Færsluflokkur: Bloggar
Þetta er góð leið til að fá samband við sálina sína
5.6.2007 | 07:24
Það er mikið um að vera. Í gær komu Hlynur Kittý og börn í heimsókn til okkar. Þau buðu okkur út að borða í gærkvöldi og við áttum yndislega stund með þeim. Of stutt, en dásamlegt. Í morgun fóru þau svo til Feneyja til að fara á Feneyjasýninguna, og svo ætla þau að vera í Berlin allt sumarið. Mjög stutt heimsókn, en frábært að hitta þau.
Hlynur og Kittý eiga Lóu sem er líka 10 ára eins og Sigrún Sól okkar, og þær skottur Sól og Lóa urðu bestu vinkonur um leið. Þær þekktust þegar þær voru litlar, en hafa ekki sést í langan tíma, en urðu eins og pottur og panna strax. Það var gaman að upplifa.
Á morgun koma Ylfa, Halli og börn, þau verða í þrjá daga, okkur hlakkar til.
Það verður semsagt ekki mikil skrif á næstunni.
Í kvöld fer ég á fund með hugleiðsluhópnum mínum, það verður gott.
Á fimmtudaginn á fallega Sólin afmæli, 10 ára. Hún fékk afmælisgjöf frá okkur sem hún valdi sjálf... risastóran kaktus. Stór kúla með flottum göddum. Hún fékk nýjasta diskinn með Björk frá mömmu og pabba, og hann er spilaður endalaust, sem ekki er slæmt því þetta er mjög flottur cd.
Það er gott að hugleiða, bæði fyrir fullorðna, en líka fyrir börn. Hérna er hugleiðsla sem Sólin mín hefur gert af og til í ca tvö ár. Við gerum þetta saman,
Ég segi :
Sól ,lokaðu augunum,
sjáðu fyrir þér Sólina.
Sjáðu Sólina fyrir þér sem Sálina þína
Segðu nú:
Sól,
Skín á andlit mitt,
Núna,
Og alla eilífð.
Þetta er góð leið til að fá samband við sálina sína. Tekur ekki nema augnablik. Þeir sem ekki eru vanir að hugleiða gætu gert þetta daglega bæði fullorðnir og börn.
Megi Sólin skína á ykkur, nú og alla eilífð.
Ljós
Steina
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
G8, myndlist og eplaplantekran !
2.6.2007 | 10:54
Dagurinn í gær var alveg frábær. Kirsten nemandi minn var með lokasýningu sem var mjög góð. Það kom mikið af gestum, ég hélt ræðu . Það voru blóm , gjafir og hrós. Á þessu getur Kirsten lifað lengi og kemur til með að gefa henni betra sjálfsálit.
Á eftir fórum ég og Morten vinur minn á Rundgang á Kunstakademíunni. Það er vorsýning á verkum nemenda. Það var voða gaman. Siggi minn sýndi okkur staðinn og verkin. Það var svolítið fyndið því að fyrir ekki svo mörgum árum dróg ég hann með mér á allt mögulegt, sýningar , fundi og samveru í kríngum Kunstakademíuna hérna í DK og líka þegar ég var í Kunstakademíunni í Dusseldorf. Þá var hann lítill kútur og fór allt þetta með mömmu sinni. Núna er hann nemandi þarna og sem betur fer kunnugur þessum heimi, Núna var það hann sem fylgdi okkur, og það var góð upplifun.
Eftir Rundgang fórum við að skoða sýningar á Amager, þar eru opnuð nokkur spennandi gallerí sem við fórum á. Á einum staðnum var gömul vinkona mín að sýna Michela sem ég hef ekki hitt í 10 ár. Við vorum með vinnustofu saman þegar ég bjó í Kaupmannahöfn. Núna ætlum við að taka þráðin upp aftur, sem verður gaman.
Það var gaman að skoða þessa nýju staði, þeir eru gott mótspil við önnur gallerí sem eru á Islands Brygge.
Í dag er Siggi minn að fara til Þýskalands að mótmæla á G8 fundinum. Hann fer eins og hann hefur áður gert í Kanínubúning þar sem hann deilir út rósum til bæði lögreglu og mótmælanda. Síðast þegar hann gerði þetta á Norrebrø þá kom heil grein í að mig minnir Information um ferðir þessarar bleiku kanínu, sem dansaði og söng fyrir fólk og gaf rauðar rósir. Svo var þessi líka flotta mynd af honum !
Vonandi fer allt vel í Þýskalandi. Set þetta með :
Dear Steinunn Helga, In less than a week, G8 leaders will have the power to save millions of lives by fighting global disease and extreme poverty. All they have to do is fulfil the promises they already made to the world's poorest people. |
Um síðustu helgi héldum við eplaplantekru vorfest. Það var voða gaman. Það komu ekki svo rosalega margir vegna þess að það hafði verið svo mikið rigningaveður.
Eplaplantekran er ekki svo langt héðan. Gunni (minn) Ulla og Alison eru með þessa plantekru, og að sjálfsögðu við fjölskyldumeðlimir. En þau standa fyrir þessu, og svo eru fullt af meðlimum. Eða ca 40 í allt.
Dalurinn heitir Dumpedalen. Við erum með um 200 eplatré. Það sem gert er er að týna þessu dásamlegu epli, hver sortin á fætur annari. Svo á haustinn er gerður eplasafi sem er hægt að kaupa fyrir lítinn pening. Eplasafinn er hreinn, eplin eru kaldpressuð, safinn er grófsigtaður og aðeins hitaður í 85 gráður. Svo tappaður á flöskur. Engin rotvarnarefni og hann bragðast af paradís.
Það eru aktífir meðlimir sem borga eitthvað lítið fyrir að vera með, og svo 4 krónur fyrir hvern líter af most. Svo eru þeir sem er ekki aktæifir, þeir borga meira fyrir að vera meðlimir, og eitthvað meira fyrir safann.
Þetta er alveg frábært framtak, og er ekki hugsað sem gróðafyrirtæki, en þannig að þetta sé samvinna að einhverju góðu.
Við höfum ekki keypt djús í allan vetur, bara eplasafann blessaðan.
Ég vona að í framtíðinni verði fl svona samvinnudæmi, sem gerir það að við deilum hvert með öðru því sem náttúran gefur.
Eplatrén þarna eru ca 80 ára gömul, og allt er lífrænt, það hefur aldrei verið úðað eitri þarna. Ég hef nokkrum sinnum hugleitt þarna og það er mikið líf á öðrum plönum. Hver veit hvað hægt væri að gera ef samvinna næðsit ! Hægt er að sjá fl. myndir hérna
Í dag ætla ég að vinna í garðinum mínum, sem er svo dásamlegur. Ég finn að ég þarf að fá ró eftir allan fjöldann í stórborginni í gær. Ég er orðin soddan sveitalubbi.
Ljós og Kærleikur til ykkar allra.Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Dýr eru betri til að nota til tilraunna ern manneskjur
30.5.2007 | 14:04
Það er svo mikið að gera, við erum en að setja upp eldhúsið, og steypa upp vegi. Bara nokkrar vikur eftir af skólanum, og allt er á þeytingi þar.
Á föstudaginn er Rundgang í Kunstakademiuni, þar sem sonur minn er. Að sjálfsögðu ætla ég þangað. Ætla í leiðinni að fara með Morten vini mínum á nokkrar sýningar sama dag eftir vinnu. Helgin verður notuð í dásamlega garðinn minn
Ég er orðin eitthvað svo svört í skrifunum mínum þessa dagana, en ekki misskilja það, ég hef það fínt, er bara alltaf að hugsa um hvað er hægt að gera til að gera heiminn betri stað að vera á. Meðal annars að vera hamingjusöm en að vera meðvitum um það sem er að gerast í kringum mig.Mér finnst það mjög mikilvægt að við séum meðvituð um það sem er að gerast í heiminum, sérstaklega þegar það er gert á kostnað einhvers, hvort sem það er manneskjur, dýr eða náttúran.
.Gunni er kokkur í stóru fyrirtæki í Danmörku sem heitir Novo Nordisk, sem ekki væri frásögu færandi nema að ég las nýverið að þetta risa fyrirtæki notar 50,000 tilraunardýr á ári. 97 % eru mýs en einnig eru hundar, kanínur, grísir og marsvín! En þetta fyrirtæki hefur gert það sem mér finnst svo frábært er að árið 1990 buðu þeir dýraverndunarsamtökunum hérna í DK til að í sameiningu að finna út úr hvað fyrirtækið gæti gert til þess að tilraunardýrin gætu haft það betra í fyrirtækinu. Þetta finnst mér mjög gott framtak. Enda var fyrirtækið kosið árið 2002 sem Aarets dyreværn af Dyrenes beskyttelse. Það sem fyrirtækið gerði m.a var að hundarnir fengu svæði sem er á stærð við nokkra fótboltavelli. Grísirnir fengu vatnspolla til að baða og leika sér í, kanínurnar og marsvínin eru nú á stórum svæðum. Mýsnar fengu stærri búr. Dýrin fengu einnig leikföng og gulrætur og fl. grænmeti til að naga í., í staðin fyrir áður þá fengu dýrin bara þurrfóður. Novo Nordisk hefur ákveðið að það eru ekki lægstu kröfur sem krafið er af yfirvöldum, sem þeir vilja bjóða dýrunum. Þeir eru alltaf að þróa sig til að verða betri í þessu. Fyrir mér er þetta allt alveg sjálfsagður hlutur, dýrunum er fórnað oft á hræðilegan hátt, og okkur ber skylda til að gera þeim þetta eins bærilegt og mögulegt. Svona hefur þetta bara ekki verið, og þess vegna varð ég svo glöð þegar ég sá þessa grein um Novo Nordisk. Það koma örugglega fl. fyrirtæki sem gera það sama einhveratíma í framtíðinni.
Sá fyrirsögn: Dýr eru betri til að nota til tilrauna en manneskjur ! Já en dýrin hafa ekkert val, þau eru þvinguð til að vera með. Það hlýtur að vera hægt hjá stórum fyrirtækjum að koma sér saman um tilraunirnar, þannig að það sé ekki verið að gera sömu tilraunina á mörg hundruð dýrum í mörgum fyrirtækjum í heiminum, en ég held að það verði langt í það, því dýrin eru ekki metin mikils. Ef það væru manneskjur, væri örugglega reynt að nota bara eina manneskju í eina tilraun. Í Danmörku eru notuð 350.000 dýr í tilraunir á ári. 80 prósent eru mýs og rottur, 6 % marsvín og kanínur. Restin eru kisur, grísir,kindur og geitur. EU kemikalereform (veit ekki hvað það heitir á íslensku) Sem á að kortleggja þau efni sem eru í umferð í heiminum í dag, krefst þess að nota 12 milljónir, FLEIRI dýr til tilrauna á ári. 120 af þessum efnum sem er verið að tala um vitum við þegar að eru hættuleg, og bara að testa þau efni krefst 350,000 dýra. Það er sorglegt þegar líf dýranna eru einskis metin.
Ég veit að mörg ykkar pirrast yfir því sem ég hef skrifað núna en bara svona til að koma með svolitla sjokk tölu þá er slátrað 120.milljón kjúklingum á ári í DK, og innan EU tölum við um marga milljarða.
Ég geri mér fulla grein fyrir að mörgum finnst mikilvægt að nota dýr til rannsókna, m.a læknavísindi. En ef við þurfum að gera það ber okkur skylda til að þau hafi líf og aðstæður sem eru sæmandi!
Vil bara bæta aðeins við og segi eins og hún Katrín bloggvinkona min myndi segja meira Ljós meira Ljós.
Eigum við ekki öll að senda Ljós til blessuðu dýrana, það hjálpar !!
Og hana nú, pistill dagsins.
Set lítið ljóð um fugla, svo þið farið með vont og gott héðan.
Ljós og Kærleikur til ykkar og allra hinna.
Kvæðið um fuglana
Snert hörpu mína himinborna dís,
svo hlusti englar Guð í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mín himinborna dís,
og hlustið,englar Guðs í Paradís.
Atli Heimir Sveinsson/Davíð Stefánsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Blanda saman fósturvísi frá manneskjum og dýrum , hvað er að gerast ?
28.5.2007 | 11:55
Annar í hvítasunnu til hamingju með það öll sömul.
Ég sit og vinn við tölvuna.
Ætla samt að gefa mér tíma til að blogga smá. Í dag þarf ég að skrifa fréttabréf um klaufdýr (held það heiti það á íslensku). Hef verið að lesa fullt á netinu, og verð bara svo deprimeruð. Blessaðar beljurnar fá verra og verra líf , allavega hérna í DK. Reikna ekki með að það sé betra annar staðar. Það er orðið meira og meira sjaldan að þær nokkur tíman fari út á tún eins og var í gamla daga. Þær fá jafn slæma meðferð og blessaðir grísirnir. Það eru 57.000 lífrænar kýr í Danmörku, en 596.000 sem aldrei fara út. Lífrænar kýr fara minnst 150 daga af ári út í náttúruna.
Las einnig um leik sem heitir að velta kúm, ég skil ekki hvað er að mannfólkinu en þessi leikur felst í því að þegar kú stendur og virðist sofa þá á að læðast að kúnni, helst fleiri en ein manneskja og svo þegar kýrin minnst varir þá á að hrinda henni niður á jörðina, því það segir að það sé svo erfitt fyrir hana að standa upp aftur.
Svona lagað skil ég ekki !
Einnig var ég að lesa þetta sem veldur mér ansi miklum óhug Í Eglandi á að fara að leifa að blanda saman fósturvísi af manneskju og og dýri !!
Et lovforslag er på vej i Storbritannien, der vil give forskere mulighed for at skabe tidlige fostre ud af en sammenblanding af dyr og mennesker.
Ko-menneske-fostrene må kun leve i 14 dage, så der kommer ikke minotaurer eller andre mytiske skabninger til verden foreløbig.
Hvert er þetta allt að fara, hvaða áhrif hefur þetta á þróun manneskju og dýra, hvar eru settar etiskar grensur fyrir hvað er leyfilegt og hvar stoppum við. Þó svo hlutir séu mögulegir, þurfum við þá endilega að gera það ??
Forslaget åbner for, at forskere må udvikle tidlige fostre ved at putte en menneskelig DNA-kerne i ind i ægget fra et dyr.
Når ægget begynder at dele sig, skabes der menneskelige stamceller, som forskerne blandt andet bruger til sygdomsforskning. Det har hidtil været forbudt at blande mennesker og dyr af etiske hensyn.
Uvist, hvad der vil ske i en livmoder
Det engelske lovforslag forbyder, at et menneske-befrugtet dyreæg bliver indsat i en livmoder.
Men ingen ved, hvad der ville ske, hvis nogen forsøgte. Det siger Poul Maddox-Hyttel, som er professor ved Institut for Basal Husdyr- og Veterinærvidenskab / Anatomi & Cellebiologi ved Københavns Universitet.
»Det er et forsøg, der kun kan gøres ved at udføre det - og det er forbudt. Selv om ægget er fra et dyr, vil forsøget stadig gælde som en menneskekloning, og man må ikke klone mennesker,« siger Poul Maddox-Hyttel.
Skulle forsøget gøres, skulle ægget sættes ind i en kvindes livmoder, ikke et dyrs, for det ville være kernen - som rummer menneske-DNA - der styrede udviklingen for det tidlige foster.
Han har kun hørt om menneske-dyre-fostre, der har overlevet i højst en uge uden for en livmoder.
I dag må danske stamcelleforskere kun bruge stamceller fra overskudsæg fra kunstige befrugtninger. Og kun hvis forældrene og Etisk Råd giver tilladelse.
Ja hérna hvar endum við sem mannkyn. Sem bland af hvaða dýri viltu vera ?
Það hefur verið mikil umræða í gangi hérna í DK um Rodeo sem átti að vera hérna í Parken, en sem betur fer var því aflýst vegna dýraverndunarlaga í Danmörku sem banna dýramishandlingu. Ég hef veirð að lesa síður um þetta sport vegna fréttabréfsins sem ég á að skrifa. Skrifin eru hræðileg, þetta eru oftast ósköp venjuleg dýr sem eru viti sínu fjær af hræðslu og reyna allt sem þau geta til að komast undan. Í marga daga eru þau pínd og hrædd til að gera þau sem brjáluðust þegar sjóvið byrjar. Þetta eru hestar, naut og kálfar.
Hérna er ein greinin sem ég las :
Publikum jubler, mens rodeodyrene bukker rytterne uden at vide, at bag
arenaen bliver dyrene udsat for modbydelig brutalitet.
Begivenheden bliver annonceret som en hård test af mandsmod mod
utæmmede dyr fra det vilde vesten, men de fleste af de medvirkende heste,
køer og tyre er skrækslagne husdyr.
For at sikre sig, at dyrene ser vilde ud og agerer rigtigt i arenaen, bliver
de pisket i dagevis og med spark og afstraffelse bliver de drevet til raseri
og de bliver påsat pinefulde lyskeremme.
Tony Moore fra Fight Against Animal Cruelty in Europe tog ud for at se
rodeo I Europa under cover. Han sagde: "Det ligner lidt sjov, men sandheden
er, at man får ganske almindelige husdyr til at se ud, som om de er vilde ved
at torturere dem".
I Berlin afsørede gruppen mange brutale metoder, der fik tamme dyr til at se
ondskabsfulde ud. Tony sagde: "De lader hestene og tyrene stå med en lyskerem
- en rem spændt stramt omkring lysken, hvilket får dem til at bukke vildt".
Tony og hans gruppe var også vidne til at små kalves og tyres haler blev
brutalt blev vredet rundt, hvilket skader deres rygrad. Han sagde:"Dyrene
bliver brutalt behandlet for at få dem til at kaste sig ind i arenaen, men tit
bliver de så stresset, at de kollapser".
"Jeg så en tyr med vildt opspærrede øjne desperat prøve at finde en vej væk. Han tømte tarmene af lutter rædsel".
Stuvet sammen i små beskidte fangfolde, ventede hestene, tyrene og kalvene på at skulle optræde flere gange om dagen. Der blev set dyr med åbne sår efter
at sporer var blevet hakket ind i kødet på dem.
Den mest brutale del af rodeo er calf-roping. Tony siger: "Kalve bliver fanget med lasso omkring halsen og bliver bliver kastet til jorden med en frygtelig kraft.
Tit mislykkes kastet og kalven bliver fanget i et ben eller omkring maven, med skæbnesvangre skader til følge".
Brækkede ben er helt normalt i arenaen. De skadede dyr bliver kørt direkte til slagteriet.
Tony, der opfordrer til et forbud mod rodeo, siger: "Så længe folk er villige til at betale for at se rodeo, opmuntrer de til dyremishandling. Det er meget
vigtigt at boykotte rodeo".
Mæli með þessari heimasíðu.
http://www.sharkonline.org/rodeocrueltyhorsebucking.mv
Eitthvað er þetta deprimerandi hjá mér þessa dagana. En ég er ekki deprimeruð, ég fer bara alltaf í ákveðið ástand þegar kemur að næsta fréttabréfi og ég þarf að fara að safna heimildum, þá geri ég mér grein fyrir hversu mikið vantar á að við sjáum allt líf á jörðinni sem eitt líf.
Þarf núna að halda áfram að vinna
Ljós og Kærleikur til ykkar allra frá mér í Lejre
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fílar á Föstudegi er góður titill !!
25.5.2007 | 08:00
Ffílar á föstudegi, er góður titill.
Átti frábæran tíma í þerapí í gær, hugsa hugsa hugsa.....
Ég er dásamleg mannvera, við erum það öll. Þetta er verkefni sem ég ætla að vinna með þar til í næsta tíma.
Og það er ögrandi að skrifa það hér. Góð byrjun á verkefninu.
Ég er Dásamleg Guðdómleg Mannvera !!!
(þið ættuð öll að hugsa þetta oft í dag og aðra daga)
Þetta er það í dag.
Sonur minn sendi mér svo yndislega mynd í gær, ætla að setja hana inn hérna og set svo texta sem ég skrifaði fyrir nokkru um fíla. Fílar eru dásamleg dýr eins og öll dýr. Og þegar lífið er dásamlegt hjá mér, er mikilvægt að ég sendi Ljós þangað sem neyð er. Geri það til fíla núna...
Ljós og Kærleikur til ykkar allra, Dásamlegu Guðdómlegu Mannverur.
Þessa dagana situr mynd á nethimnunni á mér, mynd sem dúkkar upp aftur og aftur. Ég sá þátt í sjónvarpinu um daginn um ljónaflokk í Afríku. Þetta var fjölskylda . Það var verið að fylgjast með þessum ljónum því hegðun þeirra var einkennileg, ekki eins og hegðun hjá ljónum sem við erum vön að sjá. Þessi ljón höfðu í nóg æti, og það voru ekki mikið að öðrum ljónum í nágrenninu . Það sem gerist og myndin sem ég sé aftur og aftur, er að þarna í nágrenninu kemur fílahópur. Það gerist eitthvað í þessum fílahóp sem veldur því að þeir taka á sprett og svo illa vill til að einn fílaunginn verður undir þessu og báðir framfætlurnar á honum brotna. Þetta litla grey á að sjá um sig sjálft því hinir fílarnir eru desperat að leita að vatni og þurfa að halda áfram. Þeir skilja þess vegna þennan litla unga eftir til að deyja. En við sjáum hann skriða á fjórum fótum undir tré til að finna skugga. Að koma ljónin sem auðvitað sjá þarna steik á borðið ! Þarna kemur allur ljónahópurinn að , en það sem við erum vön að ljón geri er að þeir bíta bráðina á háls og kæfa hana. En þetta gera þeir ekki núna þeir leggjast í kringum fílsungan og byrja að borða. Þau liggja þarna í marga marga tíma og tyggja japla rífa og sleikja. EN þeir drepa ekki ungann. Fílsunginn liggur í marga klukkutíma og maður sér þegar súmmað er á hann að hann blikkar augunum og hann er lifandi. Hvað veldur þessari undarlegu hegðun hjá ljónunum. Það voru fl. dæmi í þessum dokumentarþætti sem sýndu einkennilega hegðun , þar að segja að þau drápu ekki bráðina strax. Mér finnst þetta svo hræðilegt ! Er ekki komin einhversskornar ójafnvægi í náttúruna þarna. Þarna hafa ljónin t.d engan keppinaut sem kemur og stelur fæðunni frá þeim, og þess vegna geta þau bara legið og slappað af með lifandi bráðina og notað allan þann tíma sem til þarf til að borða. Og með fílana, ég er líka svolítið hissa á að hann er skilinn eftir, eftir því sem ég hef heyrt eru fílar mjög þróaðir tilfinningalega, og mjög tengd hverjir öðrum. Eru þeir svo píndir af þorsta að þeir skilja þennan litla ósjálfbjarga unga eftir til að bíða örlaga sinna. Er orðið lengra á milli fæðu en áður hefur verið og lengra á milli vatnsbóla. Ef svo er þá er þarna skapað mikið ójafnvægi sem gerir lífið hjá dýrunum í náttúrunni ennþá erfiðari en fyrir. Sem gæti þýtt ennþá fl dýr sem verða útdauð. Í sjálfu sér finnst mér ekkert hræðilegt að dýr deyja út, þannig hefur það alltaf verið, En ef við lítum á fílinn þessa stórkostlegu skepnu, þá er hann í mikilli útrýmingarhættu og ef það er vegna of lítil vatns og fæðu, er það vegna röskunar í náttútunni sem við auðvitað getum rakið til ofnotkunar af hinu og þessu hjá okkur manneskjum.
Ég hef heyrt að það hafa verið margar tegundir af fílum í gegnum langan langan tíma en núna eru bara tvær aðal tegundir(og undir þessum tegundum koma aðrar, ef ég hef skilið og munað rétt) eftir Afiríkanski Fíllinn og Indverski Fíllinn og báðir eru í mikilli útrýmingarhættu.
Afiríkanski fíllinn lifir ekki eingöngu í regnskóginum hann lifir einnig á sléttunum. Margir fílar leita lengra og lengra inn í skógana til að fá frið fyrir manneskjunni. Aðalástæðan fyrir því að fílarnir eru í útrýmingarhættu eru við manneskjurnar . Við tökum fl. og fl staði sem þeir hafa lifað á og tökum þessa staði til eigin nota. Til að byggja vegi og bægi.Þetta er líka það sem ógnar Indverska fílnum. Einnig eiga leyniskyttur mjög stór hluti af þessari útrýmingu.Það eru víst á milli 35,000 og 55,000 indverskir fílar eftir á jörðinni. Annað er að leyniskyttur vilja eingöngu fíla með stórar tennur, og það eru næstum engar fílar eftir með stórar tennur. Þeir fæðast ekki lengur, því það gengur í arf og ef allir þeir fílar sem eru með stórar tennur eru drepnir, fá þeir ekki afkomendur, það segir sig sjálft.
Í janúar 1990 var gert bann á sölu á fílabeinum í heiminum. Þetta bann hefur hjálpað. Í Afríku hafa yfirvöld gert mikið átak í að vernda afríska fílinn, m.a. með að gera friðuð svæði en þessi friðuðu svæði hafa haft erfitt um vik fjárhagslega. Ein leið sem þeir hafa svo valið að fara til að fá peninga til að halda við þessum svæðum er að bjóða upp á möguleika fyrir veiðimenn að koma inn á svæðið og skjóta fíla. En mjög fáir ríkir veiðimenn vilja nýta sér þetta því þeir geta ekki tekið fílabeinin með heim. Það sem einkennir svo mara er hugsunin MITT, ÉG Á.
Hvað er betra pest eða kólera.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Eitthvað er strengurinn á buxunum mínum að þrengjast !
23.5.2007 | 14:25
En er Sól bæði inni og úti. Sólin mín litla, Sólin á loftinu, og Sólin inni í mér.
Hvað er betra ?
Sumarið er virkilega komið. Þegar ég var að keyra úr vinnunni voru fashanar hlaupandi fram og til baka á vegunum, þeir vita aldrei hvort þeir eru að koma eða fara. Ég keyri sveitavegina sem eru mjög fallegir. Það tekur mig ca. 45 mínúntur að keyra hvora leið. Sem betur fer er leiðin falleg á öllum árstíðum. Núna eru kálfar og kýr (þær sem ekki eru bundnar á básum allt árið :O( kindur og lömb , út um allar sveitir.
Eitthvað er strengurinn á buxunum mínum að þrengjast þessa dagana, hummm, ekki svo gott. Ég er sennilega of mikið uppí höfðinu og of lítið í tengslum við kroppinn. Ég verð að gera eitthvað í þessum málum. Sumarið að koma og verður heitara en í fyrra, og þá var heitt og erfitt að geta ekki verið í stutterma !!
Ætli ég verði ekki að taka mig saman og fara í lengri göngutúra með hundana. Mér er nú ekki vorkunn ég á heima í dásamlegri sveit með fallegum göngustígum, ströndum og skógum.
Einnig eru það mestu vandræði þegar íslendingar koma í heimsókn og með þetta islenska nammi, það er eina nammið sem ég borða. Vinsamlegast þið sem ætlið að koma, komið ekki með íslenskt nammi, húsmóðirinn ætlar að tengjast kroppnum sínum á næstu misserum.
Þetta hefur reyndar alltaf verið minn veikasti hlekkur, að vera í svona litlu sambandi við kroppinn minn. Það er alltaf miklu skemtilegra að vera í höfðinu. En til að vera heil, verð ég að tengja þá brú sem er á milli þessa tveggja. Eins og táknið krossinn. Ef ég tek kross sem symbol fyrir manneskjuna/mig.
Þá gæti er efri hlutinn af krossinum verið vegurinn til þess æðra, þess Guðdómlega, það sem er lárétt á krossinum, er samband okkar við mannkyn og samferðafólk okkar og það sem fer niður er merki þess að vera í jarðtengingu, við sig, líkama sinn og Móður Jörð. Þar sem tenginginn er á milli lóðrétt og lárétt, er Hjartað, og Hjartað er symból fyrir Kærleika. Ég nota mikinn tíma í allt þetta efra, en minni tíma í hitt. Þannig að frá degi eitt, sem er núna vil ég byggja upp neðri tenginguna, til að það myndist jafnvægi á milli þess hærra og lægra, því báði partarnir eru jafn mikilvægir. Þetta er allt hluti af mér sem mér ber að virða og elska jafn mikið.
Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að ég taki tíma frá minni andlegu iðkun og þeim tengslum sem ég er að byggja upp við mitt samferðafólk, heldur verður bara minni tími til að vera í pásum. Huha.
Auðveldara að skrifa en lifa.
En ég ætla að vinna að þessu, ég finn að það er mjög mikilvægt.
Ég vil þakka ykkur fyrir öll frábæru kommentin ykkar, það gleður mig mikið hversu hlýjar kveðjurnar eru, gerir hugann glaðann.
Kirsten, einn nemandi minn er að útskrifast 1 júní. Hún er með einkasýningu. Set hérna inn boðskortið hennar.
Annar er lítið að frétta, ætla að fara og kíkja á blogginn ykkar áður en seinnipartsverkin hefjast.
Ljós og Kærleikur til ykkar allra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Það er svo gott að vera glaður, það er bara að ákveða það
21.5.2007 | 15:30
Mér finnst gaman þessa dagana. Ég elska vorið.
Lífið verður alltaf betra og betra með aldrinum og viskunni sem aldrinum fylgir.
Augnablikin verða mikilvæg, hversu lítilvæg sem þau oft virðast.
Það var yndislegt á afmælinu mínu. Það komu fullt af gestum og það var gaman að vera með þeim. Við hjónin vorum alveg á fullu þar til klukkutíma eftir að fyrstu gestirnir komu, þá vorum við ekki byrjuð að elda, og ekki búinn að ákveða heldur hvað við ættum að hafa.
Gunni minn fór í bað, hugsaði matseðilinn, fór svo upp úr baðinu, Fyrstu gestir komnir, og hann gerði þessa líka dásamlegu súpu, brauð með hinu og þessu mest gómsætu, og frábæra köku ( sem var í frystinum ).
Við vorum með iðnaðarmenn þar til á síðustu stundu, gólfin í eldhúsinu rifinn upp, natur gas sett inn, vaskur fluttur, gat á húsið, borað, hamrað, leiðslur og kaos.
Kl eitt á laugardaginn var ég frekar framlág, þegar ég horfði yfir húsið, það var hreinlega allt á hvolfi. Eldhússkáparnir voru tæmdir og fluttir, stofan full af skápum, sag allsstaðar.
Gestirnir komu kl 3.
ÉG : Gunni við náum þessu aldrei ..... sniff sniff.
Gunni : Sjáum nú til.
Þetta var eina örvæntingin, annars unnum við bara eins og besta team frá því snemma morgun og þar til afmælið byrjaði.
Einu sinni, fyrir ekki löngu síðan, hefðum við rifist eins og hundur og köttur, og allt farið í vitleysu, þegar það var svona mikið álag á okkur.
Það má segja að það að vinna með sjálfan sig eins og ég hef gert, hefur heldur betur borið árangur.Það hefur haft áhrif á okkur bæði Sá það best á laugardaginn ! Húrra fyrir mér og Gunna. Batnandi fólki er best að lifa.
Mamma og pabbi komu frá Íslandi og voru í afmælinu, það var nú gaman.
Ég er nú samt langt frá búinn með þetta ferli, þetta verður lífsstíaðar verkefni. Ég er í þerapí einu sinni í mánuði, þar sem ég og þerapístinn minn vinnum saman, í gegnum síma (hann er Ameríkani) og meðferðin fer fram meira og minna í gegnum hugleiðslu, sem við gerum saman í símanum.
Ég hef verið í þessari þerapí í nokkra mánuði, og það hafa gerst undur og stórmerki. Það falla steinar út eftir hvert sinn sem ég hef tíma, steina sem ég vissi ekki að væru þarna.
Eftir hvert sinn, líður mér eins og það sé holrúm inni í mér sem áður var fullt með einhverju hörðu, sem ég vissi ekki að væri þarna. Mjög undarleg tilfinning.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa möguleika á þessari meðferð, ég er líka þakklát fyrir svo margt annað, í dag eiginlega fyrir allt.
Það er svo gaman í vinnunni, það er svo yndislegt að vinna í garðinum mínum, það er svo fallegt hérna sem ég bý, sjáið bara hve allt er grænt og gróðursælt!
Ég er bara í svo góðu skapi......
Lífið er fullt af kraftaverkum, það er bara að sjá kraftaverkinn í því smá, eins og ég upplifi svo sterkt í dag.
Ljós og Kærleikur til ykkar allra
Steina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
ég á ammmæli, og gestirnir voru að fara, einn af öðrum
19.5.2007 | 21:36
og af því að ég á ammmæli, ætla ég að setja þessa fallegu setningu inn, sem ég sá áðan, svo ætla ég að vaska upp strax á eftir.
Á morgun fer ég til Kaupmannahafnar, út að borða með mömmu, pabba, Sól og Siggi.
Friður veri með ykkur öllum og ljós í hjörtum ykkar.
"God is in the slums, in the cardboard boxes where the poor play house. God is in the silence of a mother who has infected her child with a virus that will end both their lives. God is in the cries heard under the rubble of war. God is in the debris of wasted opportunity and lives, and God is with us if arewith them ."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Ein Planeta, Eitt Lif, Eitt med Ollu
3.5.2007 | 10:30
Kaeru vinir a netheim. Veran herna er dasamleg, a ekki ord til ad tja thaer upplifanir sem eg hef haft.
Eitt Lif
Eitt Hjarta
Einn Adardrattur.
Vid erum eitt med ollu lifandi a Jordu.
Eg finn thad og upplifi sterkar en nokkur tima.
Hef haf margar hugleidslur a hverjum degi,
Eg bara er.
Eitt med Ollu
Er ad fara ad skoda FN (Sameinudu Thjodirnar) A eftir med ollum hopnum.
Ljos og kaerleikur til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)