Sæljón eru ekki þau mikilfenglegustu, en þau eru þau skemmtilegustu

 Miðvikudagkvöld, ég ligg við opin gluggann og gardínurnar bærast í hljóðri kvöldgolunni. Lappi og Múmín liggja hérna líka. Ég var í Kaupmannahöfn í dag. Fór að heimsækja son minn Sigga og skoða nýju íbúðina sem hann og Alina eru flutt í. Það var gaman að sjá hvernig þau búa þetta er flott íbúð á Nørrebro.

Við fengum okkur hádegismat saman og fórum svo, ”gengum” alla leið frá honum og til Marmorkirken sem er á Bredgade. Hann býr lengst í burtu.

Við hugleiddum saman í kirkjunni. Þaðan fórum við í stúdíóið hans í Akademíunni, og svo gengum við í gegnum miðbæinn að lestarstöðinni.

Kom heim dauð þreytt af að ganga, af hávaðanum og orkunni sem er á öðru plani en í sveitinni. En glöð eftir frábærann dag með Sigga. Við töluðum alla leiðina, rökræddum myndlist fram og til baka. Það var gaman, og mikið hlegið.

Ég hef verið að hugsa mikið um Sæljón þessa dagana. Verið að lesa um þau á netinu og spá í hvernig þeim vegnar í lífskeðjunni. Ég hef alltaf sjálf haldið að Sæljón hefðu það bara ágætt. En ég hef haft aðra tilfinningu undanfarið og þess vegna fór ég að kíkja. Á nokkrum stöðum í heiminum eru þau í raun og veru í útrýmingarhættu, m.a. í Suður Kaliforníu og Ástralíu og ég las að ein eyja utan við Nýja Sjálandi bannaði allar veiðar á þeim. Þetta vissi ég ekki áður. Ég las líka að Sæljón eru eitt af aðal fæðu hjá háhyrningum og hákörlum. Háhyrningar og hákarlar eru ein af þeim dýrum sem er fylgst mikið með vegna þess að þau er í útrýmingarhættu.

Aðalfæða Sæljóna eru mörgæsir , selur og fiskur. Mörgæsirnar eru í útrýmingarhættu og fiski fækkar mikið í höfunum. Fiski fækkar eins og við vitum vegna eiturefna sem fara í andrúmsloftið CO2. POP/ Persistent Organic Pollutants og DDT. Þessi eiturefni hafa að sjálfsögðu áhrif á dýralíf jarðar. 

Annað sem einnig er áhugavert og ég hef ekki gert mér grein fyrir áður eru sjóræningjar. Nútímasjóræningjar sem stela fiski af litlum bátum, sem þýðir að litlu bátarnir veiða meira til að fólk hafi í sig og á. Þetta þýðir líka að það er engin leið að fylgjast með hvað mikið að fiski er veitt

Vissuð þið að það eru 11o1 spendýrs tegndundir í heiminum í útrýmingarhættur. Það eru 20% af öllum spendýrstegundum sem við þekkjum.

Jæja held áfram með þessar vangaveltur um Sæljónin. Það sem ég hef verið að hugsa er að einhvernvegin virkar það á mig að Sæljón séu einhvernvegin mitt á milli í þessari fæðukeðju, mitt á milli þeirra stóru og smáu. Þegar háhyrningar og hákarlar eru í útrýmingarhættu er það að mér dettur í hug vegna fæðuskorts, og vegna ofveiði. (hef lesið um það að m.a. hvíti hákarlinn sé ofveiddur og sé þar að leiðandi í mikilli útrýmingarhættu). Ef það er fæðuskortur hjá þessum stóru dýrum þá ráðast þeir að enn meira afli á þá bústaði þar sem Sæljón halda til og þá þarf mörg Sæljón , eða Sæljónaunga til að metta einn maga

Hvers vegna ég er að spá í þetta, góð spurning?

Ein ástæðan er að einhvernvegin eru Sæljón það sjáfardýr sem hefur gefið okkur hvað mesta gleði  af öllum sjáfardýrum. Ekki að ég held að við hugsum svo mikið um það þegar við hugsum um dýrin í hafinu. En þegar ég hugsa um það þá eru Sæljón í næstum öllum dýragörðum í heiminum og í næstum öllum sirkusum.

Sæljón erum mjög klár og eiga auðvelt með að læra.

En þau eru ekki eins sæt og selir, mikilfengleg og hvalir, sjarmerandi og höfrungar ekki eins óhuggulegir og spennandi og hákarlar og ekki eins klárir og flottir og háhyrningar.

Þeir eru einhversstaðar þar sem þeir eru....

Við heyrum aldrei talað Sæljón sem eitthvað ferlega spennandi. En Sæljón eru samt þau dýr sem hafa gefið okkur mest af öllum þeim dýrum sem eru í hafinu. Að mínu mati. Ef það er rétt, að það er hætta á að Sæljónin verði útdauð, væri það mjög sorglegt ?

Vildi bara aðeins deila þessum pælingum með ykkur. Er alls ekki búin með þessar pælingar og leit af uppl. á netinu um Sæljón.Það er ekki auvelt að finna gott efni um þau á netinu, það kom mér á óvart.

Set með myndband sem er ansi óhuggulegt um baráttu Sæljóna við háhyrninga. Endar vel, en að mínu mati gerir það hvernig þetta endar þessi átök ennþá óhuggulegri, og kannski vonlausari.

 Góða nótt kæru bloggvinir.

AlheimsLjós til allra og megi Óli lokbrá kyssa ykkur öll á ennið í nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þú hlýtur að vera þvengmjó af öllu þessu labbi??!!!

Sæljón rokka!

Knús í krús

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.1.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er stimpillinn minn – Gunnar Svíafari

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.1.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Sæljón virðast geta verið prakkarar líka....

Ég fann koss á ennið í nótt

Solla Guðjóns, 11.1.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband