Vonin og ég

IMG_1429

Það snjóar, alveg frábært!!
Var á fundi í Köge i dag, vorum að plana næsta hálfa ár með skólann og flutninga í vor. Við flytjum skólann frá Greve til Köge.Þetta er miklu stærra húsnæði með góðum garði og mjög nálægt miðbænum.
Er núna hérna í eldhúsinu mínu og horfi á snjókornin dansa fyrir utan gluggann minn.
Gunni situr hérna á móti mér og vinnur á sína tölvu. Sólin situr í stofunni og les blað um gæludýr sem ég keypti á leiðinni frá Köge. Lappi liggur og er eitthvað að stríða henni, heyri hana hlæja og segja nafnið hans af og til. Ósköp notalegt hérna í sveitinni í dk.

Hef verið að velta fyrir mér dialog sem ég hafði við bloggvinkonu mína vonina í gær. Ég hafði kommentað hjá henni blogg um mjög átakanlegt efni, baráttu kristinna við múslima. Mjög átakanlegt .
Ég fann samt að þó ég væri sammála því sem hún skrifaði, þá var eitthvað í því hvernig málið var lagt fram sem ég var ósammála. Hef upplifað þetta hjá fl. bloggurum sem skrifa í nafni trúarinnar. Ég er sammála því sem er skrifað, en þó ekki. Vonin og ég höfðum skrifað smá hver á eftir annarri og í þeim svörum sem hún gaf mér, gat ég ekki annað er verið sammála enda var efnið þess eðlis . En það var eitthvað sem ég ekki var sammála.

Ég er þannig gerð að ég þarf oft tíma til að finna út úr því hvað mér finnst og hvers vegna. Þannig var þetta með þetta blogg. Ég þakka minni kæru bloggvinkonu fyrir það að hafa fengið mig til að hugsa um það sem hefur verið að brjótast í mér í langan tíma.

Ég hef núna bloggað í tæpt ár, og fer af og til rúntinn á blogginu. Fer oft inn á trúarleg efni, en verð oftar leið en glöð þegar ég les þau blogg.. Það veldur mér oft vonbrigðum að sjá hvaðan fólk nálgast efnið. Það er fókuserað mikið á hina og þessa teksta og það er ekkert nema gott um það að segja. Það er líka mikið agnúast út í önnur trúarbrögð, oft með mikilli heift. Ég upplifi lítinn eða engan skilning fyrir þeim sem hugsa öðruvísi. Það er talað um bræður og systur, en bara þeir sem hugsa eins og maður sjálfur. Þetta er lokaður heimur, þar sem hver kvittar hjá örum og staðið er saman. Það get ég á einhvern hátt skilið, því það er gott að vera með þeim sem hugsa eins.
Ég vil taka það fram að einn af mínum bloggvinum er múslimi og þegar ég fer inn á bloggið hans eru alltaf áhugaverðir textar sem ég stundum kópia inn á tölvuna mína til að lesa í rólegheitum. Ég er mjög þakklát fyrir það efni sem hann sendir út á bloggið, það gefur innsýn í þann heim sem hann stendur fyrir. Fyrir mér er mikilvægt að vera opin fyrir því hvernig aðrir hugsa og þar get ég lært heilmikið.
Þegar við hættum að hlusta, þá hættum við að þróast.
Já svo ég haldi áfram þá er það sem ég upplifi að vanti, og það vantar í allar umræður á milli trúarbragða, er að finna leið svo við getum verið hérna á jörðinni saman. Það er ekki lausn á þessum vandamálum að vera í stríði, hvorki þegar notaður er penninn, eða önnur vopn. Það sjáum við á því hvernig heimurinn er í dag. Eina leiðin er að finna leið sem allir geta verið sáttir og fundið sitt pláss hérna á jörðinni. Það er hvorki hægt að útrýma öllum kristnum, né öllum múslimum, hvað þá öllum sem eru einhversstaðar annarsstaðar í sinni trú.
Þetta er það sem ég finn að fer fyrir brjóstið á mér í þeim skrifum sem eru á blogginu, það er ekki skrifað um lausnir.
Það finnst sennilega mörgum alveg fáránlegt að hugsa um lausn þegar þetta og þetta margir deyja sökum trúar sinnar, eins og kom fram í annars átakanlegri frásögn vonarinnar.
En hvað annað er hægt að gera ?
Það er hægt að slást og rífast næstu margar aldir, en það breytir ekki því að einhveratíma þarf að finna lausn, í lausninni er fyrirgefning og skilningur á hver öðrum. Kannski eru þau trúarbrögð sem eru hvað stærst á jörðinni í dag of einangruð hver í sér til að mögulegt sé að finna þessa lausn. Kannski þarf að skapa aðra trú sem inniber það sem allir geta verið sammála um sem byggir á meiri Náungakærleika, Skilningi, Fyrirgefningu Víðsýni, Kærleika til alls lifandi og Fordómaleysi
en ég upplifi í þeim trúarbrögðum sem eru núna, ekki bara í orði, en líka í verki.
Það er engin vafi að flestir þeir sem segja sig trúaða, kunna ritninguna, bæði þeir kristnu, múslímar og gyðingar. Það gerir það sennilega að það er erfitt að standa i rökræðum við þá. En er það það sem gerir að maður er nær Guði, að kunna ritninguna?
Ég vil taka það fram að ég er ekki á ráðast á einn eða neinn, ég sjálf trúi á Krist. Ég geri mér samt grein fyrir að mín trú er ekki bókstafstrú, heldur trúi ég þar sem ég finn að hjartað í mér segir sannleika. 

Vonin skrifaði: Jesú var ekki hippi, hann var beittur þegar þess þurfti. Það er ábyggilega rétt, en hann hafði eitt umfram okkur og þar að leiðandi höndlaði hann það betur að vera beittur en við gerum, hann hafði óendanlegan Kærleika til alls lífs á jörðu.

Hatur vinnur ekki bug á hatri
En Kærleikurinn getur það og gerir...
Kærleikurinn sem þolir allt
Og er gæskuríkur, tekur á sig ábyrgð,
Sem berst og þjáist, særist og fellur
Fyrir málstað sinn – en rís á ný

Daníel A. Poling


AlheimsLjós til ykkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Með hreinu hjarta og kærleik getum við sigrað heiminn.  Í hverju sigurinn er fólgin er sú von að lausn sé í sjónmáli, að heimurinn bindist andlegum tengslum og að sálin geti sameinast í eitt, við verðum að því eina sanna, hver manneskja í sjálfri sér og öðrum.

www.zordis.com, 7.1.2008 kl. 17:22

2 Smámynd: Linda

Hæ kæra bloggvinkona. Las þennan fína pistil þinn, og segi nú bara alveg eins og er..bara nokkuð mikið sammála þér  Málið er að trú okkar sem trúum á Krist er í vörn, að trúnni er vegið frá mörgum vettvöngum, (greinin fjallar um þá)ekki síst hér á Íslandi, margt er sagt um okkur og erum við látin bera ábyrgð á sögu sem er svo gömul að hún á engan vegin við, slík saga er okkur sár og iðrun hefur verið gerð.  Mig grunar að það sé ástæðan að við hópum okkur saman, bak í bak ef svo má að orði komast.  Því miður eru íslamistar öllu trúarbrögðum sem og vantrú óhliðhollir, trúfrelsi er ekki þar á bæ, en að tala gegn Íslamsistum er ekki að tala gegn Múslimum almennt, enda tengjumst við fjölskylduböndum í mínu tilfelli.

Ég las frásögn konu sem var gift einum af mönnum sem var hrottalega myrtur af íslamistum í Tyrklandi í fyrra vetur jan eða feb ef ég man rétt, Tyrkneskir fjölmiðlar spurðu hana hvort hún hataði ekki þessa menn (eitthvað á þá leið). Hún svarði, nei ég fyrirgef þeim heilshugar, allt varð vitlaust í fjölmiðlum í Tyrklandi út af þessu, og mikið var pælt í þessari fyrirgefningar hugjón.  Ég var svo snortin af þessari vitneskju og ég veit að þetta er leiðandi innan samfélags þeirra sem eru ofsóttir og smánaðir sakir trúar á Krist.  þetta fólk er  megin ástæðan að ég skrifa um margt af því sem ég skrifa tengt þessu málefni. 

Hvað situr eftir í huga mér "allt ber mér að fyrirgefa og gleyma", rétt eins og Kristur Jesúa gerir og rétt eins og þetta ágæta fólk gerir dags daglega. 

Mín færsla er um þögnina sem tengist þessu málefni, ég reyni að rjúfa hana.

Knús vina og Guð blessi þig.

Linda, 7.1.2008 kl. 17:39

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábær pistill

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.1.2008 kl. 17:48

4 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

þú ert mjög dugleg ástin mín.

Manninn þinn. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 7.1.2008 kl. 18:02

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góður pistill eins og þín er von og vísa. Við lesturinn komu upp í huga mér orðin, umburðarlyndi og virðing fyrir öðrum. Á vel við þig. Það er verðugt viðfangsefni fyrir okkur öll sem búum hér á jörð að bæta okkur í því sem þú nefnir hér að ofan.

Vonandi mun fara vel um ykkur í Köge. Ég ætla þangað 31. maí í hjólafjör   varð svo hrifin í fyrra þegar ég tók þátt í hjólafjörinu þar

Kært knús til þín frá Als

Guðrún Þorleifs, 7.1.2008 kl. 21:38

6 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Góður pistill hjá þér Steina. Ég vitna bara í hausinn á blogginu mínu "Það góða í lífinu - kærleikur er allt sem þarf" ... en um leið og ég segi þetta veit ég eins og þú skrifar að þetta er ekki auðvelt. Mörg af verstu og langvinnustu stríðum eru rakin til trúarbragða, því miður. Ég trúi því samt að því fleiri sem hafa kærleikann einan að vopni þá nálgumst við markið.

Bestu kveðjur :)

Hólmgeir Karlsson, 7.1.2008 kl. 21:42

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fallegt hjá þér! Alltaf gott að koma til þín. Þú ert eins og malt. Gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna

Góður bær Köge. Við systurnar grínuðumst nú obbolítið með nafnið í den, þegar við stóðum í röð í bakaríinu

Knús á þig og þína.

Hrönn Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 22:17

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk fyrir pistilinn, Steina.  Eins og oft áður er ég sammála þér. 

Kærleikskveðja

SigrúnSveitó, 8.1.2008 kl. 00:47

9 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Steina, Steina! Úr því að við erum ALLT SEM ER, væri þá ekki leiðin að gera sér grein fyrir því að það sem við gerum öðrum, erum við að gera okkur sjálfum! - og að allt er þetta svokallaða jarðlíf sviðsett af okkur sjálfum.

Þegar ég hugsa til þín þá finn ég fyrir væntumþykju í hjartanu mínu, ekki þó því líkamlega heldur hinu.

Vilborg Eggertsdóttir, 8.1.2008 kl. 03:47

10 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

P.s Steina, - Myndin þín er æðisleg, svo kyngimögnuð, er alveg heilluð af henni og minnir mig á sálarljós hunds nokkurs sem er eitthvað að vinna með þér og er ekki farin lönd né strönd.

Fallegt!

Vilborg Eggertsdóttir, 8.1.2008 kl. 04:15

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 8.1.2008 kl. 08:34

12 Smámynd: Inga Steina Joh

'Eg er mikið sammála þér. Mín skoðun er að það er gott að fólk hafið eitthvað til að trúa á sama hvaða trúarátt það er. Ef maður hefur ekki vonina og þá huggun að það sé til eitthvað stærra en maður sjálfur þá held ég að lífsbaráttan sé ansi þung.'eg get ekki sagt annað en að ég er "persónulega" kristin, með því meina ég að ég trúi fyrir mig og reyni að lifa rétt. En er ekki bókstafstrúar. Kannski smá úr öllum áttum. En ég trúi fyrir mig.

Inga Steina Joh, 9.1.2008 kl. 05:53

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

kærleikskveðja

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband