svona smá halló eftir heimkomuna

_MG_8510

Ég las svolítið svo fallegt og satt sem ég vil byrja á að deila með ykkur:

The greatness of a nation and its moral progress can be judged by the way its animals are treated.

Ég og Lappi erum ein heima !

Við vorum að keyra Sól og Gunna á flugvöllinn. Við Gunni komum heim frá Washington í gærmorgun, lentum klukkan rúmlega átta um morguninn og leiðin lá strax í vinnuna.
Ég hafði næstum ekkert sofið í flugvélinni þessa átta tíma sem það tók að fljúga.
Það var nauðsynlegt að fara í vinnuna, síðasti dagurinn og opið hús með vorsýningu. Það kom fjöldi manns.

Ég var í lagi fram eftir degi og gat verið fókuseruð á það sem ég var að gera, en um ca 12 leitið var ég farinn að sjá tvöfalt. Lagaði mér sterkt sterkt kaffi og drakk og drakk kaffi til að halda mér í gangi.
Þegar heim kom var ég örmagna en hélt mér vakandi eitthvað frameftir. Þurfti að fara yfir ýmislegt vegna vinnunar sem var áríðandi að gera en gat hreinlega ekki fókuserað á neitt._MG_8444

 

Vaknaði svo klukkan ca eitt í nótt fór yfir þessi bréf og bókhald sendi það sem senda þurfti og fór svo aftur að sofa. IMG_8486

Ég er núna í sumarfríi þar til um miðjan ágúst fyrir utan einn dag þar sem ég þarf að fara í skólann og leiðbeina flutningsfólkinu hvað á að senda í nýja skólahúsnæðið sem við förum í.

Ferðin til USA var einu orði sagt frábær frá upphafi til enda. Margar upplifanir stórar og reynsluríkar. Þetta er annað sinn sem ég fer á þessar ráðstefnur og það er eins og vitundin og skilningurinn opni sig og víkki eftir þessi mót.

Ég ætla ekki að skrifa um neitt núna langar á flakk til ykkar og sjá hvar þið eruð í lífinu !

Á morgun eða á sunnudaginn skrifa ég um eitthvað af því sem ég upplifði.

Gunni skrifar um yndislega reynslu sem við fengum og ef þið viljið lesa það þá er það hérna

Skoðið endilega þetta fallega myndband af móður okkar miklu sem hefur allt líf á í sinni meðvitund líka þig  !

Núna kíki ég á ykkur elskulegustu bloggvinir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég var farin að anda í takt.........Hlakka til að lesa komandi færslur frá þér 

Velkomin heim

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk Steina, bíð bara eftir að tala við þig í eigin persónul .....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.6.2008 kl. 20:27

3 Smámynd: Dísa Dóra

Takk fyrir þetta.

Kærleikskveðja til þín

Dísa Dóra, 27.6.2008 kl. 21:32

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Velkomin heim elsku frænka!

Ylfa Mist Helgadóttir, 27.6.2008 kl. 23:31

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Velkomin heim og knús inn í daginn Steinunn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2008 kl. 13:00

6 Smámynd: Sylvía

takk fyrir videoið, flott.

Sylvía , 28.6.2008 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband