Eitthvað er strengurinn á buxunum mínum að þrengjast !

 Billede 2038

 

En er Sól bæði inni og úti. Sólin mín litla, Sólin á loftinu, og Sólin inni í mér.

Hvað er betra ?

Sumarið er virkilega komið. Þegar ég var að keyra úr vinnunni voru fashanar hlaupandi fram og til baka á vegunum, þeir vita aldrei hvort þeir eru að koma eða fara. Ég keyri sveitavegina sem eru mjög fallegir. Það tekur mig ca. 45 mínúntur að keyra hvora leið. Sem betur fer er leiðin falleg á öllum árstíðum. Núna eru kálfar og kýr (þær sem ekki eru bundnar á básum allt árið :O( kindur og lömb , út um allar sveitir.


Eitthvað er strengurinn á buxunum mínum að þrengjast þessa dagana, hummm, ekki svo gott. Ég er sennilega of mikið uppí höfðinu og of lítið í tengslum við kroppinn. Ég verð að gera eitthvað í þessum málum. Sumarið að koma og verður heitara en í fyrra, og þá var heitt og erfitt að geta ekki verið í stutterma !!

Ætli ég verði ekki að taka mig saman og fara í lengri göngutúra með hundana. Mér er nú ekki vorkunn ég á heima í dásamlegri sveit með fallegum göngustígum, ströndum og skógum.

Einnig eru það mestu vandræði þegar íslendingar koma í heimsókn og með þetta islenska nammi, það er eina nammið sem ég borða. Vinsamlegast þið sem ætlið að koma, komið ekki með íslenskt nammi, húsmóðirinn ætlar að tengjast kroppnum sínum á næstu misserum.

Þetta hefur reyndar alltaf verið minn veikasti hlekkur, að vera í svona litlu sambandi við kroppinn minn. Það er alltaf miklu skemtilegra að vera í höfðinu. En til að vera heil, verð ég að tengja þá brú sem er á milli þessa tveggja. Eins og táknið krossinn. Ef ég tek kross sem symbol fyrir manneskjuna/mig.kors

Þá gæti er efri hlutinn af krossinum verið vegurinn til þess æðra,  þess Guðdómlega, það sem er lárétt á krossinum, er samband okkar við mannkyn og samferðafólk okkar og það sem fer niður er merki þess að vera í jarðtengingu, við sig, líkama sinn og Móður Jörð. Þar sem tenginginn er á milli lóðrétt og lárétt, er Hjartað, og Hjartað er symból fyrir Kærleika.  Ég nota mikinn tíma í allt þetta efra, en minni tíma í hitt. Þannig að frá degi eitt, sem er núna vil ég byggja upp neðri tenginguna, til að það myndist jafnvægi á milli þess hærra og lægra, því báði partarnir eru jafn mikilvægir. Þetta er allt hluti af mér sem mér ber að virða og elska jafn mikið.

Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að ég taki tíma frá minni andlegu iðkun og þeim tengslum sem ég er að byggja upp við mitt samferðafólk, heldur verður bara minni tími til að vera í pásum. Huha.

Auðveldara að skrifa en lifa.

En ég ætla að vinna að þessu, ég finn að það er mjög mikilvægt.

Ég vil þakka ykkur fyrir öll frábæru kommentin ykkar, það gleður mig mikið hversu hlýjar kveðjurnar eru, gerir hugann glaðann.

Kirsten, einn nemandi minn er að útskrifast 1 júní. Hún er með einkasýningu. Set hérna inn boðskortið hennar.

plakattil afgangsudstilling

Annar er lítið að frétta, ætla að fara og kíkja á blogginn ykkar áður en seinnipartsverkin hefjast.

Ljós og Kærleikur til ykkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohh þekki þetta með strenginn, ferlegt þegar hann þrengist svona þegar kemur að sumri, samhæfi með þér í að vera þá ótengd líkamanum. Þá er bara að taka sig taki.

ljós skín á þig 

jóna björg (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 18:07

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Steina mín, takk fyrir fallega kvittið þitt hjá mér Fallegt boðskortið hennar Kirsten. Hver finn ég Tåstrup Kulturcenter?  Ef það verður eitthvað eftir af mér eftir 112 km  2 júní þá væri gaman að fara og sjá sýninguna.

Guðrún Þorleifs, 23.5.2007 kl. 19:04

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Strengur pengur...ég var einmitt að hugsa þetta í fyrradag þegar ég mátaði þrjá gullfallega sumarkjóla..en gat ekki fengið af mér að kaupa neinn þeirra..þeir bunguðu eitthvað svo furðulega út um miðjuna???Asnaleg þessi snið nú til dags...ég get svarið að þetta var ekki svona fyrir nokkrum árum!

Sól er svo falleg og geislandi..nafnið hæfir henni. Ég á eina Sunnevu og hún er líka svona algert ljós.

Ljós og málband til þín Steina mín...smjúts!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 20:27

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þú ert perla Steina

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.5.2007 kl. 16:05

5 Smámynd: www.zordis.com

Ég þyrfti að gæjast í hug minn og kropp þar sem ég er á hafsbotni í hvíld, finst ég ekki megnug að taka af skarið og finna tenginguna!  Þegar ég vakna af blundinum tek ég mér tak, þigg gjafir guðs og samræmi sál mína verunni! 

Strengur, mér ílla gengur að hafa mig í horfinu ....

www.zordis.com, 24.5.2007 kl. 20:06

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 26.5.2007 kl. 13:57

7 identicon

Þetta bansetta íslenska nammi, við borðum meira af því núna enn við hefðum, byggum við á Íslandi. Ef það er til Malt á þessym bæ er fylgst með manni eins og af rándýri svo maður óvart opni ekki seinustu dósina.

SVEI þessu! 

Alda (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband