regn regn kom nu her, hvem er den bedste i verden her, ja

 

Foto 346Sit inni í eldhúsi og rigningin er að baða garðinn minn.

Við vorum í afmælisboði í gær. Hún Sigyn mín hélt upp á 30 ára afmælið sitt með þvílíkum stæl. Okkur var boðið út að borða á veitingastaðinn þeirra og ekkert var sparað. Við sátum frá klukkan 6 til klukkan 11 og fengum hvern réttinn á fætur öðrum hver öðrum betri.

Veitingastaðurinn er við sjóinn og við sátum úti. Himinn varð fallegri og fallegri með kvöldinu. Þegar við keyrðum heim, eða ég keyrði heim því hann Gunni minn er svo heppinn að þurfa aldrei að hafa áhyggjur á því hver keyrir heim og getur því notið þeirra veiga sem eru hverju sinni og konan sem ekki drekkur áfengi keyrir alltaf heim.

Við keyrðum sem sagt heim í dimmunni og RIGNINGU og þvílíkum eldingum . Himininn var hreinlega í ljósum logum og það rigndi svo mikið á framrúðuna að ég sá næstum ekkert út. Stundum flaut bílinn smá út af sporinu í flóðinu sem myndaðist á veginum. Þetta var flott en smá ógnvekjandi.

Við rifjuðum um rigningarnar í fyrra því akkúrat á þessum slóðum var svo mikið flóð á vegunum að fólki var bannað að keyra þarna. Vegirnir voru eins og fljót af vatni.

En það borgar sig ekkert að vera að rifja þetta upp og búa til einhver hugsanaform sem verða að raunveruleika.

Það hefur ekkert rignt í sumar. Einn dagur í Maí og engin í júní. Þannig að það er alveg frábært að fá þessa gusu í garðinn sem er orðin svo þurr að það eru næstum komnar sprungur í matjurtargarðinn og blómabeðin mín.

Ég ætlaði til Kaupmannahafnar og fara á sýningarrölt með Sigga mínum en við aflýstum því, ætlum í staðin fyrir að fara í næstu viku.

Á fimmtudaginn fer ég til Kaupmannahöfn að skoða grófklippingu á myndinni um skólann, það verður spennandi , vona ég.

Ég set hérna inn alveg yndislegt myndband sem minnir mig svo á tíman sem við höfðum hérna fyrir nokkrum árum þegar við höfðum hænur og oft unga búandi inni hjá okkur og hún Iðunn okkar (hundur) passaði þá eins og sín eigin börn. Hún sleikti þá og nússaði þessi líka risa hundur með sitt stóra móðurhjarta sem sá ekki mun á hænuungum kanínuungum kettlingum, Sigrúnu Sól og hvolpum, allt voru börnin hennar.

Ég ætla nú að fara inn í daginn og taka svolítið til, hlusta á músík frá hærri energíum,

þar að segja Sigur rós !

Knús til ykkar frá mér

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jiii hvað þetta er krúttlegt myndband!

Ragga (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Falleg mynd út í garðinn þinn Ég hreinlega heyri regnið falla í logninu.

Hrönn Sigurðardóttir, 8.7.2008 kl. 09:40

3 Smámynd: Heidi Strand

Skemmtileg færsla! Fékkstu ekki heimþrá í rigningunni?

Heidi Strand, 8.7.2008 kl. 09:45

4 Smámynd: Dísa Dóra

Rigningin er góð í hóflegu magni - maður verður nú þreyttur á henni ef hún er daglega í margar vikur

Dísa Dóra, 8.7.2008 kl. 10:45

5 identicon

Ég er líka oft bílstjóri krúttlegt myndband

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 11:23

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Æðislegt myndband.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.7.2008 kl. 13:35

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Yndislegt myndband...já og til hamingju með stóru stelpuna..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.7.2008 kl. 14:24

8 identicon

Yndislegt myndband!

jóna björg (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 15:22

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Myndbandið er engu líkt. Mér finnst líka rigningin góð. Sérstaklega þegar hún fellur beint niðrúr himninum (eða skýjunum) en ekki skáhallt og á hlið eins og á Íslandi.  -kveðjur til ykkar!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.7.2008 kl. 19:50

10 Smámynd: Hulla Dan

Elska þegar rignir... á nóttunni.

Frábært myndband  og dásamlega ljótur hundur. Svona hund vil ég!

Færð fullt af flottum hænum næsta sumar, og fyrr ef þú vilt.

 

Hulla Dan, 8.7.2008 kl. 20:41

11 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl kæra Steina, stuttu eftir að við komum til Spánar fengum við alvöru rigningu, þrumur og eldingar eina nóttina. Það var vægast sagt ógnvekjandi en allt ilmaði um morguninn.

Á Spáni fundum við þrjá kettlinga sem settir höfðu verið undir tré, væntanlega til að deyja, Lína og Birna heyrðu mjálmið í þeim, við tókum þá gáfum þeim mjólk og settum þá fyrir framan íbúðina hjá húsverðinum í húsalengjunni sem við bjuggum í. Þetta var mikið áhyggjuefni hjá Birnu og okkur öllum hver afdrif þeirra yrðu en við vonum og trúum því besta. 

Mikið eru þetta alltaf falleg og skemmtileg myndbönd sem þú sínir okkur.

Hafðu það alltaf sem allra best, fátt er betra og skemmtilegra en að hlusta á góða tónlist.

Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Mosó.

P.s. til hamingju með Gunna þinn, ég sá að hann átti afmæli.

Karl Tómasson, 8.7.2008 kl. 23:15

12 Smámynd: Hulla Dan

Ætti ég að gefa ykkur Kisur??? Ein heitir Steina.... ekki spurja mig afhverju... og hin Gunna... Ótrúleg tilviljun

Hulla Dan, 9.7.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband