Færsluflokkur: Bloggar
Here is something so beautiful
23.4.2007 | 10:42
Here is something so beautiful -- showing human animal
cooperation, it indicates what will be possible in the new world
that's coming.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sharks Vs. Polar Bears ( Earthday 2007 )
22.4.2007 | 11:00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lífið er oftast bara svo dásamlegt
17.4.2007 | 13:55
Lífið er bara oftast svo dásamlegt. Sólin skín og fuglarnir syngja. Var að koma úr vinnuni, sem ég er svo ánægð með. Nemendurnir eru svo duglegir og gera svo frábær verk.
Í gær kom Siggi minn (sonur minn) til mín. hann var að koma frá Íslandi og kom hingað seinni partinn.
Við borðuðum góða grænmetissúpu og hvítlauksbrauð. Á eftir fórum við með hundana í göngu í kvöldsólinni. Við gengum meðfram ánni, og þar voru viltu rabbabararnir að koma upp allsstaðar. Ungar stúlkur riður á íslenskum hestum meðfram ánni líka. Iðunn gamla sem áður fyrr var mjög spennt fyrir hestum, gekk í rólegheitum á undan okkur, og sá hvorki nér heyrði í hestunum. Á leiðinni heim, heilsaði Lappi upp á vin sinn labradorhundinn sem á heima rétt hjá. Þeir voru mjög glaðir að hittast. Múmín rauða kisan okkar gekk að sjálfsögðu með eins og alltaf.
Við Siggi ræddum heilmikið esoterisk fræði, sem er okkar beggja áhugamál, og myndlist sem er líka okkar beggja áhugamál.við ræddum meðal annars, Den Gode Vilje, Góðan Vilja, hvað er hann og hvað þýðir hann, hvar er munur á honum og Kærleikanum, hvaðan kemur Kærleikurinn
..
Í dag sit ég skrifa nokkar línur á bloggið, hlusta á klassíska músik, og nýt lífsins dásamlega sem er á öllum plönum.Ég sé að allt er að springa út, blóm, tré og það sem vill. Fuglarnir dansa fyrir hvern annan, og byggja hreiður. Kisurnar mína lúra í sólinni, fylgjast með hvar hreiður eru byggð. hundarnir mínir liggja fyrir framan húsið mitt og passa að enginn komi inn án minnar eftirtektar.
Ég bara er, og nýt þess að vera.
Hef hlegið mikið í dag með nemendunum mínum og kennurum.
Lokaverkefni er framundan hjá nemendunum. Vorsýningin. ákveðið var að ágóði sýningarinnar færi til Dýraverndunar félags Danmerkur. og ég get svarið að það var ekki ég sem hafði áhrif, kannski á innri plönum, en ekki verbalt.
Við ræddum líka um hvernig náttúran hefur það, Kínverjar ef þeir færu að nota klósettpappír, hversu mörg ár tæki það þá að nota öll tré í heiminum, 20 ár sagði einhver. við vildum vita hvað nota Kínverjar í staðin fyrir kósettpappír ? Sumir sögðu svamp, aðrir sögðu jólatré, og enn aðrir sögðu sérgerðan kaktus.
Andinn er léttur og góður í skólanum. Nemendur sem ekki hafa alltaf haft það auðvelt, vilja ekki láta vorkenna sér, segja að sér sé ekki vorkunn...
Fer á fund í kvöld með hópnum mínum,
Sendi inn þessa fallegu sögu um snillinginn Einstein, fekk hana á öðru bloggi, hjá Guðmundi.
Ljós, Friður og Kærleikur til ykkar allra
This has a thought provoking message no matter how you believe. Does evil exist?
The university professor challenged his students with this question. Did God create everything that exists?
A student bravely replied yes, he did!
God created everything? The professor asked.
Yes, sir, the student replied.
The professor answered, If God created everything, then God created evil since evil exists, and according to the principal that our works define who we are then God is evil.
The student became quiet before such an answer.
The professor was quite pleased with himself and boasted to the students that he had proven once more that the Christian faith was a myth.
Another student raised his hand and said, Can I ask you a question professor? Of course, replied the professor. The student stood up and asked, Professor, does cold exist?
What kind of question is this? Of course it exists. Have you never been cold? The students snickered at the young mans question.
The young man replied, In fact sir, cold does not exist. According to the laws of physics, what we consider cold is in reality the absence of heat. Everybody and every object is susceptible to study when it has or transmits energy, and heat is what makes a body or matter have or transmit energy. Absolute zero (- 460 degrees F) is the total absence of heat; all matter becomes inert and incapable of reaction at that temperature. Cold does not exist. We have created this word to describe how we feel if we have too little heat.
The student continued. Professor, does darkness exist?
The professor responded, Of course it does.
The student replied, Once again you are wrong sir, darkness does not exist either. Darkness is in reality the absence of light. Light we can study, but not darkness. In fact we can use Newtons prism to break white light into many colors and study the various wavelengths of each color. You cannot measure darkness. A simple ray of light can break into a world of darkness and illuminate it. How can you know how dark a certain space is? You measure the amount of light present. Isnt this correct? Darkness is a term used by man to describe what happens when there is no light present.
Finally the young man asked the professor. Sir, does evil exist?
Now uncertain, the professor responded, Of course as I have already said. We see it every day. It is in the daily example of mans inhumanity to man. It is in the multitude of crime and violence everywhere in the world. These manifestations are nothing else but evil.
To this the student replied, Evil does not exist sir, or at least it does not exist unto itself. Evil is simply the absence of God. It is just like darkness and cold, a word that man has created to describe the absence of God. God did not create evil. Evil is not like faith, or love, that exist just as does light and heat. Evil is the result of what happens when man does not have Gods love present in his heart. Its like the cold that comes when there is no heat or the darkness that comes when there is no light.
The professor sat down.
The young mans name Albert Einstein
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Reiðin og krafturinn
13.4.2007 | 22:18
Er núna ein heima, Gunni og Sól fóru til Íslands í dag og verða í 9 daga.Og í dag þegar ég kom heim úr vinnuni var 30 stiga hiti fyrir framan húsið !!!
Ég hef verið að velta fyrir mér í dag og í gær hvað ég ætti að skrifa um, hvað er það sem ég rekst á bæði á bloggheimi og í daglega lífinu. Það er nefnilega oft góður innblástur í bæði hvað er mikilvægt fyrir mig að vinna með,eða minna mig á, en gæti einnig verið innblástur fyrir einhver ykkar að lesa.
Ég ætla að skrifa um skapið, reiðina og kraftinn.
Þó svo ég verði ekki oft reið í dag, þá þekki ég svo vel þessa tilfinningu sem læðist inn og hitar upp kroppinn, gefur smá hita í höfuðið og magann. Reiðin er kraftur, sem hægt er, að mínu mati að umbreyta í jákvæðan kraft.
Ég hef af mínum nánustu verið þekkt alla tíð fyrir mitt rosalega skap.
Hef varla verið í húsum hæf vegna skapofsa. Hugsa oft til blessaðra foreldra minna og systur sem hafa þurft að lifa með sitt af hverju. Þetta var ekki auðvelt, hvorki fyrir mig, né þá sem umgengust mig.
Bara sem dæmi að í gegnum mörg ár þjáðist ég af þeirri hugsun að ég væri á vitlausum stað, eins og að ég væri að spila hlutverk, en ég væri í vitlausi mynd og þar af leiðandi væri ég í vitlausu hlutverki. Þettað framkallaði mörg skapofsaköst, mikla sorg, mikinn lífsleiða, sem börnin mín og mínir nánustu þurftu að lifa við.
Mamma mín sagði mér síðast þegar ég var á Íslandi að þegar ég var lítil og fékk ekki það sem ég vildi varð ég svo brjáluð að ég hljóp upp í flekkjum, það var engin leið að ráða við mig :o))
Þannig að ég hef allt mitt líf verið að troða þessu skapi mínu í kassa og setið ofan á lokinu svo skapið kæmist ekki út.Því þetta skap var rangt og mátti ekki vera þarna. Við þetta hef ég notað ómælda orku.
Ég var svo á dagsnámskeiði hjá Gordon Davidson í Kaupmannahöfn fyrir tveim árum þar sem við unnum að því að skilja okkur sjálf, út frá undirmeðvitund, persónu og sál. Áttum við þá hver fyrir sig að segja hvað það var í fari okkar sem við litum á sem okkar versta óvin. Ég var fljót til að svara og sagði að ég væri með svo hræðilegt skap , sem hefði ollið mér og mínum nánustu, miklum raunum. Þessi yndislegi maður leit brosandi á mig horfði í augun á mér og sagði: ÞETTA ER GJÖF!! Ég fann að ég varð eitthvað einkennileg inni í mér, en fann samt einhverja gleði yfir því, sem er svo stór hluti af mér, gæti ég kannski sæst við. Við ræddum svo þessa hluti fram og til baka.
Í hugleiðslu á eftir áttum við að sjá fyrir okkur það sem við meintum að væri versti óvinur okkar. Ég sá að sjálfsögðu REIÐINA sem risastóra eldkúlu. Ég upplifði þessa eldkúlu í dálítinn tíma, skoðaði hana og velti henni fyrir mér. Eftir dágóða stund fór kúlan að breytast, formaði sig öðruvísi og fékk annan lit, sá ég svo að allt í einu varð eldkúlan að risa stóru LJÓSI , jafn stór og eldkúlan var. Þarna sá ég að í raun var þetta sami krafturinn, en það eru mismunandi leiðir að nota hann.
Það eru tvær hliðar á öllu, gott og vont, sorg og gleði, og så videre. Ég hef rosalegt skap, skapið er kraftur, sem hægt er að nota jákvætt, og neikvætt, ég hef oft notað þennan kraft jákvætt, en alltaf bara hleypt kraftinum út úr kassanum pínu lítið í einu, því ég hef verið svo hrædd um að missa stjórn á kraftinum. Ég notaði kraftinn þegar ég skildi við fyrri manninn minn, valdi að hætta á Kópavogshæli þar sem ég hafði unni í mörg mörg ár. Ég notaði kraftinn þegar ég var í Myndlista og handíðaskólanum í Reykjavík, ég notaði kraftinn þegar ég og Gunni fluttum til Danmerkur með Sigga og Sigyn, með íbúð í mánuð, enga vinnu, enga dönsku ekki neitt, ég notaði kraftinn þegar ég fór til Þýskalands, fór á milli Lista Akademía og sótti um inntöku, þrátt fyrir aðvörunarorð frá Íslandi að það þýddi ekkert að sækja um í Þýskalandi þegar maður væri yfir 30 ára. (ég var þá 34 ) Ég notaði kraftinn þegar ég var þessi 3 ár í Dusseldorf , bjó í Danmörku, en ferðaðist fram og til baka milli DK og Þýskalands.,
Ég hef líka mjög oft notað neikvæðu hliðina, verið skapvond, reið það versta er þegar ég hef verið vond og óréttlát við börnin mín, foreldra mína eiginmann og vini mína. Þarna og oft annarsstaðar notaði ég Kraftinn. ( jákvæðu hliðina og neikvæði ) En það sem gerðist núna, á þessu námskeiði hjá Gordon var að það sem hafði verið skapgerðargalli, og pínt mig svo mikið í öll þessi ár, fékk núna aðra merkingu, þetta var GJÖF þegar ég hafði tekið hann/Kraftinn í sátt og gert hann að hluta að mér. Núna hef ég tekið Kraftinn fram, og þori að vera með honum. Ég nota hann mikið. Sérstaklega í þeirri andlegu leit sem ég er í núna. Hann kemur að miklu gagni núna þegar ég hugleiði. Ég finn að ég get stjórnað honum. Ég finn að ég er ekki krafturinn, en ég get notað hann þegar ég vil og þarf á að halda. Hann er hluti af mér, en hann er ekki ég. Það að geta ekki stjórnað honum er svipuð tilfinning og að vera með brjálaðan hund sem ekki er hægt að ala upp. Hann er hluti af manni, en er samt ekki maður sjálfur, við lokum hann bara inni, þá eru enginn vandræði og hann gerir ekki pínlega hluti þegar aðrir sjá til. En að vera með hund sem er vel upp alinn og maður þekkir og það vel að maður veit hvernig maður á að bregðast við öllum merkjum frá honum og hann bíður og vonast eftir að geta gert eitthvað fyrir húsbónda sinn, er yndisleg tilfinning sem gefur öllum í kringum hann mikla gleði (ég veit allt um þetta með hunda af eigin raun. Á tvo: Iðunni og Lappa).
Það sama er með skapið og í raun og veru allt það sem við höfum hver fyrir sig í okkur. Ég held að það besta sé að skoða það sem hrærist í manni, virða það og elska, og allt í einu einn daginn er það ekki okkur fötur um fót, heldur það sem á samleið með okkur í þessu lífi.
Vonandi gefur þetta allt saman einhverja meiningu fyrir ykkur. Þetta að uppgötva að svona stór hluti af mér væri gjöf var eins og segja já við hinum helmingnum af manni sjálfum!
Maður verður heill. Með allan þennan kraft!
Það eru enginn takmörk fyrir því sem við getum gert saman,
ég og hann/Krafturinn!
Ljós til ykkar frá mér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Bestu páska í heimi
6.4.2007 | 08:40
Skírdagur og við erum öll í fríi.
Þetta verður ekki langt í dag, enda mikið að gera á bæ. Við erum að setja ný augu í allt húsið okkar. Við tókum helminginn í gær og við tökum restina í dag.
Á morgun fáum við páska gest, hana Elena sem kemur alltaf til okkar um hátíðar.
Á páskadag fáum við fullt af gestum til að njóta dagsins með.
Sem sagt ég kem aftur á bloggið á mánudag og þá er boðið í te og trú.
Megið þið öll hafa bestu páska í Heimi með þeim sem þið unnið, eða viljið unna, eða sem vilja unna ykkur.
Ljós héðan frá mér í gluggavinnu
steina
Kalidasa:
Listen to the Exhortation of the Dawn!
Look to this Day!
For it is Life, the very Life of Life.
In its brief course lie all the
Verities and Realities of your Existence.
The Bliss of Growth,
The Glory of Action,
The Splendor of Beauty;
For Yesterday is but a Dream,
And To-morrow is only a Vision;
But To-day well lived makes
Every Yesterday a Dream of Happiness,
And every Tomorrow a Vision of Hope.
Look well therefore to this Day!
Such is the Salutation of the Dawn!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þetta er dagurinn sem ég vildi skrifa eitthvað fallegt
4.4.2007 | 10:59
Ég vaknaði og hafði fullt af gleði í hjartanu, sólin skein og ég heyrði fuglatraðk á þakinu.
Ég fór niður, setti hundana út og gaf þeim að borða. Sólin mín litla sem er í páskafríi eins og ég settist í sængina í sófann og fór að horfa á sjónvarpið.
Ég hafði ekkert verið á tölvunni í gær, þannig að ég opnaði tölvuna og fór að skoða mails og þess háttar. Ég ákvað að finna video sem ég vissi að væri einhversstaðar í mailboxinu mínu, sem ég hafði sennt út i fyrra þar sem flóðhestur sýnir að mínu mati umhyggju fyrir annari dýrategund. Ég kíki í gegnum nokkrar myndir, og opna svo eina sem ég einnig hafði sennt út í fyrra og er líka um meðferð á dýrum,
Guð minn góður hvað þetta var hræðilegt. Eftir að hafa skoðað videoið fór ég upp og hugleiddi, ég átti erfitt með að einbeita mér því ég hugsaði stöðugt um þvílíkar ændstæður þessi video væru í raun og veru, flóðhesturinn og með manneskjunni. Hvað er hvað. Mér tókst þó að klára að hugleiða. Fór niður og lagaði mér te. ristaði mér speltbrauð með yndislegum geitaosti.
Á meðan ég gerði þetta allt hugsaði ég um hvernig best væri að skrifa um þetta á blogginu, Hvað var það sem ég vildi segja. En ennþá á meðan ég skrifa er ég ekki alveg viss hvað ég vil skrifa eða hvernig. Ef ég hugsa út frá flóðhestamyndbandinu, þá er það um villt dýr að ræða, sem er talið mjög hættulegt, þarna á myndbandinu visar flóðhesturinn tilfinningar sem ég hef aldrei heyrt að þeir hafi til annars en afkvæma sinna. Hans eigin tegund. Hitt myndbandið er um hrikalegt dýraofbeldi. Dýr sem við sem manneskjur pössum og nærum okkur á. Þar er eina tilfinningin sem maður sér reiði og ofbeldi. Auðvitað er þettað einangrað fyrirbæri , í raun bæði tvö, en samt er þetta örugglega ekki í einu skiptin sem þetta gerist.
Ég fékk bréf frá dönsku dýraverndunarsamtökunnum í gær þar sem rætt var enn og aftur um dýraflutninga. Þar var flutningamaður stoppaður á landamærunum til Póllands að mig minnir með yfir 1500 smágrísi, og aðkoman var hörmuleg, Ég ætla ekki að fara nánar út í það. En það sýnir og við vitum að meðferð dýra í heiminum oftast er hræðileg.
Ég vildi svo gjarnan einbeita mér að því sem gott er, kærleikanum, friði, þar sem er í raun best er að vera að mínu mati. En þar sem ég get ekki hlaupið frá því að þróun okkar sem mannkyn í átt að meira Ljósi skiptir mig mjög miklu máli, tel ég mjög mikilvægt að vera meðvitaður um allt sem er að gerast. Eitt er okkar smá árekstrar í þjóðfélaginu, og fjölskyldum og okkar mannvera á milli. það er fyrir mig hluti af þróuninni, við slípum hvort annað, til að verða betri manneskjur. En þegar kemur að því sem fyrir mig er þeir sem minna mega sín, þeir sem ekki geta varið sig, Manneskjur, Börn Dýr og Plöntur, þá finnst mér mikilvægt að að setja fókus á það. Um leið og settur er fókus á óréttlæti sem fær fullt af fólki til að hugsa um oftast fórnarlambið, sendir að mínu mati fórnarlambinu orku, sem aðeins getur gert gagn.
Orka fylgir hugsun, og þess vegna er mjög mikilvægt að vanda þær hugsanir sem við höfum. Að senda kærleika til böðla er að mínu mati ekki það rétta að gera, það gefur böðli meiri orku til að vinna áfram sitt verk. Að senda hugsun/orku til fórnarlambs meina ég að sé fórnarlambinu til mikillar hjálpar. Ég er á því að það sé líka hægt að hjálpa böðlinum, en þar þarf annars konar orka og hugsun sem er efni í annan pistil
Við erum öll börn Guðs, manneskjur, dýr, plöntur og málmar, misjafnlega á veginn komin. Það er mikilvægt að muna það. Þegar ég horfði á þetta hræðilega myndband, sat ég og dæmdi þá sem gerðu dýrunum mein. En það er í raun ekki mitt að dæma. Best er að hafa í huga það sem Jesús sagði á krossinum,
Faðir fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera. Það er bara oft svo erfitt.
En hvernig tilfinning er það inni í okkur þegar við dæmum. Fyrir mér er það tilfinningar í kroppnum. Ég finn greinilega að hugsuninn er ekki hátt uppi, en situr í kroppnum. Þar finnst mér munur á. Ef ég reyni að einbeita mér upp, og reyni að sjá það sem gerist frá hærra plani, lítur myndin öðruvísi út. Þá hefur maður stærra yfirlit, og sér að í raun að allt þetta er þróun fram á við og stundum pínulítið til baka. Þeir sem misþyrma dýrum eru líka börn Guðs, en hversu þróuð eru þessar manneskju tilfinningalega. Hvað liggur að baki því sem þau gera. Það getur verið svo margt sem við ekki vitum. Það er líka hægt að misþyrma dýrum á svo margan hátt. Rannsóknir, sem koma öllum til góða, Snyrtivörubransinn hundaeigendur sem halda að þeir geri rétt, en gera vitlaust og fl og fl. Og á meðan við kaupum snyrtivörur og á margan hátt njótum góðs af þeim rannsóknum sem eru gerðar á kostnað dýranna, þá styðjum við það sem gerist.Einnig vitum við að þegar við notum eiturefni út í náttúrunna, þá hefur það áhrif á dýrin á jörðinni. Það er líka á okkar ábyrgð að vera meðvitum um þær vörur sem við kaupum, hvort það sé með hjálp barnaþrældóms eða dýramisþyrming eða eitthvað annað...
Við skulum ekki dæma, því við sjáum hlutina bara út frá okkur sjálfum, það geta verið aðrir sannleika fyrir þessu fólki sem við ekki getum sett okkur inn í. Það er minn sannleikur og það er þinn sannleikur og það er þriðji sannleikurinn.
Þeir sem eru í pólitík gætu gert stórt gagn , bæði með því að vinna að dýravelferð, og einnig að vinna að því að manneskjur í þessum bransa(dýrapössun, sláturhúsum) fái meiri þekkingu og mannsæmandi laun. Lífsgæði geta haft mikla þýðingu fyrir þá sem passa dýrin. Svo eru þeir sem eiga dýrin, þeir sem vilja græða pening á þessum greyjum þeir eru líka á einhverjum stað í þróuninni, og verða að lifa það, græðgi, eftir peningum, er að mínu mati þekkt tilfinning, græðgi eftir fötum, hlutum, eftir völdum, eftir einhverju til að gera líf mitt/þitt þess virði að lifa því. Þegar við svo finnum að í raun og veru þörfin eftir að eignast eitthvað, hverfur um leið og við eignumst það. Þá kemur þörfin/græðgin eftir að eignast eitthvað annað. Stærst er gleðin þegar við erum að planleggja það og borga/fá, en þegar því er lokið er spenningurnn horfinn. Ég held að þegar við höfum prófað þetta nógu oft, kemur þörfin eftir einhverju dýpra, sem gefur meira og lengur. Þá kemur þörfin/græðgin eftir því Guðlega. Þessa leið held ég að við öll förum, höfum farið.
Ég held að þetta sé allt liður í þróuninni á jörðinni, og því lengra sem við komum því betur komum við fram hvert við annað og blessuð dýrirn okkar. Ef við hver fyrir sig vöndum okkur gagnvart hver öðrum og látum Ljósið okkar skína eins bjart og mögulegt sem hefur það áhrif á þá sem við mætum á lífsleið okkar og svo þeir sem við mætum verða fyrir áhrifum af okkur og gera svo það sama og svo koll af kolli.
Ég set bæði videoen inn það með flóðhestinum kemur fyrst, mæli með því. Hitt er ekki fyrir viðkvæmar sálir. Skoðið það á eigin ábyrgð.
Bloggar | Breytt 5.4.2007 kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Að VERA.....
28.3.2007 | 13:33
Vaknaði kl 6 eins og vanalega. Hugleiddi til kl 7. Gerði mér te, vakti Sólina sem var syfjuð.
Hundarnir fóru út að pissa og ég henti matnum þeirra út á grasið þannig að næsta klukkutímann væru þeir að leita að matnum. Góð aðferð til að aktivera þá. Sólin fór í skólann glöð og hress. Sól skein á himninum á nöfnu sína þegar hún hjólaði út úr innkeyrslunni. Ég rölti aðeins um garðinn og bauð góðan daginn til dagsins. Ég tók lestina til Hróarskeldu og þaðan fór ég á fund í Køge. Þetta var góður fundur um ýmis framtíðar plön um skólann. Eftir fundinn fór ég á smá markað á torginu í Køge. Allt fullt af lífi gleði og blómum. Ég fór í dýraverslun og keypti nýjan fugl , svo sá gamli þyrfti ekki að vera aleinn.
Hugur minn reikar til Rönnu vinkonu minnar sem missti pabba sinn fyrir tveim dögum og á hún því um sárt að binda þessa dagana.
Dauðinn ætti eiginlega að vera fallegasta augnablikið!
Þegar fólk hefur átt góða æfi með fullt af lífsreynslu til að taka með sér á þann stað sem förinni er heitið. En því miður erum við ennþá svo mikið í tilfinningum okkar og efniskenndinni að við skiljum ekki alveg að þessu er ekki lokið, þó því sé lokið hérna á þessari jörðu í nú.
Það er alltaf erfitt að vera í burtu þegar vinir og ættingjar deyja eða þeir sem eru nákomnir vinum okkar falla frá.
Það eru margir sem hafa fallið frá á Íslandi sem við höfum ekki haft möguleika á að fylgja til grafar, og það er alltaf jafn leiðinlegt að vera fjarri þeim sem eiga um sárt að binda. En auðvitað erum við með í huganum eins og okkur er mögulegt.
Það er svo skrítið að þó að við reynum að vera með í þeirri sorg sem er á Íslandi þegar einhver fellur frá, er eins og maður innst inni skilji ekki alveg hvað hefur gerst. Þegar maður kemur svo heim, kannski viku, ári eða hálfu ári seinna .þá kemur sjokkið. Sorgin er eiginlega tekinn út löngu seinna, þegar aðrir eru að komast yfir það.
Það hefur verið mjög erfitt að vera ekki með ástvinum í sorgarprocessinum, og því sem á eftir kemur healingsprocessinum.
Það á einnig við þegar við höfum lent í áföllum hérna í Danmörku. þá hefur maður greinilega fundið fyrir hversu mikilvæg fjölskyldan er /var áður en við fluttum hingað. Þó svo að maður eigi góða vini sem allt vilja fyrir mann gera, er það einhvernveginn öðruvísi. En með tímanum hafa okkar fjölskyldubönd, þar að segja okkar Gunna og barnanna styrkst mikið á því að vera langt frá ættingjum okkar.Þetta þekkja örugglega allir þeir sem búið hafa erlendis.
Það er nú svona þegar maður eldist þá fer fólk í kringum mann að falla frá. Þetta er hluti af lífinu sem gerir það að verkum að athyglin skerpist hjá manni svo maður verður meira meðvitaður um að maður er ekki ódauðlegur, og þar af leiðandi verður hver mínútna sem maður er hérna jörðinni mikilvæg.
Fyrir mig er mikilvægt að Vera, í margskonar merkingu. Vera fyrir mig Vera fyrir fjölskylduna mína og aðra sem fylgja mér í augnablik eða lengur.
Vera fyrir allt sem lifir, á þann hátt sem mér er möguleg.
Ljós til ykkar á netheimi lát ljós ykkar skína til þeirra sem þið mætið líka í augnablik
As we grow up, we learn that even the one person that wasn't supposed
to ever let you down probably will. You will have your heart broken probably
more than once and it's harder every time. You'll break hearts too, so remember
how it felt when yours was broken. You'll fight with your best friend.
You'll blame a new love for things an old one did. You'll cry because time
is passing too fast, and you'll eventually lose someone you love.
So take too many pictures, laugh too much, and love like you've never
been hurt because every sixty seconds you spend upset
is a minute of happiness you'll never get back.
Don't be afraid that your life will end, be afraid that it will never begin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
það er langur tími, þó svo að ég sé ný flutt !
26.3.2007 | 16:04
Í sumar hef ég búið í Danmörku í 14 ár ! Það er langur tími , en samt finnst mér ég vera ný flutt , þó svo að mér finnist ég alltaf hafa búið hérna. Sigyn var 14 ára, Siggi var 8 ára. Núna er Sigyn 28 ára og Siggi 22 ára. Þegar ég horfi á þau geri ég mér fyrst grein fyrir því hversu tíminn líður. Við bjuggum fyrstu 3 árin í Kaupmannahöfn, en keyptum okkur svo 125 ára gamalt hús hérna í Lejre. I þessu húsi höfum við svo búið í 11 ár. Ég hef aldrei átt heima í sama húsi svona lengi. Það gerist eitthvað þegar maður hefur búið á sama stað í svona langan tíma. Maður fær allt líf í bæði húsinu og garðinum í blóðæðarnar.Á þessum tíma í mars, apríl, sér maður hvar laukarnir eru að koma upp úr moldinni, þeir sömu og í fyrra og þeir sömu og í hittifyrra. Það eru staðir í garðinum sem eru heilagir. Í þessu horni grófum við hana Þrúði, kisuna okkar. Sem var keyrt yfir af Bitten mömmu hennar Andreu sem er í bekk með Sól. Í þessu horni er Langøri kanína, grafinn, sem kom alltaf með okkur inn, og gekk rúnt á gólfinu. Sem svo óheppilega vildi til að Sól sem bara var þriggja ára missti flösku á hausinn á honum, þannig að hann lá lengi á gólfinu án þessa að hreifa sig. Eftir ca klukkutíma tókum við blessuðu kanínuna upp sem var svolítið stíf, en vonandi ekki dauð og keyrðum með hann til Anne Marie dýralæknis sem var á hestbaki með manninum sínum sem hún núna er skilin við fyrir nokkrum árum og hún þurfti bara aðeins að horfa og sagði svo hann er dauður Fjölskyldan lömuð, höfðum ekki haft dautt dýr áður. Á öðrum stað er önnur kanína grafinn sem var risa stór en fékk alltaf ígerð í hálsinn sem við þurftum með jöfnu millibili að taka inn og hreinsa út úr hálsinum. Svo eru það allir fuglarnir sem við höfum grafið hér og þar í garðinum. Kanínur einnig grafnar hér og þar í garðinum. Við erum með okkar eigin dýrakirkjugarð í garðinum. Við getum aldrei selt og flutt. Það er svo mikil fjölskyldusaga á þessu svæði.
Ég rifja upp sögur af Iðunni, hvíta scheffernum okkar. Þegar við fluttum hingað var hún hvolpur. Hún hefur á þessum tíma alið upp kisurnar: Þrúði, Véstein, Mattilde, Alex, Múmín og Freðrik. Hún hefur verið með til að ala upp Lappa litlaþ Hún hefur tekið ástfóstri við allar þær kanínur sem við höfum haft inni og passað og hjúkrað í gegnum árin. Hún hefur sleikt þær og passað. Ég man eftir öllum hænunum sem við höfum haft hérna inni og hjúkrað og passað. Stundum tókum við inn egg sem hænurnar höfðu farið frá þegar unginn var komin hálfa leið út. Við hjálpuðum ungunum út , með hvatningu og smá pilli hjálp. Við tókum ungana oft í fangið og vorum með þá í rúminu, og á gólfinu þar sem Iðunn sleikti þá og ýlfraði umhyggjusöm. Við höfðum þessa unga þar til þeir urðu að hænum eða hönum og gátu bjargað sér í hænsnahúsinu.
Einn unginn er mér sérstaklega minnisstæður. JURI GAGARIN. Hann fann ég liggjandi í hænsnakofanum , kaldur. Það var sól úti og ég settinst með hann og ákvað að athuga hvort ég gæti blásið lífi í hann. Ég sat í langan tíma og blés í litla gogginn, hugsaði ekki hvað tímanum leið. Allt í einu heyri ég að hann gefur frá sér hljóð. Hann var lifandi. Hann reyndist svo vera Hún. En hún bjó inni hjá okkur lengi. Það tók mjög langan tíma að venja hana til að vera í hænsnahúsinu. Við gerðum það í langan tíma að hún var úti á daginn en við tókum hana inn í hús á kvöldin. Eitt kvöldið komum við seint heim, það er komið myrkur. Við heyrum um leið og við komum út úr bílnum reiðilegt garg. Ég geng að hænsnagarðinum og þar er þessi elska, hundpirruð, gargar og öskrar á mig. Ég beygi mig niður og tek þessa reiðu hænu upp, sem setur höfuðið í hálsakotið á mér og kvartar pínu lítið, en sofnar svo. Nokkrum árum seinna fundum við hana án höfuðs í hænsnahúsinu. Hún er líka grafin í garðinum okkar.
Þegar við förum í göngutúr með hundana förum við alltaf niður að Lejreá.
Við höfum gengið þessa leið svo mörgum sinnum. Við þekkjum hvern stokk og stein. Við skoðum ána og sjáum hvort það er lítið eða mikið í ánni. Við rifjum upp hvernig það var fyrir 10 árum þegar við gengum með Iðunni á aðfangadagskvöld niður að ánni. Ég með Sólina í maganum. Við höfðum rifist vegna smámuna og vorum þung á brún. Þegar við komum niður að ánni þá var snjór yfir öllu. Stjörnubjart og máninn fullur. Við rifjum ekki upp að við höfðum verið óvinir. En við rifjum upp hversu áinn var falleg og hversu stillt var. Hverning snjórinn glitraði í túnglskininu.
Núna erum við að gera fullt við húsið okkar. Við fáum nýja glugga og útihurð í þessari viku. Við erum að gera flott stórt eldhús og nýtt bað. Þetta er allt saman voða gaman, enda mikil þörf á.
Við göngum núna um húsið og rifjum upp hverning það var áður. Þegar efri hæðin var bara eitt stórt svæði sem við notuðum undir geymslur. Hverning var þegar við bjuggum heilt sumar úti í garði vegna þess að við vorum að pússa fallegu tréloftin. Þegar ég háólétt reif niður ömurlegu eldhúsinnréttinguna og henti henni út um gluggan. Og grey Gunni þurfti að klára verkið á meðan ég lá undir japanska kirsuberjatrénu með magann út í loftið. Þegar við héldum jól og elduðum jólamat í húsi sem hafði enga eldhúsinntéttingu, og næstum ekkert ljós virkaði í húsinu. Við tölum um þennan tíma með kærleika og væntumþykju. Við munum þetta allt sem eitthvað gott og fallegt,
þó svo að á þessum tíma var þetta erfitt. Það var erfitt þegar dýrin dóu. Það var erfitt að búa í húsi sem var að hruni komið. Það var bæði sorg og gleði á þessum tíma. En við munum eftir því góða, og það slæma er hluti af því góða. Þegar ég hugsa um þetta sé ég að sagan okkar, hússins og garðsins er falleg
Í gær í eitt augnablik sá ég fram í 100 ár þar sem önnur fjölskylda lánar þetta hús og skapar sína sögu með húsinu og garðinum, þá erum við löngu farin en sagan okkar er þarna ennþá.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Dalai Lama
25.3.2007 | 08:20
það er gott að brosa á sunnudegi. sendi þess vegna þessa mynd af páfanum og GB !
Bakið betra, fer samt ekki á eplaplantekruna í dag !
Ætla að slappa af og vera með barninu mínu henni Sigrúnu Sól, sem er í mikilli sorg, páfagaukurinn hennar var að deyja. Við ætlum að jarða hann, og svo ætla ég að hugleiða og senda orku upp í fuglasálina.
ljós til ykkar frá mér!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)