Kanínan í tunglinu

_MG_9636

Það er fátt betra en kvöldganga á ströndinni.
Horfa á mánann sem ég horfði á þegar ég var lítil og átti heima í Vík.
Þá söng ég :
Tunglið tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja.
Þar situr hún móðir mín og heklar vettlinga.....

Í kvöld fann ég þægilegt öryggi yfir mér þegar ég sá hann Tungl og ég veit að hann verður þarna áfram og ég og hann þekkjumst alveg frá því í Vík þegar ég var lítil skotta lotta !

_MG_9652

Við gengum ströndina sem við höfum svo oft gengið bæði í kulda, hita og regni og líka bæði í gleði og sorg.
Í kvöld vorum við þrjú, Gunni, Lappi og ég.
Við gengum án þess að segja svo mikið, en við sungum saman, kvöldið er fagurt sól er sest og sefur fugl á grein, við skulum koma vina mína og vera saman ein.........

Við nutum líka kyrrðarinnar og hlustuðum á engisprettuhljóðin í háu grasinu.

Einstaka fiskur rak upp nebbann, við heyrðum hann frekar en sáum.

Við nutum þess að skoða svani með litla ungann sinn, en þau létu frá sér heyra ef við nálguðumst of mikið._MG_9613

Gunni týndi líka smá í te sem gott verður að njóta seinna.

Ég hugsaði um samtalið sem ég hafði í kvöld til Kaliforníu sem leyst með mér hinar ýmsu hugrenningar.
Pirringurinn varð að skilningi og það sem ég hafði skoða frá naflanum, fékk ég hjálp til að skoða frá stærra samhengi.
Núna finn ég ró í mér sem er notaleg.

_MG_9641

Ég er líka glöð, reyndar ferlega glöð. Ég var líka glöð yfir sama hlutnum fyrir samtalið til Kaliforníu.
Það sem ég er glöð yfir er að ég og Gunni fórum í dag að skoða myndina um skólann, og ég gæti bara ekki hafa óskað mér neitt betra. Þeir sem hafa notað alla krafta til að gera þessa mynd , hafa gert alveg frábært verk.
Myndin er sjálf eins og lítið ljóð, lítið listaverk. Þegar ég horfði á hana gat ég ekki annað er tárast. ....

Núna ætla ég upp að lesa, ég er að lesa fyndna bók sem heitir Kanínan í tunglinu, sem minnti mig á Kallinn í Tunglinu....

Góða nótt!
_MG_9662

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Góða nótt krúttið mitt, ég fer að brölta upp stigann saman með Lappa okkar.

Gunni Palli tralli.

Gunnar Páll Gunnarsson, 14.7.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Yndispinsdiskrúttin ykkar .... góða nótt.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.7.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flottar myndir! Góður göngutúr

Hrönn Sigurðardóttir, 14.7.2008 kl. 22:32

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Góða nótt - svanirnir mynda hjartaform með hálsunum löngum. Það hefur verið moment!

Anna Karlsdóttir, 15.7.2008 kl. 00:20

5 identicon

Sæl Steina mín og familian þín,

Angurværar myndir---lausar við syndir. koma sér fyrir hjá mér,    frá þér.

Njóttu Lífsins---------------as far as you can!.

Orðasagan var líka  góð.                                                   .

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 02:43

6 Smámynd: Dísa Dóra

flottar myndir og greinilega góður göngutúr.

Hlýjar kveðjur

Dísa Dóra, 15.7.2008 kl. 09:54

7 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Fallegur göngutúr og falleg frænka.

Ylfa Mist Helgadóttir, 15.7.2008 kl. 17:59

8 Smámynd: www.zordis.com

Snilld!

Á Spáni er tunglið kvenkyns, La Luna!  Kanski er tunglið universal hvorukyns ...

Sætar myndir og greinilega góð stund.  Til hamingju með ljóðsins mynd!

www.zordis.com, 15.7.2008 kl. 18:29

9 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Mikið er ég ríkur að eiga bestustu vini í heimi...

Guðni Már Henningsson, 15.7.2008 kl. 23:47

10 identicon

En falleg færsla.

Ragga (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 23:53

11 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Guðrún Þorleifs, 16.7.2008 kl. 06:35

12 Smámynd: Karl Tómasson

Elskulega Steina. Þú og þín fjölskylda eruð svo rómantísk. Það er yndislegt að lesa textann þinn. 

Nú er ekkert sem heitir þú færð þinn góða og elskulega vin, Guðna Má til að spila þetta lag fyrir þig eftir Gildruna . Það er kominn tími til að þú kynnist Gildrunni. Þetta lag sem ég læt textann við hér að neðan fylgja með er af annari hljómplötu okkar félaganna sem nefnist Hugarfóstur.

Lagið höfum við félagarnir flutt ótal sinnum bæði við brúðkaup og jarðafarir. Það þótti mörgum skrítið þegar rokkararnir úr Mosfellsbæ með hárið niður á mitt bak voru orðnir ein vinsælasta og heitasta kirkjuhljómsveit landsins en þannig var það nú bara á milli harðra rokktónleika um land allt.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Værð

Þú komst með vorið
um vetrarnótt
og vaktir huga minn
í húminu
værðist vindurinn
hann himneskan
heyrði sönginn þinn

Um ástir og eilífan dans

Þú söngst í Rjóðri
um sólarlag
og fluttir sálminn þinn
í kyrrðinni
kvaddi helkuldinn
hann heilagan
kveikti neistann minn

Um ástir og eilífan dans

Þú varst með völdin
um vetrarnótt
og sýndir styrkinn þinn
á heiðinni
heyrðist hljómurinn
hann háfleygan
hreyfði drauminn minn

Um ástir og eilífan dans.

Karl Tómasson, 16.7.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband