Washington DC

_MG_8132

Alveg  er þetta ótrúlegt, ég ligg hérna á hótelhelbergi í Washington DC kl sex um morgun og get ekki sofið.
Ég hef verið vakandi frá því klukkan fjögur.
Ég hef verið óvenju lengi að jafna mig á tímamismun og sennilega er eteriski kroppurinn minn eitthvað ekki alveg á sínum stað.

Það hefur verið mikið að gera hjá okkur. Við komum tveim dögum fyrir fyrstu mætingu á ráðstefnuna.

Þá fórum við og skoðuðum hitt og þetta, þó aðallega sýningar.
Gunni og ág vorum í New York í október og þess vegna höfum við verið að líkja þessum borgum saman, og það er langt á milli. Þetta eru alveg rosalega ólíkar borgir.

Á föstudaginn er síðasti dagurinn á ráðstefnunni og eftir það höfum við nokkra daga til að spóka okkur.

Ég hef ekki mikið að segja um sjálfa ráðstefnuna ennþá, nema að það hafa verið alveg magnaðar hugleiðslur.

Dagurinn í gær var fyrsti dagurinn og það var spennandi. Það voru tvær magnaðar hugleiðslur og svo unnið í grúppum. Aðalefnið er í raun grúppuvinna. Hvernig við mannkyn verðum betri grúppa, hvernig getur þín opnað fyrir heiminum, eða þetta er svoleiðis sem ég túlka það, það eru sennilega aðrir sem myndu koma með langa þeoríu um þetta efni.

Ég finn mikið fyrir ólíkum kúltur. Ég er að sjálfsögðu mikið með dönum, og þar er ég eins og fiskur í vatni, en meiri hlutinn af þeim sem eru hérna eru ameríkanar.
Þar er mikil munur á okkur ísbúum og þeim. Ég finn mikið fyrir því í grúppuvinnu.

Ég kynnti okkar grúppu fyrsta kvöldið og læt fylgja með hvernig ég gerði það :

Vi are from The One Earth Group : Gunnar, Lisbeth Annette and I
The  name represents our thought that we work for:

One World
One Life
One Earth

Vi work for a better world: Right Human Relations– between humans – between animals and humans – between the earth and humans. If one can focus on this, then everybody can join our work.
The One Earth Group work  in all kingdoms and want to be involved in
the beautiful things that happen on earth and also what needs more attention. We try to make an impact where it is possible and try our best to serve the Devine plan, from what we do, to what is needed
The One Earth Group work  in all kingdoms and want to be involved in
the beautiful things that happen on earth and also what needs more attention. We try to make an impact where it is possible and try our best to serve the Devine plan, from what we do, to what is needed.
We meditate upon the relations between the deave kingdom, humanity, the animal kingdom, the plant kingdom and the mineral kingdom. We read books and articles which have been written about the different kingdoms and we try to relate our esoteric knowledge to the writings.

Í gærkvöldi var svo farið út að borða, en ég var of uppgefin og var heima að horfa á Animal Planet, hvað annað.

Það er alveg rosaleg heitt hérna 38 til 40 stiga hiti og mjög rakt.
Núna ætla ég að drekka teð mitt og borða mangó. Gunni biður örugglega að heilsa, hann er að strauja.

Ljós og Kærleikur til ykkar allra. Ég kíki við á ykkur í kvöld,_MG_8206_MG_8150




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Þetta er greinilega mikil upplifun. Gaman að hitta svona hóp af fólki sem er að vinna að svipuðum hlutum. Hugsa að það sé eðlilegt að vera ekki alveg eins og maður á að sér fyrst á eftir svona magnaða ráðstefnu. Allt önnur orka í gangi. Takk fyrir að deila þessu með okkur hinum, mjög spennandi

Ljós og kærleikur til þín og þinna

Sólveig Klara Káradóttir, 17.6.2008 kl. 20:30

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Gangi þér vel og skemmtu þér vel. Ég á tvo litla bróðursonar-syni í Washington DC

Alheimsljós til þín. 

Svava frá Strandbergi , 18.6.2008 kl. 01:27

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Kær kveðja til ykkar

Guðrún Þorleifs, 18.6.2008 kl. 06:17

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ elskan mín, það er ekki gott að liggja andvaka.  En ef til vill ertu á fullu að taka á móti því sem er í kring um þig og hugurinn hvílist ekki nóg.  Mér heyrist það, þú ert svo næm, málið er sennilega að loka pínulítið, og hleypa ekki öllu inn.  Ég get trúað það það sé margt á sveimi þarna úti, og ekki allt fallegt.  Knús á þig og hafðu það gott. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2008 kl. 14:14

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hafið það gott bæði tvö í Ameríunni!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.6.2008 kl. 20:05

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ohhhhh, meina Ameríkunni.....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.6.2008 kl. 20:06

7 Smámynd: Dísa Dóra

Hafið það gott í Ameríkunni og njótið ráðstefnunnar

Dísa Dóra, 19.6.2008 kl. 20:08

8 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Steina kleina... komdu heil heim aftur... gaman að þú skulir hafa náð mynd af Tomma frænda löggu!!!!

Guðni Már Henningsson, 20.6.2008 kl. 00:23

9 identicon

Sæl Steina.

Já, er þetta bara ekki annað tímalitróf sem verður að venjast.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 02:44

10 Smámynd: BostonInga

Hæhæ

Ég ætla að byrja á því að segja að ég er sammála þér með hvað DC og NY eru ólíkar, mjög svo, allt öðruvísi andrúmsloft í DC að mér finnst.

Ég get vel ýmindað mér að það hafi verið gaman á ráðstefunni og jú öll erum við ólík og komum frá mismunandi menningarheimum.  Ég kann yfir höfuð vel við að búa hér í US og kann vel við fólkið hér, en það er eflaust rétt hjá þér að það er mjög ólíkt því sem er í Danmörku.

Vona að þú hafir náð að koma svefninum í betra stand, lendi alltaf í þessu þegar að ég fæ gesti að þeir eru vaknaðir fyrir allar aldir:)

Fullt af knúsi frá Boston

BostonInga, 22.6.2008 kl. 06:16

11 identicon

Hafið það áfram gott í usa, þetta hljómar mjög áhugavert og skemmtilegt.

knús.. 

jóna björg (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 08:48

12 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Knús frá Akureyri!

Ylfa Mist Helgadóttir, 22.6.2008 kl. 10:09

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Er með ykkur í huga

Solla Guðjóns, 23.6.2008 kl. 21:15

14 Smámynd: Margrét M

ég myndi vilja koma til DC

Margrét M, 25.6.2008 kl. 13:20

15 Smámynd: www.zordis.com

Njótið ykkar saman, ekki amalegt að eiga goðan straujara!

www.zordis.com, 26.6.2008 kl. 14:52

16 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 27.6.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband