Ég hef litlu við að bæta þessa dagana.

 Ég hreinlega hleyp frá einum stað til annars og gleymi því sem ég gerði fyrir augnabliki þegar ég fer í það næsta.

Það er samt gaman, en þó finn ég að þetta er aðeins að verða of mikið.

Ég fæ smá sting undir brjóstið af og til, eins og spenningur.

Ég hef þó ekki tíma til að huga að þessu fyrr en eftir hvítasunnu.

Í dag vorum við að rakubrenna í skólanum, það er alveg ferlega gaman og spennandi að sjá verkin verða til eftir svona langan tíma. Við brennum verk sem hafa verið gerð fyrir ári síðan. Við kennararnir erum líka með eitthvað sem við höfum gert, þannig að það klappa allir sínum litlu höndum þegar deginum er lokið.

Í kvöld förum Ulrikka og ég og lesum alla texta yfir á heimasíðunni fyrir nýja skólann svo er heimasíðan tilbúinn. Siggi var í allt gærkvöld að kenna mér að vinna á heimasíðunni sjálf, svo nú kann ég það.

Á morgun næ ég svo í 1.5oo bæklinga um nýja skólann sem við dreifum hérna um bæinn um helgina. Spennandi.
Set inn myndir sem sýnir hvernig bæklingurinn lítur út.

mail-1.jpgmail.jpg

Á mánudaginn er svo góður og stór dagur. Skandinavisk hátíð fyrir andlega hópa sem hittast í Kaupmannahöfn. Ég ásamt nokkrum öðrum höfum staðið fyrir þessu, það verður gaman að hitta svona margt fólk sem með sömu hugsun og maður sjálfur. Gunni minn og Uffi gera matinn, sem verður örugglega góður. Þeir gera matinn hérna í eldhúsinu okkar og svo keyra þeir matinn í bæinn.

Svo á sunnudagskvöldið náum við í litlu Dimmalimm, nýji hundurinn okkar. Hún er svo sæt lítil og falleg. Ég hef svo næstu viku heima til að vera með henni og hjálpa henni til að aðlaga sig Lappa kóngi, fjórum kisum, páfagaukum og Birni naggrísi. Það verður yndislegt.

Ég fer svo að vinna vikuna eftir og þá tek ég bara litlu skottuna með í vinnuna, það verður gaman fyrir bæði nemendur og kennara.

Sem sagt, mikið að gera en lífið er ljúf, þaðrf bara að muna að anda inn og anda út.

Lappi minn er svo heppinn, nágranni var að koma til að fá að fara með hann í göngutúr :o)_mg_5642.jpg_mg_5657.jpg

Kærleikur og Ljós til ykkar allra bræður mínir og systur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Sætur hvolpur!

Ylfa Mist Helgadóttir, 28.5.2009 kl. 17:12

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Anda með þér, - inn og út - kæra Steina mín!

Vilborg Eggertsdóttir, 29.5.2009 kl. 12:30

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

 sumarkveðja úr útsynningi á Íslandi!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.5.2009 kl. 23:14

4 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Gangi þér vel með þetta allt elsku Steina mín

Kristborg Ingibergsdóttir, 29.5.2009 kl. 23:47

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Kom við, er á kvöldgöngu.

Sigríður B Svavarsdóttir, 31.5.2009 kl. 21:20

6 Smámynd: Karl Tómasson

Það er án vafa gott að vera hjá þér og þínum Steina mín.

Litli kvolpurinn á framundan gott líf. Hann gat ekki verið heppnari.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 7.6.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband