Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Ég leita eftir stað til að gráta
22.5.2008 | 16:14
Tími varla að skrifa aðra færslu og fara frá þeirri fyrri sem er afmælisdagurinn minn með öllum fallegu kveðjunum ykkar til mín.
En lífið heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ég holaði mér í skúffuna af feimni fyrir allri athyglinni á daginn minn, var þar í bláu sokkunum mínum, sem ég horfði á verða gula og hvíta til skiptis, til loka dags, fór þá úr skúffunni og las áfram skilaboðin fallegu.
Lífið heldur áfram, dagarnir koma einn af öðrum og áframhaldandi vinna við að rækta sig til betri manneskju í dag en ég var í gær.
Ég get nú ekki klappað mér á öxlina fyrir árangur morgunsins sem var í lakara laginu. Ég vaknaði að venju kl sex, fór í bað og hugleiddi. Það var gott eins og alla daga. Vakti svo stelpurnar, Sólina og barnabarnið okkar litla hana Lilju yndislegu sem við erum svo heppin að hafa um tíma.
Siggi sonur er hérna líka þessa dagana hann er á milli húsnæða blessaður.
Stelpurnar voru lengi að öllu og þurftu mikið að tala saman.
Ég var hin rólegasta, gaf dýrunum, sumum, og þær sumum. Ég þurfti að segja þeim að gera hvern minnsta hlut af því sem gera þurfti, ekkert kom einhvernvegin að sjálfum sér.
Þegar klukkan var nokkrar mínútur í átta, voru þær ekki tilbúnar, þá kom reykur upp úr höfðinu á gömlu konunni, og hún þrumaði allt mögulegt í litlu barnaandlitinn, og fannst ekkert athugavert við það !
Hún þrumaði yfir barnshöfðunum alla leið í bílinn, leifði kyrrðinni ekki komast að því þá þyrfti hún að horfast í augu við atburðinn á meðan á honum stóð, og það er verst. Hún kvaddi með áminningar og kossa.
Dagurinn leið og upp kom : aðgát skal höfð í nærveru sálar, púuuha það var ekki notaleg tilfinning.
Ennþá einu sinni brást hún of harkalega við, sagði égið við konuna.
Þetta kom upp í hugann af og til, og augljóst var að biðjast varð fyrirgefningar á þessum hamagangi.
Égið kallaði dömurnar á fund við heimkomuna, beðist var innilegrar afsökunar, og í sameiningu fundin lausn til að koma í veg fyrir svona hamagang aftur á annasömum morgnum.
Sem betur fer fyrir konuna voru dömurnar fljótar að fyrirgefa þessari bráðu kellu sem svo oft hefur dottið um hamaganginn í sér, og notar það mesta af tíma sínum í þessu lífi til að temja þetta indæla skap sem kemur oft að gagni, en er líka oft til trafala.
Núna erum við heima og það er ósköp notalegt. Gunni er að fara á eitthvað Gala eitthvað í Kaupmannahöfn í kvöld, Siggi ætlar lika til Kaupmannahafnar svo ég og skotturnar verðum heima.
Ég ætla að hafa það notalegt með þeim og ekki má gleyma Lappa sem elskar án skilyrða.
Ég fékk bók í afmælisgjöf frá skólanum, sem ég keypti sjálf. Bókin er skrifuð af alveg frábærum dönskum rithöfundi sem heitir Helle Helle. Bólin heitir : Niður til hundanna. Ég byrjaði að lesa í gærkveldi, og ég fann að þetta verður ein af þeim perlum sem ég les aftur og aftur og nýt hverrar setningar sem er hrein og tær fegurð fyrir hugann
Bókin byrjar svona : Ég leita eftir stað til að gráta !!!
þegar fortíðin kemur í lit....
16.5.2008 | 16:28
Það gerðist svolítið svo gott í dag, ég fann fortíðina, og er svo lánsöm að ég get horft á hana og skoðað í krók og kima, rannsakað og séð hvað hafi gerst sem gerði það sem gerðist.
Kannski gerðist ekkert en sennilega hefur eitthvað gerst inni í mér sem hefur áhrif á vitund mína í dag,
kannski !
Ég hef fundið í nokkurn tíma að leitin að fortíðinni er nauðsynleg
Líkaminn minn gefur mér merki eftir merki þar sem undirmeðvitundin mín er að segja mér að þarna og þarna liggi sársauki. Kannski út frá vanrækslu, sennilega hefur hitt og þetta haft meiri áhuga minn en þessi kroppur sem er ekki ég, en þegar vel er skoðað er gott að muna að hann lánar sig til mín á meðan ég er hér.
Það sem maður lánar passar maður upp á.
Þegar ég var lítil telpa, bara tólf ára snót í sveitinni, kom kvikmyndafólk frá Danmörku og gerði hálf tíma kvikmynd um þessa litlu sveitasnót.
Snótin hoppaði og skoppaði yfir móa og mýri og lét kvikmynda sig í bak og fyrir.
Hún skildi ekkert í þessu framandi tungumáli sem var talað í kringum hana í nokkrar vikur en brosti bara sínu blíðasta til þessa dásamlega fólks sem var alltaf að kvikmynda hana.
Í dag er tungumálið hennar og það væri gaman að hlusta til baka og skilja það sem sagt var með þeim skilningi sem er hennar í dag.
Í dag skrifaði ég sem fullorðin kona sem í næstu viku verður ennþá meira fullorðin til Danmarks Radio og spurði góða konu um myndina , kl var 10.00.
Klukkan 10.09 fékk ég netpóst, þar sem hún tjáði mér að hún hefði fundið fortíðina mína í lit og ég gæti fengið hana í pósti á næstu dögum !
Það verður skrítnara en skrítið að sitja og skoða sig að framan og aftan í hinu og þessu lífi sem ég lifði og gerði þegar ég var aðeins 12 ára.
Það sendur þetta um myndina:
Beskrivelsen lyder: Børneudsendelse. Om den 12-årige pige Steinunn, der bor i den lille by Vik på Islands sydkyst. Der gives et indblik i hendes dagligdag, idet man ser hende passe et barn, drikke kaffe i hjemmet, på ridetur med sine kammerater i den storslåede natur, på fisketur med sin far, svømme i et svømmebassin, spille plader på sit værelse og på cykeludflugt med sine kammerater. Fåreskilning, hvor børn og voksne går rundt i en centralt beliggende fold og fanger deres øremærkede får, de kommes over i beliggende folde, og drives hjem af ryttere og heste .
Það er ekkert annað en gjöf að hafa möguleika á að fara svona aftur í tímann og skoða sig þegar maður var næstum því nýfallin snjór.
Fara til baka og sameina sig þessari stelpu sem var ekkert annað en yndisleg.
Taka það besta frá fortíðinni og sameina því nútíðinni, það ætla ég að gera við þessa gjöf.
Núna er föstudagur og sólin skín á mig og okkur hérna í sveitinni.
Ég ætla að vinna í garðinum mínum alla helgina og mánudag og þriðjudag líka.
Megi sólin skína á ykkur líka
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Hið stóra samhengi
9.5.2008 | 09:52
skil allt
heyri allt
og skynja allt,
því í dag er ég í þakklát ,
sæl og full af lífsgleði.
Það eru ekki alltaf svona dagar, en að vakna við fuglasöng, heyra ungana tísta í hreiðrinu í þakskegginu og kalla á mömmu og pabba og vilja mat mat og mat.
Vera í fríi til bara að vera
Hugleiddi, og það var gott, þó svo að lífið í garðinum mínum hafi kallað á athyglina mína oft.
Fékk mér kaffi, við eigum svo góða kaffivél, þá bestu í heimi, sem gerir allt sem í hennar valdi stendur til að við fáum góða byrjun á deginum.
Lappi, Múmin og ég fórum í morgungöngu, sólin skein á okkur, við týndum gleymdu mér ekki ástin mín til að setja á eldhúsborðið og gera fallegt fallegra.
Ég bað blómálfana um leyfi til að fá blómin með heim, þeir kinkuðu kolli.
Hvernig væri heimurinn ef við öll vöknuðum svona og værum meðvituð um þá dýrð sem umlykur okkur, látum Ljósið streyma á líf okkar í staðin fyrir hin myrku öfl sem vilja svo mikið ráða yfir okkur og hugsunum okkar.
Það er samt svo skrítið að hugsa til þess að við höfum alltaf val, val um hvernig við viljum
Vakna
Sofna
Tala
Hugsa
Heyra
Skynja
Lifa
Allt hangir saman, það varð ég svo vör við í gær.
Mér er illt í hnjánum, svo illt að stundum er erfitt að ganga, sitja og standa. En í gær sá ég með hjálp, hvaðan það kemur og hvers vegna og hvað ég get gert.
Er það ekki ótrúlegt hvað hlutirnir geta verið augljósir þegar við verðum meðvituð og fókuserum á það sem er sárt eða erfitt, gefum því þá athygli loving space sem þörf er á og þá kemur hjálpin frá sjálfinu..
Ég veit og finn að helgin verður okkur góð hérna á Kirkebakken við kirkjuna í Lejre.
Við verðum með fullt af börnum, gestabörn sem ætla að vera með okkur og njóta veðursins.
Við fengum fleiri dýr í vikunni, þetta er alveg næstum því að verða dýragarður.
Ég veit að hestar eru komnir langt í þróuninni og fílar líka, en ég hef ekki aðstöðu fyrir svona stór dýr. En ég er með svo mörg önnur dýr sem veita okkur gleði og ánægju.
Þegar við förum í göngutúr heilsum við upp á íslensku hestana sem eru í girðingum hérna um allt, ég set nebbann minn inn í feldinn og er í augnablik á Íslandi í barninu í Vík í Mýrdal og heyri kríuna garga og vara við hættunni í sér, heyri öldurnar kallast á við sandinn og steinana, en þetta er bara í augnablik, en nóg til að ég sjái samhengið með öllu,
allt er eitt
Nútíð,
Þátíð
Framtíð,
Það eru bara við sem skynjum ekki það sem er, ennþá..
Það er svo margt að vera hamingjusamur yfir, það þarf ekki ferðalög, peninga, frægð, veislur, það eru til dæmis augnablik eins og á þessari mynd sem gera mig hamingjusama
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Ég horfði á himininn
3.5.2008 | 11:54
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
þegar allt fer í hring og maður mætir sér aftur í hringnum....
26.4.2008 | 11:22
Stundum er gott og skrítið þegar hlutirnir fara í eigin hring með eigin ákvörðunum og stefnu án þess að maður geti nokkuð gert til að hafa það öðruvísi. Þannig er dagurinn í dag og dagurinn í gær og þegar ég gerði mér grein fyrir því varð ég skúffuð, svekkt, leið og skúffuð, svekkt og leið og allt. Setti allt á annan endann eða þannig. Upp kom gamalt munstur sem minnir á sig af og til , bara til að minna á sig og benda mér á hvar þarf að taka til höndunum. Ég var skúffuð lengi, rökræddi við Gunna og aðra, en það var engin alvöru rökfræðsla, heldur máttlaus tilfinning um máttleysi mitt og skúffelsi sem ég setti í hin ýmsu orð til að gera það litríkara en það í raun var. Ég fékk þó samræðurnar upp á yfirborðið og út frá því komu hinar ýmsu skoðanir sem ég þurfti á að halda til að finna tilgang með öllu þessu sem mér finnst svo mikilvægt. Stundum er eins og það þurfi að setja allar tilfinningarnar á spilaborðið til að fá fram því sem er kjarninn í þeim hugsunum sem maður hefur.
Ég á ekki alltaf jafn auðvelt með að vinna með öðrum því ég er alltaf mörgum árum á öðrum stað og á erfitt með þann hraða sem aðrir eru á. Þetta hefur alltaf verið svona, en þegar maður vinnur einn með sjálfum sér kemur það ekkert sérstaklega mikið fram. Sem myndlistarmaður hefur það reynst mér ofsalega vel. Ég hef unnið sóló eða verið með í verkefnum þar sem ég hef kannski ekki alltaf orðið var við að allir eru á sitthvoru rólinu. Núna vinn ég í andlegum grúppum og þar finn ég rosalega fyrir þessum ólíka hraða og þörf fyrir að allt eigi að gerast fyrir mörgum árum. Þetta er holt fyrir mig, svo holt því þar veit ég hvar ég þarf að vinna með mig og í því umhverfi sem það kemur best fram er gott fyrir mig að vera. Ég vil helst vinna ein því þar er bara ég og engir áresktrar og ekkert sem truflar þær ákvarðanir sem mér finnst bestar og þann hraða sem mér finnst passa hverju sinni.
Á heimilinu eru að sjálfsögðu árekstrar sem fylgja því að vera svo nálægt sínum nánustu, en þar eru hlutirnir á öðru plani en þegar um annað samstarfsfólk er að ræða. Þar sem allt sem gert er, er í sjálfboðavinnu, engin laun sem hægt er að benda á með vísifingri. Nei bara áhugi og þörf fyrir að heimurinn verði betri en hann er. Þar þarf að prufa sig áfram og reyna að finna þær leiðri sem eru réttar fyrir manni en engin vissa. Þetta er ekki átakalaust, en í því er lærdómurinn fólgin. Ég er sannfærð um að grúppuvinna er stærsti andlegi lærdómurinn hjá hverri manneskju.
Ég byrjaði að vinna í andlegum grúppum fyrir 5 árum og það hefur verið allt annað en átakalaust. Fyrir það fyrsta eru flestir á ólíkum stað en ég í sínu persónulega lífi, það er oftast bara þessi andlegi áhugi sem er sameiginlegur. Þetta hefur reynst mér erfitt. sérstaklega vegna þess að ég hef haft sterkan vinahóp innan myndlistageirans. En engin af þeim hefur áhuga á því andlega á sama hátt og ég hef. Þess vegna hefur þörf mín fyrir að fara þessa braut oft verið á sterkum vogarskálum, á milli þess að vilja vera með til að þróa og hjálpa heiminum með hugleiðslu og andlegri vinnu og að vinna fyrir egóið mitt og sýna þau verk sem ég hef skapað, bæði ein og með öðrum. Sá heimur er heimur sem ég þekkti best.
Það er svo mikið að góðum myndlistarmönnum í heiminum að ég sá fljótt að það kæmi ekkert skarð í hópinn þó ég einbeitti mér meira að því að boða út Kærleika til dýra og mannkyns. Boðskap um Eitt líf, Eitt Mannkyn, Eina jörð.Skapa Kærleika og heilun á milli manna og dýra.
Þó við höldum oft að það séu svo margir að gera þetta og það sé nóg, þá er það ekki rétt. Það eru margir en í hlutfalli við hversu mörg við erum á jörðinni þá er hlutfallið lítið sem markvisst vinnur að hinu Guðdómlega. Ef við skoðum ástandið í heiminum í dag, getur hver maður sé þá geysilegu þörf sem er á allri þeirri hjálp sem er möguleg til að við komumst sem mannkyn á hærra vitundarstig, og bara þegar við komumst þangað verður ástandið betra fyrir okkur sem mannkyn, dýraríkið og Jörðina í heild sinni með öllu því lífi sem þar er.
Þannig að ég hef helgað mig þeirri vinnu 100000 prósent, og finnst ekkert í heiminum mikilvægara. Það sem gerir muninn á þeirri vinnu og því að vinna sem myndlistamaður að í þessari vinnu (ég lít á þetta sem vinnu) þá er ekki neinn beinn respons til baka fyrir því sem maður leggur í þetta eins og með myndlistina þar sem maður baðar sig í aðdáunarljósinu og egóinu á opnunum og því sem fylgir að vera myndlistarmaður sem er að sjálfsögðu líka erfitt á köflum.
Þetta eru tvær þarfir sem ég í raun slæst við, hin innri þörf og hin ytri þörf. Þannig verður það örugglega oft í framtíðinni, en það er svo skrítið að það er einhvernvegin engin leið til baka. Þó svo að egóið hoppi upp af og til og vilji vera með og leika sér, og auðvitað gefi ég því líka sitt pláss þá er það sú hin innri þörf svo mikilvæg og sterk að það er engin leið að stoppa það.
Fundurinn sem átti að vera í dag, var aflýst vegna veikinda, og það er bara gott. Þess vegna hef ég haft tíma til að drekka tvo bolla af góðu kaffi með skummandi mjólk, gengið um í garðinum mínum og séð allt sem er að springa út og heyrt fuglana syngja Skrifað þetta blogg, heimsótt nokkur af ykkur bloggvinum Núna hef ég langan dag fyrir höndum þar sem ég get hugleitt í sól og hita í garðinum mínum. Kannski farið í göngutúr með Lappa á ströndina. Farið með Gunna að ná í býflugurnar sem hann er að fara að kaupa eða bara lesið í bókinni sem ég var að fá The Animal Kingdom, A spiritual perspective....
Kærleikur og friður veri með ykkur öllum um helgina kæru bloggvinir og Gleðilegt sumar til ykkar héðan frá 20 stiga hita
Það vantar ekki mikið upp á......
25.4.2008 | 19:53
sit í eldflaug alla daga
24.4.2008 | 13:33
Kæru öll elskuleg.Þetta verður stutt og laggott. Það er svo mikið að gera þessa dagana. Við erum að leggja síðustu hönd á myndina um skólann, það er mjög spennandi en setur allt úr skorðum í kennslu og öðru. Var á Hugleiðslu ráðstefnu um síðustu helgi. Þar komu margar grúppur frá Skandinavíu og hugleidduu saman á Wesak hátíðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er haldið hérna Í Skandinavíu. Stefnt er að því að halda aftur svona mót á næsta ári en þá á að fá ennþá fleiri með. Auðvitað bauð ég mig fram í að standa fyrir þessu á næsta ári ástamt nokkrum öðrum. Það er hvort sem er svo lítið að gera að mér munar ekkert um þetta.hahha
Um helgina hittist The One Earth Group (við sem erum í kjarnanum) hérna heima hjá mér og Gunna og verðum með heilan dag þar sem við vinnum að ýmsu sem þarf að klára fyrir ferðina til Washington í júní. Á morgun koma gestir í mat eftir vinnu........Þið verðið að fyrirgefa að ég er ekkert að gera mig sýnilega á síðunum ykkar, kíki af og til en er ekkert að kvitta því það er í pásum frá lífinu í hinum raunverulega heimi. ENNN ég fylgist með ykkur.Fallegt video fylgir með hérna.Ætla að þrífa húsið fyrir annasama helgi.Blessi ykkur öll á fallegum Fimmtudegi.
hef haft þetta áður, en sumt er hægt að sýna oft....
21.4.2008 | 13:38
ég er ég, þú ert ég, þið eruð ég, allir eru ég.....
15.4.2008 | 11:44
Ég hef hugleitt fyrir blessuð dýrin í dag og það var góð hugleiðsla. Ég er eiginlega að bíða eftir Sigyn minni, við ætlum í göngutúr með Lappa út í óvissuna, en hún hefur sofið yfir sig, enda mikið að gera hjá henni og Albert hennar. Þau voru að opna veitingastað í síðustu viku á Norður Sjálandi. Flottur staður alveg við sjóinn.
Ég ákvað þá að skrifa smá til ykkar á meðan ég býð eftir þessari elsku, því að á morgun og hinn verð ég lítið heima til að skrifa. Á sunnudaginn er Wesak hátíðin og þá verður haldið í fyrsta sinn Nordísk Hugleiðslumót. Þar að segja, það er nokkrum grúppum boðið að vera með og The One Earth Group er svo heppin að vera með í því boði. Wesak er stórhátíð og því ber að fagna. Buddha kemur til jarðar í Himalaja og blessar mannkynið. Ég hef nokkrum sinnum verið við þessa hátíð og það er alveg ólýsanlegt. Við hugleiðum okkur inn í þennan stórkostlega viðburð og í marga daga á eftir er maður ekki alveg til staðar í meðvitundinni sinni, en fullur af þessari dásamlegu orku sem í Blessuninni er . Þetta er á því tímabili þegar það er fullt tungl, sem er á sunnudaginn næsta á dönskum tíma kl. 12.25 . Þá er sem sagt gott að vera komin inn í djúpa hugleiðslu og sjá hvað gerist. Ég mæli með því fyrir þá sem óska þess að vera meðvitaðir með á þessum viðburði. Að sjálfsögðu fá allir hlut af þessari dásamlegu gjöf sem Blessunin er hvort sem maður vill eða ekki.
Ég og Siggi minn förum fyrir hönd grúppurnar.
Ekki veitir af að Blessa okkur og Móður Jörð, það er svo margt sem ólgar alveg ógurlega. Ég hlusta á fréttirnar og verð meira og meira döpur yfir þeim látum og hörmungum sem eru að gerast í heiminum. En þó veit ég djúpt inni í hjartanu að þetta er eina leiðin til að finna harmony. Eftir konflikt kemur harmony. Það er ekkert voða flókið ef við skoðum það bara í okkar nánasta umhverfi. Hver kannast ekki við hjónabandið, þar sem við hjálpum hvert öðru að ala okkur upp. Það er engin tilviljun að við hittum manneskju sem við í byrjun í einhverri blindni verðum ástfangin af og sem betur fer sjáum við bara kostina og stundum kosti sem ekki einu sinni eru þar. Við lifum í einhvern tíma í öðrum heimi og sjáum það sem best er að sjá sem betur fer. Þegar tímar líða fara að koma fram hlutir sem pirra og pirra svo meira og meira. Það sem við gerum er að kasta okkur yfir hinn aðilann og segja honum/henni hvað best sé að gera til að þau bæti sig til að mögulegt sé á að vera í sama húsi og hann/hún. Þetta gerum við í langan tíma, bendum á og bendum á. En halló, gerist eitthvað sem bætir ástandið fyrir báða aðila ? Stundum næst það sem óskað er, en ekki í sameiginlegri hamingju, það er sá sem gefur eftir og verður spegilmynd hins sem ekki fær lifað sig sem þeim ber. Það er nú ekki það sem er ætlunarverk okkar hérna á jörðinni, að gera fullt af spegilmyndum af okkur sjálfum, og heldur ekki það sem veitir okkur hamingju. Við sjáum það sama í trúarstríðum og hatur á milli kynþátta, ekki gengur dæmið upp þar. En það er nákvæmlega það sama sem gerist þar, bara í stærri skala. Þegar við í þessu lífi, því næsta eða því þarnæsta lærum að elska það sem er, hugsar og meinar öðruvísi en við þá gerast jákvæðir hlutir. Það er ekkert fallegra að mínu mati en auðmýkt og Kærleikur til alls og allra, og þá er það líka Kærleikur til þessa sem hugsar, talar, og er öðruvísi en við. Til að ná þangað heilhjartað er langur og strangur vegur með ögun á egóinu og opnun á Kærleiksblaðinu. Til Þess er fjölskyldan sem við fæðumst með í þessu lífi meðal annars.
Ég þekki þetta vel af eigin raun í sambandi við manninn minn. Ég var í mörg ár að sætta mig við að hann væri öðruvísi en ég. Mig langaði að sjóða fötin hans í byrjun sambandsins, sauð bara nokkrar buxur og peysur, en fannst of gróft að sjóða allt. Ég fann þó alveg frá byrjun að við áttum að vera saman, en ég leitaði kannski að sjálfri mér í honum, en fann mig ekki þar. Hver maður getur séð að sá útgangspunktur er ekki góður fyrir neinn. Það er engin sem getur lifað upp til þess.
Núna í dag vinn ég að því meðvituð að elska það sem er hjá honum sem er öðruvísi og framandi fyrir mér og tileinka mér það hjá honum sem ég sé að mig vantar og ég sé að gæti hjálpað mér að verða betri manneskja.. Það er svo margt í honum sem ég get lært og vantar hreinlega í mig til að ég verði heil. Það er ekki alltaf auðvelt að sjá sjálfan sig eins og maður er. Við viljum öll sjá okkur næstum fullkomin. Við eigum erfitt með að sjá hvað það er sem okkur vanta í okkar sístem, því við höfum aldrei haft það. En það sem ég hef fundið út úr og lifi í meðvitað er að það er engin tilviljun að ég hef hitt Gunnar, hann hefur eitthvað í sér sem ég þarf að læra og öfugt, en ég á ekki að nota tímann í að segja Gunnari hvað hann á að læra, þó svo það sé auðvelda og tekur jafnframt athyglina frá því sem er mikilvægt í minni þróun.
Ég á að einbeita mér á það hvað ég á að læra frá honum, það er aðal verkefnið hjá mér í þessu sambandi. Þannig þróa ég mig sem manneskja í því að verða heil, eins og ég vil verða í þessu lífi.
Það er mikilvægt að við öll verðum meðvituð um það að vinna hver með sig. Ekki hver með hinn, enda er það einkennilegt, þegar við setjum það þannig upp. Ég held samt að mjög margir geri það og þess vegna eru svona mörg sambönd sem ekki endast eftir ástarbrýmann fyrsta.
Við getum ekki undrað okkur á því að það séu svona mikil átök í heiminum þegar við gerum ekki betur heima hjá okkur sjálfum með okkar nánustu sem við þó þekkjum og höfum ákveðin kærleika til.
Þetta er allt saman um það sama, hvort sem átökin séu á milli okkar og þeirra á heimavelli, eða okkar og þeirra í Írak, Palestínu, ... ekki flóknara en svo.
Núna er ég komin heim úr göngutúr og búin að fá mér vatn með Sigyn dóttur minni sem fékk sér kaffi. Sólin skín úti og ég ætla að fara út í garð og njóta þess að grafa svolítið í moldina. Kíki samt smá á bloggin ykkar áður. Í kvöld er fundur hjá hugleiðslugruppuni minni í Kaupmannahöfn og það verður dejligt !
Það er svo margt fallegt allsstaða, ég ætla að horfa á það.
Blessi ykkur
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
færri skrif...
1.4.2008 | 15:44
Kæru bloggvinir og aðrir vinir. Ég er svo lánsöm að hafa möguleika á að gera margt, svo spennandi í þessu lífi. Ég er í frábærri vinnu. Skólastjóri í Listaskólanum Rammen Þetta er alveg einstaklega gefandi, en krefjandi starf. Ég sit til dæmis þessa dagana og er að kafna í verkefnum. Skólinn er að stækka, við erum að flytja til Köge í stærra og betra húsnæði. Við erum að skrifa um hvern nemanda þessa daga til að senda til sveitafélaganna. Lokasýning framundan, fjárhagsáætlun fyrir næsta ár gerir mig gráhærða og fleira og fleira.
Ég er líka að vinna með þremur andlegum hópum.
Einn er Syntesegruppen.
Með þessum hópi hugleiði ég í hverri viku á þriðjudögum. Einnig hittumst við einn sunnudag í mánuði og vinnum að greinum um hin ýmsu pólatískumál.
Annar hópur sem er mér mjög kær er The One Earth Group Við í þessum hópi vinnum að því að heila sambandið á milli mannkyns og Móður Jarðar á hina ýmsu vegu. Þar stend ég fyrir fréttabréfi sem við gefum út annan hvern mánuð. Það tekur tíma og margar hugleiðslur. En það eru líka ýmis önnur verkefni í þessarri grúppu.
Þriðji hópurinn sem ég er að vinna með er esoteric youth Þetta er esoterisk grúppa fyrir ungt fólk.
Ég byrjaði að blogga fyrir um ári síðan, eða aðeins meira. Ég skrifa og heimsæki ykkur bloggvini mína þrisvar og stundum fjórum sinnum í viku. Þetta hefur gefið mér mikið og ég nýt þess að setja hugsanir mínar í orð sem eru svo til ykkar og mín. Ég elska að lesa kommentin ykkar (smá hégómi) Ég nýt þess að skoða ykkar heima og sjá í mínu innra hvar og hvernig þið lifið. Sum ykkar eruð mér orðin náin, þó svo ég hafi aldrei hitt viðkomandi. Þetta er yndislegt, ennnn þetta tekur alveg rosalegan tíma og hann hef ég ekki svo mikið af núna. Núna kallar garðurinn minn á mig líka, lengri göngutúrar út í vorið til að finna frið og jafnvægi á báðum stöðum. Ég hef þess vegna ákveðið að minnka bloggtímann yfir vorið og sumarið fram á haust. Ég geri ráð fyrir að blogga svona einu sinni í viku ef ég hef eitthvað á hjartanu sem ég verið bara út með til ykkar (allt í skema vegna tímaskorts) og heimsækja svo ykkur á sama tíma. Vonandi verður sambandið á milli okkar eins gott þrátt fyrir færri innlit.
Má ekki gleyma sýningunni sem ég er með í september í Ringsted galleríinu
Kærleikur og Ljós til ykkar.
Ég sá þetta frábæra dásamleg vídeó í gær, einn vinur sendi það til mín. Þetta er svo yndislegt að þið verðið bara að gefa ykkur tíma til að hlusta.
http://www.ted.com/index.php/talks/view/id/229
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)