Fílar á Föstudegi er góður titill !!

 

 

Ffílar á föstudegi, er góður titill.

Átti frábæran tíma í þerapí í gær, hugsa hugsa hugsa.....

Ég er dásamleg mannvera, við erum það öll. Þetta er verkefni sem ég ætla að vinna með þar til í næsta tíma.

Og það er ögrandi að skrifa það hér. Góð byrjun á verkefninu.

Ég er Dásamleg Guðdómleg Mannvera  !!!

(þið ættuð öll að hugsa þetta oft í dag og aðra daga)

Þetta er það í dag.

Sonur minn sendi mér svo yndislega mynd í gær, ætla að setja hana inn hérna og set svo texta sem ég skrifaði fyrir nokkru um fíla. Fílar eru dásamleg dýr eins og öll dýr. Og þegar lífið er dásamlegt hjá mér, er mikilvægt að ég sendi Ljós þangað sem neyð er. Geri það til fíla núna...

Ljós og Kærleikur til ykkar allra, Dásamlegu Guðdómlegu Mannverur.

elephantgirlcl0-1

Þessa dagana situr mynd á nethimnunni á mér, mynd sem dúkkar upp aftur og aftur. Ég sá þátt í sjónvarpinu um daginn um ljónaflokk í Afríku. Þetta var fjölskylda . Það var verið að fylgjast með þessum ljónum því hegðun þeirra var einkennileg, ekki eins og hegðun hjá ljónum sem við erum vön að sjá. Þessi ljón höfðu í nóg æti, og það voru ekki mikið að öðrum ljónum í nágrenninu . Það sem gerist og myndin sem ég sé aftur og aftur, er að þarna í nágrenninu kemur fílahópur. Það gerist eitthvað í þessum fílahóp sem veldur því að þeir taka á sprett og svo illa vill til að einn fílaunginn verður undir þessu og báðir framfætlurnar á honum brotna. Þetta litla grey á að sjá um sig sjálft því hinir fílarnir eru desperat að leita að vatni og þurfa að halda áfram. Þeir skilja þess vegna þennan litla unga eftir til að deyja. En við sjáum hann skriða á fjórum fótum undir tré til að finna skugga. Að koma ljónin sem auðvitað sjá þarna steik á borðið ! Þarna kemur allur ljónahópurinn að , en það sem við erum vön að ljón geri er að þeir bíta bráðina á háls og kæfa hana. En þetta gera þeir ekki núna þeir leggjast í kringum fílsungan og byrja að borða. Þau liggja þarna í marga marga tíma og tyggja japla rífa og sleikja. EN þeir drepa ekki ungann. Fílsunginn liggur í marga klukkutíma og maður sér þegar súmmað er á hann að hann blikkar augunum og hann er lifandi. Hvað veldur þessari undarlegu hegðun hjá ljónunum. Það voru fl. dæmi í þessum dokumentarþætti sem sýndu einkennilega hegðun , þar að segja að þau drápu ekki bráðina strax. Mér finnst þetta svo hræðilegt ! Er ekki komin einhversskornar ójafnvægi í náttúruna þarna. Þarna hafa ljónin t.d engan keppinaut sem kemur og stelur fæðunni frá þeim, og þess vegna geta þau bara legið og slappað af með lifandi bráðina og notað allan þann tíma sem til þarf til að borða. Og með fílana, ég er líka svolítið hissa á að hann er skilinn eftir, eftir því sem ég hef heyrt eru fílar mjög þróaðir tilfinningalega, og mjög tengd hverjir öðrum. Eru þeir svo píndir af þorsta að þeir skilja þennan litla ósjálfbjarga unga eftir til að bíða örlaga sinna. Er orðið lengra á milli fæðu en áður hefur verið og lengra á milli vatnsbóla. Ef svo er þá er þarna skapað mikið ójafnvægi sem gerir lífið hjá dýrunum í náttúrunni ennþá erfiðari en fyrir. Sem gæti þýtt ennþá fl dýr sem verða útdauð. Í sjálfu sér finnst mér ekkert hræðilegt að dýr deyja út, þannig hefur það alltaf verið, En ef við lítum á fílinn þessa stórkostlegu skepnu, þá er hann í mikilli útrýmingarhættu og ef það er vegna of lítil vatns og fæðu, er það vegna röskunar í náttútunni sem við auðvitað getum rakið til ofnotkunar af hinu og þessu hjá okkur manneskjum.

 Ég hef heyrt að það hafa verið margar tegundir af fílum í gegnum langan langan tíma en núna eru bara tvær aðal tegundir(og undir þessum tegundum koma aðrar, ef ég hef skilið og munað rétt) eftir Afiríkanski Fíllinn og Indverski Fíllinn og báðir eru í mikilli útrýmingarhættu.

Afiríkanski fíllinn lifir ekki eingöngu í regnskóginum hann lifir einnig á sléttunum. Margir fílar leita lengra og lengra inn í skógana til að fá frið fyrir manneskjunni. Aðalástæðan fyrir því að fílarnir eru í útrýmingarhættu eru við manneskjurnar . Við tökum fl. og fl staði sem þeir hafa lifað á og tökum þessa staði til eigin nota. Til að byggja vegi og bægi.Þetta er líka það sem ógnar Indverska fílnum. Einnig eiga leyniskyttur mjög stór hluti af þessari útrýmingu.Það eru víst á milli 35,000 og 55,000 indverskir fílar eftir á jörðinni. Annað er að leyniskyttur vilja eingöngu fíla með stórar tennur, og það eru næstum engar fílar eftir með stórar tennur. Þeir fæðast ekki lengur, því það gengur í arf og ef allir þeir fílar sem eru með stórar tennur eru drepnir, fá þeir ekki afkomendur, það segir sig sjálft.

Í janúar 1990 var gert bann á sölu á fílabeinum í heiminum. Þetta bann hefur hjálpað. Í Afríku hafa yfirvöld gert mikið átak í að vernda afríska fílinn, m.a. með að gera friðuð svæði  en þessi friðuðu svæði hafa haft erfitt um vik fjárhagslega. Ein leið sem þeir hafa svo valið að fara til að fá peninga til að halda við þessum svæðum er að bjóða upp á möguleika fyrir veiðimenn að koma inn á svæðið og skjóta fíla. En mjög fáir ríkir veiðimenn vilja nýta sér þetta því þeir geta ekki tekið fílabeinin með heim. Það sem einkennir svo mara er hugsunin MITT, ÉG Á.

Hvað er betra pest eða kólera.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fékk gæsahúð við að lesa þetta um ljónin og fílana, við mannfólkið erum búin að eiðileggja svo margt, þurfum alltaf að krukka í náttúrunni og leika Guð.

Fílar hafa svipuð áhrif á mig og Tré, e-ð dularfullt og ótrúlega visku og kærleika.

Ljós til þín dásamlega guðdómlega mannvera

kveðja, dásamlega guðdómlega mannveran Jóna

jóna björg (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 08:15

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þessi mynd er falleg. En lýsingin á fræðsluþættinum er hræðileg!!

Þú er Guðdómleg og dásamleg. Ég líka! Það verður nú gaman að hittast og fylla hvor aðra af fallegum lýsingum á hver annarri! Ég segi þér hvað þú ert Guðdómleg og þú mér!!! Hahahahahaha... Í bernsku minni hefði ég verið sögð óggisslega montin að tala svona!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 25.5.2007 kl. 10:36

3 Smámynd: Margrét M

falleg er myndin

Margrét M, 25.5.2007 kl. 11:43

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Falleg mynd -

- hræðileg saga.... Fékk gæsahúð! Minnir einna helst á manninn svona vonska!

Hrönn Sigurðardóttir, 25.5.2007 kl. 12:17

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Það er vandlifað í þessum heimi.  Ég gæti ekki horft á svona þátt! Úff.. var nú bara orðið óglatt af að lesa þetta. Alger. . .

Góða og gleðilega helgi góða kona

Guðrún Þorleifs, 25.5.2007 kl. 14:10

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En hvað voru myndatökumennirnir að hugsa ? Ég hefði ekki getað horft upp á svona lagað.  Þeir eru ekkert betri en ljónin.  Ljós til þín elskuleg.  Alltaf gott að líta hér við, það er oft svo mikill friður hér.  Við erum öll guðdómlegar manneskjur, mættum stundum trúa því sjálf og haga okkur samkvæmt því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2007 kl. 18:35

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég hef skömm á þeim myndlistarmönnum sem nota ennþá fílabein í sín verk! Góð grein hjá þér Steina, gott að þú ert vakandi fyrir þessu!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.5.2007 kl. 11:37

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Svona er fæðukeðjan.já frekar dapurlegt.

Knús til þín

Solla Guðjóns, 26.5.2007 kl. 14:01

9 Smámynd: www.zordis.com

Grimmdin í sinni döpru mynd!  Fílar eru guðdómlegir, klunnalegir og svo ógnarsmáir ..... knús á þig góða kona!

www.zordis.com, 26.5.2007 kl. 17:19

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er deginum LJÓSARA að það þarf að heila og lýsa upp hugarfar mannsins svo breytinga megi vænta á öllum þessum sviðum þar sem heimska og grimmd veður uppi.  Ég ætla að hugleiða á meira ljós...í mér. Þar verður maður að byrja og svo lýsir ljósið vonandi fleirum og vekur...og svona koll af kolli þar til samvitundin fer að virka og víbra út frá þessum hugsunum og hugarfari....og þá eigum við meiri von. Þangað til er gott að vera upplýstur og vita hvað er hvað.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.5.2007 kl. 09:55

11 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Góður pistill og frábær mynd. Segi eins og Ásthildur: Hvað voru kvikmyndatökumennirnir að hugsa? Koma þessu til skila til okkar sem horfum "no matter what"!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.5.2007 kl. 11:45

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góður pistill sem endranær

Heiða Þórðar, 28.5.2007 kl. 11:56

13 Smámynd: halkatla

fílar hafa alltaf verið einhver mestu uppáhaldsdýrin mín. Þeir eru dularfullir, gáfaðir og mjög merkilegir. Þetta er sorgleg frásögn um litla ungann og ljónin. Ég hef bara heyrt slæmar sögur af því sem er að gerast fyrir fílana í Afríku núna. Mannkynið þrengir svo að þeir og er búið að skemma áfturkræft helstu svæði fílanna. Lifnaðarhættir þeirra hafa umturnast á síðustu áratugum og samfélög þeirra eru orðin firrt. Áður var allt undir örggri stjórn en núna vantar fíla sem vita hvar vatnsbólin eru, góð svæði með æti osfrv.

Það er örgglega eitthvað að gerast í jafnvæginu á jörðinni! Það er hræðilegt. 

halkatla, 28.5.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband