er andstæða stolts auðmýkt ?

_MG_8096Mikið getur maður verið fyndin og fastur í gömlum hugsunum !!
Ég hef skrifað um hana nágranna minn sem er svolítið ekki eins og allir aðrir. Hún stelur kisum af og til, ef hún heldur að kisan hafi það betra hjá henni.

Hún hefur ekki alveg sans fyrir eignarrétt, sem er svosem allt í lagi af og til.

Þannig er að eins og ég hef skrifað áður vorum ég og Gunni í Washington DC í tvær vikur og Siggi og Sól voru heima. Siggi er orðin fullorðin maður svo það var ekkert mál. Nema það, eftir að ég kom heim hef ég verið svolítið innhverf og ekki alveg verið tilbúinn að sjá framan í heiminn, heldur haldið mig í felum í garðinum og hérna inni.

En svo tók ég eftir að hjá naggrísnum honum Birni okkar sem er úti í garði var byrjað að byggja við !

Það var komið hús inn í búrið hans (mjög flott lítið hús sem passar vel fyrir hann Björn). Það var líka búið að setja smá plast til að hlífa við rigningargusum sem komu af og til. Þegar ég kom út á morgnana og ætlaði að gefa honum að borða, var stundum búið að fóðra hann. Það fór pínu lítið að síga í mig, og ég fylgdist með einn morguninn til að vera alveg viss um hvort þetta væri hún nágranni.

Gamall pirringur kom upp, bölvuð kellingin ætlar hún nú líka að stela naggrísnum okkar!

Svo í  gær sat ég hérna inni í eldhúsi og drakk morgunkaffið mitt. Það er opið út eins og það er alltaf til að fá morgunsólina inn. Það er kallað: halló er nogen hjemme !!!

Þarna er hún komin á náttkjólnum sem var reyndar voða huggulegt því ég var líka á náttkjólnum. (náttkjóla stemming) Ég kallaði a móti að hún skuli koma inn. Hún verður þetta líka glöð að sjá mig og faðmar mig og lýsir gleði sinni yfir heimkomu minni með ótrúlegum lýsingarorðum. 

Ég ákvað að fara varlega í sakirnar, ana ekki að neinu og sjá hvað setur. Hún segir svo að hún hafi fylgst með naggrísum frá því kanínan slapp út (hún slapp út blessunin á meðan við vorum úti í usa og eitthvað kom fyrir því hún dó um kvöldið). Nágranni hafði fundið hana  og  hún var svo áhyggjufull með naggrísinn og ákvað að kíkja á hann af og til þangað til ég kæmi heim.  Það hafði rignt mikið og hún sá að það rigndi á hann gegnum búrið og ákvað að setja hús hjá honum svo hann gæti haft sína eigin holu að kúra í. Hún sagði að hún hafi ekki þorað að tala við Sigga um þetta því hún var hrædd við þau viðbrögð sem gætu komið. Ýmsu vön frá okkur ! En hún sagði svo fallega: þið gefið mér að borða þegar ég á lítinn pening, þá get ég alveg gefið naggrísnum að borða og passað upp á hann._MG_8087

Ég hafði um tvennar tilfinningar að velja. Ef ég hefði fylgt mínum gömlu hugsunarformum þá hefði ég sagt : hvað ert þú að blanda þér í mín mál og minna dýra, hugsaðu um þig sjálfa og þín dýr  KELLING!!

En ég valdi að skoða það jákvæða sem hún hafði gert. Hún hafði komið með þetta hús sem vantaði, hún hafði séð um að það vantaði hvorki vatn né mat hjá honum. Hún hafði verðið umhyggjusöm fyrir naggrísnum. Henni er ekki sama, þó svo að hún eigi ekki dýrið.

Þetta er kostur sem við mörg getum tekið til okkar. Þó þetta sé BARA naggrís.

Ég þakkaði henni fyrir að vera svona hugulsöm gagnvart Birni, og við ákváðum að næst þegar við förum út að ferðast þá vil hún passa Björn og ef við erum í vandræðum með hin dýrin vil hún gjarnan passa þau öll.

Ég veit að Siggi og Sól pössuðu dýrin vel, en það skaðar aldrei að hjálpast að og vera fleiri um verkefnin. Því í raun er aldrei neinn sem á nein dýr og ef við sjáum að við getum gert lífið betra fyrir hvaða dýr sem er þá ber okkur í raun skilda til þess. Það eru að sjálfsögðu margar leiðri til þess og ein leiðin er að sjálfsögðu ekki að stela dýrinu, (eins og hún hefur af og til gert) en að ræða við eigendur þess dýrs sem við teljum að hafi ekki bestu möguleika. Við eigum langt í land að sjá það að engin á neitt, en við pössum upp á bæði hvort annað og þau dýr sem við veljum að hafa í kringum okkur. Það myndi létta mörgu dýrinu lífið ef við værum vakandi yfir velferð þeirra, hvort sem það er það dýr sem er í okkar vörslu eða annarra.

Við sjáum sama dæmi á þeim heimilum sem börn eru vanrækt,  þar grípum við heldur ekki nógu oft inn. En sú hugsun er of mikið ríkjandi að þetta er þeirra mál !!! En í raun er það alls ekki svona, þetta er okkar allra mál. Það á líka við um dýrin.

Við lokum of oft augunum fyrir því sem betur má fara og látum bara vera.

Í USA horfði ég oft á Animal Planet á kvöldin og þar voru margir þættir um akkúrat þessi mál. Fólk beið í alltof langan tíma með að melda þá sem misþyrmdu dýrum. Þetta voru dæmi um öfgarnar en hérna heima hjá mér er þetta í mjög litlum skala.

Ég hafði val um að láta mitt eigið stolt stjórna og verða reið yfir því að hún blandaði sér í mín mál, en ég er fegin að ég valdi að taka á móti þeirri hjálp sem hún gaf, ekki til mín, en til Bjarnar naggrís. Hann á allt það besta skilið og ef einhver annar gerir betur en ég er það bara frábært. Þetta er allt spurning um val, hvaða tilfinningu læt ég ráða í þessu máli. _MG_8098

Að sjálfsögðu er munur á hvort manni finnst sú gagnrýni rétt sem kemur , það verður maður að vega og meta, en láta stoltið um að vera næstum bestur af öllum og yfir gagnrýni hafin upp á hillu á meðan og sjá málið út frá því dýri sem fjallað er um.

Ég veit alveg að Björn hafði það ekkert hræðilegt, en ég veit að hún gerði lífið betra fyrir hann og það er aðal málið.

Við fengum okkur göngutúr í mínum garði yfir í hennar garð og sátum þar á náttkjólunum á meðan ég fékk nákvæmlega lýsingu á hvað á daga hennar hafi drifið síðustu þrjár vikurnar.

Ég er þakklát fyrir þennan skrítna nágranna sem gefur mér stundum fyndnar minningar, stundum reiðar minningar, stundum örvæntingu, stundum og oft birtu, eftir að ég sá hana á öðrum stað.

ég sá það jákvæða í henni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Æ, hvað þetta var krúttlegt. Náttkjólakaffi, náttkjólaspjall og náttkjólaganga. Sennilega er það fólkið sem er ólíkast okkur sem getur kennt okkur bestu lexíuna, ef við bara viljum læra. . .

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 3.7.2008 kl. 09:56

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þú ert best!!!

Guðni Már Henningsson, 3.7.2008 kl. 10:52

3 Smámynd: www.zordis.com

Gott að sjá frá hæsta hól og vega hlutina af skynsemi!  Sæt færsla um ólíkar konur sem geta fundið stað til að hittast á!

Knús inn í daginn þinn.

www.zordis.com, 3.7.2008 kl. 12:27

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ylfa Mist Helgadóttir, 3.7.2008 kl. 14:38

5 Smámynd: Hulla Dan

Ég hef einu sinni stolið ketti  
Reyndar fyrrverandi kisinn minn og sá sem ég gaf hann var aldrei heim þegar ég ætlaði að tjá honum að ég tæki kisa aftur. Loð köttur mikill sem þurfti greiðslu á hverjum degi en fékk hana ekki. var orðinn það flæktur að hann gat ekki orðið gengið.
Ég er samt ekkert klikk
Finnst hún nágranakona þín frekar miið krútt og þú tekið rétt á málunum
Það mættu í alvöru fleiri vera svona...

Hafðu góðan dag og kvöld.

Hulla Dan, 3.7.2008 kl. 16:00

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Öldungis frábær frásögn. Það er nefnilega þetta með valið; við höfum alltaf val um það að taka jákvæða eða neikvæða afstöðu til málanna. Það er svo miklu léttara og skemmtilegra - og hefur yfirleitt betri afleiðingar - að taka jákvæða. Kósi, dönsk stemmning sem þú lýsir. Takk fyrir teboðið, hver veit nema að ég taki þig einn góðan veðurdag á orðinu. Man ved jo aldrig.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.7.2008 kl. 21:48

7 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Æ elsku Steina, nú sakna ég þín....

Guðni Már Henningsson, 4.7.2008 kl. 08:54

8 Smámynd: Margrét M

innlitsog lestrar kvitt

Margrét M, 4.7.2008 kl. 13:49

9 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 4.7.2008 kl. 13:58

10 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég er svo innilega sammála henni Guðnýju Önnu um að það er léttara að taka jákvæðan pól í hæðina sérstaklega hvað varðar passiv-agressive nágranna, en þín nágrannakona virðist frekar vera svona aktiv-agreessive týpa sem á sínar ..hliðar. Æi ég  sakna Danmerkur þegar ég heyri um svona  létt náttkjólaspjall og sé fallegar valmúa-myndirnar. Ég sæi nú bara reykvíska nágranna mína í anda vappa yfir í minn garð á náttfötunum. Það er afslappað og afskaplega mannlegt.

Anna Karlsdóttir, 4.7.2008 kl. 20:14

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er yndisleg frásögn fyrir marga hluti.  En fyrst og fremst vegna þess að þú tekur hárrétta ákvörðun.  Við eigum að vera þakklát fyrir það sem aðrir gera fyrir okkur, á þeirra forsendum.  Af því að þau telja sig vera að gera rétt og góða hluti, þó ef til vill það þvælist eitthvað fyrir okkar eigin stolti.  Stolt á bara ekki rétt á sér í þessu samhengi, heldur skilningur milli tveggja einstaklinga, hvort sem um er að ræða tvær manneskjur, eða maður og dýr.  Við þurfum alltaf að finna balansinn, og lifa samkvæmt því hvar hann liggur.  Knús á þig elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:41

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fallegur valmúinn þinn

Yndisleg frásögn af því hvernig þú gerir gott úr þessu

Hrönn Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 22:15

13 identicon

Fallegt :)

. (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 20:23

14 Smámynd: Ásgerður

Frábær frásögn, mikið gaman að lesa.

Við höfum alltaf val, en gleymum því stundum og bregðumst við eins og við höfum alltaf gert, kannski í hroka, veit ekki.

En sem betur fer þroskumst við flest með aldrinum og verðum umburðarlyndari, þú ert greinilega að gera það

Hafðu það gott á náttkjólnum í nágrannapartíi

Ásgerður , 6.7.2008 kl. 11:55

15 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég held að maður geti bæði verið stoltur og auðmjúkur samtímis.

Finnst þessi orð ekki andstæður.

Þröstur Unnar, 6.7.2008 kl. 22:05

16 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Æi kellingaranginn....ég geri það gjarnan sjálf þegar  fólk í kringum mig eru ekki alveg eins og ég vil hafa það, að sjá allt það jákvæða í fari viðkomandi....nú svo finnst mér líka hundleiðinlegt að láta aðra ráða því hvernig mér líður.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.7.2008 kl. 15:07

17 Smámynd: Fríða Eyland

Frábærbær færsla hjá þér Steina, takk fyrir

Fríða Eyland, 7.7.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband