Laugardagsmorgun og P1 malar í bakgrunninum

Billede 3069

Laugardagmorgunn, hlusta á lagið sem Guðni Már sendi mér áðan, Fallegt.
Hurðin er opin út í garð, og ég er í eldhúsinu mínu með rauðu tölvuna.

Múmin liggur á eldhúsborðinu hérna við hliðina á mér, hann má það ekki en putt, það gerir ekkert til.
Ætti eiginlega að vera að taka til, en nenni því bara ekki. Það er bara best að sitja hérna smá á náttfötunum og njóta morgunsins.

Gunni er að gera eplamost fyrir vetruinn, það var týnt eitt ton af eplum á eplaplantekrunni í ár. Þegar hann kemur heim fer hann að gera veislu fyrir nágrannana, þá verð ég sem betur fer farinn til Kaupmannahafnar

Iðunn liggur í garðdyrunum og er svo falleg í birtunni þar. Foto 22

Lappi tittlar hérna í kringum mig og veit ekki hvort hann er að koma eða fara.

Sól og Lilja sitja g horfa á barnaefnið inni í stofu. Ég er að drekka besta te í heimi, Asham te. Það er frá Indlandi og það er góð orka í því. Bændurnir sem rækta þetta te, fá þann pening sem þeim ber fyrir afurðina. Það er mikilvægt til að geta notið þess að drekka það.

Hugur minn leitar til Burma, ég verð svo glöð þegar ég heyri að þjóð tekur sig saman og ræðst á móti, einræði, kúgun, og ofbeldi. Það er besta leiðin.Það krefst fórna en hugur samfélagsins er tilbúinn. Í Afganistan og Iraq voru aðrar þjóðir sem réðust inn og gerðu verkið fyrir fólkið, hvað svo.
Ég held að það sé alltaf best þegar fólkið gerir þetta sjálft, því þá er það tilbúið til að takast á við það sem framtíðin ber. Þegar aðrir gera hlutina fyrir fólk, er að mínu mati aldrei gott. Það er eins og að hoppa yfir mikilvægan hlekk, hugur samfélagsins þarf að vera tilbúinn.
Foto 21

Þetta dæmi minnir mig svolítið á baráttu svartra í Afríku, Nelson Mandela sem sat í fangelsi að mig minnir í 27 ár,
Aung San Suu Kyi hefur setið í stofufangelsi í mörg ár. Þremur árum eftir að svartir í Afríku brutust fram með sín réttindi og þjóðir heims stóðu með þeim varð Mandela forseti Afríku, hvað ætli gerist í Burma.


 Sendi þeim Ljós og Frið og baráttu orku héðan úr eldhúsinu mínu.

Það þarf ekki að fara langt til að finna fordóma og fyrirlitningu til þjóðar. Hérna í Danmörku eru miklir fordómar til Grænlendinga. Tengdadóttir mín hún Alina er hálf grænlensk, henni liggur mikið á hjarta að hjálpa til við að fá dani til að opna augu sín frá hjartanu til grænlendinga í staðin fyrir að sjá þjóðina frá fyrirlitningunni. Í dag fer ég og Sigyn dóttir mín að sjá hana syngja um landið sitt og þessa baráttu sína í Betty Nansen leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Billede 3826

Annars er lífið bara gott, kroppurinn minn er eitthvað að krefja athygli þessa dagana, enda ekki skrítið hef ekkert sinnt honum sérstaklega vel í mörg ár. Er í einhverjum rannsóknum, svoleiðis hef ég aldrei upplifað áður. Ég hef einu sinni legið að spítala , þegar það þurfti að sauma liðbönd hjá mér þegar ég var ca 25 ára. Svo núna fæ ég nýja lífsreynslu til að gera mig að betri manneskju, og þá fæ ég skilning á aðra hlið í þessu lífi. Það verður áhugavert. Þetta líf gefur alltaf nýja möguleika.

Megið þið hafa það gott á þessum fallega laugardegi

 

Foto 23

AlheimsLjós til ykkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flottur pistill og ég viðurkenni það með skömm að ég var með fordóma gagnvart Grænlendingum  Fáfræði skapar fordóma... ég hef lesið slatta um Grænlendinga og langar afskaplega mikið að heimsækja landið.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.9.2007 kl. 12:29

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk elsku besti vinur fyrir að þykja lagið gott...ég er ánægður með það. Ég er líka ánægður með þig einsog alltaf. Svava er að koma í mat til mín og það verður náttúrulega alveg dásamlegt..bið að heilsa öllum þínum en þó sérstaklega Iðunni og Tappa... Guðs friður fylgi þér alltaf...

Guðni Már Henningsson, 29.9.2007 kl. 18:22

3 Smámynd: Karl Tómasson

Hversdagsleikinn er svo góður.

Þessi lestur segir manni það meðal annars.

Tunglsljós til þín frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 29.9.2007 kl. 19:32

4 Smámynd: www.zordis.com

Morgnar eru yndislegir og Múmín er fallegur, lítið prakkaraskott að stelast   Fordómar eru daprir og því miður verða þeir þar sem fáfræði og áhugaleysi ríkir.  Við erum jöfn hvert og eitt og það að vera betri en annar eða hafa meiri rétt en annar er hugarfóstur sem fólk skapar sér!

Ég er að flytja og er aðeins að stelast eins og kisulúsin þín sem minnir mig á elskuna mína sem fór til betri heims fyrir mörgum árum!

Sunnudagskveðjur .... ætla að setja í nokkra kassa og flytja þá í nýja veröld!

www.zordis.com, 30.9.2007 kl. 07:47

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Falleg lýsing á morgunstund hjá þér....  Gott þetta með "að hugur samfélagsins sé tilbúinn"

Hólmgeir Karlsson, 30.9.2007 kl. 10:01

6 Smámynd: halkatla

fallegur pistill, ég skil ekki þessa fordóma sem margir eru með,engin þjóð er eins að upplagi og lélegir einstaklingar allsstaðar inná milli. sætar myndir 

halkatla, 30.9.2007 kl. 11:16

7 Smámynd: Dísa Dóra

Fallegur pistill um "venjulegan" morgun og það sem skiptir okkur öll mestu máli þrátt fyrir að við gleymum oft að horfa á það - nefnilega það smáa sem gleður

Dísa Dóra, 30.9.2007 kl. 20:18

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir mig Steina

Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 23:58

9 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Kvitt og knús

Sigrún Friðriksdóttir, 1.10.2007 kl. 00:12

10 identicon

Hæ Steina mín bara að kvitta fyrir heimsóknina á síðuna þín sem er frábær lesning.

Kv Gústa.

Gústa (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 11:50

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæru öll takk fyrir !

gústa mín, gaman að sja þig hérna, hvenær ætlar þú að blogga, kona með reynslu !

AlheimsLjós til ykkar allra+steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.10.2007 kl. 12:03

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg færsla, maður bókstaflega upplifir þennan dásamlega morgun.  Og já hugur minn er daglega hjá þjóð Burma.  Ég vona svo sannarlega að þessi saffranbylting beri sigur úr býtum.  Það veltur líka á stjórnum þeirra ríkja sem telja sig vera frelsiselskandi, að þrýsta á um frið.  Að það sé á borði en ekki bara í orði.  Við skulum senda þeim ljós og kærleika. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 11:12

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta einfalda og notalega er best finnst mér. Búrma Búrma Búrma. Mikið vona ég að fólkið þar finni frelsið í gegnum þessar hörmungar. Reki illskuna út með góðu!!

Hafðu það gott og bless!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 16:07

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Góður pistill.

Morgunstund gefur gull í mund og ég sendi ljós óg ást til þessa hugrakka fólks í Burma.

 til þín.

Solla Guðjóns, 3.10.2007 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband