Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Laugardagsmorgun og P1 malar í bakgrunninum
29.9.2007 | 08:49
Laugardagmorgunn, hlusta á lagið sem Guðni Már sendi mér áðan, Fallegt.
Hurðin er opin út í garð, og ég er í eldhúsinu mínu með rauðu tölvuna.
Múmin liggur á eldhúsborðinu hérna við hliðina á mér, hann má það ekki en putt, það gerir ekkert til.
Ætti eiginlega að vera að taka til, en nenni því bara ekki. Það er bara best að sitja hérna smá á náttfötunum og njóta morgunsins.
Gunni er að gera eplamost fyrir vetruinn, það var týnt eitt ton af eplum á eplaplantekrunni í ár. Þegar hann kemur heim fer hann að gera veislu fyrir nágrannana, þá verð ég sem betur fer farinn til Kaupmannahafnar
Iðunn liggur í garðdyrunum og er svo falleg í birtunni þar.
Lappi tittlar hérna í kringum mig og veit ekki hvort hann er að koma eða fara.
Sól og Lilja sitja g horfa á barnaefnið inni í stofu. Ég er að drekka besta te í heimi, Asham te. Það er frá Indlandi og það er góð orka í því. Bændurnir sem rækta þetta te, fá þann pening sem þeim ber fyrir afurðina. Það er mikilvægt til að geta notið þess að drekka það.
Hugur minn leitar til Burma, ég verð svo glöð þegar ég heyri að þjóð tekur sig saman og ræðst á móti, einræði, kúgun, og ofbeldi. Það er besta leiðin.Það krefst fórna en hugur samfélagsins er tilbúinn. Í Afganistan og Iraq voru aðrar þjóðir sem réðust inn og gerðu verkið fyrir fólkið, hvað svo.
Ég held að það sé alltaf best þegar fólkið gerir þetta sjálft, því þá er það tilbúið til að takast á við það sem framtíðin ber. Þegar aðrir gera hlutina fyrir fólk, er að mínu mati aldrei gott. Það er eins og að hoppa yfir mikilvægan hlekk, hugur samfélagsins þarf að vera tilbúinn.
Þetta dæmi minnir mig svolítið á baráttu svartra í Afríku, Nelson Mandela sem sat í fangelsi að mig minnir í 27 ár,
Aung San Suu Kyi hefur setið í stofufangelsi í mörg ár. Þremur árum eftir að svartir í Afríku brutust fram með sín réttindi og þjóðir heims stóðu með þeim varð Mandela forseti Afríku, hvað ætli gerist í Burma.
Sendi þeim Ljós og Frið og baráttu orku héðan úr eldhúsinu mínu.
Það þarf ekki að fara langt til að finna fordóma og fyrirlitningu til þjóðar. Hérna í Danmörku eru miklir fordómar til Grænlendinga. Tengdadóttir mín hún Alina er hálf grænlensk, henni liggur mikið á hjarta að hjálpa til við að fá dani til að opna augu sín frá hjartanu til grænlendinga í staðin fyrir að sjá þjóðina frá fyrirlitningunni. Í dag fer ég og Sigyn dóttir mín að sjá hana syngja um landið sitt og þessa baráttu sína í Betty Nansen leikhúsinu í Kaupmannahöfn.
Annars er lífið bara gott, kroppurinn minn er eitthvað að krefja athygli þessa dagana, enda ekki skrítið hef ekkert sinnt honum sérstaklega vel í mörg ár. Er í einhverjum rannsóknum, svoleiðis hef ég aldrei upplifað áður. Ég hef einu sinni legið að spítala , þegar það þurfti að sauma liðbönd hjá mér þegar ég var ca 25 ára. Svo núna fæ ég nýja lífsreynslu til að gera mig að betri manneskju, og þá fæ ég skilning á aðra hlið í þessu lífi. Það verður áhugavert. Þetta líf gefur alltaf nýja möguleika.
Megið þið hafa það gott á þessum fallega laugardegi
Bloggar | Breytt 30.9.2007 kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Í kvöld kl 9. 46 á dönskum tíma er fullt tungl. Þá mæli ég með að þið sem viljið heyra setjist niður lokið augunum og heyrið!
26.9.2007 | 17:10
Var að koma heim úr vinnunni. Hef svo lítinn tíma í blogg þessa dagana. Mikið að gera í vinnu, verið að byggja, múra og allt hérna heimi. Ég vona kæru bloggvinir að þið fyrirgefið litlar heimsóknir á ykkar blogg undanfarið, ég bæti úr því þegar tíminn verður með mér.
Sit núna hérna í elsku eldhúsinu mínu , hlusta á músík, allt á hvolfi hérna í kringum mig. Gunni er að múra upp vegg og það þurfti að rífa skápa frá veggnum áður.
En allt er þetta í lagi.
Er eitthvað þreytt þessa dagana,það er líka allt í lagi.
Tek þessu eins og það er.
Annars gengu lífið svona eins og líf gera, með hinu og þessu merkilegu og minna merkilegu.
Sigyn og Lilja komu aðeins við , ósköp notalegt.
Við skiljum flest kraftinn sem hjartað hefur !
Fylgjum þeirri leið sem hjartað velur.
Hjartað hvíslar að okkur, hvaða leið er best,.
Oft hlustum við lengi og mikið, en við heyrum ekki !
Nú er tíminn til að hætta að hlusta, en fara að heyra
Í kvöld kl 9. 46 á dönskum tíma er fullt tungl. Þá mæli ég með að þið sem viljið heyra setjist niður lokið augunum og heyrið!
AlheimsLjós og friður til ykkar. Mætumst í hinum heiminum í kvöld, ég verð þar !!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þegar gleðin verður glaðari en glatt er
23.9.2007 | 19:50
Í dag er sunnudagur. Sit við eldhúsborðið með nýu flottu Mac ferðatölvuna mína ! Hún er rauð og unun að skrifa á hana. Við eina hliðina á mér á gólfinu liggur lappi og við hina hliðina á mér liggur Iðunn. Uppþvottavélin malar værðarleg hérna í eldhúsinu.
Ég hef setið í allan dag hérna við eldhúsborðið mitt og skrifað og skrifað um trúarbrögð, dýr og stríð. Af nógu er að taka. Vandamálið er eiginlega að finna ákveðin kassa til að vinna út frá.
Hérna voru börnin mín, Sigyn , Siggi og Sól. Barnabörnin mín Aron og Lilja í kringum mig á meðan ég var að skrifa. Ansi stórt heimili nú orðið.
Í gærkvöldi buðu Sigyn og Albert okkur öllum i mat heim til sín. Ég og Sól fórum heim um 9 leitið, kúrðum okkur í sófann með teppi og íslenskt nammi.
Gunni og Siggi komu heim undir morgun.
Fór svo í dag með Sigga til KBH , hann var að kaupa sér eins tölvu og ég og Gunni fengum. Gunni fékk svarta ég fékk rauða með svörtu og Siggi hvíta. Þetta voru góð kaup finn ég því ég nota tölvu mikið.
Það er orðið mjög dimmt á kvöldin en mjög stjörnubjart eins og alltaf er í október.
Á morgun fer ég í vinnuna, allur dagurinn verður meira og minna fundur.
Þetta eru svona smá pínu ponsu sunnudagseftirmiðdagsskrif um lífið eins og það getur líka verið,
Augnablikin eins og þau geta líka verið.
Fjölskyldan sem hún nú getur verið.
Lífið úti á landi í Danmörku, með því lífi sem það nú getur verið.
Lífið þar sem við aðhyllumst það æðra og það lægra sem gefur lífinu meiningu og stundum ekki meiningu.
Lífið þar sem við reynum að finna úr úr hinu og þessu saman, hvernig gerir maður í hinum og þessum aðstæðum þegar erfiðleikar verða erfiðari er erfitt er.
Þegar gleðin verður glaðari en glatt er.
Ætla núna að ljúka þessu og halda áfram að skrifa greinina mína.
Megi friður og Ljós vera með ykkur inn i nýja viku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fylgdu ljósinu í hjarta þínu. Fyrirgefning. Frið minn gef ég þér.
20.9.2007 | 06:15
Fylgdu ljósinu í hjarta þínu
Ímyndaðu þér ekki að okkur sé eigi kunnugt um vonbrigði þín og erfiðleika og hræðsluna sem hefur þig á valdi sínu. Við í andanum vitum að þú gengur í gegnum reynslupróf. Við vitum að efnislíkaminn er ekki ætíð eins heilbrigður og fullkominn og hann gæti verið. Við vitum að efnaleg kjör þín geta verið erfið. Við erum svo tengdir inn á þig, bróðir, að við nemum tilfinningar þínar. Við þekkjum vandamálin og erfiðleikana, en við fullvissum ykkur öllum að ef þið fylgið í raun ljósinu í hjarta ykkar þá mun ykkur vel farnast.
Fyrirgefning
Hefur þú einhvern tíma hugleitt hvað fyrirgefning merkir? Þú, þitt eigið sjálf, þitt eigin persónuleiki þarfnast fyrirgefningar þinnar. Andi þinn er guðdómlegur, en þangað til þú hefur unnið sigur, verður persónuleiki þinn mannlegur og þarfnast fyrirgefningar anda þíns. Á sama hátt og þú fyrirgefur, á sama hátt og andi þinn fyrirgefur meðbræðrum þínum, munt þú læra að fyrirgefa meðbræðrum þínum mistök þeirra. Ef þú einsetur þér að hugsa út frá kærleika og fyrirgefningu sérhvert andartak lífs þíns mun yndisleg heilun eiga sér stað innra með þér.
Frið minn gef ég þér
Meistarinn er blíður og kærleiksríkur; hann þekkir þarfir þínar, hann skilur erfiðleika þína og vonbrigði og segir: "Komdu bróðir, komdu út úr þokunni, komdu til mín og ég mun gefa þér hinn innri frið sem þú leitar að".
Úr bókinni Hinn Kyrri Hugur |
eftir White Eagle |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Hvað sameinar okkur ?
17.9.2007 | 15:21
Það er tími til komin að ég fari að skrifa aftur blogg !
Ég hef haft svo mikið að gera við margt skemmtilegt ! Fjölskyldan er nú sameinuð og í gær buðum við Gunni, Sigga, Sigyn og Sól börnunum okkar, og Alina og Albert tengdabörnunum okkar og Lilju og Aron barnabörnunum okkar til Svíþjóðar ! Við tókum lest til Malmö. Fórum á Listasafnið, sáum þar góða sýningu með David Shringley.
Við borðuðum svo á Listasafninu. Þetta er góður veitingastaður, mæli með honum. Þarna var spiluð lifandi músík. Sem sagt ósköp notalegt !
Annars fara dagarnir í hitt og þetta. Erum að gera fullt við húsið, hjálpa Sigyn og Albert með krakkana og margt annað.
Ég heyri oft fólk sem hefur helgað sínu lífi Kristinni trú, segja um hvað það var sem breytti lífi þeirra. Þetta finnst mér oft mjög áhugavert. Núna langar mig að segja hvað það var sem fékk mig til að finna mína leið í kærleikann. Eða eins og oft er kallað að vera esoterisker.
Þetta gerðist fyrir nokkrum árum, kannski svona 5 til 6 árum. Ég hef alltaf verið trúuð, en ekki aðhyllst neina kirkju, eða söfnuð. Heldur eins og margir myndu segja ég hafði mína trú, og svo kemur alltaf á eftir, en ég trúi ekki á neinn hvíthærðan mann sem hægt er að kalla Guð !
Ég sem sagt var bara sátt við lífið og tilveruna, og sá lífið með mínum augum, oft út frá hinum og þessum persónulegum plönum. En ég vil meina að ég hafði mikinn Kærleik í mér til alls lifandi.
Svo sá ég einu sinni að það átti að vera fyrirlestur hérna í samkomuhúsinu um hvaða þýðingu múskinn hefur haft á andlega þróun mannkyns. Vinkona mín ætlaði að fara og vildi hafa mig með. Ég var svona á báðum áttum, enda sama dag átti að vera opnun í gallerí þar sem ég var einn af sýningarstjórunum, og tíminn mjög knappur til að ná báðum hlutunum ! Ég lét þó til leiðast, þó svo ég hafi einhversstaðar ekki viljað fara.
Fyrirlesarinn heitir Niels Brønsted. Ég sest inn bara ansi cool. Flestir í þessu bæjarfélagi vita hver ég er vegna ýmissa uppákoma sem ég hef staðið fyrir og sem hefur vakið athygli á þessum dásamlega bæ. Þannig að maður kemur inn og er bara ansi cool.
Ég sest á fremsta bekk og fyrirlesturinn hefst. Þetta var þannig byggt upp að það var spiluð músík sem hafði haft hvað mest áhrif hverju sinni í að lyfta meðvitund fólks á hverjum tíma í gegnum aldirnar.
Það var ekki komið langt inn í efnið þegar eitthvað brestur í mér sem var svo cool og ég byrja bara að grenja og grenja, og ég gerði það allan fyrirlesturinn, svo mikið að ég þurfti að halda niður ekkanum svo ég myndi ekki stynja yfir allan salinn. Þetta var í raun alveg hræðilegt, því ég gat ekki stjórnað þessu. Svo rétt áður en fyrirlestrinum líkur lauma ég mér út, eins og maður getur nú laumað sér út frá fremsta bekk, allur út grátinn.
Ég fer heim og er eiginlega alveg uppgefinn og skil ekkert í neinu, gleymi þessu svo bara og lífið heldur svo áfram.
Einn daginn er ég svo í skólanum og Lena sem var með mér og Morten til að byrja með myndlistaskólann kemur með bækling og segir við mig , hvort við eigum að byrja í þessum skóla Esoterisk skole Skandinaven !
Nei segi ég og hendi bæklingum til baka til hennar. Um leið og ég gerði það þá veit ég svona eins og gerist og gengur að það er það sem ég á að gera þó svo að þetta sé algerlega óskrifuð bók fyrir mig. Ég tek bæklinginn aftur , hringi inn og læt skrifa mig inn í næsta skólaár. Þetta var tveggja ára nám. Ótrúlega spennandi finnst mér.
Við lærðum hugleiðslu, esoteriska stjórnmála og samfélagsfræði, esoteriska trúarbragðarfræði, esoteriska sálfræði esoteriska heimsspeki og esoteriska anatomi.
Þetta nám gerði að ég fékk dýpri og nýja sýn á allt, hlutir hafa fleiri víddir, allir hlutir hafa fleiri víddir.
Ég kláraði þetta nám og er í mínu lífi Esoteriker inn í hjartað og í mínu daglega lífi.
Ég vil meina að það sem er mikilvægt sem bæði Kristinn, Esoteriker og í raun hver trúar sem er sé okkar skilda að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa meðbræðrum okkar og systrum (einnig dýraríkinu, plönturíkinu og mineralríkinu) sem ekki hafa það eins gott og við hérna á jörðinni. Fyrir mér er ekki aðalatriðið hverrar trúar manneskja er, því það eru margar leiðir til Guðsríkis, heldur hvort viðkomandi hefur Kærleikann í sér, og það hafa flestir meðvitað eða ómeðvita.
Sennilega væri best að við saman styddum hvert annað og fókuseruðum á hvað það er sem við eigum sameiginlegt en ekki hvað það er sem skilur okkur að. Það er í raun og veru það sem er mikilvægast fyrir allt mannkyn, ef alltaf ef fókuserað á það sem aðskilur okkur, verða áfram styrjaldir, fordómar, hatur og ......
Hvað er það sem sameinar okkur gaman væri að hugsa svolítið um það og senda því hugsun!
AlheimsLjós til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Að flytja fjöll !
12.9.2007 | 12:14
Ég horfi nú ekki oft á sjónvarpið, en í síðustu viku horfði ég á átakanlegan þátt
Kvinden med aberne . Þetta var barátta ungrar danskrar konu Lone Dröscher Nielsen fyrir lífi þessarar dýrategundar. Hún var með 600 orangutanger í garðinum hjá sér sem hún passaði og fóstraði. Garðurinn hennar er risa stór að sjálfsögðu og er í Borneo i Indonesien.. Hún er eiginlega móðir allra þessara manneskjuapa.
Flesta fékk hún þegar þeir voru pínu ponsu litlir, en sumir komu líka stærri. Hún er með fólk í vinnu að sjálfsögðu því þetta var mjög mikil vinna.
Hún vinnur sjálf næstum allan sólarhringinn.
Á kvöldin sá maður að hún og aðrir sem unnu þarna voru inni í húsinu með fullt af litlum apabörnum í litlum plastkörfum sem voru eins og lítil rúm. Það voru apabörn út um allt. Hún hafði eitt stórt vandamál, hún hafði enga peninga til að reka þetta áfram. Hvað gerir maður þá ?
Hún fór á milli staða til að fá hjálp hjá hinum og þessum samtökum, að lokum vildu WSPA styðja hana í allavega eitt ár, hvað gerist svo? Það sorglega er með þessa aba er að ef ekki verður gert neitt til að bjarga þessum stofni þá deyir þessi apategund út eftir 15 ár.
Borneo og Sumatra er eina svæði sem er mögulegt fyrir þessa apa að lifa villt, en svæðið minnkar og minnkar dag frá degi, vegna þess að Indónesiska ríkisstjórnin samþykkir að það svæði sem er rutt sé til að planta pálmaolíutrjám.
Sum svæðin voru bara orðin vatnasvæði því trjánum hafði verið rutt í burtu til að planta pálmaolíutrjám, en svo hafði það flosnað upp. Það þarf mikið að trjám til að nýta (sjúga upp) allt það regn sem kemur á þessum svæðum, og þegar það gerist ekki myndast vatnasvæði.
Lone hafði áður verið gift með manni sem kom frá þessu svæði, en hjónabandið gekk ekki upp, því hún vildi ekki fá börn. Hún sér þetta verkefni sitt sem Lífsverkefni sem tekur alla krafta, og litlu apabörnin taka allan tímann.
Ég get séð og það kom fram í þættinum að hún desperat reynir að finna villt svæði til að láta þá apa sem var búið að þjálfa til að bjarga sér úti í náttúrunni, út í náttúrunna aftur. Það var bara alveg ómögulegt því ekkert svæði er eftir, þannig að allt er yfirfullt af þessum manneskjuöpum, og stöðugt koma fl. og fl. Þetta er ótrúlega hetjuleg barátta hjá einni manneskju.
Hún kynnti okkur fyrir einum apa, sem var kvenapi. Man ekki hvað hún heitir. En saga hennar var átakanleg. Hún hafði verið notuð í vændi. Allt hár var rakað af kroppnum hennar, og svo var hún hlekkjuð við vegg á einum fætinum. Svo lá hún á gólfinu og var seld þurfandi mönnum inn á hana ! Það tók langan tíma að láta hana treysta aftur, en enn þann dag í dag var hún hrædd við menn.
Þetta skal mig í hjartað. Sumt fólk er því miður ekki komin lengra í þróuninni en sum dýr, en hafa þó ákveðin þroska og illsku sem er í manneskjunni, sem gerir þetta fólk er mikið hættulegra og dýr eru.
Það var oftast lókalfólkið sem hafði samband við Lone af því að þau höfðu fundið apabarn ! Lone átti erfitt þegar hún fór að ná í þessi apabörn, því hún vissi að móðirin hafði verið drepinn. Apamömmur skilja aldrei eftir sig börnin sín, fyrr en þau er 7 ára.
Hún reyndi að útskýra fyrir fólkinu að þessir apar hefðu tilfinningar og finndu sársauka eins og við og í raun væri þessi apategund með heila sem væri líkastur heilanum í manninum.
Við vitum að 15 prósent af öllum dýrategundum í heiminum eru í mikilli útrýmingarhættu. En við vitum ekki hvaða tegundir eru mikilvægar í keðjunni til að halda lífi á jörðinni.
Það er ógnvænlegt !
Einstein sagði að ef býflugur deyja út, þá deyr mannkynið út fjórum árum seinna !
Býflugur frjóvga blómin sem eru mikilvæg í lífskeðjunni.
Ég ætla að biðja ykkur sem lesa þetta að hjálpa mér á mjög einfaldan hátt til að hjálpa Lone og þeim sem vilja að dýrin systur okkar og bræður fái betra líf , betri meðferð á jörðinni.
Ef þið ímyndið ykkur að það streymi orka frá ykkur, með Ljósi og Krafti á milli þriggja punkta í þríhyrning !
Einn punkturinn er WSPA sem eru stór samtök dýraverndunarsinna um allan heim, annar punktur er Greenpeace sem berst fyrir náttúrunni og verndun dýra og þriðji punkur er Lone Dröscher Nielsen og starf hennar fyrir lífi þessarar dýrategundar.
Þetta er mjög einföld leið til að hjálpa, og trúið mér þetta hefur áhrif !
við vitum öll að hugsun hefur kraft í sér sem setur hluti af stað,
Hugsun er orka, það er hægt að nota hana til að hjálpa, eins og bænin.
Með bæninni biðjum við um hjálp, með því að gera þetta hjálpum við sjálf til að hjálpa,
en orkan kemur í þessu tilfelli frá Almættinu.
Við getum líka til að vera viss um að það sé rétt sem við gerum sagt í huganum.
Megi þetta gerast eftir guðdómlegum lögum og reglum
Þá gerist það sem á að gerast
raskar ekki því sem örlögin vilja.
Ef Þessi dýrategund á að deyja út, en hreinlega tími þess sé búinn hérna á jörðinni,
það gerist það sem á að gerast!
Vonandi verðið þið við þessari bón minni, því mikið liggur við Ef þið viljið vita meira um þessa konu og baráttu hennar er hérna linkur á hana
http://www.orangutang.dk/
Megi AlheimsLjósið streyma í gegnum ykkur til þeirra sem eru í nærveru ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Allt er mögulegt í lífinu, líka hitt !
10.9.2007 | 20:34
Ég var í þerapí í kvöld.
Ég geymi fullt af leyndarmálum fyrir mér, sem ég hægt og rólega hvísla í eyrað mitt á meðan á meðferð stendur !
það er gott þegar áfram gengur.
Dóttir mín Sigyn og fjölskylda eru flutt í húsið, drengurinn þeirra Aron sæti prakkari er með ofnæmi fyrir dýrum, hummm, ekki gott, við erum með tvo hunda, fjórar kisur og tvo páfagauka !
Við sátum og spjölluðum um þetta við kvöldverðarborðið í gær, stórfjölskyldan.
Ég sé alveg að þetta er vandamál og velti fyrir mér lausn, ég sagði að næst fengi ég mér grís í staðinn fyrir hund, Gunni minn sýndi engin viðbrögð, þóttist ekkert heyra. Hann veit og hefur fundið fyrir undanfarið að ég er pínu í alvöru að velta .því fyrir mér. Ég kom líka með aðra hugmynd að ég gæti fengið mér flóðhest !
Siggi sonur minn hafði nefnilega sent mér video um að það væri alveg mögulegt !
Albert tengdasonur minn sagði ansi klumsa, var það ekki í Afríku ?
Jú, en ekkert er ómögulegt, sjáið bara vídeóið !!!
Það er minna um blogg þessa dagana, og bloggvinaheimsóknir, en ástæðan er sú að ég er á fullu að vera með fjölskyldunni minni !
Hérna á bænum er friður, og mér líður svo vel eftir tíman í kvöld. Það er eins og steinn sé fallinn út sem ég vissi ekki að væri þarna, þannig er það alltaf eftir að ég hef verið í þerapí !Náttúran er þvílíkt undur , finnst ykkur ekki ? Hann Lúðvík bloggvinur minn sendi mér þetta frábæra klypp, ég hvet ykkur til að gefa ykkur tíma til að skoða HÉR
Friður og Ljós til , ég ætla að reyna að ná í Óla Lokbrá og fá að fara með í næturlestina
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Augnablikinn í lífinu /ég hlustaði á það eitt andartak
8.9.2007 | 22:51
Í gærkvöldi fórum Gunni, Sól og ég á frábæra tónleika í Kaupmannahöfn. Eyvör Pálsdóttir. Listamaður með stóru Lli.
Í dag komu elsta dóttirin Sigyn með fjölskylduna til Danmerkur. Við tókum á móti þeim í húsinu sínu nýja flotta með Kampavín og hinu ýmsu góðu með og góðu knúsi líka. Börnin fengu kanínu og hamstur.
Komum hingað heim og þar var Siggi sonur okkar. Við borðuðum góðan mat töluðum pólitík, Ísland og Danmörk og margt margt fleira.
Dásamlegt kvöld með öll börnin okkar þrjú og litlu barnabörnin tvö.
Nú er allt heilt !
Í dag vorum ég og litla Sólin að keyra, við vorum að ná í kanínuna sem við gáfum Lilju.
Við vorum að syngja í bílnum eins og við gerum svo oft.
Börnin mín hafa öll átti sinn eigin vöggusöng.
Sigyn sú elsta átti, sofðu unga ástin mín !
Siggi, bíum bíum bambaló
Og Sólin átti algjörlega sinn eigin, sem hún alltaf hefur haldið að væri um hana og engan annan, þar til fyrir ekki svo löngu síðan.
Þann söng sungum við aftur og aftur í dag í bílnum.
Litfríð og ljóshærð
og létt undir brún
Handsmá og hýreyg
og heitir Sigrún Sól
Sofðu nú Sigrún
Og sofðu nú rótt
Guð góður gefi þér
góða nótt.
Lái henni hver sem vil!
Ég er stundum svo mikið í tilfinningum mínum og það á Sólin oft erfitt með. Það gerðist líka þarna því ég fékk upp minningum með henni og mér þegar hún var pínu lítil í hugann. Ég mundi eftir því að einu sinni var ég að setja upp sýningu í þýskalandi og hún var ponsu lítil, kannski bara tveggja til þriggja mánaða.. Á meðan ég var að setja upp sýninguna lá hún á sænginni sinni á gólfinu. Svo af og til tók ég hana upp og gekk með hana um gólfið og söng þetta lag fyrir hana. Tíminn varð allt í einu afstæður. Þessi minning kom svo sterkt fram að ég fór hálf að væla og Sól sagði ÆÆÆ mor, ikke nu igen ! (æ mamma, ekki nú aftur ) Þarna gerðum við annað augnablik sem verður í minningunni.
Augnablikinn í lífinu eru svo mikilvæg og það eru þau sem við sköpum fyrir okkur sjálf og hvert annað. Augnablik sem hefur áhrif á kannski allt lífið, skapar minningu sem getur breitt öllu !
Gott er að hafa það í huga hvert augnablik !
Á morgun ætlum við í skógartúr öll saman, í ævintýraskóginn hérna rétt hjá.
Það er gott að Sigyn er komin heim !
Lífið er fallegast, og ég er svo heppinn !
AlheimsLjós til ykkar allra
Bloggar | Breytt 9.9.2007 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Ég á nágranna sem er mjög sérstök !
5.9.2007 | 14:58
Þegar við fluttum hingað fyrir 11 og hálfu ári kom hún eins fljótt og hún gat inn í lifið okkar. Ef hún heyrði að það væru gestir kom hún hlaupandi um leið, og tók þátt í selskapnum !
Hún var hérna hjá okkur í tíma og ótíma. Við áttum ansi erfitt með að átta okkur á henni í byrjun og enn þann dag í dag á ég stundum erfitt með að átta mig á henni !
Hún kom stundum með svona einkennilega hluti eins og : þið skuluð ekki láta ykkur bregða þó svo að ég sé í baðinu hjá ykkur þegar þið komið heim humm, maður brosir bara og heldur að þetta sé djók, en ekki aldeilis þetta hefur hún gert hjá öðrum nágrönnum, og líka bara farið inn og notað símann án þess að fólk sé heima.
Hún er að mörgu leiti alveg rosalega klár en á öðrum sviðum mikið öðruvísi.
Hún er algjör dýramanneskja og garðmanneskja, þar höfum við getað spjallað saman um sameiginleg áhugamál og er það oft ansi gaman, nema það er eiginlega bara hún sem talar !
Við vorum einu sinni með fullt af hænu ungum í hænsnagarðinum ! Á þeim tíma var alveg rosalega mikið að gera hjá mér en ég sá að dag frá degi hurfu hænu ungar, og ég sá líka að þeir komust einhvernvegin út úr hænsnagarðinum. Ég gerði svo sem ekkert í því , svona er jú lífið hugsaði ég. En á hverjum degi þegar ég kom út í garð var hún þar og alveg miður sín yfir þessu . Ég fann að ég varð pirraðri og pirraðri en sagði ekki neitt !
Einn daginn komum við heim ég, Sól og vinkona hennar, við förum út í garð og týndum epli handa kanínunum. Ég naut þess að hafa smá pásu og njóta augnabliksins.
Kemur þá nágranni og segir að ég verði að gera eitthvað við þessu með ungana, því það séu ekki svo margir eftir !!!
Ég varð einu orði sagt alveg brjáluð, ég sagði margt miður fallegt og ég heyrði orðin, öskrin koma niður frá maganum. Annar nágranni sem heyrði þetta var að spá í að koma og skerast í leikinn því hún hafði aldrei heyrt svona frá mér !
Nágranni fór að gráta undan látunum og orðunum frá mér, en mér var algjörlega sama ! Rauk inn með litlu dömurnar sem hafa örugglega ekkert skilið neitt í neinu!
Það sem ég held að hafi gerst var að auðvitað hafði hún rétt fyrir sér, en ég gat ekki horfst í augu við það ! Allur pirringur sem ég hafði haft til hennar í gegnum árin kom fram. En hún hafði rétt fyrir sér ég hefði átt að finna út hvar ungarnir komust út og laga það.
Svo liðu nokkur ár og ég sá hana eiginlega aldrei ! En á tímabili plöntuðum við runna á milli hennar garðs og okkar garðs. Runninn var að verða ansi stór og flottur. Einn daginn kem ég heim og fer út í garð, eitthvað finnst mér þetta allt skrítið og tómt þarna hjá matjurtargarðinum okkar. Tek ég þá eftir að runninn er alveg klipptur niður, og allt hreinsað og fínt í kringum hann. Ég fer inn til Gunna og spyr hann hvort hann hafi klippt runnann ? Nei það hafði hann ekki, það gat ekki verið neinn annar en nágranni. Gunni fer yfir til hennar og spyr hana pent hvort hún hafi gert þetta. JÁ segir hún og sallaróleg, runninn skyggði á plönturnar mínar. Hún gat ekki séð að þetta væri ekki í lagi og við hringdum til sveitafélagsins (sveitafélagið á húsnæðið)og þeir lofuðu að tala við hana, sem þeir gerðu. Runninn er núna stór og flottur.
Einhveratíma á þessu tímabili mæti ég henni á göngu, og það verður einhvernvegin vandræðalegt í kringum þessa mætingu, eigum við að heilsast eða hvað. Ég vel að ganga til hennar og gefa henni knús. Hún verður mjög ánægð, grætur pínu og við ræðum þessi mál. Við vorum að sjálfsögðu ósammála um margt en við gátum og ákváðum að tala saman af og til.
Fyrir 6 árum fengum við kisu sem vinkona okkar fann úti á einhverjum akri, litill sætur kisi sem við skýrðum Fredrik. Hann er alveg dásamlegur allir eru í raun voða hrifnir af honum því hann er svo kelinn og sætur.
Fyrir tveim árum hverfur Fredrik og við erum svona alltaf af og til að leita að honum. Þetta var um vetur og við vorum ansi áhyggjufull. Það liðu nokkrir mánuðir og við sáum hann ekki. Um vorið byrjaði hann að koma af og til inn í garðinn okkar þegar við kölluðum.
Einn daginn er ég að spjalla við nágranna yfir runnanum og segir hún svo allt í einu : Fredrik er fluttur yfir til mín og svona er það bara !! Ég verð alveg hvumsa og veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Hún segist hafa gefið honum að borða allan veturinn og hann byggi nú hjá henni. Ég fer inn og ræði þetta við Sólina sem verður að sjálfsögðu mjög leið. Ég fer aftur yfir til nágranna og segi henni að þetta sé ekki í lagi og margt margt annað, en án þess að verða reið ! Hún vill ekki hlusta á neitt, þar til ég segi að ef hún ekki lofi mér að hún ekki gefi honum að borða þá verði hann inniköttur, eða hann verði settur í ól . (hann er algjör útiköttur) Hún mumlar verður reið grætur og allt mögulegt, en ég stend fast á því sem ég segi þar til hún lofar að nú sé það stopp með að fóðra hann.
Við höfum reynt allt til að venja hann inn til okkar en það hefur ekki tekist. Hann kemur af og til og sefur inni og hann kemur líka alltaf þegar við köllum á hann. Það er sem sagt komið eitthvað rugl í litla heilann hvar á ég heima
Við fengum svo Ingeborg um daginn ný kisa fjögurra ára, voða sæt. Hún slapp út fljótlega eftir að við fengum hana. Eftir tvo daga settum við auglýsingu hjá kaupmanninum. Daginn eftir birtist nágranni með Ingeborg !! Halló hugsa ég hvað er í gangi. Hún kemur inn og hún talar og talar. Við erum að sjálfsögðu mjög þakklát yfir að hún kom með Ingeborg . Ég vil taka það fram að nágranni á 7 kisur fullt af kanínum og hömstrum.
Þegar hún var hjá okkur að ræða um kisur og kisur sagði hún svona inn á milli. Fredrik býr hjá mér og ég læt bólusetja hann (minnir að það heiti það á íslensku) og hann fær líka ormalyf hjá mér. Ég verð paff og segi, við gerum það líka, þannig að hann fær tvöfaldan skammt !
Hugsa mig svo smá um og segi, það er þá þannig að þú gerir það í framtíðinni, svo hann fái ekki tvennt af öllu !
Ég hef verið að hugsa mikið um þettað allt saman, þetta er í raun margra ára krísa á milli mín og hennar.
Ég get líka setið hérna og horft á fréttir í sjónvarpinu og rætt um hvernig standi á því að mörg löndin í miðausturlöndum geti ekki fundið út úr því að vera nágrannar !
Ætli það sé ekki best að hver byrji á sjálfum sér.
Ég held hreinlega að þetta sé eitt af frábærri verkefnum sem ég hef fengið í þessu lífi að fá hana sem nágranna, því hún hlustar hreinlega ekki og hefur engar grensur á sama stað og ég.
Það er að sjálfsögðu algjörlega hennar mál hvað hún lærir á þessum samskiptum !
Þessar hugsanir komu í raun upp í dag hjá mér þegar ég var að keyra bæði til og frá vinnu. Ég var að hugsa um krísuna í miðausturlöndum, sérstaklega í Ísrael. þá komu þessar minningar upp milli mín og nágranna, sem er líka nágranna krísa, ólíkar persónur, hugsanir, kultur og margt annað að sjálfsögðu í minni skala en krísur á milli landa. En hugsunin hjá mér var mjög skýr að hver á að byrja á sér, það er fyrsta skrefið í áttina að hinu eina Lífi. Ástæðurnar fyrir að ég hugsaði um Ísrael eru margar, en ein af þeim að ég fer kannski þangað í maí mánuði. Ég veit það betur eftir tvær eða þrjár vikur.
AlheimsLjós til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Vakna á mánudegi, með þreytuna í höfðinu !
3.9.2007 | 14:09
Við komum heim frá Kassel seint í gærkvöldi eftir frábæra ferð á Documenta. Mér fannst sýningin í heild ekki góð, þó svo að mörg verkana væru góð.
Við Gunni vorum með góðum vinum okkar, og það er alltaf gott. Fórum gott út að borða töluðum um myndlist allan tímann og það var líka gaman !
Nú er ca mánuður þar til við fjölskyldan Gunni Sól og ég fórum í ferð til NY , það verður gaman líka.
Ég fór þreytt og kannski smá tens í vinnuna í morgun og þurfti að hugsa hvert orð sem ég sagði við samkennara mína, vissi að ég væri mikið í persónuleikanum, og þó svo mér finnist hlutir sem sagðir voru ekki meika sens, þá var það sennilega ekki rétt upplifun heldur eitthvað sem ég út frá þreyttum tilfinningum fannst !
En allt fór vel, enda sat ég mest og vann við tölvuna!
Þegar ég kom heim fór ég beint og fékk mér gott expresso kaffi með heitri undanrennu, nammi nammi, ég sem var hætt að drekka kaffi er byrjuð aftur eftir að þessi frábæra kaffimaskína kom í húsið !
Vinur minn Guðni Már Henningsson er komin á bloggið, endilega að kíkja á hann !
Annars er ég bara þreytt og bíð eftir Gunna til að fara út að versla.
Eins og ég hef svo oft fjallað um á blogginu og í lífinu mínu er að við erum eitt, við erum öll hluti hvert af öðru. Það eru auðvitað alltaf einhverjir sem fara mjög öfgafullar leiðir í hvaða þjóðfélagi sem er. Hjá okkur eru tildæmis ný nasistar sem eru kannski öfgahópur á móti heittrúuðum öfgafullum múslimum !
Við erum Eitt, með Einn andardrátt, eina Jörð Eina MóðurJörð.
Ég fékk þessar myndir sendar frá einum sem er mér mjög kær , þerapistanum mínum í Kaliforníu.
Deili þessu með ykkur og njótið vel myndum frá daglega lífinu í Iran !
AlheimsLjós
Steina
Bloggar | Breytt 4.9.2007 kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)