða meiða sér til gamans, ekki sér til matar.

Sól fór að líða eitthvað illa, svo ég fór með henni upp á dekk. Þar var allt fullt af glöðum útlendingum að toga upp, einn og annan fisk sér til gamans.

Við Sólin gengum fram á appelsínugula plastkörfu hálf fulla af gersemum hafsins, og Guð Minn Góður þeir voru allir lifandi og börðust við köfnun, það var greinilegt að sjá baráttuna sem þeir áttu í, sprikluðu og börðust. Ég fékk skal ég segja algjört sjokk. Ég man í gamla daga þegar pabbi var að veiða, að fiskarnir voru það sem kallað var blóðgaðir, held það sé að skera á slagæð eða eitthvað þessháttar. Þá var veitt sér til matar, ekki að þeim hafi þótt það leiðinlegt, en við borðuðum allan aflann yfir veturinn.

Sól og ég fórum niður til Bobbu alveg miður okkar og við ræddum þetta smá stund, fór ég svo upp í stýrishús og fann fram til þeirra sem báru ábyrgð á þessum verknaði.

Við vorum alls ekki sammála um hvað ætti að gera og hvað væri rétt að gera, þeir héldu í alvörunni að ég væri að gera grín. En að lokum fór einn þeirra og leysti blessuðu fiskana undan þeirri þjáningu að berjast og berjast, kafna.

Þetta var ekki góð upplifun, og gaf ekki góða mynd af því hvernig er hægt að kynna landið okkar. Iðnaður sem kannski gæti verið með til að gefa tekjur til þjóðar sem er á hausnum og á kannski allt sitt undir ferðaiðnaðinum og ferðamönnum.

Það er mikilvægt að andlit þjóðarinnar, sé andlit þjóðarinnar, nema þetta hafi verið andlit þjóðarinnar ?

_mg_6603.jpg


gólfmottann Dimmalimm

_MG_5841

Skyndileg breyting á fyrirparti dagsins gaf möguleika á göngutúr með Lappa Kóng, Múmín prins og Gólfmottunni henni Dimmalimm ! Veðrið yndislegt og engin á ferli nema við. Mottan var kát að vanda og skoðaði hvern krók og kima á leiðinni, en að lokum skulfu litlu fæturnir undir henni svo sú gamla tók hana upp á arminn upp brekkuna að húsinu.

Mottan var þó ekki alveg á að fara inn þegar ég setti hana niður þegar við vorum komin í garðinn heldur hljóp hún bak við hús og reyndi að fela sig. Hún er svo fyndin litla skottan.

Í gær átti heimasætan afmæli, hún varð 12 ára. Við buðum nánustu vinum og frænkum. Það var mikið fjör og mikið gaman.

Allir mögulegir leikir voru leiknir og hoppað á trambolíni og við hin "fullorðnu" spjölluðum um allt milli himins og geyma.

IMG_5948

Gunni og ég vorum ansi sein með allt, vorum að byrja að elda þegar gestirnir komu kl 11 hehe.En ekkert mál allir fóru í sving með okkur, vöskuðu upp, hjálpuðu með eldamennskuna og voru með til að gera allt auðveldara. Það er svo mikið að gera hjá okkur báðum að við erum eins og heilasoðin bæði. Fengum svo góðan mat og bakaraköku sem við höfðum pantað daginn áður hjá lokalbakaranum. Drukkum te, kaffi, vatn og eplamost.

Ekkert nammi fyrir börnin, hafði keypt ægilega góðan ís, en gleymdi að bjóða hann gestum. Á morgun byrjar vinutörn. Lokasprettur fyrir lokasýningu í skólanum. Dimmalimm gólfmotta kemur með í skólann og hjálpar mér að kenna og setja upp sýninguna. Heimasíða nýja skólans er komin upp, mjög flott að mínu mati, hérna kemur Link inn á síðuna : http://skolenforkreativitetogvisdom.dk/.Ég hef engan tíma til að kíkja á ykkur kæru bloggvinir, en vonandi er mér fyrirgefið. Set inn nokkrar myndir frá afmælinu í gær og óska ykkur alls hins besta .....Kærleikur og Ljós

_MG_5975_MG_5989_MG_6005_MG_6025_MG_6066_MG_6072_MG_6080IMG_6085

 


Ég hef litlu við að bæta þessa dagana.

 Ég hreinlega hleyp frá einum stað til annars og gleymi því sem ég gerði fyrir augnabliki þegar ég fer í það næsta.

Það er samt gaman, en þó finn ég að þetta er aðeins að verða of mikið.

Ég fæ smá sting undir brjóstið af og til, eins og spenningur.

Ég hef þó ekki tíma til að huga að þessu fyrr en eftir hvítasunnu.

Í dag vorum við að rakubrenna í skólanum, það er alveg ferlega gaman og spennandi að sjá verkin verða til eftir svona langan tíma. Við brennum verk sem hafa verið gerð fyrir ári síðan. Við kennararnir erum líka með eitthvað sem við höfum gert, þannig að það klappa allir sínum litlu höndum þegar deginum er lokið.

Í kvöld förum Ulrikka og ég og lesum alla texta yfir á heimasíðunni fyrir nýja skólann svo er heimasíðan tilbúinn. Siggi var í allt gærkvöld að kenna mér að vinna á heimasíðunni sjálf, svo nú kann ég það.

Á morgun næ ég svo í 1.5oo bæklinga um nýja skólann sem við dreifum hérna um bæinn um helgina. Spennandi.
Set inn myndir sem sýnir hvernig bæklingurinn lítur út.

mail-1.jpgmail.jpg

Á mánudaginn er svo góður og stór dagur. Skandinavisk hátíð fyrir andlega hópa sem hittast í Kaupmannahöfn. Ég ásamt nokkrum öðrum höfum staðið fyrir þessu, það verður gaman að hitta svona margt fólk sem með sömu hugsun og maður sjálfur. Gunni minn og Uffi gera matinn, sem verður örugglega góður. Þeir gera matinn hérna í eldhúsinu okkar og svo keyra þeir matinn í bæinn.

Svo á sunnudagskvöldið náum við í litlu Dimmalimm, nýji hundurinn okkar. Hún er svo sæt lítil og falleg. Ég hef svo næstu viku heima til að vera með henni og hjálpa henni til að aðlaga sig Lappa kóngi, fjórum kisum, páfagaukum og Birni naggrísi. Það verður yndislegt.

Ég fer svo að vinna vikuna eftir og þá tek ég bara litlu skottuna með í vinnuna, það verður gaman fyrir bæði nemendur og kennara.

Sem sagt, mikið að gera en lífið er ljúf, þaðrf bara að muna að anda inn og anda út.

Lappi minn er svo heppinn, nágranni var að koma til að fá að fara með hann í göngutúr :o)_mg_5642.jpg_mg_5657.jpg

Kærleikur og Ljós til ykkar allra bræður mínir og systur


Það sem ég elska við lífið er hversu marglitt það er.

 Ég hef hitt svo margt dásamlegt fólk í gegnum árin sem hafa verið með til að víkka meðvitundina mína.

Ein af þeim hefur komið upp í hugann minn undanfarið. Hún var ekki lengi samferða mér, en ég kynntist henni svolítið. Mér er oft hugsað til hennar og er þakklát fyrir að hafa þó haft þennan litla tíma með henni.

Ég hitti hana í landi, sem ég var í. Við unnum saman af og til en þó ekki mikið. Hún var algjörlega einstök í öllu því sem hún gerði svo einstök a. Hún var falleg og einstök.  Hún hefur ábyggilega sett spor sín á alla sem urðu á vegi hennar.

Hún hafði algjörlega sinn eigin takt í lífinu, takt sem ekkert gat fengið hana frá.

Einu sinni bauð hún mér í mat. Það var gaman að koma inn á heimilið hennar sem var ótrúlega fallega skipulagt. Hún var safnari, hún safnaði vínilplötum, helst áskrifuðum. Hún átti líka allar sínar plötur í cdum. Plöturnar voru raðaðar upp eftir stafrófsröð. Ein eftir aðra í fallegum takti í hillunum. Þetta voru margar plötur og margir cdar, kannski 1000, kannski 2000 ég veit það ekki. Hún átti margar áritaðar, mjög margar.

Hún hlustaði líka á músíkina eftir stafrósröð. Eina eftir aðra eftir því hvar í stafrófinu þær voru.

Hún bauð mér upp á yndislegan grænmetisrétt úr matreiðslubók eftir Linda McArtney, ekki af því að ég var grænmetisæta, nei af því að hún var komið að þessum rétti í þessari bók. Hún var komin að stafnum L á þessari síðu. Hún var sjálf ekki hrifinn af bjór, en ég sem betur fer því samkvæmt bókinni var bjór með þessum rétti og það var borið fram.

Allt kryddið í hillum var raðað með svo mikilli natni í hillurnar hennar að það var unun að skoða inn í skápana hennar, sem hún sýndi mér með mikilli gleði.

Hún átti mikið og fallegt safn af bókum, sem ég fékk leyfi til að skoða. Hver einasta bók var sett í plast, til að verja þeim fingraförum. Hún las  bækurnar sínar eftir stafrósröð, Yndislegt og svo fallega skrítið.

Hún átti líka alveg magnað safn af póstkortum sem frábært var að skoða og detta inn í þessa ferðaheima. Hún fékk bæði sent frá fólki sem hún þekki og ekki þekkti í þetta fallega safn sitt.

Hún sagði mér fallega sögu sem ég sé sem fallegt verk. Hún hafði einu sinni átt í heitu ástarsambandi við mann. Hún elskaði hann mjög heitt, tjáði hún mér. Einn daginn sagði hann henni að sambandinu væri lokið og því var ekki breitt. Hún fylltist mikilli sorg en varð þó að lifa við þann söknuð sem við tók.

Það voru mörg ár síðan þetta hafði gerst og hún hafði ekki hitt neinn síðan sem fyllti plássið í hjartanu hennar.

Hún sýndi mér svo möppu með fullt, fullt af ljósmyndum af stigagöngum. Allir stigagangarnir voru ólíkir og sögðu hver sína sögu. Ég spurði hana hvað þetta eiginlega væri. Þá sagði hún mér að í öll þessi ár sem liðin voru frá því að hann hafði sagt henni upp hafi hún fylgt honum eftir. Í hvert sinn sem hann flutti í nýja íbúð, fór hún og tók mynd af stigaganginum þar sem hann bjó þannig var hún hluti af lífi hans og fylgdi í hans fótspor.

Þetta var ekki það eina sem hún gerði í skema, allt hennar líf var fyrirfram ákveðið, þá meina ég allt.Svona getur lífið verið fallegt og skrítið

 


allt er eins, þó ekkert

img_5244.jpgAllt er betra núna, þó allt sé eins og áður. Jafn óljóst og hræðsluvekjandi og áður, en hugurinn er annar.

Það er gott þegar maður finnur að hægt er að flytja hugsunina frá einum punkti til annars, eins og þegar maður flytur gula manninn frá einum fletinum til annars í lúdó.

Ég flutti hugann frá einum fleti yfir á annan, og allt leit öðruvísi út. Allt sem fékk magann til að hoppa á haus og fram og til baka varð rólegt og yfirvegað.

Í dag vinn ég í garðinum, sem áður var tilgangslaust. Í dag plana ég hvort eða hvort ekki við eigum að fá hænur aftur. Ég skoða blómin mín og fallegu laukana sem koma upp úr moldinni hér og þar og ég nýt þeirra eins og alltaf, án hræðslunnar að allt þetta er ekki með í framtíðinni.

Ég sit á kvöldin og byggi heima til næstu sýningar, ég tek brot og lími saman í heild sem segir ekkert, en segir þó kannski allt, það skiptir engu máli.

Ég talaði við gamla vinkonu mína í langan tíma í morgun. Hún hringdi í mig í fyrsta sinn í nokkur ár. Við fórum hver sína leið eins og gerist. Hún fór sína leið í reiði sem var á þeim tíma ekki auðvelt fyrir okkur. Við höfðum byggt Listaskólann upp saman og svo margt annað.

Hún stóð svo einn daginn við dyrnar mínar og ég bauð henni að sjálfsögðu inn. Við töluðum, við töluðum mikið og í hverju orði var heilun til hver annarra. Hún hringdi svo aftur í morgun og við héldum áfram að tala þar sem frá var horfið eins og ekkert hefði gerst og við værum saman fyrir fjórum árum. Við vitum heldur ekki hversu langan tíma við höfum saman. Hún er mikið veik og lifir einn dag og kannski spáir í næsta, hver veit. Við viljum sjá hvort við getum hugleitt saman fljótlega, einu sinni gerðum við það oft.

Það er svo mikilvægt að muna í samskiptum við vini eða ekki vini að kannski fer annað hvor yfir á innri plön, á eftir, á morgun eða annan dag , við vitum ekkert.img_5255.jpg

Ég er svo þakklát fyrir að við náum að heila sambandið okkur hérna í þessu lífi en bíðum ekki með það.

Ég fór í gönguna mína með Lappa í morgun. Það var að venju yndislegt. Við hittum Ulrikka. Hún er sú sem ég er að opna nýja skólann með. Við ræddum saman og vorum glaðar því við fengum styrk til skólans í gær og það gefur okkur rými til að gera ýmislegt. Ég sagði henni frá því að ég hafði næstum því  fengið mér lítinn hvolp. Það munaði næstum engu. Ég útskýrði líka að í þeirri hugsun að vilja fá hvolp var flótti frá því hversu mikið er að gera hjá mér og ég þrái eitthvað sem er svo nálægt og áþreifanlegt sem það er að fá nýjan hund. Það setti huga minn í ró.

Það er eins og minni mynd af því að vera bóndi. Ég sagði henni líka frá því að þegar ég var lítil óskaði ég þess að vera bóndi og grafa í jörðina, setja nefið í kýrnar og liggja í sófanum með hundinn minn og fylgjast með veðrinu í sjónvarpinu._mg_5234.jpg

Drekka kaffi í eldhúsinu og hlusta á hádegisfréttirnar með glerglasið mitt fullt af kaffi, mjólk og sykri. Það skrítna er að ég er allt hann bóndinn, aldrei húsmóðirin. Ulrikka sagði mér að þegar hún var lítil dreymdi hana um að vera fornleifafræðingur. Vera með fingurna í jörðinni og finna fortíðina. Við hlógum að þessum fallegu draumum og vorum sammála um að það væri gott að hafa þá að halla sér að þegar of mikið er að gerast og okkur vantar ró.

Við fáum bæklingana í næstu viku og heimasíðan opnar vonandi í næstu viku. Allt er að skella á. Allt í einu á meðan við stóðum þarna og sögðum frá, varð Múmin minn sem er rauði kisi pirraður á þessu blaðri hljóp á milljón upp í tré með halann sinn pirraðan. Okkur var ljóst að hann vildi halda áfram. Við kysstum hvor aðra og gengum hver sína leið. Hún var svo falleg þarna með rauða hárið sitt og í fallega grænum og bláum fötum.

Það er nóg að gera með hinn skólann. Bráðum skólaslit með sýningu og skemmtilegheitum.   Nýir nemendur á leiðinni inn næsta haust. Að sjálfsögðu fer engin út en við höfum ákveðið að taka tvo nýja inn. En það reddast allt eins og alltaf.

Núna ætla ég út með kornkaffið mitt, setjast aðeins í sólina og setja svo aðeins fingurna í moldina. Set inn myndir frá garðinum mínum og eina af mér og hvolpinum sem ég var næstum því búinn að kaupa !!!
Kærleikur og Ljós til ykkar allra

_mg_5233.jpg_mg_5350.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband