Minnig sem breitist við umfjöllun

_mg_7389_960920.jpgÉg átti í mesta basli við að binda garnið saman, til að allt leystist ekki upp það sem ég hafði setið og prjónað allan fyrripartinn.

Ég ákvað að taka smá pásu frá handavinnunni og settist í sófann inni í stofu. Sófinn var karrýgulur með brúnum röndum. Hann var mjúkur og það var þægilegt að sitja í honum. Ég lét mig hlunkast niður í sófann, setti fæturna upp á hringlaga borðið og hallaði mér makindalega niður í mjúkt sófabakið. Ég var í rauðum sokkum sem blöstu við mér þegar ég setti fæturna svona upp í loftið.

Fyrir framan mig var stór gluggi sem sneri að hafinu. Ég gat, ef ég lagði við hlustir heyrt óm af öldunum í fjarlægð.

Ég elskaði hafið, ég elskaði hljóðið frá hafinu, ég fann að ómur hafsins sló í takt við hjartað mitt. Ég einbeitti mér að andadrættinum mínum og lét hann anda í takt við andardrátt hafsins, sem gerði mig eitt með hafinu.

Þetta var góð tiflininning, það var eins og ég félli saman með þessum djúpa takti ég fann að meðvitund mín beittist í hálfgerðan svefn, að mér fannst. Ég fann þunga i höfðinu, ekkert vont eða óþægilegt en öðruvísi.

Það leið einhver tími, ég veit ekki hve langur en einhver tími þó. Ég heyrði eins og rödd í höfðinu á mér. Ég vissi ekki hvort það var mín eigin, eða einhvers annars.
Ég ákvað að einbeita mér að röddinni og reyna að skilja hvað hún eða ég sagði. Ég einbeitti mér í dálitla stund, eða þar til ég heyrði sagt: Farðu að hafinu, ég þarfnast hjálpar.

Ég hugsaði með mér, hvað þetta gæti verið, hvort þetta væri ég , eða einhver annar. Ég ákvað að prufa aftur að einbeita mér að röddinni og ákvað með sjálfri mér að ef ég heyrði það sama og áður myndir ég rölta niður að sjó og sjá hvers kyns væri.
Ég einbeitti mér aftur einhvernvegin inn í höfðið á mér. Reyndi að halda öllum hugsunum úti.
Þarna kom hún aftur “röddin” og ennþá ákveðnari en áður.

Ég þarf hjálp !

Ég stóð upp af hæglegum sófanum og kallaði á Tító hundinn minn. Hann elskaði að fara með niður á strönd og ég gæti alveg eins tekið hann með, það gæfi mér líka öryggi að hafa hann.

Ég klæddi mig vel, í úlpu, vettlinga, húfu og ullarsokka. Það var vindur úti og það var kalt og það var snjórigning.

Við gengum í áttina að sjónum. Það er ekkert sérlega löng leið tekur kannski 10 mínútur að ganga þangað rösklega.

Við gengum saman ég og Tító með vindinn og slydduna í andlitið. Ég sá glitta í hafið og það var úfið og kannski reitt ég vissi það ekki. Við komum að lokum inn á sandinn og ég renndi augunum með ströndinni. Það var ekkert að sjá svo langt sem augað sá.

Ég gekk lengra nær fjallinu og rýndi í átt að stóru steinunum sem liggja upp við fjallið. Þar gæti verið eitthvað. Ég fann allt í einu smá hræðslu í maganum því upp í huga minn koma atburður sem hafði gerst þar nokkrum árum áður.

Það hafði sést til ungrar konu þarna í klettunum sem engin þekkti til í bænum og hennar var leitað alla leið frá Reykjavík. Hún fannst aldrei. Talið var að hafið hefði tekið hana og ekki skilað henni aftur. Ég beindi þessum hugsunum í burtu og beindi athygli minni að Tító. Hann virtist sallarólegur og virtist bara ánægður með þennan óvænta göngutúr.

Nú vorum við næstum komin að klettunum þegar ég sá eitthvað lítið hreyfast þar sem alda og sandur mætast í faðmlögum. Ég gekk lengra að og sá að þetta var lítill kópur. Hann var einn og ósköp umkomulaus.Ég fann stað þar sem ég gat fest Tító því hann gæti fælt þetta litla líf sem lá þarna bjargarlaus.

Þegar ég var viss um að Tító væri örugglega fastur við stein gekk ég rólega að kópnum. Ég sá að hann var hræddur en þó var eins og hafið héldi utan um hann og öldurnar vögguðu honum fram og til baka til að róa hann og fullvissa hann um að hann væri ekki einn. Ég settist niður smá spöl frá honum, þar sem ég var viss um að öldurnar gætu ekki náð mér.

Ég gaf mér dágóðan tíma til að horfa á þetta litla líf og tala rólega til hans. Ég horfði í augun hans og sá tár í augunum hans. Ég fann til með honum, en vissi ekki alveg hvað ég átti að gera.

Ég ákvað svo að loka augunum og athuga hvort ég gæti talað við hann, eða heyrt röddina hans eins og þegar ég heyrði röddina áður. Ég lokaði augunum og einbeitti mér að höfðinu eins og ég hafði gert áður. Það leið svolítil stund og ég hlustaði á hljóð hafsins og fuglagarg í kringum mig. Ég heyrði í Lunda og Mági held líka að ég hafi heyrt öskur í fýl einhversstaðar.
Svo kemur röddin og segir: Takk fyrir að koma, viltu hjálpa barninu mínu út í dýpri ölduna svo hann geti synt út, þar skal ég taka á móti honum og hjálpa honum áleiðis þangað sem honum er ætlað.

Ég sat svolitla stund og reyndi að átta mig á hver það var sem talaði inni í höfðinu á mér. Eftir því sem ég komst næst í þeim skilningi var það hafið !

Ég ákvað að láta vera að hugsa of mikið um það, stóð upp og gekk rólega í áttina að litla kópnum. Hann varð skelfingu lostin og gaf frá sér hræðsluóp og baksaði með litlu höndunum sínum en maginn var of stór til að hann gæti fært sig afturábak eða áfram.

Ég stoppaði og velti fyrir mér hvað ég gæti gert til að nálgast hann án þess að hræða hann svona eins og ég gerði núna. Ég hugsaði dálitla stund um litla kópinn, þegar ég gerði það var eins og eitthvað gerðist sem var svo stórfenglegt og ég hafði aldrei upplifað fyrr. Ég fann eins og hugar okkar mættust. Ég horfði í augun hans og sagði í huganum, eins og röddin hafði talað til mín áður:

Vertu ekki hræddur, ég ætla að hjálpa þér út í hafið svo hafið geti hjálpað þér þangað sem þín leið er.

Ég fann ró færast yfir mig, ég fann ró færast yfir hann. Ég gekk að honum og ýtti honum í áttina að hafinu. Öldurnar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að hjálpa, en ég fann einnig að þær vildu ekki hrífa mig með. Við gerðum þetta í dágóða stund. Ég fann svo að selurinn flaut áfram á öldunni sem kom. Ég kallaði upp af gleði og öldurnar kölluðu upp að gleði og litli kópurinn kallaði líka af létti og ánægju yfir að vera laus frá sandinum og komin í faðm hafsins sem ég sá svo bera hann í fanginu sínu áfram lengra út.

Ég stóð dálitla stund og fann gleðina brjótast í mér yfir þessum góða endi. Endi sem ég var svo þakklát fyrir og var fyrir mér það eina rétta af svo mörgu sem hefði getað gerst. Ég veit ekki hversu lengi ég stóð þarna áður að ég mundir eftir Tító sem var bundinn við stein. Ég gekk til hans og sagði nafnið hans. Hann stóð þarna svo fínn og fallegur og rófan hans dansaði í takt við skrefin sem ég tók.

Ég settist niður á sandinn við fæturna á Tító og hann hlammaði sér strax á milli fóta mér og vildi láta kela við sig.

Ég lagði hendurnar mínar um hann og nefið mitt í feldinn hans. Við sátum svona upp að hvert öðru og hugsuðum um þennan atburð sem við höfðum verið með í að skapa. Ég fann gleði eins og einhverjum hnút hefi verið eitt og það væri hamingjurúm í maganum mínum. Ég lagðist á bakið í sandinn og dormaði smá stund.

Ég sá myndir koma og fara, minningar sem vildu láta muna sig, sem ég ekki vildi hleypa að. Ég sá minningu sem var á leið í burtu frá mér en vildi munast. Ég reyndi að ýta henni frá mér en hún kom og vildi ekki hverfa. Ég fann að mótstaða mín minnkaði. Hvað gerðist svo veit ég ekki. Ég fann mig á einhvern óskiljanlegan hátt leysast upp eins og sandkorn.

Ég átti í mesta basli við að binda garnið saman, til að allt leystist ekki upp það sem ég hafði setið og prjónað allan formiddagen.

Ég ákvað að taka smá pásu frá handavinnunni og settist í sófann inni í stofu. Sófinn var karrýgulur með brúnum röndum. Hann var mjúkur og það var þægilegt að sitja í honum. Ég lét mig hlunkast niður í sófann, setti fæturna upp á hringlaga borðið og hallaði mér makindalega niður í mjúkt sófabakið. Ég var í rauðum sokkum sem blöstu við mér þegar ég setti fæurnar svona upp í loftið.

Fyrir framan mig var stór gluggi sem snéri að hafinu. Ég gat, ef ég lagði við hlustir heyrt óm af öldunum í fjarlægð.

Ég elskaði hafið, ég elskaði hljóðið frá hafinu, ég fann að ómur hafsins sló í takt við hjartað mitt. Ég einbeitti mér að andadrættinum mínum og lét hann anda í takt við andardrátt hafsins, sem gerði mig eitt með hafinu.

Þetta var góð tiflininning, það var eins og ég félli saman með þessum djúpa takti ég fann að meðvitund mín beittist í hálfgerðan svefn, að mér fannst. Ég fann þunga i höfðinu, ekkert vont eða óþægilegt en öðruvísi.

Það leið einhver tími, ég veit ekki hve langur en einhver tími þó. Ég heyrði eins og rödd í höfðinu á mér. Ég vissi ekki hvort það var mín eigin, eða einhvers annars.
Ég ákvað að einbeita mér að röddinni og reyna að skilja hvað hún eða ég sagði. Ég einbeitti mér í dálitla stund, eða þar til ég heyrði sagt: Farðu að hafinu, ég þarfnast hjálpar.
Ég hugsaði með mér, hvað þetta gæti verið, hvort þetta væri ég , eða einhver annar. Ég ákvað að prufa aftur að einbeita mér að röddinni og ákvað með sjálfri mér að ef ég heyrði það sama og áður myndir ég rölta niður að sjó og sjá hvers kyns væri.
Ég einbeitti mér aftur einhvernvegin inn í höfðið á mér. Reyndi að halda öllum hugsunum úti.

Þarna kom hún aftur “röddin” og ennþá ákveðnari en áður.

Ég þarf hjálp !

Ég stóð upp af þægilegum sófanum og kallaði á Tító hundinn minn. Hann elskaði að fara með niður á strönd og ég gæti alveg eins tekið hann með, það gæfi mér líka öryggi að hafa hann.

Ég klæddi mig vel, í úlpu, vettlinga, húfu og ullarsokka. Það var vindur úti og það var kalt og það var snjórigning. Við gengum í áttina að sjónum. Það er ekkert sérlega löng leið tekur kannski 10 mínútur að ganga þangað rösklega.

Við gengum saman ég og Tító með vindinn og slydduna í andlitið. Ég sá glitta í hafið og það var úfið og kannski reitt ég vissi það ekki. Við komum að lokum inn á sandinn og ég renndi augunum með ströndinni. Það var ekkert að sjá svo langt sem augað sá.

Ég gekk lengra nær fjallinu og rýndi í átt að stóru steinunum sem liggja upp við fjallið. Þar gæti verið eitthvað. Ég fann allt í einu smá hræðslu í maganum því upp í huga minn koma atburður sem hafði gerst þar nokkrum árum áður.

Það hafði sést til ungrar konu þarna í klettunum sem engin þekkti til í bænum og hennar var leitað alla leið frá Reykjavík. Hún fannst aldrei. Talið var að hafið hefði tekið hana og ekki skilað henni aftur. Ég beindi þessum hugsunum í burtu og beindi athygli minni að Tító. Hann virtist sallarólegur og virtist bara ánægður með þennan óvænta göngutúr.

Nú vorum við næstum komin að klettunum þegar ég sá eitthvað lítið hreyfast þar sem alda og sandur mætast í faðmlögum. Ég gekk lengra að og sá að þetta var lítill kópur. Hann var einn og ósköp umkomulaus.Ég fann stað þar sem ég gat fest Tító því hann gæti fælt þetta litla líf sem lá þarna bjargarlaus.

Ég skimaði í kringum mig og sá að Baldur, Brandur og Sólveig koma aðvífandi. Þau skiptust til að hlaupa og ganga en töluðu mikið. Ég vinkaði til þeirra. Það var ekki oft sem ég hitti bekkjarsystkini mín hérna niður á strönd um helgar. Þau koma hlaupandi að okkur og ráku augun í kópinn.

Brandur sagði með það sama að við yrðum að ná í fullorðin, því kópurinn gæti aldrei komist hjálparlaust í sjóinn og að auki þá hefðum við krakkarnir fengið skilaboð um að ef við finndum eitthvað í fjörunni ættum við alltaf að ná í einhvern fullorðin.

Við hin vissum ekki alveg, en kinkuðum kolli að auðvitað ættum við að ná í einhvern fullorðin til að hjálpa kópnum.

Brandur og Sólveig hlupu af stað upp í bæ en ég og Baldur settumst niður í svartan sandinn og biðum átekta.

Tító lagði sig við hliðina á mér, svolítið órólegur því hann vildi hlaupa og leika sér . En eftir smá stund varð hann rólegur og virtist sofa.

Við sögðum ekki mikið, en biðum bara. Baldur var í bekk með mér. Hann var stór og mikill með mikið svart hár sem stóð í allar áttir.

Við sáum bíl koma keyrandi í sandinum. Þetta var Land Rover blár og hvítur. Við sáum að það var Gummi Geirs sem keyrði og í farþegasætinu var Hákon Ármann. Afturí sátu Sólveig og Brandur.

Bíllinn keyrði alveg upp að okkur og myndaði djúp för í sandinn. Allir stigu út og það var einhver spennan í gangi. Ég fann óþægnilega tilfinningu læðast um mig. Ég sá líka að Tító varð órólegur og eyrun hans voru alveg til baka, hann var hræddur.

Gummi kom að okkur og Baldur og ég stóðum upp.

Gummi: hæ krakka, hvað hafið þið nú fundið.

Ég: við fundum kóp, hann kemst ekki út í sjó, það þarf að hjálpa honum .

Hákon: flott krakkar að þið náðuð í okkur, við reddum þessu.

Þeir virkuðu spenntir eins og þeim hlakkaði til. Ég fann kvíðann í maganum,

Hræðsluna við það sem ég hræddist mest.

Gummi. Ok krakkar mínir nú ert best að þið farið heim og við göngum frá þessu.

Ég: en ætlið þið ekki að hjálpa honum út?

Hákon: nei það er ekki hægt, hann lifir það aldrei af. Við verðum að slátra honum, það er það besta í þessari aðstöðu.

Ég fann örvæntingu mína brjótast út, þið getið ekki bara slátrað honum !

Hákon, svona krakkar af stað heim !

Ég gekk að einum klettinum, með Tító en of lömuð til að taka eftir honum eða vita hvað ég ætti að gera. Ég sá þá ganga að kópnum með kylfur. Ég sá hræðsluna í augunum hans og ég heyrði öldurnar öskra til að reyna að breyta því sem ekki var hægt að breyta. Ég sá fyrsta höggið, ég heyrði örvæntingaróp frá litla dýrinu. Ég sá annað höggið , ég fann örvæntinguna brjótast út og hún gargaði, hún gargaði allt það henni kom í hug. Ég sá hafið hamast við að reyna að hjálpa, en höggin voru of mörg, og djúp. Ég sá líflausan kroppinn liggja þarna og blóðið lita sandinn og hluta af öldunni sem kom til að kveðja.

Ég vissi af mér eftir einhvern tíma. Ég var lömuð, ég hafði upplifað svik sem setti spor.

Ég lagðist í sandinn, Tító lagist á milli fóta mér og vildi láta strjúka sér.

Ég lagði hendurnar mínar um hann og nefið mitt í feldinn hans. Við lágum svona upp að hvert öðru og hugsum um þennan atburð sem við höfðum upplifað, fundum sorgina í maganum og ekkann í hálsinum sem hristi allan líkama minn.

Ég dormaði smá stund.

Ég vaknaði upp eftir einhvern tíma, ég veit ekki hversu langan. Tító var þarna líka og horfði áhyggjufullur á mig.

Ég mundi eftir samvinnu minni og Hafsins og ég fann gleði yfir því.

Ég stóð upp og fann að ég var köld og blaut. Ég hafði legið lengi og var blaut inn að beini.
Ég gekk nokkur skref að hafinu og sendi því þakklæti fyrir að hafa kallað á mig, og ég sendi þakklæti til mín yfir því að hafa hlustað.

Þrátt fyrir að það væri farið að rökkva, sá ég blóð í sandinum. ÉG vonaði bara að hann hefði komist þá leið sem hann átti að fara og hafði hafi hjálpað honum á leið eins og lofað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

væntanlega er framhald þvi eg er litlu nær

Jón Snæbjörnsson, 14.2.2010 kl. 00:16

2 identicon

Lestu frásögnina þá þá bara aftur, hægt og rólega.

Agla (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 17:46

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk agla :o)

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.2.2010 kl. 18:02

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Frábær saga !

Ég er snortin.

Anna Einarsdóttir, 14.2.2010 kl. 19:56

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg frásögn Steina mín.  Þú rífur mann frá dýpstu lægðum upp í himininn með þessari frásögn.  Innilega takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2010 kl. 10:47

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

alltaf frábær!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.2.2010 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband