Kann þetta varla orðið

_mg_1086.jpgÞað er langt síðan ég hef skrifað, varð þar af leiðandi ekki lítið hissa þegar ég sá að enþá slæðist fólk hérna inn á síðuna mína, þrátt fyrir margra mánaða þögn frá mér, en svona er nú það. Það er mikið að gera hjá mér, tvöföld vinna og fullt af öðrum verkefnum.

Ekki er þó allt jafn gaman, mikið sparað hjá sveitafélögunum hérna í Danmörku og því miður bitnar það líka á mínum kæru skjólstæðingum frá Kunstskolen Rammen. en það er lítið annað að gera en reyna að finna leiðir svo þau séu ekki tekin úr því umhverfi sem þeim líður vel í.

 þrátt fyrir krísun, eða kannski vegna krísunnar erum við að opna nýja deild, "grafísk teiknistofa" þar hef ég ráðið ungan mann Henrik sem er grafískur hönnuður og hefur unnið mikið bæði á teiknistofum og við fjöldamargt annað spennandi kreatívt. Hann er sem sagt að byggja upp þessa deild til að koma á móti þeirri Þörf sem er í samfélaginu, sem er að allir eiga að komast á vinnumarkaðinn, hvort sem það er raunhæft eða ekki. Við getum að sjálfsögðu ekki lofað nemendum vinnu eftir námið, en við getum þó kennt þau grundvallaratriði sem þarf og reynt að skapa tengsl á milli teiknistofa og nemenda og það ætlum við að gera.

Einnig erum við byrjuð á því sem við köllum "overbygning" þar hef ég ráðið kennara sem tekur þá nemendur sem hafa verið mjög lengi í skólanum og fer með þau á sýningar, skoðar byggingar "arkitektur" og þess háttar, eiginlega meiri teori en áður. Það verður spennandi að sjá hvað gerist með það. 

 Það gengur vel með nýja skólann "skolen for kreativitet og visdom", mikið að gera og spennandi. Við erum byrjaðar að kenna á barnaheimili tvisvar í mánuði, tvo tíma í einu. Einnig erum við með kennslu fimmtudaga og sunnudaga. Við stefnum á fleiri námskeið á næsta ári, en það er allt í vinnslu.

Af okkur fjölskyldunni er allt gott að frétta, erum að byggja og breita og er það voða spennandi. Ég fæ nú stærri vinnustofu, það sem var stofan, verður nú vinnustofa. Mjög kærkomið, ég er nefnilega að vinna að sýningu sem er í enda mars mánaðar. 

Núna er ég ein heima með kæru kvikindunum mínum, sit í sófanum  með nokkur af þeim í kringum mig. Ég ætla að njóta kvöldsins fyrir framan sjónvarpið og drekka sykurlaust eitthvað  gott og njóta þess að vera ein í kotinu. 

Hafið það gott kæra fólk, þeir sem koma orðið inn hérna....

img_1364.jpgimg_1360.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gaman að heyra frá þér á ný og gott að allt gengur vel

Hrönn Sigurðardóttir, 12.2.2010 kl. 19:41

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég kíkji stundum hérna inn og ath. Hvort Steina sé búin ad setja eithvad á á síduna sína ,tad er svo gott ad  lesa tad sem skrifad er hér,gefur manni eithvad svo mikid og gott.Mikid er gaman ad heyra hvad skólinn tin er ad breida úr sér og verda a stærri og gera góda hluti.Til hamingju med tad

Kvedja í kotid til tín frá okkur í Hyggestuen

Gudrún Hauksdótttir, 13.2.2010 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband