Höfum við alltaf möguleika á að velja það besta fyrir börnin okkar !

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

156378jt8o2h1b3g

Það rignir og rignir og ég er í sumarfríi. Ég ætlaði sko ekkert að blogga þar til í ágúst, en ég kemst ekkert út að vinna í garðinum. Nenni ekki í stórborgina þegar það rignir svona mikið. Fer að sjálfsögðu út með hundana, enda styttir stundum upp á kvöldin og þá förum við í strandferðir og það er frábært.

Ég er mikill morgunhani vakna alltaf fyrir allar aldir þó svo að ég eigi ekki að fara að vinna.

Það segir að á sunnudaginn eigi veðrið að verða betra. Ég er ansi andlaus að skrifa ÞAÐ SEM ÉG Á AÐ SKRIFA ! Þar að segja um dýr og trúarbrögð. En ætla að skrifa smá hérna í bloggið í staðin , Ég lofa mér svo að ég tek mig saman til að gera það sem bíður mín.

Um daginn fórum við í afmæli hjá Ingrid. Ingrid hitti ég í fyrsta sinn fyrir rúmum 10 árum. Ég var ófrísk af Sólinni okkar og var svo óheppin /heppinn að ég mátti ekkert vinna. En þar sem mér leiddist svo að vera heima alla daga fór ég í vitjanir með dýralækninum okkar. Það var sko gaman. Ég gerði þetta í svolítinn tíma. En í einni af þessum vitjunum fórum við heim til Ingrid sem er bóndi. Ég var ansi dolfallinn af þessum stað sem hún bjó á og öllum dýrunum. Það síðasta sem ég sagði við hana þegar við Anne Marie dýralæknir fórum var ef henni vantaði einhveratíma vinnumann mætti hún hringja í mig !!!

Rúmum tveim árum seinna hringir svo Ingrið í mig og tjáir mér að hún sé að vinna í að opna barnaheimili á bænum sínum, hvort ég vilji vera með í projektet ! Já svar ég að augabragði. Þannig að í júlí sama ár opnum við barnaheimili á þessum dásamlega bóndabæ. Við opnum með 7 börn og í skúrvagni. Álman sem átti að nota sem barnaheimili var enn í byggingu. Að sjálfsögðu var allt byggt lífrænt og ótrúlega fallegt handverk.

Við vorum í skúrvagninum í nokkra mánuði og var það ekki alltaf auðvelt með kúkandi börn og bleyjur.20070623113155_9

Um haustið flytjum við inn í húsið og ráðum aðra manneskju. Þetta var góður tími fyrir mig því mitt verkefni var aðallega að sjá um dýrin. Þegar svo BOSSIN eins og ég kallaði hana fór í frí passaði ég bóndabæinn og fannst það ekki leiðinlegt.

Að sjálfssögðu varð barnaheimilið stærra og stærra. Það fór upp í 25 börn. Fullt af hestum, hundum, kisum, kanínum, hænum, páfuglum, grísum, fuglum, hænum, kindum, geitum og kúm.  Önnur kýin hét  Lisbeth og var dásamleg. Hún var kannski sú sem ég fékk best samband við. Sigrún Sól okkar byrjaði á barnaheimilinu þegar hún var tveggja ára og var þar til hún byrjaði í skóla.

Konseptið var að börnin áttu að lifa í harmomi með náttúrunni árástíðunum og dýrunum. Á vorin fengu börnin geitamjólk, og kindamjólk.Sólin okkar var t.d með ofnæmi fyrir kúamjólk og þá gátum við ég eða Gunni mjólkað geit eða kind til að taka mjólk með heim.  Á föstudögum borðuðum við grænmetissúpu (börnin skáru allt grænmetið og vorum með að gera súpuna) og borðuðum speltbrauð sem við bökuðum sjálf. Það var alltaf bál, á bálstæðinu og þegar það var mjög kalt á veturna gerðum við te eða kakó.

Allt var byggt upp á hollustu og að vera meðvitaður. Vera í sambandi við dýrin og hvert annað. Við réðum Marianna og Carl. Marianna er rúmlega 60 og Carl líka. Carl sá um að smíða og byggja með þeim strákum og20070623101505_10 stelpum sem vildu. Marianna var ömmuleg sem sá um að börnin vantaði ekkert og var og er dásamleg. Hún gerði sig að ömmu Sólar í útlöndum. Gefur henni enn jólagjafir og afmælisgjafir  sendir henni geggibréf, sem er alltaf gert rétt fyrir páska. Býður okkur alltaf í mat á Þorláksmessu. Ómetanlegt þegar maður er langt frá ættingjunum.

Inn á barnaheimilið kom lítil hrædd stúlka sem heitir Isabella, ég var stuðningsfóstra fyrir hana. Isabella er med Dawn Sindrom. Þannig að mit verkefni var hún dásamlega og dýrin dásamlegu.

Það voru ekki mörg leikföng á staðnum. Það sem var inni í húsinu var falleg tréleikföng og fullt af bókum. Einnig var kista með fötum svo að börnin gætu klætt sig í búninga.

Við vorum að mestu úti allt árið sem var frábært bæði fyrir okkur og börnin.  Mér fannst morgnarnir dásamlegir. Við komum alltaf fyrsta ég og Marianna og kveiktum upp í arninum. Börnin komu eitt af öðru og þau settust á skinn fyrir framan arininn og skoðuðu bækur og gátu vaknað og mótekið staðin í ró og næði og í þeirra eigin tempói.

20070623101720_13

Þegar það voru komin slatti af börnum klæddum við okkur í útifötin og fórum inn í staldin (þar sem dýrin voru) og fóðruðum dýrin skoðum og klöppuðum.

Það er mjög mikilvægt fyrir Ingrið að börnin læri að umgangast dýr og náttúruna í kringum sig. Maður var alltaf góður við dýrin og við rífum ekki og tættum í runnana eða blómin því allt hefur líf. Það var mikilvægt að börnin væru ekki með mikið að leikföngum, en það sem þau voru með var mjög vandað. Í sandkassanum voru ekki plastskóflur og plastdót, en það voru skeiðar, ausur oft silfurskeiðar. Pottar pönnur og eldhúshlutir sem þau gátu leikið með.

Einn pabbinn kom með alvöru traktor sem að sjálfsögðu virkaði ekki. En það var algjört æði fyrir strákana.

Við bökuðum mjög oft pönnukökur við bálið, og þegar ég hugsa til þessa tíma hugsa ég með hlýju til þessara stunda sem maður getur fengið þegar það er setið við bál drukkið kakó borðaðar pönnukökur og maður er vel klæddur en heyri vindinn í kringum sig.20070623104430_1

Einu sinni í viku kom ein kona og fór með börnin í reiðtúra. á íslenskum hestum.  Það var að sjálfsögðu inni á svæðinu.

Það kom líka önnur kona einu sinni í viku og kenndi börnunum drama, eða leiklist. Það voru elstu börnin sem voru með í því og það var sko spennandi.

Ég vann þarna sjálf í þrjú ár. Það var ekki alltaf auðvelt því hugur minn vildi alltaf í myndlistina. En ég get séð að þetta er alveg paradís fyrir börn. Sólin mín segir oft að hún sakni barnaheimilis síns. Við förum samt oft í heimsókn til Ingrid og dætra hennar. Við höfum fengið fullt af dýrum þaðan. Lappa okkar Múmín kisuna okkar og helling af hænum kanínum og fl.

Hérna í Danmörku er hægt að velja barnaheimili sem hafa allavega pædagogik. Skógarbarnaheimili, Rudolf Steinar barnaheimili bóndabæjarbarnaheimili. Inni í KBH er barnaheimili þar sem er mikil þjónusta og tölvavæðing. Foreldrarnir geta fylgst með börnunum sínum á netinu. Geta komið með þvott og fengið þvegið á barnaheimilinu. Einnig geta þau keypt mat þar og farið með heim.20070623105131_13

Nú veit ég ekki hvernig þetta er á Íslandi en mér finnst svo mikilvægt að það sé möguleiki á að velja út frá fl. möguleikum.  Sumum hentar að það sé eins og við erum vön, en svo eru aðrir sem vilja annað og það á að vera möguleiki á því.  

Á Lejregaard þar sem ég var var bæði gefið og fengið Við foreldrarnir gerðum hreint á barnaheimilinu. Það var ekki alltaf gaman en við komumst í samband hvert við annað á meðan við gerðum hreint, og við fengum tilfinningu fyrir að þetta var okkar barnaheimili. Við pöntuðum saman lífrænar vörur, hveiti, álegg og fl. Við héldum flóamarkað einu sinni á ári þar sem við seldum dót og föt og allt mögulegt. Ágóðinn fór í að kaupa hluti á barnaheimilið. Einnig vorum margir foreldrar bændur eða kaupmenn og það var deilt og skipt vörum fram og til baka. Ein mamman klippti okkur fjölskylduna í langan tíma fyrir lítinn pening.20070623104914_8

Barnaheimilið var líka bara opið frá 8 til 3 og það gerði að við vorum oft í vandræðum með að ná fyrir lokun. Þá hjálpuðumst við foreldrarnir bara að og tókum börn með heim til okkar til skiptis.

Eftir þessi þrjú ár sem ég vann þarna byrjaði ég með myndlistaskólann. En Sólin litla var þarna þar til hún byrjaði í skóla . Við förum oft í heimsókn og rifjum upp gamla tíma. Ef þið viljið sjá myndir frá barnaheimilinu getið þið farið hérna inn á heimasíðuna okkar og séð myndir sem ég tók þegar við fórum í afmælið hennar Ingrið. http://www.barnaland.is/barn/20432/album/515973

Nú ætla ég að fara að teikna er búinn að hita mig upp. Það er enn rigning úti.

Ljós og Kærleikur til ykkar4929330


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðann daginn duglega og hugsandi kona

Takk fyrir að segja frá þessu barnaheimilisverkefni þínu, þetta hefur verið frábært! Það er rétt hjá þér að það er gott að eiga val, við erum svo mismundi. Mikið var ég samt fegin þegar þú sagðir að það hefði ekki alltaf verið gaman að þrifa... he he he virkar svo eðlilegt á mig

Vona að sólin fari að skína á þig og mig og alla hina hér í DK

Guðrún Þorleifs, 6.7.2007 kl. 08:46

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Elsku Steina.  Ástarþakkir fyrir þennan pistil, ótrúlega spennandi.  Ég verð að segja að fyrstu mánuðirnir á leikskólanum hérna á Akranesi voru mér erfiðir...allt í skipulagi, alltof skipulagt að mínu mati.  Er búin að sakna leikskólans í Græsted mikið, en það var samt "bara" "venjulegur" leikskóli.

Eigðu góðan dag, mín kæra. 

SigrúnSveitó, 6.7.2007 kl. 09:53

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hljómar órtúlega vel!!

Við tókum sólinga með okkur til Íslands. Sorry. Hún bara vildi fara með :)

Það er búið að vera yndislegt veður hér, ringdi fyrst í gær og ég er svo fegin því að það var allt að skrælna hér í garðinum há mér. Nú eru blómin mín hressari og grasið aðeins farið að spretta.

Ást og hamingja til þín kæra mín.

Ylfa Mist Helgadóttir, 6.7.2007 kl. 10:13

4 Smámynd: Linda

  bara að kíkja inn og segja hæ.  Sendi þér sólarkveðjur frá Íslandi eða Rvk.

Linda, 6.7.2007 kl. 18:43

5 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Sæl Steina, þetta hljómar rosalega vel og sniðugt að sameina þetta þar sem börn og dýr fara mjög vel saman! Þetta er fallegur staður :)

Lúðvík Bjarnason, 7.7.2007 kl. 02:13

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta er svo virkilega heilbrigt...held að eitthvað í líkingu við þetta hafi eða sé kannski enn rekið hér á landi sem heitir Valdorf-eitthvað? man ekki alveg.

Mér finnst þetta einmitt svo þarft sérstaklega þar sem börn eru alveg hætt að fara til sumardvalar í sveit og jafnvel vita ekki hvernig dýr líta út nema af myndum

Knús

Solla Guðjóns, 10.7.2007 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband