Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Hafið hefur billjónir af dropum!

Foto 252Um daginn sat ég í sófanum með Sól dóttur minni, það var föstudagseftirmiðdagur ! Hún sat og talaði, og talaði. Þið þekkið það þegar börnin tala og tala þá er hugur manns hálfur með, eða sennilega á tveim stöðum í einu sem ekki gagnar neinum. Svo fer ég allt í einu að hlusta á hana, ég geri mér grein fyrir að hún er að segja það sem ég alltaf er að rembast við að læra, að lifa í sér og það er bara hún ! Hún þarf ekkert að rembast, hún er bara svona.
Hún segir:
Mamma ég er svo hamingjusöm með lífið mitt, ég á góða vini, sem elska mig og vilja leika við mig !
Ég á heima í litlum bæ, með fullt af trjám og gróðri !
Ég er í besta skólanum í Danmörku!
Ég var á frábæru barnaheimili þegar ég var lítil, bóndabæ og þar voru fullt af dýrum, og skemmtilegu fólki sem var að vinna þar, Marianna (ein sem vinur þarna) varð meira að segja amma mín í  Danmörku.
Ég á heima í þessu húsi, og á kisur, hund, og páfagauka......
Það er aldrei neinn sem segir nei, til að leika við mig !

Það sem er svo frábært er að hún kemur ekki með neitt neikvætt. Hún fókuserar á allt það sem er gott í lífinu, og það er það sem er. Af þessu gæti ég lært mikið._MG_2707

Ég hef nefnilega ekki verið svo mikið á þeirri hlið undanfarið, hef verið með hugann við hitt og þetta sem  ekki gagnar mér og ekki öðrum. Hef haft fókus á það sem er verra en það besta. Ég hef ekki skilið frá það mikilvæga frá því minna mikilvæga.

Hef verið mikið í því sem er að gerast í  Danmörku og fjarlægum löndum, því neikvæða, ég hef gefið þeim umræðum meiri athygli og orku en er gott fyrir þessar umræður. Ég hlusta á útvarpið frá morgni til kvölds næstum því. Þar velja svo fréttamenn hvað það er sem fyllir hugsanir mínar. Íslam, Kurt Vestragaard. Það eru heitar umræður í öllu þjóðfélaginu hvar sem ég kem eru umræður um þessi mál. Og það sem ég sé, er að með allri þessari orku gef ég og aðrir líf í þessar umræður, meira en gott er fyrir þessi reiðu öfl. Hver hefur sinn sannleika og sína trú, það ber að virða. Já það er mikilvægt að halda í það frjálsræði sem við höfum, og það að allir hafa rétt á að segja það sem þeim finnst, en það ber að virða aðra og að nota þessi forréttindi sem við höfum til að finna nýjar leiðir sem hjálpa múslímskum bræðrum okkar og systrum að þróa sig frá einræði til lýðræðis. Það sem er gert núna er ekki gott dæmi um það...
Meira ætla ég ekki að tjá mig um þau mál.

Ég ætla að fókusera aftur á það sem er mikilvægt. Það er að vera í núinu, í mér.

_MG_2672Ég vaknaði í morgun með þá vissu! Ég hugleiddi sem ég geri alltaf á morgnana. Fékk mér teð mitt ! Fór í göngutúr með Lappa minn langt út í óbyggðir. Þegar ég drakk teð mitt sá ég út um gluggann að það var rok og skýjað. Mig langaði að hætta við að fara í þessa löngu göngu. En ákvað að láta það ekki eftir mér. Ég opnaði útihurðina, og á því augnabliki ákvað sólin að heiðra mig með nærveru sinni, og hún hitaði mér á kinnarnar alla leiðina. Það var yndislegt að heilsa öllum íslensku hestunum sem ilma af Íslandinu mínu gamla. Það var yndislegt að upplifa kærleika jarðarinnar til mín  í leðjunni á stígnum á milli trjánna og í vindinum, þegar ég lyfti fætinum togaði Móðir Jörð mig aftur til sín, þetta lékum við okkur að alla leiðina mér og henni til mikillar ánægju ! Fuglarnir sungu fyrir mig og Lappa, og ég var viss um að það var fyrir mig og hann, því að þarna voru bara ég og Lappi. Á einum staðnum mættum við Albert, hann og Lappi þefuðu aðeins hver af öðrum, eigandinn sem ég veit ekkert hvað heitri, sagði. Hvar er kisan ykkar ? Vissi þá að þessi yngri kynslóð hefur líka tekið eftir því að við förum alltaf í göngutúr með hundinn okkar og líka kisurnar Múmín og Ingeborg. Svona er nú lífið í litlum bæ, frá einni kynslóð til annarrar.

Á leiðinni hringdu þau frá vinnunni minni, og í staðin fyrir að verða pirruð, þá hugsaði ég um þetta þvílíka tækniundur að geta verið í vinnunni þó svo að ég væri langt úti í móa, með Lappa,  þá gat ég verið í vinnunni líka. Þó svo að það væri aftur hringt í mig frá vinnunni og ég þyrftir að taka fljóta ákvörðun á hinu og þessu þá var ég glöð yfir að ég þyrftir ekki sjálf að gera þá hluti sem gera þurfti, heldur gæti verið akkúrat hérna úti í móa sagt hvað ætti að gera. Svona á það að vera hugsaði ég og varð glöð.

Ég einbeitti mér að því mikilvæga, og það var að vera og njóta þess._MG_2711

Núna sit ég hérna inni í eldhúsinu mínu með rauðrar kinnar og te. Ég er með bækur í kringum mig sem ég ætla að fletta og leita að hinum ýmsu gögnum fyrir þá grein sem ég fer í gang með í dag. Lífið er gott í dag.
Það sem ég hugsaði meðal annars á leiðinni var að maður á að njóta heildarinnar, það er alltaf eitthvað sem er ekki eins og það væri best fyrir mann sjálfan, en það er það að njóta augnabliksins eins og þetta væri síðasta augnablikið.
Þegar við horfum á hafið, þá njótum þess, við vitum að hafið eru billjónir og aftur billjónir af dropum, en við þurfum ekki að telja þá.....  

Bless í boggheim Foto 254


mbl.is Fjöldamótmæli gegn Dönum í Súdan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fergurðin í því sem er, og sorgin í því sem við gerum !

IMG_2652

Í þessari viku, eftir morgundaginn byrja ég undirbúninginn á nýju fréttabréfi ! Það er oft ansi erfitt tímabil. Þetta fer of mikið í tilfinningarnar mínar ! Vildi að það væri öðruvísi, og ég gæti skilið hvert frá öðru, tilfinningar og hugsanir, en ennþá get ég það ekki. Allavega ekki þegar það er um blessuð dýrin, bræður okkar og systur. Set inn vídeó um úlfa og delfína (man ekki  hvernig sagt er delfínar á íslensku) Friður, Kærleikur og Ljós til ykkar allra.

Steina


Lífið er fullt af fegurð, við þurfum bara að stoppa, hlusta, heyra og sjá...

Háhyrningar flytja HringaLjóð !

Sæljón eru ekki þau mikilfenglegustu, en þau eru þau skemmtilegustu

 Miðvikudagkvöld, ég ligg við opin gluggann og gardínurnar bærast í hljóðri kvöldgolunni. Lappi og Múmín liggja hérna líka. Ég var í Kaupmannahöfn í dag. Fór að heimsækja son minn Sigga og skoða nýju íbúðina sem hann og Alina eru flutt í. Það var gaman að sjá hvernig þau búa þetta er flott íbúð á Nørrebro.

Við fengum okkur hádegismat saman og fórum svo, ”gengum” alla leið frá honum og til Marmorkirken sem er á Bredgade. Hann býr lengst í burtu.

Við hugleiddum saman í kirkjunni. Þaðan fórum við í stúdíóið hans í Akademíunni, og svo gengum við í gegnum miðbæinn að lestarstöðinni.

Kom heim dauð þreytt af að ganga, af hávaðanum og orkunni sem er á öðru plani en í sveitinni. En glöð eftir frábærann dag með Sigga. Við töluðum alla leiðina, rökræddum myndlist fram og til baka. Það var gaman, og mikið hlegið.

Ég hef verið að hugsa mikið um Sæljón þessa dagana. Verið að lesa um þau á netinu og spá í hvernig þeim vegnar í lífskeðjunni. Ég hef alltaf sjálf haldið að Sæljón hefðu það bara ágætt. En ég hef haft aðra tilfinningu undanfarið og þess vegna fór ég að kíkja. Á nokkrum stöðum í heiminum eru þau í raun og veru í útrýmingarhættu, m.a. í Suður Kaliforníu og Ástralíu og ég las að ein eyja utan við Nýja Sjálandi bannaði allar veiðar á þeim. Þetta vissi ég ekki áður. Ég las líka að Sæljón eru eitt af aðal fæðu hjá háhyrningum og hákörlum. Háhyrningar og hákarlar eru ein af þeim dýrum sem er fylgst mikið með vegna þess að þau er í útrýmingarhættu.

Aðalfæða Sæljóna eru mörgæsir , selur og fiskur. Mörgæsirnar eru í útrýmingarhættu og fiski fækkar mikið í höfunum. Fiski fækkar eins og við vitum vegna eiturefna sem fara í andrúmsloftið CO2. POP/ Persistent Organic Pollutants og DDT. Þessi eiturefni hafa að sjálfsögðu áhrif á dýralíf jarðar. 

Annað sem einnig er áhugavert og ég hef ekki gert mér grein fyrir áður eru sjóræningjar. Nútímasjóræningjar sem stela fiski af litlum bátum, sem þýðir að litlu bátarnir veiða meira til að fólk hafi í sig og á. Þetta þýðir líka að það er engin leið að fylgjast með hvað mikið að fiski er veitt

Vissuð þið að það eru 11o1 spendýrs tegndundir í heiminum í útrýmingarhættur. Það eru 20% af öllum spendýrstegundum sem við þekkjum.

Jæja held áfram með þessar vangaveltur um Sæljónin. Það sem ég hef verið að hugsa er að einhvernvegin virkar það á mig að Sæljón séu einhvernvegin mitt á milli í þessari fæðukeðju, mitt á milli þeirra stóru og smáu. Þegar háhyrningar og hákarlar eru í útrýmingarhættu er það að mér dettur í hug vegna fæðuskorts, og vegna ofveiði. (hef lesið um það að m.a. hvíti hákarlinn sé ofveiddur og sé þar að leiðandi í mikilli útrýmingarhættu). Ef það er fæðuskortur hjá þessum stóru dýrum þá ráðast þeir að enn meira afli á þá bústaði þar sem Sæljón halda til og þá þarf mörg Sæljón , eða Sæljónaunga til að metta einn maga

Hvers vegna ég er að spá í þetta, góð spurning?

Ein ástæðan er að einhvernvegin eru Sæljón það sjáfardýr sem hefur gefið okkur hvað mesta gleði  af öllum sjáfardýrum. Ekki að ég held að við hugsum svo mikið um það þegar við hugsum um dýrin í hafinu. En þegar ég hugsa um það þá eru Sæljón í næstum öllum dýragörðum í heiminum og í næstum öllum sirkusum.

Sæljón erum mjög klár og eiga auðvelt með að læra.

En þau eru ekki eins sæt og selir, mikilfengleg og hvalir, sjarmerandi og höfrungar ekki eins óhuggulegir og spennandi og hákarlar og ekki eins klárir og flottir og háhyrningar.

Þeir eru einhversstaðar þar sem þeir eru....

Við heyrum aldrei talað Sæljón sem eitthvað ferlega spennandi. En Sæljón eru samt þau dýr sem hafa gefið okkur mest af öllum þeim dýrum sem eru í hafinu. Að mínu mati. Ef það er rétt, að það er hætta á að Sæljónin verði útdauð, væri það mjög sorglegt ?

Vildi bara aðeins deila þessum pælingum með ykkur. Er alls ekki búin með þessar pælingar og leit af uppl. á netinu um Sæljón.Það er ekki auvelt að finna gott efni um þau á netinu, það kom mér á óvart.

Set með myndband sem er ansi óhuggulegt um baráttu Sæljóna við háhyrninga. Endar vel, en að mínu mati gerir það hvernig þetta endar þessi átök ennþá óhuggulegri, og kannski vonlausari.

 Góða nótt kæru bloggvinir.

AlheimsLjós til allra og megi Óli lokbrá kyssa ykkur öll á ennið í nótt.


Jannis Kounellis prófessorinn minn frá Dusseldorf

 

 

Kounellis2

 

 

 

 

Jannis Kounellis var prófessorinn minn þegar ég var í Listaakademiunni í Dusseldorf !

Fyrir mig er hann stórkostlegur listamaður og maður.

Hann fékk mig til að trúa að ég GÆTI !

Hann var með til að styrkja mig í að það er jákvætt að vera sá sem maður er í verkunum sínum, en ekki að kópía aðra.

Hann fékk mig til að sjá trúna í því sem ég geri.

Hann var eitt að því besta sem ég hef upplifað í þróun minni sem manneskja því hjá honum fékk ég trúna á sjálfa mig!

Þegar ég hugsa um hann og það sem hann gaf mér sé ég hversu mikilvægt það er að við séum meðvituð um það sem við segjum og gerum við aðrar manneskjur.

Þegar ég hugsa um marga af öðrum kennurum sem ég hef haft í gegnum lífið sem hafa rifið mig niður en haldið að þeir væru að byggja mig upp hugsa ég líka um hversu mikilvægt það er að við séum meðvituð um það sem við segjum og gerum við aðrar manneskjur. Orð hafa áhrif, uppbygging eða niðurrif.

Ég upplifði hjá honum að vera séð sem myndlistamaður og tekin alvarlega í því sem ég var að gera.

Ég upplifið skilning á mínum hugarheimi, sem var dýpri en ég hafði sjálf,

Ég hafði áður haft marga kennara, en enginn hafði það sama og hann.

Hann sá langt inn í sálina mína og með einhverjum töfrum fékk hann allt það sem ég hafði fram , þangað, sem ég gat notað það og trúað að það væri rétt.

Honum er ég eilíflega þakklát fyrir þau 3 ár sem ég var nemandi hans.

Hérna er tvö video um verkin hans

Alheimskærleikur til ykkar og hans !


Stundum ætti maður að hugsa sig tvisvar um ! Stundum ætti maður að skammast sín !

perfectapple

Við lifum nú góðu lífi ! Ég hef haft það gott þessa helgi. Hafði mestar  áhyggjur á að ef það myndi rigna.

Á föstudagakvöldið var okkur boðið í kvöldkaffi til vina okkar í Hillerød, það var svona mjög spontant.En við keyrðum þennan klukkutíma sem það tekur og áttum huggulega stund með Peter og Bettina. Ræddum mikið trúmál og það að vera esoteriker. Það er alltaf öruggt og notalegt að vera með fólki sem hugsar eins og maður sjálfur.

Krefur ekki mikilla útskýringa.
 

Hafði mestar áhyggjur yfir hvernig veðrið yrði !

Í gær fórum við svo til kunningjafólks okkar, Bente og Benny  sem eru með húsbíl á tjaldstæði rétt hjá ströndinni. Við fórum  með á flóamarkað þar sem keypt var hitt og þetta sem engin þörf er reyndar á. Syntum í sjónum og borðuðum góðan mat Ræddum lifið og tilveruna, um að lifa lífinu og uppfylla óskir sínar, því það væri mikilvægt að verapeaceonerth2 hamingjusamur í þessu lífi. Það borgaði sig ekki að vera alltaf að bíða og lifa hálft, eða ætla að lifa á morgun. Við ræddum um trú og samfélag og margt margt fl. Ósköp hugguleg.

Hafði mestar áhyggjur yfir hverfing veðrið yrði !

Þegar við komum heim var Siggi hérna heima hann hafði passað hundana og kisurnar. Ég átti góða stund með Sigga mínum þar sem við sáum myndlistarvideo sem vinur hans hafði gert ræddum hin ýmsu mál : um ástina, lífið, reiðina og það að vera esoteriker.

Ósköp notalegt og áreynslulaust.

Hafði mestar áhyggju yfir hvernig veðrið yrði !

Vaknaði í morgun. Gunni sem byrjaði í sumarfríi í gær rauk í vinnuna kl hálf 6. Einn starfsmaðurinn hafði sent skilaboð um veikindi og þá var sælan úti. Ég var net pirruð þarna snemma um morguninn og sá fyrir mér allt það sem átti að gera í dag.

Týna heslihnetur fara í garðinn hugleiða saman og hitt og þetta.

Hafði áhyggjur af hvernig veðrið yrði seinnipartinn þegar Gunni kæmi heim !

Kíkti svo á netið sá komment hjá bloggvinum. Viðar bað um meira. fallegt frá Lasse

Fór að finna fl. Góð video með nossaranum, en þau sem ég fann voru bara ekki eins góð og ég setti inn í fyrradag.

Fór að skoða hin og þessi video.

Rakst á eitt sem fékk mig til að fyllast skömm yfir að hafa áhyggjur á

Hvernig veðrið yrði.

Ég nota tíma og orku í einskisverðar hugsanir og áhyggjur. Hvernig væri að hafa áhyggjur af einhverju sem verulega skiptir máli.

Ég tel mig ansi meðvitaða um hvað er að gerast í heiminum og að mér finnst ég geri mitt besta til að vekja athygli á því sem betur mætti fara. En það er langt í land....

Ég ætla að gera mitt besta í dag og á morgun að hugsa fallega og jákvætt til allra dýra í heiminum sem þjást vegna okkar þarfa, sem er spurning hvort við þurfum.

Vonandi hefur þetta videó sömu áhrif á ykkur og þá eru það við öll sem sendum Ljós til allra dýra sem þjást.

Ljós og Kærleikur til ykkar allra

 


Þvílík fegurð í dansi hests og konu


Lyfin virka á Iðu , allavega núna

 100000003

 

 

Það er svo greinilegt að lyfin virka á hana. Strax fyrsta daginn tveim tímum eftir töku fórum við í göngutúr og það var greinilegur munur á henni Iðu minni.

Í gær fór ég svo í göngutúr með hana og eins og vanalega hafði ég hana lausa, hún gengur vanalega hægar en ég blessunin. En þegar við vorum í kvöldgöngunni hljóp mín gamla Iða á eftir ketti, hún hljóp ofan í á og var bara svona líka hress. Á meðan ég kallaði á hana gat ég ekki annað en hlegið því þetta var alveg dásamleg tilfinning. Ég hafði hana svo í bandi restina af túrnum. Hver veit hvað hún gat fundið upp á. Það koma skokkarar, hestar og fl sem hún gæti fundið upp á að hlaupa á eftir.

Þessir tveir dagar eftir að lyfin komu hafa verið eins og að sjá hana endurfædda. Frábært á meðan er. Veit alveg að þetta gæti verið stuttur tími, en við getum þá öll notið þess tíma sem er.31363k07paiew5u

Annars hefur lífið snúist um Iðunni og Lappa litla sem er abbó.

Eins og sést á fyrri færslu hef ég áhyggjur á hversu mörg dýr deyja eiginlega að ástæðulausu, eða eigendur verða þreyttir á þeim, eru að fara í ferðalag, eða hvað sem er annað.

Vinkona mín fann tildæmis kassa með fullt af kettlingum í þegar hún var í göngutúr um daginn.

Hver hefur ekki heyrt um apana í Japan sem finna upp á einhverju snilldarlegu  og svo allt í einu fara apar í annarri heimsálfu að gera það sama. Þetta er fyrir mér tákn um það að dýrin eru tengd á innri plönum, og kalla ég það fyrir að hafa sameiginlega sál. Eins og við manneskju höfum hver sína sál (þessu trúum við mörg) þá vil ég meina að dýrin séu hópsál. Þannig að hvert dýr kemur með reynslu frá því lífi sem þau lifa upp í hópsálina.

Margar (flestar)dýrategundir koma með mjög einhliða lífsreynslu. Tökum sem dæmi húsdyr eins og grísi. Hvaða lífsreynslu koma þeir með aftur og aftur ?

 Í Danmörku einni eru ca 25 miljón svín !! Það eru bara 100.000 svín sem lifa lífrænt og úti í náttúrunni við góðar aðstæður í Danmörku.
Eitt er að allir þessir grísir, sem flestir lifa ömurlegu lífi, annað er þegar þeim er slátrað ! Oft er keyrt með grísina langa vegu, til Þýskalands eða Póllands, því það er ódýrara.Það er keyrt með ca 2,9 milljón smágrísi á ári frá Danmörku til slátrunar í öðrum löndum.Á suður Jótlandi tékkaði lögreglan á einum degi 11 bíla sem voru fullir af smágrísum, af þessum ellefu höfðu sex vandræði með vatnsleiðslur til að gefa grísunum vatn á leiðinni. þetta var um sumar, þar sem hitinn getur farið yfir 30 stig, getur maður ímyndað sér hvernig grísirnir hafa það. Það hefur verið mikil umræða um þetta hérna, vegna þess að það er keyrt í einum rykk, til að spara tíma. Oft standa þessi grey eins og síld í tunnu hvert ofan á öðru í allt upp í 20 til 30 klukkutíma áður en þau koma i sláturhús, þar sem þau eru rekinn áfram með rafmagnsstöfum, sem gerir þau vitstola af stressi og hræðslu
døde grise

Þeir grísir sem lifa lífrænu lífi, fá miklu mannúðlegri meðferð. Þeim er slátrað á nærliggjandi sláturhúsi, og þau eru ekki rekinn áfram með rafmagnsstaf til slátrunar! það mikilvægasta er að á meðan þau lifa að þau fái gott og sæmandi líf ! Við vitum öll að það er mikilvægt fyrir nýfædd dýr að vera hjá móðurinni eins lengi og mögulegt, hjá móðurinni fá þau móðurmjólkina sem styrkir þau meðal annars fyrir sjúkdómum,þau fá hlýju, einnig læra þau hvernig á að haga sér og vera. Hvolpar og kettlingar eru ekki teknir frá fyrr en 8 vikna gamlir. Hjá grísum eru ungarnir bara 3 vikna þegar þeir eru fjarlægðir frá móður sinni, þetta er gert þó svo að vitað sé að þetta kemur til með að valda vandamálum seinna, t.d. að naga halana og eyrun hvert á öðru.EEEN  grísamamma þarf að komast eins fljótt og hægt er "í gang"og þess vegna er ekki hægt að bíða lengur   það gefur pening ! Oft er halinn klipptur af litlu grísunum innan við 2 til 4 daga án deyfingar og þeir eru oft geldir á deyfingar

Hvaða reynslu koma þessir grísir með upp í sálina, það þarf ekki klókan mann til að sjá það.

100,000 sem koma með jákvæða lífsreynslu  héðan frá Danmörku.

Hversu margir eru verksmiðjuframleiddir í Danmörku : 25 milljón !!

Hversu margar gyltur (þá er ég bara að tala um gyltur) látast á ári vegna vanrækslu í Danmörku : 20.000

Svona mætti lengi telja.Ég meina að við manneskju höfum mikla ábyrgð þarna á að dýrin hafi möguleika á að fá sem besta lífsreynslu hér á jörðinni, eins og mannfólkið. Við höfum bara verið allt of upptekinn á okkur sjálfum, okkar velferð og þar að leiðandi gleymt á hvaða kostað við oft lifum því lífi sem við lifum.

Ég hugleiddi áður en ég tók ákvörðun með Iðu mína, og mín upplifun var sú að miklu fleiri hundar á jörðinni fara með erfiða lífsreynslu og þjáningarfullan dauða  með sér héðan en jákvæðan og út frá því tók ég ákvörðunina að hún færi á góðan hátt þegar við fyndum að tíminn væri komin.jesus-christ

Ég veit að oft er erfitt að skilja þessa hugsun sem ég hef, en ég veit líka að mörg ykkar hafa sömu hugsun.

Kærleikurinn til alls lífs á jörðu er uppskriftin af betri heimi.

Ljós til ykkar og góða og fallega helgi til ykkar

 


Ég hélt ég hefði ansi mikla stjórn á tilfinningum mínum !

 

 

f_2999225648

En í dag hefur annað sýnt sig.

Hérna áður fyrr grét ég mikið og oft. Núna í nokkur ár, eða síðan ég fór að vinna með sjálfa mig, bæði með hugleiðslu , þerapí og meðvitað að skoða mig og orsakir gjörða minna, græt ég næstum aldrei, nema þegar ég heyri eða sé að dýr eiga það erfitt, þá brestur þetta smá.

 Það er ekki þannig að ég sé á móti því að gráta, en fyrir mig er það mikilvægt að tilfinningarnar stjórni mér ekki, en að ég stjórni tilfinningunum, á því er stór munur. En eins og áður segir hef ég aumt hjarta fyrir dýrum.

Ennn í dag hef  átt frekar bátt, og átt svolítið erfitt með sjálfa mig.   Við Gunni  fórum með hana elsku Iðunni okkar til dýralæknisins um daginn. Iðunn er á 12 ári og er sem sagt komin með gigt. Þegar við vorum hjá dýralækninum sagði hann að við þyrftum að athuga þann möguleika ef hún ekki lagaðist af öllu því sem við fengum hjá honum að senda hana inn í eilífðina. En eins og ég mundi orða það inn í hundasálina.

Ég tjáði honum það að við gengjum alla leið, og þá meina ég að hún  ÆTTI að deyja úr elli. Hann dýralæknirinn (sem er svo dásamlegur) bað mig að lofa að að hún fengi þá verkjalyf allan tímann svo hún þjáðist ekki.

 Að sjálfsögðu lofaði ég því.

Ég hef nefnilega haft þá skoðun að of margir hundar, kettir og fl. dýr væru oft líflátinn of snemma, og fyrir mér er dauðsprosessin mjög mikilvægur hjá öllu lifandi. Það er mikilvæg reynsla að hafa með sér þegar farið er héðan, og meina ég þá eðlilegur dauðsprosess.

Þessu hef ég haldið fram og ekki hugsað um þann möguleika að grípa fram í fyrir hendurnar á því á mínum dýrum.

Ég hef svo sannarlega fengið augngotur, en látið mér fátt um finnast, fólki má finnast það sem það vil.

En í nótt svaf Iðunn ekki og hún fann mikið til. Á leiðinni í vinnuna fór ég að hugsa þessi mál, það er nefnilega svo hollt að lenda í bæði sársauka og erfiðleikum, því þar koma möguleikar til að flytja sig í þroska, og það held ég að ég hafi gert. VONANDI.20050525061021_0

Ég hringdi í hana Beggu vinkonu mína úr farsímanum (veit að það er ólöglegt, en ég keyri sveitavegi og þar er engin umferð, afsökun)

Sagði það sem ég var að hugsa og grét á meðan, því það varð svo raunverulegt þegar það var sagt hátt. Við ræddum þetta fram og til baka og það var ákveðin léttir.

Það sem ég hugsaði var auðvitað það sem allir segja að fyrir hvern er ég að halda henni í lífi ef hún bara þjáist ? Jú að mínu mati er mikilvægt að hún upplifi dauðsprosessinn og sú jákvæða reynsla fari með upp í sálina þegar hún fer héðan, en ef reynslan er ekki jákvæð , heldur bara þjáning ? Held ég að það séu fl. hundar sem fara héðan á jákvæðan hátt en á neikvæðan hátt, er ég þá að hugsa um alla hunda á jörðinni ?

Örugglega miklu fleiri sem fara héðan með kvalir en sem bara sofna í faðmi þeirra sem elska hann/hana.

Hvaða lífsreynsla er þá mikilvæg að ég láti hana Iðunni mína fara með þegar hún fer héðan ?

Jú út frá þessu reiknisdæmi er meiri þörf á að fá jákvæða upplifun.

Billede 2519Þegar ég var komin inn á þessa hugsun létti mér mjög mikil,  þó að fullt að sársauki kæmi upp því að ég bar í mér hræðslu að þurfa að horfa upp á hana þjást í langan tíma.Billede 667

Þegar ég kom í vinnuna hringdi ég í Gunna og sagði honum hugsanir mínar. Honum létti mikið því að hans skoðun var sú að Iðunn ætti ekki að þjást þar til hún færi og var ákveðin í að við myndum diskotera þetta þegar við kæmum heim. Hann hringdi svo í dýralæknirinn og pantaði sterkara verkjarlyf fyrir Iðu.

Eftir vinnu fór ég svo til dýralæknisins og fékk sterkari verkjarlyf og sagði jafnframt á meðan ég stóð og grét að við myndum að sjálfsögðu ekki láta hana þjást en ég vildi svo gjarna fá sumarið með henni. Ég á sjö vikna sumarfrí og þá erum við bara heima, sem gerir möguleika á að fara í göngutúra og njóta nærveru .

Þetta skildi dýralæknirinn að sjálfsögðu mjög vel, en sagði svo að auðvitað gæti hann ekki lofað að hún hefði það gott yfir sumarið.

Við ræddum svo þann möguleika að þegar að því kæmi að hún gæti ekki  meira að hann kæmi heim til okkar. Að sjálfsögðu, var svarið.

Þetta er sko ekkert auðvelt fyrir okkur  hérna á bæ.Billede 2521

En lífið er jú fallegt og ég/við get/getum valið  hvernig /við veljum að sjá þessa hluti.

Ljós og Kærleikur til ykkar allra.

 

 


Þetta er góð leið til að fá samband við sálina sína

 s_50ff63a60c24c2d2ec502bdaa63292fd

 

Það er mikið um að vera. Í gær komu Hlynur Kittý og börn í heimsókn til okkar. Þau buðu okkur út að borða í gærkvöldi og við áttum yndislega stund með þeim. Of stutt, en dásamlegt. Í morgun fóru þau svo  til Feneyja til að fara á Feneyjasýninguna, og svo ætla þau að vera í Berlin allt sumarið. Mjög stutt heimsókn, en frábært að hitta þau.

Hlynur og Kittý eiga Lóu sem er líka 10 ára eins og Sigrún Sól okkar, og þær skottur Sól og Lóa urðu bestu vinkonur um leið. Þær þekktust þegar þær voru litlar, en hafa ekki sést í langan tíma, en urðu eins og pottur og panna strax. Það var gaman að upplifa.

 

Á morgun koma Ylfa, Halli og börn, þau verða í þrjá daga, okkur hlakkar til.

Það verður semsagt ekki mikil skrif á næstunni.

Í kvöld fer ég á fund með hugleiðsluhópnum mínum, það verður gott.ros99

Á fimmtudaginn á fallega Sólin afmæli, 10 ára. Hún fékk afmælisgjöf frá okkur sem hún valdi sjálf... risastóran kaktus. Stór kúla með flottum göddum. Hún fékk nýjasta diskinn með Björk frá mömmu og pabba, og hann er spilaður endalaust, sem ekki er slæmt því þetta er mjög flottur cd.

Það er gott að hugleiða, bæði fyrir fullorðna, en líka fyrir börn. Hérna er hugleiðsla sem Sólin mín hefur gert af og til í ca tvö ár. Við gerum þetta saman,

Ég segi :

Sól ,lokaðu augunum,

sjáðu fyrir þér Sólina.

Sjáðu Sólina fyrir þér sem Sálina þína

Segðu nú:

Sól,

Skín á andlit mitt,

Núna,

Og alla eilífð.

 9821009

Þetta er góð leið til að fá samband við sálina sína. Tekur ekki nema augnablik. Þeir sem ekki eru vanir að hugleiða gætu gert þetta daglega bæði fullorðnir og börn.

Megi Sólin skína á ykkur, nú og alla eilífð.

Ljós

Steina

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband